Lögberg - 01.10.1914, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1914.
Nýr leikritahöfundur '
frá Islandi.
1 bókmenta bálki hins velþekta^
tímarits “Literary Digest”, birtist
ritgerS með þessari fýrirsögn, er,
hljóðar á þessa léið:
“Enn virðast Norðurlönd hafa
gefið heiminum leikrita höfund,
sem kann vel aö lýsa skapferli og
atburðum og lítur þá og lýsir þeim
með skáldiegri andagift og orð-|
færi. Frá fslandi er kominn snill-
ingur, sem farið er að telja jafn-|
oka Ibsens, Björnsons og Strind-
bergs. Þeir sem beztar vonir gera
sér. segja jafnvel, að Johann Sig-^
urjonson muni mjög bráðlega fara
fram úr þeim frægu þremenning-1
um, enda er hann ungur enn, á
fjórða árinu um þrítugt.
“Það leikrit Mr. J. éigurjóns-
sonar, sem mest er látið af, Fjalla-
Eyvindur, hefir fengið mjög svo
góðar viðtökur á helztu leikhúsum
Xoröurlanda, og leikið hefir það
verið á hirðar leikhúsinu í Múnch-
en, og stóð til að leika það í Vín-
arborg og Hamborg, í Bremen,'
Köln og Essen, áður en stríðið
skall á.
“f Parísar timaritinu La Revue,
heftinu frá i. og 15. júní, hefir
Mr. Leon Pineau. forseti lista- og
hókmentadeildar í Clermont-Fer-
rand, lokiö miklu lofsorði á rit j
þessa skálds og leikja höfundar.
Ritgerð hans fer mestmegnis í þá
átt, að rekja þráðinn i leikritumj
Jóhanns, þremur þeim helztu, og j
eru langir útdrættir tilfærðir úr
þeim. EfniS í því fyr'sta, “Dr. j
Rrnig er næsta einfalt. Leikhetj-
an er þar aS reyna að finna lyf viö
berklaveiki. 1
“Hann er að leita áð eitri, er
drepiö geti þá sóttkveikju er veld-1
ur þeirri óttalegu veiki. Hann
hefir gert tilraunir á hérum, en er:
ekki ánægður meS þær. En eftir
langa leit sér hann fram á, að
mögulegt er aö búa til sérstakt,
lyfjaefni, sem er vöm gegn veik-
inni. Hann lýsir þvi fyrir vini
sínum Otto Locken, meS þessum
orðum: I
Otto.—‘En þú hugsar ekki til að
revna það á sjálfum þér?’
HaroIdRung.—‘Það er eina ráð-
ið til þess að komast aS óyggjandii
niSurstöðu....Eg hef gert marg-|
ar tilraunir á dýrum. En til allr-!
ar ógæfu þolir ekkert þeirra nógu |
sterkan skamt af eitrinu. ÞaS I
verður að verka i langan tíma og
þess utan með vissum styrkleika.
Nú þolir maðurinn stærri skamt
af eitrinu, heldur en nokkur önnur
skepna....... Eg ætla að “setja”
mér berklaveiki í handlegginn og
taka eitrið inn jafnframt í stækk-
andi skömtum, þangaS til eg er
kominn að niðurstöSu.”
Otto er ungur að aldri og skáld,
fullur lífsgleði og frá sér numinn
af gleði og dýrS veraldarinnar og
hennar gæða; hann er svo úr garði
geröur af skáldinu, til þess aS því
meira beri á Harold, sem er vís-
indamaður eins og þeir gerast nú,
leitar sannleikans umfram alt og
hefir til að bera brennandi löngun
til að leysa mannkyniS undan þess
bágindum og böli. Astarþáttur
leiksins er sá, aS Vilda, systir Ottos
er heitmey Dr. Rungs; hún reynir
aS fá hann ofan af áformi hans, en
er það ekki tekst, þá vill hún ekki
við hann skilja.
Þegar lyf hans vinnur ekki á
þann sjúkdóm, sem ha?m hefir
sjálfur valdið, þá fremur Harold
sjálfsmorð með því óvenjulega
móti, að hann spýtir seinvirku
eitri í vínber, með verkfæri, sem
til lækninga er brúkað, og etur þau
svo. Hann gefur Vildu sum berin
að eta, og má það skoðast ólíkt
hans innræti, að hann segir henni
ekki frá þvi, að þau séu banvæn.
En Mr. Pineau segist finna í þess-
um leik glöggan skilning, ýkjulaust
orðfæri og mjög svo nærfærna
lýsingu á sálarlifi, svo og þessu
samfara fjörugar, eðlilegar og
skáldlegar tilfinningar.
Þessir kostir segir hann enn-
fremur að komi enn glögglegar
fram í því leikritinu sem næst
komi, en það var “Bóndinn á
Hrauni”.
“Fólkið sem leikurinn lýsir, á
heima i þeim afskekta parti ís-
lands, þarsem höfundurinn er upp-
alinn og lýsir hann háttum þar,
einföldum og fomlegum, . meS
ástúðlegri nákvæmni. Eru þaS ekki
heimahagar hans ? — bóndabýliö
með fimm birkihrislum, moldar-
veggjtim og torfþaki, búri, smiðju,
fjósi o. s. frv.”
Efrið í leiknum er hin æfa-
gamla barátta rnilli ástarinnar til
jarðarinnar og elskunnar til af-
kvæmisins. þegar livor stríðir móti
annari. Bóndinn Sveinungi og
Jórun kona hans eiga eina dóttur,
Ljót, er þau vilja gifta bónda-
syni i nágrenninu, staðföstum
manni en ekki skáldlega sinnuöum,
en velmetinn ungur maöur er þaö
og mundi sitja jörðina vel og gera
henni til góða. En Ljótunn hefir
fest ást viö feröamann, er hún sá
aðeins í eitt skifti, ungan jarðfræð-
ing sem fór um til að skoSa landið.
Fyrst er hinn rausnarlegi bónda-
bær sýndur og ríkir þar friöur og
eining. En í næstu sýningu er
heimafólkið statt úti á hlaöi, eftir
jarSskjálfta, sem eytt hefir nokkru
af bænum og fjárhúsum. Með því
aS láta bæinn hrynja kemur höf-
undurinn því kænlega aS í leiknum,
„ó syna þá sterku ást til jarðar-
innar, sem er svo rík í óöalsbónd-
anum. Hann vantar ekki mikiS til;
að formæla guði og deyja, er hann!
hugsar til þess að annar kippur
geti sett alt í rúst. Hann segir j
einfaldlega frá tilfinningum sínum
en þó ha-skáidlega. Hann talar
þannig viö Jórunni;
Sveinungi
"Það var þá nótt, sem þú hélzt aS
eg hefði orðið úti í stórhríðinni. —
Þá logaði ljós í efsta glugganum,
mér þótti vænna um að sjá það
heldur en þó eg hefði mætt hvaöa
manni sem var. — Og þegar hund-
urinn fór að gelta inni í göngunum
— það var eins og bærinn talaði, það
var eins og hann væri hávær af gleöi,
| eg hefi aldrei oröiö fegnari að heyra
nokkra mannsrödd, og þegar eg opn-
aði dyrnar og kom inn í göngin —
Mér fanst myrkrið taka utan um
mig, engin manneskja hefir nokkurn
tíma tekið eins vel á móti mér, ekki
einu sinni dóttir mín þegar hún var
barn."
— — — “Ef eg flýði, þá verð-
skuldaði eg að bærinn hryndi Jbend-
ir á bæinnj. Þarna hefir hann staS-
ið og beðið mín kvöld eftir kvöld,
síðan eg man eftir mér. Eg hefi séö
rúðurnar rauðar af 601, eg hefi séð
þær votar af regni, og eg hefi séS
þær hvítar af frosti — við höfum I
verið saman síöan eg var barn, eg!
klifraðist upp á veggina eins og eg
klifraðist upp á öxlina hans pabba
niíns, eg stóð uppi á burstinni og
fanst bærinn lyfta mér til þess að eg
sæi betur yfir.”----------
Hann vill, í stuttu máli sagt, alls
ekki son, sem tekur Ljót burt
með sér og yfirgefur jörðina. Hún
veröur að gera annaðhvort, halda
trygð við elskhuga sinn eða gera
að vilja fööur síns. Hún hafnar
hinu síðara, hrygg : huga en óbif-
anleg. Það virðist svo sem engin
ráS séu til að leysa þennan hnút, er
tvennu afskapi slær saman og hvor-
ugt lætur undan, en þá kemur
Jórunn til sögunnar, móðirin sem
elskar barn sitt og hlýöir bónda
sinum. Hún kemur því fram, að
sætta þau, og er þaö indæl og
hjartnæm sýning, en það veröur
með því að hún rninnir bónda sinn
á, aS Ljót inuni líklega eignast
börn og aS vel geti svo fariö, að
sonarsonur þeirra taki aS sér það
ræktarstarf, sem tengdasonurinn
hafnar. Jórunni farast þannig orð :
“Dóttursonur er oft líkari afa sín-
um en föður. Þaö veiztu eins vel
og eg”. Fortölur hennar ráöa úr-
slitum og þegar tjaldið fellur, er
öllu vel borgið, og allir una vel
málalokum.
1 Fjalla-Eyvindi lýsir höf. ætt-
landi Sinu bezt cfg þar er aö finna
átakanlegastar og þróttmestar
myndir af mannlegum ástríSum.
Söguhetjan er útilegumaður.
Hungur geröi hann að þjóf, en
fiann strýkur undan, vendi réttvís-
innar.
“Hann þreytist á einverunni,
kemur til bygöa. þarsem enginn 1
þekkir hann, nefnist þá Kári og
gerist vinnumaður hjá ungri ekkju,
efnaSri, er heitir Halla. Hrepp-
stjórinn í sveitinni er mágur henn-
ar og vill eiga hana vegna efnanna,
en hún vill ekki viö honum líta.
Hún kemst að leyndarmáli Kára.
en játar honum ást sína............
Hún flýr með honum til fjalla.
Hún eignast tvö börn. HiS
fyrra fæðist, þegar hún er stödd í
svo miklum hörmungum, bæði and-
legum og líkamlegum, aS hún skil-
ur þaö eftir i snjónum og lætur
dauðann taka það með því móti.
Annað barnið er indæl lítil stúlka,
er móðirin elskar af hjarta. En
hatur hreppstjórarrs er óslökkv-
andi og á endanum kemur hann að
e ' stað þeirra á fjöllunum með
marga menn. Þá er eins og Halla
gangi af vitinu, hún vill ekki að
bamiS komist í henclur hatursmann-
inum og í ofboði hleypur hún að
fossinum og kastar barninu sof-
andi í hann, en í sömu svipan rek-
ur Eyvindur hreppstjórann í gegn.
Þau verða enn aS flýja. Þau
reika nætur og daga í sífeldum byl,
Iiungrið sverfur aö þeim og ógnir
auðnar og vetrar, ást þeirra kuln-
ar út, þau kvelja hvort annaö meS
brigzlum, þangaS til þau á endan-
um, yfirkomin af þrautum og
kvíöa, farast í blindhríSar byl.
“í þessari umgjörS sýnir skáld-
iö margar myndir af lífi og háttum
íslendinga, og eru allar einkenni-
legar, ekki síður en þær sem liann
sýnir í “Bóndanum a Hrauni”.;
Baðstofan á bæ Höllu, með vegg-
föstum rúmum og marglitum
prjónuöum ullar ábreiSum, svo og
skjágluggar, útskornir lárar og
málaöar kistur, — alt er þetta ný-
stárlegt og einkennilegt.”
Rúmið levfir ekki að birta neitt
af þeim vel orðuðu og átakanlegu
samtölum, sem Mr Pineau tilfærir,
en nokkur niðurlags orð í ritgerð
hans skulu hér þýdd.
“Fjalla-Eyvindi hefir veriö af-
bragðs vel tekið, hvar sem hann
hefir verið sýndur. Helztu sýn-
ingarnar eru hver annari ólíkar og
mjög tilkomumiklar .... umfram
alt ástin, hin ofsa þróttuga ást
þessarar undursamlegu Höllu, er
slítur sig frá öllu vegna karlmanns
— þjófs, vinnumanns, er hún elsk-
ar, sú ást, er hungriS hefnir fyrir
og drepur og endar loks í æöi og
tryllingi, skýrir alt og ruttlætir alt.
“En sumir geta ekki fyrirgefið
henni þann tvöfalda stórglæp,
barnsmoröin. í rauninni stjórnast
þessi kona, svo stilt og staðföst,
sem hún annars virðist vera, af
snöggum tilhneigingum.......Höf.
segir svo sjálfur. 'Eg ætla mér að
leiða fram persónu, sem stjórnast
í vissu falli, eingöýgu af ósjálfráS-
um hvötum........Undir klaka ís-
lands brennur eldur í jörðu. .... .
Satt að segja afplánar Halla meö
sínum hryllilega dauðdaga þá
synd, aö ganga í móti siöum og
lögum þjóSfélagsins, til þess að
njóta ástar sinnar’.
“Hér er hvergi að finna, segir
Mr. Pineau, neitt dularfult rósa-
eða líkinga mál, ekkert þokukent
hugmyndaflug, ekki hneyxlanlegar
skoðanir, né jafnvel nýbreytni í
framsetningu — ekkert nema
skáldskap. Ekki orðaprýði eða
skáldskapur bundinn viö hina
töfrandi, táli blöndnu “orðsins list”,
ekki skáldskapur, bundinn við
hreim né hendingar né glæsilegar
líkingar .... heldur háleitur, skap-
andi skáldskapur er leiðir fram
menn meö holdi og blóði. einsog vér
sjálfir erum .... mannlegar verur,
er Jóhann hafir blásið í lífi síns
eigin anda.
Vakning.
Á fegurstu stund þeirra er árdegið á
flaut elfur í gull-ljósa straumum.
LífiS þeim sætasta blundi brá
og blóðrjóö stóð Aurora röðli hjá
rétt vöknuð af vornætur draumum.
Á sumarmorgni með silfurtár
sól byrgir þokan og strauma.
hún bylgjast sem ylgja á bökkum ár
því blæviörið' stígur—sem andvarp-
an sár
eftir nætur dulráönu drauma.
Nóttin tálhvílu einungis á |
þeim æskunnar hálfvöku-draumum;
en elfar á bökkunum blakta strá,
er blásvölum hjúfrandi daggperlum
g'já,
sem titri í tárastraumum.
Elfurin streymir með stiltum nið
en straumþunga jöfnum í hafið,
og stráunum tárugum tekur hún viö
og táldraumum nætur og hylliboðs , 1
friö— ’ 1
og þá er alt gleymt og grafið.
Jón Runólfsson.
Hvaðanæfa.
fvlki Canada hafa lagt nokkuð af
mörkum, auk liösmanna er gefið
liafa sig fram sjálfviljuglega til
herþjónustu.
— Titlaður embættismaður í
Berlín, hefir heitið 5000 dala verð-
launum þeim manni, er fyrstur
lætur sprengikúlu detta frá loft-
fari á enska lóö. SkilyrSi fyrir
útborgun þessara verölauna er
þaS, aö sprengikúlan springi ekki
á víSavangi, heldur i þéttri manna-
bygö, og geri þar skaða.
ÆFIMINNING
Píslarvotturinn.
Þrengt af verstum þræla fans,
þyrnum flestum krýndur,
sér vann beztan sigur-krans
sá, sem mest var píndur.
H Id.
Rússakeisari segir í bréfi til
frænda síns í Kaupmannahöfn, að
alt það fé sem Þjóðverjar hafi
krafist af Belgjum, muni þeir
verða að borga með rentum í aust-
ur hluta Prússlands.
— Rikiserfinginn á Tyrklancji
varð ósáttur við hermálaráðgjaf-
ann Enver Pasha um daginn, og
komst í háa rifrildi á milli þeirra;
loks tóku þeir upp skambyssur
sinar og skutu hvor á annan.
Ráögjafinn varð svo hættulega
sár í þeirri hríö, að hann lézt
nokkrum dögum síðar.
— Varakonungur Indlands hef-
ir þegar þegiö tilboö frá tólf ind-
verskum þjóöhöfðingjum, um IiS-
styrk í stríöinu við ÞjóSverja,
bæði riddaraliö, fótgönguliö og
jafnvel herlið á úlföldum. Mikið
af þvi liði er þegar flutt til
Frakklands.
— Ontario stjórn hefir gefiö
250.000' hveitipoka til stríöskostn-
aðar. frá Manitoba komu 50,000.
Alberta sendi hafra, kartöflur og
ýmislegur annar jarðargróði er|
sendur af fylkjunum eystra,!
British Columbia 1.200,000 könn-1
ur af niðursoönum laxi, en Sask-
atchewan hefir veitt 750,000 dali
til herskostnaðar. og sendir meðal
annars 1500 reiöskjóta. Öll níu
Konan Guðrún Solveig Pálsson,
fædd 15. Jan. 1892, dáin 31. Júlí
1914, 22 ára; hún giftist 21. Júlí
1909 eftirlifandi manni sínum, Sig-
urbirni Pálssyni, Geirmundssonar,
Eiríkssonar og Guðfinnu GuSmunds-
dóttur frá BreiSuvík í BorgarfirSi
eystra; þau eignuSust einn son,
Stefán Ingvar aS nafni, fæddan 21.
Agúst 1910.
Foreldrar Solveigar heitinnar voru
Jón Eiríksson (sonur GuSmundar
Jónssonar og Solveigar Eiríksdóttur
af JökuldalJ og Vilhelmínu Vil-
hjálmsdóttur Jónssonar frá Strand-
höfn í Vopnafiröi og konu hans
Þorgeröar Jónsdóttur Jónssonar frá
Kumlavik á Langanesi JVilhelmína
dó 1893J.
Hin alþektu sæmdarhjón Stefán
JJohnsonJ Sigurðsson, Jónssonar frá
Kumlavík á Langanesi, og kona hans
Margrét Jóhanna JJohnsonJ, dóttir
Halldórs Jónssonar frá Litlabakka í
Hróarstungu, sem mörg undanfarin
ár hafa átt heima aö 694 Maryland
St. í Winnipeg, tóku Solveigu sál-
ugu til fósturs 8 mánaða gamla, og
reyndust henni sem beztu foreldrar
til dánardægurs.
Á Solveigu sál. sannaöist orðtæk-
ið, “þeim líkir sem hjá ríkir”, því
fósturforeldrar hennar og foreldrar
Jóhönnu og systur, sem Solveig ólst
upp meö, er alt viðurkent sóma- og
heiöursfólk í hvívetna, og það er á-
reiöanlegt, að hún tók þaS bezta úr
heimilislífinu sér til fyrirmyndar og
eftirbreytni, og var þvi vinsæl og vel
metin af öllum þeim, er kyntust
henni. Hún var indæl kona og ást-
rík móðir, og unni öllu því sem hún
áleit að hefði betrandi áhrif á mann-
félagið. Hún tilheyröi Fyrsta lút-
erska söfnuöi í Winnipeg og Good-
templarastúkunni Heklu og vann í
þeim félögum með dygð og dáð á
meðan heilsan leyfði.
Hennar er því sárt saknað, ekki'
einunigis af eftiriþreyjandi egta-
manni og fósturforeldrum, heldur
mörgum fleirum (vinum og vanda-
mönnum.
Blessuð veri hennar minning.
Vinur.
■Tl
LAUGARDAGS KJÖRKAUP í
Meðallagi þykkur brezkur nœrfatn-
aður
Vanav. $1.25 Söluv.
“BUCKLEY” HATTAR
$1.45
Allar nýjustu baustgerð
ir. Veljiðúrfyrir . .
Vanaverð $3.00
Miklar byrgðir komnar af nýjustu am-
erísku skyrtum. nýjasta gerð
Vanav.
alt að
$1.50
Sölu-
verð
50c.
Alveg n "PROGRES fínasta twee Vanav. (Ji alt að v1 ýkomið feikna úrval af hinum fræga S“ fatnaði. Karlmanna föt gerð úr d og worsted dúkum 10.00 £?& $1U5
Nú er h vetrar yfirhí beztu tegunt Vanav. (J alt að *P lentugi tíminn til að kaupa hau ifnir. Vér höfum hinar tegur fir sem til eru í horginni, lágt1 nc nn Þér getið valið ( GlliUU úr þeim fyrir 1 ist og stu og verð. 19.90
Vér höfum allar tegundir af
hinum vel þekta “ STAN-
FIELD” nærfatnaði. Nóg að
vita nafnið.
Kjörkaup á peysum
prjóuðum, með einföldum og
tvöföldum krögum.
Vanaverð $3.00 á I/l/C*
Mikið úrval af ullarnœrfatnaði handa
drengjum. Allar stærðir.
Vanav. CA Sölu-
; verð
25c.
Þetta verð stendur frá 1. til 5. Október að báðum dögum meðtöldum
488
Main Street
WHITE STORES
659
Sargent Ave.