Lögberg - 01.10.1914, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1914.
3
EARD
Hin ágætu
Lehigh llalley Anthracite
eru nú komin niður í
$10.25
$10.5o
Borgist við pöntun
Borgist við móttöku
Bankaávísanir ekki teknar íyrir C. 0. D. pantanir. Fljót afgreiðsla innan bæjar.
MGALT KOL vor eru beztu kolin ti! heim-
ilisnotkunar. Lifir í þeim alla nóttina.
OSLER, HAMMOND & NANTON
Cor. SVSain and Portage - Telephone Main 8400
Ur Norðursýslum 1913
Ferðapistlar
eftir Bjarna Sœmundsson.
ViS áðum um stund þarna í
lautinni, og þegar vi'ö komum upp
á brekkuna blasti viö okkur Mý-
vatnssveitin, mislit og eldbrunnin,
óg vatniö alt sundurtætt og hólm-
ótt; eg ímynda mér, aö óviöa hér
á landi geti fjölbreyttari sjón en
þessa, fjallahringinn, sem áöur er
getiö, hraunin umhverfis vatnið,
eldgígana stóru, Hverfjall og
Lúdent beint á móti manni, Náma-
fjall, í öllum regnbogans litum,
heiöalöndin niður *af Hlíðarfjalli
með marglitum skellum af birki
og víðikjarri, og síðast en ekki síst
vatnið sjálft með. öllum þess vik-
um. vogum, nesjum, eyjum, hólm-
um, eldgígum, öndum og fuglum.
Eg hef komið einu sinni áöur að
Mývatni, en kom þá yfir Fljóts-
heiði og að Skútustöðum. Þessi
leiði n er miklu skemtilegri. Nú
var ferðinni fyrst heitið að Ytri-
Nesíöndum og eg þóttist sjá bæinn
úti í nesinu, en hvorugur okkar
rataði skemstu leið og héldum við
því niður að Grímsstöðum og
fengum okkuij þar leiðbemingu og
komum svo heilir á húfi að Ytri-
Neslöndum um kveldið kl. 7.
Aðalerindi mitt til Mývatns var
að kynna mér ítarlega tilraunir
þær, sem Veiðifélag Mývetninga
hefir gert til þess að klekja út sil-
ungi, svo og að gera byrjun til þess
að safna hreistri af silungi til ald-
ursákvörðunar og loks að gera
athuganir, sem tíminn leyfði. Eg
hefi sagt stuttlega frá klaktilraun-
unum i ágústblaði Ægis i íyrra,
og mun ‘ skýra betur frá þeim i
skýrslu til Stjórnarráðsins áður
langt um líður. Fonnaður veiðifé-
lagsins er Stefán bóndi á Ytri-
Kesvöllum og var því eðlilegt, að
eg héldi mig aö honum. Gistum
við hjá lionum i góðum fagnaði
flestar næturnar, sem við dvöldum
þar efra, og var hann ávalt með
mér þá dágana. Fórum við i leið-
angur suður yfir vatn á skipi þvi,
er “Beljarbyttari” (c: bátur frá
\ indbelgj nefnist. til þess að skoða
klakstöðvarnar, sem allar eru sunn-
an og austan við vatnið. Gekk sá
leiðangur ágætlega ttndir yfirstjórn
Stefáns, að undanteknum barn-
ingnum, sem við fengum suöur
yfir /þá gekk meira, út á hlið en
áfram). Annars var veðhið hið
yndislegasta, 12-—18 stiga hiti
flesta dagana, með logni og sól-
skini. Mývargur var enginn.
frennir en í fyrra skiftið, sem eg
var við Mývatn, og verði enginn
mývargur þar, þegar eg kem næst,
þá hætti eg að trúa því. að nokkur
mývargur sé yfirleitt í Mývatns-
sveit. Aftur á móti var ekki alls-
kostar laust við rykmý í kringum
Voga og í hólmum þar úti fyrir,
sem nefnast Teigar. I hólmum
þessun'i er mikill gulvíðir (rauðvíð-
irj'og. var hann mjög þjáður af
blaðlús, yngstu fefstu) hlutar árs-
greinanna voru útsteyptar í þess-
um ófögnuði. Fleira hefði eg
getað sagt um Mývatn, en verð að
láta hér staðar numið.
Sunnudaginn 27. júlí héldum
við á burtu aftur, og fylgdi Stefán
okkur á leið út að Sandvatni. Eg
hefði mjög gjarnan viljað vera
lengur saman með honum; hann er
svo áhugamikill um veiðiskapinn
og fróðleik á öllu þvi, sem silung-
inn snertir, eins og T’ingeyjingar
eru yfirleitt óvenju fróðleiksfúsir
menn. Svo var og veðrið svo un-
aðslegt þá dagana. En eg varð að
fara, og segir ekki af ferðum okk-
ar fyr en við komum niður fyrir
Geitarfell, fremsta bæ í Reykja-
hverfi, þar fórum Við yfir hálsinn
og ofan í mynni Laxárdals, yfir
Laxá á brúnni og niður að Múla
fjón á þar systur).
Af hálsinum er ágæt útsjón yfir
Aðaldal, alt út að Skjálfanda, og
er einkum einkennilegt að sjá,
hvernig hraunið, sem fallið hefir
ofan endilangan Laxárdal eftir
farvegi árinnar, hefir svo breiðst
út um flatlendið í Aðaklal. Eru á
því margir smágígar, sem að Hk-
indum eru "aukagigar” fhornitos),
osjínir til við það, að glóandi
liraunið hefir rimnið yfir mýrar
eða flóa, og vatnsgufan, sem þá
myndað:st, spent hraunleðjuna
upp í gíga og borgir.
5. A Laxamýri. \
Frá Múla héldum við út að
Laxamýri. Þegar komið er yfir
Laxá, liggur leiðin út Hvamms-
heiði. það eru viði. lyngi og grasi
vaxnir móar éoröið heiði er í Þing-
eýjarsýslum oft somu merkingar
og syðra þ. e. láglendir móar) með
rennisléttum moldargötum, og var
þar margt af rjúpum. eins og víð-
ar á heiðuni nyrðra. Við komum
að Laxamýri kl. 8 ‘ og fór Jón
þaðan með hestana heim, en eg
varð eftir hjá mínum gaijila sam-
þekking, Jóhannesi bónda, og
dvaldi þar næsta dag og fram á
þriðjttdag. Þeir bræðurnir Egill
og Jóhannes sýndu það mannsbrgð
af sér að kaupa þessa miklu og
góðu jörð af þeim, sem arfsvon
áttu í henni. og ]tar með er því bet-
ur fyrir þaö girt, að jörðin lendi
í klóm einhverra útlendinga, eins
og útlit gat verið fyrir um eitt
leyti. Eg er þeiin þakklátur fyrir
þessa ræktarsemi við föðurleyfð-
ina, og get eg trúað því, að ekki
muni höfundur Bóndans á Hrauni,
Jóhann skáld. hafa latt bræður sína
i þessu máli. Vona eg, að þá
þurfi aldrei að yðra þessa og vil
óska að jörðin þurfi aldrei að
ganga úr ættinni, og að dæmi
þeirra Laxamýrarbræðra ntegi
verða mörgum til fyrirmyndar i
framtíðinni. En ekki er heiglum
hent að búa á jafn-dýrri jörð; það
er þó bót í máli, að þeir tóku við
henni í sæmilegu standi af gamla
manninum, og liklega verður eitt-
hvað gert meira. Meðal annars
hafa þeir þegar grafið mikinn
áveituskurð til þess að hleypa vatn-
inu úr Laxá á flæðiengið.
Eg fór um varphólmana með
Jóhannesi. I’eir eru mjög grös-
ugir og vaxnir háum víði sum-
staðar, svo að gott skjól er fyrir
kollurnar og kindumar á-haustin.
Kollurnar eru nú næstum allar
farnar, en allmargt var þar eftir
af kriuungum, og sumir þeirra ný-
dauðir. hálffleygir þrátt fyrir alla
veðurblíðuna. Kemur það oft fyr-
ir, að margt drepst þar af þeim
á þessu reki. Eg fór innan í tvo,
ný-dauða, og voru magar þeirra
því sem næst tómir. Datt mér í
hug, að þeir hefðu ef til vill dáið
úr sulti og til stuðnings þeirri ætl-
un minni skal eg géta þess, að á
meðan eg dvaldi á Húsavík, var
þar urmull af kríum, sem söfnuð-
ust þar að sem menn voru að
beita lóðirnar, til þess að éta
gömlu beituna, sem fleygt var.
Innan um var allmargt af hálf-
fleygum ungum, sem reyndu að
bera sig eftir björginni. en aldrei
sá eg neinum þeirra tákast að ná
í bita. jafnvel þó að eg kastaði
honum rétt fyrir þá, því að gömlu
kriurnar voru alt af fyrri til, og
aldrei vildu þær mata ungana, þó
að þeir sárbændu þær. Þær voru
auðsjáanlega búnar að sleppa af
þeim “hendinni”, og fékk eg enn
meira ógeð á kríunni en áður.
Gæti eg nú trúað því að erfitt ætti
margur kriuunginn uppdráttar á
þessu reki, og ekki óeðlilegt að
einhver þeirra hrykki uppaf.
Um kveldið sátum við Egill neð-
anundir Æðarfossum, meðan verið
var að vitja um laxakisturnar í
fossinum og draga á fyrir neðan
þá. Sáum við marga laxa sem
reyndu að stökkva upp yfir nyrsta
fossinn, liann er nálega 12 feta
hár beint upp; var eins og torpedó
væri skotið beint upp í loftið upp
úr hylnum neðan undir, og komst
sá sem hæst fór á að giska 7—8
fet upp, en engum tókst að komast
upp á fossbrúftina. meöan við sá-
um.
Lestu „Hrannir“
(Sléttubönd).
Lestu “Hrannir” færð þá fljótt
fjársjóð kannað beztan.
Flestum manni greina gnótt
gildið sannar mesta.
Egils sálar hefir ham
hugar bálið svifið.
Dregið málið fegurst fram,
fornti stáli hrifið.
Mærstu flytja hörpur hljóðs
hróðrar fitjum innar.
Stærstu vitjar Egill óðs
“erfinytja” sinna.
Slegið margt úr hörðum hlekk,
húmsins svarta skóla —
dregið bjarta fullið fékk.
— Fornir skarta stólar.
Lætur máluð inm’ er ól
írans sál við hökul:
Nætur báli sumar sól
sveipar hálan jökul.
Þaðan lýsir vættur vis,
varðar hýsið forna,
hvaðan rísa prúðum prís
perlur Islands morna.
Skýrir alda fræði far
fleygs við kaldar brúnir.
Dýrir haldast þræðir þar
þagnar valdi rúnir.
Safnið mæra ljóði lyft
lestur nærir sagna.
Nafnið kæra, Sóley—svift—
sýna færin gagna.
Mestar glæður hafa hér
hugarstæðum brunnið.
Bezta kvæði Islands er
alda fræðum runnið. *
Liggja skjöldum undir ýms
alda spjöldin földu.
Skvggja tjölduð hjúpi hríms
Huldar völdin köldu.
Slæðum ísa feykir frá.
— Faldar lýsa glæður.
Svæðum rísa yztu á
eyddar hýsa stæður.
Dögnm tíðar endur á
aldin — skrýðast reitir.
Sögu fríðum brúnum brá
Bratta hlíðar sveitir.
« W Af'J v- 1|V W f JkJ
Fundið þaðan Vínland var.
— Vöktu glaðar stundir.
Sundið hraðan byrðing bar.
— Broshýr laðar grundin.
Gráðið æsta stefnið steig
stjórnar hæstu ráða.
Þáði glæstán sigursveig
sæþjóð stærstu dáða.
Stofnar undir lýða lok.
Landafundir sofna.
Dofna stundir. Fjaðrafok
fylla lundinn rofna.
Hrvggðin þróuð' vengið vaf.
Nvargöld ógar kníum.
frjóa eydd er af
eskimóa þýjum.
Enginn þá við margnum má
morið á sér veltir.
Drengi knáa fjöri frá
fjöldinn lágbeinn eltir.
örið knýta tómleg tár.
— Töpuð nýtust börnin.
Fjöri slitur gandur grár
Grænlands Hvítabjörninn.
Bændajarðir eyddust á
Eiríksfjarðar ströndum.
Frændagarði hnignum hjá
helgum varða stöndum
Tíginn bróður hlynur hné. —
“Hrannir” glóðum lýsa.
Hnigin þjóðar vöggu vé
vættum góðum rísa.
Hefja’ úr viðjum fræði fald,
fornra hryðjuverka.
Stefjaiðju greiða gjald
Grænlands niðjans sterka.
Stímið hagort kvæða knýr
kosta fagurt stálið.
Rími saga dregin dýr
dýrstu braga máli.
Bróður anda hlýjum hlær
heimalancla gróður.
Móður stranda slagæð slær
sléttu banda hróður.
Átti þjóðin hvergi hálf
hróðrar sjóðinn dýra.
Háttinn góða samdi sjálf
sáldsins gróður skýra.
Áður fróðan vísna vef
veittu ljóða smiðir.
Kváðu hróðug stuðla stef
stemmu góðu sniði.
Atti þjóðin margan mær
mærðar fróða þáttinn.
Mátti ljóðin kveða kær,
kvelds við góðan háttinn.
Sungin ljóðin færðu fyrst
fjörið jóði ungu.
Þrungin óði leikin list
lyfti móði’ og. tungu.
Hættir tímans breyttust brátt,
braga stímið viður —
— Þættir símans Hggja lágt.
Lögðust rímur niður.
Lagið tregar þjóðin það,
þorrið tegund allri,
• bragi þegar kæra kvað,
kvæða fegurð snjallri.
“Hrannir” græða kalinn kvist.
kveldskin glæðir ríma.
Hanni kvæða lærist list
liðins fræði-tíma.
Phone:
Garry 31 The Wellington Cleaners
Kvenna og karlaföt OC
pressuð við gufu . . OOC
LOÐFÖTUM BREYTT, GERT VIÐ ÞAU tVEL CG VANDLEGA
Þur hreinsun og breyting á
fatnaði sérstaklega stunduð
660 NOTRE DAME
OPIÐ Á KVELDIN.
Talsími: Garry 2156 P. O. Box 3172
Horni Sherbrooke St. og William Ave.
Hljóti gengi móður-máls
mótið lengi’ í sögum.
brjóti’ á vengi óðar áls
ótal strengja lögum.
Lifi rakin öld af öld
endur vakin ríma.
Yfir taki kvöld við kvöld,
kulda hrakinn tíma.
Magn. Sigurðsson.
Æ [j í prentsmiðju vorri er alskonar prentun
vel af hendi leyát. <| Þar fást umslög,
reikningshöfuð, nafnspjöld, bréfahausar,
verðskrár og bækur, o.s.frv. €J Vér höfum
vélar af nýjustu gerð og öll áhöld til að vinna
hverskonar prentstörf fljótt og vel. Verð
sanngjarnt. Ef þér þurfið að láta prenta
eitthvað, þá komið til vor.
Columbia Press,
Limitd
Book and Commercial Printers
JOHN J. VOPNI, Ráðsmaður.
WINNIPEG, Manitcba
■*■++ + + + ■*■-¥ + + + ++
Bréf til ritsjóra J-ögbergs.
Herra ritstjóri!
Mér þykir leiðinlegt, hvernig þú
fórst með bréfið frá J. V. syni mín-
um, er eg leyfði þér að birta í blaði
þínu 17. þ.m.
Það sem mér þykir að hjá þér er
það, að þú sleppir ávarpsorðunum
og þýðir rangt niðurlagsorðin. Bréf-
ið byrjaði með þessum orðum “Dear
father”, og endaði með “Ýour affec-
tionate son.” Orðið “affectionate”
þýðir ekki “einlægur”, eins og þú
þýðir það, heldur: kær, unnandi,
elskandi.
Það mætti margur halda, sem bréf-
ið les í Lögbergi, að heldur mundi
kalt á milli okkar feðganna; en svo
er ekki. Samkomulag með okkur
er svo gott, að það er ómögulegt að
það sé betra, og eg held að mér sé
óhætt að segja, að engum feðgum
þyki vænna hvorum um annan, en
einmitt mér og Jóhanni syni mínum.
Eg tek þetta sem óaðgæzlu en ekki
illvilja hjá þér, því það sem þú seg-
ir frá eigin brjósti, er svo vingjarn-
legt, og þú getur þess til, að sonur
minn numi ekki hafa verið sá lak-
asti þá er 90. herdeildin bar af öllum
fylkingum eða deildum í Valcatrier.
Ef hann hefir tekið þátt í því að
sýna hver gæti bezt skotið, veit eg
að tilgáta þín er rétt. En eg ímynda
mér, að hann hafi ekki tekið neinn
þátt í þessu, því hann hefir ekkert
ineð heræfingar að gera. Hann hef-
ir þá stöðu í hernum, sem kölluð er
“pioneer sergeact”, og merkir það,
að hann fer með flokk manna á und-
an liðinu og lætur undirbúa staði þá
er herinn ætlar sér að setjast að á.
Hann er því það, sem við mundum
kalla á íslenzku '“verkstjóri” fyrir
90. fylkinguna, og máske fleiri fylk-
ingar: Að reisa tjöld, grafa skurði
og alt, sem að smíðum lýtur, er und-
ir hans umsjá. I Valcartier hefir
hann haft 50 manns undir sinni
stjórn.
Hann er að eins 22 ára, en hefir
þó haft á hendi í síðastliðin 3 ár eft-
irlit meö því, sem að smíðum lýtur
fyrir 90. herdeildina, að sumrinu til,
en á vetrum—eða 3 hina síðustu —
hefir hann stundað byssusmíði—gert
við byssur, því hér er ekkert verk-
stæði, sem smíðar að nýju.
Á þessu getur þú séð, herra rit-
stjóri, að hann getur fleira en skotið
úr byssu, og það er ekkert oflof þó
sagt sé, að hann leggi á flesta hluti
gjörva hönd.
Rétt áður en hann fó« austur, var
honum afheiýt “gold badge”, ined-
alía eða skirteini. alt útsauniað me8
gnllvir; þar er skjaldarmerki Mani-
tobo: kóróna 1 efst og neðar buffalo-
dýrið, en efst er letrað “Bezti skot-
mabur 00. riffles 1914", og gert af
hinum mesta hagleik.
Fyrir skothæfni hefir. hann unnið
18 medalíur, 6 silfurbikara að fullu
fog eg veit ekki hvað marga með
öðrum, þá skotið hefir verið í flokk-
um, “teams”), 8 silfurskeiðar og
marga fleiri verðmæta muni. Og eg
get sagt þér það, herra ritstjóri, að
það er ekki til neins fyrir neinn öf-
undsjúkan náunga ab segja, að þetta
sé hara mont úr Snjólfi föður hans.
Gamli Snjólfur geymir það, sem son-
ur hans hefir unnið og getur því
saunað ntál sitt hve nær sem vera
vill. í>inn einl.,
S. J. Austmann.
Seljið ekki lágu verði.
Það getur verið, að verð á korni lækki vegna þess að
nú berst svo mikið að af því; en þegar hægist um, hækkar
það aftur. Ef þér óskið að halda korni yðar, en þurfið á
peningum að lialda, þá skrifið oss og vér munum segja
yður livernig það má takast. Vér getnm einnig sent yður
markaðsskýrslu f hverri viku og sagt yður hvernig
heppilegast er að senda kornið.
Hansen Grain Co.
Hveiti-kaupmenn.
Licen*ed and bonded by tbe Government.
4
4
4-
♦
4-
4-
4
4-
4M -f-f-f4--f4--f4-44-4-4-4-4-4-4-4-4-44-
4-4 4 44-
MENN ÓSKAST TIIj AÐ 1ÆRA HANDVEKK í HEMPHKL'S
‘•LEIDANDI AMERÍSKA RAKARA-SKÓLA”
Rierið rakaraiðn; hurfið ekki nema
tvo mánuSi til námsins; ókeypis á-
höld. Mörg hundruS eldri nemenda
vorra hafa níi ágætar stöSur eSa hafa
stofnaS verzlanir sjálfir. Vér vitum
af mörgum stööum, þar sem gott er
aS byrja á þessari iSn, og getum hjálp-
aS ySur til þess. Feikna eftirspurn
eftir rökurum.
I.íi-i-ið aS fara meS bifreiSir og gas
Traktora. AS eins fáar vikur til
náms. Nemendum kent til hlítar aS
fara meS og gera viS bifreiSir, Trucks,
Gas Tractors og allskonar vélar. Vér
búum ySur undir og hjálpum ySur aB
ná í góSar stöSur viS viSgerSir, vagn-
stjórn, umsjón véla, sölu eSa sýningu
þeirra.
Fagui' verðlisti sendur ókeypis eða gefinn ef nm er heðið.
HEMPHIIAAS BARBER COLLEGF,
220 Pacific Ave., Winnipeg, Man.
Otibú í Regina, Sask., og Fort Wiliiam, Ont. — ÁSur: Moler Barber College
Hemphill’s School of Gasoline Engineering, 48314 Nlain St., AVinnipeg,
Man.. — ÁSur: Chicago School of Gasoline Engineering.
Römur! — LæriS aS setja upp hár og fægja fingur. örfáar vikur
til náms. KomiS og fáiS ókeypis skrautlegan verSlista i Hempliill’s
School of Ijadies’ Hair Dressing, 485 Main St., Winnipeg, Man.
EITIRMÆLI.
Jóhanna Bjarnadóttir, 71 árs aS
aldri. lézt á heimili sonar sins,
Bjarna Þórðar Jósefssonar, 774 Ing-
ersoll stræti hér i bænum, þ. 29. Júlí
s.l., eftir langa legu. Meinsemd í
Iifrinni varð banamein hennar. Jó-
hanna var ættuð úr Snæfellsnes-
sýslu, fædd á ögri i Helgafellssveit,
þar sem foreldrar hennar, Bjarni
Guðmundsson og Ingibjörg Björns-
dóttir, bjuggu allan sinn búskap.
Nítján ára að aldri fór hún frá föð-
ur sinum (móðir hennar þá dáin
fyrir löngu) til Thorgrímsens verzl-
tmarstjóra á Ólafsvík, og svo þaðan
eftir fjögttr ár, að Hjarðarholti í
Dölum, til séra Páls Matthíassonar,
er þar var þá prestur. Þar kyntist
hún Jósef Stefánssyni er varð mað-
ur hennar. Voru þau fyrstu tvÖ ár-
in af búskap sínum í sambýli við
bróður Jósefs, Jóhannes, á Höskulds-
stöðum í Laxárdal, en fluttu þá að
Hrappsstöðum þar í dalnum og
bjuggu þar til þess er þau fluttust
vestur um haf 1883. Settust þau
hjón að hér í bænum og hér andað-
ist Jósef í Nóvembermánuði 1897.
Systkini Jóhönnu voru alls átta. en
eru nú öll dáin nerna ein systir, Sól-
veig að nafni, til heitnilis á Girnli.
Börn Jósefs og Jóhönnu voru líka
átta. Fimrn af þeim náðu fullorð-
insaldri: Bjarni, Þórður, sá er áð-
ur er nefndur, Stefanía (dáin 14.
Des. 1907), Ingibjörg kona Kristjáns
Jónssonar í Leslie, Sask., Helga kona
séra Jóhanns Bjarnasonar í Árborg,
og Jósefína kona Tómasar Gíslason-
ar verzlunarmanns í Winnipeg. —
Jóhanna sál. var mesta gæðakona,
samvizkusöm, góðlynd og velviljuð
öllunt. Hún var og trúuð kona og
lífsglöð fram til hins síðasta. Jarð-
arför hennar fór fram frá kirkju
Fyrsta lút. safnaðar þ. 31. Júlí að
viðstöadum mörgum gömlum og
góðum vinum, ásamt börnum henn-
ar og tengdafólki. Séra Björn B.
Jónsson jarðsöng.
,,Ubi bene ibi Patria.
Sinna landið gætir gesta,
greiðir vegi þeirra flestra,
fósturlandið fjáðum mesta,
föðurlandið snauðum bezta.
Austan yfir striður straumur
stefndi burtu landi frá;
hér er ráðinn hvers manns draum-
ur,
hönd sem leggur plóginn á.
Öndvegs súlur fundurn flestir
flotnar inn á landið góða:
settumst að án gróða, gestir
geymdir meðal beztu þjóða.
Hver sem þessu halla fer,
hann er ei verður skrafsins:
fósturjörðin okkar ór
orðin vestan hafsins.
Þar um eru skrif og skrár,
skýlaus heitin ntannsins:
að vér yrðum húð og hár,
hold og beinin landsins.
Lengi geymast sollin sár
særðti hjarta mannsins,
margur því er'nakinn hár
nú í kjöltu landsins.
Þegar líða út vor ár,
eftir venju mannsins:
nioldu orpinn mun vor nár
menjaT þessa landsins.
/. G. G.
— Tyrkland tók sig til einn
daginn og aftók þau einkaréttindi,
sent útlendar þjóðir hafa þar haft,
svo sem sérstaka dómstóla og Önn-
ur hlunnindi, samkvæmt gömlum
samningum, og lýsti alla jafna fyr-
ir lögunum í því landi. Sendi-
herrar allra þjóða hafa mótmælt
þessu, en Tyrkinn situr við sinn
í keip.