Lögberg - 01.10.1914, Blaðsíða 8
3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1914.
Vörumerkið er trygging yðar
BLUE BIBBON
TEA
Pantið Blue Ribbon og verið
vissir um að þér fáið það,
því það er bezta tegundin.
Sendiö þessaaugiysing ásamt 25 centum og þá
fáiö þér „BLUE RIBBON CuOK BOOK“
Skrifiö nafn og heimili yöar greinilega
THE WINNIPEG SUPPLY &
FUEL CO. Limited
298 Rietta St. - Winnipeg
STÓR-KAUPMENN
og SMÁSALAR
VERZLA MEÐ
mulið grjót og óunnið.snið-
inn byggingastein, fínan
sand, möl, „plastur" kalk,
tígulstein og alt annað er
múrarar nota við bygging-
ar,
Einnig beztu tegundir
af linum og hörðum kol-
um,
Vér komum tafarlaust til skila
öllum pöntunum og óskum að þér
grenslist eftir viðskiftaskilmálum
við oss.
Talsími: Garry 2910
FJórir sölustaðir í bænum.
Ur bænum
Good Templara stúkan “Skuld”
heldur sína árlegu tombólu þann 19.
Október. Nákvæmar auglýst síöar.
Herra Guöm. Magnússon, bóndi í
Framnes-bygö, kom til borgarinnar
á miövikudag i fyrri viku, og fór
heimleiðis samdægurs. Hann segir
árferöi i betra lagi þar nyrðra, með
því veröi sem á afurðum er, og vel-
líðan almenn.
Meðal nýlegra breytinga á lesta-
tíma C.P.R., má geta þess, aö lestin
til Árborgar fer héöan kl. 5.40 síö-
degis, kemur kl. 8.55 árdegis. Lest-
ir til Gimli og Winnipeg Beach fara
héöan kl. 15.45 síöd. og koma kl. 12
á hádegi.
Óánægja hefir sýnt sig meðal bæj-
arbúa út af nýrri tilhögun á strætis-
vögnum, þykja þeir of fáir og ganga
of seint Því er haldið fram, að
nýju vagnarnir, þar sem hver verö-
ur að borga um leið og inn er komið,
séu seinni í vöfum en hinir, og hefir
bæjarstjórn lagt svo fyrir, að ekki
verði fleiri látnir renna, að svo
komnu, nema breytt sé um fyrir-
komulag þeirra. Málinu hefir verið
skotið til úrskurðar Robsons dóm-
ara og er þegar tekið fyrir af hon-
um.
Herra Flóvent Jónsson kom frá
Icelandic River á föstudaginn, og
sagði þá nýlundu, að járnbrautarlest
hefði flutt sig kveldið áður frá Fljót-
inu til Gimli. Mikið er eftir ógert á
brautinni, enda fór lestin löturhægt.
Manna- og vöruflutningar með
brautinni byrja ekki fyr en undir
vetur, að því er spurzt hefir þar
nyrða.
Eftir því sem Mr. Aðalsteinn
Kristjánsson skýrir oss frá, var síld-
arfarmurinn sendur með “Hermod”
af kaupmönnum á Akureyri og á
þeirra ábyrgð. Síldarmatsmaðurinn
fór á þeirra vegum og bjóst við að
verða þar eftir af skipinu, ef ekki
tækist að koma síldinni út strax.
Honum var og ætlað að grenslast
eftir, hver meðferð síldar væri
heppilegust til þess að hún gengi
sem bezt út í New York.
Eg hefi nú nægar byrgðir af
“granite” legsteinunum “góðu”,
stöðugt við hendina handa öllum
sem þurfa. Svo nú ætla eg
að biðja þá, sem hafa verið að
biðja mig um legsteina, og þá, sem
ætla að fá sér legsteina í sumar, að
finna mig sem fyrst eða skrifa.
Eg ábyrgist að gjöra eins vel og
aðrir, ef ekki betur.
Yðar einl.
A S. Bardal.
Góð herbergi til leigu að 620 Al-
verstone St., hjá B. M. Long.
Herra Jón J. Jónsson frá Árborg,
kom um helgina vestan frá Ninette,
en þangað hafði hann flutt konu
sína sjúka í annað sinn. Hún lá þar
í fjóra mánuði í fyrra, en sló niður
aftur í vor. Ferðin gekk vel og
hafði engin áhrif til hins verra á
hina sjúku konu.
Mrs. Guðrún Einarsson, ekkja
Jónasar sál. Einarssonar er lézt á
Vatnsnesi í Árnesbygð þ. 31. Ág. s.
1., biður Lögberg að flytja innilegt
þakklæti sitt öllum þeim, er veittu
henni ótrauða hjálp á þeim rauna-
tímum, er maður hennar lá banalég-
una. Ýmsir nábúar og vinir urðu þá
til að rétta henni hjálparhönd á
ýmsan hátt og nefnir hún þar til sér-
staklega Mrs. Guðrúnu Sigurðsson,
konu Stefáns bónda Sigurðssonar á
Víðivöllum í Árnesbygð, er svo mjög
aðstoðaði hana með snild og sóma.
Sigþrúður dóttir Jónasar veitti og
mikla hjálp, stundaði föður sinn
með mikilli nákvæmni og alúð sið-
ustu sex vikurnar af legunni.
í bréfi frá Sergeant J. V. Aust-
man, dags. 20. Sept., segir að allur
útbúnaður, sem nokkru skifti, sé í
lag-i, og að komið sé að brottferðar-
degi. Hann segir höfuðsmann her-
húðanna hafa látið uppi það álit, að
90. herdeildin frá Winnipeg sé fríð-
ust og frækilegust allra deilda í
hernum.
'
Herra Jónas H. Jónasson. trésmið-
ur, er hingað kom frá íslandi i vor
og hefir unnið við smíðar alla tíð
síðan, fór til Dakota á laugardaginn
til smíðavinnu, er hann á þar vísa í
næstu tvo þrjá mánuði. Hann ætl-
aði sér heimleiðis til íslands í haust,
en hvarf frá þeirri fyrirætlan, er
honum bauðst atvinnan syðra.
Hr. Guðjón Hermannsson er ný-
lega kominn hingað frá Keewatin og
segir góða líðan landa þar. Vinna
er þar nægileg; hveitimyllur Lake of
the Woods félagsins hafa verið rekn-
ar dag og nótt í margar vikur, en ó-
víst telur hann, hve lengi sú vinna
muni haldast. Barney Viborg, er það-
an fór til herstöðva í Valcartier sem
sjálfboðaliði, er kominn heim aftur.
Var örvhentur á byssuna og því
ekki herfær.
Átta þýzkir menn hafa verið hand-
'teknir og fluttir sem fangat til Os-
borne herbúða hér í borg, álitnir
sannir að sök um landráð. Skömmu
seinna komu aðrir átta, er handsam-
aðir voru nálægt Regina. Hermenn
eru látnir gæta þeirra alvopnaðir,
bæði nótt og dag. Fangarnir verða
bráðum fluttir burt úr bænum og
gert utan um þá með gaddavír, sem
sterkum rafmagnsstraum er hleypt
í gegnum.
♦.♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦ + ♦ + ♦+♦+♦+♦+♦+♦++
1900 þvottavél
— Nágranni þinn hefir eina þeirra
Þvær þú á gamla móðinn?
Hefirðu þvottakonu ? eða sendirðu þvott þinn til
þvottahúsa? Hvor aðferðin sem er, er annað hvort ill
fötunum eða dýr.
Vér látum þig hafa 1900 rafmagnsvél eða Hard
Gravity þvottavél til mánaðar reynslu. Ef hún reynist
vel, þá borgar þú oss það sem hún sparar þér á mán-
uði hverjum þar til hún er að fullu borguð.
Eftir þaö muntu spara þá'ppphæð, sem þú hefir áð-
ur lagt út á viku hverri. Skrifið, fónið eða komið í
sýningarstofu vora að
♦
+
+
♦
+
♦
+
♦
f
t
I
+
4-
+
♦
+
♦
+
♦
+
24 Aikins Block, Winnipeg:
TalS. G. 2566 Beint á móti Telegram byggingunn.
►+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+f4f+f+f+f+f+f+f+f+f+f+f+f+f+ff
Ubmoðsmenn Lögbergs.
Jón Jónsson, Svold, N. D.
Ólafur Einarsson, Milton, N. D.
K. S. Askdal, Minneota, Minn.
J. S. Wíum, Upham, N. D.
J. S. Bergmann, Garðar, N. D.
Jón Pétursson, Gimli, Man.
S. S. Anderson, Candahar, Sask.
Jón Ólafsson, Leslie, Sask.
A. A. Johnson, Mozart, Sask.
Svb. Loptson, Churchbridge, Sask.
Paul Bjarnason, Wynyard, Sask.
J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask.
Jónas Samson, Kristnes, Sask.
C. Paulson, Tantallon, Sask.
Olgeir Friðriksson, Glenboro, Man.
Jón Ólafsson, Brú, Man.
Chr. Bénediktsson, Baldur, Man.
Ragnar Smith, Brandon, Man.
D. Valdimarsson, Wild Oak, Man.
Jóhannes Sigfússon, Selkirk, Man.
S. Einarsson, Lundar, Man.
Kristján Pétursson, Siglunes, Man.
Oliver Johnson, Winnipegosis, M.
A. J. Skagfeld, Hove, Man.
O. Sigurðsson, Burnt Lake, Alta.
Sig. Mýrdal, Victoria, B. C.
Th. Simonarson, Blaine, Wash.
Athygli lesenda skal leidd að
auglýsingu um samkomu þakkar-
gjörðardaginn, er kvenfélag Fyrsta
lút. safnaðar stendur fyrir. Sam-
koman verður haldin í samkomusal
kirkjunnar og er skemtiskráin ó-
verijulega fjölbreytt og aðlaðandi.
Einnig verða veitingar á boðstólum.
í Montreal hafa samskot í þjóð-
ræknissjóð numið hálfri annari
miljón, en í Toronto rúmri miljón
dollara. Samskotum þessum heldur
áfram enn og ganga þau vel í öll-
um borgum landsins. Hér í Winni-
peg er kappsamlega starfað að sam-
skotum þessum af helztu borgurum
bæjarins og eru undirtektir mjög
góðar.
Þann 24. September andaðist eft-
ir langvarandi sjúkdómslegu, á
heimili sínu, 620 Toronto stræti hér
í borg, Jón Abrahamsson, á áttunda
árinu yfir sextugt. Hann var ættað-
ur úr Eyjafirði á Islandi. Banamein-
ið var innnvortis meinsemd. Hann
eftirlætur aldraða konu og tvö upp-
komin börn.
Laugardaginn 26. Sept., voru þau
Ingimundur Egilsson og Ingveldur
Ólafsson, bæði frá Mortlach, Sask.,
gefin saman í hjónaband af séra
Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton
St., hér í bæ. Brúðhjónin lögðu af
stað samdægurs til að heimsækja
vini og skyldfólk í Brandon. Síðan
fara þau til heimilis sins við Mort-
lach.
Dáinn er sagður í Minnesota gam-
all maður, að nafni Jónas Bergson,
atgervismaður til líkamsburða; hafði
dáið snögglega, á heimili Einars
Sigurðssonar í Nordland County.
Herra Stefán Pétursson, bóndi í
Argyle, var staddur hér í borg um
helgina, að mæta syni sínum, Dr.
Jóni Stefánssyni, er hann kom til
borgar úr Evrópuferð. Þeir feðgar
fóru vestur til Argyle í dag.
Percy Stringer, vélarstjóri frá
Piney, Man., og Anna Þóra John-
son, einnig frá Piney, voru gefin
saman í hjónaband af séra Birni B.
Jónssyni að 120 Emily St., 24. þ.m.
Ungpi brúðhjónin héldu samdægurs
heim til Piney.
Herra Friðrik Abráhamsson, bóndi
í Pipestone bygð, kom til borgar um
helgina, til að vera viðstaddur jarð-
arför bróður síns, er fram fór frá
Skjaldborgar kirkju þann 29. þ.m.
Hann sagði góða uppskeru í bygð-
inni, fyllilega í meðallagi og hveitið
heldur gott. Útlit var þar ágætt
framan af sumri en spiltist þegar á
leið, af þurkum. Mr. Abrahamsson
fór heimleiðis aftur í miðri viku.
Séra Friðrik Hallgrímsson kom
til borgar í vikunni og fór vestur
aftur í dag.
Séra Jóhann Bjarnason býst við
þð vera í Mikley sunnudaginn þann
11. Okt. n.k. og hafa guðsþjónustu
þar í kirkjunni þann dag. Messan
byrjar kl. 1 e.h. Búist við, að altar-
isganga fari fram um leið. Fólk á-
mint um að láta ekki undir höfuð
lcggjast að vera viðstatt.
+♦♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦++++++++++X
| DÖMUR og HERRAR!
* Látið hagsýnan skraddara J
J búa til föt yðar. £
+ ♦
J. Fried
+ ♦
♦ 672 ArlingtonCar.Sargtnt +
Phone G. 2043 4
+ ♦
♦ ♦
+ ------------ ♦
* Loðföt búin til eftir máli +
4, hreinsuð og breytt. 4
♦ »
X Hreinsum, pressum og t
t gerum við. ♦
+ FÖT SEND og SÓTT.
t++ +♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦ +♦ !•♦+♦+♦•!•
Bœjarverk veitt.
Vatnsveituverkið frá Shoal Lake
til Winnipeg er veitt verkstjórnar
félögum hér í bæ, fyrir alls 7,097,-
640 dali, að því eiga að vinna
verkamenn héðan og alt efni að
kaupast hér, sem haegt er hér að
fá til verksins. .The Northem
Construction og Carter Halls fé-
lögin byggja í sameiningu rúmar
47 mílur af vatnsveitunni, fyrir
3,887,210 dali. Thos Kelly byggir
tæpar 18 mílur fyrir 1,301,485
dali, en Tremblay félagið um 15
mílur fyrir 955,000 dali. Svo er
að, sjá, sem verkið muni kosta
minna en áætlað var 1 fyrstu og
að því verði lokið fyrir þann tíma,
sem til var tekinn í upphafi. Ekki
er búist við að á þessu stórvirki
verði byrjað í ár og tæþlega fyr en
með vorinu, vegna þess helzt, að
ekki verður gengið eftir fyrir-
heitnu peningaláni að svo stöddu.
íslandsbréf á skrifstofu Lögbergs
eiga: Mr. Hermann Helgason og
Miss Helga Magnússon að 1123 Ing-
ersoll Str.
Þeir herrar Alb. Johnson og Lúð-
vik Laxdal komu úr Islandsferð um
helgina.
Vill Jón J. Berg gera svo vel og
senda utanáskrift sína sem fyrst til
S. A. Johnson, c.o. Columbia Press,
Ltd., Winnipeg.
Frézt hefir, að skipið “Hermod”
muni fara frá New York 2. Sept.
Sagt er, að síldarfarmurinn hafi
ekki gengið vel út, en ull sú er það
hafði meðferðis, 1160 ballar, var
keypt á íslandi fyrir reikning kaup-
manna í New York. Andvirði þess
korns, sem skipið væntanlega flytur
til tslands, lagði landssjóður til, um
800,000 krónur, að sögn, er hann
hafði fengið að láni hjá íslands-
banka, gegn 7% vaxtagildi.
Eins og getið var um í Lögbergi
í sumar sendu íslenzku söfnuðimir í
Minnesota séra Jóhanni Bjarnasyni
köllun að gerast prestur þeirra þar
syðra. Prestakall það er eitt af hin-
um álitlegustu og beztu i kirkjufé-
laginu. Séra Jóhann hefir nú fyrir
nokkuð löngu síðan svarað köllun-
inni og hafnað boðinu. Verður á-
fram þar sem hann er í norðurhluta
Nýja íslands.
Dr. Sig. JúL Jóhannesson kom til
bæjarins í morgun; hefir ferðast um
Vatnabygðir í Saskatchewan. Hann
sagði uppskeru heldur rýra þar, en
samt betri en víða annarsstaðar í
fylkinu. Af einum bónda sagði hann
það, að hann flutti 10,000 bushel af
hveiti til markaðar og fékk $1.04
fyrir hvert, á þó 6,000 bushel eftir
óseld. Það er J. Stefánsson í Kan-
dahar. Annar bóndi þar, Steingrím-
ur Jónsson. á að sögn 12,000 bushel
V hlöðu. — Fagnað var séra H. Sig-
mar af 50 Wynyard búum, er hann
kom þangað nýgiftur með konu sína,
og verður nánar frá því sagt í næsta
blaði. — Hveitihlöðu er verið að
reisa í Wynyard.
Hraust og þrifin sti
fengið vist á góðu sv<
Heimilisfólkið öldruð hjói
uppkomnir synir þeirra.
tngar að Lögbergi.
ÞAKKARHÁTlÐ
undii* uniKjóii kveníél. Fyrsta lút. safnaðar
MANUDAG 12. OKT6BEK 1914
* PROGRAMME
1.. Organ Solo ..............* Mr. S. K. Hall
2. Ræða ................ Séra Björn B. Jónsson
3. Ladies’ Quartette ................
t Mrs. Thorsteinsson. Miss Halldóra Hermann.
Miss Sigr. Thorgeirsson. Miss Helga Bjarnason
4. V iolin Solo ............ Mr. Th. Johnston
5. Vocal Duet ...... Mr. og Mrs. Alex. Johnson
6. Vocal Solo..................... Mrs. Hall
7. Ræða ................... Dr. Jón Stefánsson
8. Male Quartette........ f'Franklin QuartetteJ
9. I’iano Solo ............ Sigr. Thorgeirsson
10. Vocal Solo....................Miss Oliver
11. Violin Solo.......... Mr. Theodór Árnason
12. Vocal Duet .... Mrs. Hall og Mr. Thorólfsson
13. Orchestra.
Veitingar og músík í sd. skólasalnum á eftir
AÐGANGUR 25c.
IVfARKET fíöm
Viö sölutorgið og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sjá um
leigu á húsum. Annast lán og
eldsábyrgðir o. fl.
1 ALBERT/\ BL0CK. Portage & Carry
Phone Main 2597
Önnur deild af
The King George
Tailoring Co.
i
Ágœtir Klœðagerðarmenn og Loð-
vörusalar. Þelr hreinsa föt og lita.
Þeir gera við föt, ‘pressa’ og breyta
Deild af verzlun vorri er þegar
byrjuð að 676 Ellice Ave.f á
horninu á Viclor Street. I þess ri
deild er byrjuð sala og tilbúningurá
allskonar karlmanna og kven fötum
af beztu teeund oe fl. Kvennfatn-
aðir búnir til eftir máli. Og karlm.
fatnaðir (tilbúnir) altaf til reiðn.
Talsími Sher. 2932
The London & New York
Tailoring Co.
Kvenna og karla skraddarar og loðfata
salar. Loðföt sniðin upp, hreinsuð etc.
Kvenfötum breytt eftir nýjesta móð
Föt hreinsuð og pressuð.
842 Sherbrooke St. Tais. Garry 2338
Friðbjörn Friðriksson var á leið
til járnbrautarstöðva í Glenboro, á-
samt Friðriki syni sínum, og óku í
bifreið með enskum manni. Mitt á
milli Glenboro og Cypress River
varð steinn fyrir vagninum; hann
snerist við og kom niður á hvolfi.
Þeir feðgar köstuðust út úr honum
og meiddist hvorugur til muna, en
sá sem vagninum stýrði, varð und-
ir honum og meiddist talsvert mikið.
Friðbjörn ætlaði til Winnipeg til
lækninga.
Mrs. V. F. Einarsson andaðist i
morgun ('miðv.d.J að heimili móður
sinnar, Mrs. Stone, 691 Victor Str,
Hún var 28 ára að aklri og lætur
eftir sig mann ásamt 3 börnum.
Jarðarförin fer fram frá 691 Victor
Str. næstk. laugardag kl. 2 e.h. og
frá Fyrstu lút. kirkju kl. 2
Þann 27. Ágúst s.l. andaðist að
heimili sínu, í grend við Víðir póst-
hús í Nýja íslandi, Guðný Halldórs-
son, eiginkona Steingríms Tryggva
Halldórssonar, eftir langa og þunga
legu, 31 árs að aldri. Guðný var
dóttir Jóhannesar sál. Jóhannssonar
bónda á Jaðri í Breiðuvík og Höllu
konu hans. Var Jóhannes sá bróðir
Einars læknis á Gimli og þeirra
systkina. Guðný sáL var myndar-
kona og sérlega vel látin. Hún læt-
ur eftir sig tvö börn, bæði í æsku.
Jarðarför hennar fór fram þ. 30.
Ágúst að viðstöddum fjölda fólks.
Séra Einar Vgfússon jarðsöng.
MESSUBOÐ: Sunnudaginn 4.
Okt. verður guðsþjónusta haldin í
Kandahar kl. 2 e.h. og önnur í Móz-
art sama dag kl. 5 e.h.— Allir vel-
komnir. H. Sigmar.
Fimtán vetra sveinn biður nú
dóms hér í borg fyrir manndráp,
er hann hefir játað á sig. Pilturinn
er úr þýzkri bygð sunnan til i fylk-
inu og gætti þar gripa. Kona nokk-
ur þar í bygðinni vitti hann fyrir
hirðuleysi en hann atyrti hana þar
til hún hótaði því, að bóndi hennar
skyldi finna hann í fjöru, en hans
var heim von úr kaupstað seinna um
daginn. Pilturinn tók það óráð, að
sitja fyrir manninum er hann kom
akandi og ugði ekki að sér, og kast-
aði í hann steini, er varð honum að
bana. '
Maður liggur hér í sárum á spít-
ala, er hann fékk með því móti að
sögn, að hann var staddur með öðr-
um manni nálægt Otterburne, syðst í
Manitoba, og kom þriðji maður að-
vífandi, og eftir nokkurt viðtal, fór
að skjóta á þá, drap annan og særði
hinn, sem hér liggur, flýði svo og
hefir ekki sézt síðan. Ekki hefir
hinn særði getað sagt til um nafn
vegandans. Mennirnir voru úr Aust-
ur-Evrópu.
Vill sá, sem hlaut Nr. 21, þegar
dregið var um klukkuna á tomból-
unni 15. September, gera svo vel að
snúa sér til
• Sigurðar Björnssonar,
679 Beverley stræti.
Tvö undanfarin ár hefir landbún-
aðardeild fylkisins kostað nokkra
efnilega sveitadrengi til að koma á
iðnaðarsýninguna í Winnipeg. í
sumar tóku hundrað drengir þátt í
þessari för. Var þeim gert að
skyldu að skrifa ritgerð um hvað
þeir hefðu séð og lært á sýningunni
og verðlaunum heitið fyrir fjórar
beztu litgerðirnar. Wilhelm Kristj-
ánsson frá Otto P.O., Man., hlaut
hæstu verðlaunin. Munu þau hafa
verið $15.
“The Statesman” hefir tekið upp
greinina uni áfengis-auglýsingar, er
birtist í síðasta eintaki “Alþýðu-
vinarins.”
BYSSUR °* SKOTFÆRI
og alt sem að „Sporti“ lýtur
AdB i Canada sem verzJar .
Stcfnuð 1879
Semlið oss póstspjuld og blðjið um nýjusta byssu-verðllstann
The Hingston Smith Arms Co., Ltd.
MAIN STREET (gegnt Clty Hall) WINNIPEG
EITRAÐAR ELDSPÝTUR
Innan tæpra tveggjajára verður það ólöglegt að
kaupa eða nota eldspýtur með eitruðum hvítum
brennisteini.
Hver einasti maður ætti að byrja á því að
nota
Eddy’s Eiturlausu
Sesqui - Eldspýtur
og tryggja sér þannig öryggi á heimilinu.
Þar sem þú getur fengið gott Hey og
Fóður: Símið Garry 5147
Fljót afgreiðsla í alla parta borgarinnar. Smásölu-
dcildin opin á laugardagskveldum þangað tll kl. 10
THE ALBERTA HAY SUPPLY CO.
268 Stanley 8t., ó hornf Logan Avo. Winnip.g, Man.
ATHTJGASEMD FYRIK BÆNDHR — pað er starfi vor að
kaupa hell vagnhlöss af lieyl fyrir peninga út í hönd. Skrifið oss
viðvíkjandl því.
Palace Fur Manufacturing C o.
— Fyr að 313 Donald Street —
T> / ,•! f i ■ l_ÍC£vi. Hreinaa hatta og lita. Gera við loð-
DUa tll agætUStU loorot skinnaföt, breytaogbúatileftirmáli
26 9 Notre Dame Avenue
Canadian RennvatingCo.
Tals S. 1 990 599 Ellice Ave.
Kvenna og Karla föt
búin til eftir máli.
Föt hreinauð, pressuð og gert við
Vér siilðum föt tipp aö nýju
i. A. $lomtP$QN Tals. Sherbr, 2786
S. A. SICURDSSON & C0.
BYCCIjlCAI^EjtN og Ff\STEICNI\SALAR
Skrifstofa: Talsími M 4463
208 Carlton Blk. Winnipeg
LAND til leigu eða sölu nálægt
Yarbo, Sask., 320 ekrur, með húsum
og öllu tilheyrandi. Upplýsingar gef-
ur S. Sigurjónsson, 689 Agnes stræti,
Winnipeg.
HERBERGI TIL LEIGU, uppbú-
in, að 674 Alverstone stræti, hentug
fyrir skólafólk og aðra yfir veturinn.
—öll þægindi, sem nútíma byggingar
geta haft. Sanngjörn leiga. Tal-
sími: Garry 4161.
Frámunalega gott
tækifæri.
er hér fyrir litla fjölskyldu feöa
“baslara”J, sem vildi setjast að á
Kyrrahafsströndinni, þar sem hún er
talin er einna fegurst og veðursælust.
Af alveg sérstökum ástæðum eru 5
ekrur af landi, örskamt frá Seattle,
til sölu, með ágætis skilmálum. Land-
ið er gott og nærri sjó, vatn ágætt og
gott hús; einnig girðingar og hús
fyrir mörg hænsni. Fyrirtak mark-
aður og samgöngur. — Upplýingar
munnl. eða bréfl. gefur hr. Branz
Sumarliðason, 3043 W. 63rd Street,
Seattle, Wash.
1 . ...........—
Reyktóbak
pað gildir einu, hvort þér reykið
vindla, vindlinga eða plpu, þér fáið
einmitt það sem ySur llkar i tóbaks-
kassa vorum.
í vindlabirgSum vorum eru allar
algengar vindlategundir og liklegt
aS þér finniS þar uppáhalds vindil-
inn ySar. — Vér selj+m allar helztu
reyktóbaks tegundir og vindlinga.
SegiS til hvaS ySur þóknast. — VerS
á ptpur er frá 26c. til $3.60.
FRANKWHALEY
Dreecription HJruijjjtst
Phone Sherbr. 268 og 1130
Horni Sargent og Agnes St.
Shawsii
1
+
+
+
+
+
+ 479 Notre Dame Av. T
+ ’F
+ ♦+++++++++++++++++++++
+ Stærzta. elzta og
+ bezt kynta verzlun
£ met5 brúkaöa muni
4I í Vestur-Canada.
$ Alskonar fatnaöur
J keyptur og seldur
+ Sanngjarnt verö.
| Phone Garry 2 6 6 6 í;
2 +
JC++++++++++++++++++++++++X'
+ +
UXDIR NÝRRI STJÓRN
Rakarastofa og
Knattleikaborð
“Union” rakarar. lsl. eigandi.
Joe Goodman
Á liorni Sargent og Young
(Johnson Block)
öskaS eftir viðskiftum Islendinga
+
♦
+
♦
+-
+•
♦
+
♦
+
♦
+
X ♦+♦+♦+♦♦♦+♦+♦ ♦+♦+♦+♦+♦+♦!€
Columbia Grain Co. Ltd.
H. J. LINDAL L.J. HALLGRIMSON
íslenzkir hveitikaupmenn
140 Grain Exchange Bldg.
Peninga lán
Fljót afgreiðsla
H. J. EGGERTSON.
204 Mclntyr«Blk. Tal. M.3364
TIL LEIGU
Bygging úti á landi, hæfilega stór
fyrir tvær litlar famllíur, hálfa mílu
frá skóla, ódýr eldiviður á staðnum,.
leigan lág. — Skrifið eftir upplýsing-
um til GÍSLA JÓNSSONAR,
P.O. Box 96, Gimli, Man.
Þegar VEIKINDI ganga
hjá yður
þá erum vér reiðubúnir að láta yð.
ur hafa meðöl, b«ði brein og fersk.
Sérstaklega Iætur osa vel, að svara
meðölum út á lyfseðla.
Vérseljum Möller’s þorskalýsi.
E. J. SKJOLD, Druggist, |
Tals. C. 4368 Cor. Welliijgton & Simcoe X
♦♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦