Lögberg - 10.12.1914, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN íO. DESEMBER 1914.
LÖGBERG
GefiC út hvern fimtudag af
The Colunil)ia Press Ltd.
Cor. Willlam Ave &
Sherbrooke Street.
Winnipeg. - - Manitoba.
KRISTJÁN sigurðsson
Editor
J. J. VOPXT.
Business Manager
Utanásk-rift til blaðsins:
The COIA'MmA PKESS, T.td.
P.O. Box 3172 Wlnnlpeg, Man.
tJtan&skrift ritstjórans:
EllITOR I.ÖGBEUG,
P.O. Box 3172, Winnipeg,
Manltoba.
TAI.SIJII: GARRV 2156
Verð blaðsins : $2.00 uin árið
| HEIMÞRÁ |
“Er þá ei von,
útlœgi himinsins son,
guðs-mynd og guðs náð þú þráir?”
Heim um jólin! Allir vilja fá að vera
heima um jólin. Skólum er lokað og skóla-
fólkið þýtur fagnandi til jólahalds —
heima. Ferðamenn kappkosta að haga
feiðum sínum þannig, að þeir nái heim
fyrir jólin. Hvergi eru jól nema—heima.
Andleg jól! Ekki verða þau haldin
annarsstaðar en heima—lieima hjá guði.
Hverja góða sál langar lieim til guðs um
jólin, — heim í kærleiks- og friðar-samfé-
lag við guð, heim í friðarheimkynni fyiir-
gefningar og náðar guðs. Þegar jólin
koma, langar jafnvel glataða soninn heim:
“Eg vil taka mig upp og fara til föður
míns.”
Jólaklukkurnar kalla á öll guðsbörn að
koma heim til jóla.
Ilverjir eru guðs böin og mega koma
heim til jóla 1 Allir eru guðs börn og eiga
að koma heim.
Þú mátt ekki ímynda þér, að þú sért
ekki guðs barh af því þú ert vondur mað-
ur. Mér er sama hversu vondur maður
þú ert, þú ert guðs barn samt. Var ekki
glataði sonurinn guðs barn? Vissulega.
Faðirinn hafði ekki svift hann arfi né tek-
ið barnaréttinn frá honum, þótt hann héldi
sig svo lengi í framandi landi. Faðirinn
elskaði týnda soninn og lét ávalt loga á
jólakertinu hans heima, ef verða mætti, að
sonurinn aftur kæmi heim úr fjarlægu
landi vantrúar og villu.
Ekkert gagn hafði týndi sonurinn þó
af því, að vera sonur hins ríka og góða
manns, meðan hann kaus sjálfur að vera
fjarlægur honum, koma ekki heim. Svo
fer og þeim, sem áfram halda að lifa í
fjarlægð við guð. Þeir eru heimilislausir,
föðurlausir, — vesalings frávilt og mun-
aðarlaus born; en samt guðs börn og vel-
komin heim, hve nær. sem þau vilja.
Sé það nokkuð eitt, sem öllu öðru
hljómar hærra í boðskap jólanna, þá er
það það, að allir menn séu guðs börn, ekki
einungis þeir. sem góðir eru, heldur líka
hinir, sem vondir eru, en þrá betra líf.
Lesi einhver manneskja þessar línur, sem
er vond og spilt og því friðlaus og von-
laus, þá taki sú sama manneskja eftir því,
að nú ef það við hana sagt í Jesú nafni:
‘‘Þij ert guðs Iiarn; kom nú heim til jóla.”
Ef einungis góðar og heilagar verur
vjpru guðs börn, þá væri ekkert guðs barn
á {iessari i jörð. Ef til vill er einhver mun-
ur á mönnunum og sumir betri og aðrir
verri, en enginn dregur stryk þar á milli
og segir: þessi er guðs barn, en hinn ekki.
Frá guðs hálfu, er ekkert því til fyrir-
stöðu, að sérhver syndugur maður fái að
vera guðs barn. Þvert á móti er oss það
boðað í heilögum boðskap jólanna, að guð
vilji að allir menn séu börnin hans, “því
svo elskaði guð heiminn, að hann gaf son
sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann
trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.”—
Barnaréttinn og heimkomuleyfið getur
enginn frá manni tekið nema maður sjálf-
ur. Að því einu er spurt: viltu vera guðs
barn og koma heim um jólin?
Og skyldi í rauninni nokkur maður
vera kominn svo langt að heiman, að hann
langi nú ekki lieim um jólin, heim í frið-
sælt ka'i l dkans samfélag við guð? Þeir,
sem þreyttir eru og lengi hafa borið þung-
ar byrðar, heiin þrá þeir nú að koma og
hvíla sig í kærleiks-örmum guðs um jólin.
Þeir, sem fátækir eru og bognað hafa und-
ir þunga áhyggjanna, heim þrá þeir nú að
koma og safna um jólin hjá guði nýjum
kröftum til að stríða. Þeir, sem fallið
hafa fyrir freistingum heimsins og nú eru
uppgefnir orðnir á nautnum syndalífsins,
heim þrá þeir nú að koma og halda jól nýs
og betra lífs. Þeir, sem vanrækt hafa
barnarétt sinn hjá guði, glatað hafa barna-
trúnni sinni, hafnað hafa frelsara sínum,
heim þrá þeir nú að koma um jólin, heim á
æskuheimilið, heim í jólaljósið, heirn í trú-
arb'fið eins og það áður var, meðan enn þá
logaði á jólakertinu og Betlehems-jatan
var heilagt altaii.
Hversdagslega stríðum vér og deilum
vér, sitt sýnist hverjum og allir þykjast
góðir, hver fyrir sinn hatt. En þegar jól-
in koma og hjartað fer að láta til sín taka,
þá er í rauninni eins ástatt fyrir öllum,
allir þrá eitt og hið sama, þrá að koma
heim, Og heimilið er eitt og hið sama:
Guð og lcœrleiki hans.
Ættum vér þá ekki allir að reyna að
verða samferða þangað heim um jólin?
B. B. J.
n 11—wr=—— .—j||i=i| □
Gef þú Guði meira rúm
Jólahugleiðing
Eftir scra Friðrik Haligrímsson.
□ B1H ‘lí^l □
“Og engillinn sagði við þá: Ver-
ið óhrœddir, því sjá, eg hoða yður
mikinn fögnuð, sem veitast mun
öllum lýðnum; því að yður er í
dag frelsari fœddur, sem er Krist-
ur Drottinn, í borg Davíðs.” —
Eg man alt af eftir því, hvað eg lilakk-
aði til jólanna, þegar eg var barn, og hve
innilega glaður eg var þá. Margt er nú
orðið breytt frá því sem þá var. En jól
bernskunnar á kristnu heimili hefi eg ekki
lifað til ónýtis; eg lifi þau aftur að nokkru
leyti á hverjum jólum; endurminningarnar
björtu rifjast þá upp. 1 gegn um tóna jóla-
sálmsins gamla “Heims um ból”—við jóla-
tréð með ljósunum mörgu—heyri eg óma
kærar raddir, sem nú er orðið langt síðan
að sungu jólasálma með mér. Og eg vona
að eg verði aldrei svo gamall, að eg hætti
að hlakka til jólanna.
Því sumar sögur eru svo fallegar, að
við þreytumst aldrei að heyra þær. Sum
ljóð eru svo fögur, að við þreytumst aldrei
að fara með þau. Eins hætta kristnir
menn aldrei að hafa unun af því að halda
jól, að heyra jólaboðskapinn gamla og þó
sí-unga, og syngja jólasálma, lávarði lífs-
ins til dýrðar.
Boðskapur jólanna er þessi: að Guð
fæddist inn í mannlífið, — hann samlagaði
sig mönnunum til eilífs samlífs. “Orðið
varð hold — og hann bjó með oss, fullur
náðar og sannleika.’
Og boðskapur jólanna til einstaklings-
ins er þessi: eins og eingetinn sonur Guðs
fæddist sem barn inn í mannlífið, eins vill
Guð fæðast inn í líf þitt, til þess að liafa
eilíft samneyti við þig.
Guð þráir mennina. Guð er kærleikur.
Sá, sem elskar, þráir samfélag við þann,
sem hann elskar. Ekki til þess eins að
njóta unaðar samlífsins, heldur líka til
þess að gefa. Hvers vegna langar for-
eldra til að hafa börnin sín sem lengst hjá
sér? Til þess að geta fengið að gjöra sem
mest fyrir þau, — leiðbeina þeim, vaka
yfir þeim, vernda þau og gleðja. Skyldi
það ekki líka vera þrá hans, sem hvert fað-
erni fær nafn af á himni og jörðu?
Jú, sannarlega. Hann þráir hvert ein-
asta mannsbarn á þessari jörðu. Hinn
mikli konungur dýrðarinnar þráir þig til
{iess að fá að gjöra þig hluttakandi í dýrð
sinni og sa'lu. Hinn alvitri þráir þig, til
{)ess að fylla sálu þína af ljósi sannleikans.
Hinn alroáttugi þráir þig til þess að gefa
þér sigurafl yfir öllum veikleik og ófull-
komleik. Hiun heilagi þráir þig til þess
að gjöra þig hreinan og lýtalausan. Hinn
algóði, miskunnsami þráir þig til þess að
gjöra þig ástríkan og umburðarlvndan.
Þetta er hinn mikli, dýrlegi gleðiboð-
skapur jólanna, sem gengur aldrei úr gildi
og er boðaður mönnunum ár eftir ár og öld
eftiröld: Guð vill fá að gefa þér sjálfan
sig; hann vill fá að eiga þig og elska þig til
eilífðar.
Þetta er sá boðskanur, sem hann flutti
mönnunum, sem fæddist á jólunum.
Það var frumtónninn í allri prédikun
hans,—sannleikurinn mikli, sem alt sem
hann talaði og gjörði átti að þrýsta sem
fastast inn í meðvitund lærisveinanna. Frá
því var hann að segja nánustu vinum sín-
um á friðsælum kvöldstundum, þegar ferða-
mannahópurinn Htli naut hvíldar í áfanga-
stað. Það hrópaði hann út vfir hæðir og
dalverpi Gyðingalands, þegar þúsundir
þyrptu«t í kring um hann. Og bergmálið
af þeim boðskap hefir borist út um öll lönd.
Og það sýndi hann í allri framkomu
sinni á holdsvistardöguuum með því, hve
innilega hann tók þátt í kjörum allra þQirra
er á vegi hans urðu, — mannanna sjúku,
sorgmæddu, sannleiksleitandi, svndugu.
Svo ant var honum um samfélngið milli
Guðs og manna, að hann. Guð siálfur, laeði
á sig Ia>gingu og píslir til þess að brjóta nið-
ur vegginn, sem blindni og einþykni maun-
anna,— synd þeirra. hafði reist milli þeirra
og hans. Jatan í Betlehem og krossinn á
Golgata fhrtja öllum kvnslóðum áhrifa-
mestu prédikunina um það. hve heitt Guð
elskar mennina og hve innilega hann þráir
samfélag við þá.
A skírdagskvöld sagði Jesús við læri-
sveinana: “Þetta er mitt boðorð, að þér
elskið hver annan, eins og eg hefi elskað
vður.’ Og svo se°dr hann rétt á eftir í
bæninni sinni ógleymanlegu: “Heilngi
faðir, Ararðveit bá í þrnu nafni, sem þú hef-
ir gefið mér, til þess að beir séu eitt eins
og við.” Og frá læ-isveinunum fáu, s°m
með honum voru, l°itar svo hugur hans út
til allra lærisveiua hans á öllum tímum. og
hann segir: “Fn eg bið ekki einungis fyr-
ir þessum, heldur og fyrir þeim, sem trúa
á mig fvrir orð þeirra; allir eign þeir nð
vern eitt, — eins og þú. faðir, ert í mér og
eg í þér. eign þQir einnig að vera í okkur.”
Tfann vill. nð al'ir menn séu eitt, tengdir
böndum bróðurVærlQikans. og Guð súílfur
sameiningarnflið, sem í þeim öllum býr og
tengir þá saman.
RÁÐLEGGINGAR UM HENTUGAR OG NYTSAMAR
GJ AFIR-JÓLANNA
Gjafir, sem nytsamar eru og auka á prýði, þægindi og vellíðan heima fyrir, eru alla tíð bezt þegnar. Það er
eitthvnð verulegt og ánægjulegt, að gefa og þiggja slíka muni. Fyrir litla niðurborgun skulum vér geyma
livað sem er fyrir yður—þar til kemur að því að senda þær um jólin. Kaupið nú, meðan úrvalið er mikið.
\ll SIC CABIXET
oiii- oií iiiynilln, $10
Miki5 rtr a6 velja.
Me6 e6a rtn spegils.
Prfsar mlsmunandi.
frá SS.00 lil $20.00
NYTSAMLEGAU
GJAFIK
Moriis stólar
Masazine hyllur
Bókaskápar
Fótskemlar
Treyjnstokkar
I esubekkir
Boröstof ustólar
Lesstofu borð
Glervöru skápar
Framstofn skápar
Gólfábrclður
Gólfinottur
Tóhaks- og pípu-
skápar.
Fataskápar
Stakir stólar
rramstofu bún-
aður.
I.estrarlampar
Myndir
Andd yrabekklr
Anddyra speglar
Hentugar
jólagjafir
Gólfsópar
Dragkistur
pvottaslcápar
Cheval speglar
Horð til að búa sig
við
Stólar með þelm
Brass rúm
SvcfnstolAi ruggust.
Meða la skápar
Spilaborð
Smáborð gildfætt
Skrifborð
Dinncr Wagons
Trcrúm.
BORDSTÖPTILL
—pedestal (eins og
myndin) . . .. $8.00
MeS máhogany, fum-
ed eSa golden slikju.
Stöplar undir skál-
ar frá $2.00 til $6.00
LAMPAR—MIKID CRVAI,
með raflömpum og silkistrengjum.
Málm- og viBar umgjörð. Mismun-
andi verS frá . . . . $5.00 til $15.00
ELBHIjSSKÁPTJK (sem myndin) $35.00
MeS hvftri gljáhöð og öllum sfSustu endur-
bótum, fullkomnir 1 alla staSi. Sumir
skáparnir án hvltrar gljáhúSar . . $32.00
BARXASLEDAR
StoppaSir, meS vönduSum frágangi . . $3.75
SleSar meS hettu, stoppaSir......$9.00
ASrar tegundir frá......$1.25 til $17.00
MeiSar undir barnakerrur 50c.. 75c. og $1.25
Chesterfields (búnir til af oss) $80 og upp
LeSur legubekkir............$25 til $70
Legubekkir meS dúkfóSri frá $24 til $30
Legubekkir meS leSuráferS . . $11 til $18
“ I skrifst., spanskt leSurver $38 til $42
BORD OG STÓLAR BARNA $2.50
meS rauSri eSa gullinni slikju, úr harSviSi,
þolin og sterk .
SJERSTAKT VERÐ Á MYNDUM
pær eru vel þegnar gjafir um jðlin. KomiS
og lítiS á þær. Fögur efni og lágir prísar.
TÁGARSTÓLL (scm myndin) $30.00
Ruggustóll sem hæfir.............$20.00
Ef Þér eruS a Shugsa um aS kaupa leSur-
stól til jólanna, þft munuS þér geta fundiS í
birgSum vorum þá beztu sem hægt er aS fá
fyrir peninga. KomiS og sjáiS sjálf. J>aS
borgar sig.
Brúðuvagiiai’ lrá . . $2.75 til $5.00
BARNADEILDIN
Háir stólar frá.............$1.25 til $5.00
Hðir stólar á hjóium frá. . . . $5.00 til $6.00
Barna ruggustólar frá . . . . $1.00 tll $6.00
Commode stólar frð...........85c. til $1.15
Unglingastólar frá..........$1.50 til $5.00
Gangstólar ungbarna.................$2.50
WtLSON FURNITURE COMPANY
MARKET SQUARE
CORNER PRINCESS ST. AND WILLIAM AVE.
’PHONE GARRY 3692
Aldrei nýtur sín bróðurbandið milii
mannanna, eins og á jólunum. Þá gleyma
menn gömlum misskilningi og mótgjörð-
um og rétta hverir öðium hönd; þeir finna
til þess betur en ella, að þeir mega ekki
vera vondir hverir við aðra. Þá langar til
að gleðja hverir aðra, — þeir gefa jóla-
gjafir. Þeir finna þá til þess, hve inndælt
það er, að vera bræður og systur, — að
hugsa hlýtt liverir til annara; þeir finna,
hve dý; mætt er bróðurbandið, sem faðirinn
á himnum knýtti þá fastast milli mann-
anna, þegar hann lét eingetinn son sinn
verða einn ítf þeim, kalla þá systkin, elska
þá sem systkin, og innsigla þann bróður-
sáttmála með blóði sínu. Þeir minnast þá
alls þess góða og ástúðlega, sem þeir hafa
hverir af annara hendi notið; og þegar
þeir taka hver í annars hönd og segja:
Gleðileg jól! — þá e:u það ekki orðin tóm;
þeim er það alvara að rétta bróðurhönd
með blessunaróskir í hjarta.
Þegar María og Jósef komu til Betle-
hem, þá “var eigi rúm fyrir þau í gisti-
húsinu”, og barnið heilaga, sem fæddist þá
nótt, var lagt í jötu.
Sú hefir því miður oft orðið reyndin
síðan. Guð vill fá að fæðast að nýju inn í
líf hvers einasta manns, til þess að lifa
með honum, hjálpa honum, helsa hann og
blessa, og miðhi honum af lífs-fvllingu
sinni. En margir úthvsa honum; líf þeirra
er svo fult af umsvifum b”auðbfis1sins,
nnutnum og prjáli, eigingirni og sjálfsá-
liti, að Guð getur ekki fengið áheyrn hjá
þeim.
Gefum Guði rúm. Gefum honum meira
rúm. Leyfum honum að gjöra meira fyrir
okkur, en hann hefir til þessa fengið að
gjöra,—gjöra okkur að betri, breinni. nvt-
göfugri og kærleiksr'kari manneskjum.
Leggjum aukið kaup á það. að rvma bu-tu
úr hugsuDarhætti okkar og lífi öllu bví, sem
hefir staðið því f ve"i, að hann fengi að
vera einvaldur vfir Iffi okkar. Já. gef bú
Guði meira rúm. Gef honum siá'fan þig.
Gakk honum á hönd allur og óckiftnr f ein-
lægui og alvöru. Það er kris+ið jólahald.
Vera má. að þér byki syndug sál bín
lítt boðlQgt herbergi handa konungi himn-
anna. En minst bú þess, að hann lét sér
lvnda nð verða lagður í iötu. Og yfir jöt-
unni þeirri hvfIir í meðvitund kristinna
manna meiri dvrðarljómi. en vfir skraut-
legustn komimrshöllum. Kærl°ikurinn guð-
legi er lítillátur, — og haun þráir þig. Og
hvar sem bann tQkn« ?ér bústað, þar verð-
ur bjart yfir. Betlehemsstjarnan, skær og
fögur, skín yfir hvei jum þeim manni, sem
á Guð í sálu sinni. Og birtan fer sívaxandi
að sama skajn sem Guði er gefið meira rúm
af frjálsum og fúsum vilja mannsins; líf-
ið verður hreinna og sælla, og skærara ljós
skín frá honum á leið þeirra, sem með hon-
um lifa, svo að hann getur orðið, — eins
og Betlehemsstjarnan varð Austurlanda-
vitiingunum forðum—, einhverjum, sern
úr fjíirlægð koma eftir brautum mannlífs-
ins, leiðarljós, svo að þeir geti fundið
bainið heilaga, Jesúm, og fundið í samfé-
lagi lians þatin fögnuð lífsins, sem þeir
vegsama Guð fyrir um alla eilífð.
Guð gefi þér blessuð og gleðileg jól!
RECORDS
ICTORÍUPPLIES
Cross, Goulding & Eklnner, Ltd.
323 PORTAGE AVENUE
Spjöld
með jóla og nýjárs fagnaCar ósk-
, um hefir hr. H. S. Bardal sent oss,
mjög margar tegundir. VerS
j þeirra er 50, toc, 15C, 20C, 25C,
j .joc, 35C, 500 og 75C. Spjöldin eru
meS einstaklega smekklegum lit-
um, ekki íburi5arm:klum, en þokka-
legum og fallcgum, og virðist það
eiga vel við, að bera ekki mjög
mikið af skarti og skrautlegum
i 1itum í kveðjuispjöld, sem kunn-
j ingjar og vinir sendast á um há-
! tíðarnar. Kveðjur eru á íslenzku
og erindi á íslenzku á hverju
spjaldi, mjög svo vel eígandi við
tækifærið, flest eða öll orkt af
sama manninum, vel þektum vor á
meðal. Spjöldin eru til sölu hjá
útsölumönnum bókaverz!unar Bar-
dals í öllum íslenzkum bygðarlög-
um. Ganga má að því visu, að
’andar vorir muni nota þessi
spjöld öðrum fremur, er svo lag-
lega eru úr garði gerð, eiga vel
við tækifærið og hafa íslenzkar
kveðjur að flytja.
— Til Englands eru kemnir
25,287 kassar af niðurscðnum Iaxi,
er British Columbia sendi þargað
að gjöf og 100 kassar af n'ð ir-
soðnum kræklingi svo og eitt tonn
af saltfiski er einstakra manna fé-
lög sendu.
THE PEOPLE’S FORUM
Sunnudaginn 13 des., kl. 3 siðdegis
Health Inspector E. W. J. Hague
talar um
“HÚSNŒÐII WINNIPEG fyrum og nú og í framtiðinni”
með 60 kvikmyndum
Söngflokkur Tjaldbúðar kirkju syngur
People’s Forum heldur samkomur í St. Johns Technical Institute,
á horni Slater og Church stræti, North Winnipeg.