Lögberg - 10.12.1914, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.12.1914, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER 1914. KOL OG American Hard Coke Galt Kol $8.50 tonnið $9.50 tonnið (Fyllilega á við harðkol sem kosta $11.00 tonnið) Bezti eldiviður hérlendur, sem til sölu er boðinn Fæst aðeins hjá oss og tveim útsölumönnum vorum J. D. CLARK & CD. OG m mu m. The White A SARGENT Store AVENUE Kaupið engin önnur Kol. Kallið upp Fón Main 8400 DSLER, HAMMOND & NfiNTON HORNI PORTAGE OG MAIN Vigfús Guðmundsson Melsteð. Á þriöjudaginn 24. Nóv. síöastliö- inn lézt öldungurinn Vigfús Guö- mundsson Melsteð að heimili sínu í grend við Churchbridge í Saskatche- wan-fylki—sjötíu og tveggja . ára gamall. Banamein hans var heila- blóöfall. Vigfús heitinn var fæddur að Borg í Borgarfirði 7. Júli 1842. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Guðmundur prófastur Vigfússon og Guðrún Finnbogadóttir. Dvaldi hann hin Vigfús G. MelsteS. fyrstu ár æfi sinnar suður þar hjá foreldrum sinum, en fluttist siðan með þeim norður að Melstað i Mið- firði og tók þar snemma við búsfor- ráðum hjá föður sínum. Laust eft- ir tvitugsaldur gekk hann að eiga Oddnýju Ólafsdóttur Jónssonar dan- nebrogsmanns á Sveinsstöðum í Þingi í Húnavatnssýslu, og fluttist einu ári síðar úr föðurhúsuin. Bjó hann fyrst að Hólabaki í 'f’ingi, þá á Fallandastöðum t Hrútafirði, þar næst á Ytrivöllum á Vatnsnesi, og þaðan flutti hann árið 1883 til Sauð- arkróks og dvaldi þar fram að alda- mótum, að undantekinni eins árs dvöl vestan hafs. Vigfús hafði lært söðlasmíði að mági sínum Jóni Ólafssyni á Sveins- stöðum, og stundaði hann iðn þá bæði á búskaparárum sínum og eins á Sauðárkróki bæði skiftin, sem hann dvaldi þar. Á Ytrivöllum hafði hann verkstæði allstórt og unnu margir sveinar hjá honum þar. Hann var hreppstjóri þar, en í Skaga- firði gegndi hann sýslumannsstörfum með köflum í fjarveru sýslumanns. Hafði auk þess ýms ábyrgðarmikil skólanefndar á Sauðárkrók og tók ] þar góðan þátt í öðrum almennings- málum—gekst meðal annars fyrir því að fá þar reista kirkju. Hann var og nokkrum sinum settur verj- andi i sakamálum fyrir héraðsrétti. Kona Vigfúsar andaðist árið 1891, og fluttist hann árið eftir til Vestur- heirns. Þar kvæntist hann í an.iað sinn og gekk að eiga Þóru Sæ- mundsdóttur, sem nú lifir mann sinn. Þóra var og tvígift. Fyrri maður hennar var Einar Sæmund- sen, valinkunnur maður austan hafs og vestan. Árið 1893 flutti Vigfús til íslands aftur, og dvöldu þau hjón i á Sauðárkróki í sjö ár. Síðan fóru þau vestur um haf í annað sinn, voru ] eitt ár í Norður Dakota, annað í | Winnipeg, og fluttu síðan vestur til j Þingvalla-nýlendu í Saskatchewan. j Nam Vigfús þar land og bjó á því j hin síðustu tólf ár æfi sinnar. Vigfús sál. Var merkur maður og hin mesti sómamaður í hvivetna. Orðvar og óhlutsamur, en manna fúsastur til að vinna öðrum gagn og taka í þann strenginn, sem til al- mennings heilla horfði, þegar tæki- færi gafst. Reyndist ætíð góður fé- lagsmaður i öllum þeim niálum, sem hann var við riðinn. Góðhjartaður! var hann og hjálpsamur—oft og tíð-1 um jafnvel fram yfir það, sem efni leyfðu. Góðverk sín vann hann i kyrþey. Mun marga reka minni til rausnar hans og hjálpsemi “frosta-] veturinn” 1880-81 og “harða-vorið” j 1882. Sérstaklega var viðbrugðið framkomu hans ‘ harða-Vorið.” Þá bjó hann á Ytrivöllum, sem fyr var sagt. Rak þá hvali marga á Vatns- nesinu, og var hann af sýslumanni settur umsjónarmaður yfir hvalfjör- unni. Hann leysti þann starfa vel og dyggilega af hendi. Þá var hús- fyllir á Ytrivöllum bæði dag og nótt á meðan á hvalskurðinum stóð, því, mörgum var þörf á björg þeirri i, harðindunum. Ekki þáði Vigfús neitt fyrir átroðning þann, og mun þó hafa þrengt að honum sem öðr- um. Vigfús var haldinorður og vandaður í öllum viðskiftum, og vandvirkur á alt, sem hann gerði, smátt og stórt. Þótti smíði hans traust og haldgott. Vigfús sál. var jarðaður i kirkju- . garði Konkordía-safnaðar. Útför- •in. var afar fjölmenn. Séra Gutt- ormur Guttormsson jarðsöng hann. Börn eignaðist Vigfús mörg i fyrra hjónabandi. Af þeim eru þessi u lífi: Guðmundur, verzlunarmaður á Akureyri; Ingibjörg, gift Guð- mundi snikkara á Akureyri; Sólveig Elínborg, gift Einari kaupm. og póst- afgreiðslumanni á Vopnafirði; El- ísabet bórunn, gift Guðbrandi Jóns- syni skjalaverði, nú í Kaupmanna- höfn; Gnðrún Oddný, gift Stefáni Sveinssyni, fyrrum kaupmanni i Win- nipeg; Finna Margrét, gift Kristjáni Hjálmarssyni verzlunarm. í Kanda- har, og Sigurður, ráðsmaður Ban- fields verzlunarinnar í Winnipeg. í síðara hjónabandi eignaðist hann tvö börn og lifir annað, Vigfús Odd- \ ur, piltur á tvítugsaldri. Vigfúsar Melsteðs munu allir kunnugir minnast með þakklæti fyrir samveruna. G. G. Ur bænum. Herra Þórður Vatnsdal, trjáviðar- kaupmaður í Wadena, Sask., biður Lögberg að færa öllum viðskifta- vinum hans árnaðar óskir gleðilegra jóla og nýjárs og þakklæti fyrir undanfarin viðskifti. Norræni söngflokkurinn söng í Grace kirkjunni á þriðjudagskveldið og þótti takast mjög vel. Flest sæti í þeirri stóru kirkju voru skipuð. Er vonandi, að þessir sönggarpar láti aftur til sín heyra. Hr. B. S. Benson, lögmaður í Selkirk, hefir verið tilnefndur sem bæjarstjóraefni þar i bæ. Kosning- ar fara þar fram þann 15. þ.m. Hann óskar þess, að landar sínir, bæði þeir sem búsettir eru nyrðra og aðrir, sem þar eiga atkvæðisrétt, veiti sér liðsinni og öflugt fylgi. Á sóttarsæng liggur nú höfð- ingi Mormóna, hinn alþekti Jó-ef Smith og búast hans fylgismenn við að hann verði ekki langlífur úr þessu, enda er hann orðinn ,c8 ára hefir skift um eigendur. Vér erum önnum kafnir með öxi og sög að brjóta niður verðið á vörum vorum. Komið snemma og kaupið jólagiafir fyrir minna en hálfvirði. “President” axlabönd, seld um viða veröld á 50C. Harðæris verð Alullar sokkar, 35C virði. Haröæris verð Há’sbindi, vanaverð alt að doll- ar, 50 ttgundir. Harðæris verð 17 cents 10 cents 5 cents Alullar peysur handa karlmönn- um, $3.00 virði, fyrir Jakkar handa karlmönnum, með loðskinns fóðri. Vanaverð $6.50. Harðæris verð Fáeinir ljómandi yfirfrakkar, frá $15.00 til $20.00 virði. 59 cents $2.98 $6.98 Alullar kvenpeysur. Vanaverð Alullar vetlingar handa karl- ASeins 50 karlmanns húfur, $3.00. mönnum, 35C virði. fóðraðar loðskinni. Vanaverð $1.25. Hallæris verð á meðan þær endast Harðæris verð Harðæris verð 98 cents 12 cents 29 cents • Kvenkápur, nýjasta gerö, örfá- 12 “Doy Buckley” hattar. Vana- Mikið úrval af karlmanna vetl- ar eftir. Vanaverð $15.00. verð $3.00. ingum frá $1.00 til $2.75. Harðæris verð Harðæris verð Harðæris verð $5.98 98 cents 75 cents Silki hálsbindi í skraut’.egum Axlabönd i ljómandi jólastokk- Karlmanna silkisckkar fyrir jól- jólastokkum. Vanaverð 75C. um. Vanaverð $1.00. in. Vanaverð 500. Harðæris verð Harðæris verð Harðæris verð 4 pör fyrir 24 cents 24 cents $1.00 Þetta er að eins lítið sýnishorn af öllum þeim kjörkaupum sem vér höfum á boðstólum, og munum sýna yður þegar þér komið. Vér óskum viðskiftavinum vorum GLEÐILEGRA JÓLA THE WKITE STORE 696 SARGENT AVENUE að aldri. Hraðritarar eru sett'r og er mikið að heiman, er þar tæki- við rúmstokk hans, til þess að færi fyrir roskinn mann, vandaðan, ekkert glatist af oröum þessa spá- ^a *®tta vetrarvinnu við að hirða _ t'imnn rrr i im manns. Herra Guðm. Ó. Einarsson, frá Bifröst P.O. í Nýja íslandi, var hér i ferð fyrir helgina. Hann sagöi al- nenna velliðan í sveitinni. Jón Sig- urðsson sækir þar til oddvitastöðu i lálægum kosningum ag legst fast á móti að afnema vínsölubann innan sveitarfélagsins. Honum fylgja land- ar vel og trúlega. Galizíumður sæk- ir á móti Jóni og kúventi sá nýlega í bannmálinu, sem alla furðar á, því að hans landsmenn höfðu undirskrif- að beiðnina um afnám vínbannsins. —Mr. Einarsson hefir sögunarvél, fáeina gripi. Mcssuboð — Guðsþjónusta verður haldin í Mozart kl. 2 e h. sunnudag- inn 13. Dcs. Allir velkomnir. Sama dag verður guðsþjónusta í kirkju Im- manúelssafn. kl. 7 e.h. I Elfros verð- ur ekki guðsþjónusta þann dag, en aftur sunnud. 20. Des. H. Sigmar. Roskinn maður, fær um að hirða fáa gripi, getur fengið vist á góðu heimili í sveit; önnur verk eru lítil. i Rifröst P. O., Man. Guðmuttdur Einarson. » k Imperial Tailoring Co Sigurðsson Bros., eigendur, íslenzkir skraddarar Gera við föt, pressa, og breyta fatnaði Vér þykjumst ekki gera betra verk en aðr- ír, en vér leysum öll verk eins vel af bendi einsog vor langa og mikla reynsla leyfir. 690 Notre Dame Ave., horni Maryland St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.