Lögberg - 14.01.1915, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.01.1915, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JANÚAR 1915 ! LÖGBERG í GeflC öt hvern fimtudag af Tlie Colunihla Press, Ltd. Cor. Wllliam Ave & Sherbrooke Street. Wtnnipeg, - Manitoba. K.RISTJÁN SIGURÐSSON Edltor J. J. VOPVI. Business Munager Utanftskrift til blaísins: Ttie COLUMBIA PBESS, Ltd. P.O. Box 3172 Winnipeg, Man. IJtanáskríft ritstjórans: EUITOK LÖGBERG, P.O. Box 3172, Winnipeg, Manitoba. TAI.SIMI: GARKY 2156 Verö blaðsins : $2.00 um árlð I ársbyrjun. Mjög mörg bréf hafa bla5i voru borizt um þessi áramót, frá kaup- endum þess, er látiö hafa í ljós góövilja sinn til blaösins. Útgef- endum þess er slík víOurkennmg kærkomin; þeir hafa ekki lagt fram fé og sumir dýrmætan tíma og viö- urkenda business hæfileika, tit át- lialds þess, í gróða skyni; blaöiö er þeim erigin féþúfa, held- ur öllu fremur byröi setn þeir ganga undir vegna þess, að þeir álíta sig vinna þjóöerni voru þarft verk meö þvi, aö halda því úti. Lögberg er í mörgum til- fellum eina bandið er tengir saman i vora landa, sem dreiföir eru haf- » anna á milli, einir sér eöa í smáum hópum, vita hver til ánnars, margir hverjir meö því eina móti. Þaö hef- ir jafnan veriö stefna þeirra, sem aö Lögbergi standa, ekki að sundra kröftunum, heldur sameina þá, og stuðla aö þvi, eftir megm, að þjóð- emis meðvitund vor gtæddist og yröi sem flestum örvun til aö reyn- ast sem bezt, svo ab ‘þjóðemi þeirra yröi sómi aö en ekki, minkun. Meö þvi móti, aö þroski vors íslenzka eölis verði sem mestur, getum vér orðið beztir borgaiar í voru nýja fósturlandi. Þaö, er engin ótrygö viö þaö land, séiri Vér höfum svar- iö trúnaöar eiöa, þó vér slítum eigi þau ræktarbönd, sem tengja oss viö land feöra vorra, iiefdur mun þaö vera góöra manna álit, hverrar þjóöar sem eru, aö þeir sem sízt afrækja þjóöerrii’ sitt^ séu öðrum Hklegri til aö verða dyggir og dug- miklir þegnar. Sá sem slitur sig úr sambandi við sína landsmenn, veröur ekki meiri maður fyrir þaö eitt, en hann sviftir samfélag sinna landa því liði sem hann gæt.i lagt þvi og hnekkir þann veg ooeinllnis þeim málum, er þfeir vinná að. Aö halda í og glæða meö oss það dýr- mætasta, sem í þjóöareölr voru er til, og taka skynsamlega og dyggi- lega þátt í störfuni <g mfdefnum vors fósturlands, — |>eirri stefnu álítum vér aö hvcfjum .sönntun og góötnn Islendingi 'Ix;ri að fylgja, með þeim góöa hug til framtíðar- innar, sem hvér sá öðlast. er vinn- ur trúlega sitt ætlunarverk. Aö almenningur meöal folks vors hér er þessari stefnu fylgj- andi, sést meöal anriars á hinum sívaxandi kaupenda fjölda blaðs- ins. Kaupendum Ixigbcrgs fer fjölgandi og skuldum viö það minkandi. Gamla árið endaði og hið nýja byrjaði meö því, að því | bámst mörg góðvildar og þakkarj orð frá gömlum og nýjum skifta- vinum. Þaö byrjar því árið með fult eins ömggum hug og nokkru sinni áður, í trausti til velvildar og liösinnis sinna góön skiftavina. -------------- Islendingar í hernaði fyr á tímum. Nú þegar íslenzkir piltar hafa gengiö í fylkingtt og em aö því komnir aö berjast undir merkjum ríkisins, þykir vel viö eiga, aö geta um 'hluttöku íslenzkra manna í hemaöi fyr á dögum. ísland var sumpart bygt af víkingum; síöasta og harðasta omsta Haralds hár- fagra í Hafursfirði var mest í móti víkinga liöi, er bar “vigra vestræna og valska skjöldu” gegn úlfhéönum og berserkjum kon- ung ins. Þeir víkingar, sem komu lífs úr omstu flýðu víðsvcgar, st:m- ir til íslands og námu þar land, ásamt þeim sem bæði fyr og síð- ar flýöu þangað úr Noregi fyrir ofríki Haralds konungs. Þeir sem þar settust aö voru svo harðir í hom að taka, aö þeir vildu heldur þola útlegð' en yfirgang, en sumir vom vanir orustum frá unglings- aldri. Því var ekki að furða, að niöjar þeirra væm bæöi skapmiklir og herskáir, enda er skemst af aö segja, að vígaferli vom tíð innan- Iands en þeir sem út leituðu til annara landa, höföu þrent aö at- vinnu: kaupskap, skáld kap og lremaö. Frá því á lanrlnáms öld voru íslenzkir menn liandgengnir Noregs konungum og engin stór- omsta var háö svo á Norðurlönd- um, að ekki væru þar Islendingar í liði annars eöa beggja, nálega alla þá tíö, sem Noregur var sjálfstætt konungsríki. Frá kaupferðum þeirra og skáldskap til foma skal hér ekki sagt, heldur hermensku og hreystibrögöum í orustum, mest- rnegnis eftir minni þess er ritar og má því ekki búast viö, aö yfirlit þetta sé fullkomið, heldur aðeins ágrip af frásögu þeirra hreysti- bragöa er hinir fomu forfeður vorir unnu í omstum. Um þaö leyti sem ísland var fullbygt, vom víkingaferöir sem ákéfastar af öllum Noröurlöndum. Þá höföu Svíar lagt undir sig flest lönd meöfram Eystrasalti og stofnaö ríki á Rússlandi, og fóra verzlunarferöir beggja mcgin Svartahafs, til Miklagarðs og Asíu. Skixma-Bjöm var Miklagarðs fari og sýnir viöumefní hans, hver veriö hefir aðalverzlunárvara hans. Sonur hans var Miöfjarðar- Sheggi, er allra íslenzkra víkinga var frægástur fyrir það, aö hann braut haug Hrólfs Kraka Dana- konungs í Hróarskeldu og tók það- an Sköfnung, sverð konungsins og öxi Hjalta hins hugprúöa. Sverð ð var siöan haft í hólmgöngur, sem segir i Kórmaks sögu og seinast fékk seinasti maður Guörúnar Ósvifsdóttur þaö lánað, er hann leitaði útilegumanns og hefir víst legiö á botni Breiðafjarðar, síðan hann dmknaöi þar, fyrir 9 pldum. í tah landnáms manna má bezt sjá, hversu margir þeirra komu úr víking, helzt vesturvíking, er svo var kallað, er var hernaður vestan- til í Evrópu, einkum á Bretlands eyjum; alla þá yröi oflangt upp aö telja. Sömuleiöis veröur að sneiða hjá þeim, sem sögumar segja að í viking hafi farið á tíundu öld og ‘herjað um Eystrasalt og jafnvel til Fríslands; í sumum þeim sögunv er sjálfsagt eitthvaö liæft, en þær em flestar hver annari líkar, og er þeim slept. Ein hin fyrsta orusta utanlands, I sem Islendinga er getið i, er sú á Vinheiði, þarsem symr Skalla- gríms böröust í liði Aöalsteins konungs, og er það öllum kunnugt, að Þórólfur féll en EgiII hamaðist og þáöi fé inikið af konungi í bróðurbætur, og var sroan lengi 5 svaðilfömm í ýmsum löndum. Um aðra ísendinga er ekki getið að verið hafi í liði Englands konunga, hvorki fyr né síðar, fyr en nú. Omstan á Vinheiði mun hafa stað- ið laust fyrir miðja 10. öíd. Um Jætta leyti var það aðal at- vimiuvegur ungra manna í Dan- mörku að leita sér fjár og frama' i vikingu. Þeir gerðu sér kastala á norðurströnd Þýzkalands, Jiarsem þá var slafneskt ríki, viö ósana á! Oder el’fu, og köluöu Jómsborg.! Þá borg vann sænskur konungs- son, kallaöur Styrbjöm Sviakappi, og skyldaöi vikinga til herferðar meö sér. Þá var þar bóndason úr Rreiöuvík á Snæfellsnesi, Bjöm aö nafni, er tekinn hafði verið í lög Jónsvíkinga. flann fylgdi Styr- bimi sem aðrir í herför hans, er hann Iagði unrlir sig Danmörk og haföi þaöan lið mikið til að vinna undir sig Sviþjóð af fööurbróður sínum. Eiríki binum sigursæla. Þeir böröust á Fýrisvöllum. Or- ustu þeirri lauk svo, aö Styrbjöm' féll og mikill hluti liðs hans. Bjöm komst á skóg og siðan á) skip og lieim til Islands, að sögn, en fór síðan utan á ný, kom aldrei aftur, og myndaöist sú sögn um hann, aö hann liafi orðið ‘höföingi í Hvítra- mannalandi, er sumir ætla Ameríku veriö liafa. Eyrbyggja segir Ijós- ast frá afdrifum Bjöms Breiðvik- inga kappa, en aö vísu er hún færö í letur nálægt hálfri þriöju öld eftir hvarf lians. Svo er sagt, aö Eirikur konung- ur kallaði, þegar omstan var unnin, bað skáld nokkurt yrkja um bar- dagann. Þá steig maöur upp á stein á vígvellinum og kvaö tvær visur, sem enn era til. Sagan nefnir hann Þorvald Hjaltason, svo sem nafnið væri alkunnugt. Ef sá maður var islenzkur, þá mun hann verið hafa úr Hjaltadal í Skagafirði. Þessi fræga orusta stóö seint á tíundu öld. í Noregi var agasamt eftir aö synir Haraldar hárfagra komust upp og ekki sizt eftir aö Eiríkur blóðöx tók konungdóm. I liöi hans og sona hans er getið um einn íslending, Glúm Geirason; hann var frá Mývatni, en staðfestist í Geiradal vestra, skáld mikiö og hreystimaður. Hann orkti erfi- drápu um Eirik blóðöx, ér'þá var mjög á loft haldið, ein hin fyrstu erfiljóð, sem orkt voru af Islend- ingum. , Gunnhildar synir sóttu til rikis í Noregi og böröust oK við íöður- bróöur sinn, Hákpn Aðalsteins fóstra; hin síöasta orusta þeirra stóö á Storö á Fitjum. Á aö a hönd konungi í J>eirri orustu gekk Þórólfur hinn sterki Skólmsson, ‘‘hann haföi hjálm ok skjöld, kesju ok sverð þat er kállat var Fet- breiðr”. Hákon konungur var auðkendur, meiri vexti en aðrir menn og skein á 'hjálm hans gall- roðinn, þartil maður tók hött og steypti yfir hann. Tveir bræöur Gunnhildar böröust þar allra ákafast, hinir mestu kappar, hétu Eyvindur skreyja og Álfur ask- maöur; annar þeirra kallaði hátt: “Leynist Norömanna konungur nú, eöa er hann flúinn, eöa hvar er nú gullhjálmurinn?” Hákon mælti hátt: - “Haltu svo fram stefnunni ok muntn finna Norðmanna kon- ung”. í því bili komu þeir aö kon- ungi og reiddi Eyvindur vopn sitt aö honum; Þórólfur skaut við hon- um skildinum svo aö hann rasaöi, en konungur reiddi sveröið kverka- bít báðum höndum og “'hjó til Eyvindar ofan í hjálminn, klauf hjálminn ok höfuðit, alt í herðar niður. Þá drap Þórólfur Álf ask- mann”. Omstu louk svo að Hákon konungur hafði sigur en var skot- I inn meö ör í upphandlegginn, er hann rak flóttann og dó af blóðrás. Þórólfur varö bóndi á Myrká í Eyjafirði; var drápa orkt um hann ! og er ein vísa úr henni enn til, er I sannar þaö aö Myrkárbónd'nn gekk á aöra hlið konungi á Fitjum. Annar Norölendingur baröist á Fitjum, er Þórir hét, með Hákoni konungi. Hann mun hafa veriö illa hlífaður, eriga haft brynjuna og líklega engan skjöld. Nokkuö er, að hann tók nýstártegt ráð t|l að hlífa sér, skar gat á uxahúö og steypti yfir sig, “ok hafði þá hlíf”. Hann komst lifs af úr omstu, fékk viðumefni af Jjessu og var kallaður “leöurháls”. Hann mun hafa verið afburöa maöur að hreysti, því aö ekki komust aörir í fylgd Hákonar konungs. Þórir leðurháls var sonarsonur Gnúpa- Báröar, sem dalurinn er viö kend- ur en synir hans vora f>eir Vé- mundur kögur og bræður hans og eiga vist margir Þingeyingar ætt sina að telja til Jieirra. Næsta stóromsta, er i Noregi var háð, stóö í Hjörungavogi, er Jómsvíkirigar böröust við Hákon jart. Fjórir íslendingar em nefnd- ir er þar böröust með jarlinum. Einn var Þóröur örvhönd, úr Dýrafiröi vestan, hann var stjúp- faöir Úlfs stallara og tengdafaöir Sturlu Þórekssonar, sem Sturl- ungar eru frá komnlr. Annar var Þorleifur skúma; hann fór til skógar, fékk sér eikartinyöju og sveiö á báli, gekk svo til skipæ Eiríkur jarl spurðí hann: “Hvat skal klumban, Þorleifur?” Þá svaraði hann: Hef ek í hendi trl höfuðs gerva beinbrot Búa böl Sigvalda vá vikinga vöm Hákonar. Sú skal veröa ef vér lifum elkikylfá óþörf Dönum. — »»» Hinn þriöji var skjakimeyjar-Ein- ar, bróöir Ósvífs hins spaka; faðir þeirra var sonarson Bjamar aust- ræna; hertók konu sína á Skot- landi, en hún var dótturdóttir Göngu-Hrólfs; er því ekki kyn þó manntak væri í ættinni, skáld og Irardagamenn ; Guörún dóttir Ósvífs var langatnma Ara fróöa. Einar var skáld Hákonar jarls, þóttist hafa lítið yfiríæti hjá þvi sem veriö haföi og lézt mundu lilaupa í lið víkinga; þá kallaöi jarlinn ái hann og gaf honum gjöf, for- kunnar góöa, en þaö vom metaskálar af brendu silfri, gyltar allar og tvö met meö, annað af silfri, hitt af gulli. Þess þarf varla aö geta aö Einar settist aft- ur og var upp frá því kallaöur skálaglam. Þau uröu afdrif hans, aö hann draknaöi á “Eimarsskeri í Selasundi” á Breiöafiröi, rak skjöld hans í Skjaldarey en feld á Feldar- hólm. Vigfús Víga-Glúmsson var einn í Jæssari omstu. “Vigfús var allsterkur maöur”, segir sagan. Hann veitti bana Asláki hólm- skalla, hinni mestu kempu, er allir hmkku undan, meö því móti, aö hann tók steöja og kastaöi í höfuð honum, svo aö á kafi stóö. Svo er sagt, aö Þor- leifur skúma baröi Vagn Ákason meö kylfu sinni, en Vagn stakk viö honum sveröinu, er hann hrökk undán. Eftir omstuna gekk Eiríkur jarl hjá honum og leit á hann. “Þat sé ek, at þú ert at bana kominn”, mælti jarlinn. Litlu síöar datt Þorleifur dauöur niður. ('Framh.). Stríðinu spáð “Dagurinn”. fÞessi ritgerð Blatchfords birt- ist 25. ágúst s. 1.). Dagurinn er upp runninn. Þýzkaland fer hamföriun og geng- ur berserksgang og fimm þj.öir em í deiglunni. Loks hafa Bretar orðið að kannast viö, aö hættan sem oss stóð af Þjóðverjum var enginn heilaspuni og aö “stríösótt- inn”, sem J>eir hlógu aö, var meira en ímyndun, því að nú stöndum vér augliti til auglitis við blákalt stál og bráðið blý. En skilur allur fjöldinn ennþi, hve hættan er mikil og 'hve mikið vér þurfum að leggja á oss, ef vér viljum ekki bera skarðan hlut frá boröi? Fyrir fáum dögum var eg í Easthome og Brighton. Þar varð varla þverfótað fyrir sumargestum og ferðafólki, masandi og hlæjandi, eins og ekkert væri um aö vera. Þúsundir ungra manna og kvenna leiddust þar um stræti og götur og skógarstíga og bööuöu sig í sól- skininu á ströndinni. Börnin léku sér í sandinum og bygöu sér þar kastala. Hljóöfæraflokkurinn lék, svo undir tók í skóginum og haf og himinn mnnu Saman i blíölegri blámóöu. Þetta var þó hálfum mánuöi eftir aö Bretar höföu sagt Þjóöverjum stríö á hendur. Mundi nokkur hafa trúað því, að þessi þjóö ætti í styrjöld stærri og mannfrekari en áður fara sagnir af í sögu mannkynsins? Mundi nokkur hafa trúaö því, að í fárra milna fjarlægð ættu her- fylkingar fjörgra þjóöa í blóðugri bardaga en áður eru dæmi til ? Eg starði út á hafið; ekki eitt einasta herskip. En á bak við mig gekk óslitin röö af prúðbúnu fólki; þar stóöu hótel og glóandt biireiöar, en ekkí sást eirin einásti herrruiöur, engin víggirðing, engin byssa. Oft er talað um rólyndi Breta og þeim taliö þaö til gildis. En hefir nokkur tekiö eftir því að þá skortir ímyndunaraf 1 ? Er þjóð vor hugrakkari en aðrar þjóöir, eöa er- um vér fáfróö, heimsk og seinlát? Vér eigum í ófriöi. Vér eigum í styrjöld sem hlýtur að kosta oss tugi og hundrað Jmsunda. Og þó ganga hér menn þúsumlum saman og, gera gælur viö brosmild fljóð til að eyöa tímanum eins og ekkert væri í húfi. Allir Jressir léttlyndu skeytingar- lausu menn ættu aö bera byssu um öxl. Allar þessar dúnmjúku daö- urdrósir ættu aö vera að búa þjóö sína undir erfiðari tíma en hún hefir áöur reynt. Nú er ekki tími til glaums og glaöværöa. Nú stendur vargöld yfir! Skilur hin brezka þjóð þetta? Veit hún ennþá hVers vegna vér eigum í þessum ófriði pg hverju hann kann aö valda? Hve margir em þeir meöal þjóöar vorrar, sem hafa nokkum gmn um hvaö þessi ófriður kann að leggja Jreim á heröar og 'hvem- ig þeir eigi aö bera byröina? Sumir J>eirra vita um tildrög þessarar skeggaldar og aö kostnaö- urinn veröur gifurlegur. Ef tit vill halda margir, aö vér höfum oröið að leggja út í ófriðinn til þess aö standa við samninga vora viö Frakka, eöa til }>ess aö verja réttindi Belgiu. En flestir halda aö vér séum aö berjast fyrir Serbíu og hjálpa henni og óska henni noröur og niður. Það veröur aldrei of skýrt tekiö fram og brýnt fyrir almenningi, aö vér eram hvorki að berjast um né fyrir Serbíu og vér emm hvorki beinlinis né eingöngu aö berjast fyrir réttindum Belgíu né fil þess að Frakkland veröi ekki skert Nei. Þetta er brezkt stríð engu síöur en franskt. Vér erum að berjast fyrir vort eigiö land og nýlendur vorar, vér emm aö berj- ast fyrir voru eigin frelsi og viö- skiftum vomm, vér erum aö berjast fyrir lífi voru og velferö. Vér eigum ekki í ófriöi af því aö oss langi til þess, vér stöndum í stríði af þvi vér verðum að gera þaö. Eg segi að vér verðum a® berj- ast. Og þaö em ekki aö eins hin- ir svo kölluðu hennenn sem veröa að gera þaö; vér veröum öll aö berjast. Vér veröum að berjast eöa drepast, og meira en þaö: vér veröum aö vinna sigur eöa drepast. Þaö var ekki morð hins austur- riska stórhertoga sem kom striöinu af staö, heldur valdafíkni Þjóö- verja; þeir ætluöu sér aö verða æöstu drotnarar heimsins og neyða hann til aö hlíta sér. Þjóðverjar vildu færa út kvíamar og 'hafa I veriö aö búa sig undir þaö í meir en tuttugu ár. Þetta stríö dundi ekki yfir vegna Jress aö æstur glópur kastaði tund- urkúlu. Sæöinu var sáö< í ritgerð- um Clausewitz. Síðan Prússar tóku aö hallast aö kenningum hans, hefir þaö verið í aösígi. Ófriöur- inn viö Dani 1864, Austurríki 1866 og Frakka 1870 voru spor í áttina, vora undirbúningur undir þessa hræðilegu styrjöld. Auikn- ing flotans, víggiröingarnar á Helgolandi, Kilarskuröurinn, aukn- ing landhersins, fimtíu miljóna her- kostnaðurinn — alt vom þetta fyrirboðar stríðsins. Vér gátum ekki setið hjá, því ef vér hefðum verið svo ragir, að Jjora ekki að hjálpa Belgjum og Frökkum, þá hefðum vér síðar meir orðiö aö berjast einir vors liös við Þjóðverja. Vér emm, eins og Frakkar, aö berjast vegna þess vér verðum að gera það. Og vér verðum að gera ])aö vegna þess að Þjóðverjar ætla að ræna oss verzlun vorri og ný- lendum og setjast ao xrásunum. Þeir ætla að lama oss og leggja oss að fótskör keisarans. Skoðanir og kenningar Prússa eru á J>essa leið : Hver vopnfær maður skal læra að beita vopnum, floti og landher skal jafnan til reiðu. Vér ráðumst á hverja þjáð sem er veik og óviðbúin. Afl er réttur. Þeim ber valdið sem sterk- astur er. Bretland og Frakkland hafa lifað sitt fegursta og Þýzka- land á að risa upp á rústum þeirra, gefa þeim löðmng og troða þau undir fótum. Þetta er skoðun Þjóðverja; að þessu hafa J>eir reynt að keppa. Og nú verða Bretar og banda- menn þeirra að berja á Þjóðverj- um svo um muni, annars eigum vér enga framtíðar von. , Eg hefi áður bent á hvers vegna vér verðum jafnt að berjast á landi sem sæ. Sannleikurinn er sá, að vér höfum gengið í lið með Belgjum og Frökkum vegna þess, að ef þeir falla, þá fölhim vér líka. Vér bérjumst til þess aði verja oss. Þjóðverjar réðust í raun og veru á Bretland, þegar þeir settust um Liege. • Sumir halda því fram, að vér hefðum ekki þurft að hjálpa Belgj. ,um og Frökkum, þvi að vér séum óhultir undir hlífiskildi flota vors. Þetta er ekki rétt. En, jafnvel þó það væri satt, er það þá nóg að hugsa aðeins um sjálfan sig? Eigiun ver að horfa köldu blóði úr eyjavígi vorii'.á Þjóðverja, sitja auðum höndum og sjá þá særa brenna og bræla vini vora upp í landsteinum vorum? Eigum vér að sitja hjá með fulla vasa fjár og hafast ekki að, þótt fjallháar blóööldur sak- lausra manna belji yfir Belgiu? Vér eigum ekki skilið það sæti sem vér höfum hlotið á bekk þjóðanna, ef vér létum þá svívirðing afskifta- lausa. , , öllum ætti að vera augljóst hver átti upptökin aö' J>essu striöi og hver er sekur. En auk þess er annars aö minnast. Hver sem or- sökin kann aö hafa venö, og hver sem sekuir er, þá er þaö vlst, a» vér eigum í ófriöi viö Þjóöverja. Meö því aö sá ‘óheilladagur er upp mnninn, þá veröum vér aö berjast þangað til vér vinnum sig- ur og ef vér eigum að bera sigur úr býtum, þá veröum vér aö beita öllum þeim mætti sem vér eigum til. Nú er um seinan aö fjargviörast um 'hvað vér heföum átt aö gera eöa láta ógert. Ver veröum aö sjá og skilja og gera oss grein fyrir því sem er aö gerast og búa oss undir þaö sem aö höndum kann aö bera. Vér göngum ekki aö því gmfl- andi, aö striö kostar oss stórfé og mörg mannslif. En vér veröum aö berjast eða veröa máöir út af tölu þjóðanna. Þaö er vonandi, aö J>eir sem viö stýriö sitja þori aö segja þjóöinni þetta. Þaö er 9kylda stjórnarinnar aö kalla hvem vopnfæran mann til vopna. Það er skylda allrar þjóö- arinnar, bæöi kvenna og karla, aö fórna meö gleði öllu því bezta sem þau eiga til. Þetta er ekki striö milli kon- unga og valdhafa. Þaö er stríð frjálsra þjóða gegn hervalds þrælk- un. Norðurálfan á enga varan- lega friðarvon fyr en Þýzkaland er bugað. Skilja Bretar þetta? Skilur öll þjóðin það ? Bretar cm seinir á sér og erfitt að sannfæra þá; en ]>eir munu vel gefast þegar í krappan kemur og neyðin kallar —' ef J>eir aðeins skilja. Nú er ekki um neinar stéttir eða flokka aö ræða; vér ernrn allir Bretar sem stefnum aö sanui marlci og emm staddir í sömu hættu. hað er skylda vor að treysta' og hjálpa stjórninni og það er skylda stjómarinnar að treysta oss. Innan mánaðar tíma ætti enginn heilbrigður karlmaöur á milli sex- tán og sertíu ára aldurs að finn- ast í þessu landi, án þess að vera THE DOMINION BANK Hr ■OMVMS B. (MLU. M. P„ Fm W. D. MATTBMWS ,Tlw Wwm. C. A. BOGKKT. Generai Maiumer. KF ptJ ATT HKIMA í l'jarlæg'S frá öllum útibúum Domlnion bankans, gerSu þá viðskifti þfn bréflega. það sparar þér margan éþarfa snún- ing og auk þess hefirSu hag af aS geta skift viS sparisjúSs- deildina. þér getlS lagt inn' peninga og tekiS þá út — I stuttu m&li gert öll vlSskifti viS bankann bréflega. Bankastjórinn mun gefa ySur allar upplýsingar um þetta hagkvæma fyrirkomulag. Notre Dame Branch• W. M. HAMiI.TON. Manager. BIIKIBK BBANCH: J. OBI8DALE, Htuiw. vopnum húinn og kunna dálítið aö fara meö þau. Þetta er ófriöartími og á ófriö- artímum á ekki viö aö tala margt, lieldur vinna. Tökum undir með ‘hinum fomu Frökkum: “Til vopna, bræöur, til vopna”. Skýring og leiðrétting. 1 síðasta blaöi vom er svo frá sagt, aö hiö nýja blað “Þjóðin” hafi brugöiö ráöherra S. Eggerz um “naglaskap”, en J>egar betur er að gætt, er þaö ekki ráöherrann, heldur flokkur hans, sem þannig er auðkendur, sá sem fyrirvara svo- nefndan haföi 'hnýtt viö stjómar- skrár framvarpið á alþin?i. Blaöiö leggur gott til Eggerz fyrir hans framkomu. Misgáningur þessi stafaöi af því að fljótt var litiö á deilugrein, þarsem þetta orö kom fyrir. Svo sem til aö bæta ur }>essum misgáningi, svo og veg.ia þeirra lesenda vorra, sem hafa áhuga, ekki siður en þekkingu, á deilum blaða og flokka á Islanii um þetta stjómarskrármál, skulu hér birt nokkur orö hins nýja blaðs, er helzt viröast sýna afstööu þess í þessu máli: “Fregnin um synjun stjórnar- skrárfrumvarpsins kom engum J>eim á óvart, sem skildi rétt af- greiðslu þingsins á þessu mili í sumar. Marklausi fyrirvarun var ekki lagður þegjandi fram eins og tnargir fylgismenn fyrirsláttarins munu þó hafa ætlast til. Ráðherr- ann bar hann þannig fram, aö kon- ungur hlaut að gera yfirlýsingi um ósamkvæmi fyrirsláttanns vio frumvarpið sjálft og auiSvitað jafnframt um óbreytt gildi sins eigin boðskapar. En við þetta bætist að fullar skjalsannanir em nú þegar fengn- ar fvrir þv'i. aö konungur áleit sig geta stjómskipulega staðfest frum- varpið heföi fyrirvarinn veriö bor- inn; öömvísi fram. Meö öömm orðum, konungur og þarmeð rik- isrá&ið danska hafa staðfest þann dóm óhlutdrægra manna og heil- brigðrar skynsemi á Islandi, aö fyrirvarinn var stjórnskipulcg markleysa. Alt annaö mál er ]>að, aö undir- skrift ráðherra var auðvitaö nauö- synleg ásamt rnerð undirskrift kon- ungsins, og þar gat hæöi ráöherra og flokkur hans, að svo miklu leyti sem hann réöi yfir gerðtum ráö- herra ráöiö niðurlögum stjómar- skrárinnar. En hitt er og jafnvíst, aö heföi ráöherra skrifaö undir, þá heföi stjómarskráin veriö stað- fest fyrirvaralaust aö, lögum, með allri þeirri hœttu fyrir landsréttind- in og þjóðarfrelsi vort, sem fyrir- sláttarmennirnir lýstu sjálfir yfir, aö stafaði af stjómarskrármi meö boðskapnum óbreyttum. Hjá því mun ekki fara aö lands- menn fara nú aö átta sig á því, hvemig valdaflokkurinn á þingi hefir komið fram í J>essu máli. Alþingi var engin vorkun á því, aö skilja J>etta mál eins og þaö lá fyr- ir. Sarntök um þaö, aö ná tökum og umráðum á stjóm landsins knúöi þingmennina til að halda fram bersýnilegri fjarstæðu þvert ofan í öll rök og réttar lögskýring- ar. Þeir máttu og vita víst, að fjarstæðúnni um gildi fyrirvarans gat ekki oröiö ltaldiÖ fram gegn lögfræðingum ríkisráðsins, né gagnvart siöuðu og óhlutdrægu al- menningsáliti erlendis. Þaö er ^dt annaö, aö standa hér heima á- byrgöarlaus og fákunnandi meö hæstaréttarsvip og sjálfgefið full- dæmi um alla hluti milli himins og jarðar og hrópa: klipt er þaö, eöa skorið er þaö, í deildarsölum al- þingis sem eru svo • auöviröi’ega illa skipaöir, — heldur en aö vinna málstað Islands fýlgi meö viti og virðingu við sannleikann, hjá Dön- um og öörum þjóðum, sem taka eftir löggjafarmálum íslendinga. Úr því sem ráöa var gat ekkert betra komiö fyrir, en þaf? sem oröiö er. Konungur vor á miklar þakkir skiliö fyrir þaö af þjóöinni, aö liann valdi þann veg, jafnt nú og viö fyrri samþykt frumvarps- ins frá þingsins hálfu, aö koma hreint og beint fram og hafa ekk- ert á huldu í þessu mikilvæga máli. Konungurinn hefir meö því, nú i annað sinn, stigiö þaö spor í átt- ina til samvinnu við þjóðjna & Js- landi, aö mikil von virðist geta veriö til heillavænlegra úrslita. ]>egar þeir, sem nú standa á rnilli konungsvaldsins og þjóðarviljans, era ýmist dottnir úr sögunni, eöa hafa fariö heim og lært betur.” Bólan. Snemma í vetur kom Indiáni nokkur austan úr landi til sinna kynsmanna í St. Peters byiröinni viö Ratiöá fyrir neöan Selkirk hæ. Sá sami Indiáni bar meö sér hólti- sóttar kveikju og tóku Infliánamir i hinni nefndu bygö að sýkjast hver af öömm. Áður en nokkum varöi, liaföi sýkin borizt víðh noröur* meö vatni, svo aö hennar hefir oröiö vart alt noröur til ls- lendinga fljóts og vestur og norð- ur til Marais austan vatns. T/>ks var vöröur settur kringum bygð Indiána og þeim skipaö að halda sig heima, þarsem sóttin var upp komin, og hafa ekkert samneytl víö aöra. En því hlýöa þeir eldd, nema vandlega sé að J>eim gxtt. Bóluveikur sjúklingur hefir fund- ist í Lockport, skamt fyrir noröan borgina, og em menn famir að kviöa því, aö sóttin berist víða, enda hefir þaö komiö1 fram, að vörðurinn hefir veriö ótryggur og Indiánar sloppiö af sýktum heim- ilum og jafnvel komizt í búöir. Sagt er nú, aö ramari skorður séu viö því reistar. Ekki höfum vér frétt, hvort nokkrar ráöstafanir hafi veriö gerðar af heilbrigðis ráöi fylkisins, aö bólusetja fólk í næstu bygðum, en aö vísu viröist vera tilefni til þess, aö hiö opinbera geri gangskör aö því aö hefta út- breiðSlu sýkinnar meö því móti. í ! hafnarborgum Evrópu. ef bóhv- Fðstbræöur.—Hér leitSast fjórir kát’ir hermenn, elnn franskur, lengst tll vinstri; næst honum hermaSur úr fótgönguliSi Breta; þá riddari úr her Belgtumanna; og loks. lengst til hægri, riddari úr liSi Breta,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.