Lögberg - 25.02.1915, Blaðsíða 8

Lögberg - 25.02.1915, Blaðsíða 8
8 LÖGBEBG, FIMTLTDAGINN 25. FEBRGAR 1915. Vegna þess hve sterkt það er bragðgott, clrjúgt og ágœtt í alla staði SKAL KAUPA BLUE MBBON Það er brúkað á mörg þúsund Keimilum vegna þess að það er bezta te sem hægt er að fá. KAUPIÐ ÞAÐ! Sendiö þessa auglýsing ásamt 25c og þá fáiöþér „BLUE RIBBON COOK BOOK“ Skrifiö nafn og heimili yðar greinilega. Or bænum Vinnukona óskast á gott hdmili útá landi. Semja má viö Mrs. J. Sveinsson, 235 Oakwood Ave. Fón Ft R. 2304. Guðsþjónustur, sunnud. 28. Febrr. 1915: (1) í Wynyard kl. 11, (2) í Kandahar kl. 2 e.h. Allir velkomn- ir. H. S. Séra Jóhann Bjamason fór heim- leiðis á fimtudagskveld og þaðan jafnharðan til Mikleyjar til messu- gerðar á sunnudaginn. Skíöaklúbb hafa NorSmenn stofn- að hér og nokkrir aðrir, sem skíða- ferðum unna. Formaður þess félags hefir beðið oss geta þess, að íslend- ingar væru velkomnir í þann félags- skap. Félagið hefir skiðabakka góö- an og allmarga meðlimi. Hr. Páll Bjamarson lagði upp héð- an á miðvikudaginn var, v'estur til Prince Rupert, en þaðan ætlar hann suður með strönd til Crescent P. O. Hann bjóst við að verða burtu t þrjár eða fjórar vikur. Hr. J. H. Lindal frá Hólar, Sask., kom til borgar í fyrri viku, snögga ferð. Arið varð fast að því meðalár í hans bygð, af ágætri nýtingu og háum prísum. Unt tuttugu íslenzk heimili eru umhverfis Hóla pósthús og vegnar yfirleitt vel. Föstudaginn 19. Febr. voru þau Walter G. Downie og Margrét And- erson gefin saman í hjónaband af Rev. Farquhare, og ætla þau að setj- ast að fyrst um sinn hjá foreldrum brúðarinnar að 545 Toronto St. Eg hefi nú nægar byrgðtr af “granite” legsteinunum “góðu”, stöðugt við hendina handa öllum sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gjöra eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einl. A S. Bardal. Hefra Kristján Benediktsson verzl- unarstjóri í Baldur var á ferð um helgina og sagði gott að frétta úr sínu bygðarlagi. Gott hús til sölu að 689 Agxves St. fyrir $3800 ef sdt er fyrir 15. Marz. Upplýsingar á staðnum. Jarðarför Kristjáns Holm, sem ný- lega dó á almennaSpítalanum hér, fer fram frá heimilinu, 1030 Gar- field St., á fimtudaginn 25. þ.m., kl. 2 e. h. Þann 23. Des. síðastl. andaðist á heimili sínu í Blaine, Wash. konan Margrét fVigíúsdóttirJ Sveinsson. Hafði hún verið lasin um síðastliðin fjögur ár og stundum mjög þjáð; en dauða hennar bar nögglega að og að því er virtist kvalalaust. Margrét heitin var fædd í Kirkju- bæ í Vestmannaeyjum 6. Febr. 1851; var hún því nærri 64 ára, er hún lézt. Ung fluttist hún að Bryggjum í Aust- ur-Landeyjum og ólst þar upp hjá frændfólki sínu, en þaðan fluttist hún aftur til Vestmanneyja þegar hún var nærri 20 ára að aldri. Dvaldi hún þá i eyjunum um 7 ára bil, en að þeim liðnum fór hún til Austfjarða og dvaldi í Loömundarfirði og Seyðis- firði. Þar giftist hún eftirlifandi manni sínum, Bjama Sveinssyni, ætt- uðum úr Vestur Skaftafells-sýslu, í Desember 1884. Hún fluttist til Ameriku 1886. Dvöldu þau hjón fyrst í Seattle um allmörg ár, en síðar i Blaine, Wash., um 14 ára skeið. Margrét heitin var dugnaðar og þrek kona: starfskraftar hennar voru nærri óbilandi. Stoð og styrkur manns síns var hún og stóð við hlið hans í erfiðleikunum mörgu, sem lífinu eru samfara, og þá ekki sízt frumbyggja lifinu i framandi landi. Tvær dætur eignuðust þau hjón; báðar eru þær giftar nú, önn- ur Mr. Guðmundi Ólsen í Blaine, hin amerískum manni, Mr. Ben. South. Fjöldi vina og kunningja sakna Mrs. Sveinsson. Margmenni var við- statt jarðarför hennar, sem fram fór frá kirkjunni i Blaine á jóladaginn. OlsonBros. geia almenningi til kynna að beir Kafa keypt Fóðurvöru - verzlun A. M. Harvie 651 Sargent ave. Garry 4929 Munið ataðinn pegar brjóstsykur er góður, er hann fjarska, undur góður, en ef hann er slæmur, er hann ðttalega, skelfíng slæmur. pess vegna höfum vér aö eins hreinan brjóstsykur. Vér höfum Lowney, Neilson og Nylo súkkulaði i öskjum og kössum. Avalt nftt. FRANKWHALEY Jjrfecription 'Smggtst PHone She'br. tSS og 1130 Horni Sargent og Agnes St. Lœrið Dans. 6 lexiur gera yfinr fullkomna og kost- ar $5.00 — PRÍVAT tilsögn einslega. — Komið, símið, skrifið Prof. og Mrs. E. A. VVIRTH, 308 Kens- ington Blook. Tai- síini M. 4582. LAXD mitt jl60 ckrurj við Yar- bo, Sask., vil eg nú selja með vorinu og myndi taka fyrir það eign hér í bæ eða annarsstaðar. VYrð til 1. Apríl $2500. 35 ekrur undirbúnar til sáningar, mikið heyland og alt með girðingum. — S. Sigurjótisson, 689 Agnes St„ Winnipeg. Dáinn er hér þann 18. þ.m. á al- menna spítalanum, Kristján Þórðar- son Holm, ættaður af ísafirði, 37 ára ganiall. Kom hingað til lands árið 1912 og starfaði að smíðum í borg- inni upp frá þv. Hann lætur eftir sig konu og fjögur börn á unga aldri. Heimili hans var að 1030 Garfield Sr. Eftirlifandi ástvinum hans verður það til hjálpar, að hann I hafði 2,000 dala‘ lífsábyrgð í New York Life, cftir því sem umboðsmað- ur þess félags hr. C. Ólafsson skýrir oss frá. Kristján heitinn var mynd- armaður, stiltur og ráðsvinnur og vel skynsainur að frásögn kunnugs manns. Hann lá að eins fáa daga í heiftugri lungnabólgu. Séra Sigurður Ólafsson lagði af stað heimleiðis á sunnudaginn varð séra K. K. Ólafssyni samferða suður til Dakota, að skoða þá bygð, er hann hefir aldrei séð fyr. Séra Sig- urður verður búsettur í Blaine, Wash., og þar er sá eini staður, þar sem kirkja er upp komin í prestakalli hans. Hann messar á Point Roberts þriðja hvern sunnudag, en erviður kiricjuvegur er það, tekur hann daga fram og aftur. Hann flytur messu öðru hvoru á Crescent, en þar cr heimili þeirra Sig. Christopher- sons og Sveins Brynjólfssonar og um tíu önnur íslenzk heimili í nágrenni við þá. Norður til Vancouver hefir hann farið af og til í messuferðir, til safnaðar, sem þar hefir verið stofn- aður. — Séra Sigurður er einkar viðfeldinn í tali, fastlyndur alvöru- maður, að því er virðist, þó væl geti tekið gamni, gervilegur ásýndum og víða heima. TVO KENNARA vantar við Norður-Stjörnu skóla, Nr. 1226, fyr- ir næsta kenslutímabil, sex mánuði, fni 1. Maí til 1. Des.. Fri yfir Ágúst- mánuð. Annar kennarinn þarf að hafa 1. eða 2. “professional certi- ficate”. Tilboðum sem tiltaki kaup og æfingu við kenslu, verður veitt mottaka af undirrituðum til 1. Apríl næstkomandi. Stony Hill, Man, 15. Febr. 1915. G. Johnson, Sec.-Treas. Biskupinn um landsmál. Riskupinn á íslandi, herra Þórhall- ur, segir svo um stjórnmálin á því landi, í tímariti sínu, N. Kbl.; Þeir sem múna lyftinguna tniklu við stjórnarskrána 1874, geta tekið til samanburðar kæruleysið algerða fyrir afdrifum st j órn a rskrá rinn ar endurbættu 40 árum síðar. Nú hún komin i kaggann, eins og ey- firzku hákarlamennimir sögðu um afsláttarhrossin sín. Beita, beita, langt of mikið kosn íngabeita þetta brask okkar alt sambandsmálinu.” Um vínbannslögin fer hann svo- feldum orðum: Vísast koma bannlögin of fljótt, og vísast heiði verið rétt, að láta yj eða % þurfa við þjóðaratkvæðið, allra hclzt þar sem öll sóknin var öðru megin. En víst cr um það, að væri nú borið undir alþjóðaratkvæði af- nám laganna vildi stórmikill hluti fá aö haldn }>eim og reyna þau til þrautar. Sannleikurinn er sá, að persónu- lega er öltum fjöldanum sama um lögin. T>ar sem eg var kunnugastur, voru bændur Iengi á móti bannlögun- um, en það var eingöngu vegna tolls- ins, sem aðrir en þeir sjálfir borguðu. Sá skilningur þróast um allan sið- aðan heim, hvaða blessun það sé, auðnist að fá “þurt land”. Það borgar sig að sækja samsöng- inn i Skjaklborg næsta þriðjudags- kvöld. Tveir íslendingar hafa gengið í herlið landsins, sem vér höfum ekki getið utn fyrri ; Walter Frederickson heitir annar, fyrrum prentari í Bald- ur, son Sæmundar Friðrikssonar, fyrrum tónda í Argyle-bvgð, og Val- gerðar konu hans; og Karl bróðir hans. Þessir bræður gengu í herinn í haust annar í Saskatchewan, hinn vestur á Kyrrahafsströnd. Frétt um þetta kom á þær slóðir þar sem hræð- ur þessir voru uppaldir á, að þeir Samsöngur Skjaldborg- ar söngflokksins sem haldinn var 15. Febrúar síðastl., verður endurtekinn í Skjaldborg Burnell stræti þriðjudagskvöldið þ. 2. Marz 1915. Aðgangur 25 cent.; ófermdir unglingar 15 cent. — Þessi samkoma verður undir umsjón djáknanefndar Skajldborgar safnað- ar til að hjálpa fátækum, og ættu scin allra flestir að sækja þennan sam- söng, t>æði af því, að hann er vel þess virði, og i öðru lagi til þess að leggja fáein cent í fátækra kistuna. Samkoman byrjar kl. 8 síðdegis. væru i herinn gengnir, og brréf hefir á árinu sem leið $4,101,302 komið frá manni er sá annan bræðr- n>eira en irið áður. Félagið / Strætisvagnafélagið hafði í tekjur ö^u Dr. Jón Stefánsson flytur erindi á næsta Menningarfélagsfundi mið- vikudagskveldið 3. Marz um læknis- fræðileg efni. Einmuna veðrátta er nú á degi hverjum, sólbráð um daga, vægt frost ttm nætur. Sjö læknar frá Maúitoba eru þeg- ar komnir til Frakklands með herliði lands vors. Sjö aðrir hafa gefið sig í herþjónustu af læknum fylkisins. Glímufélagið “Sleipnir” hélt sam- komu i Good Templar Hall á þriðju- dagskveldið var, frekar vel sótta. — Skemtiskráin var fjölbreytt: ein- söfgvar, kappræður og iþróttir margskonar, og bar íslenzka glíman af þeim öllum. Að enduðum íþrótt- a um var sýnd Fjallkonan ineð lifandi mynd (tableau) og var unun á að horfa. Samkoman endaði með dans. WILKINSON & ELLIS Matvöru log IKjötsalar Alt borgist við móttöku. Nýjar matvörur og kjöt beztu tegundar. Horni Bannatyne og- Isabel St. Beztu vörur fyrir lœgsta verí. Þetta v«rð stendur yiir til 20. Febrúar Tals. Garry 788 MATVÖRUDEILD. Beztu niðursoðnar perur, vanal. 15c. Sérstakt 2 könnur fyrir . . 25c. Worcestershire sósa, vanal. lOc, Sérst. 3 flöskur .& 25c. (eða 90c 12) Vort sérstaka te, vanaverS 40c. Sérstakt .. .. ..........35c. NiSursoðiC “pumkin’\ vanal. 16c kannan. Sérst. 3 fyrir...25c. 12 oz. dósir Red Cross bökunarduft, 20c. dós fyrir.......lOc. Corn Starch, hið bezta. Sérstakt 3 pakkar fyrir..........22c. Krinkle Corn Flakes, vanal. lOc. Sérstakt 3 fyrir........22c. pvottasódi. Séretakt 2% punds pakki fyrir .. .............5c. Ammonia duft, vanal. lOc. Sérstakt 4 pakkar fyrir........25c. Kom og baunir. Sérstakt dósin 6. . . ....................lOc. Svlnafeiti. Sérstakt 2 pund fyrir . .....................25c. Ný egg, tyiftin á.........................................25c. Tollet Paper. Sérstakt 7 pakkar fyrir....................25c. Stórar tomato dóeir; örfáar eftir. Sérstakt dósin á......lOc. Orape Fruit (stórir pakkar). Sérstakt •. á............5c. 2 pd. kornsýrópsdósir. Sérstakt 2 fyrir........... . . . . . 35c. KJTöT DEII.DIN F&heyrÖ kjörkaup. Kjúklingar og endur .. ................ 14c. KAUDAKJÖT Sauðariæri. Sérstakt pundiS á................ . . . ....20c. SauSabógar. Sérstakt pundiS á 13 <4c. Súpukjöt. Sérstakt...................................... 13c. Lamb Chope. Sérstakt pundiS á..............•• ..........SOc. NAUTAKJÖT No. I Round Shoulder Boast. Sérstakt pundiS á..................14c. Prime Rib Roast. Sérstakt, pundiS á......................18c. 3 pund af súpukjöti. Sérstakt .. ........................30c. Round steik, vel skorin, pundiS á............... ........18c. Steikarkjöt af spjaldhrj-gg, heil sneíS, pundiS á........20c. Bógasteik. Sérstak pundið á............................12J4c. SVlNAKJÖT. Nýrnastykki af svlnum................................... 16c. Pork Chops eða Steik. Sérstakt pundið.......r. . • • . . . . 18c. Manitoba kjúklingar, nýslátrað, pundiS á.............. . . I7c. Svinabjúga. Sérstakt pundið á............................llc. Vér liöfum talsvert aí nýjum fiski fr& Princo Rupert, scm kom hingað beint vestan frá liafi. Kinnig kjúkllnga pæ, nautasteikur pæ ok ny bjfiKii á hverjum deKi. — Pantið hjá oss til reynslu. Fljót af- Kreiðsla um allan bteinn. Bréf á skriftofu Lögbergs eiga: Miss Jónína S. Bergmann og Miss R. J. Davidson. í fyrsta sinni í 14 ár var borgin laus við taugaveiki i Janúarmánuði }>etta ár, er enginn sýktist hér af þeírri veiki svo menn viti. Heilsu- far gott og farsóttir fáar nema misl- ingar. — Læknaftmdur hefir staðið hér yfir undanfama daga, með fyrir- lestrum í þeirri vísindagrein. Börn ögmundar sál. Ögmundsson- ar biðja Lögberg að flytja öllum sitt innilegasta þakklæti, sem sýndu þeim hluttekning er dauðá föður þeirra bar að; sérstaklega þeirn, er heiðr- uðu tækifæri á sinn eigin kostnað. öll su velvild var þegin með þakklátum huga. Bóndi missir vitið. Rœður sér bana. Hert Bowins, miSaldra fjárbóndi frá Badger Lake, Alta., réði sér bana á laugardags morguninn á heimili Fittons bónda, skamt frá Broaks, Alta. Bowins lagði af stað fótgangandi frá Broaks áleiðis heim til sín en viitist og lá úti í tvær nætur. A iaugardags morg- uninn bar hann að býli Fittons og bað um skegghníf til að raka sig með. En í stað þess að raka sig tók hann upp skambyssu úr vasa nurunngu hans með eærveru sínunl( hleypti af skotum smm við jarðarfonn, svo og þeim, - - ~ - — ö sem létu prýða kirkjuna við það GOTT LAND TIL SÖLU, S.E. % 12-24-33 W, 160 ekrur, níu milur frá Bredenbúry, Sask. Landið er inngirt, 20 ekrur brotnar og hægt að brjóta um 80 ekrur í viðbót; hitt mest engi og nokkur skógur; jarð- vegur ágætur; gott umhverfi fyrir ‘niixed farming’”. Lág niðurborg- un, langur borgnnartíini gefinn, og v'ægar rentur. Verð tíu doll. ekran. Bjöm Sigvaldason.. . Víðir, Man. var þá örendur. Hann var giftur og átti mörg böm. Talið er vist að hann hafi orðið geggjaður við hina löngu útiveru. $ioo í pen- ingtífn fundust í vösum hans. IIENDUR FEGRAÐAR. Hefðarfólk leitor til voi andl.it sunrrDÐ —10 &r afl rerU Elite Hairdressing Parlor 207 NEW ENDERTON BI.IKJ. TAlfi. M. 4435 Horni Hargrave og Portage (uppi, takiC lyfttvél) Höfuöevöröur meöhöndlaður. Höfuöbaö úr mjúku vatni. Fætur fegraöar. Llkþom aftekin. Neglur réttar. Sigg og alis- konar fótakvillar meöhöndlaöir vfsindalega CHIROPODIOT 207 New Enderton Bldg. Tals. M. 4435 Portage og Hargrave BYSSUR •* SKOTFÆRI Vér böfnm stærstar 05 fjölbroytllegastar blrgfltr af ■kotvopnum í Canada. Rlflar vorlr era fr& bntd ▼erksmlðjtun, svo sem Wlncbester, Martln, Reming- ton, Savage, Stevens og Ross; ein og trl hleyptar, sro -* hraðskota byssur af mörgum tegnndnm. v The Hingston Smith Arms Co., Ltd. MAIN OTREET (gegnt City Hall) WINNIREG Islenzkur bókbindari G undirskiifaður leysi af hendi a 1»- konar tegundir af bókbandi. Óska eftir viðskiftum Islendinga fjær og nær. Borga hálfan flutningskostn- að. Skrifið eftir bókbands veréflista A. HELGAS0N, Baldur, Manitoba Benedikt Benjatnínsson er ráðinn til íslandsferðar, og leggur upp héð- an þann 6. Marz. Benedikt hefir dvalið hér í fyiki um tveggja ára skeið og mun ætla alfarinn, eftir því sem Mr. H. S. Bardal tjáir oss, Stúlku vantar i vist þann 4. Marz 197 Yale Ave., Crescentwood. Þrír í heimili, engin böm. Stúlkan verður að vera iagleg og kunna ensku. Herra Erasmtis Elíasson, smíða- contractor, fór nýlega héðan úr borg suður til Minneapolis. Gaddavír. Þjóðimar sem nú berast bana- spjót á nota mörg þúsund mílur af gaddavír. Gaddavír er notaður í þessari styrjöld miklu meir en nokkru sinni áður. Eru sterkir stólpar, margra feta Iangir, reknír ramlega niður í jörðina og. milli þeirra eru gaddavírsstrejngir festir bæði lágrétt og á ská. Era þannig reistar upp margar raðir með litlu millibili. En undir girðing- unum eru tundurkúlur grafnar niður í jörðina og riddarasveit er haldið á verði í grend við þær. Hvorki riddara né fótgöngulið j getur komist yfir þessar girðing-' ar. \ erður fyrst að ryðja þeim í burtu, en það er seinlegt verk og tefur mjög fyrir framsókn hersins. Imperial Tailoring Co. Sigorðuoa Bros., eigendur, ÍSLENZKÍR SKRADDARAR Gera tí8, pressa og breyta fatnaði Vér þykjum*t ekki gera betra verk en eðrir, en vér leysum öll verk ein8 vel af hendi einsog vor langa og mikla reyn*la leyfir. G90 Notre Dame Ive., horni Maryland St. Canadian RenovatingCo. Tal*. 8. 1990 B99 Kllice Ave. Kvenna og Karja föt búin til eftir móli. Föt hreinsuð, prrwutl cg gert vifl Vérsnlðtmi fot upp aO nýju Scandinavian Renovators&Taitors hreinsa, presaa og gera vifl föt. Þaubefflir menn, Föt send og þeitn sktlafl. $5.00 sparnaður að panta alfatrað kjé oss. AUs- konar kvenfatnaður. Snið og verk ébyrgst ~ ;m jorcensen, 398 Logan Ave. Tal*. 0.3199 WINNIPCG, MAN. ♦ ♦♦♦ + »'l'»'t»'l»+»-+»-+»+'»-fr»,*-l±t *?+ W. H. Graham KLÆDSKERI ♦ ♦ Alt vtrk ábyrgst. Siðasta tfzka » ♦ ♦ 190 James St. Winnipeg * Tals. M. 3076 J + 51+ r»+♦ >»♦+♦+ »+»+»-+»+»-+»+»r» WEST WIHNIPEG TBMMCB. Kol og viður fyrjr lægsla veifl Annast um aliskonar flutning ÞauL sefðir menn til að flytja Piano et«. PAULSON BR08. aigendur Tsrsnto og Sarget)t Tals. Sf\ 1«18 RAKARASTOFA og KNITTIEIKIBORO 694 Sargent Cor. Víctor Þar líður tlminn fljótt. Ah nýtt ogmnfl nýjustu tizku. Vindlar og töbak selt. J. 8. Thorsteinason, «iSanJf Látinn er í Vcsterheim, Minn., Guðmundur Pétursson, gamall bóndi jar, fæddur á Klippstað í N.-Múla- sýslu 1. Apríl 1836, giftist 1867 Sess- elju Hermannsdóttur, sem enn lifir. Þau hjón komu til þessarar álfu 1877 og bjuggu þar syðra upp frá jví. Fjögur börn þeirra eru á lífi, Stefán, Anna, Emma og Sigríður, gift kona i Minneapolis. Guðmundur bóndi var blindur tíu ár ævi sinnar hin síðustu. Frá Argylebygð kontu eftir helg- ina Mr. og Mrs. Th. Guðnason og sonur þeirra Vilhjálmur. Komu þau til að vera við útför Kristjáns heit- ins Hoim. Mrs. Guðnason er systir ekkjunnar. ITeimleiðis halda þau aÞur um næstu helgi. anna Walter, á Salisbury völlum. Ekki höfum vér frétt i hvaða her- sveitum þeir eru. Court ISAFOLD, Nr. 1048, I.O.F., heldur fund í kveld f'fimtudagj að 639 Marland St. Það er áríðandi að tneðlimir mæti, og sérstaklega eru emExrttisrrvenn stúkunnar ámintir um að vera viðstaddir því innsetning í embætti skal fram fara, og lagðir verða fram yfirskoðaðir ársreikning- ar stúkunnar. Fundur byrjar kl. 8 sjóði $816,309, eftir að það hafði borgað 12 per cent. í hluta ágóða, sem nam alls $1,080,000. Mikill er sá gróði. Jónína R. Hinriksson, eiginkona T'ryggva S. Hinriksaonar á 751 Lip- ton stræti andaðist að morgni 19. þ. m. eftir langa, legu. Fimm börn, ein dóttir og fjórir synir, syrgja hana. Hún var jarðsungin á mánu- g-|daginn var frá Fyrstu lút. kirkju af . j séra B. B. Jónssyni. 1 Stórstúkuþing Manitoba og Vest- ttrfylkjanna var haldið hér í borg t síðustu viku og stóð yfir i þrjá daga. Vnr alnienn ánægja yfir því litla, sem á hafði unnist í bíiuiindisáttina á umliðna árinu, en sárt fundu þing- mcnn til þess, hve lítið það var í santanburði við það sem hefði átt að vera og getað verið. Stjórnarfor- maðttr fylkisins varpar köldum skugga á braut þeirra, sem fyr. Sparnaðarstefna R. D. Waughs, hins nýkosna Itorgarstjóra er farin að sýna sig. 38 starfsmötmutn borg- árinnar var sagt upp í vikunni, á ýmsutn skrifstofum bæjarins, og sparast við það rúm 45 þús. dalir þetta árið. Sagt er að í ráði sé að færa niður kaup )>eirra, sem fyrir bæinn vinna. Ef vo verður gert, má mcð fullri sanngirtti ætlast til, að )>að komi ekki sízt niður á þeim sem hæst ertt launaðir og fengið hafa stórmikla kauphækkun hvað eftir annað á undanförnum árum. $10,000 stolið. Einn daginn fyrir skemstu komu fjórir vel klæddir menn inn í banka i Nevv York, sem oftar. Y'ar erindi þeirra við gjaldkera bankans þa.nn veg farið, að hann varð að hvarfla frá örfá augnablik. Þegar hann kom aftur vora gest- irnir horfnir og tveir seðlaböglar er legið höfðu k borðinu. Voru $5000 í hvorum þeirra. Virðist hér fara satnan aðgæzlukysi gjakl- kera og slingni bófanna. — Rigningar ganga nú á jarð- skjálftasvæðinu í ítalíu, Tiber flóir yfir 1>akka og má sumstaðar fara á bátum twn) göur Rómaborg- ar. Hcrlið hjálpar til að bjarga mönnum og munum und:in flóðinu. - Or bréfi. Cottonwood, r5_ fabr. 1915. Herra ritstjóri Lögbergs! Eg vil, þó seint sé, nota þotta tækifæri til að þakka yður kærlega fyrir hið prýðilega jólanúmer Lög- bergs. Var ánægjulegt að sjá hve vel til fara það heilsaðí upp á kaupendur sína, þrátt fyrir) alt. — Ikdztu tíðindi héðan eru að lát- inn er bœndaöláungurinn Guð- niundur Pétursson, sonur séra Pét- urs á Valþjófsstað i Suður-Múla-j sýslu á íslandi. Bróðir Pjörns! heit. Péturssonar ('Onítara prestsý j í YVinnipeg og þéirra systkina. j Hatnn andaðist 10. þ. m. og var' jarðsettur þann 12. af séra Friö-I riki Friðrikssyni, að1 viðstöddu! fjölmenni. Guðm. sál. koni fráj Islandi árið 1876 og hefir búið hér j í Vesturheimsbygð ávalt síðan. Dó hjá syni sínum Stefáni er l>ýr áj föðurleifð sinni. Hafði verið i blindur um 12 ár. I íðarfar býsna 1 rostnart 11 desember og jamiar, með blíðviðr-j is dögum við og við', en bt?\. til; frostfinku og snjóa með febrúar, | svo nú er sleðafæri. A fö tu ’ags- j kveldið hinn 12. febr. byrjaði aö rigna, og var regn og ísing um nóttina og á laugardaginn, svo skógurinn er nú í hinum dýrðleg- asta búning marglitra ískristalla, er glitra með þúsund fitbrevting- um mína í sólskininu. En svo er húningur sá sterkur að ekki megn- ar einn sólskinsdagur að , slita gat á hann. M. G. A. í Ný deild tilheyrandb The JCing_____George Tailoring Co. Umboðsmenn Lögbergs x loðföti loðföti J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. J. S. Wium, Upham, N.D. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart, Sask. Svb. Loptsson, Churchbridge, Sask. Paul Bjamason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjömsson, Elfros, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. G. F. Gislason, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olgeir Friðriksson, Glenboro. Man. Albert Oliver, Brú P.O., Man. Chr. Benediktsson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson. Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kristján Pétursson, Siglunes, Man. Oliver Johnson, Winnipegosis, M A. J. Skagfeld. Hove. Man. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurðsson, Burnt Lake, Alta. Sig. Mýrdal. Victoria, B.C. Th. Simonarson. Blaine. Wash. S. J. Mýrdnl, Point Roberts. YVash. LODFÖT! gerð upp og endurbætt N0 ER TlMlNN t $5.00 $5.00 + Þeesi mifli gildir $5 mefl pönt- T un 6 kvenna efla ka>lm»nna Ý falnaði efla yfirhcfnum. J | T&L8IMI Ih. 2132 «76 ILlfCt **t. % K» + »+» + » + ♦■+♦+♦+♦+■»+ »■+»•»+ KENNARA vantar við Háland skóla Nr. 1227, fyrir 6 mánuðí frá 1. Maí næstkomandi. YÓskað eftir frii yfir ÁgústmánuöJ. Umsækjandi verð- ur að hafa Second Class Professioaal í Certificate. Tilboðum verður vekt móttaka af undirrituðtim til 15. Marz 1915.—Hove P.O.. Man., 9. Jan. I9I5. S. Eyjólfsson, fSec.-Treas.J Tals. G. 2292 McFarlane & Cairns æffluatu akraddarar I Winnípeg 336 flotre Dama Ave ■» dyr fyr*r vesimi WinnÁpcg JeikhfJ* KENNARA vantar fyrir Swan j Creck skóla Nr. 746 fyrir fjóra mán- uði; kensla byrjar 1. Apríl 1915. — Umsækjendur tiltaki kaup, menta- stig og æfingu við kenslu og sendi tillxtð sín til undirritaðs fyfir 15. Marz. JOHN LTNDAL, Lundar, Man. Sec. Treas. KENNARA vantar fyrir West- side S. D. No. 1244, Saskatchewan. Kenslutími 8 mánuðír. -Umsækjend- ur nefni mentastig ög kaup, og aén allar umsóknir komnar til nndirrit- aðs fyrir 1. marz 1915. Oscár Gíslhson, sec.-íreas ! Hox 17, Leslie, Sask.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.