Lögberg - 10.06.1915, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.06.1915, Blaðsíða 4
4 .ÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚNl 1915. LOGBERG Oefi6 út hvern flmtudag af The Columbia Press, Ltd. Cor. WilUam Ave & Sherbrooke Street. Wlnnipeg. * - Manitoba. KRISTjAN SIGURÐSSON Edltor J. J. VOPM. Business Manager Utanáskrift til blaCsins: The COLUMBIA PRESS, Ltd. P.O. Box 3172 Wlnnlpeg, Man. Ctanáskrift ritstjórans: EBITOR LÖGBERG, P.O. Box 3172, Winnipeg. Manitoba. — TALSlMI: GARRY 2156 Verð blaðsins : $2.00 um árið Gamla lagið. Vanhöld og slys íneSal con- servativra valdsmanna hafa veriö tíð hér í landi á síöustu misserum. Fyrstur til að hrasa variS formað- ur hinnar conservativu stjórnar í New Brunswick, Fleming að nafni. Hann varð uppvís að því, að taka tolla af þeim samningum um verk, sem gerðir voru fyrir fylkisins hönd, og lauk með því að hann losnaði við embœttið. í hinu mikla innkaupa flóði til stríðsins lenti hinn há-conserva- tivi stjómarformaður í British Columbia, Sir Richard McBride, sem uppvíst varð með rannsókn fjárlaga nefndar síðasta Dominion þings. Hann var við riðinn kaup á neðansjávar báti fyrir Canada stjórn, en þeim báti var hafnað af þeirri stjórn er hann var upphaf- Igea smíðaðfh fyrir, þó keyptur væri hann síðar fyrir geypiverð af Canada stjórn, fyrir milligöngu McBrides. Síðan hefir sá nafn- kendi maður verið utan fylkis síns og sagt óliklegt, að hann taki þar nokkru sinni völd á ný. 1 sama flóðinu lentu þingskörungar þeirra conservativu á Ottawa þingi, sem öllum er kunnugt, með þeim býsnum, sem innkaupum bergagna fylgdu. Loks bætist of- an á alt þetta hinn dæmalausi við- skilnaður Roblinstjómarinnar í Manitoba, sem alræmdur er lands- hornanna á milli. Þessi slys hafa öll hent hið conservativa lið á siðustu tólf mánuðum. Þau eru svo mörg og bera svo ört að, að þau virðast varla vera af tilviljun einni sam- an, heldur stafa frá því sem í al- mæli er, að conservativar stjómi yfirleitt eftir Jjví sem hákörlum flokksins hentar, en síður hipu, hvað almenningi er fyrir beztu. Allir geta hrasað, og máltækið seg- ir að misjafn sé sauður í mörgu fé, en þeir misjöfnu sauðir eru ekki skildir frá höfrunum, nú á tímum. Það virðist svo, sem con- servativi flokkurinn álíti þá menn, sem þetta hefir hent. jafn færa til landstjómar eftir sem áður. Hinn áður nefndi Fleming fór J>egar aðl brjótast i að leita þingsetu á Dominion ]>ingi, og skoraðj þann á hólm, er helzt stóð fyrir að koma upp um hann, að reyna við sig. hvor meira fylgi hefði, — Jjóttist standa jafnréttur hjá flokknum, eftir sem áður. Það hefir ekki hevrzt, að stjórnin í Ottawa hafi látið höfða mál á hendur þeiin. sem viðriðnir voru |>að fjártjón, sem landssjóður læið við hergagna fcaupin. Sir Richard McBride lætur í veðri vaka, að vel geti verið að hann snúist að Dominion stjórnmálum og enginn efar, að þvi er virðist, að hann fái sæti í öldunga deikl ef hann vill. Hér i Manitoba lætur flokkurinn þær á- virðingar ekkert á sig fá, sem hann hefir orðið fyrir. Það er eins og forsprökkum hans skiljist ekki, að f>eir hafa brotið af sér traust almennings og unnið sér til óhelgi með framferði sinu. Dæmi af andanum i flokknum má draga af þvi, sem nýlega er um garð gengið hér í fylkinu, að conserva tive fylkis þingmenn gerðut áskor- un til fylkis stjóra að láta ekki kosningar fara fram, fyr en rann- sóknamefndin hefði lokið störf- um. og upplýst þinghús bygging- ar hneyxlið. í Jæirri áskorun tóku samt fyryerandi ráðgjafar engan þátt, en þeir þingmenn sem voru meðlimir ineiri hluta reiknings- laga nefndar, og harðast lögðu sig fram til að standa móti rannsókn málsins á þingi, létu sig hafa það, að eiga þátt í henni. Þeir eru ó- smeikir við almennings álitið. Þvi liði virðist búa sá andi í brjósti, að ekki geri til, hvað slett- ist, heldur sé um það að gera, að "slá uppá’’ og halda sér föstum. Af þeim sama anda er sprottin ádirepan til vor í mátgagm ílokks- ins, er út kom í vikunni sem leið. Hún er vesöl og veigalítil, enda er hinn ráðni og roskni ritstjóri óvanur því að fara með illindi á hendur öðrum. Sú hranalega kveðja ber aðeins vott um við- leitni hans til að herma eftir ill- hryssingum flokksins, því skemti- lega og prúða liði, sem er svarið “skammastu þín og svei þér!’’ til- tækast, þegar J>að ræðir stjórnmál. Vomm virðulega stéttarbróður er það væntarflega sjálffátt, hvort hann blettar blað sitt með klúrum illyrðum framvegis, en hann má alls ekki búast við, að það fæli aðra frá að ræða stjórnmál hisp- urslaust, hvort sem honum líkar vel eða illa. Ræða Wilsons. í næstsíðasta blaði birtum vér ádeilugrein á stjórn Wilsons for- seta á utanríkismálum, í því skyni að sýna hvernig surnurn Jjegnum þess rílds varð við, er nusltamu var sökt í sjó, en enganveginn i þeirri vem, að leggja orðl í belg um pólitísk deilumál þar í landi. Til þess að sýna af'Stöðu forsetans með lians eigin orðum, er hér birt ræða hans um stjórnarstefnu þá, er hann vill fylgja á, þessum reynslutímum. Það er óþarfi að geta þess, að þegar kemur tll þess að halda uppi hag og heiðri Bandaríkjanna út á við, Skipa sér allir þegnar þess lands að baki stjómarinnar, hverjum stjómmála flokki sem þeir kunna að tilheyra, einsog þegar hefir sýnt sig, að yf- irlýsingar um það hafa borizt for- setanum frá öllum flokkum og stéttum. Stjórn Bandaríkjanna stendur ekki óvið'búin við því sem að hendi kann að bera á }>essari skálmöld, því að fyrir utan það ráðaneyti, sem forsetinn hefir sér við hlið hafa hinir færnstu Inenn, sem völ var á úr báðfum stærstu stjórnmála^ flokkunum, verið fengnir til Jæss, frá upphafi stríðs- ins. að úthugsa fyrirfram hvern vanda, sem ríkinu gæti stafað af Jjví, og finna ,ráð við honum. Niðurstaðan, sem pessir menn hafa komist að. er forsetanum til- tæk i hverju vandamáli, jafnóðum og þau koma fyrir og má ganga að þvi vísu, að hvað sem afráðið er, sé vel grundað og íhugað með öll- unt þess afleiðingum. Um her- varnir Bandaríkjanna er J>að kunnugt, að þeir sem fyrir þeim hafa átt að ráða, hafa ekki legið á liði sinu, síðan þessi mikla styrjöld hófst í heiminunt. Banda- ríkja stjórnin hefir ekki farið var- filuta af Jieim áhyggjum og erfifiý. «em stríðið hefir ’haft á hverja landstjórn um víða veröld, og hún hefir vafalaust gengið undir Jiað með þeirri rögg og framsýni, sem heimtað' er af hverri stjórn í J>ví röggseminnar landi. Kaupanefndin. Það er margra skoðun að brýn nauðsyn sé á hergagna ráðherra i Canada, er flýti fyrir útbúnaði sjálfboðalið'sins og taki þá byrði af hermála ráðaneytinu. Það er víða talað, að liðsmenn skorti bæðí vopn og herklæði og jafnvel, að kaupborgunin fari ekki fram á til- teknum tímum og að margir farí burt af þessum sökum. riermenn- irnir eru ekki ófúsir til að> berjast, en Jieim finst J>að ekki mega minna vera, en að sá dalur og tíu, sem umsaminn er í dagskaup, komi fram á réttum tímum. Kaupanefndinni, með þeim herr- um Kemp, Laporte, og Galt, er ætíað að koma í stað hergagna ráðherra, en J>að! er fundið að henni, að henni sé þungur fótur- inn og óhægt um vik. Hún kemur saman hvern virkan dag í te- drykkju salnum í Chateau Lauri- er — en te er þaðan útrýmt af veigameiri efnum, — reykir með spekings svip, opnar tilboð, rýnir í skjöl og sýnir á sér mesta verka- snið, en enginn veit, hverju hún afkastar, því ráðstafanir hennar eru vanllega faldar fyrir blöðun- um, einsog vera l>er. Hingað til ber mest á }>ví af hennar aðgerð- um, að hún hefir vakið óhug hjá Sir Thomas Shaugnessy, svo að hann hefir lagt til, að kaupadeild C. P. R. verði falið starfið. Sir Thomas veit rétt vel, hve góð er kaupadeild C. P. R. og hefir grttn um, hversu lítilfjörleg hver önnur kaupadeild hljóti að vera, sem hefir ekki margra ára samtök og reynslu að baki sér. Hið sanna er, að kaupanefndin hefir ekki frjálsar hendur. Það er einhliða nefnd, sem verður að svara pólitískum flokki til gerða sinna og vinnur með þeim höml- um. Hún gerir eins og henni er ságt, en ekki einsog henni sjálfri þóknast. Þrátt fyrir háliðlegar yfirlýsingar stjórnarinnar, þá er viðskifta vina skráin ennþá í góðu gildi og nefndin gefur hénni góð- THE DOMINION BANK Ui IUUCND B. 08LEB, M. P., Prea W. D. MATTHKWH .Tkt-Pna. C. A. BOGERT. General Manager. SKIFTIS BRÉELEGA VI» BAXKASX. ef þér dveljið langt frá útibúi Dominion bankans. það er eins hægt aS láta póstinn flytja peninga til bankans eða úr honum eins og að gera sér aukaferS til borgar I þeim eriindum SparisjóSs innlög má hafa undir tveimur nöfnum — nafni konunnar og mannsins, eSa annara tveggja —svo aS hvort um sig getur lagt peninga inn og tekiS þá út eftir vild. Notre Dame Brancli—W. M. HAMIDTON, Manager. Seíkirk Branch—M. S. BURGER, Manager. ar gætur, og kveður svo mikið að þessu, að það er ekki til neins fyrir nokkurn mann að koma nærri nefndinni, nema nafn hans standi á því ginn'helga skjali, og ef hann hefir á sér svolítinn miðla frá einhverjum úr ráðaneytinu, þá stendur hann því betur að vígi. Mr. Kemp, formaður nefndar- innar, var meðlimur í innkaupa- nefnd hermála ráðaneytisins og er auðsjáanlega þeirrar skoðunar, að ekki beri að breyta útaf J>eirri reglu, að kaupa það sem kaupa þarf einungis af conservative föðurlands vinum. Hin núverandi kaupanefnd sér að hinar sömu reglur eru í fullum krafti, sem áður var fylgt í því efni. Það er svo að skilja, að ef þú 'hefir ekki Jtann rétta háralit, þá færðu eng- an sölusamning. Conservativar með smáar verksmiðjur fá enn stóru pantanimar og liberalar, sem hafa yfir stómm verksmlðj- um að ráða, fá þær smáu og alt situr hér um bil við það sama og áður heldur en reikningslaga nefndin lét hendur standa fram úr ermum. Ekkert hefir breyzt, nema a'ð> skift hefir verið um suma sem fyrir kaupunum standa, og það út af fyrir sig gerir lítið til né frá, því að formaður nefndarinnar, ráðgjafinn Kemp, vegur vel upp á móti hinurn tveimur, ef á þyrfti að halda. Þó að nefndinni sé alt eins umhugað um og 'hverjum öðrum, að stríðið taki sem> fljót- ast enda, þá getur hún ekki gleymt því samt, að eontraktors liberala mega ekkert annað fá en uggana og roðin. Með því móti skilst ef til vill, hvernig á því stendur. að útbúnaður liðsins er stórmikið aftur úr framboðinu í herinn, og }>að svo stórlega, að hermenn fá herklæðnað sinn oft og tíðum ekki fyr en þeir hafa verið svo vikum skiftir i herbúð- um á Englandi. Innkaupanet'ndin mundi vera afkastameiri og mundi skifta samningum jafnara og ræfilegar, ef í henni sætu menn af báðum flokkum, er gæfu hverir öðrum gætur. En svo hátt hefir sjálfsafneitun Bordenstjórnarinnar ekki náð ennj>á. Þó aðl stjórnar- formaðurinn kvartaði um að á stjórn sinni lægi þyngri byrði en nokktir .önnnr hefði haft að bera. siðan allsherjar stjóm var sett í landinu, j)á hefir stjórnin enga löngun til að létta á sér ábyrgð nema með J>ví av skifta hlenni milli sín og konunglegra nefnda, sem luin sjálf skipar. Þær nefnd- ir eru orðnar margar, tala J>eirra allra, sem í þeim sitja. afar há og k'aup Jæirra nemur hundraðum 1 þúsunda árlega. Þá sögu skal ekki segja i Jætta sinn. Hér er aðeins vikið að því, vegna J>ess aðl sú nefndin er þýrfingarmesta starfið hefir af þeim öllum, ver helmingnum af tímanum til að sjúga fingur sína og hinum helm- ingnum til J)ess að gæta þess, að réttu fingurnir fái að komast i askinn, en engir, aðm. z Nefndarinnar aðal og eigin er að halda öllu leyndu, þó að erfitt sé að skilja, hvort 'herrrftðinum er nokkru borgtiara með J>ví, að leyna þjóðina þvi, hvers konar skór eru keyptir og hversu mikiðí er I>orgað fyrir pillur. Af þessari dauðans leynd stafaði fyrir ekki löngu skóa hneyxlið, þrjú hundr- uð per cent pillur madömu Plam- ondon, upphefð og niðurlæging Garlands J>ingmatins, afsetning Arthur De Witt Fosters, og ýms- ir aðrir sviplegir atburðir. En nefndarformaðurinn Kemp virðist ekkert hafa lært af reynslunni, J)vi að hann heldur áfram sömu leyndinni, hvað sem tautar. Ef almenningur getur á annað borð gefið nefndinni leiðl>einingar um nokkurn hlut, þá er það ttm skó, því að af rannsókn þingsins fékk hann þekkingu á prettum ]>eirrar iðnar, samsettu leðri og öðrunt brögðum og nálega hver heimilisfaðir í landinu, sem skó- fatnað J>arf að kaupa, gæti sagt nefndinni, hvað húnætti aðí fá fyr ir peningana. En það er ekki neftwiarinnar aðferð, að Ieita að- stoðar hjá neinum, svo að skóa tilboðin eru enn þann dag í dag hulið leyndarmál. Síðan stríðið byrjaði, hefir 425 miljón dala virði af vörum verið pantað í Canada af Bretlandi og bandamönnutn þess. Sennilega eru þeir hundrað og fimtíu miljón dalir þar fyrir utan, sem veriðl er að eyða í Canada af stjóm þessa lands. Það er óhætt að ganga út frá því að þær hundrað og fimtíu miljónir fara til þess að' efla con- servative verzlunar hagi. Um hina upphæðina er það ekki síður Mk- legt, að henni sé veitt í sömu átt- ina. Hið nýja ráðaneyti á Bretlandi. Stjómarformaðurlnn Asquith hefir skift um menn í ráðaneyti sínu, haldið sumum af sínum gömlu ráðgjöfum en tekið all- marga nýja, af mótílokknum. Ráðaneytið er nú skipað á þessa leið: Forseti Asquith, Lands- downe lávarður embættislaus með- limur ráðaneytisins, dómsmála ráðgjafi Sir Stanley Buckmester, fjárrrfála ráðgjafi McKenna, ut- anríkisráðgjafi Sir Edward Grey, nýlettduráð'gjafi Andjew Bonar Law, Indlandsráðgjafi A. Chamb- erlain, innanríkis ráðgjafi Sir John Simon, hermála ráðgjafi Kitchener, hergagna ráðgjafi Lloyd George, flota ráðgjafi A. J. Balfour, Birell er írlands ráðgjafi sem áður, en Winston Churchill hefir litilíjörlega stöðu í ráða- neytinu. E. Carson, sem stóð fyr- ir vopnaðri mótstöðTi gegn heima- stjóm Irlands, er gefið áríðandi embætti í ráðaneytinu, Curzon lá- varður er og í því og margir aðr- ir helztu menn i liði conservativa flokksins þar í landi. Fisher sá, er flotamálum stýrði með Ohurc- hill, hefir mist sitt embætti og heitir sá Jackson er þeim stýrir nú. Fylgismenn Asquiths hinir fornu eru margir hverjir óánægðir með að hann hefir gert mótstöðu- mönnum sínumi • svo hátt undir höfði, en fylgi verður hinni nýju stjórn veitt sleitulaust, eigi að síð- ur, af öllum flokkum. Einn af verkamannaflokknnm er í Jjessu ráðaneyti, Henderson að nafni. Redmond foringja irska flokksins, var boðin staða í því, en hann vild'i ekki þiggja. Embætti J>að hiði nýja, sem Lloyd George'er fengið, þykir einna vandamest og |>ýðingarmest, einsog á stendur, og sýnir það álitið. á dugnaði hans og hyggindum, að hann er settur Kitchener til aðstoðar í stjórn hermálefna. Hin nýja stjórn hef- ir ekki lýst stefnu sinni ettn, og bíða menn ])ess. Margra griinur mun vera, að ]>að sé áform stjórn- arinnar, að leggja herkvöðl á vopnfæra menn, og eru um það rniklar umræður nú sem stendur, á Englandi. Við skóla-uppsögn. Rœða haldin, er slitið var Jóns Bjarnasonar skóla vorið 1915, af séra Hirti J. Leó- Við komum saman í kvöld í síðasta sinni áður en prófin byrja. Skóla- árið er liðið hjá; endurminningarnar einar vaka og vara. Hver gleði- stund kennara eða nemenda eru nú sem fjársjóðir er hlotnuðust og vér eyddum, eins og ljósbrot, sem veittu oss ánægju með birtu sinni; hver þreytustund og áhyggju skilja eftir í meðvitundinni endurminningar sín- ar- Sorg og gleði eru oftlega syst- ur, sem saman dvelja. Og í vetur hafa þær báðar verið samferða, báð- ar gert vart v'ið. sig á vegi þessarar ungu og lítt reyndu stofnunar. Að svo miklu leyti, sem vonir hafa brugðist, hefir sorgin náð völdum; gleðin hefir eflst og }>roskast við hverja von, sent rættist. Hver ein- asti nemandi hefir lagt sinn skerf til þess að efla ríki annararhvorrar Jtessara systra. Hvert óeigingjarnt verk, hver alv'arleg tilraun til góðs, hvert dagsverk dyggilega unnið, hvert vinsamlegt tillit, hvert merki um hjálpfýsi, skyldurækni og trú- mensku hefir aukið gleðina; hvers- konar ótrúmenska, sérhlífni, slæp- ingsháttur og léttúð hefir breitt út vængi sorgarinnar yfir skólann, ekki aðeins meðal kennara, heldur einnig meðal nemendanna. Gildi stofnunar- innar hefir orðið mikið eða litið eftir því sem hver einstaklingur hefir reynst trúr eða ótrúr hugsjón skól- ans. Þeir, sem trúir háfa reynat — trúir foreldrum sínum, vandamönn- um öðrum, þjóðarhrotinu, sem vér erum hluti af,—en umfram alt sjálf- um sér—, eiga sinn hluta í að byggja NORTHERN CROWN BANK AÐALSKRIESTOFA f WINNIPEG Höfuðstóll (löggiltur) - - - $6,000,000 Höfuðstóll (greiddurj - - - $2,850.000 STJÓRNENDUR : Formaður........... - - Sir D. H. McMILLAN, K.O.M.G. Vara-formaðúr............. - Capt. WM. ROBINSON Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, II. T. CHAMPION W. J. CHRISTIE, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN ^TOVEL Aliskonar bankastörf afgrekld. — Vér byrjum relknínga við eln- staklinga eða féiög og sanngjamir skllmálar veittir. — Ávísanir seldar til hvaða staðar sem er á íslandi. — Sérstakur gaumur gefinn sparl- sjóðs lnnlögum, sem byrja má með einum doilar. Rentur lagðar vlð á hverjum sex mánuðnm. T. E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man. jjrariifgga^iTraysiTf^^ ééVi r/évTéé'T/éM rfévi frSMfriM r/sM r?éSi r7é\ upp Jjessa stofnun til heiðurst vest- ur-íslenzkri menning og henni til við- halds, svo langt sem áhrif skólans má; hinir ótrúu hafa lagt sinn skerf til að eyðileggja þennan skóla í bernsku, íslenzkri menning vestan hafs til hnekkis. Því {>etta ár var reynsluár skólans, alvarlegra tímabil mun hann aldrei átt geta í sinni ævisögu, hvort hún verður löng eða skömm. Og af þvi við vorum svo fá, gætti svo mjög á- hrifa hvers fyrir sig. Þeim yðar, sem komu hér fram með áhrif til góðs í einhverri mynd,, eru bæði skólanefnd, kennrar og vandamenn þakklátir. Að svo miklu leyti, sem skólinn þessi hefir náð áhrifum og áliti, er það yðar verk, framar allra annara; þar eru ekki kennararnir heldur undanskildir. Að dæma um áhrif }>eirra, leiði eg hjá mér; mér er málið of skylt til þess. Hitt er víst, að á hverjum skóla læra nem- endur mest hver af öðrum- — Eg á hér ekki við þá þekkingu, sem út- heimtist til að leysa af hendi þær þrautir, sem prófum eru samfara. Sú þekking fæst með hjálp kennaranna. Þó er hitt jafnvíst, að það er enginn kennari til, sem í rauninni kennir nokkra námsgerin. Það dugar ekki neitt, þó verkstjóri segi við mann: Þarna er exi, þarna er páll eða reka, ])arna er steðji og harnar, ef verka- maðurinn notar eki#i hendurnar til að vinna með verkfærunum. Eins er ]>ví varið með .skólagöngu. Ætli það enginn, hvort sem svo er til ætl- ast að námskeiðið verði langt eða stutt, að það sé ekkert erfiði að ganga á skóla. Sé tíminn notaður réttilega, er skólaganga erfitt verk, svo erfitt, að almenn vinna með höndum er bæði hollari og erfiðis- minni. Og eftir J>vi sem nemendur vinna dyggilegar, er kensla léttari og ljúfari starfi. Því hak við vinn- una eru tilfinningar mannshjartans. | Enginn kennari getur gert meira en að raða hinum ýmsu hlutum náms- greinanna svo niður, að auðstigið sé næsta spor frá því, sem nemandi stendur í á hverri stund. En vinnan sjálf, hún er bæði ætlunarverk nem- anda og skylda hans- Þegar kennari getur reitt sig- á, að alvarleg tilraun sé gerð til að læra fyrirskipað verk, — ]>ó ]>ví sé ef til vill ekki lokið,—þá er ljúft að kenna, svo ljúft, að ekkert verk getur ljúf- 1 ara verið. En hitt er jafnvíst, að í hvert sinn sem út af því bregður, líður hver skyldurækinn kennari kvalir. Ein vonbrigðin bjóða öðrum heim. Og þar kemur um síðir, /aJS hann hættir að vona, en spyr sjálfan sig þess á morgni dags: Fyrir hvað mörgum vonbrigðum verð eg i dag? Og þegar kvöldar, er hann feginn og fegnastur á föstudagskvöldum. Og þetta er eigi svo mjög vegna þess, að lexíur séu ekki lærðar, held- ur vegna hins, að á hak við hverja yfirhylmingu, hvert hrot, hverja vanrækslu liggur J>að, sem er tífalt sárara en það, að standa ekki próf, en það er það, að hjarta nemanda er ekki á réttum stað, fyrirætlanir óá- kveðnar, upplagið gallað. Og þeg- ar maður gætir þess, að þetta eru meginstoðir þær, sem vonirnar um heilladrjúga^ franitíð fyrir land og lý®> — °S einstaklingana sjálfa, hyggist á, næst traustinu á guðlegri forsjón, J)á er ekki að furða, að sú meðvitund sé sár. Því J>að er ekki hægt að ganga að kenslu með sama hugarfari og að Jjreskingu. Mis- munurinn er auðsær. Annað er að leiðbeina sálum manna; hitt að stjórna dauðum vélum. Og því er það, að eg Vil persónu- lega, — og er viss um, að eg tala þar fyrir munn allra kennaranna, — bera fram þakklæti þeirra og mitt, til þeirra allra, sem unnið hafa af dygð; hvort sem gáfur þeirra eru miklar eða litlar skiftir hér engu máli. Þeir hafa gefið vonir um af- rek á komandi dögum; þeir hafa reynst hér, í mentalegum skilningi, “súrdeigið, sem sýrjr alt deigið.” Og um leið og við skiljum, vil eg leggja fram minn litla skerf til að leiðrétta misskilning nokkurn, sem í)ft gerir vart við sig í hugum nemenda. Oft hefi eg í vetur verið spurður á Jæssa leið: “Er liklegt, að ]>etta korni upp á prófunum?” Er það oft, að þeir, sem “setja pappirana” spyrja spurn- inga á þessa leið? “Hvað þarf eg að ná mörgum mörkum í þessari námsgrein til þess að fara í gegn?” Hvað er það minsta, sem eg þarf að ná í þessari námsgrein til að falla ekki í gegn?” Vanalega voru það }>eir, sem spurðu {jannig, sem mesta hyskni sýndu. Flestir hinna spurðu ekki oft slíkra spurninga, en þeir hugsuðu þvl meira um námsgrein- ina- Eg svaraði þá sumum þessum spurningum eftir atvikum. Eg vil nú svara þeim öllum i einu lagi. Svarið er: Þeir, sem velta því vandlega fyrir sér hvað sé það minsta, sem þeir komist af með til að sigra, verð- skulda áð falla, þó }>eim hepnist að ná ágætiseinkunn, enda hepnast þeim vanalega hið fyrnefnda. Því það, sem varðar mestu við lærdóm, er ekki námsgreinarnar sjálfar, heldur þrautseigja, dygð og staðfesta. Próf- in eru mikils virði, en þau eru ekki ]>að helzta. Eftir fá ár verða vel- flestar námsgreinarnar horfnar að mestu eða öllu leyti úr meðvitund- inni. En til livers er þá að læra, — er það þá einskis virði? Langt frá. Námsgreinar ertt nokkurs virði fyrir eigið gildi sitt; hitt er þó mörgum sinnum nteira virði, að }>ær eru við- fangsefni fyrir hugann að fást við, skerpa sálargáfurnar, efla og styrkja karakter nemandans. Hver dagur, sem vel er notaður, er spor t þessa átt, eins og hver leikur sem yngri börn temja sér, á að miða til J>ess að þroska og venja Tikami þeirra fyrir komandi áreynslu. Þetta er það, sem mest er um vert við alla skólagöngu. Að öðrum kosti getur svo farið, að skólinn sjálfur verði gróðrarstía ódygða og lasta, hvað sem liann heitir og hverjjr sem kenna. Því mannleg hugsun getur ekki verið tóm, — vacuum, eins og það er kallað á öðru máli; , fyllist hún ekki af heilnæmri fæðu, Ieitar hún sér óhollrar. Iðjuleysið er verra en óheilnæmasta tegund heiðarlegra verka. Þeir yðar, sem hafa lagt sig fram og reynt það, sem kraftar hafa leyft, hafa unnið meira en allir aðrir, hvernig sem prófin fara- Þér hafið Verið að læra að vera manneskjur, með ákveðna stefnu; hinir hafa tap- að á skólagöngunni, hvernig sem prófin fara, og hefðu tapað minna og grætt meira með því að eyða tímanum við kappleiki, eða eitthvert nytsamt, likamlegt verk. Get eg þessa nú vegna þess, að flest af yð- ur eiga lengra eða skemmra náms- skeið fyrir höndum. Þeir einir eiga ]>angað erindi, sem eru reiðuhúnir að “vinna meðan dagur er.” Annað atriði vil eg minnast á stuttlega. Sumir byrja að vinna með haustinu og halda }>ví áfram til W)rs; ætla sér af, en vinna jafnt. Þetta er affarasælasta aðferðin, og sumir hér innanhúss hafa gert það. Aðrir liafa trassað verk vetrarlangt, en hlaupa svo til með vorinu og segjast ætla að nema á fám vikum. En vanalega fer fyrir þeim eins og froskinutn svanga í dæmisögunni. Þeir opna munninn, en flugurnar koma ekki. Verkefni undirbúningsdeildar há- skólans eru erfið viðfangs, en eigi meir en svo að hver maður með með- algreind og sæmilegan undirbúning getur lokið fyrirsettu verki á réttum tíma. En hitt er öllum ofætlun, að nema ársverk á fáum vikum. Eg man það, að einu sinni vann eg 48 klukkutíma i einu við að nema inni- hald bókar cinnar, sem mér leiddist og nenti ekki að lesa allan veturinn. Eg fþr f gegn með fyrstu einkunn í þeirri námsgrein. Eftir mányð vissi eg ekkí neitt af þvi. Og til hvers var ]>á öll áreynslan ? Jæja, við erum þá skilja. Undan- tekningalaust óska eg ykkur öllum af heilum hug hepni við prófin, — að þið útskrifist úr öllum deildum þessa skóla “Magna cum lande.” En sú ósk er ekki nema lítill og óverulegur hluti stærri óskar, þeirrar, að er ]>ið komið úr Jóns Bjarnasonar skóla, og þeim öðrum, ^em þið eigið fyrir höndum að stunda nám við, út á leik- svið og verksvið mannlifsins, verði starf yðar alt , mannfélaginu til heilla, yður sjálfum til. ánægju og þroska, og guði til dýrðar. Að svo miklu leyti, sem þessi ósk verður að áhrínsorðum, verður til- gangi skólagöngu yðar, nú og æfin- lega ellá, náð. Lífsstarfið verður afleiðing námsstarfsins, í sama anda og sömu einkunnarorðum, sömu ]>rám, sama árangri. I skólunum sést æfibrautin í smásjá. Friður guðs og virðing góðra manna fylgi yðtir æfinlega. Vita það ekki. Þótt fullir tíu mánuðir séu liðn- ir síðan órfiðurinn í Evrópu hófst, hafa enn ekki allir þeir er teljast til hins siðaða heims heyrt hans getið. t suðurhluta Atlantshafs- ins er eyjabálkur sem kallaður er Tristan da Ctinha. Hafa engar fregnir borist J>angaðl frá utnheim- inum síðan styrjöldin byrjaði. Eyjar Jiessar liggja fullar 1500 mílur frá landeignumi Breta í Suður Afríku. Líður oft meira en ár á milli þess að íbúar eyjar innar fá fréttir frá umheiminum. Eru flestir þeirra afkomendur skipbrotsmanna er sest hafa þar að. — Iquitos heitir hérað á aust- urhluta Peru. AS líkindúm vita íbúar þess ekki heldur, að ‘heimur- inn á í stærra stríði en áður em dæmi til. Þangað hefir enginn póstflutningur komið síðan snemma í fyrra sumar. — Mundi ekki mörgum bregða við ef þeir ættu að setjast að á þessum slóð- um? Leðurblöðkur útrýma mýflugum. Leðurblöðlkur hafa reynst svo vel til að útrýma mýflugum í San Antonio, Texas, að með öllu hefir verið bannað að veiðia leðiurblöðk- ur í borginni og leðurblöðkurækt er stunduð }>ar af miklu, kappi og víða í grendinni. Nokkur ár eru liðin siðan mönnum hugkvæmdist ]>etta ráð til að útrýma mýflugum (mos- quitoes). Voru þá reist skýli fyr- ir leðurblöðkur, þar sem þær gátu verið í ró og næði og fengið aðí lifa eins og þeim bezt líkaði. Skifta njú dýrin þúsundum er lifa í þessum nýlendum. Leðurblöðk- ur sofa helzt á daginn, sem kunn- ugt er. Þegar J>ær fljúga út á kveldin, er hópurinn svo stór, að engu er líkara en ský eðiai reykj- armökkur svífi yfir skýlinu er þær sofa í á daginn. Það er gert úr tré og stendur á liáum stólpum. 1 héraðinu umhverfis Mitdhell vatnið, J>ar sem fyrsta Skýli þess- arar tegundar var bygt, var svo mikiö af mýflugunum, að engri skepnu var við vært úti á kveldin og með því að bit J)eirra var eitr að, var héraðið illa þokkað. Síð- an tekið var aS hæna leðurblöðk- ur ]>ar að, er 'héraðið orðið eitt hið heilnæmasta í landinu. Leðturblöðkur eru álíka sólgnar i mýflugur og veiðihundar í dýr. Telst svo til að hver leðurblaðka verði að minsta kosti 250 til 400 mýflugum að bana á hverju kveldi ef svo margar veröa á leið þeirra. Ámsra ráð'a er leitað til að liæna leðurblöðkur að þar sem nýlend- ur hafa verið stofnaðar fyrir þær. Fornleifar fundnar í Noregi. Á eyju í Kristiansund sem ekki er meira en tæpar tvær mílur á Iengd, hafa fundist níu bustaðir steinaldarmanna. Ekki er rann sóknum enn lokið, en svo mikið befir þegar fundist að eyjan er nú jafnvel talin auðugasta fornmenja- búr landsins. Hefir fundist á eynni mjög mikið af tinnuáhöld- um, J)ótt óvíða hafi þau |áður fundist í Norgei, bæði hnifar, bor- ar og örvaroddar, Auk þess hafa fundist áhöld úr öðrum steinteg- undum, einkum flugusteini, axir bnífar, hamrar og sökkur og nokkrir ör\>aroddar, enn fremur nokkur á'höld sem ekki hafa áður J)ekst. Þá hafa og nokkrir hlutir fundist, sem benda á að l>eir sem hér hafa búið, hafa liugsað um fleira en munn og niaga. Má með- al annars benda á stein er risput? hefir verið á mynd af bami í reifum. Eflaust stendur þessi niynd á einhvern hátt i sambandi við guðsdýrkun steinaldarmanna. Er ekki ólíklegt að J>etta sé einn af heimilisguðum þeirra. Nýr brunalúður, Háværri brunalúður og að ýmsu leyti hagkvæmari en áður hafa ]>ekst, er nýlega fundinn. Þegar hann var fvrst reyndur, komu ör- fáum mínútum eftir að hann 'heyrðist, fyrirspurnir úr nær- Hggjandi héruðum með telefóni livað um væri að vera. Hafði heyrst til lúðursins í seytján mílna fjarlægð. Lúðurinn er festur á meeni á hau rúsi og gengur fyrir þriggja hestsafla mótor. Þegar eldsvoða ber að höndum, geta þeir sem eru á lögreglustöflinni eða telefónstöð- inni sett mótorinn í hreyfingu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.