Lögberg - 10.06.1915, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.06.1915, Blaðsíða 6
0 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JDNl 1915. Á vœngjum morgunroðans. Eftir LOUIS TRACY. Hann þoröi ekki aö fara til hennar, en vonatSi atS sáriS væri ekki stærra en hún sagSi. Hann færöi sig enn á ný fram á brúnina og gægöist niö'ur í dalinn til aö vita hvort hann sæi engin merki þess, aö neinn ræningjanna leyndist eftir í grend viö kofann. XII. KAPITULI. Vopnahlé. Skyldutilfinningin og margra ára hermannaagi komu Jenks til aö vaka á veröi og gá?ta virkis síns sem bezt. En þótt hann hugsaöi mest um þetta, gat hann ekki varist aö spyrja sjálfan sig hvernig fara mundi, ef Iris væri hættulega særö. Hann vissi aö þau áttu einn óvin sem var vold- ugri og miskunnarlausari en ræningjarnir, óvin sem erfiöara var aö veita viönám. Eftir eina klukku- stund, eöa liðlega þaö, mundi sólin véröa komin hátt á loft, hella glóandi geislum yfir láð og lög og þurka blóðið í æöúm þeirra. Fram aö1 þessum tíma höföu þau lítið oröið hit- ans vör. Þau höföu verið frjáls og getað fariö hvert sem þau lysti. Þau höföu getaö dvaliö i skugga skógarins og forsælu hellisins og neytt vatns eftir þörfum. Nú var breyting oröin á öllu þessu. í staö þess aö starfa undir laufþaki skógarins, var þeim nú markaöur bás á lítilli bergsyllu, sem innan skamms mundi veröa logheit sem glóandi ofn. Hann haföi séð þetta fyrir. Þess vegna haföi hann meðal annars flutt seglið upp á paiunn. Þaö gat hlift þeim talsvert og þau voru bæöi heil heilsu. En — ef Iris var særö- Ef hún þoldi ekki áreynsl- una og fékk hitasótt! Ef svo færi, þá sá hann ekki annað fyrir en eymd og hörmungar og aö lokum bana. Þegar hann var aö hugsa um þetta heyrði hann rödd stúlkunnar; hún var róleg og glaöleg: “Þaö er hætt aö blæða; þetta hefir ekki verið nema smárispa.” Ahyggjuskýið sveif frá hugarsól Jenks er hann heyröi þetta og honum fanst hann sjá skýrara. í sama bili virtist honum hann sjá hreyfingu í skógin- um í brekkunni andspænis. Hann stóö á pallbrún- inni; því sá hann niður eftir brekkunni. Þegar hann heyrði rödd stúlkunnar, færöi hann sig aftar á pallinn til aö tala viö 'hana. 1 sama bili komu tvær kúlur meö flughraða og lentu í berginu yfir höföum þeirra. Óafvitandi hafðl Iris oröiö til aö frelsa hann frá hættulegum sárum eöa bráðum bana. Hann hljóp út á pallbrúnina til hægri handar.og staröi inn á milli trjánna fyrir neöan. Tveir ræn- ingjar, er dregist höföu aftur úr félögum sínum, votu þar. Þeir skriöu á fjórum fótum inn í undirgróður- inn, en annar var heldur seinn. Sendingin úr Lee- Metford náði honum, en hljóö mannsins druknuöu í bergmáli skotsins. SjómaÖurinn beiö ekki eftir svari. Hann skreið fram á suðurbrún pallsins. Sá hann aö gult andlit gægöist fyrir hornið á klettasnösinni andspænis, en huldi sig eftir föngum í sandinum. Jenks brá byss- unni skyndilega upp aö auganu, skot reiö af og sand- ur hvirflaðist upp í loftiö. Ekki vissi Jenks hvort kúlan haföi lent í sand- inum eða höfði mannsins. Hann heyröi veikt hljóö, en höfuðið hvarf og enginn virtist kæra sig um aö leggja sig i sömu hættu. Hann starði enn á klettinn, þar sem höfuöiö haföi verið, þegar neyöaróp heyröist frá Iris: “Komið þér fljótt!” sagöi hún. “Vatniö okkar! Tunnurnar hafa bilað!” Jenks varð ekki fúllljóst hve mikinn skaöa þau •höfðu beðið fyr en hann var búinn aö taka segliö of- an af vistaforða þeirra. Hann jós upp lítinn poll er safnast haföi fyrir í dæld á pallinum. Nokkrar af Icúlum óvinanna höfðu lent i seglinu. Tvær höfðu lent í hvorri tunnu og brotið sinn staf- inn úr hvorri. Vatniö haföi aö mestu leyti sigiö niöur um sprungur í berginu. Þau gátu ekki ausiö upp meira en sem svaraði einum potti og þaö var óhreint og gruggað. Hitt var nú eflaust aö leka niÖ- ur á beinagrindina í hellinum og komst kannske alla leiö niöur aö hinum huldu fjársjóöum þeirra. Jenks varö svo mikið um þetta óhapp, aö Iris varð óttaslegin. Henni var enn ekki ljóst hve mikils viröi þaö var er þau höfðu mist. Iris félst hugur vegna þess, hve illa Jenks bar missinn. Hann hafði þó hingað til ekki látið á sjá þó ískyggilega áhorfðist. Varir hennar hvitnuöu og hún mátti varla mæla. “Segiö mér,” sagöi hún, “eg grátbæni yður aö Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAX! segja mér hvort við erum mjög illa stödd þó viö mistum vatnið? Taliö við mig! Eg þoli hvað sem vera skal betur en þögnina.” Hann áttaöi sig er hann sá hve mikið henni var niöri fyrir. Hann beit á jaxlinn eins og maður sem legst á kvikskurðarborð og einsetur sér að láta sér ekki bregða þótt stálið tæti hann í sundur lifandi. “Viö erum mjög illa stödd,” sagöí hann. “Endir- inn er að vísu ekki kominn, en hann er sjálfsagt ekki fjarri.” “Endirinn!” sagöi hún meö hetjusvip. “Endir alls er dauðinn. Viö erum enn lifandi og heil á húfi. Þér verðið aö berjast. Ef þaö er guðs vilji, þá deyjum við ekki.” Hann leit á hana og sýndist himneskt ljós skína í augum hennar. “Guö blessi yöur,” sagöi hann dauflega. “Þér munduð veröa hverjum manni til huggunar á vegferð hans gegnum dauðans skuggadal.” Hún leit ekki undan þótt hann horföi á hana. Á slíkum Btundum tala hjörtun og blygðast sín ekki. “Viö höfum dálítið vatn eftir,” sagöi hún. “Þaö vill isvo vel til aö við erum ekki þyrst. Þér hafiöl heldur ekki gleymt brennivininu og kampavíninu ?” Þaö var einkennilegt aö hún skildi minnast á þetta eins og nú var ástatt. Ef þau bara mættu. vænta annars kraftaverks — aö vín yröi aö vatni! Jenks reyndi aö gleyma hörmungunum sem biöu þeirra, og komst aftur í gott skap viö hreystiorð stúlkunnar. Þau fundu ekki enn þá til hita sólar- innar í litla króknum, þar sem þau voru niður kom- in. Eftir stööu sólar aö dæma, var komið fast aö dagmálum. Löngu fyrir hádegi mundi sólin skína þar í alveldi sínu. Innan lítils tíma mundi þorstinn ásækja þau. Auövitaö uröu þau að forðast áfengiö og vínið eins og versta eitur. Að snerta þann drykk yar sama og að bjóöa dauðanum heim. Og hvaö mundi næsti dagur bera í skauti sínu? Hann kreisti saman varimar áöur en hann svar- aöi: “Viö látum okkur nægja kampavinsflöskuna til miðdagsverðar,” svaraöi hann. “En nú eru þeir farnir aö kallast á. Eg verð að reyna að heyra 'hvaö þeir segja.” Hann þreif byssu og lagöist niður á pallbrúnina, sem oröin var glóðheit. Köllin héldu áfram. Jenks þóttist geta greint rödd foringjans. Hann var gefa skipanir sínar. “Skyldi hann vera orðinn svangur?” hugsaöi hann með sér. “Ef svo er, þá má ekki minna vera en aö eg fái að sjá leyfarnar,” segði hann upphátt. Iris leit hvast á hann. “Mr. Jenks!” “Já,” sagöi hann og leit ekki viö. Hann vissi aö hún mundi endurtaka gamla spumingu. “Má eg koma meö yður?” “Hvaö segiö þér? Haldið þér aö eg láti þá hafa yður aö' skotmarki á brúninni?” “Já, vissulega. Mér leiðist svo aö sitja hér ein- sömul.”. “Jæja; ennþá er engin hætta á feröum. En það gæti vel viljað til að þeir sæju yður, og þér munið hvaö eg —” “Já, eg man það glögt. Ef það er ekki annað þ i —” Hann heyrði þrusk eins og föt væru handleik- in. “Eg lít út eins og karlmaður. Ef þér viljið lofa því, aö líta ekki á mig, þá fer eg meö yður.” “Eg Iofa því.” Iris færöi sig nær honum. Hún var ofurlítið rjóö í andliti og í fátinu sem á henni var greip hún byssu. “Hér eru tvær byssur,” sagöi hún og stóð nú rétt hjá honum. Hann sá út undan sér að hjá honum stóö ungur, liðlega vaxinn maður, klæddur í sjómannsföt og var engu líkara en hann heföi komið ofan úr skýjunum. Jenks fagnaöi því, að* hún haföi tekið þetta til bragðs. Þaö var betra að ræningjarnir sæju hana í þessum búningi. “Þér veröiö aö kasta yður niður á sama augna- bliki og eg skipa yður það,” sagöi hann. “Þér megið engar vífilengjur brúka. Bara kasta yður niötir.” “Eg þekki ekkert betra en byssukúlur til aö fá fólk til að kasta sér niður,” sagöi hún og hló viö. Hún var ekki enn búin aö gera sér grein þess, ‘hvé mikið þau höföu mist er tunnurnar brotnuðu. “Þaö! er rétt,” sagöi hann. “En þær vinna þaö verk á tvo vegu. . Eg ætlast til aö þær beygi yður til jarðar á réttan hátt.” “Þér megiö treysta mér til að sjá um það. Eg er alveg hissa!” Skot reiÖ svo skyndilega af byssu Jenks aö sið- ustu orö stúlkunnar druknuöu í hvellinum. Þrír ræningjar voru aö reyna aö skjótast til félaga sinna. Þeir báru brúsa og tvær tágakörfur. Sá sem brús- ann bar datt og brúsinn brotnaði. Hinir snérust á hæli eins og hérar og sá þriöji drógst á eftir þeim. Jenks skaut ekki aftur. Iris starði á hinn særöa mann er skreið eftir grúndinni. Henni vöknaöi um augu og hún fölnaöi í andliti. Þegar hann hvarf, leit hún niöur í slakkann og á klettasnösina andspænis; þrír menn lágu örendir í minna eij tíu faðma fjarlægð og tveir lágu á berg- snösinni. Hún var góða stund að jafna sig áöur en hún mátti mæla. ■“F.g vonast til að eg þurfi ekki að brúka byss- una,” sagði hún. “Eg veit eg fæ ekki ráöið því, en ef eg verð aö drepa mann, þá held eg sofni ekki væran dúr upp frá þvi.” “Eg er þá sannarlega marg búinn aö myröa svefn minn í ðag,” sagði Jenks harölega. “Nei, nei! Karlmenn hljóta aö vera harðgerð- ari. Viö' höfum rétt til aö vernda líf okkar. Ef með þarf þá neyti eg þess réttar. Þó er þaö hræöilegt — hræöilegt!” Hún sá ekki harðneskju brosið á vörinn sjó- maimsins. Hann hefði sofið miklu betur, ef hann hefði getað stytt öllum ræningjunum aldur meö einu skoti. En samt þótti honum vænt um þessi mótmæli hennar. Hún gat ekki verið hvorttveggja í senn: Iris og þó verið tilfinningarlaus.' En hann vildi ekki tala um tilfinningamál. “Þér ætluðuði að fara að segja eitthvað áðan, þegar við vorum ónáðuð; hvað var þaö ?” i “Já. Eg var hissa á því hve pallurinn var orðinn heitur.” “í*ér finnið meira til þess vegna þess þér verðið að vera hér kyrrar og megið ekki hreyfa yður.” Eftir litla stund bætti hún við': “Nú skil eg fyrst hvers vegna yður varö, svo hverft við, þegar þér vissuð að viö höföum mist vatnið. Við veröum viti okkar fjær af þorsta áöur en dagurinn er úti.” “Við skulum ekki mæta fj .........á miðri leið,” sagði Jenks. Hann kaus heldur að nota þetta stór- yrði en taka í sama strenginn; það hefði ekki verið til annars en auka kvíða hennar. “Eg er orðinn dauðþyrst.” Hann hreyfði sig óþreyjulega. Honum var kunn- ugt um þann veikleika sem allir menn eru undir- orpnir, að þrá það mest sem erfiðast er aö afla. Tungan loddi við gónjinn á honum. Hann hélt að hyggilegast væri aö fullnægja þörfunum eftir beztu föngum. “Komið meö tinbollann,” sagði hann. “Viö skul um drekka helminginn af því sem við höfum og geyma afganginn þangað til við borðum. Reynið að anda ekki með munninum. Það eykur þorstann að láta heitt loftið Ieika um góminn. Það getur ekki verið, að viö séum enn þá í raun og veru þyrst. Þaö hlýtur aö vera ímyndun aö mestu leyti.” Iris lét ekki segja sér það tvisvar. Húni helti helmingnum af vatninu, sem til var, í bollann og kom með þaö. “Eg verð aö fá að drekka fyrst,” hrópaöi hún. “Nei. nei,” sagði hann. “Fáiö mér bollann.” . Hún virtist jg:rða hissa. Þó ekki væri nema um kurteisi að ræða, þá —” “Mér fellur það illa, en eg verö aö fá að drekka fyrst.’” Hún rétti honum bollann yfir öxlina á honum. Hann bar bollann upp aö vörunum og teygaöi.” “Takið þér við,” sagði hann óþýðlega. “Eg flýtti mér. Ræningjamir geta gert áhlaup á hverri stundu.” Iris leit niður i bollann. “Þér hafiö ekki smakkað á vatninu,” sagði hún. “Hvaða vitleysa"’ ' “Mr. Jenks, notið þér nú skynsemina! Þér þurf- ið þess fremur en eg. — Mig langar ekkert til að— lifa án—yöar.” Hendur hans skulfu. Það var hentugt aö hann þurfti ekki að taka til byssunnar þessa stundina. Þér getið reitt yður á, að eg drakk eins mikiö og eg þurfti,” sagði hann meö óþarfa ákafa. “Drekkið yðar skerf til að þóknast mér. Er það til of mikils mælst?” sagði hún í hálfum hljóðum. “Þér ætluðuð að svíkja mig,” tautaði hann fyrir munni sér. “Ef þér viljið drekka fyrri helminginn, þá skal eg drekka afganginn.” Hún félst á þaði. Þau hrestust viö drykkinn, þó j hann væri ekki lystugur. Eitt skilningarvitið getur Ieikið á annað. Menn sem hundar hafa bitiö, hafa orðið alheilir þegar þeim hefir verið talið trú um, aö hundurinn sem beit þá, hafi ekki verið meö hunda- æði. Eins fór fyrir þeim; þau gleymdu þorstanum um tíma. En um hádegisbilið voru þau oröin dauðþyrst. Þeim fanst tíminn ótrúlega langur. Sólin var hæst á lofti og andrúmsloftið var sjóöandi heitt. Þeim virtist þaö kraftaverk nú, þótt þau hefðu ekki áður tekið eftir því, að sjórinn skyldi ekki þoma upp og hvert trjáblað visna. Þögnin og athafnaleysið alt umhverfis varð óþolandi. Iris reyndi aö festa hug- ann við þaö sem þeim reið mest á. Hún var tilbúin að aðvara félaga sinn, ef hún þóttist sjá eitthvað sem var grunsamlegt. Hún starði til skiftis á sólbjartan sandinn og glitrandi hafið. Hún fann til verkjar í augunum, því hún hafði ýtt hattinum aftur á hnakkann til að reyna að kæ'la enniö. Hún bar hönd fyrir augu til að hlífa þeim fyrir geislabrotunum frá sjónum. Eft- ir örlitla stund fann hún til .sviöa i handabakinu und- an sólarhitanum. Lágt hljóð heyröist í fjarska; þaö hreif hana frá hinum kveljandi hugsunum. “Hvernig stendur á því,” spurði hún, “að við finnum svona mikið til hitans í dag? Hitinn hefir aldrei verið mér til óþæginda áður.” “Til þess liggja tvær orsakir: aðgerðarleysið og hitinn sem leggur út frá berginu. Auk þess er þetta heitasti dagurinn sem komið hefir síðan viö komum hingað. Það er blálogn og hitatími ársins fer í hönd.” “Haldið þér ekki, aö öll von sé úti fyrir okkur?” spurði hún og var hás. Þau töluðust við til hliðar. Sjómaðurinn horfði stöðugt niöur eftir dalnum og leit aldrei við. ViÖ, erum aö engu leyti ver stödd núna en við vorum í nótt eöa í morgun,” svaraði hann. “En ef við verðum aö vera hér hreyfingarlaus í marga daga?” “Við því máttum viö alt af búast.” “Við höfðum vatn í morgun. Jafnvel þó við hefðum nóg af því, þá gætum við varla haldist hér viö til lengdar. Eins og nú er ástatt er þaö bein- linis ómögulegt.” Hugsanir hennar gengu i gegnum merg hans og bein. Á'hyggjumar lcigðust eins og dimt ský yfir sál hennar. “Það er erfitt, eg skal karlnast viö þaö,” sagöi hann. En þér veröið aö afbera þjáningamar þang- að til nóttin kemur. Þá annaðhvort náum viö í vatn eöa förum héðán.” “Við getum áreiðanlega hvorugt gert.” “Það getur svo fariö að viö verðum að gera hvorttveggja.” “Hvernig þá?” “Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst,” og svo fór hér. Jafnvel Talleyrand mundi hafa vafist tunga um tönn ef hann hefði átt aö svara þessri spurningu svo Iris liefði orðið ánægð. En áður en hann hafði tíma til aö svara, kom bátur í ljós úti i víkinni og var ekki í meira en fjögur hundruð faðma fjarlægð; Þrír menn reru í ákafa. Nú skildu þau hvernig á hljóðinu stóð, er þau höfðu heyrt fyrir skemstu. Ræningjarnir voru orðnir þreyttir eftir að hafa flækst um heitar klappir og saltan sæ, þótt þeir væru því vanir. Eftir boði höfðingjans haföi báturinn komið og þegar Jenks kom auga á hann fyltist hann nýrri von. Eins og elding slæi niöur, datt honum i hug, aö ef hann gæti varnða "þeim, að komast að brunninum og sökt bátnum, sem hugsanlegt var, að hefði meiri hluta vistaforða þeirra innanborðs, þá var ekki óliklegt, aö ræningjarnir þreyttust bráðlega á aö svala þorsta sínum á þeim fáu bikarplöntum, sem uxu á norður hluta eyjarinnar/ “Komiö fljótt,” kallaði hann. “Leggist niður og miðið á stefnið á bátnum. Það gerir ekkert til þó kúlan snerti sjóinn.” Hann lagði vopnið í réttar stellingar fyrir hana og var tekinn til viö þann hluta verksins, er hann haföi ætlað sjálfum sér, áður en Iris var komin aö hliðinni á honum, Tuttugu skot dundu á bátnum á einni mínútu. Ræningjamir veltust um í bátnum sem óðir væru. Einn hrökk útbyrðis. Báturinn beygði af leið og hraktist nú fyrir straumnum. Jenks sagði Iris að nú gæti hann lokið við það sem eftir væri. Jenks skaut enn nokkrum skotum; þá rifnaði borð í súðinni og báturinn sökk. En á bak við klett- ana kváðu viö ótal formælingaróp. Tveir af ræn- ingjunum sem enn voru á lífi ætluðu að synda til lands. En sjórinn var fullur af hákarl, svo Jenks ómakaði sig ekki til að eyða á þá skotum. Eftir ör stutta vörn, réttu hinir dauðadæmdu menn upp hend- umar og hurfu. En áhorfendurnir sáu dökka ugga kljúfa gagnsæjan sjóinn. Þessi viðburður dreifði hinum döpru hugsunum stú'lkunnar. Augun tindruðu og hún andaði djúpt. Þó var eitthvað er olli henni hugarangurs'. “Eg vonast til að eg hafi ekki hitt manninn sem féll útbyrðls,” sagði hún. “Nei, nei;” sagði hann, eg miðaði á hann. Hann var harðsvíraður þrjótur.” Iris var ánægð. Jenks hélt að betra væri í þetta sinn að skrökva, en að segja satt. Hann vissi varla sjálfur hvernig á þvi stóð að hann hafði fallið út- byrðis, enda gerði það lítið til. Endirinn var sá sami hvort sem hann varð fyrir kúiu eöa lenti í hákaris- kjafti. Þau voru aftur komin í ró og þorstinn farinn aö kvelja þau þegar þau sáu einhverju hvítu bregða fyrir fram undan klettasnöpinni andspænis. Það hvarf jafn skyndi'lega og það birtist en kom aftur í ljós eftir litla stund., Nú var því haldiö stöðugu dálitla stund og brúnn handleggur kom í ljós. Meö , því að Jenks skaut ekki, kom “túrban” (tyrkneskt' höfuðfat) og mannshöfuð í ljós. Það var Múhameðs trúar maður. “Skjótið ekki-” hrópaði hann. “Mig ensku tala hana.” “Skiljið1 þér ekki Indversku,” hrópaði Jenks á Urdu máli (mál sem talað er í nokkrum, hluta Ind- lands). “Han, sahib-” (Já, herraj svaraði maðurinn glað- lega. “Vill hans virðing leyfa þjóni sínum1 að koma og tala við hann?” “Já, ef þú kemur vopnlaus.” “Má foringinn koma líka, herra minn?” “Já, en munið vel eftir þessu: ef eg verð var viö að svik séu í tafli, þá sendi eg samstundis kúlu i gegnum höfuð ykkar beggja.” “Okkur búa engin svik í brjósti, ‘sahib’. Skollinn taki okkur ef við rjúfum loforð okkar.” Nú komu þeir báðir fram úr fylgsni sínu. Þeir voru byssulausir; en foringinn bar malaja sverö við hlið sér. “Segðu honum að skilja eftir sverðið!” hrópaði sjómaðurinn með valdsmanns svip. Meö því að óvinirnir höfðu óskað eftir að tala við hann, þá áleit hann að bezt væri að fara að sem sá er sigrð hefði. Foringinn hlýddi með ólundarsvip og þeir komu báö- ir upp undir bergið. “Standið hið næsta mér,” sagði Jenks viö Iris. “Látið þá sjá yður greinilega, en þrýstiö hattinum vel niöur á ennið, svo hann hylji augun.” Hún hlýddi orðalaust. Henni fanst þetta svo alvöruþrungin stund, að hún skalf og titraði og hana langaði til einskis fremur en falla á kné og gera bæn sina. Eitt eða tvö forvitin höfuð gægðust fyrir hornið á bergsnösinni. “Kyrrir-” hrópaði Jenks. “Ef þessir menn fara ekki samstundis í burtu, þá hika eg ekki við að skjóta á þá.” Indverjinn sagði foringjanum hvaö Jenks hafði sagt, hann kallaði til mannanna og þeir hurfu. For- inginn og Indverjinn voru nú ekki í meira en tíu skrefa fjarlægð frá heilismunnanum og óvinirnir horfðust i augu. Þetta var líkara sýning á leiksviði en viðburði úr daglega lífinu. Foringinn var ung- ur, vel bygður maður í skrautklæðum, hárauðúm jakka og himinbláum silkibrókum. Indverjinn var brúnn á hörund, stórvaxinn og beinaber. Þeir störöu á þá sem á pallinum stóðu. Iris var mjó og leit út eins og unglingsdrengur er hún var komin í karl- mannsföt og var sem dvergur viö hliöina á sjómann- inum er var sex feta hár. Andlit hennar var blóði drifið en Jenks bar sex vikna gamalt skegg. Bæöi héldu þau á Lee-Metford i hendinni og við belti þeirra héngu skambyssur. Þau voru eins og fó'lk í skrautsýningu á leiksviði. Lik hinna dauðu manna voru á leið þeirra er nálguöust hellinn. Foringinrl hniklaöi brúnimar er hann fór fram hjá þeim. jy[ARKET JJOTEL Viö sölutorgiö og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Vinna fyrir 60 menn SextJu manns geta fengið aSgang að l®ra rakaraiSn undir eins. Tlí þess aS verða fullnuma þarf að ein* 8 vikur. Ahöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nem- endur fá staði að enduðu námi fyrir $15 tll $20 á viku. Vér höfum hundr- uð af stöðum þar sem þér getið byrj- að á eigin reikning. Eftirspum eftir rökuruni er æfinlega mikll. Skrifið eftir ókeypis lista eða komið ef þér eigið hægt með. Til þess að verða góðir rakarar verðið þér að skrlfast út frá Alþjóða rakarafélash— International Barber College Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Maln St., Winnipeg. 11! - ‘, , : ! . 'T I b i íIí i i IL J. C. MacKinnon ELECTRICAL CONTRACTOR Sher. 3019 388 Sherbrooke St. Sumarið—og I merkur- eða pottflöskum, hjá vínsölum eða beint frá [. L. Drewry, Ltú. Winnipög Isabel Cleaning& Pressing Establishment J. W. QUINN, eigandi Kunna manna bezt að fara með Loðskinnaföt Viðgerðir og breyt- ingar á fatnaði. Garry 1098 88 isabel §t. horni McDermot Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. J. S. Wium, Upham, N.D. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Paul Bjarnason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olg. Friðriksson, Glenboro, Albert Oliver, Brú P.°., Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. • Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson,\Siglunes, Man. 01. Johnson, Winnipegosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guöbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurðsson, Burnt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.