Lögberg - 01.07.1915, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.07.1915, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚLl 1915 Frá íslandi. Heyskapur á hjarni. Hjáhnar bóndi Jónsson á Ljóts- stöSum í Larárdal í S.-Þingeyjar- sýslu ritar, að hann í ferð út á Húsavík, 3. nóv. f. á. hafi séð fólk við heyskap á ís. Hann segir svo frá: “Veður var heiðskýrt, og hafði svo verið næstliðna sólar- hringa. en töluvert frost um næt- ur. Þegar kom gegnt bæjunum norðanvert við Vestmannsvatn (í Aðaldal), sá eg þar í sílunum menn við heyskap, slátt og rakst- ur. Sýndist mér mennirnir ganga þurrum fótum á vatninu. Sum- staðar var heyinu rakað saman í stórar hrúgur, A öðrum stöðum lágu baggar og biðu þess, að kom- ið væri með sleða, og þeim svo ek- ið yfir vötnin, heim að bæjunum, en börnin léku sér á skautum inn- an um alt saman. Þegar eg fór svo aftur fram um, var búið að flytja heyið sam- an og bera upp. Sá eg þar 3 hey nýuppborin, og enn þá var verið við slátt og rakstur. Hversu mik- ið var í heyunum gat eg ekki um dæmt, en húsfreyjan í Sýrnesi sagði mér, að bóndi áinn væri bú- inn að bera saman 35. hesta. Bónd- inn var auðvitað við heyvinnu, en síðan hefi eg frétt, að hann hafi bætt við 25 hesturn, svo heyið hef- ir orðið 60 hestar, sem hann hey- aði í annari vetrarvikunni. Heyið var grænstör og sýndist vera mikið til græn. — f sumar var engið svo blautt á þessum bæjum, að ekki var hægt að vinna það, en þetta hey bætir upp sum- árfenginn. Það hefir ekki svo sjaldan borið við hér í sýslunni, að slegin hafi verið “ísa-stör”, en aldrei svo eg til viti i svona stórum stíl. Heyið hefir þá vanalega verið látið inn í jfárhús og gefið nautgripum og þeim skepnum öðrum, er fyrst koma á gjöf”. Samkvæmt skýrslum búnaðarfé- laganna um jarðarbætur árið 1913. eru allmargir bændur — um 50 — með 300 dagsverk og þar yfir. Þeir sem skilað hafa 400 dags- verkum og þar yfir eru þessir: Albert Kristjánsson, Páfast., Skgf. 1290; Pétur Hjaltested, Reykjavík 1083; Gestur Einarsson, Hæli, Árn. 994; Matth. Helgason, Kaldranan., Strand. 978; Þorst. Þórarinsson, Drumboddsst., Árn. 740: Vigfús Jónsson, Geirlandi, V.-Sk. 725; Sigurður Antoniusson Berunesi, S.-Múl. 713; Davíð Þor- steinsson, Arnbjargarl., Mýr. 656; Helgi Þórarinsson, Þykkvabæ, \r.-Sk. 630; Eggert Benediktsson, Laugardælum. Árn. 564; Jósep Bjömsson, Svarfhóli, Mýr. 556; j Lárus Helgason, Kirkjubæjarkl., V.-Sk. 552; Guðm. Þorvarðsson, Litlu-Sandvik, Ám. 535; Stefán Árnason, Ásunnarst. S.-Múl. 506; Jón Guðmundsson, Torfalæk, Húnv. 500; Guðbr. bigurðsson, Hrafnkeísst., Mýn. 493; Helgi Skúlason, Herm, Rangv. 492; í^órður Daníelsson, Núpafelli, Eyf. 487; Magnús Gíslason, Frostast., Skgf. 470; Kristján Bjömsson, Steinum. Mýr. 449; Arni Ólafsson, Hólrni, Rangv. 445; Davíð Sigur- björnsson, Litlavatni, S.-Þ. 440; Páll Sigurðsson, Þykkvabæ, V.- Sk. 434; Guðm. Ólafsson, Lund- um, Mýr, 432; H. Grönfeldt, Beig- alda, Mýr. 421; Sigurður Péturs- son, Árnanesi, A.-Sk. 417; Guðm.' Þorbjamars., *Stóra-Hofi, Rangv. 410; Tngim. Guðmundsson, Hellu, Srand. 410'; Helgi Jónsson, Tungu, Reykjavík 409; Jón Einarsson, Krossi, S.-Múl. 407. — Auk þessa hafa verið unnin 1008 dagsv. í Viðey, og svo eru j>eír Ólafuri Thorlacius í Bæ á Rauðasandi með 1177 dagsv. og Gisli Skúlason ]>restur á Stórahrauni með 1012! dagsv. En meiri hluti þess er út- græðsla á óbyltu landi. Samkvæmt lögum um vátrygg- ing sveitabæja og annara húsa íj sveitum, frá 20. okt. 1915, em nú við siðastliðin áramót 28 hreppar búnir að koma á hjá sér slíkri vá- trygging, er lögin gera ráð fyrir. Þar af eru 9 hreppar í Ámes- sýslu: Biskupstungna, Grafnings, Gnúpverja, Hraungerðis, Laugar- dals. Sandvíkur, Skeiða og Vill- ingaholts hreppar. Næst er Borg- arfjarðar og N.-tsafj.sýslur með 3 hreppa hvor; Hvalfjarðarstrand- ar, Leirár og Melasv., og Skil- manna, og í tsaf. Nauteyrar, Snæ- fjalla og ögurhr. Svo er Kjósar- sýsla með 2 hreppa, — Kjós og Mosfellssveit, Mýrasýsla með 2, Álftaneshr. og Borgaerhr., Rangár- vallasýsla með 2, V.-Landeyja og V.-Eyjafjallahr. og S.-Þing. með 2 hreppa, Grýtubakka og Sval- barðsstrandahr. Loks eru fimm svslur með einn hrepp hver, og eru það: Gullbringus. óGrindavíkur- hr.), Skagafjarðars. (Lýtingsstaða- hr.), Eyjafjarðars. (Grimseyjar- hr.), N.-Múlas. (Ttjaltastaðahr.) og S.-Múlas. Œiðahr.J. Kristinn búfr. Ögmundsson í Iíjálmholti gerði í sumar er leið ofurlitla tilraun til að þurka hey á hesjum. Þessar hesjur eru þannig gerðar, að staurar em reknir ofan í jörðina með 2 metra millibili, og 7—8 vírstög strengd á þá. Heyið er svo hengt upp á þessi stög, og látið síðan vera á þeim unz það er orðið þurt. Þessi tilraun Kristins gefst lieldur vel. Heyið var sett upp í óþurkinuna í sumar, og þá dregið upp úr vatni. Eftir 7—8 daga var það takandi, en varð að sitja lengur, vegna þess, að aldrei gafst þá þur stund til að hirða það. Heyið varðist furðu vel í regni, en vildi fjúka niður í hvassviðri. — Kristinn hefir nú í hyggju að gera víðtækari tilraun með þessa heyþurkun næsta sum- ar. Það er ekki flhugsandi, að þessi heyþurkunaraðferð geti komið hér að eynhverju gagni, í rosatíð, eink- um við töðuþurkun. í fyrra haust fargaði Gunnlaug- ur bóndi Magnússon á Ósi í Strandasýslu dilkhrút sem vóg lifandi 45 kíló. Kjötið af honum var 19 kg. og mörinn 3 kg. Hann lagði sig, kominn til ísafjarðar á 19 kr. — Vænstir Hrútdilkar í Hrófbergi í Strandarsýslu hafa verið með 20 kg. falli. En þyngst- ur kroppur af dilk í Tungusveit í sömu sýslu, kvað hafa orðið 23J4 kg- Fyrstu steinsteypuhúsin hér á landi munu vera, bæjarhúsið í Nesi í Höfðahverfi, er Einar heit. Ásmundsson lét byggja árið 1892, og húsið í Sveinatungu í Norður- árdal í Mýrasýslu, er Jóhann bóndi Eyjólfsson, sá er þar nú býr og hefir búið lengi, lét byggja árið 1895. -— Þetta er vert að festa sér í minni nú, þegar flestir eru fam- ir að byggja úr steini eða stein- steypu. Guðjón bóndi Jónsson í Tungu í Fljótshlíð hefir komið á hjá sér vaensleiðslu í bæinn. Vegalengd- in er 422 metrar. Vatnið er leitt eftir skurði 1—1,3 meter á dýpt, og er gert yfir hann með torfi. Vatnið er leitt með öðrumi orðum eftir einskonar jarðræsi. — Vatns- leiðslan hefir gefist vel, sem af er. Verkið kostaði um 100 kr. —Freyr. .. Reykjavik 30. maí Flutningabifreið ætla Þingey- ingar að hafa í sumar á akbraut- inni milli Húsavíkur og Breiðu- mýrar í Reykjadal. Þórólfur Sig- urðsson í Baldursheimi hefir hrundið því fyrirtæki x fram- kvæmd. Bifreiðarstjóri verður Kári Arngrímsson frá Ljósavatni. Er Iiann nú að læra stjórn bif- reiða 'hér. Reykjavík 31. maí. Símað er frá Isafirði 30. maí: Aflalitið, beitulaust, ís úti fyrir og kuldatíð. Simað af Sauðárkróki 31. maí: Húnaflói er auður. Ishrafl g Skagafirði og er ð reki austur með landinu. Veðrinu heidur að slota. — Þetta er haft eftir mönnum af e/s. Isafold, er legið hefir af sér garðinn á Skagafirði. Reykjavík 30. maí. Skrautgripaverzlun Guðjóns sál. Sigurðssonar verður haldið áfram. Ilalldór Sigurðsson, sá maðurinn, sem hjá honum vann lengstum, hefir keypt hana og rekur hana frainvegis. Ágætis afli er nú í Sandgerði á degi hverjum. Dbrrn. Bjarni Jónsson snikkari andaðist hér í bænum aðfaranótt 29. maí, eftir langvarandi veikindi. Hann var fæddur 25. ágúst 1859 á Laxnesi í Mosfellssveit. Flestir munu víst finna til þess, hver munur er á vorinu nú, eða óheilla vorinu í fyrra, sem var eltt- hvert hið ömurlegasta vor, er menn muna eftir; veðuráttan afar stirð, fénaður venju fremur ó- hraustur, og svo almennur hey- skortur og fjármis4ir. Nú er fén- aður allur í bezta standi og hvergi heyrist talað um heyskort. Veður- átta hefir verið hin bezea siðan mánuður þessi byrjaði, oft sólskin á hverjum degi, og er það óvenju- legt hér á landi, að fá marga sól- skins daga í röð. Reyndar var frost á hverri nóttu iram að lok- um, sem hamlað hefir gróðri, en nú er kominn landsynningur með skúrir og skin (23. maí). Vonast menn nú hér eftir góði^ og gróð- ursælu vori. Sveitabændur hafa til þessa fremur grætt á áhrifum stríðsins en tapað, því þótt út- lenda matarvaran hafi stigið mjög í verði, þá hefir verðhækkun á af- urðum jxeirra stigið þeim mun meira í verði. Fjöldamargir bændur hafa samið við kaupsýslu- menn, að selja ull sína fyrir rúm- ar 2 kr. pundið, og er slíkt verð á ull hér áður óþekt. Á þeim fáu uppboðum, sem haldin hafa verið hér austan fjalls, hefir fénaður komist í geipi verð; númerið af ám 50—67 kr., hæst í Biskups- tungum, ærin yfir 33 kr. fyrir ut- an innheimtulaun. Menn búast líka við einhverju geipiverði á sauðaketi í haust. Reykjavík 28. maí. Ráðsmenska nýja ráðherrans er nú umtalsefnið í bænum. Mönn- um er, sem von er, forvitni á því, hvemig hann “fari af stað” i um- boðsstjórninni. Vér höfum það fyrir satt, að allmörg mál, er fyrir stjórnarráðinu Iágu, hafi verið af- greidd nú áður hann fór utan. — Þá hefir hann undir endurskoðun tilskipun frá 13. febr. 1873 um reikningsskil gjaldheimtumanna landssjóðs o. fl. Errfí fremur hef- ir hann ákveðið að bæði landsíma- stójri og póstmeistari skuli gera reikningsskil á ársfjórðungi hverj- um, að starfsmenn símans skuli leggja fé ]>að, sem inn kemur í sparisjóð jafnóðum í reikning símans, en ekki sinn, og enn að símastjóri, skógræktarstjóri og landsverkfræðingur skuli láta öll tilboð um efni til mannvirkja landsins ganga gegnum stjórnar- ráðið. * Reykjavík 27. mai. Geir Zoega kaupmaður, varð 85 ára 26. maí. Fjöldi fána dreg- inn á stöng í bænum til heiðurs við hann. Hornaflokkur K. F. U. M. lét nokkur lög fyrir utan hús hans á Vesturgötu, og var flokkn- um boðið inn á eftir upp á ýmsar góðgerðir. Formaður hans ávarp- aði afmælisbamið nokkrum vel völdum orðum og árnaði allra heilla, kvað hann flokkinn vera þangað kominn í nafni borgar- stjóra. — Geir Zoega þakkaði fyrir hugulsemina og rétti form. 100 kr. að skilnaði handa horna- flokknum. Látnir eru hér í bænum gamli Gísli Hjálmarsson úr Bolungar- vík og Ólafur kaupm. Árnason frá Stokkseyri. —Vísir. Reykjavík 2. júní. E^s “Ásgeir Ásgeirsson”, sem Ásgeir kaupm. á ísafirði átti og hafði hér lengi í förum, var ný- lega selt til Finnlands fyrir 120 þús. kr., að sögn, og varð það skömmu eftir eigendaskifein fyrir því óhappi, að þýzkur kafbátur sökti þvi við strendur Svíþjóðar. Hvítsstaðir heitir jörð x Mýra- sýslu, er þeir hafa keypt B. B. Póstur og Illugi sonur hans. —lÆgrétta. Ein á ferð í Kína. Fyrir skömnxu tók stúlka það í sig, Marry Gaunt að nafni, að ferðast um í Kína, fjarri þeim stöðvum, þarsem hvítir menn venjulega ferðast þar, fylgdar- laus af sinnar þjóðar mönnum. I för hennar vom aðeins kínverskir burðarkarlar, og túlkur hennar, sömuleiðis kínverskur, er kunni lítið eitt í ensku. Hún segir sögu sína í tímaritinu Wide World, all- skemtilega með köflum. Hér skulu sagðir kaflar úr ferðasögu stúlku þessarar um það' sem hún ,sá og heyrði og hugsaði um það sem fyrir hana bar. I. 1 PeVing. Eg var búin að ferðast landveg yfir þveran hinn foma heim, er eg loks Ienti í Peking einn kaldan dag í febrúar mánuði, í hvössu veðri. Eg var kominn til Peking, höfuðstaðar hinna fornu keisara, er bygð hafði verið, löngu áður en herfylkingar Rómverja bára gunn- fána sína yfir mýrarnar við Thames. Ilún var þá, á þeirri tíð, höfuðból æfa fornrar menn- ingar. Eg var komin til Kina, jxarsem loftið er svo fagurblátt og sólskinið svo bjart á hverjum degi, }>arsem fátæktin er svo sár og auð- ur og skraut framúrskarandi, til píslarvættisins og leyndardómanna lands. Aðkoman á járnbrautarstöðina var því lík sem annars staðar ger- ist, því að járnbrautimar eru gerð- ar og reknar af Bretum og Frökk- um aðallega. Hvassviðri var og svo mikið ryk, að skygni var lítið betra en í London, j>egar }>okan grúfir yfir J>eirri borg. Allir far- þegar þutu sína leið, en með því að það fólk sem mér hafði boðið að dvelja hjá sér, Iét ekki sjá sig, fékk eg mér, með annara hjálp, tvo tötrum klædda burðarkarla til að bera farangur minn og burðar- stól handa sjálfri mér. Nú fann eg, að komið var til Kína, því að hvergi er mannaflið minna metið og ver borgað en þar. — Fólkið sem eg var að leita uppi, var ekki heima, en kínverskur ráðsmaður, stiltur einsog ljós og vel siðaður sem gamall höfðingi, bauð mér inn, }>ó að alls ekki hefði verið vonast eftir mér, að sögn hans, bar mér te og bjó mér bað, er mér lék næsta mikið hugur á eftir mína löngu og ströngu landferð.” Er fljótt frá því að segja, að hún dvaldi á því heimilx, þartil hún fór að kynnast i borginni og verða fær xun að bjargast á eigin spítur, og eru sögur hennar af kínversku þjónustufólki á þessu heimili, tæp- lega svo veigamiklar, að í frásög- ur sé færandi. Hún bjó á, hóteli með aílra þjóða flokki, eftir það, meðan hún dvaldi i Peking. “Fvrst í stað þótti mér lítið til borgarinnar koma, og þótti súrt í brotið, þvi að eg ætlaði að skrifa um hana, og samið getur maður ekki lýsingu nema af því, sem manni annaðhvort fellur vel í geð eða næsta illa. En smámsaman opnuðust augu mín, og þar kom að mér skildist ekki, að eg hefði nokkurntíma verið svo sjónlaus, að sjá ekki hversu furðulegt og fágætt það er, sem þar er að sjá. Fyrir æfalöngum tíma bygði þjóð, mikil og mentuð, borg á austurjaðri hinnar miklu sléttu, sem liggur um hálfan heiminn — frá Norðursjó til Kína'hafs. — Peking var reist á þeirri öld, er forfeður vorir, hinna vestrænu þjóða, sem svo stórlátar eru af mentun sinni, voru hálfberir villi- menn, er færðu sig stað úr stað, eftir bithaga eða veiðidýrum, sú borg var ráin og rænd og skifti oft um húsbændur, og breytti þó lítið um snið, hvort sem Kínverjar, Tartarar, Ming eða Manchu sátu ]>ar að völdum, og stendur óhögg- uð enn þann dag í dag. Nú blæs á hana andvari af Vesturlöndum, hún finnur hann og talar í hálf- um hljóðum um breytingar, en býr yfir sama hugarfari og hún áður hefir haft um allar þær aldir, er yfir hana hafa liðið. Allar múrgirtar borgir eru furðulegar nú á dögum, en engum slíkum er Peking lík. Hin nýja jámbraut liggur inn í borgina um skarð eða réttara sagt gat á borg- arvegginn, því að heill er hann yfir henni. Hin ljóta og leiða járnbrautarstöð er fyrir utan múr Tartaraborgarinnar, þvi að f Peking eru þrjár ólíkar borgtr, eða öllu heldur fjórar. Fyrst er keisaraborgin, umgirt sjö mílna löngum- hárauðum steinvegg, 5 álna háum, innan í þeirri borg er Forboðna borgin; þar búa leyfar keisarastjómarinnar. keisarabarnið og gæzlumenn hans, kvenfólk, geldingar og jxjónustufólk, álíka skari og fyrrum var í höllum Persakonunga og konunganna í Babylon. Þar eru víðir húsagarð- ar, forn hof og ævagamlar hallir, málstofur með bjúgum þökum og rauðum hellusteinum á, varð- turnar og furðuleg hlið, Iíkust jarðgöngum, á þykkum veggjum. í Keisarabænum umhverfis for- boðnu borginu, eru húsin lág,! gluggar með smáriðnu málmneti x rúðu stað, þökin bjúg og strætln mjó einsog gangar. Þar finnast i hljóðum, skuggasælum hofgörð- um, gömull goðahof í skjóli fornra trjáa, en vörðinn halda krúnurak- aðir klerkar i rauðum skikkjum, upplituðum af elli. Tjöld eru slitin, götótt og upplituð, blótstall- ar eða ölturu óhrein af ryki, hvergi finst ilmur af reykelsi, því að goðin era dauð, en eigi að síður 'haldast þau við, — því að hinum dauðu er aldrei gleymt í Kína. Hér finnast einnig búðir, lágar, einlyftar, en framstafnar eru út- skomir og lagðir gyllingu, stræti eru leirug eða rykug, eftir veðri; sum eru ekki breiðari en gangar, og er oft hár múrveggur á aðra hönd, með dyrasmugu á; þar eru ríkismannahús, vel geymd og girt. Úti fyrir glamrar skarkali sem í kínverskum bæjum gerist, — hross og múldýr og asnar, með böggum, kerrustólar frá Japan, hrossakerr- ur með spegilgleri alt í kring, er sýna fáránlega prýði Lundúna- borgar, og blámaláðir vagnar kín- verskir, er þar hafa verið í móð um þúsundir ára. Utan ixm Keisaraborgina er Tartaraborgin, fjórtán mílur um- máls, horfin miklum múrgarði. Fyrir utan hana er svo Kínverska borgin, einskonar undirborg, aðal- lega suður af henni. Þrettán mílna langur garður liggur utan um hana, og eru þar stórir hof- garðar utan um musteri himinsins og musteri akragróðans. En þó að Kinverska og Tartara borgin séu sérstakar borgir, með háum múr á milli, þá er fólkið hvort öðru likt í j>eim; allur greinarmun- ur á því, er löngu liðinn. Tartar- arnir unnu hana af þeim kín- versku, en Kínverjar, þolinmóðir, kostgæfnir og seigir, tóku Tartara tökum og gerðu þá líka sjálfum sér. 1 Tartaraborginni era kross- götur um alla borgina, mjög svo reglulegar, strætin breið og vana- lega í þrennu lagi, miðparturinn harður og vel hirtur þjóðvegur, en á báðar hendur er jarðvegurinn gljúpur og troðinn, því að mikið er um manninn, svo að þar verð- ur leðja í rigningum en ryk afar- mikið í j>urkum. Á sumrin er þar ilt umferðar fyrir bleytu, í vetrar- þurkunum tekur rykið út yfir. Yfirvöldin reyna að ráða bót á þeim ófögnuði; á vissum tímum senda þeir menn nxeð óhreint vatn í fötu, er ausa því með stórri sleif, riðinni úr tágum. Með þvi móti væta þeir göturnar í Kína. En þrátt fyrir rykið og leðjuna eru strætin ekki ófögur. Tré vaxa meðfram þeim, eg hugsa að engin borg í víðri veröld sé eins skógi vaxin og Peking, þó undarlegt sé, þarsem landið er nálega skógalaust. Þegar litið er yfir bæinn frá múr- unum, sér varla annað en grænt skógarlim, með stöku þaki, eld- rauðu, upp úr. Það er fögur sjón, að sjá rauða þakkambana bera við grænt laufið. En hvergi er þessa sjón að sjá í Peking, nema frá múrunum. A múrunum. Múrarnir í Peking og hliðin á þeim, eru furðuleg að sjá, fyrir fólk úr Vesturlöndum., Kublai Khan hét sá keisari er hlóð þá úr mold og leir á þrettándu öld; tveim öldum síðar tóku þeir kon- ungar borgina, sem kendir eru við Ming; þeir bygðu tígulstein utan um moldargarðana, og era þeir með þeim ummerkjum enn þann dag í dag. Undir þeim múr 'hafa Vesturþjóðirnar og hin Asiuþjóð- in fyrir austan Kína, reist bústaði sendiherra sinna, og halda þeir svæðinu umhverfis og mílulöngum kafla af múrnum, með alvæpni, fyrir Kínverjum. Tartaramúrinn er meir en átta mannhæða hár. Hann er 60 fet í þvermál, við jörð, 40—50 feta breiður að ofan, og er flóraður með þeim sama gráa tigulsteini, sem hliðarnar eru upp hlaðnar með. Hér horfir eins við og í öðrum múrgirtunx borgum í Kína, aö hvergi verður gengið sér til hressingar og gamans, nema uppi á múrunum, og sá mílulangi spotti, sem sendiherrasveitin ræður yfir, frá öhieu Men, eða höfuðhliði að Ha Ta Men eðá landsuðurhliði, er vel hirtur; þar er gangstigur, sem allur gróður er upprættur úr, en hann vex mjög vel uppi á múr- unum og er til mikillar prýði. Moldin innan í múrunum er hin sama frjósama gróðurmold, sem skapast hefir af árburði á þeirri sléttu, þarsem Peking stendur, og eftir skúrir vor og sumar sprettur j>ar fagur gróður og mikill, upp úr sprangunum milli múrsteinanna. Að haustlagi, áður en frostið hefir slegið fölva á Jænnan gróður, er það í sannleika inndælt, að dvelja þar sér til hressingar. Á þeim kafla múrsins, sem send'iherra sveitin hefir1 yfir að ráða, er alt vel hirt, gangstígurinn er þráðbeinn og gróðrastóðið vel umgengið, en á hinum þrettán milunum, er Kinverjar ráða sjálfir yfir, er göngustígurinn aðeins troð- in slóð, hlykkjótt og mjó, gegnum gras og runna. Sumstaðar standa upp úr gróðrinum háar hellur, aú- af tvær og tvær saman, en það era þær einu leyfar, sem eftir eru, af hinni fornu vigeirðing múranna, er Tartarar og Kínverjar settu þar til varnar hinni miklu borg. Múrarnir eru í ferhyrning, að- eins lítið eitt í skakkhorn á útnorðurhorninu, sem all- ir Kínverjar vita, að verður aö vera, ella má eiga víst eitthvert ólánið, og enginn þeirra efar, að með öðru móti verði djöflum ekki haldið fyrir utan múrgarða borgarinnar. Það er ekki mjög langt síðan, að hermenn Manchu keisaranna gættu múranna og var engum leyft að koma þar öðrum en þeim, að viðlagðri dauðarefsing, en or- sökin þartil var hin sama og að því, að húsin i borginni eru aðeins einlyft. Það þótti ekki 'hæfa, að nokkur tilheyrandi almenningi, fengi að líta niður til keisarans’ og ekkert kvenfólk mátti stigá þangað fæti sínum, því að svo var að sjá, að herguðinn, er vitanlega hafði hug og mætur á þessum varnarvirkjum, hefði ótrú á, að kvenfólk kæmi þangað. Hlifiin. Frá borgarhliðum í Peking er vandlega og vegsamlega gengið. Yfir nverju er varðturn, með mörgum þökurn á, hvert upp af öðru, og gína má'luð stórbvssu- hlaup ut úr skotsimigunum. Mál- aðar eru byssurnar ]>ar, J>ó að á 20. öldinni sé- Þannig er hið um- liðna bundið við það sem yfir stendur í Kína. Byssumar eru ekki fornleyfar, heldur, eins og hellurnar af múrnum. Árið 1900, þegar Boxarar rændu Kinaborgina og Evrópumenn svifu milli Iífs og dauða i hallargörðum sendiherr- anna, þá brendu ræningjar varð- turninn yfir höfuðhliði. Þegar upphlaupið var yfirstaðið, bygðu Kínverjar turninn að nýju, með öllum þökunum, einsog áður var, og allri þeirri litaprýði og gyllingu sem á honum hafðí verið. I skotsmugumar settu þeir hinar sömu byssur, er þar höfðu legið um undánfarnar aldir, ekki til þess eins að ógna fjandmönnum Albert Gough Supply Co. Wall Street and Kildonan West ALSKONAR BYGGINGAEFNI Talsimar: Sher. 3089 og St. Jonn 2904 Þingmannaefni Liberala í nœstu f y lkiskosningum. Til fylkisþings hafa boðið sig i næstu kosningum og verið samþyktir á flokksfundum innan kjördæm- anna eftirfylgjandi menn; Kjördæmi. Þingm. efni. Assiniboia—J. W. Wilton. Arthur—John Williams. Beautiful Plains—W. R. Wood. Birtle—G. H. Malcolm, Brandon—S. E. Clements. Cypress—Dr. Myles. Deloraine—Hon. Dr. Thornton. Elmwood—Dr. Hamilton/ Emerson—J. D. Beskerville. Gilbert Plains—Mr. Findlater. Gimli—E. S. Jonasson. Gladstone—Hon. Dr. Armstrong. Glenwood—Jas. Breakey. Hamilton—J. H. McConnell. Iberville—Jas. Black. Kildonan og St. Andrws—Geo. W. Prout. Killarney—S. Kelloway. Lakeside—Col. C.' D. McPherson Landsdowne—Hon. T. C. Norris. La Verandrye—P. A. Talbot. Le Pas—J. A. Catnpbell. Minnedosa—Geo. Grierson. Morden og Rhineland—Hon. Val. Winkler. Manitou—Alex. Home. Morris—Wm. Molloy. Mauntain—J. B. Baird. Norfolk—John Graham. Portage la Prairie—E. A. McPherson. Róckwood—A. Lobb. Russell—D. C. McDonald. St. Boniface—Jos. Dumas. St. Clements—D. A. Ross. St. George—S. Sigfússon. Ste. Rose—Z. H. Rheaune. Swan River—W. H. Sims. Turtle Mountain—Geo. MacDonald. Virden—Dr. Clingan. Suður Winnipeg—Hon. A. B. Hudson 0g W. L. Parrish. Mið Winnipeg—Hon. ,T. H. Jöhnson og F. J. Dixon. Noröur Winnipeg—S. Hart Green og N. Lowery. í fimm kjördæmum er útnefning ekki fram farin. sínum, heldur til að sína hernað- ar goði sínu, að þeir væru við öllu búnir. > Fyrir borgarhliðum eru allstór svæði girt, álíka og réttagerði. Þangað koma úlfalda lestir úr Mongoliu, með korn, ull og ávexti, svo og úr Vesturfjöllum með þunga bagga og því “svarta grjóti” sem Marco Polo sá þangað flutt fyrir 700 árum síðan, og sagði þá sögu í Vesturlöndum, að Kínverj- ar brendu því eins og aðrir brendu mó. Þessir úlfaldar hafa komið til Peking í meir en tvö þúsund ár, og enn troða þeir rykmökkinn undir borgarmúrum, hver hnýttur aftan í annan, og bandið dregið gegnum snoppuna. Þeir fara hægt og bítandi, einsog þeirra sið- ur er, álíka og j>eir* hafa gert um þúsundir ára, og enn gnæfa varð- turnamir yfir þeim með sínum máluðu byssukjöftum, enn blasa borgarmúrarnir við þeim, undír hinum heiða himni norðurhluta Kínverjaland's. Þar má enn sjá sömu siðina einsog fyrir 2000 ár- um, áður en vorar sögur hófust. Þetta er undarlega forneskju- leg sjón. Ekki sjást bifreiðamar, aðeins “rickshaws” eða kerrustólar sem menn ganga fyrir, með einum manni í, tvíhjólaðar kerrur með einum hesti fyrir eða múldýri, langir flutninga vagnar, hlaðnir timbri, kalki og öðrum þunga, með þremur eða fjórum mögrum og smáum hestum fyrir, en stundum dregur aðeins einn hestur eða múldýr, og er svo langt milli hesta og ækis, að mann furðar, að hrossið skuli orka nokkru til dráttar. Þeir menn, sem kerrur draga, hringja bjöllum sinum, þeir sem á hjólum renna blása í pípur, allir asnar, svo og múldýr og hross hafa bjöllur um hálsinn og hver maður hrópar fullum hálsi Sjö mann'hæðum ofar æfir sig amerískur dáti á að þeyta lúður sinn. Þetta er að sjá og heyra við höfuðjilið borgarinnar á degi hverjum. 'v Sendiherra, borgin. Sendiherrar útlendra þjóða í Peking hafa fengið svæði innan- borgar, svo sem mílu að flatarmáli, en ekki er lengra siðan en um aldamót, að þeir bjuggu þar um sig. Hús hafa verið rifin niður á þrjá vegu við hallir þeirra, á all- breiðu svæði, til varúðar og er þar nú grasi gróinn geiri, ramlega víg- girtur, en um 2000 manns alvopn- a.ðir, hal'da þar vörð bæði dag og nótt; með því liði og vopnum geta þeir kúgað borgina hvenær sem þeim býður við að horfa. Enginn veit með vissu, hversu margt lið Japanar hafa þar, en varla mun það færra vera en hinna. Þeir sem búa þar, 'lifa í vopnuðum her- búðum. Vígi og byssur gína þar við, hvar sem farið er út eða inn, en vopnakerrur, hergagnakerrur og Red Cross kerrur eru alla tíð á ferðinni innan takmarka borgar- innar. Sendiherrarnlr og allir út- lendingar voru hætt komnir í uppreisn Boxaranna og enn finst í einu horninu á byggingu hins brezka sendiherra sundurskotinn steinn með áletran: “Til þess að minna okkur á,” -— þeir vilja ekki vera varbúnir, ef yfir þá skyldi liða hin sama skelfingartíð! og þá. Eg sit í hofgarði fomum uppi í fjöllum, teyga að mér svalandi blíðloft útlíðandi sumars, horfi á heiðan himininn bera við dökk- grænt skógarlim hoftrjánna og þá skilst mér glögt, að eg eigi þessum hermönnum það að þakka, að eg þarf ekkert að óttast, alein meðal Kínverjanna. Goðin sem í kring- um mig eru, eru dauð — hver ótt- ast eða virðir goðin? Spánskar hnetur eru geymdar í pokum hjá blótstöllum þeirra — en af hinum útlendu hermönnum stendur ótti, og hvert mannsbarn í landinu veit af þeim. Þeir sem völdin hafa hafa beig af þeim, og því gengur skipunin mann frá manni, J>artil öll þjóðin veit af henni: “Snert- ið ekki hár á 'höfði nokkurs út- Iendings, hvað senx í skerst og fyr- ir kemur.” Það var samhuga álit allra sem eg talaði við í sendi- herra borginni, að nauðsynlcgt væri, að halda hersveit þar, því að Kinverjar væru bráðir og fljót- lyndir, með allri kurteysinni, og væri aldrei að vita, hvenær upp- þot kæmi fyrir útaf gremju til út- lendinga, ef ekki væra öruggar varnir í höfuðborginni. Framh. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.