Lögberg - 01.07.1915, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.07.1915, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚLI 1915 5 Fáheyrð björgun. Prestskona bjargaöist meö undar- legum hætti, er “Lusitania’’ sökk. Ef slik björgunarsaga væri sögð í skáld- sögu, mundi hún talin fjarstæöa og heimska. Þau hjón, séra H. L. Gwyer og kona hans voru á heimleið til Eng- lands eftir fimm ára dvöl í Canada. Þegar skipiö tók aö síga,, haföi prestur komiö konu sinni í einn bát- inn, en svo v'ar báturinn hlaðinn, aö ekki var rúm fyrir prestinn. Hann varö eftir á þilfarinu, veifaði hend- inni í kveðju skyni, hljóp síöan fyrir borö og hélt sér uppi á sundi þangað til hann hitti á bát, sem hann komst upp í. Skipið hallaðist nú svo mjög, að siglutré og reykháfur námu því nær við haffleti rétt hjá bátnum, sem prestskonan var í. Þegar reykháfur- inn nokkru seinna skall í sjoinn, varö svo mikill öldugangur, að prests konuna tók út úr bátnum og hún sogaðist inn í einn reykháfinn. Aftur risu reykháfarnir litiö eitt úr sjó og vatnsflóð streymdi út úr þeim. Kom konan ásamt óhreinu v'atninu aftur út úr reykháfnum og féll í sjóinn. Þaö varö henni til lífs Báturinn, sem hún hafði verið í, var enn svo nærri, að þeim sem í honum voru tókst að bjarga konunni. — Uppskera og sláttur fer í liönd á Englandi. Verða her- teknir menn notaðir til að hjálpa bœndum þar sem því verður við komið. Strangt eftirlit verður haft með föngunum, effls og nærri má geta. — Vegna kvartana sem fram hafa komið undan því, að póst- send'ingar vestan um haf, sem fara eiga til Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Hollands séu rifn- ar upp ef þær fara um pósthús þeirra þjóða er í ófriðnum eiga, hefir verið ákveðið að senda þær ekki með öðrum skipum en þeim sem ganga böint til hinna hlut- lausu landa. — Trékassi fullur af dynamiti fanst grafinn niður i Shaw Park í Quebec, skamt frá vélaverksmiðju Merciers, sem innan skamms átti að byrja á hergagnasmiði. Rann- sókn var þegar hafin, en söku- dólgar eru ófundnir. Ólíku saman aðjafna Margir hafa spreytt sig á að reyna að benda á, hverjar mundu vera helztu orsakirnar er hrintu stríðinu á stað. Meðal annara, sem þetta mál hafa látitl til sín taka, er danskur mentamaður, Dr. Starcke að nafni. í einum kafla ritverks hans er hann kallar “Heimsstriðið”, bendir höfundur- inn á hve mikið djúp sé staðfest á milli hinnar ensku og þýzku menn- ingar, hve hugsjónimar sem þjóð- irnar hafa lifað fyrir hafi verið ólíkar og fjarskyldar. Hann seg- ir að menning beggja þjóðanna só aðdáunarverð og menning hvorrar þjóðarinnar um sig hafi verið þess eðlis að hún miðaði að því, að leggja undir sig allan heiminn. En með þvi að menning þeirra gekk í gagnstæðar áttir, önnur kom að sunnan hin að norðan, eða önnur að austan hin að vestan, þá hlaut þjóðunum, er báru menning- una á herðum sér, að lenda sam- an fyr eða síðar. Mjög greinilega bendir höfund- ur á muninn á stefnu þessara tveggja þjóða í verzlun og verzl- unarlöggjöf. Þjóðverjar vilja af fremsta megni neyða allan heim- inn, ef þeim væri það unt, til að kaupa iðnvörur sínar og loka landeignum sínum fyrir viðskift- um annara með órjúfandi toll- múrum. Aðaí markmið Engletidinga kveður höfundur vera það, áð út- vega sjálfum sér þær afurðir er þeir þurfa með, hvetja a'ðra til að framleiða þær og senda þær helzt tolllaust um víða veröld. Höfundur sýnir fram á, að alt hafi rniðað að því hjá. Þjóðverj- um, að gera heiminn að einni stórri vél með aflvaka og stýri í P>erlin; þar átti þungamiðja allra. framkvæmda að hafa bækistöð sína. En Englendingar hafi vilj- að gera heiminn úr garði líkt og lifandi ^líkama, þar sem hver lim- ur þroskaðist innan frá samkvæmt eðlilegu lögmáli náttúrunnar. Þessu til sönnunar bendir hann á nýlendustjórn Englendinga, er hann kveður alla miða að því að efla sjálfstæða starfsemi þeirra. Canada, Astralía og Suður-Afríka eru i raun réttri algerlega sjálf- stæð og í Indlandi taka innlendir menn drjúgan þátt í stjórn lands- ins, þótt ekki hafi landið, af eðli- legum ástæðum, fulla sjálfstjóm. Þetta skilja Þjóðvcrjar ekki; þeir álíta það galla eða brest i stjórn- speki Englendinga. Ef Þjóðv. hefðu átt fyrir Indlandi að ráða hefðu þeir sent þangað þýzka lög- reglu og þýzkan her og innlendir menn heföu hvergi fengið nærri að koma. “Getur nokkur vafi á því leikið, að hverri stjómarstefnunni óhlutdrægar og sanngjarnar þjóð- ir muni fremur hallast?” spyr höf- undur. “Og þó láta sumir glepj- ast af fagurgalanum sem kveðinn er um hina óviðjafnanlegu þýzku ‘menning’. En sú menning sem þvingar þjóðirnar á ekki skilið að verða heimsmenning. Sú menn- ing á skilið að verða heimsmenn- ing, sem leysir öll sérkenni og fdla góða krafta þjóða og einstaklinga úr læðingi og kennir þeim að beita þeim öðrum til blessunar og farsældar.” Höfundur bendir þá á, að þegar litið sé á menning IJjóðverja og Englendinga frá þessu sjónarmiði, ætti engum að blandast hugur um, hvernig æski- legast væri að strijðinui lyki. Þjóðverjar haldi að þeirra menn- ing sé allri menning æðri og heim- urinn megi síst án hennar vera. En þáð telur höf. stóran misskiln- ing. Þjóðverjar berjast fyrir sin- um eigin hag; ef þeir sigra tapa allir aðrir. Englendingar berjast að vísu einnig fyrir hajg sín!um. en jafnframt fyrir velferð alls heimsins; það er munurinn. Dauðratala í stríði og friði. Mörgum mun hrjósa hugur víð, er þeir lesa nafnalista þeirra manna, er í stríðinu falla og verða það á að mjög mikill hljóti mun- urinn að vera á dauðratölunni nú og að undanförnu. Ef miðað er við hundraðatölu, kemur þó ber- sýnilega i ljós, að munurinn er miklu minni, en við mætti búast. Dauðinn er ekki á friðartímum jafn sjaldgæfur gestur og margur hyggur. Hitt er vist, að á ófrið- artímum ber dauðann að á svip- legri og hryllilegri hátt en endra nær og vekur því meiri eftirbekt og særir dýpri sárum. Þjóðverjum hefir fjölgað svo ört á síðustu árum, að ef stríðinu lyki um næstu mánaðamót, mundu íbúar landsins vera talsvert fleiri en í upphafi stríðsins. Þvi lengur sem ófriðurinn stendur, því minni verður auðvitað fjölgunin. En þótt stríðið standi 'heilt ár enn eða lengur, þá verða þeir samt fjöl- mennari en þegar þeir lögðu út í stríðið. Þýzkarar halda að dauðsföll í Rússlandi hafi hækkað um 18% síðan stríðið byrjaði; en búast má við að það sé orðum aukið. Eink- um virðist þetta geysimikill mun- ur, þegar þess er gætt, að í stríð- inu milli, Japana og Rússa hækk- aði tala þeirra sem dóu ekki nema um Þó staðhæfing þýzkra kunni að vera sönnu nær, þá fylla börnin, sem fæðast því nær upp í skörðin. f Frakklandi fækkar fólkinu ef- laust langmest við stríðið. Þar hækka dauðsföllin um 6o til yo% og eins og kunnugt er, fæðast þar tiltölulega færri böm en í nokkru öðru landi, svo þar bætist ekki mikið við til að fylla i skörðin. Á friðartimum deyja hér um bil tiu miljónir í Evrópu árlega. Á Þýzkalandi deyja árlega 10,000 af slysum, 14,000 stytta sér aldur;, alls deyja þar fullar 35,000 Ar- !ega annan veg en á sóttarsæng og nemur það því nær 4% af öllum dánum. Af öllum fullorðnum sem í verksmiðjum vinna, deyr tíundi hver af slysum eða styttir sér ald- ur. Námumenn eru því nær í eins mikilli lífshættu staddir og þeir sem i skotgröfum liggja. 40,000 manns mistu lifið í jarðskjálftunum á ftalíu í vetur. En fáir virtust taka eftir þvi, vegna þess að stærri atburðir gerð- ust annarstaðar samtímis. f þeim hluta Indlands sem Englandi lýtur, drepur “pestin” árlega 700,000' manneskjör. Tap og tölur. í blöðum er birt yfirlit yfir rrianntjón þriggja þeirra rikja, sem i stríðinu taka þátt, eða tölur fall- inna, særðra og handtekinna, fram að byrjun mánaöarins. Af þeim skýrslum, skal hér birt eft- irfarandi ágrip. Þess er getið, að tölúrnar um manntjón Breta séu ábyggilegastar. Það sem sagt er um manntjón Þjóðverja er teljjð eftir prússneskum skýrslum, og eftir því áætlað tjón annara þýzkra ríkja. Manntjón Rússa er að sumu leyti alveg ókunnugt, enda ágizk- un mikið til, það sem hér er greint. Um manntjón Frakka og Austurríkismanna veit almenning- ur útifrá alls ekkert annað en það, að þær þjóðir hafa mist afarmik- ið lið. Um mánaðamótin maí og júní ovru liðnar rúmar 40 vikur frá orustunni við Mons, hinni fyrstu liríð sem Bretar börðust í, og þann tímann hafa þeir tapað að meðal- tali 6500 manns á viku; alls j 258,069 fram að 30 maí. Fyrsta hálfa máiuðinn urðu orustan við Mons og undanhaldið til Murne, og þá var manntjónið 7000 á viku; það er litið fyrir ofan meðaltal alls tímans og má af þvi sjá, að vígskurða hernaður er nálega eins mannskæður og fólkorustur, þó ekki sé eins frásögulegur og hinn fomi háttur, að berjast á viða- vangi. Þann 11. apríl voru Bret- ar búnir að missa 139 þúsundir en 31. maí 258 þúsundir, á þeim 7 vikum. var því mannslcaði þeirra} nálægt 120,000, eða 12,000 á viku hverri,, að meðaltali, fjflrum sinn- um meiri en í orustunni við Marne, Aisne og Ýpres, og meir en helmingi meiri en irianntjón þeirra á undanhaldinu og 'hryðj- unni við von Kluck í haust leið. Á hinum umræddu sjö vikum varð hin mannskæða orrahríð við Hól- inn nr. 60, eiturloftshríðin við Ypres og bardagarnir þar á eftir. Af tölunum má ráða, að mjög hef- ir sóknin verið hörð á fylkingar Breta í Flanders og að viðureign- in við Hellusund hefir orðið þeim skaðasöm. Af þeim skilst líka, hversu mikinn hug þeir leggja á góð skotfæri, því að án hinna beztu skotfæra er ekki auðið að vinna sigur og afar torvelt og háskasamlegt, að seanda móti á- hlaupum þeirra, sem eiga yfir hin- um beztu skotfærum að ráða. Um mannskeða Þýzkalands er það kunnugt, að samkvæmt stjóm- arskýrslum voru Prússar búnir að missa 1,400,000 fallinna, særðra og hertekinna, í byrjun fyrri mán., ef önnur ríki Þýzkalands hafa týnt þriðjung þeirrar tölu, þá verður mannfallið alls 1,800.000. eða fast að tveim miljónum, ef reiknað er það sem óvígt hefir oi*ðið af liði þeirra í herferðinni síðustu í Galiziu. Af hinum ná- kvæmu skýrslum Breta má sjá að einn fyrirliði verður óvígur þar- sem 20 liðsmenn týna tölunni; ef tjón Þjóðverja er reiknað eftir þvi, þá eru 400,000 til heljar famir af liði keisarans og um 80,000 fyr- irliðar orðið óvígir. Samkvæmt skýrslum þýzkra blaða voru 513,000 rússneskir fangar á Þýzkalandi í maí byrjun og 302,000 í Austurriki og Ung- verjalandi. Ef nokkuð er hæft í frétt þeirri, að þýzkir hafi tekið 300 þúsund rússneskra fanga í Galiziu, þá eru 1,115,000 manna herteknir af liði Rússa. Af liði Frakka höfðu þýzkir hertekið 254 þús., af liði Belgja 40 þús., af Serba her 50 þús. og Breta 24. þús., — til samans 483 þús. Allar þessar tölur teknar eftir þýzkum blaðaskýrzlum, er ná til 20. maí, má því vel gera ráð fyrir, að ekki séu þær of lágar. Svo er sagt með sanni, að aldrei 'hafi svo niargir hermenn verið handteknir í ófriði, frá því sögur hófust. En af hinna liði er tekið um 700.000 manns af Austurríkismönnum, auk þess sem| Serbar hafa til fanga tekið, og um 110,000 af þýzkum, flest á vestra vígvelli. Eft'ir því hafa banda- menn um eina miljón óvina sinna á sinu valdi. Hin þýzku blöð halda því fram, að alt mannfall Rússa hljóti að vera ógurlegt, og kannast ensk blöð við, að svo muni vera, þeir hafi' mist mest lið. að Austurríki undanteknu, en vafasamt sé, hvort mannfallið í liði þeirra hafi verið eins mikið og i annara þjóða liði, því að í orustum þeim, þarsem lið þeirra var til fanga tekið, var lit- ið mannfall, því að þýzkir höfðu svo umkringt 'her Rússanna, að mótstaða var ekki til neins; þetta kom tvívegis fyrir í Austur Prúss- landi og í Galiziu, í eitt skifti, þegar þýzkir fóru brunandi aust- ur frá ánni Dunajec og króuðu af stóra heri Rússa, er ekki komust i tíma norður frá Karpata fjöll- unum. Af þessu er líklegt, að færra sé fallið en handtekið af liði Rússanna. Það er full líklegt, að sögn blaða, er um þetta rita af kunnugleik, að liðtjón Rússa sé minna en Þjóðverja, en það gerir muninn, að þýzkir höfðu fimm } miljónir manna undir vopnum, en Rússar tæpar 3 miljónir. Herafli og liðsafnaður Breta. Brezkur blaðamaður nafn- greindur í þjónustu amerískra blaða, hefir samið ritgerð þá, sem hér fer á eftir í ágripi; honum hefir gefizt kost- ur á, að komast að upp- lýsingum, sem haldið er leyndum fyrir almenningi á Englandi, en að vísu er það sem hér er frá sagt á margra vitorði. þó að ekki sé birt í enskum blöðum, með þvi stranga eftirliti senn haft er þar, að þau birti engar frásagnir af liðsafnaði eða meðferð her- og fldta málefna.- S«ga hans er í stuttu máli sú, að látið hafi brezka stjórnin í veðri vaka, að safna „HOLLANDIA SYSTEM“ Banar veggjalús og öllum skriðkvikindum VÉR FYLLUM EKKI ALT MEÐ REYKNÉ HELDUR GERUM VÉR ÍBÚUM NEINN USLA. Engin lykt né önnur óþægindi. Oll vinna tekin í ábyrgð um heilt ár. Símið eftir upplýsingum og prísum. Engin borgun tekin fyrir að skoða hús. Símið M. 6776 M. G. NIEHORSTER & CO. 508 McGreevy Blk. - Portage Avenue Alls ekki þýzkt félag Þetta erum vér Tbe Coast Lumber Yards, Ltd. 185 Lombard St. Phone M. 765. Þrjú yards ætti aöeins einni miljón manna, og jafnan látið svo heita, að verið væri að reyna að fylla þá tölu. Sögur bárust út um heiminn, af hennar völdum, að stirt gengi það, og drógu menn af því þá ályktun, einkum Þjóðverjar, að sönn væri sú saga þeirra, að Englendingar væru orðnir værukærir og óher- skáir og hefðu ekki hug í brjósti til hernaðar fyrir ættjörð sína og ríki. En í stað einnar miljónar, eru nú fjórar miljónir undir vopnum á Bretlandi, er safnað var til æfinga víðsvegar um landið, án þess spæjarar 'hinnar þýzku stjóm- ar hefðu veður af, að sá her væri stærri en hin brezka stjórn hafði til tekið. Það hefir verið mikið tiðkað i blöðum þýzkra i vetur, að hæð- ast að því, að Bretar fengjust ekki til áð yfirgefa íþrótta leiki sína og taka til vopna i staðinn, en í kyrþey fór það fram, að ógrynni liðs var skráð til herþjónusiu ogphorfendum, alf \ karlmönnum. tamið við vopnaburð, svo að nú hafa Bretar óvígum her yfir að ráða. Ráðin urn að haida þessu leyndu voru vandlega úthugsuð fyrir- fram, og kænlega; lögð. Fyrst voru blaða útgefendur aðvaraðir, að ef þeir birtu nokkuð sem leitt en linin svara: \ ið znssum að þið munduð koma!” hverjum tuttugu milum eða svo, og skipstjórar á þeim skipum semj liðið fluttu, fengu ekki að vita hvar þejr skyldu lenda, fyr en eftir að þeir voru komnir á stað. Plelzta ráðið sem notað var til þess að fá þessar fjórar miljónir til að ganga undir vopnaburð af sjálfsdáðum, var — að auglýsa. Fáum dögum eftir að stríðið skall á, voru festar upp auglýsingar um alt landið, 'að skora á menn að ganga í herinn “aðeins meðan á stríðinu stæði”. alt landið, lands- hornanna milli, virtist vera þakið einni einustu auglýsingu um þetta, efni. Það er sá stærsti auglýs- inga leiðangur, sem sögur fara af, og einnig sá, er beztan árangur hefir borið. Sem dæmi þess, hvernig auglýs- ingarnar voru saman settar, er það talið, að ein var mymd, er sýndi tvenna tugi tröllvaxna knatt- spyrnu menn skemta um 3000 Neðan undir var mynd af hersveit úr liði Sir John French í vig- skurðum, er nær var falliri í strá, til þeirra sækir stór fylking vopn- aðra manna, brezkra, að hjálpa þeim úr heljar greipum. “Hér komum við!” hrópar aðkomuliðið, gæti til upplýsinga, þá yrðu þeir kallaðir fyrir herdóm, samkvæmf Landvarnarlögum, er samþykt voru í upphafi stríðsins. Þeim var leyft að birta það eitt við víkjandi liðsafnaði, er þeim var sent frá hermála ráðaneytinu. Það var stranglega bannað að leita upplýsinga á annan hátt. Hver sem birta vildi grein um hinn nýja her eða jafnvel mynd- ir af herdeildum, varð að fá leyfi til þess hjá ritskoðurum stjórnar- innar; enginn mátti jafnvel hafa myndavél i fórum sínum, án leyf- is frá stjórninni. Einn ritstjóri Lundúnablaðs neitaði að fara eftir því sem fyrir hann var lagt og birti mynd af hersafnaði, án leyfis. Kitchener sendi eftir honum og mælti: “Ef þú Iætur þig þetta henda aftur, þá verður þú dæmdur til fangelsis af herdómi.” “Hver er sökin?” spurði rit- stjórinn. “Hugsaðu ekki um það,” svar- aði Kitchener, “við stingum þér i fangelsi, og finnum sakirnar á eftir.” Það er stundum tekið svo til orða, að Bretar fari með llitlu ráði að framkvæmdum, þó að fram komi þeir því, sem þeir setjji sér en i þetta sinn voru djúpsett ráð í tilhögun liðsafn- arins til þess að fela fyrir óvinun- um, hvað á seyði var. Fylkingar liðsveita voru æfðar við vopna- burð hver í sínum stað. Ekki voru nýjar stórsveitir stofnaðar, heldur voru þær sem fyrir voru og allir þektu að nafni, gerðar svo stórar, að engin dæmi Voru til. í Manchester sveitinni, til dæmis að taka, voru hafðar 30 tólf hundr- uð manna fylkingar, en áður voru þær aðeins fjórar. Að vísu gat hver og einn ráðið í, að Bretar söfnuðu miklum her, en hver gat komist að réttri niðurstöðu um, hvort í honum voru tvær eða fjórar miljónir vigra manna? Það vissi enginn nema sá sem æztur var í þessum ráðum og fáeinir menn með honum. Þegar farið var að flytja þenn- an her til Frakklands, var margra hragða leitað til að leika á spæjar- ana. Sveitirnar voru ekki allar fluttar frá Southamton til Boulogne og Ilavre, heldur frá afskektum stöðuni við sjóinn, — Bristol, Avonmouth, Card'iff, Swansea, Barrow, til dæmis að taka, til franskra hafna, sem eru æfalangt frá vigvelli„ svo sem St. Malo, Brest og jafnvel Bordeaux og Marseilles við Miðjarðarhaf. Lestir með herliði voru á ferð, aðeins á næturþeli, með gluggum lokuðum og tjöldum fyrir. Oft fóru þær langa króka áður en þær læddust inn í hafnar- stað og fram á bryggjur, þarsetn skip lágu ferðbúin. Jafnvel fyr- En her Sir John French’s, sem war hraustur og reyndist afburða vel, þó ekki væri stór, hafði eng- an grun urn það, að Kitchener lá varður ætlaði að senda átta heri, fjórar miljónir manna, til að hjálpa þeinx Almenningur á Englandi og heldur ekki nokkur út i frá vissi nokkuð um það. Þessi óvígi her var dreginn sam an af sjálfboða liðum, en fyrir var aðeins 160 púsund manna her- lið. vanið við vopnaburð og vel æft. I nóvembermánuði bað stjórnin um leyfi þingsins til að safna heilli miljón manna í herinn, og hundrað þúsundum að auki. Eft- ir miðjan vetur, í febrúar mánuði, tilkynti Asquith, að 3 miljónir væru í herinn komnar, af Bretum eirium saman, auk þeirra her- tnanna. sem nýlendurnar ' hefðu sent. Allareiðu þá voru tvær miljónir br^zkra manna komnar til Frakklands, og voru að æfingum langt frá vigvelli, að undirbúa sig undir úrslita hríðina. Því örara, sem mennirnir gáfu sig í herinn, því tiðara vorti sög- umar um ófarir í hernaði sendar út um landið. Öðru hvoru voru festar upp nýjar auglýsingar, sumpart til að halda við straumn- um, sumpart til að fá óvina þjóð- imar til að halda, að illa gengi að safna liðinu. Þó að sagt hafi verið, að Eng- land hafi verið illa búið við stríði, þá er það ekki að öllu leyti rétt. Herinn var sntár að vísu, er til- tækur var í stríðsbyrjun, en ráða- gerð hafði sett verið, um hvað gera skyldi, ef á þyrfti að halda. Til dæmis er það, að daginn eftir að stríðinu er lýst, tóku þúsundir verkamanna til starfa, er gerðti spítala úr skólum,' kirkjum og samkomuhúsum. Stórar herbúðir spruttu upp víðsvegar um landið á örstuttum tima. Skemtigarðar voru gerðir og æfinga völlur her- manna. Þá var byrjað að gera tjöld svo skifti hundruðum þús- unda, svo að þau væru tilbúin er hinn mikli her legði í leiðangur sinn sumarið eftir. Skrifstofur, þarsem tekið var móti. nýjum liðsmönnum, voru settar i bæjar- ráðshöllum, tómum búðum, á leikvöllum þorpa og bæja eða í skrifstofum þýzkra gufuskipafé- laga, sem strax tæmdust, og yfir- leitt í hverju horni, þarsem lið- safnaðar fyrirliðar gátu komið fvrir stól og borðr. Þess er getið, að á einum degi, 20. ágúst í fvrra, bættust við 97,000 '-nýrra liðsmanna, og ein- mitt þegar straumurinn var sem öllum mestur í herinn, íyrjuðu blöðin, að undirlagi hermála stjórnarinn- ar, að birta sögur af þvi, hve illa gengi áð fá menn í herinn. Það var látið í veðri vaka, að til þess mundi liklega rteka, að lögtaka yrði En hið sanna var, að þá vat aðsóknin af nýjum liðsmönnum í herinn svo áköf, að stjórnin var í vandræðum, gat ekki annað þvi að hýsa né klæða né æfa allan þann fjölda sem að streymdi. I mörgum herstöðvum var svoj þröngt, aö tíu sváfu i því rúmi, | sem fjórum var ætlað, og ekki j var nógur matur fyrir hendi íj svipinn, að fæða allan þann grúa, sem að hópaðist. Eftir tvo mán-1 úði mátti heita, að alt landið væri alþakið herbúðum, í afskektumí fjallabygðum í Wales, í Hálönd- um Skotlands, í iðnaðar héruðum Laucashire og Yorkshire og í [ sumar stöðvum efnaða fólksins með ströndum fram, — alstaðar voru hermenn við vopna æfingar, og iátnir liggja við í þorpurn, I bæjum og sveitabýlum. Sögumáð-1 ur tilgreinir landspart er hann fór j um, 100 mílna langan og fjögra mílna breiðan, er hann segir verið j hafa samfastar herbúðir. og marga j aðra, sem voru álíka. Þeir sem 1 j borgunum bjuggu, voru fyrstir til að sinna vopnakallinu. Fyrstir allra komu hinir hörðu'Og hraustu kolakarlar úr kolanámunum í Lancashire, verksmiðjumenn úr Yorksihire og þeir úr jánísmiðj- unum í Birmingham og Sheffield í riddaraliðið gengu innfæddir Lundúnanienn því nær eingöngu. Ekki var það heldur satt, að 1 þeir sem íþróttir stunduðu,- létu i standa á sér, þegar ættjörðinni reið á liði þeirra. Iþróttavellir Englands standa auðir og tómir og kafloðnir af illgresi, þeir -sem ekki eru hafðir til þess að æfa herlið á. Knattspymumenn gengu í stóra fylkingu sér, svo og þeir sem “cricket” leik stunda, “golf” og aðra leiki. Nálega allir sttidentar Það kostar yður EKKERT að xeyna Record Afiur en þér kaupið rjómaskilvindu. RECOltl) er einmitt skilvindan, sem I»e7.t á viti fyrir bændur, er hafa ekki fleiri en 6 KÝR I»egar l>ór reynitS þessa vél, mumiS þér brátt sannfærast um. ab liún tekur öllum ötSrum frain af sömu stærð og vertJi. Ef þér notiÖ RECOftl), fúi« þér meira smjör, hún er auöveldari metSferÖar, traustari, autShreinsatiri og seld svo lágu verfti, aö atSrir geta ekki eftir ieikitS. SkrifitS eftir söluskilm&lum og öll- um upplýsinsium, til The Svvedish Canadian Sales Ltd. 234 Losan Avenue, Winnipegr. PYRENE SLÖKKVI-TÓL HiS eina sU>kkvi-efni, seni drepur allskonfM- eld. Slekkur olíu, bensln og gasolln loga. — Vökví þessi frýs ekki og honum má dæla 30 fet. Fáið sölu-umboð. Allir bændur þurfa þessa slökkviefnis meS. BifreiSa-eig- endur, sem hafa Pyrene Ex- tingulsher I bifreiS sinni, fá 15 prct. afslátt á eldsábyrgS. Seidur svo lágu verSi, aS allir kaupa. SkrifiS oss tafarlaust og fáiS sölu-umboS I héraSi yS- ar. Stendur ekki aS baki neinu slökkvi-efni. SkrifiS oss strax. PYRENE SALES CO. Bank of Ilainilton Building, WINNIPEG um stóð svo fast á Frakklandi, en hann mun finna það, áður lýk- ur, ef til þess skyldi þurfa að taka, að Bretinn er þungur í skauti, ekki síður á landi en á sjó. Frá íslandi. 29. apríl kom gutúskip til Hafnarfjarðar með ca. 600 tonn af söltuðum fiski, sem Bookless hefir keypt i Noregi og ætlar að láta verka í Hafnarfirði. Að sögn er þessi fiskur miklu ljótari en íslenzkur fiskur úr salti. Þeg- ar búið er að verka fiskinn, verður við háskólana gengu í herinn, sem j ,’ani\sen^T nt, 'klega t pokkum. óbreyttir liðsmenn eða lágt settirí?r: Bookless hlytur að hafa feng- fvrirliðar. Sama máli gegnir nmlf Þennan fisk með goöum kjorum nn af auðugu stétt- j b°rf! að grei«a farm- stunduðu mest a« ?£d’ .vorut?111* veri?n’ utíapun, utflutnmgstoll og farmgjald til hina yngri menn af auðugu stétt- unum, sem skemta sér; þeir eru allir í herinn komnir. Loks má geta þess, að hleypt var í herinn þeim mönnum úr kolanámunum, er aðeins eru fimm fet á hæð. Þeir 'hafa þann starfa í námunum, að mylja kol úr lág- um göngum og liggja á bakið við það, eru ótrúlega sterkir í hönd- um og hérðum. Þeir gengu I og | útlanda aftur. Ymsar skoðanir uiu þennan innflutta fisk hafa komið fram, en að svo stöddu er ekki hægt að segja, hvort slíkur fiskur geti skemt fyrir íslenzku vörunni, en vér teljum víst að svo verði ekki, ef fiskujrinn verður 'sielidur sem norskur fiskur, en að svo veröi, álitum vér sjlfsagt. fvlkingu sér, eftir að Kitchener; Söguþættir eftir Gisla Konráðs- hafði litið á nokkra úr þeirra hóp. son eru eitt af Jreim ritverkum, Þeir eru allra manna fljótastir og sem “Fjallkonuúigáfan” fEinar fimastir að grafa vígskurði. j Gunnarsson) er nú að byrja út- Þessi sami höfundur segir svo'gáfu á. Jón Þorkelsson land- frá af eigin sjón í sjö mánuði; að skjalavörður sér um útgáfuna. Er vandlega sé gengið eftir því, að þar fyrst: Þáttur Grafar-Jóns og temja hermenn ekki aðeins við Staðarmanna. en þar næst: Þátt- vopnaburð. heldur yið íþróttir og ur frá Fjalla-Eyvindi, Höllu, Ar- áreynslu, álíka og þeir hafa, sem nesi, Abraham og Hirti útilegu- vel eru búnir undir striðasta kapp þjófum. Þá er Axlarbjarnarþátt- • leik. ’ ur. o. s. frv. Heftin koma út Herkonungurinn Vilhjálmur þriðja hvern mánuð og kosta 75 hefir að sögn gert spott að 'hinu aura. Þetta verður skemtilegt og fámenna liði Breta, er i móti hon- fróðlegt ritsafn. StærS No. 20 9 ‘Eg flyt betri hlut inn í Canada en áður Kefir þekst í landinu“ GUFU SUÐUVÉL og BÖKUNAROFN IDEAL’ MeS “IDEAL” gufu suSuvél getiS þér soSiS allan . miSdegismatinn, frá súpu til eftirmatar, ásamt { M)j öllu- sem kar er & mllli, yfir einum eldi. á hvaSa j tiiSau eldavél sem vera skal; fariS I burtu; ekkert getur ji» brunniS, skorpnaS, þornaS, gufaS upp eSa orðiS tfJ ofsoSiS. IDEAL GIJFU SuSuvél sparar meiri vinnu en nokkurt annaS áSur þekt á- hald viS niðursuðu ávaxta og matjurta. SkrifiS eftir • verSlista og frekari upplýsingum. Winnipeg I.OUIS McLAIN 287 1‘rinoess St. UmboSsmenn fyrir Canada. rOUEDO COOKER CO., Toledo, Ohio, hinir búa til “IDEALi” gufu suS-vélar einu, er KlippiS úr þenn- an miSa; hann er $1.00 virSi sem afborgun á Ideal suSuvél; gildir til 15. Júlt. — Oss vantar umboðs- menn £ hverrl borg. irliðar vissti ekki hvert ferðinni herþjónustu. Nú væri var heitið, hvort þeir voru á leið- inni til Englands, Frakklands, Ind- lands eða Hellusunds. Breytt var um lestastjóra á Englandi farið að förla! Þessi saga fór land úr landi og barzt til Þýzka- lands, vitanlega og þótti þar hin mestu gleðitíðindi. \T < • •• 1* timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgoir tegundum, geirettur og ai8. konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar með margvís- legri tilbreytni. Komið og sjáið vörur vorar. Ætíð glaðir aðsýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.