Lögberg - 15.07.1915, Side 8

Lögberg - 15.07.1915, Side 8
8 LÖGJBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1915. Bhe RlBBéfí GolllS "Ssj? fílielíCíjyrL Blue Ribbon KAFFI og Bökunarduft Það getur verið að þú sért bezta matreiðslukona í veröldinni en ef gerefnið sem þú notar er lélegt, þá getur þér ekki hepnast matreiðslan. Notaðu aldrei annað en Blue Ribbon bökunarduft, með því getur þú bú- ið til bezta brauð og kökur. Blue Ribbon er mælikvarði fyrir gæði þegar talað er um te, bökunar- duft, krydd og bragðbætir. Ur bænum Næsta sunnudagskveld kl. 7.30 prédikar séra H. J. Leó í Skjald- borg. ____________ Bækur sendar Lögbergi: Um Har- ald hárfagra. Frásagnir Heims- kringlu og annara fornrita vorra. Eftir Eggert Briem frá Viöey. — Haustlöng. Stórt 'hundrað hring- hendur eftir Guömund Friðjónsson. Þann 6. þ.m. gaf séra Guðmundur Árnason saman í hjónaband Mr. Sig- urö Sigurðsson frá Elfros og Miss Kristínu Johnson frá Leslie, Sask. Hjónavígslan fór fram á heimili Mr. Páls S. Pálssonar. Brúöhjónin fóru sama dag til Swan River, þar sem þau ætla aö dvelja stuttan tíma áöur en þau setjast aö í Elfros. Jr ------------ Nefnd sú, er kosin var á síðasta kirkjuþingi til að annast um gamal- mennaheimiliö og sjá því fyrir föst- um verustað, hefir nú keypt hús eitt allstórt í Gimli-bæ fyrir $4,000. Er búist viö aö viðgerð á húsinu kosti alt aö $2,000, og mun nefndin hafa i hyggju aö láta ljúka því verki svo íljótt, aö flutt verði í húsið áður en vetrar. Mr. og Mrs. Ingvar Olson komu til borgar um helgina úr ferðalagi til ýmsra staða í Saskatrhewan, sérstak- lega Foam Lake og Kandahar, þar sem Mr. Olson hafði timburverzlan- ir, sem hann nú hefir selt. Mr. Ol- son ætlar að dvelja í borginni um tima. Herra Jón Brandsson, frá Garðar, N.D., skrapp vestur til Árgyle, að loknu kirkjuþingi, og ferðaðist þar um nokkra daga, en þar hafði hann aldrei komið áður. Honum leizt vel á þá bygð, búskapur blómlegur og einkum tók hann til þess, hve akrar væru þar fagrir og vel hirtir. Mr. Brandsson fór heimleiðis á laugar- daginn. Herra Arni Eggertsson, formaður þeirrar nefndar, sem staðið hefir fyrir hlutakaupum hér vestra í Eim- skipasjóðinn og, unnið ötullega i þvi efni, sagði oss, er vér spurðum hann, að ekki séu enn ráðstafanir gerðar til að kjósa íuiltrúa hluteigenda hér vestra, til að fara með umboð þeirra á aðalfundi félagsins Jón Jónsson smiður dó á fimtu- dagskveldið að heimili sínu, 792 Toronto stræti, tveim mánuðum mið- ur en áttræður að aldri. Ekkja hans er á lífi, háöldruð, og þrjú börn, Mrs. Jón Ólafsson í Leslie, Sask., Þóra og Jóhann, ógift hjá foreldrum sínum. Hann var ættaður úr Borgarfirði, var þar búandi maður i Reykholts- dal, kom hingað fyrir meir en 20 ár- um. Jón sái. var mikill iðjumaður og vann meðan kraftar entust. Herra Hallur O. Hallson, bóndi að Silver Bay við Manitoba vatn, segir góða líðan í þeim bygðum. Kvrk- ingur hefir verið í grasgróðri vegna kulda, en vafalaust muni rætast úr þvi, þegar hitarnir koma. Maðkur hefir gert skaða á nokkrum stöðum. til dæmis alveg sviðið akur er Bjöm bóndi Jónasson átti, og á tveim öðr- um ökrum hefir hann gert skaða þar, en annars lítið unt hann. Lönd eru mikið til öll numin þar nyrðra, nema þau, sem eru öll í skógi, svo að land- þröngt gerist úr þessu, en bændur þurfa miklar slægjur fyrir gripabú sín. Nú er svo lágt í vatninu, að varla eru dæmi til og má slá hvert strá niður í fjörusteina. Robson dómari hefir skipað stræt- isvagnafélaginu, að láta vagna ganga yfir Arlington-brúna, en bærinn lof- ar að hafa gæzlumenn við brúar- sporðana Herra Eiríkur Þorbergsson hefir tekið upp sína gömlu atvinnu, ljós- myndasmíði, sem hann lærði í Kaup- mannahöfn og stundaði um mörg ár á Húsavík á íslandi. Hann hugsar til að ferðast ofan til Árborgar og ef til vill um bygðirnar umhverfis, um næstu helgi og fram eftir vik- unni. B. Davis auglýsir í þessu blaði, að hann selur og gerir við úr og klukkur. Hann hefir nýlega sezt að í snoturri búð á Sherbrooke stræti milli William og Elgin stræta. RAKARASTOFA og KNATTLEIKABDRD 694 Sargent Cor. Victor Þar líður tlminn fljótt. Alt nýtt ogmeð nýjustu tízku. Vindlar og tóbak selt. S. Thorsteinsson, eigandi Eg hefi nú nægar byrgðir af ‘granite” legsteinunum “góðu”, stöðugt við hendina handa öllum sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur, A. S. Bardal. Sálmabókin. Hin nýja sálmabók kirkjufé- lagsins er nú til sölu hjá féhirði félagsins herra Jóni J. Vopna. Utanáskrift Box 3144 Winnipeg, Man. Afgreiðsla á skrifstofu Lögbergs. • Bókin er sérstaklega vönduð að öllum frágangi. Kostar $1.50, $2.25, $2.75, eftir gæðum bands- ins; allar í leðurbandi. — Söfn- uðir kirkjufélagsins, sem panta 20 bækur eða fleiri, fá 25% af- slátt áð frádregnu burðargjaldi. Þessi sálmabók inniheldur alla Passiusálma Hallgrims Pétursson- ar og einnig hið viðtekna messu- form kirkjufélagsins og margt íleira, sem ekki hefir verið prent- að áður i neinni isknzkri sálma- bók. Halldór J. Eggertsson er nýkom- inn úr ferðalagi um bygðirnar í nánd við Lundar, Man. Var hann í erindum fyrir Mutual Life Assurance Co. of Canada, sem hann er umboðs- maður fyrir. Lætur hann v’el yfir Iíðan bænda þar yfirleitt, og hafa þar margir stór kúabú og vel arð- berandi. Eru þar nokkrar bújarðir til sölu með mjög rýmilegu verði, og er Mr. Eggertsson fús að veita upp- lýsingar ókeypis því viðvíkjandi. Hann biður oss að geta þess, að hann hefir komist i samband við menn, sem hafa nú á herrdi peninga til að lána í Winnipeg, á hús, og ættu þeir, sem þurfa að fá lán, að finna Halldór J. Eggertsson sem fyrst. Hann er að hitta á starfstofu bróður sins, Árna Eggetrssonar, 204 Mcln- tyre Block, Winnipeg. Miss María Hermann hjúkrunar- kona kom fyrir helgina frá Dauphin, Man., þar sem hún veitir forstöðu hjúkrunarstörfum á allmiklu sjúkra- húsi. Miss Hermann dvelur hér um stund hjá foreldrum sínum og syst- kinum og hefir í hyggju að ferðast suður til Dakota áður en hún hverf- ur aftur til Dauphin. Miss Inga Johnson, hjúkrunarkona við Almenna spítalánn hér, og systur hennar tvær, Jenny og Laura ("Mrs. BurnsJ, fóru fyrir helgina í kynnis- för til systur sinnar, Mrs. K. S. Thordarson, sem heima á vestur í Saskatchewan. Síðastlíðinn sunnudag prédikaði sera Carl J. Ólson við hádegisguðs- þjónustuna í Fyrstu lút. kirkjunni hér, en hjá Skjaldborgar-söfnuði um kveldið. Það er að heyra á þeim, sem mest hafa með hermál að gera hér, að þeim þyki ungu mennirnir heldur seinir til að gefa sig fram til her- þjónustu. Sinni of mikið bolta- og öðrum leikjum, en skoði ekki málin frá alvarlegu hliðinni. Heitasti dagur, sem komið hefir á þessu ári, var á mánudaginn 13. þ. m., hæst rúm 85 stig, en lægst 38; nóttina eftir gerði ákafa skúr með hagli. í fyrra vgr hitinn 94 stig og hálft betur þann 5. Júlí. Dumas hjónin lentu enn í höndum réttvísinnar fyrir það sem þau virð- ast hafa stundað sem atvinnu, en í þetta sinn dó kona sú, er til þeirra hafði leitað. Hjónin voru dæmd til fimm ára tugthúsvistar. Hann í Stony Mountain hér í fylki, en hún í Kingston, Ont. Nöfn ungmenna, sem fermd voru á Point Roberts á hvítasunnudag 1915, af séra Sigurði Ólafssyni: — Jón Goodman Hallgrímur P Vog Gunnlaugur Thorsteinsson Guðrún Thorsteinsson Gróa Sæmundsson Ingibjörg Helgason Þorsteinn J. Sæmundsson. Jónas Thorsteinsson. Ungmenni fermd í Blaine, sunnu- daginn 6. Júní 1915: Margrét Grandy. Sigvaldi Goodman. Pétur V. Pétursson. Það sem annarsstaðar segir í blað- inu um contractarann Kelly, er borið til baka af blöðum í dag, er segja hann kominn og honun? heimilaða frjálsa landvist til að vera v'iðstadd- ur réttarhöld um dómskröfu hans, sem sótt er og varin í dag ('mið: vikudagý. Fyrirspurnir. I. 1. Eru allir menn skyldugir að gefa braut yfir lönd sín, hvort sem þeir hafa fengið eignarbréf eða ekki? — Svar: Nei. 2. Ræður ekki landeigandi, hvar braut er lögð ? — Svar: Nei, sé um þjóðveg épublic highwayý að ræða. 3. Getur umfarandi nokkuð mælt á móti því. þó hann þurfi að fara í gégn um og láta aftur hlið, sem á veginum kunna að vera? — S-var: Já, sé um þjóðveg að ræða. 4. Geta umfarendur heimtað marg- ar brautir ? — Svar: Nei. 5. Hvað segist á því að rifa nið- ur vírgirðingar og höggva pósta á annars manns landi? — Svar: Að gera slíkt varðar hegning og skaða- bótum. Búþegn. II. Eg tók heimilisréttarland í sumar, eftir að skóla-“Inspector”’ hafði stað- fest matskrá skólahéraðs þess, sem land mitt liggur í. Er eg skyldur að lögum að borga skólaskatt af landinu fyrir þetta ár, þar sem búið var að halda “Court of Revision” áður en eg tók Iandið?— 'Svar: Nei. Þau blöð afturhaldsins í Austur- Canada, sem auglýstu það með af- ar stóru letri á framsíðum sínum, að nýju stórnarherrarnir í Manitoba væru sakaðir um mútuþágu í sam- bandi við síðustu kosningar hér, svo sem sjá mætti af ákærum Fullertons á hendur þeim, láta sér nú lynda að geta um úrslit þeirra mála fyrir dóm- nefnd Perdues, með smæsta letri, sem þau eiga og birta þá frásögn á þeim stöðum í dálkum sínum, þar sem einna minst ber á henni. Enginn af þeim fjórtán þingmönn- um, sem skrifuðu undir ákærurnar á Norris stjórnarformann og aðra liberala, var kallaður af lögmanni þeirra Fullerton til að bera vitni fyr- ir rannsóknarnefndinni; sagði lög- maðurinn að enginn þeirra fjórtán hefði áreiðanlega vitneskju um sakir þessar og því ástæðulaust að kalla þá fyrir rétt. Af íslandi komu tveir ungir menn í vikunni, Þórarinn Þorvarðsson úr Dölum, bróðir Jónasar kaupmanns, og Stefán Stefánsson, ættaður af Rangárvöllum. Stefán sagði svo, að þeir fóru frá Reykjavík með Botníu þann 12. Júní, kom skipið í Leith, en enginn fékk að stiga þar fæti á land nema skipstjóri og stýrimaður; urðu þeir félagar því að fara krókinn til Khafnar, þaðan til Hull og svo vana- lega leið. Góða tið sagði Stefán á íslandi, grasvöxt i betra lagi, hátt verð á varningi, innlendum og út- lendum, og engan skort á neinum vörum. Engin kol flytjast þangað nú frá Englandi, en ein kolaverzlun- in í Rvík fBj. Guðmundss.J hafði sent skip til Ameríku eftir kolum. Fiskverð er afar hátt og fiskveiði svo mikil, að aldrei hefir slik verið; botnvörpungar íslenzkir hafa fengið mokafla og önnur' fiskiför að sama skapi. Svo sagði Stefán, að í vetur var hann í Vestmannaeyjum og var þar seldur fiskur upp úr salti fyrir 130 kr. skippundið og síðar komst v'erðið upp í 140 kr. Sá fiskur fór til Khafnar. Stefán hefir skósmíði fyr- ir atvinnu, en þykir óvænlegt að setj- ast að hér í borg að svo stöddu og vill leita til sv'eita. Hann biður Benjamín Jónsson, er að heiman kom fyrir tveim árum, að hitta sig eða^gera sér aðvart að 439 Victor stræti. Orangemenn höfðu hátíð mikla hér í borg 12 þ.m. Halda þeir slika há- tið árlega, sem kunnugt er, til minn- ingar um bardaga þann er stóð á Ir- landi fyrir mörgum öldum milli prótestanta og katólskra manna þar i landi, og lyktaði með því að prótest- antar unnu sigur og rifu sig þannig undan oki katólsku kirkjunnar. Þeg- ar Orangemenn halda slíkar hátíðir, komast þeir í mikinn móð svo að jafnvel hálf-niræðir menn úr þeirra flokki ganga með í fylkingum marg- ar mílur til að heiðra með því frægð forfeðranna. Þannig er getið um tvo háaldraða Orangemen sem um daginn gengu alla leið innan úr bæ og suður í Riv'er Park, þar sem aðal hátíðin stóð, og þóttust jafngóðir eftir sem áður, þótt mikill hiti væri þá um daginn. Frá 30. Júní til 10. Júlí hækkaði vatnið i Rauðánni um 3 fet og 6 þml. Enn hefir hækkð i ánni og er talið víst, að nú sé vatnið fjórum fetum hærra en það var um mánaðamótin síðustu. Maður, sem vann í Royal Alex- andra hótelinu hér í bænum, hrapaði niður um lyftivélar-op á mánudaginn og beið bana af. Hvaðanœfa- —Svo mikið hefir hrunið úr aust- urbakka Panamaskurðarins, að skip, ,sem rista meira en 25 fet geta ekki þomist um skurðinn. Ekki þarf að óttast, að þessi þröskuldur fái lengi að hefta umferð skipa. Þrjú “county” af fjórum í Minn- esota urðu “þur” er atkvæði voru þar greidd um vínsölubann 28. Júni. -» - -» *» Maður varð fyrir bifreið í Van- couver og beið bana af. Hann ætlaði að taka sér far með sporvagni og hljóp út af gangstéttinni. Bifreiðina bar að í því bili og maðurinn fékk þann áverka, er dró hann til bana. —Tv'eir þingmenn Japana hafa verið settir í varðhald, og eru-kærð- ir tim að hafa svikið flokk sinn og þegið fé fyrir. Grafskrift. Roblin stjórnin önduð er, eftir valda gaman; hún var orðin beina ber, blökk og skæld í framan. /. íslendingadags-fréttir. Að eins 17 dagar til íslendinga- dagsins. Nefndin er öll á hlaupum daglangt og gefur sér varla svefnfrið um nætur, svo vinnur hún kappsamlega að undirbúningi hátiðahaldsins. íslendingadagurinn verður að þessu sinni betri en nokkru sinni áður, fullyrðir nefndin, — ef að áð- sókn er góð, bætr hún þó við.—Þann vamagla ætti ekki að þurfa að setja, —það er svo sent sjálfsagt, að þang- að v'erður vel sótt og það úr öllum landshornum. Ræðumenn eru fengnir. Og nöfn þeirra verða birt í næsta blaði. En það má þó segja nú, að valdir eru þeir. Skáldin eru langt komin með kvæðin. Ekki þó fast ákveðið undir hvaða lagi þau verða, nema ekki verða þau undir laginu Gamli Nói; það er nokuð sem er áreiðanlegt. Söngflokkurinn hans’ Brynjólfs Þorlákssonar æfir sig kappsamlega. VeitTr hann tvímælalaust góða skemtun á þeim heiðursdegi. Er sitjum vcr öll þar sarnan, sú verður tíðin ei löng — alt verður ein gleði og gaman við glymjandi, Ijómandi sóng. En þetta verður þó ekki sungið. *Vér höfum fullyrt það áður, að prógram hátíðarinnar verður fjöl- breytt og hið vandaðasta. Vér end- urtökum enn á ný þá fullyrðingu. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. A. S. Bardal er sérstaklega “inter- estaður’YIJ í base-ball kvenna. Hann er þó maður kvæntur. íslendingadagurinn er allsherjar- íþróttamót Vestur-íslendinga. Þráðlaust skeyti hefir borist til þess, sem þetta ritar, um að feitar konur væru að æfa sig undir kapp- hlaupin ' á Islendingadagirin. En á stríðstímum er ekki vel hægt að reiða sig á alt, sem berst í skeytum. Iþróttafélögin æfa kappsamlega ýmsar íþróttir. — Það er skeytalaus sannleikur. Sem iþróttamót á íslendingadag- urinn ekki sinn jafningja v'or á meðal. Hér fylgja hámörk þau, sem hin- ir ýmsu íþróttamenn vorir hafa náð í íþrótta samkepni íslendingadags- ins tvö síðustu árin. 1914 því að eins nefnt, að eitthvert hámarkiíj þá yfirstigi hámark»sömu íþróttar árið áður, 1913. Á eftir nafni íþrótta- mannsins er nafn íþróttafélagsins, sem hann heyrir til. John Baldwin fVikingj hljóp 100 yards á 1ÖJ4 sek. 1913. Einar Jónsson ('GrettirJ hljóp 220 yards á 23 3-5. sek. 1913. Einar Jónsson (GrettirJ hljóp 440 yards á 56 sek. 1914. S. B. Stefánsson . (Grettir) há- stökkshámark 5 fet 5 þml. 1914. A. Ö. Magnússon fGrettirJ hljóp eina mílu á 4 mín. 55 2-5. sek. 1914. A. O. Magnússon (Grettirj hljóp fimm mílur á 30 mín. 29 sek. 1914. Jón Magnússon ('Vikingj hljóp mílu á 2 mín. 11 sek. 1913. Ben. Baldwin ('VikingJ langstökks hámark 19 fet og 7J4 þml. 1913. Sigurgeir Bardal ('VikingJ lang- stökkshámark án tilhlaups 9' fet og 5þml. 1913. M. Kelly ('SelkirkJ hopp—stig— stökk 40 fet og 9j4 þml. 1913. W. Thorsteinsson vann hámark í einnar mílu kappgöngu á 8 mín. 24 sek. 1914. Einar Johnson ('Grettir) vann stangarstökks hámark með 9 fetum 3 þuml. 1914. Guðm. K. Stephansson ('VikingJ kastaði 16 punda lóði 32 fet og 9 þml. 1914. Sam. Johnson ('VikingJ kastaði 16 punda hamri 76 fet 1914. Hámörkin skiftast þannig á hin 3 íþróttafélög: Grettir heldur 6, hámörkum. Víkmgur heldur 6 hámörkum. Selkirk heldur 2 hámörkum.' En þessir eru hámarkshafar"eða ít- urstigsmenn: Einar Johnson, með 3 hámörk; A. O. Magnússon, með 2 og /. Baldwin, Ben. Baldutin, M. Kclly, S. B. Stefánsson, Sigurgeir Bardal, Gtcðm. K. Stephmsson, W. Thorsteinsson og Sam. Johnson, allir með eitt hámark hver til síns ágætis. Margan grunar að þessi hámörk verði úr sögunni eftir næstkomandi íslendingadag. Það er kapp í þeim piltunum og metnaður ekki svo lít- ill og er hvorttveggja slíkt nauðsyn- legt í hverskonar samkepni, — ekki hvað sízt í íþrótta samkepni. Mikið mun á ganga á Hofmanna- fleti! íþróttamót íslendingadagsins — verður okkur til sóma. Verður dansað? Já, maður lif- andi! Það má nú svo sem ekki sleppa uppáhaldsskemtuninni unga fólksins, sem um langan tíma hefir verið að iðka og læra alla hina helztu nýtízku dansa: Fox Trot, Tango, Turkey Trot, Bunny Hug, Zig Zag Rag, Fandango, Gaby Glide, Grisly Bear og aðra slíka óviðjafn- anlega og stórfræga dansa. En ekki nóg með það: Heyrst hefir og, að einn mikils virtur landi vor, sem er bæð latínulærður og skáldmæltur vel, væri að kenna nokkru öldruðu fólki Vikivaka, sem hann ætlaðist svo til að það dansaði á íslendnga- daginn. Verður dansað ? En sú spurning ! Eins og nokkuð geti verið alfull- komið án dansins! Umsóknir um þátttöku í hinum ýmsu íþróttum, er undir dómþing há íþrótta sambandsins heyra, verða að vera komnar til ritara íþrótta- nefndarinnar, H. J. Pálmasonar, fyr- ir 21. þ.m. Hverri umsókn verður að fylgja 25 cents sem iþróttagjald. Hver mun hreppa bikarinna? Guðmundur glímukappi Sigurjóns- son æfir drengi sína í Sleipnir kapp- samlega í íslenzku glímunni. Má vænta, að hún verði bæði fögur og knálega sótt að þessu sinni. — Marg- ur girnist beltið góða! íslendingada’gsnefndin hefir látið búa til mjög smekklega einkennis- hnappa, fyrir þjóðminningardaginn; eiga þeir ekki einasta við hér heldur og hvar sem íslendingadagur er haldinn — sama daginn — 2. Ágúst 1915. Hnapparnir eru með brezka og íslenzka flagginu, krosslögðum í efra vikinu milli flagganna er mynd Jóns Sgurðssonar forseta, en neðar, milli stanganna áletrunin 2. Ágúst 1915. Aftur er “íslendingadagur” áletraður í boga yfir flöggin og myndinni. Þ.eir utan bæjar menn, sem standa fyrir hátíðarhaldi í sínu bygðarlag og sem mundu vilja fá þessa hnappa, verða að senda pant- anir til A. P. Jóhannssonar, 796 Victor stræti. Hnapparnir eru mjög ódýrir, en samt er talsverður afslátt- ur gefinn séu margir keyptir. Mæður! munið eftir barnasýning- unni á íslendingadaginn. Óv'enjulega góð verðlaun vett. Verðlaun verða veitt fyrir fegurð- ar-dans og fegurðar-glimu. Sérstakir strætisvagnar flytja fólk ókeypis út í sýningargarðinn um morguninn. ■ Munið eftir fslendingadeginum! NEFNDIN. Drotning í skotgröfum Einu sinni vildi svo til er Eli’zabeth Belgiu drotning kom í skotgrafirnar, að enginn þekti hana. “Komið þér hingað,” sagði einn hermannanna, “og látið eins og þér séuð heima hjá yður.” “Varið yður,” sagði annar, “þessi gröf er hættuleg.” “Ekki fyfir mig,” sagði drotn- <<e& er svo Htil.” Einn af hermönnunum tók nú poka, braut hann vandlega saman, lagði hann á stein og bauð drotn- ingu sæti; hún tók boðinu, settist niður, opnaði tösku sína og út- býtti súkkulaði og vindlingum á tvær hendur. Meðan þessu fór fram bar liðsmann þar að er drotning sat sem þekti hana. Heilsaði hann henni með miklum lotningarsvip. Rendu hinir þá grun í hver gesturinn var, risu upp sem einn maður og heilsuðu á hermanna vísu. Þégar drotn- ing hafði lokið erindinu, útbýtt gjöfunum og mælt nokkur hetju- orð, fór hún. En hermaðurinn sem lánað hafði pokann tók 'blekblýant og málaði stórum stöfum þessi orð á hann: “Á þessum poka hefir drotn- ingin setið.” Einn af félögum hans spurði hvort hann vildi selja pokann. “Nei, ekki þó þú gæfir mér eins mikið af gulli og í hann kemst.” Fyrsti plógurinn. Spitsbergen hefir löngum verið talin óbyggileg sökutn vetrarríkis og gróðurleysis. Nú er| plógur kominn þar á land, sá fyrsti. Sandve heitir sá sem hygst að setjast þar að og stunda grasrækt. Hann lcveðst hafa fundið þar víðlendar grassléttur er vaxnar séu þriggja feta háu grasi og jarðvegurinn sé mjög frjór. Ef landkostir eru eins góðir og hann lætur, ætti nautgriparækt og geita að borga sig vel, þótt vet- urinn sé langur og strangur. Hægara verður og námumönnumi að afla sér vista ef kvikfjárrækt getur þrifist í landinu. — Norð- menn hafa veitt 3000 krónur til safnaðarstarfsemii á eynni. Fimm prestar hafa þegar sótt um starf- ið og verður það veitt innan skammis. Sá som Wutskarpastur verður tekur við starfinu á næsta hausti. “ WILKINSDN & ELLIS Matvöru og Kjötsalar Horni Bannatyne og Isabel St. Sérstök kjörkaup á hverjum Föstu- og Laugardegi. Sím- ið oss eftir kjörkaupum á hænsum, öndum, tyrkjum, smjöri og eggjum. GŒÐA VÖRUR FYRIR LITLA PENINGA Tals. Garry 788 ‘f+‘f*+*f*+*f'+tf*+++‘f'+*f+‘f*+ p m 4- -ý 4- W. H. Graham 4* -♦ f -♦ 4« -♦ 4- KLÆDSKERI' ♦ •í* -♦ 4- t ♦ 4- 4- 4- t ♦ •♦ -h •♦ 4< + * Alt verk ábyrgst. ♦ *r * Síðasta tízka ♦ * * -♦ 4* ♦ ♦ -♦ ♦ •f* t + * 190 James St. Winnipeg * Tals. M. 3076 + t 1t*tt'4*t+t14-F-f4-t •F4-F4- * Ný deild tilheyrandi + 4- X t The King George | I Tailoring Co. LOÐFÖT! LOÐFÖT! gerð upp og endurbætt NO er T.MINN 4- ♦ t ♦ 4- ♦ ♦ ♦ ^ ♦ ■i- ♦ * ♦ 4- >4- LOÐFÖT! $5.00 $5.00 Þessi miði gildir $5 með pönt- un á lcvenna eða karlmanna fatnaði eða yfirhöfnum.5 * t -i- * -♦ ♦ •i- •♦ ♦ *í- -♦ d- -♦ •i- -♦ •i- -♦ -i- T/yiSIMI íh. 2932 '676 ELLICE AVE. Eruö þér reiðubúnir aö deyja? ef ekki, þá finnið E. H. Williams Insurance Agcnt 606 tilndsay Block Plione Main 2075 Pmboðsmaður íj-rir: The Mut- ual Life of Canada; The Ðominion of Canada Guar. Accident Co.; og og einnig fyrir eldsábyrgðarfélög, Plate Glass, Bifreitar, Burglary og Bonds Viðgerðum sérstakur gaumur gefinn (Alt verk ábyrgst í 12 mánuði R DAVÍS Örsmiður, L). \-JtA. V l»-/j GullsmiÖur Xður hjá D. R. Dingwall, Ltd. 874 Sherbrook St., Winnipeg Nálægt William Ave Kennara vantar. Hérmeð auglýsist eftir kennara í frönSku. þýzku og fleiri náms- greinum við Jóns Bjarnasnoar skóla í 8 mánaða tíma, sem byrj- ar með i. okt. næstkomandi. Um- sækjandi karlmaður eða kvenmað- ur, verður að hafa lokið stúdents prófi (B. A.). Tilboðum í þessa stöðu verður veitt móttaka af undirrituðum til 19. þ. m. Um- sækjandi tiltaki kaup. Skólaráðið áskilur sér rétt til að hafna hverju tilboði sem vera ska1, eða öllum. Winnipeg. 5. júlí, 1915. M. Paulson, ritari skólaráðsins. 784 Beverley Street. Sumarf ríið í nánd Hafið þér hugsað fyrir dyrum og öðr- um útbúnaði í tjaldið ? Meira en tími til kominn að hugsa fýrir því. Vér æskjum viðskifta yðar, því vér spörum yður fé og gerum yður ofurlítið meiri þénustu en aðrir, sem bezt gera. Höf- um sérstaklega Tjald-rúmstæði o g dýnur. Gólfdúkahreinsun stendur nú yfir. Reynið oss—vér gerum alt hitt. Phone Sherbr. 4430. WINNIPEG Carpet & Mattress Co. 589 Portage Avenue ITALS. G. 2252 Royal Oak Hotel GHflS, GUSTAFSQN, Eiganoi Eina norrœna hótelið í bænum. Gisting og máltíðir $1.50 á dag Sérstakar máltíðir 35c. Sérstakir skilmálar fyrir stöðuga gesti 281-283 Market St., Winnipeg Nýjustu tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Columbia Press, Limited Book, and Commercial Printers Pbone Garry2156 P.O Bcx.' 172 WINNIPKG A eftir þvotti eða baði. Gott “talcum” duft er þægilegt og notalegt þessa hitadaga. þaS mýkir og græðir alt hörund, sem sprungiS er eSa upphlaupíö ogð heldur þvl svölu og þurru. TALC’UM TOWDERS. Vér höfum til sölu allar góðar teg- undir af Talcum dufti—sem er sam- an sett af örsmágerSu talcum og ger- ileyðandi lyfjum. Duft þetta er stór- um betra en þau, sem eru búin til úr hrisméli og öSrum lifrænum efnum. KaupiS hjA oss þaS sem þér þurfið í þessu efni. FRANKWHALEY llrcsctiption 'ílrwggtet Phone She*,br. 258 og 1130 Horni Sargent og Agnes St. Meðala ráðlegging. SANOL LÆKNAR nýrna og blöðru sjúkdóma. VerS $1.00.— Sanol Anti-diahetes læknar þvag sjúkdóma. Sanol Blood Build- er enduraærir blóðiS. Sanol dys- pepsia salt bætir meltlnguna.— Ráðleggingar ðkeypis. Læknis- skotSun ef um er betSiS, — Sanol fón Sher. 4029. 465 Portage ave. KENNARA vantar fyrir Vestri School Distrtct nr. 1669 fyrir fjögra, mánaða kenslu. Kenslutíminn frá 20. ágúst 1915 til 20. desember. Umsækjandi til- taki mentastig og kaup. Tilboð- um veitt móttaka af undirskrifuiz- um. G. Oliver, Sec. Treas, Framnes, Man. — Þess er getið í þýzkum blöð- um, að einu sinni hafi Vilhjálm- ur keisari kropið grátandi er hann kom þar að sem stór hópur þýzkra hermanna lá fallinn V valnum og hrópað: “Eg vildi það ekki.” C. H. DIXON, Iögfræðingur. Lögfræðislegar ráðleggingar gefnar fyrir 50c. Utvegar lán, innheimtir „Police Court work a specialty‘‘ 508 Avenue Bldg. 265 Portage Ave. Phone M. 5372. Heimilisf S. 4111 KENNARA vantar til Laufás skóla, nr. 1211; kenslan byrjar 15. Sept. og varir 3 mánuði; byrjar aft- ur 1. Marz 1916, þá aðra 3 mánuði. 3. prófs kennari óskast; tilboð, sem tiltaki mentastg og æfngu, ásamt kaupi, meðtekur til 1.4. Ágúst Bjarni Jðhannsson, Sec.-Treas., Geysir, Mari., 2. Júlí 1955.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.