Lögberg - 12.08.1915, Side 2
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 12. ÁGÚST 1915.
*
Minni Nýja Islands.
(FIjUTT’ 2. AGC’ST 1915 AÐ GIMLI.)
(Lag: "pað er svo oft I dauðans skuggadölum")
Vor móðurbygð, í skjóli þinna skóga,
er skini lífs og þroska fagnar nú,
þitt gnægtaborð með eng og akra frjóa
við auðmagn vatnsins góða tengir þú.
Þinn frumvöxt gafst þú oss. er áttum
vér ekkert nema taug úr slitnum frónlífsþáttum.
Er harmél bitur að oss sáran surfu
og sólginn úlfur fyrir dyrum stóð,
og bræður vorir burtu frá oss hurfu,
og bjargráð heftu drepsótt, eldar, flóð,—
þinn móðurarmur að oss vafðist
og einskis nema rétt þú mannskaps af oss krafðist.
Þótt dveldist oss: að þrótti ei vér þrutum.
né þótti krafan síngjörn vera’ um of;
og þar kom að, vér þyrnigarðinn brutum,
og það varð prófsteinn gildis vors og lof
því numin varstu nú og unnin
vor Nyja Islands bygð og dagur lífs þér runninn.
Lítt sæmir manni stát og stærilæti,
en styrking hugar verða mun oss þrátt
að vita, bygð vor, þú í sæmdar-sæti
við systra þinna hlið þér tvlla mátt;
en orð mun þinnar æsku-tignar
með æðstum fara veg, er kostum þeirra hnignar.
Vor erfða-taug, úr þjóðiífs þeli spunnin,
gaf þrótt að vinna skóga-tröllin ill;
nú manndáð slíkri morgunsól er runnin.
vor móðurbygð, það sjái liver sem vill.—
—Og taug sú var, en atvik eigi,
er oss til sigurs bar með þig á framavegi.
Guð blessi strönd með akur-rein og rjóður
með rósajöðrum garði bónda hjá.
Guð blessi sveit með grænskóganna gróður,
er geymir auðs, er framtíð notast má.
Guð blessi Fljótið 'skógum skygða
í skjóli tryggu þess: í hjarta eigin bygða.
Jón Runólfsson.
Minni Bretaveldis
flutt á sumarhátið tslendinga í
nipeg 2. Agúst 1915.
Bftir B. L. Baldwinson.
Háttvirtu tilheyr-
Herra forseti!
endur.
Þegar Islendingadagsnefndin gerði
mér kost á að mæla hér fyrir minni
Bretaveldis í dag, þá þáði eg tilboð
hennar með ánægju, því að aldrei
hefir verið meiri ástæða fyrir oss að
minnast þess ríkis, sem vér búum í
en einmitt nú á yfirstandandi tima.
Málefnið er umfangsmikið og al
varlegt, og eg finn mig því miður
ekki hæfan til þess að gera því þau
skil, sem það verðskuldar
Tvær eru aðferðir til þess að ræða
mál; önnur sú, að beita mælsku og
málskrúði án þess að segja mikið er
skýri málið eða auki þekkingu til
heyrenda á því; slík aðferð er að
eins mælskumönnum fær. Hin að-
ferðin er að skoða málið frá sem
flestum hliðum', íhuga eðli þess og
reyna að ná :lgast þá niðurstöðu
eina, sem byggir á óhrekjandi sann-
anagögnum.
Eg er ekki gáfu gæddur til þess að
beita mælskuaðferðinni, og verð þvi
að binda mig við þá síðari, og sem
eg tel að öllu leyti hollari og ábyggi-
legri, því þegar mæla skal fyrir
minni þjóða eða ríkja, þá verður að
minni hvggju að byggja á sömu reglu
eins og þá mælt er fyrir minni ein-
staklinga: með því að lýsa þeim,
eðlisfari þeirra, lunderni og fram-
kvæmdum eða afrekum.
Með þessum inngangsorðum skal
eg svo snúa mér að verkefninu.
Það er þrent, sem Brezka ríkið
hefir í ríkulegra mæli en nokkurt
annað þjóðveldi; þretta þrent er:
stærð, afl og auður.
Brezka veldið er langsamlega það
mesta þjóðveldi, sem nokkurn tíma
hefir myndast á hnettinum.
Landafræðin kennir oss, að á
hnetti vorum séu 55^2 miljón fer-
mílna af landi, og að á honum búi
1,630 miljónir manna. . Af þessu
hefir brezka veldið um 13 miljónir
fermílna af landi, eða sem næst ein-
um fjórða hluta alls lands á hnettin-
um, og íbúatala þess er 427 miljón-
ir, eða rúmlega fjórðungur alls
mannkynsins. Festið þessar tölur í
minni og þær, sem á eftir fara, því
semi og og að auglýsa þær árlega sér
og öðrum heimsins þjóðum til fróð-
Win- leiks.
Til þess að sanna þá staðhæfing
mína, að Bretaveldi sé hið viðáttu-
mesta í heimi, skal eg geta þess, að
það nær yfir hluta af öllum álfum
heimsins:
ferm. íbúar
í Evrópu 122,000 46,000,000
á Indlandi ,802,000 315,000,000
í Asíu 167,000 9,000,000
í Ástralíú 3,200,000 7,000,000
í Afríku 2,135,000 40,000,000
í Ameríku 4,000,000 7,000,000
Afl ríkisins felst í hinni afarmiklu í-
búatölu þess og starfsemi þeirra.
Velmegun þjóðanna felst aðallega
i auðsuppsprettum þeirra landa, sem
þær byggja, og þeirri þekkingu og
dugnaði, sem íbúarnir beita til þess
að færa sér þær auðsuppsprettur í
nyt.
Aðal auðsuppsprettur þjóðanna fel-
ast í landbúnaði þeirra, ræktun kvik-
fénaðar og korntegunda, og í náma-
iðnaði; með þvi að grafa upp úr
jörðinn,i dýrmæta málma; einnig í
skógtekju og fiskiveiðum, en lang-
mest þó tiltölulega í verksrhiðjuiðn-
aði og verzlun.
Athugum nú, hvernig búhokur
Bretaveldis stendup eftir opinberum
stjórnarskýrslum þeirra, 3 ára göijil-
um:—
í Bretaveldi eru 9 milj. hesta, 140
milj. nauta, 180 milj. sauða og 6
milj. svina.
Arleg framleiðsla úr nýlendum
Bretaveldi er: Kornvara, 1,280
milj. bushela; kartöflur, 10 miljónir
tonna; baðmull, 1,800 milj. punda.
Ull. útflutt árið 1913 og algerlega
umfram það, sem ríkið þurfti til eig-
in þarfa, 1,230 milj. punda; te og
kaffi, 530 milj pd.; cocoa, 170 milj.
pd.; sykur, 70 milj. pd.; tóbak, 20
milj. pd.; togleður, 30 milj. pd. og
vin, 6 milj. gall. — Þetta er árleg
framleiðsla úr hinum ýmsu hlutum
ríkisins og algerlega auk þess, sem
framleitt er á sjálfum Bretlands-
eyjum.
Skoðum svo málma-auðlegð ríkis-
ins, utan Bretlands eyja; hún er
þannig: ,Gull, 300 milj. doll; takið
eftir, ein milj. doll. gulls fyrir hvern
virkan dag ársins; silfur, 22 milj.
doll..; kopar, 27 milj. doll.; járn og
stál, 32 milj. doll.; járn, 60 milj. doll.
nickel og aðrir málmar, 20. milj. doll.
fNickel er dýrmætur málmur, notað-
rúmar 182 miljónir dollars árið 1912.
Fisktekja ríkisins er einnig nægi-
leg til a llra þarfa þess, og meira en
það. Á Bretlandseyjum einum grípa
200 þús. manns á 48 þús. bátum 75
milj. doll. v'irði af fiski úr sjónum
meðfram ströndum eyjanna á hverju
ári, að ótöldum laxveiðum landsins
Kolatekjan á Bretlandseyjum er
260 milj. tonna á ári.
Þegar meta skal hagsæld íbúanna
í einhverju landi eða ríki, þá ber að
líta á, ekki að eins náttúruauðlegð
þess eða framleiðslumöguleika, held-
ur og iðnað þess og verzlun; en
verzlunin er eðlileg afleiðing af
starísemi íbúanna og í réttum hlut-
föllum við hana. En verzlun felur
í sér það vörumagn, sem keypt er
frá’útlöndum og selt er til útlanda
eða annara ríkja.
Verzlun Bretaveldis árið 1911 var
þannig:
Bretland $8,000 milj. eða $170 á mann
Indland 1,680 milj. eða 4 á mann
Canada 1,000 milj. eða 155 á mann
Xewfld 25milj.eða 155 á mann
Afríka 600milj.eð 90 á mann
X. Sjáland 200'milj.eða 210 á mann
Asia 820 milj. eða 90 á mann
—Alls er verzlun Bretaveldis árlega
13^250 milj. doll. Virði.
Þegar vér nú berurn þetta saman
við verzlun annara stórvelda heimsins,
þeirra, sem auðugus’t eru, svo sem
Þýzkaland með 68 milj. íbúa og
5,152 milj. doll. árlega verzlun, eða
$78 á mann; Ffrakkland, með 40
milj. íbúa og 3,072 milj. doll. árlega
verzlun, eða $73 á mann: Bandarik-
in, með 100 milj. íbúa og 4,272 milj.
doll. árlega verzlun eða $43 á mann,
þá sjáum vér, að hvarvetna í brezka
veldinu er hin mesta hagsæld og að
það meira en þolir samanburð við
þær aðrar þjóðir, sem mannfestar
eru, mentaðastar og auðugastar í
heiminum.
Eg veita, að eg hefi þreytt þol-
gæði yðar með þessum tölum, en eg
tel það nauðsynlegt, að þær séu í-
hugaðar til þess hægt sé að gera sér
grein fyrir ástandi ríkisheildarinnar
eins og það er sýnt í síðustu skýrsl-
um, sem tileru um það efni. Og enn
verð eg að benda yður á nokkrar
tölur. íbúar brezka veldisins utan
Bretlandseyja áttu árið 1911 á
bönkum yfir 700 miljónir doll. spari-
fé. vað sjálfir Brear á Bretlands-
eyjum eiga, get eg ekki vitan, en ný-
lega var þess getið í þinginu þar, að
þeir ættu í útlánum og arsömum fyr-
irtækjum í öðrum rikjum 2 þúsund
milj. doll.; og svo mikið vitum Vér
öll, að þau miklu herlán, sem brezka
stjórnin er um þessar mundir að
taka, eru öll tekin annalands þar; í-
búar rikisins lána stjórninni það fé
sem hún þarfnast, og njóta sjálfir
vaxtanna af því.
Einn stærsti, nauðsynlegasti og arð
mesti atvinnuvegur Breta eru vöru-
flutningar á sjó. í vöruflutninga-
flota þeirra eru 10 þúsund gufuskip
gufuskip yfir 100 lesta stærð; þau
bera til samans 20 milj. tonna. Bret-
ar eru því engum þjóðum háðir með
vöruflutninga til og frá löndum
þeirra; þvert á móti hafa þeir
það er nauðsynlegt til þess að geta ur aðallega til þess að verja vígskip
gert sér ljósa grein fyrir mikilleik
brezka veldisins í samanburði við
önnur stórveldi heimsins.
Eg veit, að þær ræður geta aldrei
orðið almenningi eins áheyrilegar og
skemtilegar, sem þrungnar eru töl
um og skýrslum, eins og hinar, sem
fljóta af vörum mælskumannanna
með yfirliti þess, sem verið hefir og
verða kann. En hins vegar eru hag-
fræðilegar skýrslur skýrasta, réttasta
og sannasta myndin, sem fengist get-
ur af þjóðunum og starfsemi þeirra.
Þess vegna er það eitt áhrifamesta
atriðið í stjórnvísindum allra menta-
þjóða, að safna sem nákvæmustum
skýrslum yfir hina þjóðlegu starf-
fyrir fallbyssukúlm óvinahers á sjó
þessi málmur er mjög sjaldgæfur og
finst nú að eins á einum stað í heim-
inum svo að nokkru nemi; aðalnám-
an er í Sudbury héraðinu í Ontario-
fylki. — önnur framleiðsla úr ný-
lendunum er: Asbestos, 4 milj. doll.
á ári; kol, 100 milj. doll; steinolía,
5 milj. doll.. — Málmtekjan því alls,
600 milj. doll. á ári, eða 2 milj. doll.
fyrir hvern virkan dag ársins. Af
þessari upphæð gefur Canada 122
milj. dollars á ári.
Tiinburtekja Bretaveldis er óþrjót-
andi. Skógar miklir eru í Canada, í
Ástraliu, á Indlandi og í Afríku.
Canada framleiddi af skógum sínum
liðnum árum stundað flutninga fyrir
aðrar þjóðir og gera það enn. En á
ófriðartímum eins og þeim, sem nú
vofa yfir Evrópuþjóðunum, eiga
Bretar því láni að fagna að eiga ann-
an flota, sem verndað getur flutn-
ingaflota þeirra að mestu leyti. Það
er herflotinn, þessi nafntogaði og öfl-
ugi herfloti Breta, sem allar þjóðir
óttast og sem átt hefir mikinn þátt í
að gera Bretum mögulegt að færa út
veldi sitt í allar álfur heimsins. 1
herflota Breta teljast 600 skipa af
öllum stærðum, sem kostað hafa þá
fullar þúsund miljónir dollara. Hvert
eitt af hinum stærstu skipum flota
þessa kostar um 10 milj. doll. Floti
þessi hefir verið sverð og skjöldur
þjóðarinnar síðan í byrjun seytjándu
aldar, og þó han nsé ekki í dag jafn-
gildi flota allra annara stórvelda, þá
er, hann samt langtum öflugri en
floti nokkurrar einnar anarar þjóð-
ar. Brezka þjóðin er dugleg og á-
ræðin; það eru þau einkenni hennar,
sem hafa gert haná að öflugasta og
áhrifamesta stórveldi heimsins.
Reynsla þjóðanna he’fir á öllum
öldum verið sú, að þær hafa orðið
að heyja stríð til þess áð ná vexti
og þroska^ og viðurkenningu um-
heimsins. Brctar hafa verið háðir
sömu lögum, og fyrir sigurvinninga
þeirra á sjó og landi hafa þeir aukið
veldi sitt út um allan heim og aldrei
tapað því, sem eitt sinn vanst, nema
Bandaríkjunum árið. 1181. Aðallega
færðu þeir út kvíarnar á 17. öldinni;
einnig nokkuð á 18. öld og fram á
þá 19.
Eg v'erð að fara fljótt yfir sögu.
Bretar náðu yfirráðum í Vestur-Ind-
íum árið 1624 og St. Helena eyna
námu þeir -651; Jamaica eyna unnu
þeir frá Spánverjunr 1655, Bombay
á Indlandi frá Portúgal 1661, Cal-
cutta 1696, Gibraltar 1713, Bengal
1757, Madras og Wandewash 1760,
og fult vald yfir Indlandi fengu þeir
1763. Það sama ár náðu þeir með
Parísarsamningnum öllum yfirráðum
yfir Canada. Bretar byrjuðu að
helga sér land í Ástralíu 1770, en
fullveldi yfir því landi höfðu þeir
ekki náð fyr en 70 árum síðar, þeg-
ar Natal var gert að brezkri nýlendu
árið 1843. Fullveldi yfir stórum
héruðum í Afríku náðu Bretar ekki
fyr en á tímabilinu frá 1884 til 1900.
Egyptalandi náðu Bretar með her-
skildi árið 1882 og halda því enn þá.
Lendur Búanna í Afríku lutu veldi
Breta árið 1902 og Ástralíu-sam-
bandið var myndað árið 1901.
Þetta er i fáum dráttum þroska-
saga Bretaveldis á síðustu öldum.
Það mætti virðast, að þjóðir og
þjóðarhlutar, sem unnir eru með
hefnaði, gerðust ekki á skömmum
tínia tryggir vinir og stuðnings-
menn sigurv'egara sinna. En sú hef-
ir þó raunin á orðið, að því
brezku þjóðina snertir, eins og sézt
hefir í stríði því hinu mikla og
voðalega, sem nú stendur yfir í
Evrópu. Ástralía hefir lagt fram
mikinn fjölda æfðra hersveita, vel
búnar að vopnum og vistum, og sent
þær til Evrópu til þess_ þar að berj-
ast við hlið Breta gegn óvinum
þeirra; en heima fyrir v'erja þeir
landið eftir þörfum og beita her-
skipum sínum til þess að eyða þeim
•flota, er Þjóðverjar kynnu þangað
að senda; og þegar snemma í þess-
um ófriði hefir sjóher Ástralíumanna
tekist að eyða tveim öflugum her-
skipum Þjóðverja, sem leituðu að
ströndum þeirra. Ástralíumenn hafa
því sýnt, að þeir eru einlægir og
tryggir vinir Bretaveldis.
Eg þarf ekki að lýsa fyrir yður,
hvernig Canada hefir reynst á þess-
um stríðs tímum; synir hennar hafa
þegar getið sér lofsverðan orðstýr
fyrir framgöngu sína á vigvelli í
Frakklandi og Belgiu; og eg tel oss
það heiður mikinn, að nokkrir tugir
ungra íslendinga hafa tekið þátt t
þeim bardögum með öðrum Canada-
mönnum og sigrað fram að þessum
degi. Þeir eru að inna af hendi sín-
ar bor'garalegu skyldur, til þess að
verja vald og heiður ríkisins, og svo
að vér, sem hér erum saman komnir
og sem sakir kynferðis eða aldurs
ekki eigum kost á að leggja lið þar
eystra, megum njóta frelsis og friðar
hér heima.
Egyptar eru að berjast til varnar
Bretaveldis gegn Tyrkjum og hafa
haldið hlut sínutn óskertum frarn að
þessum tíma.
Ibúar Indlands hafa tekið
drengilegan þátt í þessu stríði, að
brezka stjórnin hefir í London-
þinginu lokið miklu lofsorði á þá.
Eins og yður mun kunnugt vera,
er Indland sá hluti Bretaveldis, sem
stærstur er og mannflestur og að
ýmsu leyti náttúru-auðugastur, þó
enn sé menningarþroski þar hjá al-
þýðu á lágu stigi. Saga Indlands er
oss fyrst kunn af sögum gamla
testamentisins, og að ýmsu leyti eru
siðir manna og hættir þar enn í dag
ekki all-ólíkir þeim, sem tíðkuðust
fyrir 2 þúsund árum. í Indlandi eru 1
315 milj. íbúa, er skiftast í flokka,
sem hver hefir sinn konung eða
flokkshöfðingja; 790 konungar eru
því taldir vera á Indlandi, en allir
Iúta þeir konungi Breta. Margir
þessir konungar eða héraðshöfðingj-
ar eru afar ríkir og ráða yfir auð-
safni, sem flokkar þeirra hafa kom-
ist yfir með ránum, gripdeildum og
sigurvinningum í bardögum um tvö
þúsund ára bil. Þjóðverjar töldu
það alveg áreiðanlegt, að þessi
mikla þjóð mundi snúast gegn Bret
um og nota nú tækifærið til þess að
losast undan valdi þeirra,.meðan
heimaþjóðin væri önnum kafin að
berjast gegn Þjóðverjum. En hver
várð reyndin? Því var lýst yfir í
Brezka þinginu, skömmu eftir að
stríðið hófst, að nokkrir af þessum
700 Indlandskonungum hefðu gert út
sendisv'eitir á fund Bretastjórnar og
boðið henni ^lla þá hjálp, sem þeir
ættu vald á að veita.
Einn þessara konunga gaf tvær
milj. dollara í peningum til herkostn-
aðar, annar lfi milj. doll. í pening-
um. Báðir sendu og þessir konung-
ar öfluga herflokka til Evrópu til
styrktar Bretum og kosta þá þar að
öllu- leyti að vopnum og vistum.
Þriðji konungurinn bauð fram allan
sinn auð og allan þann herafla, sem
hann hefði vald yfir. Sá fjórði
keypti gufuskipið “Empress of Ind-
ia” af C.P.R. félaginu og bjó það út
sem spítalaskip til hjúkrunar særðum
hermönnum. Fimti konungurinn
sendi stjórninni peninga til að kaupa
fyrir jfir 50 motorvagna til að aka
særðum hermönnum til næstu hjálp-
arstöðva; allir voru v'agnar þessir af
vönduðustu gerð og verðháir. Einn
konungur enn, yfir 70 ára gamall,
sendi hersveit mikla til Frakklands
til að berjast þar undir merkjum
Breta, og sjálfur fór hann með her-
mönnum sínum og er foringi þeirra
Þetta eru Iítil sýnishorn af því,
hvernig Indlandsbúar una hag_ sínum
í Bretaveldi, og söm er sagan í
Suður Afríku. Þar var að vísu
flokkur einn í vesturhluta álfunnar,
sem fyrir undirróður Þjóðv'erja og
undir forustu þeirra gerði uppreisn
gegn Bretum, skömmu eftir að stríð-
ið hófst. En Búastjórnin, með Botha
hersföfðingja í broddi fylkingar, ekki
að eins bældi uppreisnina niður, held-
u'r einnig tók allar nýlendur Þjóð-
verja í Vestur-Afríku undir veldi
Breta. Það landflæmi er talið 450
þús. fermílur að stærð, og hefir því
víðlendi Bretaveldis stækkað sem
því svarar síðan stríðið hófst. Virð-
ist yður ekkij að þetta sýni skýrt, að
Búa-þjóðin sé ánægð innan takmarka
brezka veldisins? Þó eru ekki liðin
nema 15 ár síðan Búarnir börðust
gegn Bretum fyrir frelsi sínu, því
bezta, sem þeir höfðu þekt fram að
þeim tíma.
Hvað er það nú í fari brezku þjóð-
arinnar, sem veldur þv'í, að hún hefir
getað trygt sér örugt vinfengi og ást-
úðlegan hlýhug allra þeirra þjóða og
6r þjóðarbrota, sem hún hefir aukið við
ríki sitt á síðustu 300 árum, svo að í-
búarnir í þessum löndum eru fylli-
lega eins konunghollir hmu brezka
veldi og eins ábyggilegir verjendur
þess eins og þeir,, sem mestir teljast
þjóðarvinir á Bretlandi sjálfu, Það
er mannúðareiginleiki og réttlætis-
tilfinning þjóðarinnar. Á þeim
grundvelli hefir brezka þjóðin bygt
þá steínu sína, að breyta eins rétti-
lega og gðfugmannlega við nýletid-
urnar eins og þá, sem búa á Bret-
landseyjum, og betur þó, því að vér
hér í Canada, og eg hygg einnig í
öðrum lendum Bretaveldia, njótum
rýmra persónulegs frelsis og þjóð-
legs frelsis heldur en sjálf heima-
þjóðin. Vér höfum hér rýmri at-
kv'æðisrétt en alþýðan á Bretlandi,
og vér höfum vald til þess að leggja
skatt á aðfluttan varning frá Bret-
landi. Eg veit ekki af neinni þjóð
annari, sem leyfir nýlendum sínum
slíkan tollálögurétt. Vér njótum
einnig þeirra hlunninda, eða höfum
notið fram að þessum tíma, að floti
Breta verndar strendur vorar oss
að kostnaðarlausu. Þær þúsund
miljónir doll., sem herflotinn hefir
kostað, liafa lagst á þá sem búa í
Bretlandseyjum.
Þær lendur allar út um víða v'er-
öld, sem lúta valdi brezku krúnunnar
og mynda þannig hluta—mikinn
meiri hluta—hins rnikla brezka vélcK
is, hafa fengið fulla reynslu fyrir
því, að þær hafa haft stóran hag af
sameiningunni. Brezka þjóðin hefir
inleitt hjá þeim aukið persónulegt
frelsi og aukið þjóðlegt frelsi; stofn-
sett skóla og mentastofnanir og hlúð
sv0 að aukinni alþýðumentun; stofnsett
lög og dómgæzlu til verndar lífi og
eignum manna; afnumið þrælahald
þar sem það var áður og örfað íbú-
ana með ýmsum hlunnindum til
dugnaðar í framleiðslu og Verzlun,
og veitt þeim óspart fjárframlög til
þjóðlegra umbóta. Eg fæ ekki betur
séð, en að öll nýlendusaga Breta
sýni, að brezka ‘þjóðin hafi á liðnum
öldum haft föðurlega vakandi um-
önnun fyrir heill og hagsæld nýlend-
anna og veitt þeim, eins og eg sagði
áður, meiri hlunnindi og meira frelsi
en sjálfri stofnþjóðinni.
Það er af þessum ástæðum, sem
ríkisheildin er svo örugglega samein-
uð, að hver sérstakur hluti v'eldisins
ber ótakmarkað traust til drengskap-
ar og skylduræktar hinna annara
hluta þess, að vinna af alefli að
vernd og sóma rikisheildarinnar og
að viðhaldi hins brezka veldis sem
þess mesta og virðulegasta sem uppi
hefir verið í sögu mannkynsins.
Eg verð að biðja velvirðingar á
þvi að hafa tekið upp meiri tíma af
athygli yðar, en eg hefði viljað gera.
En afsökun mín er áú, að brezka
veldið verðskuldar það, að meira en
aðeins fáum mínútum sé varið til að
minnast þess. Og enn vildi eg mega
segja fáein orð til yðar, íslendingar!
Vér erum sem þjóðflokkur búnir að
dvelja í landi þessu í meira en 40 ár,
og megum þó heita vera enn í dag
dag eins og útlendingar. Mér finst
allur þorri hinnar eldri kynslóðar hér
hafa lifað' öll þessi ár með hugann og
endurminningarnar heima á Islandi,
en síður veitt því athygli, sem hér
var að gerast daglega umhverfis oss.
Fólk vort hefir ekki lagt það á sig,
að kynna sér sögu Bretav'eldis eða
lyndiseinkunn og stjórnháttu brezku
þjóðarinnar. Svo að þó vér séum
40 ára brezkir borgarar, þá skortir
oss mjög þekkingu á ríki voru, og
ýmsir af vorum þjóðflokki bera ekki
þann hlýhug til Bretlands, sem hverj-
um góðum borgara þess ber að hafa.
En eg hugga mig við framkomu
vorrar uppvaxandi kynslóðar hér og
það, hvern þátt margir. vorra ungu
manna Cru að taka í vörn ríkisins á
yfirstandandi tíma.
Eg á enga betri né einlægari ósk
en þá, að íslendingar í þessu Iandi
taki þá stefnu að kynna sér sögu
brezku þjóðarinnar og brezka veld-
isins og að Iæra að skilja, að þeir
sem einstaklingar eru hluti af þjóð-
arheildipni og að þeim ber að skilja
borgaralegar skyldur sínar og að
inna þær af hendi til jafns við aðra
borgara ríkisins. Eg segi skilyrðis-
laust, að oss sem brezkum borgurum
beri að elska brezka veldið og að
virða þau hlunnindi og margvíslegu
gæði, sem vér höfum orðið aðnjót-
andi síðan vér komum hingað.
Hvergi á jarðríki hefir oss liðið betur
um dagana og, hvergi vitum vér af
bletti, sem brösi blíðar við oss en
undir vernd og skjóli hins mikla
veldis Breta, vors eigin þjóðarveldis.
Albert Gough Supply Co.
Wall Street and Kildonan West
ALSKONAR BYGGINGAEFNI
Talsimar: Sher. 3089 og: St. Jonn 2904
Nautnir
Gleðiþrá býr í hverjum manni.
Hún er ein og óskift að uppruna,
þó að v'egirnir til að gleðjast séu ó-
teljandi. Samt virðist tilbreytnin
vera frumskilyrði allrar gleði og
nautna. Flest dagleg störf manna eru
tilbreytingarlítil og einhæf, sífeld
endurtekning sömu athafna ,dag
eftir dag. Það er að vísu gott að
að gleðjast í starfinu, hvert sem það
er. En því að eins er það hægt, að
einhver tilbreytni fylgi. Breyting<er
starfandi manni nauðsynleg, eins og
svefn þreyttum manni og lúnum.
Það er eins og ekkert sé svo yndis-
legt, að það verði ekki leitt, þeim
sem alt af verður því að sæta, um-
skiftalaust. Sveitamönnum er hátíð
að hv'erfa um stund í hringiðu bæj-
anna, og bæjarmönnum er ósegjanleg
gleði að ráfa um tíma á sumrin yfir
móa og merkur, þar sem smalinn er
orðinn dauðleiður á að vera, hve
fagurt sem þar kann að vera i raun
og veru. Öll einhæfni er svo þreyt-
andi, að menn hafa stun|lum verið í
vafa um, hvort hið eilífa líf á himn-
um yrði beinlínis skemtilegt við sí-
feldan englasöng.
Þegar þannig er á litið, verður
skemtana- og nautnafýknin skiljan-
lengri. Nautnin er nokkurs konar
hvild fyrir líkama og sál. Hún á
að vera það, og mennina hungrar
og þyrstir í nautnir af því þeir vilja
hressa sig og endurnæra. Þeir
sleppa sér í nautnirnar af ósjálfráðri
innri þörf, eins og þegar setuþreytt-
ur maður réttir úr sér, eftir of langa
hvíld. Menn hafa ekki alment haft
réttan skilning á skemtana-hungrinu,
álitið það sprottið af léttúð og spill-
ingu. Þeir menn hafa blandað sam-
an orsökum og afleiðingum, for-
dæmt gleðilöngunina, af því að hún
leiðir menn í öfgar og vitleysu. Af
þessu hafa sumir menn leitast við í
góðri meiningu að stemma stigu
fyrir ' öllum skemtunum. Að þeirra
dómi átti æfin öll að vera eintóm
vinna, meðan vakað var. En eðli
mannsins er, alt af samt við sig,
Það leitar heim aftur, þó það sé
lamið með lurk. Nautnaþráin í
brjóstum lifandi manna verður ekki
fremur stifluð, en, hrapandi fossinn
á hamarbrúninni. Hvorttveggja er
náttúruafl, sem má leiða, fara með
v’el eða illa, en ekki byrgja eða loka
iiftii i fangelsi.
Það getur því'ekki komið til mála,
að halda fram þessari stefnu, því að
hún er í ósamræmi við mannlegt
eðli. Þá mun nú sumum mönnum
finnast skörin færast upp í bekkinn,
ef eðli mannsins á að ráða, ef hver
dutlungur, hver ílöngun, hver hneigð
á rétt á að verða framkvæmd, um
leið og hún er í hug borin. Slíkt
væri fagnaðarboðskapur nautnanna,
réttlæting hverskonar lausungar og
stjórnleysis.
En hér er alls ekki stefnt að þvi.
Þvert á móti á að benda á þann
mikilvæga sannleika, að allir menn
þurfa nautna, og að við því verður
ekki gert. Enn fremUr að nautnirn-
ar eru mjög misgóðar, sumar hress-
andi í bráð og lengd, aðrar hættulegar
eins og eitur.. Framför menningar-
innar liggur ekki sízt í því að flokka
nautnirnar, að verðleggja þær, ef
svo má segja, að meta innbyrðis-
gildi þeirra, og að því loknu að Ieit-
ast við að hafa áhrif á það hvernig
menn gleðjast, reyna að draga úr
ásókn fáráðlinga í óhollar og skað-
legar nautnir með því að beina
nautnaþránni í annan heilsusamlegri
farveg. í þessu er fólgin öll veru-
leg siðbótarstarfsemi.
Það má auðv'itað flokka nautnirn-
ar á ýmsan hátt, t. d. meta hve dýrt
er að fullnægja þeim, hve auðvelt
er að ná í gleðibrunninn, hversu
mikið yndi nautnin veitir, og hvort
gleðitilfinningin varir stutt eða lengi.
Að síðustu má líta á það, hvort
nautnin gerir manninn sterkari eða
veiklaðri, er til lengdar lætur.
Þó að öll þessi atriði skifti miklu
máli og önnur, sem telja mætti, þá
virðast þó tvö hin síðustu vera þýð-
ingarmest. Það mun óhætt að full-
yrða, að andlega heilbrigðir menn
viðurkenna tæplega gildi nokkurrar
nautnar, nema hún sé langæ að áhrif-
um og hafi eflandi áhrif á andlegt
og líkamlegt þrek manna. Hið síð-
ara virðist vera algert frumskilyrði.
Enginn maður, sem hugsar rólega
um, hvað eigi að gera sér til gam-
ans, velur skaðlegu nautnirnar. Þeir,
sem þá leið fara, og þeir eru mrgir,
hlýða umhugsunarlaust blindum lög-
um eftirlikingarinnar. Skynsemin
hefir ekki komist að. Hitt atriðið,
varanleiki nautnagleðinnar, hefir lít-
ið verið athugað hér á landi, en skýr-
ist bezt með að taka einfalt dæmi.
Hugsum okkur mann staddan í Rvík
árið 1915, og gerum ráð fyrir að
hann hafi 15 kr. handa milli, sem
hann vill verja í einhverjar nautnir
sér til gamans. Ef til vill er maður-
inn tóbaksmaður. Hann getur þá
fengið sér mánaðarforða af vindlum,
eftir því sem talið er hóflegt á þeim
stað að eyða í þá vöru á ári. Hann
gæti líka fengið sér eina flösku af
smygla-brennivíni, eða keypt liðug 3
kg. af brjóstsykri. Þá gæti hann
líka farið til Þingvalla á bifreið og
verið þar einn dag, eða keypt bæði
höfuðverk Jóhanns Sigurjónssonar,
sýð þau leikin og þó keypt í við-
bot fyrir afganginn af peningunum,
einar 5—8 beztu bækurnar, sem rit-
aðar hafa verið á íslenzku. Hann
gæti farið til Ásgrims og fengið hjá
honum ofurlitla smámynd. Hann
gæti farið austur í Kaldaðarnes og
heyrt þar hinn fegursta hljóðfæra-
slátt, sem til er á þessu landi. —
Vitanlega eru ótal önnur úrræði,
jafnvel í höfuðstað íslands, til að
gleðja sig, en þessi dæmi nægja.—
Einna skammvinnust yrði ánægjan
að smygla-brennivíninu, dálítill ör-
leiki um stund, síðan timburmenn
og óþægilegar endurminningar um
ölæðið. Litlu betur færi með brjóst-
sykursætuna. Sætindin mundu
gleymd, er þau væru gleypt. Vindla-
kassinn gæti glatt eigandann og
gesti hans nokkra dag, en þó að
líkindum v'erða til óþæginda all-
mörgum öðrum mönnum á einhverj-
um almenum samkomustað, þar sem
reykt væri í trássi við velsæmi og
viðurkendar umgengnisreglur. Ger-
ólíkar að eðli eru hinar síðar töldu
nautnir.
Fegurð náttúrunnar og listanna
gerir menn vitari og betri. Og sú
fegurð er svo að segja eilíf eign.
Hún er grafin óafmáanlega í óbrot-
gjarnar minningar. Eftir ár og ára-
tugi slær enn glampa á vatnið, skóg-
urinn breiðir sig um hraunið, gjár-
barmurinn gnæfir yfir vellina, foss-
inn fellur í úðagusum fram af berg-
inu, sólin gyllir fjallahringinn og
hressandi blæ andar af öræfunum.
Hvenær sem Þingvallagesturinn vill
hugsa um “hjarta landsins”, sér hann
aftur í huganum hina dásamlegu
mynd, ekki í afbökuðum brotum ó-
fullkominna lýsinga, heldur alheila
og fullgerða. En það sem gildir um
fegurð náttúrunnar, á þó öllu fremur
við • um fegurð listanna, ekki sízt
þeirra, sem geymdar eru sýnilega
eins og skáldskapur eða verk málara
og myndhöggvara. Þar er snildar-
verkið alt af við hendina, alt af jafn-
nærri bæði í raun og veru og í end-
urminningunni.
Þessi fáu dæmi bregða ljósi yfir
málið alt, þó valin séu af handahófi.
Ef gætt er betur að, sézt, að nautn-
unum má skifta í tvent. Fyrst lágar
nautnir, sem æsa eða deyfa örstutta
stund. ^ær eru flestar fremur óholl-
ar og skilja eftir eyðu eða sársauka
í endurminningunni. Annarsvegar
eru fágaðar nautnir. Þær eiga sam-
merkt í því, að þar lifir gleðin ávalt
síðan í huga neytandans. Hann
hefir ekki einungis hina upprualegu
gleði, heldur má segja, að hin ljúfa
kend sé orðin hold af hans holdi og
óaðskiljaaleg eign.
Líklega er flestum mönnum svo
farið, að þeir kjósa helzt að stíga
hvert spor án þess að horfa fram
fyrir sig, að ganga blindandi. Til
þeirra nær enginn mannlegur mátt-
ur. En hinir, sem v'ilja lyfta, en
ekki draga niður, græða tvö strá, þar
sem áður var eitt, skilja við gamla
landið betur statt en þeir tóku við
því, þeir mættu gjarnan athuga,
hvernig þeir fara að, þegar þeir
vilja gera sér glaða stund, hvort þeir
hallast meir á sveif hinnar uppruna-
legu villimensku, eða viða að sér
yndi og ánægju úr hinum andlegu
fjársjóðum, sem menningin hefir
skapað eða kent mönnum að meta.
X.
—fsafold.
Fuglinn.
Þú ljóðaðir mér svo ljúfan brag
er lýsti þér sól á tfý;
nú syngur þú mér sorgar Iag
því syrtir í lofti ský.
Stúrinn þú flýgur hlyn af hlyn
himininn grætur enn. —
Þín bæn er svo heit rninn bezti vin
«
það birtir í lofti senn.
R. I. Davíðsson.
C
t