Lögberg - 19.08.1915, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST 1915.
0
LUKKUHJÓUÐ.
Eftir
LOUIS TRACY.
“Þú kemur seint, Mr. Royson,” sagði sá lág-
vaxni.
“Já”, sagíii Dick.
“Stundvísi —”
“Já, eg veit þaS; en eg lenti í að hjálpa fólki á
leiðinni.”
“Eins og eg ætlaöi að segja,” 'hélt þingmaðurinn
áfram með spekingssvip og alvörusvip, “stundvisi er
sine qua non falveg ómissandi). Eg er búinn að1 fá
annan skrifara.”
“Bölvaður asninn!” sagði Dick.
“Leyfirðu þér að láta þér slíkt um munn fara við
mig?”
“Eg var að hugsa um hann. Eg veit ekki hver
það er, en eg hefi séð þig og nfig kennir í brjósti
um hann.”
“Ósvífni fantur, þú —”
En Royson var horfinn. Þegar hann kom út leit
hann til himins. “Er að roða af nýjum degi,” sagði
hann alvarlega, “eða er eg að hrapa? Hvers vegna
hreytti eg ónotum í manngarminn? Ef eg gæti mín
ekki betur kemst eg í klípu í dag. Skyldi Jack
Seymour vilja hjálpa mér til að komast til Suður
Afríku ? Það er sagt að bráðum muni gjósa þar upp
ófriður. Eg þrái ófrið og styrjöld — blóð, tundur-
kúlur, meira blóð. Ef eg verð kyr i London —”
Þá rakst hann á mannfjölda á Northumberland
Avenue. Lögreglumenn fóru í groddi fylkingar. En
á eftir þeim gengu hinir atvinnulausu þúsuhdum
saman.
“Ef eg verð kyr í London,” hélt hann áfram,
“þá ræðst eg á stærsta lögregluþjóninn. Eg verð
settur í fangelsi, nafn mitt verður í öllum blöðum,
frændi minn sér það, fær slag og deyr. Eg kæri mig
ekkert um að frændi minn fái slag og deyi, því þá
hefi eg blóðsök á samvizkunni. Það get eg ekki
borið. Eg verð að fara af landi burt.”
Þá mintist hann orða Kerbers baróns. Nú fanst
honum hann fyrst skilja þau. Hann leitaði að nafn-
spjaldinu í vasa sinum. Barón Franz von Kerber,
n8 Queen’s Gate, W.” stóð á spjaldinu.
“Þetta er austurriskt nafn,” hugsaði hann með
sjálfum sér. En stúlkan var ensk og auk þess held
eg að hún hafi verið prýðilega mentuð. En hvað
sagði hann? “Það er vinna fyrír mann sem hefir
vit og þor.” Eg skal að minsta kosti tala við piltinn.
Mér er sama hvem þremilinn hann ætlar mér að gera,
ef það er ekki hreinn og beinn glæpur, þá tek eg því.
En ef við getum ekki komið okkur saman, þá skal
eg reyna að ná tali af Jack á morgtin.”
Rauður fáni færðist hægt eftir Northumberland
Avenué og Royson sá feitan mann og þriflegan mitt
á meðal þeirra er virtust miður vel fóðraðir.
“Það er nóg til þess að missa vitið, að hafa þessa
pilta fyrir augunum, sagði liann gremjulega og snéri
við þeim bakinu. En hann lenti ekki í fleiri æfintýr-
um daginn þann. Hann gekk i hægðum sínum um
stræti borgarinnar, borðaði hádegisbita, taldi skilding-
ana sem hann hafði í vösunum, sem vom seytján
^hillings samtals; svo fór hann inn í Brezka safnið
-til að eyða tímanum og var þar þangað til hann var
beðinn að fara út. Þá keypti hann dagblað á göt-
unni og leit á skipalistann.
Hann var að hugsa um að fara til Suður Afríku,
því hann gat ekki með nokkru móti trúað því, að bar-
ónninn í loðkápunni mundi geta útvegað sér vinnu.
Samt sem áður afréð hann að hitta hann að máli kl.
7, eins og til var skilið. Þjónninn sem kom til dyra
virtist eiga von á honum.
“Mr. King?” spurði þjónninn.
Þetta þótti Royson í meira lagi einkennilegt.
“Þú átt kollgátuna,” svaraði hann; en þjónninn
leit hvorki til hægri né vinstri og var fölur eins og
lik.
“Gerðu svo vel, Mr. King.”
Royson fylgdi honum upp breiðan stiga og var
að dáðst að þvi, hve vel honum fanst nafnið hljóma
á vömm þjónsins.
II. KAPÍTULI.
Samningar.
Baron Franz von Kerber var í samkvæmisfötum.
Hann sat í þungum þönkum og starði á ellimáð eða
upplitað blað þegar Royson kom inn. Herbergið
virtist hafa verið viðhafnarstofa en húsráðandi hafði
gert hana að lesstofu. Geysistórt kort af strand-
lengju Rauða hafsins hékk á veggnum. Nokkrir
landkorta og sjókorta kassar stóðu á borðinu og
talávert af bókum var raðað á hyllur á veggjunum og
stórir búnkar af bókum stóðu á gólfinu og á stólum;
flestar voru bækurnar ellilegar. Það var bersýnilegt,
Lögbergs-sögur
FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ
AÐ GERAST KAUPANDI AÐ
BLAÐINU. PANTIÐ STRAXl
að sá sem hér hafði bækistöð sína, var starfsmaður
mikill.
Royson hafði ekki langan tíma tíl að íhuag það
sem fyrir augun bar, því barónninn leit upp úr bréf-
inu sem hann var að lesa. Hann hafði orðið að beita
allri athygli við lesturinn, því það var skrifað á
arabisku.
“Það var vel gert af þér að köma, Mr. King,”
sagði hann vingjarnlega. “Gerðu svo vel að setjast
niður,” hélt hann áfram og benti á auðan stól. Dick
vissi að hann vísaði honum til sætis á þessum stól
vegna þess, að þar skein rafmagnsljós beint framan
í andlitið á honum. Hann beið þangað til þjónninn
var búinn að loka hurðinni.
“Hvers vegna kallarðu mig ‘King’?” spurði hann.
Það er ekki nafn mitt; en því einkennilegra er að
þú skulir hafa hitt á það, þar sem eg gekk undir því
nafni í skóla.”
Royson var nú orðinn rólegur. Fátækt og
áhyggjur geta jafnvel lamað þrek þeirra sem styrk-
astir eru. En Royson hafði einsett sér að fara til
Suður Afríku; sá ásetningur hresti -h'ann og styrkti
og rak á burt áhyggjumar sem fyltu huga 'hans fyrri
hluta dagsins.
“Mér heyrðist merkisberinn sem talaði við þig á
Buckingham Palace Road kalla þig King,” sagði von
Kerber.
“Já, það er rétt,” mælti Royson. Hann hélt að
hann gerði sig hlægilegan, ef hann segði honum
alt viðurnefnið og hvernig á því stóð, að hann fókk
það; en hann mátti ekki með nokkru. móti gera sig
hlægilegan, því hann þóttist viss um, að barónninn
mundi bjóða sér fimm punda seðil fyrir hjálpina um
morguninn, ef hann hegðaði sér hyggilega. og slík
fjárupphæð hefði komið sér vel fyrir Royson.
Von Kerber lagði frá sér bréfið sem hann hafði
verið að lesa. Hann var einn af þeim mönnum, sem
halda að þeir geti lesið hug manna og séu mann-
þekkjaPar. En það1 getur komið sér illa, ef sú fluga
syngur of hátt í höfði fólks. Þetta var í þriðja
skiftið sem hann misskildi þögn og óframfærni
Englendingsins.
“Það ætti að gera lítið til um nafnið,” sagði von
Kerber brosandi. “Eg vildi gjarnan mega kalla þig
King. Það er stutt nafn og þægilegt og auðmunað.
En satt að segja á eg erfiðara með að muna nöfn
ykkar en læra málið og er það þó fullerfitt; já?”
“Látum það þá gott heita,” sagði Royson.
“Það er gott. Þá komum við að því sem meira
er um vert. Hvað geturðu gert?”
“Eg ætti hægra með að svara því, ef þú vildir
segja mér hvað þú ætlar að láta mig gera.”
“Ertu vanur að ferðast á hestbaki?”
“Já.”
“Hefirðu nokkurn tíma verið i förum?”
Royson lagði við' hlustirnar og hefði reist upp
eyrun, ef hann hefði getað það, þegar hann heyrði
þetta. “1 förum”; aldrei liafð'i Royson dreymt um
að hann kæmist í það æfintýra líf, sem sjómenskunni
er samfara. Og von Kerber hafði lag á að bera
spurninguna þannig fram, að Royson fanst meira
liggja á bak við en ofðin beinlínis gáfu í skyn. Hon-
um fanst bækumar, myndirnar og landkortin bera
vott um alt annað en þau höfðu áður gert. Ætlaði
þessi útlendingur að senda hann utan í áríðandi er-
indagjörðum? Hann afréð að vera ekki jafn stutt-
orður og hann hafði áður verið.
“Ef eg á bókstaflega að svara þeirri spurningu,
þá verð eg að svara henni neitandi,” sagði hann.
Eg fór að eins nokkrum sinnum yfir sundið milli
Englands og Frakklands, þegar eg var drengur. En
þrátt fyrir það er eg allgóður sjómaður. Eg er fær-
ari til að stýra smáskútum en flestir jafnalórar mín-
ir. Eg hefi að vísu aðeins haft æfingu í sjómensku
á stöðuvötnum, en sú æfing er fullkomin eins langt
og hún nær. Og eg hefi lesið dálítið í sjómanna-
fræði — mér til skemtunar.”
“Ah!”
Barónninn lét í Ijósi bæði undrun sína og ánægju
með þessari upphrópun. Royson horfði fast á hann
og sannfærðist um, að talsvert meira mundi í hann
spunnið en hann hélt þegar hann sá hann um mo^g-
uninn.' Von Kerber var fríður sýnum og snareygur
sem ránfugl. Hann var liðlega vaxinn og hendum-
ar bám vott um að hann væri engin liðleskja. Ef
Royson hefði verið sagt, að maðurinn væri leikinn
skilmingamaður, þá hefði hann trúað því. Skoðun
barónsins á gestinum breyttist og til muna.
“Þú verður að fyrirgefa mér, þótt eg gerist
nokkuð nærgöngull,” sagði hann. “En mér skildist
á því sem þú sagðir, að þú værir — hvernig segið
þið það ? — schlimm — aux abois —”
“1 f járkrögg^m. Já.”
“Nú er eg hissa. Talarðu þýzku, eða er það
franska?”
“Eg get talað þýzku allvel og gert mig skiljan-
legan í frönsku.”
“Ah.” .
Von Kerber þagnaði aftur. Royson brosti. Þó
hann hefði verið að reyna að villa baróninum sýn, þá
hefði honum ekki getað betur tekist. Barónninn
skildi brosið á sína vísu. Hann hélt, að þessi vel
mentaði ungi maður ííefði ratað í raunir — að hann
hefði brotið lög landsins og um leið brotið framtíð-
arfley sitt. Von Kerber var einmitt að leita að þess-
konar mönnum. Hann vissi að þeir menn voru fús-
ari til að vinna ýms verk en hinir, sem hærra þótt-
ust settir og hvorki þóttust vilja vita af blett né
hrukku i fari sínu.
“Eg býst við að það sé óhætt að treysta þér?”
sagði hann.
“Það fær mér fagnaðar, að þú heldur það.”
“Já. Eg tek eftir því sem fyrir augun ber. Þáð
er ekki einn af þúsundi sem hefði haft hugrekki til
að gera það sem þú gerðir í dag. Miss Fenshawe,
stúlkan sem var í vagninum, sagði mér frá öllu sem
gerst hafði. Eg kóm svo seint, að eg sá minst af
því sem fram fór. Þú sýndir snarræði og hugrekki.
Þeir sem ganga í þjónustu mína verða að vera þeim
eiginleikum gæddir. En auk þess krefst eg hlýðni og
þagnar, já?” '
“Eg mundi ekki bregðast þeim sem treystir mér
hvað sem i boði væri,” sagði Dick. “Ef okkur kem-
ur ekki saman, mun eg samstundis yfirgefa þig. Eg
varð saupsáttur við son síðasta vinnuveitanda mins
svo eg fór þaðan fyrir hálfum mánuði.”
Hann mundi enn vel eftir því uppþoti. Hann
hafði verið skrifari hjá stóru verzlunarhúsi í borg-
inni. Einu sinni þegar hann kom inn í skrifstofuna
að kveldi dags sat vélritarinn, sem var lagleg stúlka,
hágrátandi. Hún sagði honum svo margt, þó fátt
væri, að Royson fann son eiganda verzlunarinnar að
máli. Árangurinn af því samtali ,var sá, að gamli
maðurinn rak hann úr þjónustu sinni daginn eftir og
hafði sagt um leið, að Royson mætti þakka sínum
sæla, að vera ekki settur í fangelsi. Stúlkan væri
eins og aðrar stallsystur hennar. Hún hefði ekki
annað fyrir augum en að narra ungan vel fjáðan
mann til að giftast sér. Royson vissi að feðgarnir
báð'ir lugu, hann kendi í brjósti um stúlkuna, gaf
henni helminginn af þeim sex pundum sem ’hann
hafði í vasanum, því hún misti einnig vinnuna og
óskaði að hann hefði notað hnefann en ekki lófann,
tagar hann talaði fyrst við son verzlunar eigandans
eftir að hann hafði hitt stúlkuna grátandi í skrif-
stofunni.
“Það er gott,” sagði von Kerber með hægð. “Þú
munt elcki bregðast þeim sem treystir þér. Þú segir
það i alvöru.”
Von Kerber studdi fingrum á borðið, hallaði
sér áfram og starði á Royson.
“Mér er fylsta alvara.”
“tíott og vel. Eg býð þér að gerast annar stýri-
maður á Aphrodite, skemtiskipi sem eg á. Það er
seglksip, en hefir þó gufuvél, sem nota má í viðlög-
um, dáindisgott skip, tvö hundruð og áttatíu tonna
stórt. Eg borga gott gaup, en krefst þess að vel sé
unnið. Kaupið er 20 ,pund á munuði. Skipstjórinn
og sextán aðrir skipsverjar fá 10% af ágóðanum af
ferðinni áður en kostnaður er frá dreginn — mundu
það, áður en kostnaður er frá dreginn. Ef alt geng-
ur aN óskum, ætti ágóðinn að verða svo mikill, að }A
verður tiltölulega vel efnaður maður. Þú gengur að
þessui boði, já?”
Dick Royson fann hjartað berjast í brjósti séf.
“Auðvitað geri eg það,” sagði hann. “En mér,
sem ekki er útfarinn sjómaður, virðist kaupið svo
hátt, að þú verður að leyfa mér að spyrja einnar
spumingar. Er þetta ferðalag þess eðlis, að heið-
virðum manni sé sæmilegt að slást í förina?”
“Það get eg fullvissað þig um. Það er að öllu
leyti heiðarlegt. Þó getur viljað til að ,það verði
erfitt. Það getur vel viljað til, að við verðum að
grípa til vopna, ekki gegn landstjómum, heldur gegn
þeim sem vilja ræna oss/fengnum.”
“Eg er til alls búinn; eg er ekki lífhræddur,”
hrópaði Royson í geðshræring; hamv var æstari vegna
þess 'hve barónninn var rólegur. “Ég er svo þakk-
látur þér að eg fæ því ekki með orðum lýst.”
Barónninn þreif í hendina á honum. “Eg óska
þér til hamingju!” sagði hann glaðlega. “Það er
ekkert að þakka. Þeir sem hafa vit og áræði gripa
tækifærið þegar það gefst. Þú gr^ipst það í morgun.
Þú heldur kannske, að það hefði getað viljað til að<
þér hefði aldrei boðist tækifæri. En eg skal segja
þér, það er röng skoðun. Þó að þér hefði ekki boð-
ist þetta tækifæri, þá hefðirðu fundið annað. Eg
var búinn að útvega alla skipshöfnina. En mér
leist svo vel á þig í morgun, að' mér fanst eg ekki
mega láta þig ganga mér úr greipum. Hásetarnir
eru allir enskir —- sumir nautheimskir, en trúir eru
þeir. Það má treysta mönnum af ykkar þjóðflokki,
já?”
“Við höfum það orð á okkur. En eg hefi orðið
var við margar undantekningar.”
“Auðvitað; en eg hefi verið vandlátur. Því borga
eg svo hátt kaup. En, nú er kominn matmálstími.
Aphrodite leggur á stað í þessari viku. Þú gerir svo
vel að skrifa undir kaupsamning, já?”
“Með mestu ánægju,” sagði Dick. En hann gerði
það samt ekki með glöðu geði, þvi réynslan hafði
kent honum, að á bak við síðustu spurningu baróns-
ins gæti legið hulin hætta. Á sumum kóngulóm er
eiturbroddurinn í aftasta hluta líkamans.
Barónninn rétti honum prentað skjal.
“Lestu þetta,” sagði hann. “Þú þarft ekkert að
óttast, þó þér kunni að finnast lögfræðinga keimur
að orðalaginu. Það er ekki farið fram á neitt ósann-
gjamt; en eg krefst þess, að samningunum sé hlýtt.”
Royson virtust kröfur samningsins sanngjarnar
og réttmætar. Hann tók eftir að eigandi skipsins
var Hiram Fenshawe i London og Franz von Kerber
var yfirumsjónarmaður og foringi fararinnar. Þeir
sem undir samninginn skrifuðu voru ráðir til sex
má'naða. Þó gat barón von Kerber krafist annara
sex mánaða þjónustu, ef honum bauð svo við að
horfa. Þá voru eyður fyrir dagsetning og tölur —
og ein greinin var á þessa leið;
“Undirritaður lofar hér með að skýra engum frá
hvert ferð skipsins er heitið né í hvaða erindum það
er, þótt hann kunni að komast að öðru hvoru eða
hvorttveggja, að1 skýra ekki frá neinu sem leitt geti
til rannsókna um ferðalag skipsins og í engu að skýra
frá árangri ferðarinnar, nema nefndur barón Franz
von Kerber krefjist þess. Brot gegn ákvæðum þess-
arar.greinar varðar burtrekstri og hefir sá fyrirgert
rétti sínum til kaups og ágóða ferðarinnar, sem síðar
eru nefnd, að undangengnum dómi baróns Franz von
Kerbers.”
/ Þ vi næst kom grein um kaupgjald og hluttöku í
ágóðanum. Samningurinn var ljós og skýr.
“Láínaðu mér penna,” sagði Royson og lagði blað-
ið á þerriblað sem lá á borðinu.
Hann sagði þetta svo einarðlega að Kerber brá
við. Royson réði sér varla af ánægju, yfir því hve
hjól hamingjunnar hafði snúist snögglega. Honum
fanst hann vera orðinn nýr maður. Hann langaði
til að þrifa í hönd barónsins, eins og hann væri bezti
vinur hans. En hann hélt að von Kerber mundi
kunna illa slikum vinalátum og hætti því við það.
“Það Hggur penni hjá blekbittunni,” sagði hann
rólega; hann var farinn að rýna í blöð sem láu á
borðshominu. Eftir litla stund bætti hann við;
“Gleymdu ekki nafninu þínu, Mr. King.”
Royson áttaði sig þegar hann heyrði þessi fáu
orð. Hann skrifaði “Richard King”, þurkaði stafina
með þerriblaðinu og brosti i kampinn þegar hann leit
á nýja nafnið.
“Hve nær þarftu mín með og hvar hitti eg skip-
verja?” spurði hann.
Von Kerber leit upp og svaraði vingjarnlega:
“Bíddu við meðan eg skrifa dagsetninguna og
upphæð kaupsins.” Barónninn gerði þáð og skrifaði
undir annað skjal. “Láttu innsigla þetta í Somerset
House; það er vissara ef okkur hlekkist á,” hélt hann
áfram. “Það hefði vel getað viljað til að eg hefði
rnist lífið í dag. Þjónninn getur vel skrifað rmd-
ir bæði skjölin sem vitundarvottur. En láttu þetta
umslag í vasa þinn áður en hann kemur. í því er
kaup þitt fyrir fyrsta hálfa mánuðinn og nafnspjald
skraddara. Þeir láta þig fá föt eftir þörfum og þú
þarft ekkert að borga fyrir þau. Findu þá fyrri
partinn á morgun, því við höfum litlum tíma ún áð
spila, en þú ert býsna langur, já? Findu þá aftur á
miðvikudaginn klukkan fjögur. Þá verður fata-
skrínið tilbúið og þeir segja þér hvert þú átt að
fara. Frá þeirri stundu ertu i þjónustu minni. Eitt
enn, þú manst þú átt að þegja, já?”
Á meðan barónninn var enn að tala hringdi hann
rafmagnsbjöllu. Sami þjónninn og komið hafði til
dyra, kom inn og skrifaðl “William Jenkins” þar sem
honum var| skipað; því næst fylgdi hann Royson til
dyra. Barónninn að eins kinkaði kolli þegar Dick
bauð “góðar nætur”. Hann hafði þrifið hatt og kápu
sem láu á stóli, en starði þó enn á bréfið sem hann
hafði veriði að lesa þegar Royson kom inn.
Úti fyrir stóð lokaður tvíeykisvagn; Royson
kannaðist þegar við ökumanninn. Það var sami mað-
urinn sem hann hafði mætt í leðjuinni á Buckingham
Palace Road niu klukkustundum áður. Maðurinn
kannaðist líka við Royson, því hann lyfti keyrinu í
kveðju skyni.
“Ekki brotnað mikið í morgun?” spurði Dick.
“Nei. Eg ók vagninum heim þó hann væri brot-
inn,” svaraði Spong.
“Hestarnir eru þó ekki þeir sömu, eða er þáð?”
“Nei.”
Royson gekk úr skugga um það við þessi fáu orð,
að Mr. Hiram Fenshawe, hver sem hann var, var
eigandi skútunnar og átti að minsta kosti tvo'skemti-
vagna og fjóra fallega hesta. Plann hlaut að vera
auðugur. Var hann faðir stúlkunnar eða var hann
bróðir hennar? Það var erfitt að ráða þá gátu.
Hann var félagi von Kerbers i einhverjum æfintýra-
leik. En hvers konar leikur var það: ? Von Kerber
hafði sagt að það gæti viljað til, að þeir yrðu að
grípa til vopna. Dick þótti vænt um það. Hann
hafði lofað því við banabeð móður sinnar, að gerast
ekki hermaður og hún hafði dáið glöð og ánægð með
þá sannfæringu í brjósti, að henni hefði tekist að
hrífa son, sinn úr gini' þess óvættar, sem gleipt hafði
eiginmann hennar. Þetta heit 'hafði lengi legið eins
og þung mara á brjósti Dirks, því hann var borinn
hermaður,- Nú fanst honum hann sjá hið fagra and-
lit móður sinnar, hjúpað töfrabjarma þeim, sem hvíl-
ir á ásjónu fólks, þegar það stendur á takníörkum
tíma og eilífðar.
Blaðadrengur hljóp fram hjá honum. “Síðustu
fréttir frá Suðúr Afríku,” hrópaði hann fullum hálsi.
í morgunblöðunum höfðu verið dylgjur um það,
að ekki væri ólíklegt, að til ófriðar drægi í Suður
Afríku og Royson langaði til að komast þangað.
Hann hafði hugsað sér að fara þangað sem blaðh-
maður, búið sig undir það í írítímum sínum, lesið
og skrifað og stundað líkamsæfingar af kappi. En
óskir hans og vonir um að taka þátt í styrjöldinni
voru nú að engu orðnar. Hann var orðinn sjómað-
ur, eða einskonar sjóræningi. Mundi móður hans
hafa fallið það betur? Hún hafði ímyndað sér, að
sonur sinn þyrfti aldrei að leita sér að atvinnu annar-
staðar en við skrifstofu borð. En nú fanst honum
að hann ekki geta þolað Lundúnalífið. Hópamir sem
streymdu fram hjá honum skildu ekki fögnuð hans
og tóku engan þátt í kjörum hans. Hann leitaði því
einverunnar í kyrð eins skemtigarðs borgarinnar.
Hann hélt að engin manneskja í allri Lundúna-
borg hefði veitt sér eftirtekt. En þegar hann, kom í
skugga trjánna, gekk maður fram á hann og tók í
handleggínn á honrnn. Þessi maður hafði haft auga
á honum, frá því hann kom út úr húsi barónsins.
“Fyrirgefðu,” sagði hinn ókunni tnaður, “en ert
þú ekki maðurinn sem heimsótti barón von Kerber
fyrir hálftíma síðan?”
“Jú,” sagði Dick í hugsunarleysi.
“Og þú kemur beint þaðan?”
“Já.”
“Viltu gera svo vel og segja mér nafn þitt; eg
spyr þig að því til að fyrirbyggjá allan misskilning."
“Vissulega. Eg heiti Royson, Richard Royson.”
“Og hvar áttu heima?”1
VfARKBT J J (>TKJL
ViB sölutorgið og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
Fumiture
Overland
J. C. MacKinnon
ELECTRICAL CONTRACTOR
Sher. 3019 588 Sherbrooke St.
ER SVALANDI
VIÐ ÞORSTA—
I merkur- eða pottflöskum, hjá
vínsölum eða beint frá
E. L. DREWRY, Ltd.
Winnipeg
Isabei Cleaning& Pressing
, Establishment
J W. QUINN, eigandi
Kunna manna bezt að fara
með
Loðskinnaföt
Viðgerðir og breyt-
ingar á fatnaði.
Garry 1098 83 isabel St.
horni McDermot
Umboðsmenn Lögbergs.
J. A. Vopni, Harlington, Man.
Ólafur Einarsson, Milton, N.D.
K. S. Askdal, Minneota, Minn.
G. V. Leifur, Pembina.
J. S. Bergmann, Garðar, N.D.
Jón Pétursson, Gimli, Man.
S. S. Anderson, Kandaha'r, Sask.
Jón Ólafsson, Leslie, Sask.
A. A. Johnson, Mozart Sask.
S. Loptsson, Churchbridge, Sask.
Jónas Samson, Kristnes, Sask.
Paul Bjarnason, Wynyard, Sask.
J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask.
C. Paulson, Tantallon, Sask.
Olg. Friðriksson, Glenboro.
Albert Oliver, Brú P.°., Man.
Joseph Davidson, Baldur, Man.
Ragnar Smith, Brandon, Man.
D. Valdimarsson, Wild Oak, Man.
Jóharín Sigfússon, Selkirk, Man.
S. Eínarsson, Lundar, Man.
Kr. Pétursson, Siglunes, Man.
01. Johnson, Wim>ipegosis, Man.
A. J. Skagfeld, Hove, Man.
G'uðbr. Erlendson, Hallson, N.D.
O. Sigurðsson, Burnt Lake Alta.
Sig. Mýrdal, Victoria, B. C.
Th. Simonarson, Blaine, Wash.
S. J. Mýrdal, Point Roberts.
Sigurður Jónssón, Bantry, N.D.
Aðeins $2.00 á
ári fyrir Lögberg
og premíu þar að auki
stærsta íslenzka
fréttablað í heimi
gjörist kaupandi þess.