Lögberg - 26.08.1915, Page 1
PENINGAR l’YKUi K.Y.KUR.—Hæstu prlsar og
skærustu skildingar borgaSir fyrir 11. útg. Encyclo-
pedia Britannica, Book of Knowledge, Stoddard's
Lectures, nýjar skáldsögur og skólabækur í bandi.—
Bækur, frfmerki, fáséðir gripir og myndir keyptar,
seldar eSa teknar I skiftum. púsundir útvaldra
bóka, nýrra og gamalla, fyrir hálfvirSi eSa minna.
Stærsta úrval fornra og fágætra bóka vestanlands.
Sérstök kjörkaup og kaupbætir um stundarsakir. —
Aliir velkomnir aB skoSa. “Ye Olde Book Shop”, 253
Notre Dame Ave. gegnt Grace Church. Pli. G. 3118.
Két
stjórnareftirliti.
Búnaðar stjórnardeild Canada lætur stimpla két af öllum
skepnum, sem slátrað er í þeim stofnunum, sem hún hefir
eftirlit meö: „Canada approved.“ Vor aðferð er að selja
aðeins két af heilbrigðum skepnum. Gætiö að stimplinum.
FORT GARRY MARKET CO., Limited
330-336 Garry St. Phone M 9200
28. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FÍMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1915
NÚMER 35
RÚSSAR SÖKKVA ELLEFU SKIP-
UM ÞJÓÐVERJA I SJÓORUSTU
F.innm stœrsta bryndreka Þjóðverja er
kostaði 12 miljónir dala sökktu Eng-
lendingar ásamt öðru herskipi.
þegar því er beitt. Þó að herir Þjóð- j
verja séu v'el að vopnum búnir og
vel við vopn vandir, og þjóöinni I
fastlega skipaö til aö styöja hernað-
inn, þá niun þess þó kenna nú orö-
iö, aö af minnu er að taka nú en
áður, að flestu leyti.
Þjóðverjar hafa undanfarnar
vikur leitað inn á Riga flóann, að
taka þá borg og nota sem víg-
stöðvar og bakhjarl til að taka
járnbrautir til Pétursborgar og
kvía þá borg af. í móti þessum
skipaflota þýzkra réðust Rússar
og eftir æði langa viðureign eyddu
þeir tveim brynsnekkjum og átta
tundurbáturm fyrir Þjóðverjum,
svo og orustuskipi af nýjustu gerð,
Moltke nefndu, er enskur kafbát-
ur varð að grandi. Ennfremur
reyndu þýzkir um sama leyti að
setja lið á land í flóanum, en tókst
ekki, söktu Rússar fyrir þeim
fjórum byrðingum, fullum af
hermönnum og komst ekki einn
lífs af, af því liði. Þykir þetta
mikill sigur og ráð Rússanna væn-
legra eftir en áður. Floti þýzkra
varð frá að hverfa við, þennan
skaða.
Þessa sömu daga sendu Bretar
flota til Belgiu stranda, er skutu á
vígstöðvar þýzkra, einkum Zee-
briigge, og gerðu mikinn skaða.
Franskir tundurbátar réðust þar
að þýzkri brynsnekkju og söktu
henni.
Bryndrekinn Moltke var af sömu
gerð og Goeben, skip það er leitaði
til Tyrkja og kom í þeirra eign,
23,000 ton að stærð, kostaði 12
miljón dali og hafðí 1107 menn
innanborðs. Skipið var að eins
fjögra ára gamalt.
Stórskipið “Arabic” tilheyrandi
White Star línunni var lostið tund-
urskoti af þýzkurp kafnökkva á
fimtudagsmorguninn og þvi sökt í
sjó á fáum mínútum. Þetta skeði
fyrir sunnan írland. 423 manns
voru á skipinu, 181 farþegar og
242 hásetar. Engin aðvórun var
skipsmönnum gefin, heldur er sagt
að kafnökkvinn hafi legið í leyni
undir skipi nokkru, er hann hafði
stöðvað, þangað til Arabic var
komin hæfilega nærri, og lét tund-
urskotið ríða, án nokkurrar aðtvðr-
unar. Að tíu minútum liðnum var
skipið komið í sjó. Fólkið bjarg-
aðist í bátana ,alt nema milli tíu
og tuttugu manrus, sem ekki hafa
komið fraáB’: Þar með var tvent
frá Bandaríkjum. Skipið hafði
lítinn eða engan flutning, aðeins
farþega, og þvi engin átylla, jafn-
vel eftir vífilengjum þýzkra, hvað
þá eftir alisherjar lögum, til að
granda því. — Það vildi til, að
sjór var sléttur og veður blítt og
því bjargaðist svo margt af fólk-
inu. Bandaríkjamenn taka illa á
þessum aðförum, því að þarmeð
er að vettugi virt krafa þeirra um,
að skipum sé ekki grandað, sem
siglt er á hlutlausar hafnir, án
skoðunar og aðvörunar. Þykir sem
stjórn þeirra sé í vanda stefnt,
verði hún annaðhvort að gera,
fylgja kröfum sinum fram með
afli, ella þola það' að þær séu að
engu hafðar og fyrirlitnar.
Kafbátar þýzkra hafa unnið
mörg hervirki undanfarna vikul og
sökt skipum á hverjum degi, smá-
11 m og stórum.
Á landi.
Þjóðverjar hafa tekið öll hin
vestari vigi Rússa á Póllandi,
Ivangorod, Warsaw, Kovno, Novo
Georgievok og nú síðast Ossowets,
er þeim hafði varizt frá því í
vetur. Að öðru leyti hafa ekki
gerst neinar stórar nýjungar í við-
ureign þeirra. Svo mikið virðist
talið víst, að Rússum sé ennþá bú-
ig undanhald lengra inn á landið,
en þeir ætluðu sér, þó að hraustlega
standi þeir í móti óvinum sínum,
og engar ófarir hafa þeir farið, svo
kunnugt sé, þessa vikuna. En
ekki þykir líklegt, að þeim hafi
komið skyndilega svo miklar skot-
birgðir, sem þeim dygðu til að hafa
i fullu tré við það ofurefli, sem
móti þeim sækir. Sagt er, að
Japanar gangi fast að því að smíða
vopnabirgðir handa Rússum, en
liða mun enn nokkur timi, áður en
þær koma að haldi,
ítalir sœkja sig.
ítalir hafa sagt Tyrkjum stríð á
hendur og gert út flota sinn með
miklu liði austur á bóginn til Litlu-
Ásiu eða Hellusunds. Það sýnir
sig, að Grikkir og aðrar Balkan-
þjóðir urðu ekki til þess unnar, að
senda her gegn Tyrkjum, nema
með afarkostum, og með því að
bandamenn gátu ekki séð af meira
liði til þeirrar herferðar, og stór-
mikið er undir þvi komið, að sund-
vígin vinnist, til þess að unt sé að
koma skotfærum til Rússlands, þá
skarst ítalía í leikinn, aðl senda lið
móti Tyrkjanum. Er því vonandi
að tíðindi gerist þar innan skamms.
Sókn bandamanna í sundinu verð-
ur lítið ágengt, að þvi er séð verð-
ur, þessa vikuna. ítalir hafa sent
hálfaðra miljón manna á vigvöll
gegn Austurríkismönnum og berja
á þeim með mikilli hörku, en heima
fyrir búa þeir út mikinn her, svo
að um fjórar miljónir vígra manna
ætla þeir að hafa tilbúnar til her-
ferðar í haust. Er því mikfð hrós-
að, hve sköruglega þeir ganga að
undirbúningi hersins.
Á Frakklandi.
Enn eru þar skotgrafa bardagar
með fallbyssuhríðum við og við.
Svo er talið að Bretar safni þang-
að her í kyrþey; það vita menn, að
einn daginn var þangað send frá
Sþorncliffe á Englandi önnur lið-
sendingin frá Canada, 45,000
manns, og er.haldið að það sé far-
arbroddur hins mikla herafla, er
Bretar séu að undirbúa til bardaga
þar. Frakkar halda og á liðsafn-
aði. Svo segja menn aði fylkingar
Breta og Frakka séu traustar, að
ekki muni á þær bíta þó að Þjóð-
verjar auki her sinn um helming.
Þýzkir hafa fundið það ráð, að
láta logandi bál leggja úr pípum í
skotgrafir, en blossinn er margir
faðmar á lengd, og verður ekki
slöktur, meðan vélar eru i gangi,
sem framleiða hann. ,
Hæli höfðu þýzkir tundurbátar
hjá Zeebrúgge, svo kænlega gert,
að loftskip komust ekki að bátun-
um. Það hæli vildu hin brezku
herskip eyðileggja með) skotum,
svo og varnarvirki, er þýzkir hafa
gert af steinsteypu, og ætla menn,
að vel hafi tekizt.
Vœnlegri horfur við Hellusund.
Síðustu fregnir segja afar harða
viðureign þar hina síðustu daga, og
grimnia sókn af hendi bandamanna
með nýju liði. Enskar fréttir segja
von um, að sundið verði unnið á
fám vikum. Það fylgir, að Balkan-
ríkin hafi gert samband með sér að
leggja sarrian liði sínu , ganga í lið
með bandamönnum og leggja á móti
Tyrkjum. Þau hafa yfir að ráða meir
en einni núljón manna, öll til samans,
og ef sá her gengur til vígs við
Tyrki, eru forlög þeirra auðsén.
Stuggur nuin Balkanríkjum standa
af þeirri ráðagerð hinna þýzku, að
senda það lið er þeir mega án vera
suður skagann, til liðs við Tyrki, og
mun það ráða miklu um samtök
þeirra. Rúmenar standa með vopnin
í höndunum og járnbrautir allar þar
í landi viðbúnar liðflutningi, að boöi
stjórnarinnar. Svo er að sjá, sem
skipt hafi um aðstöðu Búlgaríu á
síðustu dögum, og er vænlega látið
yfir því, hvernig komið er hennar
ráði.
Mannfall í liði t>jóðverja.
Þó að giæsilegir þvki sigrar Þjóð-
verja á Póllandi. og þeir orka miklu,
þá eru sigurvinningar þeirra ekki án
alvarlegra eftirkasta. Svo er sagt,
að mannfall í liði þeirra nemi um
80,000 á hverri viku, og þverra því
kraftar þeirra. því fleiri orustur sem
þeir vinna. Víst mun vera, að land
þeirra er vandlega sópað af herfær-
um mönnum og ganga því herir
]>eirra saman en aukast ekki héreftir.
Stjórnin fer fram á nýtt íán, að upjy-
hæð 2500 miljónir er safnast á saman
með því að ná i sparifé allra lands-
manna, og mun fokið í flest skjól,
1 Ci&tíÆðtm
Skip í báli.
Við bryggjur í Montreal lá stór-
skipið Anglo-Californian, hlaðið
hetum, er til Bretlands skyldu
sendast, 1100 að tölu. Fám mín-
útum áður en skipið átti að leggja
af stað, kom eldur upp í fóðrinu,
sem hestunum var ætlað og magn-
aðist svo, áður en eftir honum varj
tekið, að nokkrir af skipshöfninni, j
sumir segja seytján að tölu, urðu:
vfirkomnir. Brunalið borgarintiar
var kaliað til að berjart við eldinn
og var hestum bjargað, öllum nema
tveim hundruðum. Þetta sama
skip komst í krappan dans á síð-
ustu ferð sinni til Eúglands, barð-
ist við þýzkan tundurbát og féll
þar skipstjórinn og um tveir tugir
háseta.
Skýrslan.
Skýrsla hinnar kgl. rannsóknar-
nefndar, samþykt í einu hljóði af
þeim þrem dómurum er í henni
sátu, Mathers, Macdonald og Sir
Hug John Macdonald, er komin í
hendur fylkisstjórnar, en ekki
gerð almenningi kunn ennþá. Hún
er 95 blaðsíður þétt skrifaðar, og
undirskrifuð af öllum dómurunum.
Hótelum lokað í vor.
Svo er sagt, að fylkisstjómin
hafi í hyggju, að bera undir at-
kvæði fylkisbúa lög um algert vín-
sölubann innan fylkisins, fyrir jól
i vetur. Álitið er, að mikill meiri
hluti atkvæða muni verða með vín-
banninu, og muni afleiðing at-
kvæðagreiðsiunnar verða sú, að
öllum hótelum verði lokað fyrir 1.
dag júnímánaðar næstkomandi. —
Ekki er þessu lýst opinberlega
fyrir stjórnarinnar hönd, heldur
er það altalað, og jafnvel haft eft-
ir einhverjum úr ráðaneytinu, en,
sem sagt, ekki opinberlega tilkynt
ennþá.
Flugvél boðin.
Fylkisstjómin hefir boðið að
gefa flugrél hinum brezka her, og
fá mann til að stjórna henni, en
svo virðist, sem það þyki nú nauð-
synlegast af öllu, að fá sem flesta
flugvélastjóra. Herforingi er hér
staddur, í því skyni, að fá al-
menning til að gefa þessu gaum og
mun í ráði að koma á kenslu í
þessu, setja upp skóla, þarsem
kent er að stýra flugvélunum. Sú
kenslustöð verður að líkindum
sett við annaðhvort vatnið, með
því að viðvaningum er það minni
hætta, að byrja flug yfir vatni en
landi, geta flogið svo lágt yfir
rennisléttu yfirborði, að þeir meið-
ist ekki, þó þeir detti. Aðeins
ungir menn, sem góða mentun og
hæfileika hafa, verða teknir til
flugnámsins.
Árekstur.
Guubátur er landið á, sem Hon.
R. Rogers bríikaði til að fara hafna
á milli til eftirlits, rakst á annan,
fullan af verkafólki, og sökti honutn
á fimtán mínútum. Fólkinu var
bjargað, með því að grunt var, og
stóð hinn brotni bátur botn. Ekki
urðu meiðsli né manntjón, en mjög
nærri lá öllum hópnum við druknun.
Þetta skeði nálægt Three Rivers,
Quebec. Rogers var á stjómarbátn-
um með marga gesti sina.
— Eldur kom upp i Antlantic
City í vikunni sem leið og olli
$250,000 skaða. Meðal þeirra húsa
sem mestur skaði var að, má nefna
stórhýsi eitt, þar sem ýms félög
höfðu skrifstofur sínar og sykur-
gerðarhús. Eldurinn kom upp í
vefnaðarvörubúð, en engum varð
hann að bana.
Ráðherra og jalþing.
Yísir segir 23. Júlí:
Þá er lokið hinni miklu deilu um
staðfestingu stjórnarskrárinnar. í
hana hafa farið þrír þingdagar, auk
alls undirbúnings áður en umræður
hófust á þingfundum. í neðri deild
voru haldnar 29 ræður um máliö, en
í efri deild 17.
Afstaða þingmanna til málsins er
þannig, að 22 þeirra hafa greitt át-
kvæði með ánægju-yfirlýsingu yfir
staðfestingunni, 15 á móti. Forsetar
beggja deilda munu fylgja meirihlut-
anum að málum og ráðherra hefir
ekki greitt atkvæði.
Aftur skiftast bessir 15, sem greitt
hafa atkvæði á móti tillögunni þann-
ig, að einn þeirra, Karl Einarsson
sýslumaður, hefir lýst því yfir, að
hann teldi fyrirvara þingsins 1914
fullnægt og er ánægður yfir stað-
festingunni, en greiddi atkvæði gegn
tillögunni af sérstökum ástæðum.
Þrír þeirra hafa lýst því yfir, að
þeir væru þess ekki fullvissir, að
fyrirvara þingsii.s væri fullnægt, og
vildu þeir að þingið samþykti ein-
hvern eftirvara, án þess þó að vilja
bregða fæti fyrir ráðherra. Fjórir
aðrir munu hafa líka afstöðu, en sjö,
þeir B. J.. B, Kr., B. Sv., G. Egg.,
Kr. D., Sig. Egg. og Sk. Th. telja
vst, að fyrirvara þingsins sé ekki
fullnægt, og eru ákveðnir andstæð-
inga ráðherra.
Eyrarbakka, 17. Júlí 1915.
Bergljót Sigurðardóttir, kona Har.
próf. Níelssonar, andaðist í Rvík 18.
Ágúst, eítir langa vanheilsu.
Sigríður Guðmundsdóttir á Minna-
hofi á Rangárvöllum, kona Guðm.
Sveinssonar, fyr bónda í Traðar-
holti, er nýlátin eftir örstutta legu;
var komin yfir sextugt.
Tómas Guðbr.iPjtsson, Auðsholti i
Biskupstunguin, hreppstjóri um lang-
an aldur, kominn um áttrætt, lézt
snögglega nýverið.
Sláttur er nú að byrja hér austan-
fjalls. Túnin víða dável sprottin, en
víða kalin til skemda. Mýrar flest-
ar illa sprottnar og óvænlegar horf-
ur með þær.
Mannabein höfðu fundist. er graf-
ið var fyrir hlöðu á bæ einum í Hörg-
árdal. Ekki er þess getið, hve margra
mana bein það hafi v'erið, né hversu
djúpt að þeim, enda er fréttin ó-
g'ögg.
Mokafli hefir mátt heita lengstum
í vor i Vestmanneyjum. Góður afli
hefir einnig verið við Faxaflóa, eink-
um framati af. Fiskmeti er þó dýr-
ara en nokkru sinni fyr; eftirspurn
aldrei þvílík.
Laxveiði hefir verið allgóð nú um
tíma. Sérstaklega á Selfossi. Þar
hafa fengist suma daga 30—40 15
pd. laxar.
Ofsarok er hér á Eyrarbakka síðan
í gær (12.) og kuldi mikill í nótt.
Snjóaði á Reykjanesfjallgarðinn nið-
ur undir bygð i nótt í ofanverðu
Ölfusi. Lá snjór niður eftir öllu
frarn aö hádegi. Ekkert hefir sézt
til Austurfjalla, það sem af er dags.
Stormurinn lemur niður kartöflu-
grös og annan gróður í görðum.
\ andræöagestur ætlar hafisinn að
verða að þessu sinni; hann er að
flækjast fyrir Norðurlandi, einkum
er hann tíður gestur á Eyjafirði,
sópaði þar bryggjum burt nú í vik-
unni. Botnía ætlaði þangað með
vörur en varð frá að hverfa, setti
vörurnar á land á Siglufirði og
sneri svo aftur. Eina millilandaskip-
ið, sem komist hefir á allar hafnir
norðanlands , er Goðafoss. Hann
hafði meðferðis mikið af vörum á
húnaflóa. svo' Húnvetningum og
Strandamönnum má vera minnisstæð
koma hans hin fyrsta, eigi síður en
öðrum Norðlendingum og lands-
mönnum yfir höfuð.
Útlitið með síldarveiðarnar er orð-
ið mjög alvarlegt vegna íssins. Við-
búnaður hefir aldrei verið þvílíkur aí
Suður- og Norðurlandi og Norð-
mönnum, því síldarverðið er hátt og
von úm að það haldist. Fólk hefir
streymt norðnr af Suðurlandi í stór-
hópum og legst vitanlega lítið fyrir
það sem óráðið fer, ef engin verður
v’eiðin. Enn þá ver eru þó þeir farn-
ir, sem kosta stórfé til útgerðar og
verkunar, ef svo skyldi ekki verða
hægt að stunda veiðarnar. Það hef-
ir illar afleiðingar bæði nú og síð-
armeir.
Gamlir menn telja líklegt, að ís-
inn geti haldist við landið fram eft-
ir öllu sumri, fyrst hann fór ekki í
strauminn seint í Júnímánuði.
Grasvöxtur er sagður furðugóður
um Norðurland, þrátt íyrir ísinn og
| þurkinn.—Suðurland.
Selvogsbanki er ör á fé flesta tíma J
árs. Sjómenn af Eyrurn sækja nú I
þangað daglega og v’erður vel til
veiöa.
i Hvaðanæva,
— Þegar áhlaupa úr lofti verð-
ur vart á Englandi, eru rafmagns-
straumar samstundis heftir á öll-
um rafmagnsstöðum. Einu sinni
vildi svo til, að læknir var að gera
vandasaman uppskurð er rafljós-
in voru slökt. Það var ekki i
fyrsta skiftið sem slikt ‘hafði kom-
ið fyrir, svo læknirinn hafði Iagt
svo fyrir, að olíulampar skyldu
jafnan vera á reiðum höndum er
uppskurðir fóru fram að næturlagi.
svo var og í þetta sinn. ’HannJ
gat því haldið áfram við uppskurð-
inn og sjúklingurinn er nú á góð- j
um batavegi.
— Búandkarl danskur er hann
átti skamt frá landamærum Þýzka-
lands, gekk að landamærunum til
að grenslast eftir hvemig þar væri í
umhorfs. Var hann í svo þungum
þönkum eða háfleygum hugleiðing-
im. að Iiann óafvitandi komst svo
langt suður fyrir landamærin, að |
hinir þýzku verðir gátu fært
hramminn á hann og tekið l)j.nn
fastan. Stoðuðu hvorki tár lcirls
né bænir og var hann ekki laus
látinn fyr en eftir nokkra daga að
afstöðnum rannsóknum og mörg-
um fyrirspumum.
— Kona í Stockhólmi reri á báti;
sér til skemtunar ásamt föður sin-
um og dóttur sinni fjögra ára gam-
alli. Barnið féll útbyrðis, en kon-
an kunni vel til sunds, kastaði sér
út á eftir og tókst áð koma barn-
inu upp í bátiran. En er hún ætlaði
að grípa i borðstokkinn, var sem
hana brysti þrótt, sökk hún sam-
stundis og druknaði.
— Svensk stúlka í Mallmö var
trúloíuð þýzkum liðsforingja er
barðist á vígvelli. Sendi hann
henni því nær daglega löng ásta-
bréf. Fyrir nokkni fékk hún,
ásanit löngu bréfi frá elskhugan-
inn, fáein vingjarnleg orð frá
hinum þýzka ritverði og baðf hann
hana að biðja unnusta sinn, að
reyna að skrifa dálítið skýrari rit-
hönd og vera stuttorðari, ef hann
mögulega gæti — verkið við að lesa
ástabréf hans væri að vaxa sér
yfir höfuð.
— Serafino Vanutelli er látinn,
kardináli nokkur, rúmlega áttræð-
ur, með helztu mönnum i páfaráði.
— Á suðaustur strönd Banada-
rikja gekk stórviðri yfir einn daginn
og gerði mikið manntjón og eigna-
skaða. í borginni Galveston fór-
ust 14 manneskjur en eignatjón
metið 3 miljónir. Það bjargaði
borg þeirri, að afarsterkur sjávar-
garðtír hafði verið hlaðinn þar
eftir hið mikla sjávarflóð er þar
kom um aldamótin, og 8000 manns
fórust í. í mörgum öðrum strand-j
borgum á þessu svæði varð mann-
skaði og skemdir til margra milj-
óna.
— Maður sat í boði hjá kunn-J
ingjum sínum í Victoria, B. C. og|
var að handleika marghleypu.:
Vildi svo óhappalega til að skot
hljóp úr byssunni og varð hús-
móðurinni að bana. Þegar mað-
urinn sá hvar komið var miðaði
hann vopninu á sjálfan sig, hleypti
af og var örendur innan fárra
minútna.
— ítalskir bakarar hafa gert
samtök þess efnis, að enginn megi
framar nefna Vínarbrauð þar í
landi. Sú brauðtegund sem borið
hefir þetta nafn er nú kölluð
“Triestbrauð” og bakarar áminna
fólk alvarlega um að hjálpa þeim
eftir mætti til að útrýma gamla
nafninu. En iþað verður með því
einu móti, að láta sér það aldrei
um munn fara.
— Fyrsta hlass af nýju hveiti
kom til The Lake of the Woods
myllu i Portage la Prairie á þriðju-
daginn. Það reyndist No. 1
Northem, 25 bushel af ekru.
— Engir Canada menn voru á
skipinu Royal Edward, einsog
fyrst var haldið, skipi því er sökt
var i Grikklandshafi af þýzkum
tundurbát. Nokkrir Canada her-
menn eru þó komnir til bardaga í
Hellusundi.
Um Kovno.
Það vigi Rússanna, er þýzkir
liafa nú tekið, stendur þarsem ám-
ar Niemen og Vilya koma saman,
austur af Prússlandi. Þaðan er
Pétursborg i landnorður, 550 mil-
ur austar, og land marflatt á milli
með óteljandi vötnum og víðum
mýraflákum. Kovno er nyrzta víg-
ið á þeim herstöðvum, er Rússar
ætluðu sér til þrautavígis, og er
þeim því skaði mikill að missi
þess. Vígið var álitið afarsterkt,
af nýjustu gerð, en þar fór sem
annars staðar, er þýzkir hafa beitt
skotbáknum sínum, að stál og stein-
steypa molnaði og hrundi fyrir
þeim. Virkin eru ellefu, hvert
með mörgum byssum, vel sterkum,
þó hvergi nærri mættu jafnast við
morðtólin þýzku. Virkin liggja í
kringum borgina, sem er all mann-
mörg iðnaðarborg. Rússar komu
Iiði og skotfærum undan meC góðri
skipun.
Fangar á Frakklandi.
Sendiherra Bandaríkja á Frakk-
landi, sem þar gegnir erindum
hins þýzka sendimanns, meðan
stríðið stendur, hefir ferðast um
Iandið til að hta eftir fanga búðum
og meðferð þeirra. Hann segir þá
vel meðhöndlaða. Á einum stað
voni 1000 manns í haldi og hafði
hver dálitla spildu útaf fyrir sig,
til ræktunar. Liðsforingjar hafa
ráð og forsögn fanga, sinna þjóða,
og Hta eftir að öllum reglum sé
vandlega fylgt. Ve 1 lætur sendi-
herrann yfir kurteisi Frakka við
s*í» °S nndirtektum stjórnarinnar
undir hverja málaleitun sem hann
bar upp um breytingar á meðferð
fanganna.
Jarðskjálfti.
\ fii eyna Jamaica gekk nýlega
jarðskjálfti er menn halda að
mikinn skaða hafi gert, en vegna
simaslita hefir ekki frézt fyllilega
um tjónið. Jafnframt gekk stór-
viðri yfir eyna sem skemdi jarðar-
gróða, banana, cocoa og kaffi
ávöxt. A sumum pörtum eyjar-
innar er sagt, að allir slíkir ávext-
ir séu gereyddir, og ef satt er,
mun það koma fram á verði þessa
neyzluvarnings, því að mikið af
honum kemur frá Jainaica ey.
Vísað á bug.
Stjórn Austurríkis og Ungverja
ktnds sendi Bandarikja stjórn er-
mdi nýlega þess efnis, að svo mik-
ið af skotfærum væri þaðara úr
íandi sent, að ekki hæfði hlutlausu
landi það að gera.
Þessu hefir Bandaríkja stjórn
visað á bug og svarað þannig, að
ekk, verði látið að orðum hinnar
Austurrisku stjómar, bendir á að
bæði þýzkir og austurrískir hafi
selt Bretum hergögn meðan Búa
striðil stóð, þó að Búarnir hefðu
ekkert færi haft til að flytja þau
td sín og fullyrðir að Bandaríkin
haldi sér við hlutlausra þjóða
reglur, sem í allsherjar lögum eru
tilteknar.
Borgarastríð.
Aylmer heitir lítill hær í Quebec
fylki, og er þar uppkomin megn
styrjöld. Svo bar við að verk-
fræðingi, sem Leblanc hét, og yfir
; vatnsverki bæjarins réði um ná-
| lega mannsaldur, var sagt upp af
| liæjarstjórn, er þótti sá herra hafa
nógu lengi dregið kaup úr bæjar-;
sjóði. Um 200 af samborgurum
hans rituðu undir áskomn að aft-
urkalla uppsögnina og fylgdu hon-
J um á bæjarstjómar fund, er mál-
| ið kom þar tií, umræðu. En er
bæjarstjóm sat við sinn keip, gerð1-
ust þar sviplegir atburðir og þar
kom að bæjarstjómin sagði öll af
sér, nema borgarstjóri, er höfðaði
mál gegn 24 helztu borgumm fyr-
ir barsmið og óskunda. Um 150
vitni vom leidd, er hvert um sig
heimtaði $1.50 á dag og með því
móti gerðist málskostnaður gífur-
legur, og stendur það fyrir sætt-
um, að hvomgur málsparta vill
borga hann. 1 þessu hefir staðið
í nálega þrjá mánuði. að engin er
bæjarstjóm og ekkert aðhafst
nema málaferli með miklum fjand-
. skap.
“Princess Pats.”
Um þá þúsund manna sveit
fornra bardagamanna, er safnað
var fyrst allra til í Canada, og
fyrst fór á vígvöll, af því liði sem
héðan hefir farið, ritar nafnkend-
ur blaðamaður, sem oft fær að
koma í skotgrafir Breta, langt mál.
1 þá sveit var enginn tekinn,
nema fornir bardagamenn og var
hver maður valinn að áræði og
hug. Foringi sveitarinnar, er
henni safnaði hér og nefndi eftir
dóttur landstjórans, hertogans af
Connough, féll íyrstur allra, eftir
hann tók sá við, er Farquahr hét,
dugandi maður og mjög vinsæll
af mönnum sínum>. “Ekki beygði
hann sig, þegar Tiann gekk um
skotgrafir, svo að hann hefði hlif
af grafarbakkanum, og kúlumar
þytu um höfuð hans, hann var of
áhugamikill um starf sitt, til að
veita þeim eftirtekt. Ekki varð
hlé á máli hans, þó að þýzkir
brygðu upp ljósi og leyniskyttur
þeirra hefðu hann að skotspæni.
Því var það mikil furða, að hann
skyldi lifa fram í marzmánuð.”
Áður en hann fór setti hann snið
á sveitina og kendi henni hernað-
inn í skotgröfum, af þeirri tegund,
þarsem erfitt var að ná byssunni
upp úr leðjunni, ef einhver lagð'i
hana frá sér, og oft varð að standa
í köldu vatni, upp i kálfasporð.
Þann 7. maí vom aðein 635
menn eftir af þessari þúsund
manna sveit. Þann dag gengu
þeir í grafir i odda nokkmmi, þar-
sem þýzkir náðu að skjóta eftir
endilöngum skotgröfunum, og létu
skothríðina dynja á Jieim úr véla-
byssum sínum. Áður en langt um
leið voru allir simar slitnir, svo að
herstjórnin fékk ekkert að vita
hvað' þeim leið og gat engar skip-
anir sent þeim. Þeir gerðu því
ekki annað en standa kyrrir og
hopa hvergi, hvað sem á gekk.
Þýzkir komust brátt að því, hvar
vélabyssur sveitarinnar vom, og
léttu ekki skothríð/ á þær fyr en
þær voni í kafi í leðju og mold.
“Princess Pats” grófu þær upp og
settu í stéllingar á ný og það i þri
gang. Altaf gengu aðrir í að
halda þeim í gangi, þegar þeir
féllu sem að þeim höfðu starfað.
Loks linti skothríð þýzkra, þeir
héldu, að nú væri þeim öllum lok-
ið, sem i skotgröfum þessum voru,
og sendu fram fótgönguliðið, til
að ganga milli bols og höfuðs á
þeim sem eftir voru, eða taka þá
höndum. Þá var þeim skemt,
“Princess Pats” drengjunum, er
þeir sáu fylkingu þýzkra stökkva
upp úr skotgröfum sínum og koma
áleiðis til sín. Þeir voru góðar
skyttur, vanir að veiða dýr, skjóta
ekki af handahófi, heldur miða
fljótt og vel, og skjóta til þess að
drepa þanti sem fvrir verður. Þeim
hafði ekki komið dúr á auga í
hálfan annan sólarhring, staðið í
moldarmekki og kúlnaéli allan
tímann. en er að áhlaupinu kom,
hugsaði enginn nm annað en að
duga sem bezt, vega sem flesta áð-
ur en- þeir mistu lífið sjálfir. Enn
stóð uppi yfirliðinn Christy, gam-
all bjamdýrabani; hann stökk upp
á grafarbakkann, lagðist þar flat-
ur, lét skotin ríða og varð margra
bani; Niven gekk fram og aftur
og sagði fyrir, hann var óbreyttur
liðsmaður en tók stjóm, þegar
fyrirliðar voru til heljar gengnir
eða ófærir af sárum. hann gerði
ekki nema segja fyrir, því að eng-
an þurfti að eggja.
Fylkingin þýzka tók part af
skotgröfum Canadamanna, þarsem
allir voru fallnir, en komst ekki
lengra. áhlaup þeirra dó þar út.
Þeir urðu þar frá að hverfa. Áð-
ur en mvrkrið datt á skomðu
“Princess Pats” manntal, voru þá
150 uppi standandi af þeim 635
sem byrjað höfðu bardagann.
Flestir 'hinna föllnu vom moldu
huldir, af sprengiskotum óvinanna;
hina grófu félagar þeirrá, lásu
bæn yfir gröfinni og höfðu yfir
þaðsem þeir mundu af greptrun-
ar formála ensku kirkjunnar.
Ixiks kom önnur sveit, úr hinu
enska liði að leysa þá af hólmi,
og við það gengu “Princess Pats”
af vígvelli, ósigraðir, þó að mestur
hluti þeirra yrði eftir, svæfðir
svefninum langa.
— Dönsku gufuskipi, hlöðnu
járnbrautarteinum, á leið frá
Gautaborg til Englands, söktu
Þjóðverjar i Norðursjónum.
Skipsverjar komust af og var
skotið á land nálægt Bremen.