Lögberg - 30.09.1915, Qupperneq 4
4
LOGBEKG, FIMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1915.
LOGBERG
OeflB út tavern fimtudag al
The Columbia Press, Ltd.
Cer. WUliam Ave k
Sherbrooke Street.
Winnipeg. - - Manltoba.
KRISTJAN SIGURÐSSON
JSdttor
J. J. VOPNI.
Business Manager
Utanáskrift til blaSsins:
The COLUMBIA PBKSS, Ltd.
P.O. Boi 3172 Wlnnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
KDÍTOR LÖGBKRG,
P.O. Box 3172, Winnipeg,
Manitoba.
TALSIMI: GARRY 215«
Verð blaðsins : $2.00 um ártð
Flutningur á hveiti.
Eitt af því sem þrongvaSi kosti
bænda svo árum skifti, var skeyt-
ingar leysi járnbrauta félaga, aö
hafa nægan vagnafjölda til að
flytja korn þeirra til skipa. Þa5
eru ekki mörg ár siöan vesturland-
iö beið mikið tjón og stóran halla
af þessum sökum, er komhlöSur
voru fullar meðfram öllum brautum
og bændur urðu að geyma kom
sitt í hverju skýli, sem þeir gátui
til þess fengiö, eða úti á víðavangj.
Ekkert herti bændur til samtaka
eins og ókjörin árið það, en svo
snarplega heimtuðu þeir umbætur
á þessu, að engin ástæða eða lítil,
hefir verið til að kvarta siðan.
En í ár ber að annað vandkvæði.
Vegna stríðsins em fjölda mörg
skip, er áður vom í siglingum,
tekin til þarfa rikisins, til liðs og
vopna flutnings, og því er flutn-
ingsgjald á vörum milli landa gif-
urlega hátt. Ef borga skyldi gang-
verð fyrir hveitiflutning með skip-
um til Englands, þá mundi það
nema 33 centum á hvert bushel,
eða meir en þriðjungi verðs. Þetta
vissu menn fyrir og það var af
öllum álitin sjálfsögð skylda land-j
stjónnarinnar, að sjá svo um, að
þetta vandkvæði yrði landinu ekki
að rneini. Eitt af aðal verkefnum'
stjórnarformannsins Bordens i för'
hans til Bretlands i sumar nugðu
menn að væri það, að komast í
samtök og samvinnu við stjóm rik-;
isins í þessu efni. En er verzlun-
arráð borgar vorrar sendi honum
fyrirspurn og áminningu um ráð-!
stafanir hér að lútandi, þá kom
það svar frá stjórninni, að nefnd
væri sett til að ihuga máiið. Þefta
kom mönnum óvart, Tiugðu 'það á
lengri rekspöl komið en það, að
nefnd væri skipuð til að annast
framkvæmdir, eftir að hveitið var
komið áleiðis til hafna. Það hefir
lengi brunnið við í seinni tið, að
skipa nefndir til að vinna þau verk,1
sem stjórnir gera í öðrum löndum.1
Það virðist meira að segja vera
aðalverk og eina ráð landstjómar^
vorrár að útnefna menn i nefndir
— dýrar og hátt launaðar — et
ei.tthvað þarf að vinna. Það er
orðið alræmt og er bæði broslegtog^
illa þokkað af almenningi. Að
þetta vandamál, er bráðra aðgerða
þurfti við, skyldi sæta sömu for-
lögum, vera sett í nefnd, þegar^
það átti að vera útkljáð og til
góðra lykta ráðið, er öllum Iands-1
mönnum og ekki sízt bændum og*
kaupmönnum vestanlands, furðu-1
og áhyggju efni.
Rannsóknin eystrr.
Veturinn sem leið mun þykja
merkilegur, i stjórnmálasögu Can-
ada fyrir störf tveggja þingnefnda,
er önnur var sett á alþingi, hin á
fylkisþingi til rannsókna um viss-
ar stjómargerðir. Afrek reikn-
ingslaga nefndar á Manitoba þingi
með hinum miklu afleiðingum
þéss. er þegar frægt orðið. Reikn-
ingslaga nefnd Ottawa þings hafði
einnig mikið mál meðferðar, fjár-
drátt samfara hergagnakaupum
stjómarinnar, en afleiðingar þess
sem sannaðist fyrir þeirri nefnd,
em enn sem komið er, stórum
minni en tilgerðir virtust til.
Þegar rannsókn þingnefndar
var Iokið, lofaði stjómin að skipa
stranga rannsókn um fjárdrátt
þennan og misferli alt, sem her-
gagnakaupunum var samfara, og
var svo gert, dómari tilnefndur,
sem konungleg rannsóknamefnd,
að kanna hauginn. Dómari sá hef-
ir nú haft réttarhöld víða eystra
og tekið til rannsóknar- þau mál
sem þingnefndin hafði fjallað um
og fengið sannanir um pað, sem
nefndin var áður búin að sanna.
Af því sem blöð hafa flutt um
réttarhöldin virðist mega ráða, að
dómaranefnd þessi hafi rétt geng-
ið i fótspor þingnefndarinnar, en
ekki lengra, látið þar staðar nUm-
ið sem hin hafði hætt, yfirheyrt
sömu vitni og fengið hið sama að
heyra í sínum réttarhöldum sem
hin — aðeins með nokkrum breyt-
ingum, er fegmðu málstað vissra
tnanna er mikið voru við málið
riðnir.
Árangurinn af starfi dómarans
er þegar orðinn sá, að tveir af þeim
þingmönnum sem óþægilega vom
við fjárdráttinn bendlaðir, hafa
sagt af sér þingmensku, og annar
þeirra, þingmaðurinn Garland,
skilað aftur “gróðanum”. Fleiri
eru það, sem þannig hafa komið
hægt niður, fengið að skila aftur
“gróða” sinum, og komizt þannig
hjá sakamáls höfðun, þar á meðal
sá, sem seldi stjórninni átján dala
sjónauka fyrir fimtíu og átta dali
stykkið, og fleiri föðurlandsvinir,
af' því rétta sauðahúsi hafa sætt
sömu kjörum, að sögn dómarans
sjálfs. Saga ' hrossakaupanna i
Nova Scotia, sem þmgnetndin
leiddi i ljós, var nú rifjuð upp
aftur, með öllum þeim hlægilegu
og grátlegu atburðum sem þeim
voru samfara, þó var sá mismunur-
inn, að nú voru ýms vitni komin
suður yfir landamærin, og áttu svo
annríkt þár. að þau höfðu ekki
tíma til að koma norður til yfir-
heyrslu, þó að fegin vildu sjálf-
sagt gera sitt til að upplýsa þung-
skilin atriði í málinu, er þeim
hlaut að vera kunnugt um.
Þess er vert að geta, að þvi er
lýst, að stjómin hafi Iiætt að skifta
við þá me»n, sem uppvísir hafa
orðið að því að græða ofmikið á
viðskiftunum og leitað til annara,
sem ekki hafa prðið uppvísir að
þvi ennþá. Það má kallast hrós-
vert, eftir atvikum, J>ó lítið sé. —
Dómarinn virðist hafa lokið störf-
um sínum austanlands og er kom-
inn vestur að hafi, til að spyrjast
fyrir um kafbáta kaupin, sem vel
má gera, því að margan hefir
furðar á því, að alvanur sýslunar-
maður, einsog stjórnarformaður-
inn McBride, skyldi gefa $1,115,-
000 fyrir þau farlama tól, er eig-
endumir höfðu áður boðið öðrum
fyrir 750 þúsundir.
Sakamálin.
Talsmaður hinna ákærðu ráð-
gjafa, sá er hingað var fenginn
austan úr landi og svo skyndilega
fór héðan aftur, hefir tjáð J>að af-
bakað sem eftir honum var haft
um tildrögin til málshöfðunar,
sem vonlegt var. Enginn maður,
sem Jækkir málavöxtu og vill halda
virðingu sinni, mun halda því
fram, að hún sé sprunrn af illum
rótutn. Málið hefir hafið verið,
fyrst eftir þingrannsókn, þá dóm-
nefndar rannsókn Ioks voru vitn-
isburðir er hún leiddi í Ijós, lagðir
fyrir hina slyngustu lögmenn í
sakamálum, er hér var á völ, til
að fá álit þeirra um, hvort tilefni
væri til málshöfðunar. Hvorugur
]>eirra tilheyrði liberala flokknum,
og var ]>að á allra vitorði. Að
]>essu öllu yfirstöðnu, lét stjómin
höfða glæpamálin. Það er orðlagt,
hér um slóðir, að rannsóknar-
nefndin sýndi ekki hlutdrægni í
sínu verki, enda var niðurstaða
hennar í einu og öllu samþykt af
þeim meðlim hennar, sem enginn
rnundi bregða um pólitíska ofsókn
á hendur hinum ákærðu. Hvar
hlutdrægnin hefði átt að sýna sig í
meðferð stjórnarinnar á málinu,
getur enginn bent á, enda er það
ómögulegt. Þetta ber heldur eng-
inn upp í sig, nema hið enska mál-
gagn kosningaráðgjafans, en frá
því er sagt hér, vegna þess, hve
bíræfið það er og ófyrirleitið, en
ekki af því, að orðum þess fylgi
mikil merking- Hinni nýju stjórn
var af alaienningi falið að hreinsa
til, láta sök bitna þar sem sekur
var fyrir, en ekki að fela réttvís-
ina í vafningum og vífilengjhm,
einsog því miður oft hefir átt séi
stað að undanförnu.
Liðsauki í Princess
Patricias C.L.I.
Háskólamenn hafa að undan-
förnu unnið dyggilega að því, að
safna nýjum liðsauka til hinnar
vösku hersveitar, sem gengur und-
ir nafninu “Princess Patricias
.Canadian Light Infantry”. Þrír
liðsflokkar eru þegar komnir aust-
un um haf; í þeim eru fast að 900
manns. Nú er verið að safna í
fjórða flokkinn i Montreal.
Háskólaherflokkamir eru vel
þektir um landið þvert og endi-
langt svo daglega bætast hinir
ákjósanlegustu menn við í
Montreal. Það er hvorttveggja að
þessir menn komast í hersveit, er
þegar hefir unnið sér til frægðár
og þeir eru að vörmu spori sendir
til Englands; þar dvelja þeir við
þægilegan aðbúnað, skamt frá suð-
urströnd Englands- Enn fremur
njóta þeir góðs félagsskapar í
samvistum við menn með göfugum
hugsunarhætti.
Það er viðurkent af mönnum
sem vit hafa á og hafa reynsluna
fvrir sér, að fyrsti liðsflokkurinn
sem sendur var undir stjórn Gre«
gors Barcleys standi engum liðs-
flokki að baki, þótt leitað væri i
víðri veröld.
Á sjö vikum söfnuou þeir G.
McDonald og Percy Molson meira
liði en með þurfti til að fylla tölu
annars liðsflokksins. Báðir .flokk-
arnir eru nú á Frakklandi.
Þegar þriðji flokkurinn fór
voru í honum 80 fleiri en til var
ætlast, vegna þess, að blöðin skýrðu
lesendum sínum frá, að enn væri
verið að safna liði til áður nefndr-
ar hersveitar. Buðu sig þá fram
svo margir, að sérseakt leyfi varð
að fá til þess að flokkurinn mættij
telja 330 manns í stað 250. Áðurj
en flokkarnir fara, skrifar hver
maður að minsta kosti einumj
kunningja sínum, sem liklegt er að'
vilji fara líka. Eru hópar þvi!
einatt teknir að satnast saman á
McGill æfingarsvæði í Monrteal,
áður en hinir fyrri hafa stigið af
skipsfjöl.
Herlæknir rannsakar heilsufar
nýliðanna og eftir það liður sjald-
an á löngu að þeir fái að fara til
Englands. :
í öllum borgum og bæjum og
jafnvel í sumum smáþorpum eru
umboðsmenn háskólanna, sem
jafnan eru reiðubúnir og lúsir tii
að liðsinna ‘hinu mikla og góða
verki og leiðbeina þeim .sem í'
herinn vilja ganga.
Sömu reglur gilda um kaupgjald j
og stýrk til fjölskyldna í Jæssari
hersveit sem öðrum hersveitum ^
landsins. 1
Á meðan staðið er við í
Montreal hýsir háskólinn nýlið-
ana og sér ]>eim fyrir æfingasviði.
Herskipunarlist er kend í hlíðum á
Mount Royal.
Vel æfðir menn segja til í her-
skipunarilst, skotæfingum, hvernig
beita skuli lagvopnum og grafa
skotgrafir. C. P. R. lánar blett til
skotæfinga. Einnig er kent að
fara með vélabyssur, gefa merki
o- s. frv.
Allar frekari upplýsingar fást
hjá Capt. A. S. Eve, 382; Sher-
brooke St., West.
Þœttir úr tölu.
“Ef nokkur frægð fylgir því,
sem eg hef verið við riðinn um
dagana, þá er ]>að því sem gerðist
1911, þann dag er liberali flokkur-
inn beið ósigur. Þau fimtán ár,
sem eg sat að stjórn, voru guii-
aldar tímabil hinnar canadisku
þjóðar; þeim fylgdi velgengni og
framfarir, sem hvorki hafa spurzt
áður né siðar. Aldrei hefir neinn
THE DOMINION BANK
tUr BDH€ND B. ONI.KK, M. P., Pim W. D. MATTHKWI
C. A. BOGKRT. General Manager.
llM-rni.
Stofnsjóður.................
Varasjóður og ósklftur gróðl. .
SPARISJÓÐSDKILD
$0,000,000
$7,300,000
er ein deildin í öllum útibúum bankans. par má ávaxta
$1.00 eða meira. Vanalegir vextir greiddir.
I>aS er óhultur og þægilegur geymslustaSur fyrir spari-
skildinga ySar.
Notre Dame Branch—VV. M. HAMIL/TON, Manager.
Selkirk Branch—M. S. BURGKR, Manager.
i
flokkur háð ærlegri barattu, heldur
en vér háðum það ár. Vér biðum!
ósigur af því að vér vildum vel.
Landi voru var svo nauðsynlegt að
færa út kvíarnar vegna þess hve
auður þess og framleiðsla hafði j
vaxið, að nýrra markaða varð ekki
án verið, og vegna þess að vér,
gimtumst þessi nýju ráð til vel-
gengni þjóðarinnar, vorum við
sigraðir.”
S\to mælti Sir Wilfrid Laurier
i ræðu sem hann hélt seinni part-
inn í sumar, til sinna þjóðar
mánna í Quebec. Hann kom að-
eins við fáein opinber efni, því að
mestöll ræða hans snérist um stríð-
ið. Þar á meðal var þetta:
“Fyrstu orð Canada, þegar til
stála var stefnt, var það, að Can-
ada mundi veita Bretlandi vigs-
gengi- Eg er formaður þess flokks
sem gegn stjóminni berst, en eg
hika ekki við að lýsa þtí, að í
hvert sinn, sem stjórnin fylgir
eins réttu máli og þessu, þá vil eg
leggja henni lið. Vissir menn
spyrja sem svo, hvað oss komi
það við, sem í Evrópu gerist. En
á þetta mál ber ekki þann veg að
lita. Þér vitið, mínir herrar, að
eg hef ekki hikað við, að fylgja
stjórninni, er hún gekk í lið með
Englandi gegn Þjóðverjum. “Eng-
land berst fyrir svo göfugu máli,
að vér ættum að vera reiðubúnir
að leggja sjálfa oss í sölurnar fyr-
ir það. Eg hef'veitt hernaðar-
stefnu Sir Robert Bordens fylgi án
mótmæla, af því að málefnið er
göfugt og réttlátt, er hverjum
trúum borgara hins brezka ríkis
ber að leggja sinn skerf til.”
“Eg liðsinni stjórninni í þessu
máli, eg tala til yðar með öllum
þeim áhrifum sem fylgir minni
löngu stjórnmála starfsemi, og segi
að meðan rrtér endist líf, skal eg
ekki fyrirláta þá stefnu. Það er
oss áríðaodi, að láta þetta stríð
ekki afskiftalaust. Við erum að
berjast fyrir frelsi og stríða á móti
harðstjórn. Ef þér tærið löngun
i brjósti til að sjá réttlæti og frelsi
hrósa sigri, þá getið ]>ér ekki verið
afhuga þessu striði. Ef .Þýzka-
land hrósar sigri, þá er menning-
ar hugsójn vorri með öllu lokið.”
Um herskyldu lög mælti hann á
þessa leið: “Eg fyrir mitt leyti
álít ekki að herskylda komist á,
hvorki hér né í Bretlandi. Eng-
land hefir aldrei þvingað herskyldu
á neinn part ríkisins. Brezka
þjóðin hefir ævinlega staðið í
móti lögskipaðri herskyldu og
hræðslan við herskyldu er eins
ástæðulaus nú einsog árið 1911,
Þegar fólkinu i Quebec var sumu
talin trú um, að flotastefna Lauri-
ers innifæli i sér þvingaða her-
skyldu og að friðsamir borgarar
yrðu dregnir úr landi með nauð-
ung til að vera skomir á kviðinn á
vígvöllum Evrópu. Síðustu kosn-
ingar stóðu ekki um ‘‘reciprocity''>
eingöngu í Quebec, heldur Iika um
flotastefnu hinnar liberölu stjóm-
ar. Nýafstaðnir viðburðir hefðu
réttlætt þá stefnu sem liberalar
héldu þá fram, því að stórar og
auðugar borgir stæðu við strendur
landsins, og eru vamarlausar fyr-
ir óvinum, þegar stríð stendur.
Þ'ess vegna þurfum vér á flota að
halda.
“Eg kæri mig ekki um að drepa
á þessi efni til að efla minn flokk,
heldur aðeins til að útskýra hvem-
ig ástatt er fyrir oss. Meðferð
stjórnarinnar á þjóðarbúinu er
mjög svo ráðlaus og er og verður
]>ungbær landsfólkinu og þó að
vér veitum Sir Robert Borden að
hlfttdeild landsins í ^tríjöinu, þjá
getum vér ekki verið honum fylgj-
andi í stjórn hans innanlands, nð í
fjármála meðferð hans. Vér'veitt-
um stjóminni fé til að senda her-
lið til Evrópu en vér gátum ekki
samþykt aðgerðir hennar til þess
að tryggja fjárhag landsins- I
þeim vanda, sem vér erum nú í
staddir, hefði stjómin átt að fara
sparlega með landsfé, í stað þess
að vera á það bæði ör og eyðslu-
söm.
“Síðasta árið sem vér vomm
við völd, voru útgjöldin á fjárlög-
unumi 98 miljónir dala. Árið sem
leið byrjaði stjórnin með tekju-
halla. En það þektist ekki meðan
Laurier stjórnin sat við völdin. En
árið sem leið var tekjuhallinn tíu
miljónir og með stríðs gjöldunum
óx skuld landsins um 110 miljónir
dala. Skylda stjómarinnar var,
er hún vissi að erfitt ár var fyrir
dyrum, að halda sparlega á lands-
fé. Vér eigum í stríði og ef vér
förum ekki sparlega með fé vort,
rekur þar að, að vér getum ekki
staðist útgjöldin.”
N0RTHERN CR0WN BANK
AÐALSKRIFSTOFA 1 WINNIPKG
Höfuðstóll (löggiltur) - - - $6,000,000
Höfuðstóll (greiddur) - - - $2,850.000
STJÓRNKNDCR :
Formaður - -- -- -- - Slr D. H. McMHjIjAN, K.C.M.G.
Vara-íormaður - -- -- -- -- Capt. WM. ROBINSON
Slr D. C. CAMKRON, IC.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION
W. J. CHRISTIK, A. McTAVISH CAMPBKIjIj, JOHN STOVKIj
AUskonar bankastörf aígreirtd. — VTér byrjum reikninga við eln-
stakUnga eða félög og sanngjamir skilmálar veittlr. — Ávísanir seldar
til hvaða staðar sem er á íslandi. — Sérotakur gaumur gefinn sparl-
sjóðs innlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar vlð
á hverjum sex mánuðum.
T E. THORSTEINSSON, Rá«.maS»r
Cor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man.
óéV': TéÁ‘ í/sv VéS' ‘ /é\'ý ?éá ÝéV< TéV y»v ÝéV íTsviýáNi ýéV r?<v
KSOSífiSrSI
/á\'o óéV ‘ CéV f /*v r/#vif/8vir/j
Islandica.
Þetta er áttunda hefti ]>essa tíma-
rits, er Halldór Hermúnnsson gef-
ur út fyrir hið íslenzka safn
Comell háskóla. Hinna heftanna
hefir margra verið getið áður hér
í blaðinu, og eru þau mörg afar
fróðleg og nauðsynleg fyrir is-
lenzka bókfræði. Þetta hefti inni-
heldur ritgerð, sem heitir “Lof
lýginnar”, eftir lærðan mann er dó
á unga aldri, árið 1713. Þbrleifur
Halldórsson hét hann, frá Dysjum
á Álftanesi og var skólastjóri á
Hólum er hann dó. Um ritgerð-
ina og höfund hennar ritar Hall-
dór mjög fróðlega. Þorleifur
þessi virðist hafa verið frábær
gáfumaður, hlotið fágætan háskóla
frama og hátt settra manna vin-
áttu og álit. Hann dó úr brjóst-
veiki eftir tveggja, ára starf í em-
bætti sínu. — Ritið samði hann1
upphaflega á latinu, en snéri því
á islenzku síðar; í því er margt
skritilega og skemtilega orða,ð, en
einna merkilegast er það af því, |
að það er eitt i sinni röð á Norð-!
urlöndum í þann tið, það eina1
sem hið nafnkenda lofrit Eras-j
musar til heimskunnar, gat þar af
sér.
þær þá menn einungis, sem geta eða
vilja gefa sig við þeim að öllu leyti
og óskiftir, en hafi ekki þessa há-
ltaunuðu stöðu bæjarins í hjáverk-
um, eins og ekki er laust við að verið
hafi af sumum í liðinni tíð. Það er
alkunnugt, að nóg er til af hæfum
mönnum, sem stöðurnar vildu taka
að sér og sinna þeim dyggilega og
bænum til heilla. Því þurfa bæjar-
menn nú að hafa þetta hugfast, þeg-
ar þeir í haust greiða atkvæði þeim
mönnum, sem urn stöðurnar sækja.
—Eins og öllum mun ljóst, sækir nú
einn íslendingur um eina af stöðurrf
þessum, herra Ámi Eggertsson.
Óþarfi er að mæla með honum við
íslendinga hér, því öllum er kunnugt
um dugnað hans kapp við það, sem
hann tekur að sér að vinna, og vita
menn því með vissu, að hann gæfi
sig óskiftan við störfum bæjarins á
næsta ári, ef vér yrðum svo hepnir
að hann nái kosningu. En að því
munu allir atkvæðisbærir íslending-
ar í þessum bæ stuðla við í hönd-
farandi bæjarkosningar.
Sakamálin.
Vitni þau gem nú eru yfirheyrð,
eru hin sömu, sem komu fyrir
hina konunglegu rannsóknarnefnd
og er framburður þeirra líkur eða
hinn sami. Þó virðist emstaka
vitni tregara i tauminn nú en þá.
Johnston, lagagarpur sá, er feng-
inn var frá Toronto, til að stýra
vörn hinna ákærðu, er farinn heim
aftur og talar þar við blaðamenn
um sökina, leiðréttir ]>að annan
daginn, sem haft var eftir honumi
hinn og þykir ótrúlegt að rétt séu
hafðar eftir sumar staðhæfingar, |
svo sem sú. að sakamálin stafi af.
pólitískri ofsókn. Sá sem það ber
upp í sig virðist hafa gleymt nið-
urstöðu konunglegrar dómara-
nefndar, sem gaf það álit, að ekki
varð hjá málshöfðun komizt. Og
hver á að bera ábyrgðina á, að um
miljón dalir eru horfnir úr fylkis-
sjóði ? Sá sem heldur slíku á loft,
að pólitisk ofsókn liggi til grund-
vallar fyrir málshöfðuninni, verð-
ur engum að liði með þeim um-
mælum, því að aJlir fylkisbúar
vita, að stjómin gerði ekki niema
skyldu sína, er hún lét höfða
sakamálin.
Bankamenn í lánferð.
Hingaötil hafa Bretar og Frakk-
ar borgað fyrir hergögn og aðrar
vörur, sem þeir hafa keypt i
Bandarikjunum, ýmist með gulli
eða skuldabréfum amerískra fé-
laga. En þar kom, af einhverjum
ástæðum, að franskir og enskir
peningar lækkuðu í verði í Banda-
ríkjunum, og það svo mikið og
skyndilega, að bandamenn þóttust
ekki geta unað því. Þess vegna
sendu þeir nokkra af sinum helztu
og hygnustu peningamönnum til
New York, til að fá leiðréttingu á
þeim mismun. Höfuðsmaður
þeirrar ferðar var Reading lávarð-
ur frá Englandi, auðmaðbr af
gyðinga kyni, alþektur áður und'ir
nafninu Rufus Isaacs. Þéssir
menn hafa, með aðstoð J. P.
Morgans verið að semja um stórt
peningalán, að upphæð 700 miljón*
dala, aðallega til þess að losa
Breta og Frakka við þau óþægindi
að senda stórar sendittgar gulls
öð'ru hvoru yfir hafið, svo og til
að hindra það, að gull sópaðist á
einn stað, er valdið gat rrTiklum og
óþægilegum breytingum á verð-
mæti þess. Lánið vilja þeir fá
með.fimm p>er cent vöxtum, af-
fallalaust, til fimm ára, en að þeim
liðnum geta þeir sem féð leggja
fram, fengiö ríkisskulda brðf, er
stjórnir Frakklands og Englands
ábyrgjast, með per cent vöxt-
um, en þau mega stjómimar af-
nema, þegar þeim sýnist. Svo er
að sjá, sem þessi lántaka mumi
ganga greiðlega, þrátt fyrir mót-
spyrnu af hálfu auðmanna, er
þýzkum em vel sínnaðir og þeím
hafa stór lán veitt að undanfömu.
Láni þessu verður öllu varið til að
kaupa vörur fyrir í Bandarikjum,
og er því iðnaði og verzlun þess
lands stór hagur að þvi, ef það
verður veitt.
eins til að flýta atkvæðagreiðsl-
unni í tvo-þrjá mánuði, enda væri
tilgangi þeirra, er aukaiþings ósk-
uðu í þessu skyni, fyllilega náð er
stjórnin hefði lýst því, að engini
vínsöluleyfi skyldu veitt eftir 31.
maí, svo framarlega sem almenn-
ingur sýndi með atkvæðum sínum,
að hann óskaði vínbanns.
Kosningar í bœjarstjórn
Bæjarkosningar fara nú í hönd og
]>eir menn, sem sækja ætla um stöð-
ur í stjórn borgarinnar fyrir næsta
ár, koma nú óðum fram í dagsljósið.
Einkum eru það sæti ráðsmannanna,
sem virðast ætla að verða keppi-
kefli nú sem fyrri, enda er það ekki
að undra, þó ýmsa langi í þessu
harðæri að ná í fjögur þúsund dala
ársfúlguna, sem þau lembætti hafa
að bjóða. Þetta finst sumum of
hátt kaup fyrir þau verk, sem ráðs-
mennirnir leggja á sig, og hafa ýms-
ir jafnvel brytt á því, aö komast
mætti af án ]>essara embætta í bæj-
arstjórninni, og þannig spara bænum
sextán þúsund dala útlag á ári. Finst
sem er, að ^kki veiti af spafnaði af
hálfu bæjarins, eins og félaga og
einstaklinga, Aftur eru aðrir á því,
að það sé bænum hagur að hafa
slíka ráðsmenn, sem geti gefið sig
við nákvæmara eftirliti á búnaði
bæjarins, og geti þeir þannig sparað
bænum meira fé en kaupi þeirra
nemur, ]>ó hátt sé. Enda þyrfti að
fá leyfi hjá þingi til þess að 'gera
slíka breytingu í bæjarstjórn, og því
er ekki um slíkt að tala á þessu
hausti. En á eitt eru allir eða flest-
ir sáttir hvað stöðum þessum við-
víkur, það, sem sé, að kjósa skuli í
Undirtektir spakra
manna.
Þeir sem mest hafa látið til sín
taka að undanförnu imi bindindis-
rnálið, eru stjómendur social
service félagsskaparins hér í borg-
inni. Forseti þar er Dr. Crummy,
vel kendur klerkur. Hann gaf
það andsvar, er Mr. Norris til-
kynti honum livað ráðið væri um
aðgerðir i vínbannsmálinu, að
stjórn félagsins félli ágætlega vel,
hvernig stjómin hefði vikist undir
bindindismálið og væri hann ekki
í minsta vafa um, að allir létu sér
þær aðgerðir vel lika, er bæru
bindindismálið fyrir brjósti.
Sjálfur kvaðst hann heldur
kjósa, að atkvæðagreiðslan færi
fram í mara mánuði, 'heldur en í
desember, þó að nokkrir í stjóm:-
inni hefðu látið aðra skoðun í
Ijósi áður, með því að sá frestur
væri hentugur til undirbúnings
undir atkvæðagreiðsluna, til að
ræða málið fyrir almenningi og
afla þvi fylgis. Hann kvað varla
til þess ætlandi, að stjórnin héldi
aukaþing, með þeim kostnaði, er
því væri samfara, i þessu ári, að>-
Útgerð herskipa.
Franskir bryndrekar af “Dan-
ton” gerð eyða 400O pundum af
eldivið á klukkustund hverri með
ellefu mílna hraða. Þegar þeir
fara tuttugu mílur á stundinni
þurfa þeir 36,000 pund- Á ensk-
um og þýzkum “órögum” (Dread-
naughts) erui tíu eða tólf fallbyss-
ur. tJr hverri þeirra má skjóta
150 skotum og kosta skotfærin ein
nálægt hundrað þúsundum dala.
Fullbúinn ‘,óragur” með 900
manns leggur á stað með 30 tonn
af nýju sauðaketi, 60 tonn at
kartöflum, 6 kassa af borðsalti,
300 pund af baunum, 72 kassa af
skipskeksi, 225 pund af hveitis-
pípum, 4 kassa af gnlrófum, 750
pund af sóda, 96 dósir af niður-
soðnum ertum, 300 pund ag bjúga,
65 dósir af smjörlíki, 180 svína-
síður, 150 kassar af súkkulaði, 6
kassa af eplum, 2 kassa af þurk-
uðum eplum, 284 glös af sósu, 96
ananasdósis, 144 dósir af perum,
300 pund af þurkuðum vinberjum,
300 pund af bananas, 300 pund af
plómum, 8 kassa af nýrum og
jafn marga af tungum, 12 kassa
af nautaketi og svína í dósum,
225 pund af perlugnjónum, 6 kassa
af sardínudósum, 33 svínslæri, 30
stóra osta, 2250 pund af söltuðum
fiski, 24 kassa af síld, 720 kassa
af eggjum, 70 kassa af tómötum,
hálfa tunnu af lauk og þúsund
vindlingakassa.
Styrkið þjóðræknis-
sjóðinn.
Styrjöldin mikla hefir staðið yf-
ir meira en heilt ár og endtrinn
sýnist jafn fjarri og í byrjun.
Enginn ímyndaði sér fyrir ári síð-
an, að í september 1915 mundi
Canada hafa sent austutr um At-
lantshaf alt að hundrað þúsund
manns til vopnaburðar og fastráð-
ið að senda jafn marga í viðbót ef
með þyrfti. Auðvitað hefir þjóð-
in verið svona fús til að taka þátt
i stríðinu vegna þess, hve drottin-
hollusta og ættjarðarást eru á háu
stigi. En hún hefði ekki getáð
sent svo, fjölment lið sem raun hef-
ir á orðið, ef hún hefði ekki not-
ið aðstoðar þjóðræknissjóðsins.
Þessi mikla líknarstofnun sem
öll þjóðin hefir styrkt, lieldur nú
lifinu í fjölskyldum tuttugui þús-
und manna, sem göngið hafa í her-
inn og berjast á vigvelli. Hetjum-
ar hafa farið með þeirri sannfær-
ingu í brjósti, að Canadaþjóðin
annist konur þeirra, mæður og
böm á meðan þeir væm í burtu.
Vér vitum að til þess að geta leyst
þetta verk sómasamlega af hendi,
þarf mikið fé; vér vitum! að í júlí
og ágúst mánuöum voru $700,000
greiddir úr sjóðnum; vér vitum að
sjóðurinn er nú allmjög til þurðar
genginn. Þess vegna verður ekki
hjá þvi komist, að knýja enn þá
einu sinni að dyrum kærleiksríkra
og þjóðrækinna manna og kvenna
þessa lands.
Vér vitum að flestir líknarsjóð-
ir sem stofnaðir hafa verið, og þeir
eru margir, eiga skilið að að þeim
sé hlynt; en þjóðræknissjóðurinm
má með engu móti tæmast. Það
er skylda stjórnarinnar, að útbúa
hermennina að vistum og vopnum.
En hún leggur ekki einn einasta
skilding í þjóðræknissjóðinn.
Hann stendur eða fellur með þjóð-
rækni og gjafmildi landsbúa.
Margar þúsundir hraustra drengja
eru að berjast fyrir okkur, tull-
vissir þess, að við meintum það
sem við sögðum þegar ]>eir gengu
í herinn: “Farið, við munum sjá
konum ykkar og börnurm borgið.”
1