Lögberg - 07.10.1915, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.10.1915, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1915 3 LUKKUHJOLIÐ. Eftir LOUIS TRACY. “HefurSu sagt Mr. Fenshawe frá þessu?” spurí5i Dick. Hann gat ekki sagt þaB sem honum bjó í brjósti vegna þagnarheitis síns. SárlangaSi hann þó til að trúa Irene fyrir öllum huga sínum, því hún var efablandin eins og hann. “Já, eg hefi sagt honum altsaman; en hann bara hlær og biöur mig aö minnast þess, að eg er ekki tvítug ennþá. Hann segir aö fleiri undur séu enn hulin í afkymum Egyptalands, en allir spekingar og fornfræöingar til samans hafi fundiö. Hann er ánægöur meö ferðina, jafnvel þó ekki heföist annaö upp úr henni en sönnun fyrir þvi aö skjölin væru fölsuð. Og þaö þykir mér verst af öllu. I>iú veizt kannske ekki, aö fornfræðingum er ekki síður skemt viö leitina en fundinn. Afi minn er svo vel efnum búinn, að hann þarf ekki að horfa í skildingana. Því segi eg það aftur, að ef eg væri ekki sannfærð um að svik væru í tafli, þá þætti mér þetta skemtilegasta ferðin sem eg hefi farið, hvort sem við finnum nokk- urn fjársjóð eða engan. En þessi hjú haía vakið hjá mér illan grun. Þess vegna ásetti eg mér, að láta þeim ekki hepnast að losna við þig i Suez. Mér fanst þú vera eini maðurinn, sem eg gat trúað fyrir leynd- armálum mínum. Þú varst eini maðurinn sem eg gat treyst þegar í nauðir ræki. Ef þú færir fanst mér við Mr. Fenshawa vera algerlega á þeirra valdi, en það fanst mér ekki glæsilegt.” “Þú getur reitt þig. á mig til síðustu stundar,” sagði Royson með ákafa. “En þú ættir þó| ekki að gleyma því, að allir fyrirmenn skipsins og hásetar eru Englendingar, og, eftir því sem mér skilst, mundu þeir ekki láta hafa sig til neins, sem ekki hæfir heið- virðum mönnum; þeir mundu ekki láta hafa sig til að svikja vinnuveitanda sinn.” Það er auðvitað ágætt, eins langt og það nær,” sagði hún. “En mér er það einnig kunnugt að barónninn hefir haft vaðið fyrir neðan sig; hann hefir séð svo um að þú yrðir að þegja eins og steinn: hann hefir látið þig lofa fullkominni þögn, sjálfum sér í hag. Afleiðingarnar eru þær að jafnvel ekki þú, herra Royson, hefir sagt mér neitt un^l árás þá, sem á hann var gerð í Marseilles —” Þetta kom flatt upp á Royson og hann leit á hana hálf vandræðalega, og sagði: “Hann sýndi okkur fram á að ef þetta kæmist þér til eyrna, þá gæti það valdið þér óþægindum að þarflausu. Þetta virtist okkur býsna sannsýnilegt.” “Einmitt það. Svo þú ert farinn að gera þér grein fyrir ógæfu þeirri sem fyrir mér lá þegar eg reyndi að sannfæra afa minn um það að ekki væri ráðlegt að trúa öllu sem sagt væri. Barón von Kerber er einkennilegur maður; hann lýgur aldrei beinlínis; eða réttara sagt, hann segir alveg satt, en aðeins part af sannleikanum. Til allrar hamingju heyrði þjón- ustustúlka min um hreysti þína þegar þú rakst á flótta þá sem á baróninn réðust. Þú varðst jafn- skjótt hetja meðal sjómannanna; og eftir á að hyggja, átti það einstaklega vel við ef það á fyrir þér að liggja að feta í fótspor hins fræga forföður þins.” Bros lék um andlit hennar og hrakti burtu skugg- ana, sem yfir því höfðu hvílt, og Dick roðnaði þegar hann hugsaði um þau ófögru orð sem töluð höfðu verið nóttina góðu úti í sundinu. “Tagg hlýtur að hafa sagt eitthvað,” mælti hann loksins vandræðalegur. “Fyrir alla muni segðu mér hvað þú hefir heyrt Miss Fenshawe.” “Ekkert annað en það að vinur okkar frá Aust- urriki var eltur af stigamönnum, þegar hann ók frá stöðinni til hafnarinnar seint um kveldið; enn fremur það að þú og Mr. Tagg voruð þar á ferð rétt af til- viljun, og komuð Marseilles ræningjunum á óvart svo þeir tóku til fótanna. Ert þú frjáls að því að segja söguna nánar? Hvemig gekk það alt til?” “'Það var fremur einhliða orusta; við Tagg kom- um þeim á óvart. En barónnin komst undan ómeidd- ur; eða því sem næst.” “Eða því sem næst? rændu þeir hann þá?” “Eg átti aðeins við það að hann hlaut fáeinar skeinur; og það var önnur ástæðan fyrir því að betra var að sagan kæmist ekki þér til eyrna-” Þrátt fyrir það þótt Irene væri alvarleg og bjóð- andi í svip og róm, þá var það auðséð að hún var hissa á vandræðablæ á öllu framferði Dicks. Henni datt ekki í hug að hann væri reiður af hindrun þeirri sem loforðið í Lundúnaborg lagði í veg hans. Ef hann hefði sagt henni frá bókfells þjófnaðinum, og skýrt fyrir henni það litla sem hann vissi um óvin Kerbers, þá hefði hann aðeins skapað grunsemdarbál úr þeim efasemdarneista, sem þegar hafði vaknað í liuga hennar. Það hefði í fyrsta lagi ekki getað leitt neitt gott af sér og í öðru lagi saurgað svo hans eigið pcrsónugildi að ekkert hefði vegið á móti. Hann var því þama í standandi vandræðum; hann dauðlangaði til þess að sannfæra hana um einlægni sína og velvild, en á hina hliðina var hann neyddur inn í það þögula samsæri, sem hún var að fordæma niður fyrir allar hellur. iHún hélt að vandræðasvipurinn stafaði af geðs- hræringu yfir því að hann heyrði sjálfum sér hrósað fyrir hreysti. “Jæja, hvað sem öðru líöur, þá skilurðu nú ástæð- una fyrir því að eg tala svona bert, herra Royson,” sagði hún. “Má vera aö þú sért þeim loforöum bundinn við baróninn að ekki megi rjúfa, eg hefi ekkert við það að athuga; en um það er eg handviss, siðan eg vissi hver þú ert, að þú lætur það aldrei koma fyrir að ljá þitt fylgi nokkru því, sem ekki sé strang-heiðarlegt; eg veit þú fylgir engu af þeim óvönduðu meðulum, sem vera kunna í hugum þeirra tveggja manneskja, sem horfa nú á okkur og undr- ast sjálfsagt að við skulum vera að tala saman; vildu sjálfsagt fegin vita hvað umræðuefnið væri.” Royson sá að Kerber og Mrs. Hexton biðu eftir þeim við pósthúsdyrnar. En orð þau sem hún hafði sagt viðvíkjandi honum knúðu hann til að bera fram spurningu. “Viltu gera svo vel að segja mér frekar við hvað þú áttir þegar þú talaðir um að þú vissir hver eg væri?” sagði hann og var óðamála. “Velkomið; eg þvkist vita að Saidhafnarbréfið hafi veriö opnað og lesið. Mrs. Haxton er fljótfær og fljót að álykta, ef eg veit rétt. Hún sagðist hafa þekt nafn þitt í Marseilles — þegar símskeytið kom — en ef það var rétt, þá var það undarlegt að hún skyldi ekki segja neinum frá þvi fyr en eftir að við vorum farin frá Said höfn. Eg get stundum lagt saman tvo og tvo eins og hún, og eg get vel ímyndað mér — eg er alveg sannfærð um það — að eitthvað í bréfi þínu hafi vakið grunsemd hennar eða gefið henni upplýsingar. Skjátlaðist henni?” “Skjátlaðst henni í hverju?” “í því að þú sért bróðursonur greifa og erfingi hans ?” Hann hló glaðlega. í mörg ár hafði enginn gefið ætterni hans gaum; nú var farið að grafa það upp, liklega honum til virðingar. “Það hefði verið ómögulegt fyrir þig að velja neitt betra dæmi þessa hálfa sannleika, sem þú kvart- ar um en þetta,” svaraði hann. “Eg viðurkenni það að Sir Henry Royson er föðurbróðir minn, en hann strengdi þess heit er við mættumst síðast að eg skyldi aldrei erfa hann. Samt sem áður var bréfið sem þú talar um frá lögmanni hans, og var í því veik bend- ing um möguleika til þess að Mrs- Haxton gæti ef til vill verið býsna getspök.” Þau þögnuðu þegar þau nálguðust hin. Irene fyrirleit öll undanbrögð, og Ropson var í órólegra skapi en svo að hann gæti brotið upp á nokkru nýju umræðuefni, sem allir mættu heyra. Mrs. Haxton og Austurríkismaðurinn þögnuðu einn- ig. Þau voru rétt að fara inn í pósthúsið þegar Mr. Fenshawe kom út. “Hérna er heilmikið af blöðum og fréttabréfum handa þér!” kailaði hann. “Taktu við þeim, Irene, og lestu þau í sundur. Barónninn og eg verðum að flýta okkur til landstjórans; við getum lesið bréfin okkar í gistihúsinu.” Kerber hafði auðsjáanlega haft gott af göngunni með Mrs. Haxton. Hann kom með engar mótbárur, en fór tafarlaust með hinum aldraða manni. Irene leysti bandið utan af blaðobögglinum, sem; henni var fenginn. Hún fékk Mrs. Haxton nokkur bréf og Royson þrjú. Þetta jók enn á geðshræringu hans. Utan á tvö þeirra var hans rétta nafn skrifað, en á hinu þriðja var: “Richard King, Esq.” Hann vissi að Miss Fenshawe hafði tekið eftir nafnbreytingunni, og skildi það sem velvildarmerki að hún ekki gerði við það neina athugasemd. Hann vissi það einnig gjörla að Mrs. Haxton vissi að hann fékk fréf- í þessum svifum kom Stump og tók eftir bréfunum í höndum Dicks. “Blessaður og sæll!” sagði hann gleiðgosalega, “Þú ert svei mér út undir þig! Hefurðu bréf! Hvernig fórstu að því?” “Það get eg ekki sagt þér,” svaraði Dick einlæg- lega. “Einhver í Lundúnaborg hefir sjálfsagt fundið út um skipið og för þess löngu áður en eg vissi nokkuð um það sjálfur.” “Það er merkilegt,” svaraði Stump, og var efa- semdarblær í rómnum. “Þetta er ef til vill auðskilið ef maður kæmist að öllum kringumstæðum,” sagði Irene blátt áfram. “Allar hafnir vizkugyðjunnar væru ef til vill opnar skipum rannsóknanna hver sem i hlut ætti, ef hann aðeins hefði fyrir því að fara heim til Mr. Fenshawes. Það er engum efa bundið að Mr. Royson finnur út að vinir hans hafa tekið það ráð, þegar honum láðist að láta þá vittt hvert skipið ætlaði. En það er of heitt að standa hér beint á móti sólinni. Við skulum fara inn á gististaðinn, hvíla okkur og fara í næði yfir reikn- ingana okkar. Þegar tækifæri gafst leit Dick í skyndi yfir bréf sin, sem hann hafði ekki átt von á. Tvö bréfin til “Royson” voru frá Forbes. Þau voru dagsett á mis- munandi timum. í fyrra bréfinu var sagt frá því, að Sir Henry Royson væri hættulega veikur, og hefði alvarlega heimtað að bróðursonur hans væri sóttur; hann kvaðst þurfa að tala við hann. “Eg hefi ástæðu til að ætla,” sagði lögmaðurinn, “að föðurbróðir þinn hafi orðið fyrir ákafri geðshræringu, ef til vill hefir það orsakast af því að hann fékk skyndilega fregn, sem hann áður hafði verið leyndur, og eg gerði ekki skyldu mina ef eg ráðlegði þér ekki eindregið að kasta frá þér öllum öðrum hugsunum og störfum og koma tafarlaust til Englands.” Síðara bréfið var jafnvel enn þá ákveðnara. “Sá sem sagði mér hvar þú varst,” sagði Mr. Forbes,, “kom til mín í dag, og það sem hann sagði mér er þess eðlis og svo alvarlegt að það verð- skuldar óskifta umhugsun þína. Hann er sannfærð- ur um að gróðafyrirtækið sem þú hefir tekið þátt í sé hvorttveggja í senn: rán og níðingsverk; Mr. Fenshawe hefir verið tældur inn í það af manni, sem grunaður1 er um hegningarverðan glæp- Stjómin á ítaliu hefir þegar hafist handa til þess að láta taka hann fastan. Og hvort sem það sannast rétt aö vera eða ekki, sem hann er sakaður um, þá er það víst að Allar liafnir sem Aphrodite kemur á, allar ferðir henn- ar verða rannsakaðar, til þess að banna að hún hafni sig á nokkurri ítalskri strönd. Þú mátt trúa því að eg hefi sterkar líkur fyrir þessari staðhæfingu, ann- ars þyrði eg ekki að skrifa hana. Ef þú heldur að það komi að nokkru gagni, þá gef eg þér heimild til þess að sýna Mr. Fenshawe þetta bréf; en þú verður að láta hann skilja það um leið að eg er aðeins að gefa honum heil ráð. Þau ráð sér hann áður en langt líður að eru í einlægni gefin. Sömuleiðis.áskil eg það að nafn mitt sé ekki nefnt í neinni peirri rann- sókn er hann kynni að hefja. Eg get máske hjálpað þér til þess að komast að því rétta ef eg segi þér það i trúnaði að eg hefi fundið út hvar þú varst með að- stoð John S. Paton úr Coldwell varðdeildinni. Hann sá auglýsingu sem eg birti í blaðinu “Times”, og sagði mér hvaða mánaðardag slys vildi til á Buchingham hallar götunni þar sem þú hafðir sýnt af þér það snarræði og hugrekki, sem vænta mátti frá ætt þinni. Frekari eftirspum sýndi það að Mr. Fenshawa átti kerruna sem slysið vildi til á, og einn af skrifstofu- þjónum mínum fór heim til Mr. Fenshawes; þar mætti hann manni sem kvaðst geta gefið nákvæmar upplýsingar um ferðir þínar. Mer er sagt að hann hafi skrifað Mr. Fenshawe með þessum pósti og skýrt alt fyrir honum, greinilega; eg treysti því þess vegna hvað sem öðru líður að þú farir bráðlega frá Massovah, því eg er þess fullvissi að Mr. Fenshawe heldur ekki áfram að Ijá fylgi sitt því, sem ekki er héiðvirðum manni samboöið. Þriðja bréfið; það sem skrifað var utan á til “King” var frá Mr. William Fielding “trúnaðarum- boðsmanni”. Kvaðst hann vera sá er upplýsingar hefði gefið Mr. Forbes. Bréfsefni hans var hér um bil það sama og lögmannsins; og svo bætti hann þessu við: “Eg hefi skrifað sama nafn utan á bréfið til þín sem þú notaðir þegar þú fórst um borð á skipinu Aphrodite, þrátt fyrir það þó eg viti að hraðskeyti sem sent var i Marseilles með þínu rétta nafni komst til skila. E£ þú vilt gera svo vel og tala einslega við Mr- Fenshawe og segja honum hvernig maður nokk- ur Alfiere að nafni og nokkrir menn með honum réðust á barón von Kerber i Marseilles og rændu hann og særðu án nokkurra hegningartilrauna síðar meir frá hans hálfu, þá hjálpar þú til þess að vinna gott verk og lagfæra misgerðir.” Royson sat úti á svölunum á fyrsta gólfi í gisti- húsinu “Grande del Universo” á meðan hann«*þaut hröðum augum yfir þessi bréf, sem svona komu hon- um á óvart og svona höfðu miklar fréttir að færa. Hann trúði tæplega sínum eigin augum, og las því bréfin yfir aftur orð fyrir orð og reyndi að finna út hina virkilegu þýðingu þessara leyndardómsfullu orða og það sem á milli linanna var skráð. Þrátt fyrir það þótt lögmaðurinn virtist segja óhindrað og hiklaust það sem hann meinti i bréfinu, þá var eng- inn efi á því að hann hafði skilið eftir aðal atriðið — hjarta málsins. Það gat líka hvorttveggja verið til að hinn bréfritarinn væri sá, sem Dick hafði séð í Hyde Park og á Chauving Cross stöðinni. En sama gætnin og grunsemdarblærinn var í orðum beggja. IAgmaðurinn talaði alment; leynifélagsmaðurinn bað aðeins um' staðfesting eða vitnisburð ákveðins atriðis i staðhæfingu þeirri, sem óefað var gerð í bréfinu til Mr. Fenshawes, sem lágu í bunka á borðinu hjá Miss Fenshawe. Dick snéri sér við alt i einu og leit á Irene. Hún var hlæjandi að einhverri skrítinni frétt, sem hún var að lesa i bréfi. Hjá henni sat Mrs. Haxton enn þá niðursoknari í lestur en hin. Bréfið sem hún hélt á var auðsjáanlega um einhver verzlunarmálefni, en Irenes bréf var frá einhverri kunningjastúíku hennar, sem til hafði tínt allar mögulegar og ómögu- legar smáfréttir og bæjarslúður. Það var skrifað bæði langs og þvers og á ská. Stump studdist fram á svalagirðinguna og horfði hugsunarlítið á heilt kvígildi af kökusölum. hattasölum, ávaxtasölum og öðrum pröngurum; höfðu þeir safnast saman á strætinu og gerðu sitt ítrasta til að selja vörur sínar. Dick hafði því næði til að hugsa sig um[ hvað hann ætti að gera, og hann sá ekkert á móti því að fylgja ráðum þeim, sem Forbes hafði gefið honum. Ef eigandi skipsins Aprodite var óvitandi og óviljandi hluttakandi í ólöglegu athæfi, þá var það skylda hvers ærlegs manns að aðvara hann. Samningurinn við Kerber stóð ef til vill í veginum fyrir því; en úr því varð að skera; ekki dugði að hika né hukla. Það var ekkert sældarbrauð að verða að brjóta loforð eða rjúfa eið, en nauðsyn brýtur lög í þessu sem öðru; við þvi var ekki hægt aö gera. Að fara tafarlaust heim aftur á póstskipinu frá Aden var fremur til- komulítill endir á æfintýraförinni, sem svo vel byrj- aði. Og hvað var um eiðinn sem hann hafði svarið að yfirgefa ekki stúlkuna, sem hafði sýnt honum fult traust? Hann gat bezt orðið henni að liði með því að opna augu hennar fyrir því hvers konar menn fé- lagar hans voru; því Dick efaðist alls ekki um það að Mrs. Haxton væri leiðandi andinn í samsærinu, sem miljónamæringurinn var narraður út í samkvæmt því sem lögmaðurinn sagði. En Royson hafði orðið þess var fyr en nú að erfitt er að berjast gegn ógæfunni eða óhöppunum. Hann hafði lært þá lexíu ungur að sá sem sekkur í myrkri verður að minsta kosti að vera þess viss að hann hafi fastan grundvöll undir fótum sér. Og þegar hann spurði sjálfan sig hvaða kæru hann hefði gegn Mr. von Kerber, þá féll honum allur ketill í eld. Hann reiddi sig aðeins á fáein orð í bréfi lög- mannsins, og þau fáu orð gátu ef til vill verið til- komin fyrir áhrif óvinar Austurríkismannsins, Alfier- es. Þetta kom honum til að fara aftur í hugaj sinn þangað sem hann byrjaði og ryfja upp fyrir sér alía flækjuna að nýju. Þessi Fielding, hver sem hann varf hafði breytt rétt þegar hann skrifaði Mr. Fen- shawe alt saman. Það hlaut að vérða til þess að skýra málið og gefa þeim tækifæri til að taka i taum- ana, sem í raun réttri hafði ekkert á móti Kerber. Og Royson hugsaði þannig með sjálfum sér: “Eg þarf ekki að viðhafa neinn asa. Það er bezt að láta Fenshawe lesa bréfið, og um fram alt þarf eg að finna góð ráð og dýr fyrir dótturróttur hans; svo má vera ef hamingjan er með, að alt endi slysalitið.” Og það lék bros um andlit hans, þegar hann var að reyna að greiða allar þessar flækjur i ííuga sér. Þegar ungur maður vill ekki tapa félagsskap ungrar stúlku, þá er það víst og áreiðanlegt að hann fínnur altaf upp ástæður í huga sér, sem segja hon- um að þessl sé ekki þörf. Alt í einu stóð Irene upp og sagði Stump að hún væri honum samdóma — það að skoða fólkið sjálft þar sem það streymdi fram og aftur um*götumar, væri skemtilegra en að lesa fréttir um sniðið og efnið í síðustu danskjólunum. Dick stakk bréfiunum i vasa sinn og hefði lagt orð í samræður þeirra ef hann hefði ekki tekið eftir því að Mrs. Haxton hallaðist áfram i stólnum og skoðaði alla bréfahrúguna á borð- inu. Það var ekkert athugavert þó hún gerði þetta, af því fjöldi tímarita og blaða voru innan um bréfin, og þau voru öllum opin. En af því að Royson víssi af einu bréfi þar afar áríðandi, fór hann eftir þeirri kenn- ingu að ef tækifærið skapar þjófinn að þá skyldi mannorð Mrs. Haxton ekki fyrirfarast í dag, ef hann mætti ráða. Hann kveikti i vindli, færði svolítið til stólinn sinn og settist andspænis henni, io—12 fet frá henni. Opnar svalagrindumar vora 5—6 fet frá honum hægramegin og vinstra megin við Mrs- Haxton. Þau gátu bœði horft í gegnum grindumar niður á stéttina hinum megin, þar sem hörundsdökk- ir ítalir fóra um og opnar vinnustofur blöstu við þeim. Mrs. Haxton tók auðsjáanlega ekkert eftir honum, hún rendi augunum yfir póstmerkin og umbúðimar. Loksins tók hún upp tímarit og ætlaði að fara að opna það, þegar Irene sagði eitthvað sem hún tók eftir: “ítalinn sem þama stendur við kornhlöðudyrnar,” sagði Irene’, “virðist vera standandi hissa á því að sjá ókunnugt fólk á gistihúsinu.” Og hún brosti innilega og leit á þau um leiö og hún sagði þetta. “Þessir Italir eru oft sérstaklega ókurteisir hund- ar, ungfrú,” svaraði Stump og leit upp svo að skein i eldrauð augun og ægileg i mesta máta. “Þekkir hann þig? hvaö heldurðu?” spurði Irene, þegar hún tók eftir að Italinn horfði á hann neðan af götunni. “Eg sá hann koma eftir götunni, og undir eins og hann sá okkur stanæmdist nann. Hann hefir einblínt á okkur í einar fimtán mínútur.” “Eg hefi flutt marga ítali á æfinni,” svaraði Stump. <“Það gæti svo sem meira en verið að hann væri einn þeirra sem eg hefi hjálpað yfir Genoa fló- ann eða Neples fjörðinn.” “Eu heyrðu kafteinn!” sagði Irene hlæjandi “Þéssi maður sýnist vera af góðum ættum.” “Ó, vertu blessuð, ungfrú, það er af og frá; eftir búningnum að dæma er hann fiðluleikari; og eg man eftir því einu sinni í Brindisi, að fólk hélt að eg væri J herramaður meðal kolaberanna.” Eðlilegt var það að þau Mrs. Haxton og Dick litu! út á götuna til þess að virða fyrir sér manninn, sem um var verið að tala. Þótt þau gætu auðveld- lega séð hann, þá var engin hætta á því að þau sæj- ust þaðan sem þau vora, svo vel að þau þektust. Slkugga af svölunum bar svo á þau að þau sáust óglögt. ítalinn var meðalmaður á hæð, bar sig vel og hermannlega og var fríður sýnum- Alt útlit hans var þannig að það sannaði hve herfilega Stump gat verið skeikull í dómum sínum. Það var auðséð að hann hafði hug og augu á þeim sem við svalagrindurnar stóðu, En tæplega var Royson búinn að virða fyrir sér aðal drættina í andliti hans, þegar Mrs. Haxton rak upp hálfkæft hljóð. Honum heyrðist eins og hún hefði ætlað að háhljóða, en hepnast að draga úr því með afarmikilli herkju. Hún varð skyndilega náföl í andliti; hún, klemdi saman varimar, sem alveg sýndust blóðlausar. Öll fegurð hennar var horfin alveg eins og lifsblómi fagurrar rósar hverfur á augabragði þegar sérstakri tegund ljóss er beint að lienni. Sjáaldrið stækkaði eins og á veikri mann- eskju undir vissum kringumstæðum, og nýjar línur eða hrukkur birtust í munnvikjunum, sem aldrei höfðu sést þar áður. Vegna hávaðans á götunni vissi hvorki Irene né Sturnp, hvílik áhrif það hafði haft á Mrs. Haxton að sjá Italann. Það var eins og einhver innri tunga hvíslaði því að Royson að þetta hlyti að vera Alfiere; að Mrs. Haxton hefði þekt hann og væri dauðhrædd við hann. jyjJARKET JJOTEL v® sölutorgiC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Furniture Overland J. C. MacKinnon ELECTRICAL CONTRACTOR Sher. 3019 588 Sherbrooke St. Hreinasta og Smekkbezta er pWBJ fC Merkur og pela flcskur í kössum Fœst í smásölubúðum eða þar sem það er búið til; E. L. DREWRY/Ltd. Winnipeg Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Paul Bjarnason, Wynyard, Sask. . J. J. Sveinbjömsson, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olg. Friðriksson, Glenboro. Albert Oliver, Brú P.°., Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. OI. Johnson, Winnipegosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurðsson, Bumt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts. SigurtJur Jónsson, Bantry, N.D. Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞV( AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI Ættjarðarvinir Verndið heiUuna og komist hjá reikningum frá Iaeknum og sjúkra- húsum með því að eiga flösku fulla —af— RODERICK DHU Pantið tafarlaust. THE CITY LIQUOR STORE, 308-310 Notre Dame Ave. Garrjír 2286. Búðinni lokað kl 6 Nýjustu tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Columbia Press, Llmited Book. and Commercial Printera Phone Garry 2156 P.O.Box3172 WINNIPBG Aðeins $2.00 ári fyrir Lögber og premíu þar að auki stærsta íslenzk fréttablað í hein gjörist kaupandi J>e«a.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.