Lögberg - 07.10.1915, Blaðsíða 8
8
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1915
Biue ,
RibboN
CofIEE
Blue Ribbon
KAFFI
og Bökunarduft
Gæði Blue Ribbon varnings,
Kefir fengist með margra ára tilraun-
um. Það er ekkert „alveg eins
gott“. Heimtið að fá Blue Ribbon
kaffi, te, bökunarduft, krydd. jelly
duft og extracts. Allar vörur eru
ábyrgstar.
í Bardals Block finniö þér mig,
enn á ný reiöubúinn til aS gera alt
gull og úrsmíði eins vel og ódýrt og
hsegt er. Gömlu viöskiftav'inir minir
aettu ekki aS gleyma þessu.
G. Thomas.
W. H. Paulson þingmaöur frá
Leslie var á ferö í bænum á laugar-
daginn. Hann sagöi fréttafátt yfir-
leitt. Vætusama tíö og seina þresk-
ingu, en korn samt ekki mikiö farið
að skemmast.
Amdís Jónsdóttir fór vestur á
Kyrrahafsströnd til dóttur sinnar
fyrir skömmu og býst viö aö dvelja
þar. Hún var kvödd á fundi í stúk-
unni Heklu og gefin vönduö regn-
hltf aö skilnaði. B. M. Long af-
henti gjöfina og mintist hins langa
og einlæga starfs Arndísar í þarfir
bindindismálsins; hún hefir verið í
stúkunni Heklu næstum fjórðung
aldar.
Mrs. Kr. Kristjánsson liggur veik
á sjúkrahúsinu. Dr. Brandson skar
hana upp nýlega og heilsast henni
vel eftir ástæöum.
Ur bænum
Munið eftir þakklætissamkomunni
í Fyrstu lútersku kirkju á mánudags-
kveldið.
Stórt loftherbergi, hentugt fyrir
tvo, til leigu að 724 Beverley stræti,
í næsta húsi við Jóns Bjarnasonar
skóla.
Dr. O. Stephensen fór vestur til
Saskatchewan fyrir helgina í lækn-
iserindum.
Á laugardaginn var fæddist þeim
Mr. og Mrs. S. Pálmason dóttir.
Octavius Thorláksson lagði af
stað suður til Chicago á mánudag-
inn til þess að ljúka þar guðfræða-
námi. Hann hefir starfað fyrir
kirkjufélagið í sumar.
Herra Geirfinnur Pétursson frá
Siglunesi var á ferð í bænum á
mánudaginn í verzlunarerindum-
Einar Páll Jónsson skrapp norður
til Nýja íslands í vikunni fyrir helg-
ina og kom aftur eftir 3 daga. Þótti
honum fallegt þar nyrðra, einkum á
fljótsbökkuunm.
Þann 23. September andaðist
ekkjan Ólöf Davíðsdóttir Kristjáns-
son að heimili tengdasonar síns hr.
Th. Oddsons, J448 Sherbmoke Str.
Var hún 83 ára að aldri og hafði
v'erið veik lengi. Hún var jarðsung-
in 30. September af séra Rúnólfi
Marteinssyni í Mapleton grafreitn-
um í Selkirk.
Sérstaklega verður vandað til
skemtunarinnar í Fyrstu lútersku
kirkjunni á mánudagskveldið.
Matvörubúð.
Eg œtla að biðju alla vini mina
og kunningia að festa í minni að
eg hefi keypt „The Avenue Groc-
ery Store“ að 1114 Portage Ave.,
og væri mér mikil ánægja að sjá
ykkur sem flest, eða að hlusta á
mál ykkar gegnum Talsímann.
Búðin er „Up-to-date“ og vörurnar
„First CIass“. Afgreiðsla fljót og
áreiðanleg.
Með vinsemd,
G. FINNB0GAS0N,
“The Avcnue Grocery Store”
1114 Portage Ave.
Tals. Sherbr. 308.
Eg hefi nú nægar byrgðir af
“granite’’ legsteinunum “góðu”
stöðugt við hendina handa öllum,
sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja
þá, sem hafa verið að biðja mig um um'
legsteina, og þá, sem ætla að fá sér
legstefna í sumar, að finn mig sem
fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að
gera eins v'el og aðrir, ef ekki betur.
Yðar einlægur,
A. S. Bardal.
Jóhannes Stephenson er á fetð um
Argyle-bygð að selja hljóðfæri fyrir
stórt félag i Winnipeg. Er hann
ráðinn hjá þeim um tíma og fer ef
til vill um fleiri nýlendur í sömu
erindum.
Jóhannes Christe, Þór Lífmann
og Ásbjörn Eggertson frá Gimli
komu til bæjarins fyrir helgina.
Sögðu þeir alt tíðindalítið þar
nyrðra. Ekki kváðu þeir fundin lík
Miss Aðalbjörg Bardal, er stund-
að hefir hjúkrunarstörf á sjúkrahúsi m,ananna, sem druknuðu, þrátt fyrir
í St. Paul, kom til bæjarins 15- Sept- na™ma leit.
ember og dvaldi hjá föður sínum,
hr. Arinbirni Bardal, tæpan þriggjá
v’ikna tíma; fór suður aftur á mánu-
daginn. Hún hefir verið við nám í
hálft annað ár og sýnir það traust
er hún nýtur, að hún gegndi næst-
hæstu stöðu í sinni deild í sumar á
meðan sú, er það starf hafði á hendi,
var fjarv'erandi-
Herra Pétur Tergesen kaupmaður
á Gimli var á ferð í bænum á mánu-
daginn. Lét hann vel yfir líðan
manna þar. Hann var kátur og
skemtilegur, þótt ekki væri hann að
öllu leyti á sama máli um ýmislegt
Blaðið Tribune var 25 ára gamalt
i vikunni sem leið og gaf þá út sér-
stakt eintak framúrskarandi vandað.
Var það 114 blaðsíður að stærð auk
timarits sem því fylgir.
Siðbótafélag Manitoba hélt fram-
kvæmdarnefndarfund á föstudaginn;
var þar samþykt að fara þess á leit
við stjórnina, að hún lokaði öllum
vínsölustöðum á meðan stríðið stæði
yfir. Sig. Júl. Jóhannesson var þar
mættur sem fulltrúi Goodtemplara.
SYRPA,—2. og 3. hefti af 3.
árgangi hefi eg nú sent öllum kaup-
endum, sem borgað hafa fyrir 3. árg.,
og einnig sent ritið til allra útsölu-
manna. Þá, sem borgað hafa og ekki
fengið þessi hefti, bið eg láta mig vita
og mun eg úr því bæta strax. Árgang-
urinn er $J.OO og Vetður að borgast
fyrirfram. Heftið í lausasölu 30 cts.
Þrjá árgangana, sem komnir eru út
af ritinu, sel eg á $2.00 meðan upp-
lagið hrekkur-
Sendu mér $2.00 og eg sendi þér
aftur 768 blaðsíður af skemtilegu og
fróðlegu innihaldi, sem þú'hefir stóra
ánæsju af að lesa í tómstundum þín-
Ó. S. THORGEIRSSON,
678 Sherbrooke St., Winnipeg.
Ungfrú Sigrún Baldvinsson er
nýlega komin heim eftir nokkurra
vikna sumardvöl í Norður Dakota.
Systurnar Gerda og Margrét
Halldórson fóru suður til Norður
Dakota nýlega og dvöldu um tíma
hjá foreldrum sínum.
og
Jarðarávöxtur í Winnipeg
umhverfis bæinn skemdist svo
mikið af frosti í haust að skaðinn
nemur stórfé.
Herra Björn Pétursson héðan úr
bænum, sem verið hefir í Church-
bridge í sumar, kom til bæjarins á
mánudaginn snögga ferð. Hann lét
vel af uppskeru og líðan manna þar;
en væturnar hafa tafið afar mikið
og þegar valdið nokkrum skemdum.
Björn vinnur hjá Oskari Ólson í
Churchbridge; kvað hann þar vera
um 6 vikna þresking, en að eins bú-
ið að þreskja hálfan annan dag.
Mikla breytingu kvað Björn sjáan-
lega þar vestra síðan vínsölubanns-
lög Scott-srtjórnarinnar komust á;
áður hafði vínnautn verið þar býsna
Séra Guðmundur Arnason og
Friðrik Sveinsson ferðuðust ný-
lega um Nýja ísland, hélt séra
Guðmundur þar fyrirlestra en
Friðrik sýndi myndir og er vel af
látið.
Norsk-Ameríska
línan
Ný farþegaskip meS tveimur skrúfum
“KRISIIANAFJORD” og
“BERGENSFJORD”
í förum milli NewYork og Bergen í Nor-
egi. Frá Bergen eru tíðar ferðir
til Islands.
Fardagar frá New York:
"Bergensfjord” 16. okt.
“Kristianafjord” 6. nóv.
“Bergensfjord” 27. nóv.
“Kristianafjord” 11. des.
Skipin fara 250 mílur norður af ófrið-
ar svæðinu og fara frá New York til
Bergen á minna en 9 dögum.
Um fargjöld, lýsingar með myndum,
og s.f.v. ber að leita til.
HOBE & CO„ G.N.W.A.
123 S. 3rd Street, Minneapolis, eða
H. S. BARDAL,
892 Sherbrooke Street, Winnipeg.
Herra Skúli Sigfússon þingmað-
ur var á ferð í bænum fyrir helg-
ina í verzlunar erindum. Það
lýtur út fyrir að Skúli ætli að
reynast vel sem þingmaður, því
eftir áreiðanlegum mönnum þar
ytra er frá því sagt að hann hafi
þegar komið ótrúlega miklu í verk
að því er vegabætur snertir, sér-
staklega.
Takið eftir auglýsingu frá
“Columbia Grain Co. Ltd.”. Það
er íslenzkt kornkaupafélag, og er
því aðallega stjómað af löndum
vomm H. J. Lindal og L. J. Hall-
grímssyni- Þeir vænta eðlilega
viðskifta við íslendinga, enda er
það sjálfsögð skylda að verzla við
landa sina með hvað sem er ef þeir
bjóða eins góð kjör og aðrir. 1
því tilliti ættu landar að halda bet-
ur saman en þeir alment gera. Það
styrkir hag þjóðflokks vors hér og
eflir hann meira en menn gera sér
grein fyrir.
Sigurður Baldvinsson frá Nar-
rows kom til hæjarins á þriðju-
daginn. Líðan kvað hann góða og
framtíðarhorfur þar ytra. Hey-
skapur góður og heilsufar ágætt;
gripir í háu verði og verzlun yfir-
leitt góð.
og ritstjóri Lögbergs. Skoðana- almenn, en nú sést tæplega drukkinn
munur með skynsemi og ’ vinsemd | maður- Björn fór vestur aftur
ræddur er ávalt uppbyggilegur.
Th. Oddson kom vestan frá hafi
á fimtudaginn var. Fór hann- þang-
að til þess að sækja konu sína og
dóttur, sem þar hafa dvalið um
þriggja mánaða tíma. Hann kom til
Victoria, Seattle, Portland og fleiri
staða.
Ógifta fólkið í Heklu skemtir á
næsta fundi. Það verður þess virði
að koma þangað.
Þorsteinn Johnson frá Hólmi í
Argylebygð var í bænum nýlega eins
og getið var um í Lögbergi áður;
keypti hann hér bifreið að dæmi
margra annara stórbænda úr þeirri
sveit. Þorsteinn var búinn að
þreskja alt sitt hveiti áður en rign-
ingatíðin byrjaði, og er það býsna
vel að verið. Hann er ung-
legur og ern í lund og á velli, þótt
háaldraður sé orðinn. Að eins hef-
ir gamla ófriðarkonan, gigtin, klipið
hann hér og þar, rétt til þess að
minna hann á, að hann sé kominn af
unglingsárunum. Þorsteinn hefir nú
látið af búskap og fengið búið í
hendur Stefáni syni sínum; ætlar
hannn að njóta lífsins í ró og næði
það sem eftir er.
Mrs. S. Westman frá Bellingham,
Wash., kom inn á skrifstofu Lög-
bergs á laugardaginn. Var hún á
heimleið frá Minnesota og Dakota
þar sem hún hefir verið um tíma í
kynnisför hjá vinum og vandamönn-
um sínum.
G. J. Goodmundsson hefir verið
Suður í California um tveggja mán-
aða tíma sér til heilsubótar og kom
hann aftur úr þeirri ferð á fimtu-
daginn. Hanu var á heimssýning-
unni í San Francisco og hefir þaðan
frá mörgu að segja. Hann er tals-
vert betri til heilsu en áður en þó
hv'ergi nærri albata.
þrið j udagskveldið.
Gefin voru saman í hjónaband a
heimili Bildfellshjónanna á McDer-
mot Av'e. laugardaginn 2. Október,
þau Charles Ásgrímur Nielsen og
Solveig Þorsteinsdóttir. Hjóna-
vígsluna framkvæmdi séra Björn B
Jónsson. Ungu hjónin fóru skemti-
ferð til Kenora, Ont-, en eru væntan-
leg heim aftur í næstu viku. Verður
heimili þeirra í Ruth byggingunni á
Maryland Ave.
Herra Egfill Skjöld
a ingur og kona hans hafa dvalið í
Norður Dakota um tíma- Þau
eru nýlega komin þaðan aftur.
Hefir hann selt lyfjabúð þá, sem
hann átti hér í bænum og er enn
þá óráðinn í því hvað hann muni
taka sér fyrir hendur, en i Winni-
peg verður hann fyrst um sinn.
Arnljótur Olsson frá Gimli var
á ferð í bænum í vikunni sem leið.
Herra Halldór Johnson guðfræða
nemi fór suður til Chicago á mánu-
daginn var til þess að ljúka þar námi
sinu á prestaskóla. Hann hefir gegnt
prestsstörfum fyrir kirkjufélagið til
og frá um bygðir Islendinga að
undanförnu.
Séra Guðmundur Árnason er hætt-
ur störfum sínum sem Unítaraprest-
ur. Hann er á förum til Chicago og
ætlar að stunda þar heimspekisnám
við Chicago háskólann og verða
kennari í þeim fræðum. Nokkrir
Únítarar héldu honum samsæti ný-
lega heima hjá Birni Péturssyni, og
annað samsæti var honum haldið af
Goodtemplurum á fundarkv'eldi stúk
unnar Heklu. Voru þau hjón þar
bæði stödd og var honum gefinn
yandaður lintíarpenni en henni
hringur. Guðrún Búason afhenti
þeim gjöfina og ávarpaði þau einkar
fögrum orðum. Þau hafa verið öt-
ulir og einlægir starfsmenn bindind-
ismálsins; séra Guðmundur einn
hinna allra fremstu, og gegnt þar
æðstu embættum.
Mrs. F. Bjarnason hefir legið veik
á sjúkrahúsinu um tíma. Dr. Brand-
son gerði á henni skurð, en henni
heilsast eftir öllum vonum.
Systurnar i stúkunni Skuldi
skemtu fólkinu fyrra miðvikud'ag'
og- fórst það sérlega myndarlega
að vanda. Carolina Dalmann
flutti þar margt áheyrilegt og
fyndiö í “Stjörnunni”, en þeir
Ámi Sigurðsson og Óskar Sigurðs-
son léku frumsaminn leik, sem hélt
mörgum hlæjandi frá byrjun til
enda.
Jóhannes Einarsson frá Lögbergi
kom til bæjarins á mánuraginn
með fimm vagnhlöss af gripum
sem hann seldi. Vætusamt kvað
hann þar liafa verið; suddarign-
ingar síðan í hyrjun September, en
aldrei stórrigningar; þresking mjög
skamt á leið komin. Kvað hann
þetta hafa verið kaldasta sumar,
sem komið hafi í 25 ár; frost í
hverjum mánuði. Heyskapur góð-
ur og nýting ágæt. William sonur
Jóhannesar kom inn með honum.
Hin árlega hlutavelta ftombólaj
og samkoma stúkunnar “Skuldar ’
I verður haldin 1. Nóvember. Ná-
kvæmar auglýst síðar.
Næstkomandi sunnudagslcveld
verður sérstök þakkargerðar guðs-
þjónusta flutt í Fyrstu lútersku
kirkjunni. Mikill söngur og góð-
ur gerir þá samkomu óvenjulega
hátíðlega-
Erú Lára Bjamason fór af stað
frá New York áleiðis til Toronto
á þriðjudagskveldið; Iiður henni
vel eftir sjóferðina.
Herra Bjarni Marteinsson frá
Hnausum kom inn á skrifstofu Lög-
bergs á miðvikudaginn. Kvað hann
korn liggja þar undir skemdum, ef
ekki stytti upp bráðlega.
Samkvæmt slcýrslum Winnipeg-
bæjar ffafa þar verið gift 231 hjón
í Septembermánuði, en 304 í sama
mánuði árið sem leið.
Dauðsföll hafa verið 152, þar af
77 karlmenn, en 75 kvenmenn. í
sama mánuði í fyrra dóu 174. —
477 börn hafa fæðst á mánuðinum,
þar af 44 utan hjónabands.
Strjónarbótarheitið á stríðstíðinni.
Skrattinn gekk til skrifta,
Skelkaður við kveisu.
Hét í heilsuléysu
Hegðun um að skifta.
Sviftur úr sjúkdóms eisu
Særinu kvaðst hann ryfta:
Gera, ef leyfði gifta,
Guði skömm og hneisu—
Skrattinn gekk til skrifta,
Skelkaður við kveisu.
Stephan G. Stephansson.
lyfjafræð-
Ingimundur Erlendson frá
Reykjavík kom til bæjarins nýlega;
var hann að leita sér lækninga.
Fyrri partur greinarinnar um
Keir Hardie er skrifaður af fyr-
verandi ritstjóra, en síðari partur-
inn af þeim núveandi.
Björn Bergmann frá Árborg var
á ferð í bænum á mánudaginn.
Alt gott að frétta þaðan. ‘
Munið eftir þakklætishátíðinni
að Lundar, sem auglýst er á öðr
um stað í blaðinu.
Laugardaginn 2. október voru
þau Hubert James Hardý frá
Winnipeg og Louise Jónasson frá
Selkirk gefin saman í hjónaband
af séra Rúnólfi Marteinssyni að
493 Lipton St.
Siðbótafélagið í Manitoba hefir
hafið baráttu gtgn fjárdráttarvél-
um sem hér eru viðhafðar í búð
um, þar sem látnir eru í peningar
og “gúmmí’’ plötur koma út í stað-
inn.
Maður að nafni Legg, þjónn C.
P. R. félagsins í Transcona varð
undir vagni á þriðjudagsmorguninn
og misti báða fætur, annan fyrir
ofan hné og hinn fyrír neðan.
Thanksgiving Concert
----------------og Social---------------------
I FYRSTU LOTERSKU KIRKJUNNI
MÁNUDAGSKVELDIÐ 11. 0KTÓBER ’15
Adgangur 25c Lndir umsjón kvenfélagsins Byrjar kl. 8
PROGRAM:
1- Organ Solo............................ S. K. Hall
2. Sálmur og bæn.
3. Pino Solo..................... Miss S. Thorgeirsson
4. Male Quartette
5. Solo............................Mrs. Alec. Johnson
6. Ladies’ Quartette.
7. Ræða .......................... Hon. T. H. Johnson
8. Solo................................... P. Bardal
9. Piano Solo.................. Miss Laura'Halldórsson
10. Ræða .......................... Dr. B. J. Brandson
11. Óákveðið.
12. Ladies’ Quartette.
13. Solo................................ Alec. Johnson
14. Male Quartette-
Eg tók fyrir kverka-
bólguna á auga-
bragði.
Eg skal fúslega segja þér hvernig
eg fór að því 'FYRIR EKKERT!
Lœknar Dag og Nótt
pag er ný aSferð. paS er nokkuS al-
veg óltkt öSrum. Enginn áburSur,
eSa sprautun, eSa smyrsl: ekkert
verkfæri I nokk-
urri mynd. Ekk-
ert til þess aS
reykja né anda
aS sér; engln gufa
né nudd eSa inn-
sprautanir. Ekk-
ert rafmagn né
þess háttar. Ekk-
ert duft, engir
plástrar, engar
inniverur. Alls
ekkert af því tagi.
NokkuS nýtt og
ólíkt, n o k k u S
þægilegt og heil-
næmt. NokkuS,
sem læknar tafarlaust. pú þarft
ekki aS bíSa lengi og borga stórfé.
|>ú getur læknaS þaQ á einni nóttu
og eg skal meS ánægju segja þér
hvernig þú átt aS fara aS þvl—fyrir
ekerl. Eg er ekki læknir og þetta er
ekki svoköIluS læknisforskrift. En
eg er læknaSur og vinir mlnir eru
IæknaSir og þú getur læknast.
Eg er frjál*, þú getur orðið frjáís.
Sjúkdömur minn var á vondu
stigi. eg var allur velkur. paS sljóvg-
aSi hugsun mjna; þaS veiklaSi mig;
þaS braut niSur viljakraft minn.
Hóstinn og ræskingarnar og hrák-
arnir gergu mig viSbjóS annara og
jafnvel mitt eigiS fólk forSaSist mig.
LffsgleSi mín var þrofin og þrek
mitt horfiS. Eg vissi, aS þetta mundi
fyr eSa slSar leiSa mig í gröfina því
þaS var alt af aS draga af mér.
En eg fékk lækningu og eg er
reiSubúinn aS segja þér hvaS þaS var
—fyrir ekkert. Skrifa mér tafarlaust.
Það kostar þig aðeins eitt cent.
Sendu enga peninga aS eins nafn þitt
og utanáskrift á póstspjaldi Skfif-
aSu bara þetta. “Kæri Sam. Katz,
gerSu svo vel aS segja mér hvernig
þú læknaSIr þig af kverkabólgunni
og hvernig eg get læknaS mig.” —
petta er alt, sem þú þarft aS skrifa;
eg skil hvaS þú átt viS og skal skrifa
þér allar upplýsingar—ókeypis undir
eins. DragSu þetta ekki. SkrifaSu
mér strax I dag. Vert.u ekki aS ráSg-
ast um þaS viS hina og aSra. Skrif-
aSu tafarlaust eftir þeim ráSum, sem
hafa læknaS mig og geta læknaS þig.
SAM. KATZ. Room K. 2587.
142 Mutual Str., Toronto, Ont.
WILKINSDN & ELLIS
Matvöru og Kjötsalar
Horni Bannatyne og Isabel St.
Sérstök kjörkaup á hverjum Föstu- og Laugardegi. Sím-
ið oss eftir kjörkaupum á hænsum, öndum, tyrkjum,
smjöri og eggjum. GŒÐA VÖRUR FYRIR LITLA PENINGA
Tals. Garry 788
Viðgerðum sérstakur gaumur gefinn
Alt verk ábyrgst í 12 mánuði
BrvA\/IQ Úrsmiöur,
• i-Jr\ V ÍO, GullsmiÖur
ÁÖur hjá D. R. Dingwall, Ltd.
874 SherbrookSt., Winnipeg
Nálægt William Ave.
Tilsögn í ensku og al-
þýðuskóla námi.
Margir landar, sem nýkomnir eru
að heiman, eiga erfitt með að fá at-
vinnu af því þeir skilja ekki né tala
þessa lands mál.
Aðrir sitja á sama stað ár eftir
ár og fá ekki verðskuldaðar stöður
af því þeir hafa ekki átt kost á að
læra að lesa og skrifa ensku rétt.
1 mörgum tilfellum, þar sem for-
eldrar eiga bágt með að koma börn-
um sínum á skóla /ékki sízt ef þau
eru orðin stálpuð fyrir þann bekk er
þau sitja i) þá er það nærri undan-
tekningarlaust af því, að þau eiga í
stríði með eina eða fleiri náms-
greinar og fá ekki sérstaka tilsögn
í þeim.
Enn aðrir unglingar hafa hætt í
lægri bekkjuunm, en langar nú þegar
komið er á fullorðins árin, til þess
að byrja á einhverri nýrri atvinnu-
grein, sem útheimtir í það minsta
alþýðuskólamentun til grundvallar—
en geta ekki fengið sig til að setjast
aftur á skólabekk með börnum, né
mega eyða árum í það.
Stúdentar utan úr bygðum eiga
oft örðugt með ýmsar greinar náms
síns, aðallega af því þeir eru stirð-
ir í ensku. Sérstaklega er það “com-
position,” málfræði og “literature.”
Undirrituð vill veita tilsögn, mót
mjög sanngjarnri borgun, hverjum
þeim, sem þessu likt stendur á fyrir.
Til þeirra, sem viljugir eru að taka
tilsögn með öðrum, eru þrjár lexíur
/hálfur annar kl.tími í hvert skiftij
fyrir dollar. Fyrir sérstaka tilsögn
éeinn nemandi út af fyrir sigj 50c.
á kl.tímann. Borgist vikulega, eða
eftir samningi.
Ef nógu margir nemendur fást,
verð eg til að taka á móti þeim í
hentugri kenslustofu 1. Okt. næst-
komandi.
Skrifið mér sem fyrst, öll, sem
viljið sinna þessu.
Vinsamlegast,
Steina J. Stefánsson,
650 Maryland St.
ITALS. G. 2252
Royaf Oak Hotel
GHAS. GUSTAFSON, Eiganfli
Eina norræna hótelið í bænum.
Gisting og máltíðir $1.50 á dag
Sérstakar máltíðir 35c.
Sérstakir skilmálar fyrir stöðuga gecti
281-283 Market St., Winnipeg
ORPHEUM
Miss Molly Mclntyre, sem lék
aðal hlutverkið í hinum mikla
gleðileik “Bunty Pulls the Strings’’
verður aðal persónan á Orpheum
leikhúsinu næstu viku. Hún leik-
ur þar í “A Breath of Oid Virgi-
nia eftir Ton Barry, höfundinn
að leiknum “Twenty Odd Years”,
sem svo vel var tekið í Winnipeg
fyrir tveim vikum- Bonny Molly
Mclntyre hefir hætt við að leika í
skozka leiknum til bráðabirgða að
minsta kosti, til þess að geta leildð
suðurlanda söngstúlkuna.
Altaf siðan Graham Moffat
kom með Miss Mclntyre til Ame-
ríku til þess að leika aðal persón-
una í ]æssum skozka leik, “Bunty
Pulls the Strings”, hefir hún lagt
sérstaka stund á einkenni sinnar
eigin þjóðar. Eftir að hún hafði
leikið í “Bunty” var hún jafnsnjöll
í “Kitty McKay”.
Sherman, Van & Hýman eru
|þrir ungir náungar sem skemta
mjög vel með hljóðfæraslætti. Þeir
koma þokkalega fyrir, eru kátir og
fjörugir við hvaða hljóðfæri sem
er.
“Modern Vaudeville Frolics”
leikið af AI. Gerard og Sylviu
Clark, er sérstaklega skemtilegt og
fjörugt með söngum og dönsum.
Þessi stúlka og drengur setja
Þakklœtishátíðin
Verður haldin eins og áður af kven
félaginu „Björk“ í Goodtemplara-
húsinu að Lundar
Mánudagskv. 11. þ.m.
Góður kveldverður og gottprógram.
Inngangur: 50c fyrir fullorðna, en
25c fyrir börn innan 12 ára.
Samsœtið byrjar kl. 7.30 e.h.
Lundar 1. Okt. 1915.
Forstöðunefndin.
Eruö þér reiðubúnir
aö deyja?
ef ekki, þá finnið
E. H. Williams
f
Insurance Agent
«06 Lindsay Block
Plione Main 2075
Pmboðsmaðnr fyrir: The Mut-
ual Life oí Canada; The Ðominion
of Canada Guar. Accident Co.; og
og elnnig fyrir eldsábyrgðarfélög,
Plate Glass, Bifreiðar, Burglary
og Bonds.
Lœrið símritun
Lærið slmritun; járnbraut ir og
verzlunarmönnum kent. Verk-
leg kensla. Engar námsdeildir.
Einstaklings kensla. Skrifiö eft-
ir boCsriti. Dept. "G”. Western
Schools, Telegraphy and Ha.l
roading, 607 Builders’ Excliange,
Winnipeg. Nýir umsjónarmenn.
áhorfendur í sjöunda himinn.
Miss Clark er afbragðs gáfum
gædd', fríð og tilkomumikil. Mr
Gerard er fyndinn fram úr hófi
og eldfjörugur. Þetta verður eítt
meðal annars næstu Viku.
Carcinetti bræður eru reglulegir
listaleikendur og missýningamenn;
þeir verða þar einnig. Þeir hafa
með sér hund sem er ágætur knatt-
leikari Þeir kasta einnig höttum
í enda leiksins.
E. Merien og ensku kaninurnar
hans leika alls konar listir t. d.
“The Terry-torials Quartered”.
Leiksviðið er talið að vera virki-
legt. Það var mjög eðlilegt að
stríðið framleiddi hernaðarleiki.
Meðal þeirra er enginn merkilegri
en “The Terry-torials Quartered”.
Það er í þrem þáttum. Þar leikur
E- Merien og ensku kaninumar
hans. Fimtíu leikendur leika þar
og er þar skemtilegt á að horfa.
piegilest og áreiðanlegt ha*gða-
meðal.
Fólk veigrar sr oft vi8 því a8 taka
hægSameðal, þótt þaS viti að þess sé
þörf, ag eins vegna þess að þvl er illa
við slæmt bragS og 111 fthrif meSala,
sem þaS hefir tekiS.
Nyals Figsen töflur
eru eins bragSgóSar og brjóstsykur;
Þær valda engum verkjum né óþæg-
indum af neinni tegund. Fólk ættl
aS fagna þessu meSali, sem er svo 6-
líkt öllum gömlum hægSameSulum,
sem ÞaS er vant og þaS hefir kvalig
sig til aS taka.
Verð 10 cent og 2 cent.
FRANK WHALEY
ílreerription '©rnggiet
Phone Sherbr. 258 og 1130
Horni Sargent og Agnes St.
Matreiðslu-stór
úr járni og stáli
Nýjar—& öllu verBi.
81.00 við móttöku og $1.00 á viku
Saumavélar, brúkaSar og nýjar;
mjög auSveldir borgunarskilmftlar.
Allar viSgerSir mjög fljótt og vel af
hendi leystar. pér getiB notaS bif-
reiS vora. Phone Garry 821.
J. E. BRYANS,
531 Sargent Ave., Winnipeg.
H. EMERY,
liornl Notre Dame og Gcrtie Sts.
TAL.S. GARRY 48
ÆtliS þér aS flytja ySur? Ef
ySur er ant um aS húsbúnaSur
ySar skemmist ekki I flutningn-
um, þft finniS oss. Vér leggjum
sérstaklega stund & þft iSnaSar-
grein og ábyrgjumst aS þér verS-
iS ftnægS. Kol og viSur selt
lægsta verBl.
Baggage and Express
Land til sölu
á Point Roberts, 'Wash., 17
ekrur, með nýlegu húsi ogöðr-
um umbótum. Um nánari
upplýsingar, verð og borgunar-
skilmála, skrifið
TH. SIVERTZ,
Point Roberts, Wash.