Lögberg - 14.10.1915, Síða 2
2
LÖGBEKU, EIMTUD \(. N’N 14. OKTÓBER 1915.
Laurier-lán.
“Það sem við þörfnumst nú sem
stendur fremur en alt annað,
sagöi gamall og gætinn stjórnmála-
maSur, sem tekið hafði eftir tákn-
um timanna, “er dálitið meira af
Laurier láni.”
“Við hvað áttu svaraði vinur
“Má vera,” svaraði spekingur-
inn, “má vera að Canada sé enn
ekki búin að fara í gegn um harð-
inda tímabil sitt. En taktu eftir
orðum mínum, ef Borden lánlausi
verður við völd áfram, þá heyrum
eru þau bönd, sem binda son við
móður- Þeirri móður megum vér
aldrei gleyma. Frá henni eigum vér
að segja börnum vorum og kenna
þeim að elska hana og virða. Vér
höfum meðtekið þjóðerni vort sem
mann ekkert, sé hún á móti gagnar
ekkert. Þýtt.
við heilmikið um gjaldþrot, bæði helgidóm. Vér eigum að hlynna að
einstakra manna og félaga — jafn- i því á heimilum og í kirkjum vorum,
vel þjóðarinnar, og ef forlögin gefa í starfsemi og félagsskap, allstaðar
okkur fjögra ára Laurier-lán, þá þar sem því verður við komið. Vér
hans úr flokki afturhaldsmanna, byrjar sól vellíðunarinnar að skína | stofnum íslendingadag og Þorramót
sem hafði verið'að reyna að gefa á ný. Sé hamingjan með sigrar
eðlilegar ástæður fyrir deyfð og
atvinnuleysi í landinu. “Þ.éc er þó
aldrei alv-ara að halda því fram að
lán og hamingja heyri til vissri
pólitískri stefnu?”
“Nei, ekki eiginlega,” svaraði
gamli spekingurinn. “Meira að
segja, eg held þvi ekki fram að
eg viti hvemig á þvi stendur að
hamingjan virðist fylgja surnum
mönnttm en ólánið elta aðra, hvort
sem er i spilum eða leikjum eða
ástamálum eða verzluni eða stjórn-
málum. Eg veit bara að þetta er
svona.
Þú manst kannske eftir því að
þegar Borden komst til valda 1911
íslenzktþjóðerni ogköll-
un Jóns Bjarnasonar
skóla.
Rœða eftir séra Rúnólf Marteinsson,
flutt við setning Jóns Bjarna-
sonar skóla 1. Sept.
Tveir straumar hafa látið á sér
bera í hugsunarlífi fslendinga hér
vestra, frá því að þeir tóku sér ból-
festu á þessu meginlandi: annar
þá var alt í blóma hér í landi; al- j straumurinn að því sem enskt er,
drei hafði framtíðin brosað eins
björt við bömum þessa lands og
einmitt þá; aldrei hafði -verið eins
ntikil gnægð vinnu og velsældar
og einmitt j>á.
Það var einu sinni eftir stjóm-
arskiftin að eg sat að snæðingi
með kunningja mínum, sem var
afturhaldsmaður og sagði við hann:
“Eg öfunda ykkur alls ekki af þvi
að hafa komist til valda, en eg er
hræddur vjð þennan mann, Borden.
hann er ólánsmaðtir; það er hér
um bil alveg víst að hann eyðilegg-
ur Laurier-lánið.”
“Talaðu ekki eins og hálfviti eða
brjálaður niaður,” svaraði kunn-
ingi minn. “Nú fyrst byrjar Can-
ada virkilegt framfara og sælu-
tímabil. Eða hvers vegna dettur
þér í hug að segja að Borden sé
ólánsmaður.”
“Ja, það er nú svona,” svaraði
eg. aEg var einu sinni á ferð
austur í fylki á Intercolonial braut-
inni og þegar við fórtim ytir
Qubec brúna þyrptist fólkið út í
gluggana til þess að skoða þetta
furðuverk og dáðist að því. Næsta
dag kom eg aftur til Quebec á báti, I
hinn að því sem er íslenzkt. F.kki
hafa straumar þessir að öllu leyti
verið gaknstæðir hvor öðfum. Að
nokkru leyti hafa þeir verið sam-
ferða og blandast saman. Með öðr-
um orðum, það er sumt í þessum
tveimur straumum, sem ekki hefir
orðið að neinw öfugstreymi hjá oss.
Að það væri þarflegt, rétt, óhjá-
kvæmilegt, að allir íslendingar hér
lærðu ensku, auðguðumst á allan
hátt, eftir föngum,/ að þekkingu
þeirri, sem tilheyrir hinni nýju fóst-
urjörð vorri sérstaklega, og að vér
ynnum henni alt það gagn, sem vér
mættum, og bærum til hennar ást og
vir'ðingu, hefir mátt heita samhljóða
skoðun Vestur-íslendinga. Eg geng
að því vísu, að vér séum í þessu efni
allir sammála. En menn hefir greint
á um það, hvernig þessu takmarki
verði bezt náð. Þar koma straum-
arnir tveir í ljós.
Svo eg sleppi líkingum, tala eg um
þessa tvo strauma sem stefnur.
Önnur stefnan heimtar ekki einung-
is samlagningu heldur einnig frá-
drátt, ekki einungis viðbót, heldur
líka það, að kastað sé burt. Hún
heimtar, að íslendingar geri meira
en bæta við sig öllu hinu enska,
og hvað heldurðu að eg hafi frétt? j jjeimtar það, að þeir kasti frá
1 fyrsta lagi það að brúin hefði
hrunið, og í öðru lagi það að
Borden hefði verið að.halda ræðu
á brúnni, einmitt þegar hún bilaði.
Nú er það sannleikur að Borden
kemur hér um bil aldrei til Quebec.
Hvemig skyldi hafa- staðið á því
að hann varð endilega að fara
þangað sama daginn, sem brúin
hrundi ? Það var ekki honum að
kenna. Það var bara ógæfa hans.
Hafðu gætur á honum. Það var
alveg öfugt með Laurier. Eg var
í Moose Jaw þegar hann kom þarjing að komast áfram. Hann gat
sumarið 1911 í stjómmálaför |ekki þolað samkepni við hérlenda
sinni um vestur Canada. Það var j menn, nema með því nióti, að hver
þurka ár. Það hafði ekki rignt 1 smáögn af íslendingnum væri eydd
sex vikur og svo var þurt í Moose 1 og afmáð. Það var líka vanvirða í
ser
öllu hinu íslenzka. Kvenfólkið varð
þegar í stað að kasta peysufötunum
qjg karlrrtennirrtir vaðmálsfötunum,
allir að fara sem fljótast úr öllum
íslenzku flíkunum, ekki einungis
þeim, sem tilheyrðu líkamanum,
heldur að sama skapi öllu þvi, sem
tilheyrði andanum. Samkvæmt þess-
ari stefnu var íslenzka málið að eins
farartálmi; ef menn gleymdu ís-
lenzkunni, gátu þeir orðið þeim mun
betri ensku-menn. í þessu Iandi var
alls ómögulegt fyrir íslenzkan íslend-
Jaw að í hvert skifti sem maður þessu landi, að bera nokkur
dró að sér andann fyltist á manni en canadisk einkenni. íslenzku nöfn-
hálsinn af ryki. En klukkan 3, J in urðu að hverfa. Það var móðg-
rétt um það leyti sem fundurinn un fyrir canadiska menn að mælast
til að glæða tilfinninguna fyrir ís-
lenzku þjóðerni- Vér gefum út blöð
og bækur, sem eru beinn ávöxtur af
ræktarseminni til íslenzks þjóðemis,
og líka. eru þessar bókmentir beint
notaðar til þess að gera oss heitara
um hinar íslenzku hjartarætur. Með
eldheitum tilfinnin|gum lýsum vér
því, hvað oss sé ant um það, sem ís-
lenzkt er. Af hjarta getum vér tek-
ið undir það, sem fegurst hefir verið
kveðið um ættjörðina og fegurst
beðið fyrjr henni:
“Svo frjáls vertu, móðir, sem
vindur á vog,
sem vötn þín með straumunum
þungu,
sem himins þíns bragandi norð-
ljósa log
og ljóðin á skáladanna tungu;
og aldrei, aldrei bindi þig bönd,
nema bláfjötur ægis við klettótta
strönd.”
Vér tökumst ferðir á hendur heim
til íslands út af þeirri ást, sem vér
geymum til lands og þjóðar, og til
að eignast nýjan eld af þjóðaram-
inum. Vér söfnum stórum fjárupp-
hæðum til hjálpar eintt eða öðru á
ættjörðinni, sérstaklega þegar eitt-
hvað amar að. Vér söfnum að oss
stómm birgðum af því, sem gefið er
út á íslandi, út af þorsta í það, sem
er íslenzkt. í einu órði sagt: Is-
lendngar viljum vér vera. Vér vilj-
um verja hin íslenzku óðul vor, og
hvað, sem fyrir oss kemur, viljum
vér með engu móti glata þeim.
Þannig talar hin íslenzka stefna.
Hvor þessara stefna hefir meiri
rétt á sér? Ilvor þeirra er réttari
eða hollari? Fúslega skal við það
kannast, að of langt megi fara með
hvor stefnuna sem er; en önnurhvor
þeirra hlýtur þó að hafa í sér fólgið
meira af því, sem rétt er. Til úr-
Iausnar vil eg nú benda á ýms atriði,
sem mér sýnast markverðust í þessu
máli.
Þegar sagt er, að íslenzkan sé
manni hér farartálmi, eða hún sé
gagnslaus fyrir þann, sem vill kom-
ast áfram, liggur í því, að minsta
kosti stundum, mjög ógöfugur hugs-
unarháttur. í því sambandi mætti
nefna tvennskonar umhyggju, fyrir
líkamanum og fyrir andanum. Hvað
er að komast áfram? Þessar tvær
tegundir umhyggju svara því ekki
á sama Veg. Umhyggjan fyrir lík-
amanum segir: að komast áfram, er
að vinna vel fyrir sér og sínum, hafa
nóg til fæðu og klæða, raka saman
fé; hafa veglegt hús fyrir heimilið,
með öllu nýmóðins skrauti, brjótast
áfram til valda og metorða og kom-
ast í það, sem mannfélagið telur há-
an sess. Umhyggja andans segir, að
sönn vizka sé ákjósanlegri en gull
onnur 0g siifur> ag þag sé meira í það var-
ið að vera sannur maður en voldug-
byrjaði f ó r a ð rigna. Það
sýndist eins og þetta vildi til hvað
eftir annað þar sem Laurier terð-
aðist á þurkasvæðinu. En svo
kom hann til Prince Rupert, sem
er mesta rigningar hérað í Can-
ada og það var glaða sólskin altaf
á meðan hann dvaldi.
Meira að segja eg ntan aftur í
tímann niðtir að 1897, rétt þegar
"góðærið var að byrja í Canada.
Eg spurði þá bónda sem eg mætti
á vörutorginu í Guelph hvort upp-
skeran hans væri mikil í ár: “Já,
ungi maður,” svaraði hann, “og
taktu eítir orðum mínum, uppsker-
an verður góð og árferðið heldur
áfram að vera gott altaf á meðan
þessi rnaður, Laurier verður að
völdum.”
Hvernig vissi hann þetta? eg
hafði enga hugmynd um, það, en
timinn sýndi það að hann hafði
rétt að mæla. Var það ekki satt
“Og nú sérðu að eg hafði rétt
til þess við þá, að þeir legðu út í þá
ofraun að segja Guðrún, og gat slíkt
leitt til skemdar á kjálkum þeirra.
Með ensku kjólunum varð íslenzka
stúlkan, sem það nafn bar, alveg
neydd til að fá.enskt nafn og verða
Gertie.
Burt með alt islenzkt. Alt slíkt
var að eins fornaldar föggur, sem
' ollu þyngslum og þarafleiðandi
! gerðu ferðina erfiðari- Að reyna til
að víbhalda nokkru af því, væri,
1 mildast skoðað, fánýtur draumur.
i Þess utan væri slíkt ekki rétt, sögðu
heimspekingarnir, sem sigldu í kjöl-
j far þeirra, sem fyrst stýrðu skipinu í
1 þessa átt; þetta er brezkt land og
! hér mega menn ekki kunna annað en
I ensku, geta ekki kunnað nema eitt
tungumál, og auðvitað má það
tungumál til að vera enska. Að leit-
ast við að hlynna að nokkru þjóð-
erni öðru en liinu brezka, eru
D1 \ og veru landráð; það elur flokka-
drætti í þessu ríki og spillir alríkis-
ur maður, að réttlæti og kærleikur,
ráðvendni og trúmenska, ræktarsemi
og lotning, meðaumkvun og trú séu
dýrmætari en allur heimsins auður.
Nú er það sannleikur, að rétt með
farið þurfa þessar tvær tegundir
umhyggju alls ekki að vera andvlg-
ar, geta fullkomlega samrýmst- En
þegar menn tala um það? að islenzk-
an sé farartálmi fyrir þann, sem
vil komast áfram, er hætt við, að átt
sé við frámsókn að eins í hinu lík-
amlega og að geugið sé algerlega
fram hjá öllum hinum andlegu óð-
ulum.
Ómótmælanlegt er það, að Vestur-
íslendingar í heild sinni hafa ekki
litið svo á, að gæði andans væru
engin gæði. Það er satt, að þeir
hafa barist fyrir líkamlegu lífi sínu
með frábærum dugnaði; eins vel og
nokkur annar þjóðflokkur, sem flutt
hefir til þessa lands; en þeir voru
ekki ánægðir með það eitt. Alt sem
raun þejr hafa ]agt 4 sjg fyr;r kirkju sína
og margvíslegan annan andlegan fé-
lagsskap, fyrir tungu sina og þjóð-
f -'a.” gamli »pe^r-!“:J“:t”áo;“k;rr “ni a,t Þa5' - Þdr ha,a ,a8t *
að. Brjótum af okkur öH íslenzku
inn. “Borden er ekki orsök stríðs-
ins, það er ekki honuni að kenna. | hornin, brennum öll íslenzku fötin,
iui það var ógæfa hans að það gleymum íslenzkri tungu, troðum ís-
skyldi koma fyrir í lians stjórnar-!
tið. Fyrir nokkrum árum var þvt
fleygt á milli sín í gamni x Montreal
að þegar Borden kæmt þa væri
altaf illviðri förunautur hans. Ef
snjór féll, á þeim tíma sem hans
var ekki von, þá var það oftast
segin saga að Borden hefði skrifað
nafn sitt á gestalistann á Windsor.
Það er ómögulegt að berjast gegn
forlögunum, og það var hugboð
manna á ýmsu bygt að ef Borden|
lánlausi yrði forsætisráðherra í
Canada, þá væru harðindi og erf-
iðleikar óumflýjanlegir.
“Hvað sem urn það er,” sagði
afturhaldsmaðurinn, vinur spek-
ingsins. “Hvað sem um það er þá!
erum við nú við völd en þið ekki og!
þið þurfið eitthvað rneira en lán til
þess að vinna næstu kosningar.”
Ienzkar bókmentir niður í
Burt með alt íslenzkt Krossfestum
það ! Krossfestum það !
Hin stefnan segir:: '‘ísland, þig
elskum vér, alla vora daga.”
“Eg elska yður, þér Islands fjöll,
með enni björt í heiðis bláma;
Jx,ér dalir, hlíðar og fossa föll
og flúð, þar drynur brimið ráma.
Eg elska land með algrænt sumar-
skart,
eg slska það með vetrarskrautið
bjart:
hin heiðu kvöld, er himin tjöld
af norðurljósa leiftrum braga.”
“Eg elska þig, málið undur fríða
og undrandi krýp að lindum(þín-
um;
eg hlýði á óminn bitra, blíða,
brimhljóð af sálaröldum mínum.”
Böndin, sem binda oss við ísland,
sig til að teyga af mentalindum hins
enska þjóðernis, alt það sem þeir
hafa gert til að hlynna að fögrum
iistum meðal sín, sannar, að þeir
saurinn. ha{a gkkj ]/jtjg s£r nægja ag eignast
líkamleg þægindi einvörðungu. Ef
þetta sannar ekki, að umhyggja and-
ans sé réttmæt, er það þó að minsta
kosti víst, að þannig hafa Vestur-
íslendingar litið málið, og ef þetta
er ekki rétt skoðun, hlýtur öll fram-
sókn mannsandans, í listum og vís-
indum, trú og réttlæti, að vera tóm
heimska.
Hvað íslenzk þjóðernistilfinning
hefir verið og er enn sterk meðal
vor, virðist mér alveg rétt að benda
á, þegar tilraun er gerð til að rann-
saka þetta í þeim tilgangi að fá úr-
lausn. Eg býst við, að mér verði
dkki mótmælt þegar eg segi, að
íslendingar hér úti um sveitir séu
íslenzkari en fólk vort í bæjunum.
Sumir, sem ferðast hafa útum sveit-
ir Islendinga í Vesturheimi, halda
því fram, að þjóðernistilfinningin
íslenzka sé þar sterkust allra and-
legra afla. Mér er í huga eitt dæmi
af því. Síðastliðið sumar ferðaðist
eg um bygð íslendinga við Mouse
River í Norður Dakota og flutti þar
fyrir bygðarfólki erindi, sem snart
þjóðernismál vort, og flutti guðs-
þjónustu sunnudaginn næstan á eft-
ir. Að henni afstaðinni voru ýmsir
svo góðir að þakka mér fyrir kom-
una. Meðal annara tók kona ein
þar til m:ls og gat þess, að hún
hefði hlakkað tii komu minnar í
bygðina sökum þess, að hún hefði
búist við því að eg myndi segja eitt-
hvað gott um íslenzkt þjóðerni, enda
hefði áér lekki brugðist Vonin.
Svona dýrmætt var henni íslenzkt
þjóðerní. Allir kunnugir menn vita
að slík tilfinning er frábærlega sterk
úti um allar sveitir vorar.
En hvernig er ástatt hér í Winni-
peg og öðrum bæjixm? Fjöldi manna
staðhæfir, að hér í þessum bæ verði
engu við bjargað í íslenzku þjóðern-
is tilliti. En eg er sannfærður um,
að kærleiknr til hins íslenzka er hér
miklu sterkari en alment er kannast
við. I því sambandi vil eg nefna eitt
atriði, sem meðal annars hefði átt
að styðja stórkostlega að því, að
þurka íslendinginn út úr fólki voru-
Það er hinn enski söngur, sem svo
mjög hefir verið tíðkaður í kirkjum
og á öðrum samkomum; en þrátt
fyrir allan þennan enska söng, öll
þessi ár, er þa ð samt satt, að fyrir
utan íslenzku sálmana hefir enginn
söngur snert eins lifandi tilfinningar
meðal almennings fólks vors eins og
hin óbrotnu íslenzku þjóðlög. Og
eg v’ildi mega benda íslenzku tón-
skáldunm hér vestra á það, að engin
leið liggur eins opin fyrir þeim til
frægðar eða til þess að afkasta ein-
hverju því, sem verulegt gildi hefir
og eftir yrði tekið, eins og notkun
þjóðlagabrotanna og þjóðsagnanna
íslenzku. Þar er land, sem er að
miklu leyti ónumið af listunum,
heill heimur, þar sem margt er sér-
kennilegt og fagurt.
Mér virðist, að þetta atriði um
sönginn sanni, að íslenzkt þjóðerni
liggnr enn mjög nálægt dýpstu hjarta
rótum fólks vors, jafnvel í þessum
bæ, þar sem þó enski straumurinn
hefir streymt hvað lengst.
Því hefi eg enn fremur veitt eft-
irtekt, að í Good Templara stúkun-
um, þar sent íslenzkur almenningur
er einna mest sjálfráður um fundi
sína og samkomur, er sterkur ís-
lenzkur andi ráðandi. Ótal fleiri
dænti mætti nefna, en eg bendi á
þessi hér af því að, eins og eldgos
sýnir kraftinn, sem er inni fyrir í
fjallinu, eins er það, að þessi dæmi
af því, hvernig þjóðemisandinn
brýtur af sér öll bönd og leitar út,
sýna hvað er í raun og veru til í
sálum vorum.
Ef til vill hneykslar ]jað einhvern
þegar Islendingar hér tala um þjóð-
erni sitt sem hið allra helgasta, er
þeir eigi, og eflaust er slíkt mjög ó-
fullkomin framsetning máls. Þar
sem rnenn virðast setja þjóðernið,
ættu þeir að. setja kristindóminn. En
á hinn bóginn mega menn ekki mis-
skilja þetta eða dærna það of hart.
Þegar íslenzkur almenningur talar
um kærleika sinn til íslenzks þjóð-
ernis, reiknar hann í flestum tilfell-
um kristindóminn stærsta atriðið.
Og eg tek orðið af vörum almenn-
ings og tala um allan hinn þjóðernis-
lega arf vorn, en í því er kristindóm-
urinn lang þýðingarmesti þátturinn.
Á þessu stigi finst mér óviturlegt og
skaðlegt, að skera sundur böndin,
sem binda kirkju vora við þjóðareðl-
ið. Eg veit það að visu, að kristin
kirkja er ekki nein séreign nokkurr-
ar þjóðar, en eg veit það líka, að
hún er ætluð til þess að vera eign
allra þjóða, og þó hún sé ein í upp-
runa sínum, er hún þó margvísleg
eins og Iiún tekur mynd á sig hjá
hverri þjóð fyrir sig. Og algerlega
er eg sannfærður um það, að enn
erum vér íslendingar í Ameríku svo
skamt komnir frá vorri íslenzku
móður, að vér getum ekki kastað frá
oss hinus íslenzka þjóðareðli, nerna
til að skemma kirkjuna. Þess v'egna
hlýt eg að tala um alt það? sem vér
eigum og biðja um varðveizlu þess.
Einhver segir sjálfsgt, að þó það
sé satt, að meðal vor sé ríkjandi sterk
þjóðernistilfinning íslenzk, sé það
engin sönnun fyrir því, að hún eigi
nokkurn rétt á sér. Við það skal
fúslega kannast, og þess vegna sný
eg mér nú þegar að hjarta atriðinu
í þessu máli: Áttum vér, þegar vér
komum heiman af íslandi, nokkuð
það, sem var þess vert að geyma?
Áttum vér nokkuð það, sem ekkt
mátti kasta burt sem einskis verðu?
Var sál vor þá eins og óskrifað-
ur pappír, sem Canadamaðurinn
þurfti alt að skrifa á? Eða var sál
vor eins og pappír, þar sem að eins
hafði verið skrifað á það, sem fá-
nýtt var eða ljótt, sem alt mátti til að
mást af og nýtt betra letur að koma
í staðinn ? Vorum vér eins og ilát,
sem var hálf fult af rusli, er að eins
verðskuldaði eldinn, ílát, sem varð
að hreinsast af öllu, sem í því var,
áður en Canadamaðurinn gæti farið
að fylla það með nýjum og betri
gripum? Og þótt sumum finnist, ef
til vill, að þetta sé að setja málið ó-
sanngjarnlega á oddinn, er þó spurs-
málið um gildi hins íslenzka kjarn-
inn í þessu máli.
Hvað áttum vér þá, sem var þess
vert að geyma?
Vér áttum kristindóm, sem lagði
í hendur vorar opna biblíu; kristin-
dóm, sem hafði endurfætt þjóðar-
eðlið og þó samþýðst því; kristin-
dóm, sem hafði mótast i íslenzkum
hjörtum og fengið á sig sérstakan
blæ í þeim kjörum, sem þjóðin hafði
búið við í margar aldir; kristindóm,
sem oss var kær við móðurkné og
leiðarvísir á lífsins leið; kristindóm,
sem sýndi oss alla leiðina eftir jarð-
lífsdölum til hinnar eilífu borgar,
þar sem guð sjálfur er sólin; krist-
indóm, sem flutti oss hina himnesku
fjársjóðu; kristindóm, sem sýndi
oss það, að “enginn getur annan
grundvöll lagt en þann, sem lagður
er, sem er Jesús Kristur.”
Vér áttum “ástkæra, ylhýra mál-
ið,” “svo blítt sem blómstur, svo
sterkt sem stál,”;
“Mál, sem hefir mátt að þola
meinin öll, er skyn má greina:
ís og hungur, eld og kulda,
áþján, nauðir, svartadauða;—
málið frægsta söngs og sögu,
sýnu betra- guða-vini,
mál, er fyllir svimandi sælu
sál og æð, þó hjartanu blæði.
“Það hefir voða-þungar tíðir
þjóðinni verið guðleg móðir,
hennar brjóst við hungri og
þorsta,
hjartaskjól þegar brott var sólin;
hennar ljós í lágu hreysi,
langra kvelda jóla-eldur,
fréttaþráður framandi þjóða,
frægðargaldur liðinna alda.”
Vér áttum þann einkennilega
þróttmikla anda, ”sem býr í Hall-
gríms máli og hló í sonatorreks
stáli”. Vér áttum þrautseigju, sem
ekki bilaði í bráðófærum jökul-
fljótum sem ólgandi ultu fram yfir
sanda, í manndrápsbyljum hátt uppi
á heiðum eða tryltum öldugangi hins
freyðandi hafs. Vér áttum gestrisni,
sem ekki vísaði vegfaranda á dyr þó
þröngt væri í búi. Vér áttum sarm-
sögli, hreinlyndi og trúmensku, sem
orsakaðj það, að oss mátti treysta.
Vér áttum lifandi sál, sem “áþján,
nauð og svartidauði” aldrei gátu
hindrað frá að hugsa.
Vér áttum gullaldar bókmentir svo
dýrðlegar, að allur hinn mentaði
heimur dáist að þeirn, og margt af
ljóðum og öðrum listum frá seinni
öldum, sem gerði bjart í hinni ís-
lenzku sál. Vér áttum Passíusálm-
ana, og þó vér hefðu ekki átt neitt
annað, sem nokkurs Var vert, var þó
ástæða til að viðhalda málinu þeirra
vegna.
Vér áttum i sögu vorri svo marga
göfuga menn og gullfögur dæmi, þó
eg nefni ekki nema sameiningaranda
íslenzku þjóðarinnar, þegar kristni
var lögtekin árið 1000, að það var
oss til góðs að minnast þeirra.
Þetta áttum vér og margt fleira.
Ef nú einhver segir, að Canda-
maðurinn eigi ltka gullfagra sögu,
andans heim, dettur mér ekki annað
í hug en samþykkja það og meira
að segja að hvetja alt vort fólk tll
að færa sér alt slíkt í nyt af fremsta
megni. En að bæta við sig ein-
hverju nýju þýðir ekki það, að máð-
ur eigi að kasta frá sér öllu því, sem
hann hefir áður átt, því þá væri
hann engu betur settur en áður, að
engu Ieyti andlega auðugri. Og með
því að kasta þeim andlega forða,
sem hann áður hafði; væri hann ekki
einungis að glata honum, heldur og
að glata enn stærra hnossi, því
hnossi, sem hlýtur að vera hverjum
heilbrigðum einstakling á jörðinni
eitt hið mesta dýrmæti, sem unt er
að nefna. Það er hnoss sjálfstæðis-
Þannig er tilhögun skaparans með
mannlifið á jörðinni, að hver ein-
staklingur er heimur út af fyrir sig,
og þegar hann er í heilbrigðu á-
standi, andlega og líkamlega, er
hann gæddur þeim öflum sem þurfa
til ]>ess að hann geti varðveitt sjálf-
stæði sitt gagnvart öllum öðrum ein-
staklingum. Guði einum er hann
háður. Fyrir honum ber hann á-
byrgð. Honum skal hann standa
reikningsskap af því, hvernig hann
hefir stjórnað. Einstaklingurinn
hlýtur því að vera dómari yfir sjálf-
um sér, og bera alla ábyrgð á því,
hvað hann velur og hverju hann
hafnar. Einstaklingurinn má því
ekkert framar glata sjálfum sér, þeg-
ar hann kemur mn í nýtt þjóðfélag,
en á hverju öðru sv’iði mannlegs
lífs.
Segjum að íslenzkur innflytjandi
komi í þetta land með þá skoðun, að
alt, sem hann áður átti og kunni,
yrði hér að glatast og gleymast, en
alt yrði að lærast af Canadamann-
inum, tunga hans, menning, sið-
venjur, starfsaðferð, hugsunarhátt-
ur, klæðaburður, alt yrði að lærast.
íslendingurinn veitti Canadamann-
inum eftirtekt á strætinu, á mann-
fundum, við atkvæðaborðið, í kirkj-
unni, skriftsofunni, verzluninni,
knæpunni, híbýlum ósiðseminnar, í
spilahúsinu, og færi að öllu eins og
hann, starfaði eins og hann, hugsaði,
talaði og blótaði eins og hann. Er
ekki hætt við, að íslendingurinn
lærði margt ilt með hinu mikla góða,
sem hann ætti kost á að nema?
Þetta má enginn gera. Sá, sem
varpar frá sér sjálfstæðinu, hefir um
leið glatað öllum hæfileika til að
greina rétt frá röngu, þ.e. að segja,
öllu siðferði.
Vér eigum að vinna hinu nýja
fósturlandi alt það gagn, sem vér
megum. Vér eigum að unna því hug-
ástum og veita því alt það lið, sem
kraftar vorir framast leyfa- Það
verk verður ekki bezt leyst af hendi
af sjálfstæðislausum eftirhermum,
heldur af þeim, sem eru sannastir
guði, sannastir sjálfum sér, sannast-
ir rnenn, af þeim, sem bezt kunna að
meta það sem þeir áttu og bezt skilja
hverjit þeir þurfa að bæta við sig.
Góður íslendingur er líklegur til
þess að verða góður Canadamaður,
eins og góður sonur er líklegur til að
verða góður eiginmaður.
Þessi nýja þjóð er í myndun.
Allir þjóðflokkar? sem hingað koma,
eiga að leggja í sameiginlegan sjóð
nútíðar og framtíðar velferðar þessa
þjóðfélags. Það er skylda vor að
Ieggja fram á altari þess allan vorn
íslenzka þjóðernislega arf, sem því
getur orðið fil góðs; en algerlega er
þaí^ ómögulegt nema vér leggjum
rækt við hið íslenzka, sem vér átt-
um. , /
Við það að kasta frá oss því, sem
íslenzkt er, yrðum vér í fyrsta lagi
heimskari ntenn og þröngsýnni. Hver
sá maður, sem kann tvö tungumál,
hefir víðari útsjón, að öðru jöfnu,
en sá, sem að eins kann eitt. Þess
utan er hinn íslenzki heimur svo auð-
ugur að þekkingu, svo stráður sann-
leiks gimsteinum, að það, að loka
honum fyrir sér, væri stórfelt tap.
1 öðru lagi yrðum vér verri menn.
Sá heitir níðingur, sem svíkur móður
sína og ódrengur sá, sem reynist
henni artarlaus. Að fyrirlíta sína
þjóðernislegu móður, er ódreng-
skápur. Slíkt getur ekki ,gert neinn
að betra manni. Sá sem þannig af-
neitar sínu kyni og af neitar sínu eig-
in eðli, er ekki líklegur til .þess að
reynast sannur meðlimur hins nýja
þjóðfélags. Eða hver væri bættari
með því að vera hættur að segja:
“Vertu, guð faðir, faðir minn”.
“Ó, guð vors lands”,
“Dagur er liðinn,”
“Þú sæla heimsins svalalind,”
“Þú, vorgýðja, svifur úr suðræn-
rænum geim,”
“Þið þekkið fold með blíðri brá,”
“Sáuð þið hana systur mína?”
“Ó, fögur er vor fósturjörð?”
Að vera óeigingajrn, vera trygg-
ur, sýna ræktarsemi þv’i sem feðurn-
ir gáfu oss, hafa háleitar hugsjónir
og sanna trú, hafa auga fyrir því sem
fagurt er, meta gimsteina andans,
unna svo mikið því, sem göf-
ugt pr, að menn vilji fúslega fórna
fyrir það, er siðferðislega bætandi.
Fyrir íslendinga hér að reynast
drenglyndir gagnvart því, sem þeir
áttu, er einn þátturinn í því að reyn-
ast nýtur og dugandi í framsókn-
inni og baráttunnti fyrir öllu því,
sem leiðir hið nýja fósturland vort á
hærra svið kristindóms og menn-
ingar.
í þriðja lagi, með því að kasta frá
oss því, sem vér áttum, værum vér
að stórum mun að minka möguleik-
ann til sjálfsþekkingar
Hver einasta kynsíóð, sem á jörð-
inni hefir lifað, að undanskildri hinni
allra fyrstu, hefir staðið í nánu sam-
bandi við næstu kynslóðina á undan,
verið bæði líkamlega og andlega á-
vöxtur hennar, erft tilhneigingar og
einkenni hennar og lært af henni alt
þaó; sem hún notaði sem grundvöll
fyrir sitt eigið starf. Eldri kynslóð-
in greiddi ávalt stofnféð, hin tók við
og fór með á misjafnan hátt. Þann-
ig hefir þetta verið frá kyni til kyns.
Þess vegna er það; að útskýring
margra þeirra einkenna, sem koma
fram hjá einstaklingum og kynslóð-
um, liggur langt aftur í söguna. Eng-
um getur blandast hugur um , að
þetta er satt, sem les íslendingasög-
urnar, því þar má sjá fjöldann allan
af þeim lyndiseinkunnum, sem ís-
lendingum tilheyra enn í dag.‘ Ald-
irnar mörgu, sem liðið hafa, útlend
kúgun og óstjórn, harðindi og drep-
sóttir, hafa ekki getað afmáð þessi
einkenni, svo að enn getur nútíðar
íslendingurinn séð mynd af sjálfum
sér í mörgum atriðum í þessum
fornu bókmentuní Sá, sem v'ill
þekkja sjálfan sig, ætti því að skilja
sögu og eðli þjóðar þeirrar, er gaf
honum tilveru.
Eg get því ekki annað en komist
að þeirri niðurstöðu, að þegar vér
komum frá íslandi höfum vér haft
eitthvað það, sem vér máttum ekki
glata, að vér verðum verri og í alla
staði óhæfari menn ef vér köstum
því, að það sé heilög skylda vor að
varðveita alt hið íslenzka, sem er
gott, af fremsta megni, fyrir sjálfa
oss og afkomendur vora, að þar sé
helgidómur, sem oss er trúað fyrir
af honum, sem gaf oss alt sem vér
eigum, honum, sem vér lútum, hon-
um, sem vér áköllum 0g þökkum,
honm, sem vér tilbiðjum segjandi:
“Ó, Guð ! ó, Guð ! vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brenn-
andi sáþ
Guð faðir, vor Drottinn frá kyni
til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál; ,
vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól;
vér kvökum og þökkum með titrandi
tár,
því þú tilbjóst vort örlaga hjól.”
Eg hefi nú leitast við að gera
grein fyrir því, sem mér finst ætti
að vaka fyrir oss Vestur-íslending-
um í afstöðu vorri gagnvart hinni
islenzku arfleifð vorri, vegna þess
að mér skilsQ að Jóns Bjarnasonar
skóli sé til orðinn út af þeirri af-
stöðu og sé grundvallaður á þeim
hugmyndum, sem hér að ofan eru
teknar frarn. Með því að lýsa stefnu,
sem þjóð vor ætti að hafa í sam-
bandi við arfleifð sína hér í landi, er
um leið lýst stefnu skólans. Þetta
Var tekið frftrn, þegar afráðið var á
kirkjuþinginu að Mountain 1913 að
byrja skólann. Menn komu þá þeg-
ar áuga á það, að skólinn hlyti að
hafa tvo undirstöðusteina, kristin-
dóm og íslenzku, með öðrum orðum,
að skólinn væri stofnaður til þess að
leggja rækt við hinn kristna þjóð-
ernisarf vorn, alt það, sem vér kom-
um með bezt frá íslandi, og alt það,
sem bezt gæti aukist og margfaldast
útaf þeim stofni og orðið fólki voru
og öðru fólki til sem mestra heilla á
öllum komandi tímum.
Hver er þá köllun Jóns Bjarna-
sonar skóla? skólans, sem ber nafn
lians, er mestur hefir verið íslend-
ingur í Ameríku og beztur kirkju-
maður meðál fólks vors hér, hans,
sem barðist fyrir þessu skólamáli í
meir en fjórðung aldar? Hver er
köllun skólans?
1 einu orði sagt, að menta æsku-
lýð þjóðar vorrar hér vestra, eftir
því sem vér eigum þess kost, með
tilliti til þess að vér erum kristnir
íslendingar; að hafa það hugfast í
öllu mentastarfinu að leggja rækt við
hina íslenzku, kristnu arfleifð vora
og kenna ungmennum vorum að
nota þá arfleifð í þjónustu þessa
lands og því til sannra framfara. Á
þessu sviði hefir skólinn verk að
vinna, sem enginn annar skóli í land-
inu leysir af hendi. Enn fremur er
það köllun skólans, að hlynna að
kristinni, íslenzkri þjóðernistilfinn-
ingu úti um bæi og bygðir eftir því
sem kraftarnir leyfa. í einu orði
sagt, að hlúa að blómum islenzkrar
kristni í þessari heimsálfu, svo þau
dafni hér, verði. fögur og angandi,
og leggi sinn skerf til, þess að land-
ið,- sem vér lifum í, Verði íklætt feg-
urð og yndisleikj hreinleik og dýrð.
Háttvirtu samverkamen mínir, for-
seti kirkjufélagsins, skólaráðsmenn,
meðkenarar, nemendur og kirkja
mín og þjóð hér vestra, hvernig get
eg tekst þetta verk á hendur, sem eg
hefi verið kallaður til, nerna þér séuð
ákveðnir í því að vera samverka-
menn mínir? Og hvernig get eg
haldið áfram þessu starfi nema v'ér
öll styðjum og styrkjum hvert annað
í því að rækja hina helgu köllun skól-
ans? Eg skora á yður öll að liggja
ekki á liði yðar.
En þegar eg nú, herra forseti, tek
við því embætti, sem þér hafið feng-
ið mér í hendur, finn eg sárt til ó-
fulkomleikanna hjá sjálfum mér og
veit, að öll mín hjálp kemur fyrir
Jesúm Krist, frelsara minn, frá guði
einum. Eg get því ekkert annað en
sagt:
“Eg fell í auðmýkt flatur niður
á fótskör þína, drottinn minn!
mitt hjarta bljúgt og heitt þig
biður
um hjálp og náð og kraftinn
þinn.”
Ert þú einn af þeim
ógœfusömu.
Með bakverk, höfuðverk og þessa
þreytu tilfinningu ?
Ef svo er, þá lestu siis'u George F.
Standers, og taktu inn Dodd’s
Kidney Pills.
HandBworth, Sask., -------------—
(Sérstakt). — Ef þú ert einn af þeim
ógæfusömu, sem þjást af bakverk,
höfuöverk og þessari þreytutilfinn-
erviöa og llfið byröi, þá þykir þér
ingu og máttleysi, sem gerir, vinnuna
gaman aö lesa sögu Geo. F. Stander’s
sem er ungur maöur og vel þektur I
sínu héraöi.
“í nálega tlu ár,” segir Mr. Stan-
der, "þjáöist eg af bakverk og höfuö-
verk. það var slæmt bragö I munn-
inum á mér á morgnana og eg var
alt af þreyttur. Loksins sannfæröist
eg um, aö þessi veiki stafaði frá
nýrnasjúkómi og byrjaði að nota
Dodd’s Kidney Pills. Eg keypti sex
öskjur, og áöur en eg var búinn úr
þeim var eg albata.
Eg ráðlegg hverjum sem þjáist á
sama hátt og eg gerði, að fá sér
Dodd’s Kidney Pilis.
Heilbrigð nýru hreinsa út allan
líkamann, sópa burtu öllum veik-
inda uppsprettum úr blóðinu. Veik
nýru halda þessum óhreinindum í
blóðinu og afleiðingarnar verða þær,
að maður verður taugaveiklaður, er
alt af þreyttur og með verkjum og
þrautum, sem oftlega aukast þangað
til það veldur nýrnabólgu og sykur-
sýkn. Dodd’s Kidney Pills gera veik
nýru sterk og heilbrigð.
Dodd’s Kidney Piils, BOc. askjan eöa
6 öskjur fyrir $2.50, I öllum lyfjabúð-
um eða hjá Dodd’s Medicine Co„
Ltd., Toronto, Ont.