Lögberg - 14.10.1915, Side 5

Lögberg - 14.10.1915, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1915. 5 Bændur takið eftir! Allir kornkanpmcnn, scm auglýsa á |>essari blaðsíðu, liafa lögum samkvæmt leyfi til að selja hveiti fyrir bændur. J>cir liafa einnig, sam- kvæmt komsöluliigum Canada, iagt fram svo mikið tryggingarfé, að Canaila Graln Conunission álítur að þeir getl borgað bændum fyrlr uit það kom, er þeir scnda þeim. Lögberg flytur ekki auglýsingar frá öðr- um korasölum en þeim sem fulinægja ofangreindum skilyrðum. THE CÖLCMBIA PRESS, I/ED. TIL AKURYRKJU-BÆNDANNA! Kæri herra ! Megum við vænta þess, ag þú sendir okkur hveiti þitt I haust til sölu? Ef okkur gæti hepnast að fá fyrir það þó ekki væri nema brot úr centi fyrir hvert bushel hærra en aðrir fá, þá getur það munaS þig talsverSu þegar um heilt vagnhlass er aS ræSa. ViS erum einu fsledingarnir 1 Winnipeg, sem reka þaS starf aS selja hveiti fyrir bændur, þess vegna mælumst viS til, ag þú sendir okkur hveiti þitt til sölu gegn venjulegum úmakslunum. ViS ábyrgjumst að hveiti þitt nái hæstu röS (grade) sem þaS getur fengiS og aS þú fáir fyrir þaS hæsta verS sem markaSurinn býSur. • ( Ef þú æskir þess, þá erum viS reiSubúnir aQ láta þig hafa sann- gjarna borgun fyrirfram I peningum út á vagnhlass þitt. Áform okkar er aS ná viðskiftum islenzkra bænda i Vestur- Canada og selja fyrir þá korn þeirra. Ekkert verSur ógert látiS af okkar hendi til þess aS tryggja okkur viSskifti þeirra framvegis. SkrifiS okkur hvort sem þiS viljiS á islenzku eSa ensku. MeS beztu Sskum, COLUMBIA GRAIN CO., UTD. 242 Grain Exchange Building, Winnipeg. Talsími Main 1433. Licenced Bonded Simpson-Hepworth Co., Limited 446 Grain Exchange, Winnipeg Góðir kornsölumenn fyrir bœndur að skifta við Hveitiprísamir verða breytilegir og kornsölumenn geta orðið yður að liði. VÉR HÖFUM STAÐIST REYNZLU TÍMANNA Tuttugu og tveggja ára trú þjónusta í þarfir kornyrkju- manna stendur á bak við nafnið: Herbert H. Winearls Aðal skrifstofa: Útibú: 237 Grain Exchange Union Bank Buildjng WINNIPEG BRANDON Eins og að undanförnu er mér ant um að korrtast að sem beztum kjörum fyrir mína gömlu viðs'dftamenn og geta orðið mörgúm nýjum að liði í ár. KRIFIÐ EFTIR WINEARLS: “HELPFUL HINTS TO GRAIN SHIPPERS”. Nt ÚTKOMiÐ. KOSTAR lOc. VIÐSKIFTAMENN FÁ KVERIÐ ÓKEYPIS. ÞAÐ SPARAR YÐUR PENINGA. KORNYRKJUMENN pegar ágæt uppskera er I nánd eins og nú er hún, hugsa bændur aS vonum mest um tekjurnar, hvernig þeir geti selt hveitiS til þess aS fá sem mest 1 aðra hönd. Bændur sannfærast um þaS meS hverju ári, aS ráðlegt sé aS senda hveitiS I heilum vagnhlössum og aS bezt er fyrir þá að skifta viS árelSan- lega umboSsmenn, sem bera hag þeirra fyrir brjósti og útvega þeim hæsta markaSsverS, þegar þeir vilja selja hveitiS, skýra þeim frá markaSsverSi og gefa þeim gðSar bendingar. Bartlett and Langille, 510 Grain Exchange, eru verki slnu vaxnir og áreiSanlegir umboSsmenn, og bændur geta trúaS þeim til aS selja vel fyrir sig. Mr. Langille hefir lengi veriS Chief Deputy Grain Inspector. Geta bændur því fyllilega treyst honum til að lfta eftir skoðun, gcyinslu og vlgt kornsins. Hann litur sjálfur eftir hverju vagnhlassi, sem þeim er sent. peir eru "licensed” and ‘'bonded”, svo bændur geta fyllilega treyst þeim. Drjúga borgun fyrirfram fá þeir, sem vilja geyma hveiti sitt I von um hærra verS siðar meir. SkrifiS oss eftir öllum upplýsingum hveitl viSvikjandi. ötulir umboSsmenn geta verið til ðmetanlegs gagns fyrir alla hveitisala. Komist I kynni við þá og sendið hveiti ySar til BARTLETT & LANGILLE 510 GRAIN EXCPIANGE, - WINNIPEG þeir höfíSu gert ráö fyrir aS koma aftur, komust þeir til Banks eyjar. Þeir höfSu komist á allra norSasta tangann á Prince Patricks eyju. Hversu mikið sem þeim kann að hafa sárnað það að geta ekki fylgt áformum sínum betur en þetta, þá fengu þeir það margfaldlega bætt upp nokkrum dögum síðar, þegar Storkersen eygði nýtt land í norð- austur þar, sem hann stóð uppi á fjörutíu feta háum jaka ,rétt hjá tjaldinu þeirra. Þeir voru ekki lengi að búa sig til ferða aftur, og stefndu í áttina þar sem þeir sáu landið. Tíminn var orðinn naum- ur, en þeir gerðu sitt bezta til þess að kynnast þessu nýja landi og skoða það. Um það farast Vil- hjálmi orð á þessa leið: “Við sá- um aðeins ioo mílna langa strönd, sem lá dálítið sunnar en í austur þaðan sem við lentum, en fjöll sá- um við að minsta kosti 50 mílum austar og þegar við komum 20 mílur upp i landið þar sem það var með hæðum 2000 feta háum yfir sjávarmál, sáum við ennþá hærra landslag í allar áttir frá norðri til austurs hér um bil í 50 mílna fjarlægð. Landið er því talsvert stórt. Það er lágt þar sem við lentum fyrst, en hækkar og verður ógreiðara yfirferðar eftir því sem austar dregur. Við fórum meðfram vestur- ströndinni á Melville eyju í suður- átt; fórum yfir Mercy flóa og héldum þar kyrru fyrir frá 14. til 20. júlí til þess áð atnuga vasaúr og mælingaáhöld og fá nýjar vistir handa hundunum og hvíla þá. Við fórum beint yfir Banks eyju og komum heim 8. ágúst; þar var alt x bezta lagi. Á þessari ferð urðum við ekki fvrir neinu slysi nema því að far- angurinn á einum sleðanum vökn- aði. Við vorum allir við beztu heilsu og mistum ekki einn einasta liund. Við bjuggum oft í Eski- móa snjóhúsum. Auk þeirra vista sem við fórum með að heiman eyddum við nálægt 10,000 pundum af kjöti og spiki til fæðu og elds- neytis. Þetta var mestmegnis sels- kjöt, en þar að auki skutum við 17 hreindýr, fjóra birni og tvo mosk- usuxa á Melveleyju; þeir eru al- veg útdauðir á Banks eyju. Við komumst aldrei í neinar verulegar hættur.” Um framtíðar fyrirætlan sína skrifar Vilhjálmur þannig: “n ágúst kom skútan “Heimskauts- bjöminn” til Kellett. Skipstjóri var Louis Lane. Hann flytur þær fréttir að “Norðurstjarnan” hafi verið orðin langt á eftir tíma þeg- ar þeir konxu til Berlie eyju og að vistir til fararinnar væru komn- ar til Herschel eyju. Eg var hræddur um að Norðurstjarnan mundi ekki komast alla leið og sendi því Heimskautsbjöminn eftir vistum til Herschel eyjar og lagði svo fyrir að þær skyldu fluttar norðar en ákveðið hefði verið, td þess að gera hægra fyrir til næsta árs starfs, annaðhvort á Banks eyju eða Prince Patricks eyju. Eg hugsa mér að fara lengra næsta ár rannsaka betur hið nýja land, sem við fundum. Við förum af stað til Banks eyjar á morgun.” Vetur úti í sveitinni. Vikan sem leið helir venð syn- ishorn af haustveðri, það hafa ver- ið rigningar og kalsi, og fyrirboði vetrarins hefir verið i loftinu. Vetrarins, sem hefir svo mikla þýðingu í sveitinni. Veturinn er árstíð hvildarinnar og endumæringarinnar — í sveit- inni- í bæjum er því öðru vísi varið. Þar er veturinn alveg eins mikill annatími og sumarið. Félagsskap- ur, leikhúsgöngur, kirkjustörf; alt þetta og ótal margt annað heimtar tíma bæjarbúanna að vetrinum, og þeir eru önnum kafnir í alls konar félagsstörfum. Við sem eigum heima i sveitxnni emm ekki eins þrælbundin við hjól samkvæma og tízku. Við sinnum okkar daglegu störfum í ró og næði svona hér um bil á sama hátt einn daginn og annan. Við fögnum þeirri hvíld sem náttúran ætlaðist til að við skyldum njóta um vetrartímann, og við bjóðum snæmánuðina vel- komna, jafnvel þótt þeir flytji okkur kulda og óþægilegt veður. Sögðum við óþægilegt? Það var nú ekki allskostar rétt. Hæfilega kalt veður er ekki óþægilegt, ef við kunnum að búa okkur gegn því. Meira að segja, við trúum því jafnvel að kalt veður auki manni þægindi í raun og sannleika. Get- um við hugsað okkur nokkur sann- ari og meiri þægindi en þau sem við höfum séð og reynt þar sem heimilisfólkið á góðu heimili í sveitinni, þyrpist kringum borðið og kolaofninn sem sendir út frá sér vermandi hitastrauma ( Horfum á þá sjón stundarkom. Lítum á logandi bjart ljósið á lampanum. Horfum á rauða lit- inn í gegnsæjum tíglunum í ofn- hurðinni. Hvílík himnesk sælusjón fyrir skjálfandi mannveru! Tökum svo eftir hinu gláða og ánægða heimilisfólki, þar sem það situr umhverfis borðið. Við get- um séð að því líður vel og að það nýtur fullkominna þæginda. Það er eitthvað í svip þess og útliti, sem lýsir því að það er sælt. Þaö sýnist vera sér þess meðvit- andi, eða réttara sagt loftið um- hverfis það sýnist vera þrungið af þeirri hugmýnd að í forðabúri bóndabýlisins séu nægar vistir geymdar til þess að mæta óhrædd- ur komu vetrarins. Vistir fyrir heiimlið, fóður fyr- ir skepnurnar; alt er dregið að og geymt og vetrarkoman setur eng- an áhyggjublæ á andlit bóndans eða fólks hans. En hvað það er ólíkt þessu í borginni! Skoðum í huga okkur bæja- heimilin, og hversu oft sjáum við ekki sæti föðursins autt og stól móðurinnar ósetinn og bömin — ef þau annars eru nokkur — alin upp af vinnukonunni. Faðirinn hefir of mörgum önnum aö gegna til þess að vera heima —< móðirin er of sokkin niður í félagsskap eða eitthvað annað. Heimili! Já, fá- ein húsgögnuð herbergi og vinnu- kona. Ekki þarf að taka það frarn að hvorugt heimilið sem hér hefir verið lýst er réttur spegill allra heimila, hvorki í sveitinni né bæj- um- Mörg ágæt heimili eru til í bæjum, og einnig finnast staðir í sveitinni, sem eru eiginlega ékk- ert annað en heimilislaus ibúðar- hús, þar sem nöldrandi fjölskyldur lifa í sífeldu rifrildi. En þegar um vetrar pægmdi er að ræða; þegar talað er um heil- brigð vetrarstörf og löng, skemti- leg kvöld í félagi og sambúð vina og vandamanna, með fræðandi og göfgandi bækur, þá er þess ein- ungis að leita í sveitinni. Við segj- um einungis, ekki fyrir þá sök að þetta sé ekki alt til í bæjunum, held- ur vegna þess að sveitinni heyrir það virkilega til í raun og sann- leika.. Þægindi og kyrlátt líf heyrir til sveitinni. Samkepni, hávaði, gauragangur og glæpir eru stóru línumar í bæujnum. Á öðrum staðnum er lífið eðli- legt, á hinum staðnum er það til- búið og óeðlilegt. í sveitinni förum við út á frjáls- an og víðáttu mikinn akurinn eða engið og öndum að okkur guð- sendum lifsanda í stórum teyg- um, og förum svo heim aftur, endurnærð og endurstyrkt með fjöri, hugrekki og heilsuskapandi lifsafli. í bæjum förum við út á strætin og öndum að okkur lofti fullu af verksmiðjureyk, og hávaðinn og ketin á götunum og í verzlunar- stöðunum Iamar taugakerfið; svo komum við inn aftur þannig að við höfum tapað þeim krafti og því lífsfjöri sem við tókum með okkur þegar við fórum að heiman. Já, við sem í sveitinni búum er- um ánægð með veturinn. Vetur- inn hjá okkur er árstíð til þess að safna kröftum og starfsþreki bæði andlega og líkamlega. Hann er lika árstið endumýjaðs félagsskap- ar; þá heimsækjum við hvert ann- áð og okkur líður reglulega vel. Auðvitað skal það viðurkent að konur okkar og dætur sjá ekki myndir af sér í blöðunum í hvert skifti. sem þær fá nýjan kjól, en jafnvel það er ekki óblandað böl, því það tekur í- burtu einn þáttinn í hvötinni til þess að eignast nýjan kjól. í sveitinni kynnumst við betur heimilisfólki okkar en í bæjunum; sérstaklega konunum okkar; því CANÚDft. FINESl THEATffi Alla þessa viku (j Mat. 8Miðvikudag og laugardag Hinn áhrifamikli gamanleikur í söng CO When Dr eams ComeTrue 50 manna leikflokkur, ásamt ungum dansmeyjum í skrautbúningi. Alla nœstu viku Mat. Miðvikudag og laugardag] Selwyn & Co, sýna gamanleikinn_ TWIN BEDS eftir SalUbury Kieki* og Margaret Mayo Laust við ijótleik og mjög skemtilegt. Verð, kveldin $1.50 til 25c. Mat. $1 - 25c þótt við kannske förum ekki betur með þær í sveitinni en í bæjunum, þá er það víst að við erum lengur með þeim og hjá þeim. Á sumrin höfum við takmark- aöan tíma til að lesa, til að skrifa og til að taka þátt í félagsmálum í sveitinni. Það er ein ástæðan fyrir þvi að við fögnum vetrinum eins og gömlum vini, þegar hann kemur. Hann opnar okkur nýjar dyr til skemtana og starfs, sem fylla okkur gleði og fögnuði; það má svo að orði komast aö hann gerbreyti lifsháttum okkar um tima. Þess vegna er það að þótt við vitum að við líðum dálítið um tínxa af kulda og ýmsum óþægind- um, sem snjórinn og lrostið netir í för með sér, og þó við verðum aö hafa fyrir því að höggva í eld- inn o. s. frv., þá tökum við samt þeirri aukabyrði með ánægju og möglunarlaust til þess að geta not- ið þess friðar og þæginda og heim- ilissælu sem veturinn flytur okkur hins vegar. Þegar hæðir og engi eru þakin snævi og vötn og ár sofa xmdir gljásléttri írbreiðu, þá er það sem frostgolan framleiðir heilsurósir á kinnarnar og fyllir lungun fjörgef- andi lífslofti. Sleðakeyrsla yfir hæðirnar eða fjörug ganga yfir ísinn á vatninu eða ánni örfar blóð- rásina og framleiðir eða skapar nýjan heim til að lifa fyrir í huga hvers manns eða konu, sem í ein- j lægni og alvöru leitar að nýjum: hugstyrk og nýjum hugmyndum- Drengirnir og stúlkurnar í sveit- inni sjá ekki eins marga rafmagns- lampa eða rafmagnsauglýsinga- spjöld eins og drengirnir og stúlk- urnar í bæjunum. En náttúran þarf ekki raf- magns auglýsingar til þess að sýna fegurð sína og dýrð; hún þarf ekki marga litskrýdda lampa til þess að gylla það sem hún hef- ir til sýnis. Sólin tekur fram öll- um rafmagnsljósum og á kveldin skína stjörnur og tungl á heiðum himni eins og glóandi hnapparaðir og blasa við augum með þeirri fegurð sem ekkert jafnast við. Fegurð sú sem veturinn hefir að bjóða út í sveitinni er þess eðl- is að enginn sem fæddur er og uppalinn á hæðum og í dölum, eða jafnvel á sléttum, getur nokkru sinni gleymt henni. Albert Gough Supply Co. Wall Street and Kildonan West ALSKOIMAR BYGGINGAEFNI Talsimar: Shor. 3089 og St. Jonn 2904 SEGID EKKI “EG GET EKKI BORGAÐ TANNLÆKNI NC.” Vér vitum, aS nú gengur ekki alt ats óskum og erfitt er atS eignaat ■klldlnga. Bt til vill, er oss þaS fyrir beztu. J>a5 kennir osa, sem verBum aC vlnna fyrir hverju centi, aB meta gildi pentnga. MXNNIST þess, aC dalur sparaCur er dalur unninn. MINNI8T þesa elnnig, aC TENNUR eru oft meira virCi en penlngar. HKILBRIGÐI er fyrsta spor til hamingju. p vl verClC þér aC vernda TENNURNAR — Nú er tíniinn—hér er staðurlnn tll aC lúta |eis Tll tennnr yCar. Mikill sparnaður á vöuduðu tannverki EINSTAKAR TENNUR $5.00 HVKR BESTA 22 KAR. GTTTT, $5.00, 22 KARAT GULI/TENNUR Verð vort úvalt óbreytt. Mörg hundraC manns nota sér hiC Lága ver6. HVERS VEGNA EKKl pö ? Fara yðar tilbúnu tennur vel? eCa ganga þœr lCulega úr skorCum? Ef þær gera þaC, flnnlC þft tann- lakna, sem geta gert vel viC tennur yCar fyrlr vacgt verð. EG slnni yðnr sjúlfnr—Notlð fimtán ára reynsln vora vlð tannlækningar $8.»0 HVALBEIN OPIÐ A KVOLDUM DE. PAESONS McGREKVY BLOCK, PORTAGE AVE, Telefónn M. 699. Uppt yflr Grand Trnnk farbréfa skrifstofu. \T ✓ • •• I • timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum , geirettur og al$- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar með margvís- legri tilbreytni. Komið og sjáið vörur vorar. Ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------- Limited ----------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Þetta erum vér Tbe Coast Lumber Yards, Ltd. 185 Lombard St. Phone M. 765. Þrjú yards Við getum séð dýrð og ljóma og hlustað á gleðskap og fjör og hávaða í bæjunum; en þegar okkurj langar til að sjá landið eins og það j var skapað af guðs hendi og hin- j ar víðáttumiklu merkur og engi og| stórskóga eins og* hönd náttúrunn- ar prýddi þau, þá verðum við að fara út í sveit. Þá verðum við að Það kostaryður EKKERT að reyna Record áíiur en þér kaupitS rjómaskllvindu. RECORD er einmitt skilvindan, sem bezt á vit5 fyrlr bændur, er hafa ekki fleiri en 6 KÝR I»eg;ar þér reynitS þessa véi, mnnutt þér brátt saunfærast um, aft hún tekur öllum öftrum frain af iömn stærft og verfti. Kf þér notifi RECORD, fálft þér meirn smjör, hún er auftveldari meftferftar, traustari, aufthreinaaftri oií sel<l cvo Imku verfti, aft aftrir geta ekki eftir ieikift. Skrifift eftir söluskilmálum og öll- um upplýsiiiKum, til The Swedish Canadian Sales Ltd. 234 Logan Avenne, WlnnipeK. yfirgefa bæinn, sem mannshöndin bjó til og ferðast um landið sem guð skapaði,sjálfur. Gunnar Rjörnsson. fÞýtt úr Minncota Mascot). S ó L S K I N. 4 við þetta, hvað mikið sem hann reynir til þess. Hann veit því, að það verður að vera þar og hann byrj- ar að búa svo um það, að það skaði sig sem minst. Hann býr því til ut- an um það nokkurskonar hulstur úr vökva, sem hnn hefir í sér, og þegar sá vökvi harðnar, þá verður hulstrið eins og hörð skel, slétt og gljáandi. Svo býr hann til meira og meira af þessum vökva og hann safnast þykri og þykkri utan um sandkornið eða hvað sem það hefir verið sem sjór- inn flutti inn í skelina. Og svo eftir langan langan tíma breytist sand- kornið í skínandi fagra perlu, og eft- ir þv’í sem lengra líður og meiri vökvi safnast utan um perluna og harðnar, eftir því stækkar hún, alveg eins og snjóbolti, sem veltur og alt af hnoðast utan á. Þetta er perlan, sem þið sjáið i fallegum hringum og brjóstnálum og hálsfestum. En svo eru líka til ann- arskonar perlur; það er fóðrið eða húðin innan í skelinni. Það er eig- inlega veggjapappírinn sem litli fisk- urinn límir innan í húsið sitt. Og hann er undur fallegur. Þessi húð er kölluð “perlumóðir” og er höfð í ýrnsa skrautgripi og í hnappa og sköft á hnífum. Ostruskelin er ákaflega óslétt að utan; en að innan verður hún að vera slétt til þess að hún meiði ekki fiskinn, sem á þar heima. Þetta sýnist fiskurinn vita, og hann þekur alla veggi að innan á skelinni með vökvanum, sem við töluðum um áðan og þar harðnar hann. Það er al- veg eins og þegar við látum,blautt “plastur” innan á veggina í húsum okkar og svo harðnar það. En fisk- urinn býr til veggina sína miklu sléttari og fínni en við getum gert. Beztu perlur finnast við strendur ÁstralíUj Nýju Gineu, Borneo, Fil- ippseyja og Ceylon. Þar kafa menn niður í sjóinn til að ná þeim. Sumir kafarar fara ofan í sjóinn og reyna að komast að skeljunum þegar þær eru opnar ög láta þá inn í þær sandkorn. Þegar þeirn hepnast það, þá tekur litli fiskurinn til starfa og býr til úr þeim perlur eins og sagt er frá áður. 1 náttúrugripasafninu í Suður Kensington í Eondon á Englandi er safn af ostruskeljum, sem Kínverj- ar hafa látið í ósköp lítil líkneski af kínverskum goðum. Þau eru nú öll orðin alþakin af þessum storknaða og harðnaða vökva, sem við köllum perlumóður. Skelin á fiskinum slitnar smátt og smátt að utan þangað til það, sem einu sinni var insti parturinn af henni verður utast. En jafnótt og hún slitnar að utan heldur fiskurinn áfram að gera við húsið sitt með vökvanum, láta á það nýtt og nýtt plastur, til þess að það verði alt af jafn þykt og jafn sterkt. • Gátur. 1. Raðaðu 11 eldspýtum þannig, að þær myndi níu. 2. Raðaðu fimtán eldspýtum þann- ig, að þær myndi fimm ferhyrninga jafnstóra, eins og hér er sýnt; taktu svo í burtu þrjár af þeim þannig( að eki verði eftir nema þrír ferhyrningar. 3. Raðið 9 eldspýtum þannig, að þær myndi þrjár tylftir. 4. Raðið þrernur eldspýtum þann- ig, að þær myndi fjóra. 5. Raðið þrernur eldspýtum þann- ig, að þær myndi sex. I. Alt ÖNDUNÍN. Hafið þið nokkurn tíma hugsað út í það, að alt, sem lifir, þarf að anda ? Ekki einimgis það, sem lifir samskonar lífi og við mennirnir, heldur einnig jurtirnar, trén og grösin? Þegar við tölum um andar7 drátt, þá hugsum við venjulega um það, hvernig brjóstið þenst út og gengur saman á víxl þegar við önd- um að okkur og fyllum lungun með lofti og hleypuin því út aftur. Nú vitum við það, að jurtir og tré hafa engin lungu og ekkert hrjóst. Og meira að segja, það eru til dýr, sem hvorki hafa brjóst né lungu. En samt andar það alt. And- ardráttur getur átt sér stað án hreyf- ingar. Brjóstið á okkur hreyfist þegar við öndum, en það er vegna þess„ að við öndum svo fljótt og höfum lært að anda svo fullkomlega; miklu betur og fullkomnar en grös- in og jurtirnar. Samt er öll öndun eins í eðli sínu, hvort sem það er planta eða tré eða fiskur eða fugl eða maður sem andar. Allstaðar þar sem einhver lifandi vera er, hvort sem það er í vatni eða á þurru landi, þá er þar alt af efni, sem heitir súrefni (Oxy- gtn). Við höfum ef til vill aldrei haft neina hugmynd um hvernig það er, en samt horfum við alt af í gegn um það hvenær sem við skoðum eitt- livað, því það er mikill hluti þess, sem við köllum loft. Súrefnið er NR. 2 bæði í loftinu og vatninu. Alt sem lifir á þurru landi eða í loftinu verð- ur að fá súrefni úr loftinu. Það sem lifir í v’atni, verður að fá súrefnið þaðan. Allar plöntur, sem fyrst voru til, lifðu í vatni og urðu því að fá súr- efnið þar. Sumar plöntur lifa þar enn og mörg dýr lifa í sjó eða vatni- Sum dýr geta lifað bæði í sjó og á landi eins og t.d. selurinn. Þegar tim- ar liðu fram fluttu flestar plöntur sig upp á þurt land. Er það ekki skrítið, að plöntnr skuli geta flutt sig úr stað ? Mörg dýr, sem upphaflega lifðu í vatni, hafa einnig flutt sig á land eftir því sem náttúrufræðingarnir segja okkur,—þau hafa orðið landdýr í stað þess að vera sjávardýr. Það er tvent, sem gert er, þegar andað er; fyrra atriðið eða athöfnin er það, að draga til sín súrefni. Það gerir alt, sem lifir, og það deyr, ef það verður einhverra hluta vegna að hætta þv’í. Hitt atriðið er það, að anda súrefninu í purtu frá sér aftur, losna við það. Súrefnið er nokkuð, sem þarf rúm, og ef við önduðum alt af aö okkur, en ekki frá okkur, þá gætum við ekki lifað lengi. En til hvers er það þá, að vera alt af að hafa fyrir því, 15 til 20 sinnum á hverri mínútu að ná í þetta súrefni fyrst við verðum að losna við það aftur jafnóðum? Súrefnið er gest- ur, sem hefir mikið erindi, þó hann standi stutt v’ið í hvert skifti. Þeg- ar súrefnið kemur inn í likamann, er það hér um bil hreint og óblandað, BARNABLAÐ LÖGBERGS WINNIPEG, 14. OKTÖBER 1915

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.