Lögberg - 14.10.1915, Page 6
6
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN
14. OKTÓBER 1915.
fckkert er eins gott eins og nýtt
heimahakaö brauð úr—
20
PURITy FL'DUR
“More Bread and Better Bread ”
Ur bygðum
Islendinga.
Af Kyrrahafsströndinni.
“Almenn deyfS og vinnuleysi á
allri ströndinni”, skrifar fréttarit-
ari Logbergs frá Blain, en veörátta
frámunalega góð. Skógareldar
miklir hafa veriö viösvegar um
ströndina, en eru nú aö mestu
sloknaöir. Auk atvinnuleysisins
má geta þess að fiskiveiðar brugö-
ust hraparlega og var þaö mikill
hnekkir.
Maður aö nafni Helgi Olson,
hjarðmaöur þar, sem Birch Bay
heitir, fyrirfór sér 27. sept þannig
að hann skaut upp i munn sér og
kom skotið út um höfuðið. >Enga
ástæöu vita menn fyrir| þessu.
Helgi var vel kunnugur í Blaine,
því hann haföi verið þar í grend
allmörg ár. Hann var hægfara
maður og fámálugur, en heimilis-
fólk hans segir að hann hafi í
seinni tíö verið órólegur og
áhyggjufullur. Hann var 54 ára
aö aldri og lætur eftir sig ekkju
og þrjú uppkomin iböm.
Norður Dakota.
Þreskingu er þar aö mestu lokið
og í óöa önn verið aö búa, sig und-
ir næsta ár.
Séra Magnús Jónsson prestur
aö Gardar og frú hans fóru ný-
lega alfarin heim til Islands. Hef-
ir séra Magnúsi verið veitt prests-
embættið á Isafiröi.
Torfi Guðmundson á Mountain
hefir legið veikur á sjúkrahúsinu í
Grand Forks að undanförnu, en
er nú kominn heim aftur á góðum
batavegi.
Vatnabygðir.
Blaðið “Wynyard Advance” hef-
ir skift um eigendur og ritstjóra;
hefir Bogi Bjamason keypt þaö af
R- Denevan. Bogi er bróðir Paul
Bjamasonar fasteignasala, ungur
maöur og ötull og góöum gáfum
gæddur ; er þess vænst aö blaðið
vérði nytsamt og vinsælt undir
hans stjóm.
Sveinn Oddson, sem heim fór til
íslands í hitteð fyrra, er nú hing-
aö kominn aftur og tekinn til1
starfa sem prentari viö “Advance”.
Búizt er við aö útnefning til
fylkiskosninga fari fram einhvem
tima áöur en langt um liður; sagt
er að allmargir vilji gefa kost á
sér auk núverandi þingmanns, en
lítill efi mun á því að herra W. H.
Paulson verði kosinn merkisberi
flokksins aftur.
Miklum breytingum hafa vín-
sölulögin nýju komið til leiðar hér
í bygö. Sem afleiðing þeirra hef-
ir verið lokaö fyrir fult og alt 6
vínsölustöðum í íslenzku bygðinni
frá Foam Lake til Kandahar, en
engin ný vínsala byrjuö. Merkin
eru auðsæ i bæjum meö brautinni
fyrir alla þá, sem opin augu hafa;
lög þessi voru mesta blessun, sem
bygöin gat hlotið.
Jónas Eyjólfsson lyfjafræöing-
ur hefir keypt lyfjabúö McDovvells
í Wynyard.
Maður nefndur Crawford, faöir
lyfjasalans í Elfros hefir sett upp
meðalabúð í Leslie. J
Minnesota.
Séra Carl J. Olson var hér
nokkra daga og prédikaði í
þremur stöðum sama daginn, 26.
september. Kom fólk úr öllum
áttum aö hlusta á hann, því hann
er hér heimamaður og á fjölda
vina. Þótti mönnum hann vera orð-
inn snjall ræðumaöur og voru stolt-
ir af því að hafa lagt íslenzku þjóð-
inni til jafn glæsilegan og ótrauð-
an starfsmann.
V'on er á séra Friðriki Friðriks-
syni hingað bráðlega og er búist
við að hann dvelji hér vetrarlangt
fyrst um sinn. Hugsa menn gott
til komu hans og veru og vona að
hann megi dvelja sem lengst..
Kafli úr bréfi.
Hvað Gamalmenna-Heimilinu
viðvíkur þá mátt þú ekki halda að
á mér sannist máltækið: “Fyrst sé
alt frægast”. Og það sé mér að
kenna að eg hefi ekki minst á það
við þig nema einu sinni; því síðan
hefir þú aldrei spurt mig um það.
En nú skalt þú hafa það í óspurð-
um fréttum, að eg minnist á það-
Eins og allir vita, sem láta sig
varða um almennings-heill, eða um
eitthvað meira en sjálfa sig, 1 þá
flutti Gamalmenna-heimilið frá
Winnipeg að Gimli þann 31. ágúst,
og er því búið að eiga hér heima
í mánuð.
Margir, sem fónt hingað norður,
kviðu hálfpartinn íyrir að fara frá
Winnipeg, öllu góða fólkinu þar,
og var eg einn í þeirra tölu; ekki
sá sízti. — En svo er það stundum
svona, góði vin, að það, sem
menn kvíða mest fyrir, verður
þeim geðfelt og ljúft þegar því er
mætt. Breytni fólksins hér á Gimli
gagnvart Gamalmenna-heimilinu er
engu síður alúðleg og lofsverð, en
í Winnipeg, þó eins og eg sagði
þér áður, að alt væri þar ágætt; og
sýnist fólkið hér samtaka í því, og
j helzt engan greinarmun gera á því,
hvaða tegund af trú eða pólitík það
fylgir. öllum, sem að koma hér á
Gamalmenna-heimilið, verður sama
setningin af munni, eftir að hafa
gengið um húsið og skoðað alt fyr-
irkomulag — og setningin hljóðar
svona: “Þ.etta er í sannleika góð
stjórn, og fögur og aðdáanleg
stofnun, sem skilið ætti að hljóta
aðhlynningu og hjálp fjöldans.”
En nógu líklega hvíslar þó að flest-
um þessi rödd: “En því miður eru
tímarnir nú svo daufir, og; við-
skiftalifið svo örðugt.” Svo hvísl-
ar aftur rödd, á móti: “Já, satt
er það, en einmitt þessvegna er
þessi stofnun svo ákjósanleg og
nauðsynleg. — Þess meiri sem
þrautin er, þess meiri er frægðin
að vinna hana. — Góðir sjómenn
fá mesta frægð sína frá stormum
og stórsjóum.” t
1 Winnipeg spurði maður utan
af landi mig að þvi, hvort það væri
ekki mikið ófrelsi á Gamalmenna-
heimilinu, hvort að maður mætti
fara nokkuð sér til skemtunar eða
vinna sér inn cent ef tækifæri bið-
ist? Og sagði eg honum að eng-
inn þyrfti að kvíða fyrir neinu
þannig löguðu ófrelsi. Og eg held
helzt að orðið “ófrelsi” hafi eng-
imi hér á heimilinu dottið í hug.
Og það, að frelsi er nóg, styður
líklega mikið að því, að engum
dettur heldur i hug að misbjóða
frelsinu á neinn hátt. —
Á laugarlags kveldið 2. þ. m.
kom- nefnd Gamalmenna-heimilis-
ins hingað norður að Gimli til að
líta yfir öll sín verk; en víst aðal-
lega til að vera viðstödd form-
lega opnun eða vígsluhátíð heim-
ilisins. Með nefndinni kom séira
Björn B. Jónsson, til að fram-
kvæma athöfnina, sem var mjög
svo skemtileg, tilkomumikil og
hugljúf. Fyrst messaði hann (séra
B- B. J.) sunnudaginn 3. okt. kl.
11 í kirkjunni, fyrir fullu húsi af
fólki. Svo aftur hér heima í hús-
inu fór sjálf vígsluathöfnin fram,
kl. 3 um daginn, að viðstöddum
nálægt 200 manns. Vígsluræðuna
hélt forseti kirkjufélagsins séra
B. B. Jónsson, en aðra ræðu á eft-
ir, einnig mjög snjalla og sanna,
hélt Dr. B. J. Brandson. Heim-
ilinu var þá nafn gefið, og nefndi
forseti kirkjufélagsins það “Betel”
(Hlið himinsinsj. Og er það stór
kostur á nafninu að allra þjóða
menn ættu að geta nefnt það rélt,
' °g svo hefir það bæði sögulegt
og einnig verulegt gildi.
Nefnd Gamalmenna-heimilisins
e:r Dr. B. J. Brandson, Mr. Jón-
as Jóhannesson, Mr. G. P. Thord-
arson, Dr. Jón Stefánson og Mr.
Gunnl. Jóhannsson- Og öll á
nefndin í heild sinni þakkir og
heiður skilið, ekki einungis af okk-
ur hér, á hinu vel stjómaða og
friðsæla “Heimili”, heldur einnig
af íslenzku þjóðinni í heild sinni.
Með vinsemd, þér einlægur
Jakob Briem.
Klœðaburður.
Þegar um fatnað er að ræða ættu
þægindin ávalt að sitja í fyrirrúmi
fyrir tizku og venjum. Áríðandi
að föt séu aldrei þannig að þau
hindri heilbrigðar eða eðlilegar
hreyfingar líkamans eða nokkurs
hluta. hans.
Fötin verða auðvitað að fara
mikið eftir árstíðum og þó ótrúlegt
sé þá er þess oft miður gætt en
skyldi. Það er t. d. algengt í vetr-
arhörkum að sjá drengi á stutt-
buxum. Eru leggimir þannig
naktir að heita má ofan frá hnján-
um og niður á ökla. Þar er ekk-
ert nema einfaldir sokkar. Þessir
sömu drengir em oft í þykkum
yfirfrakka með loðkraga, en hafa
óhneftan frakkann svo að köld gol-
an leikur um brjóstið og hálsinn.
Þeir eru því alstaðar vel klæddir
nema á fótleggjunum og brjóstinu.
Það er áríðandi að nærbuxurnar
að minsta kosti séu svo síðar að
þær nái niður á öklana.
Þá er búningur stúlknanna að
vetrinum ekki skynsamlegri. Þær
eni oft í þykkum fötum og síðri
yfirhöfn með loðkraga, en með
lága skó og öklana bera nema að-j
eins næfur þunna sokka. Sann-|
leikurinn er sá að mest er um vert
að halda heitum fótunum, hönd-
unum, hálsinum, brjóstinu og höfð-
inu. -Sé það gert þá er venjulega
ekki nein hætta á ferðum af völd-
um kuldans. I
Þykk nærföt eru ekki nauðsyn-
leg þeim sem altaf eru mnanhúss.
Ef verið er í þykkum nærfötum
þegar setið er við innivinnu þar
sem heitt er, þá svitna menn svo
mikið að fötin verða rök. Þegar
því farið er heim í kuldanum líður
þeim illa og finst nistandi kalt;
það slær að þeim. Það er skyn-
samlegra að vera í þunnum fötum
á meðan verið er inni, en hafa með
sér yfirskó, yfirhöfn, loðvetlinga
og hlýtt höfuðfat til þess að verj-
ast kuldanum þegar út kemur.
Viðvíkjandi yfirskóm má geta
þess að alt kvenfólk ætti að gæta
þess vel að hafa þá háa, og gleyma*
aldrei að láta þá á sig þegar það
fer út í jtulda. Það er áríðandi að
halda öklunum hlýjum. Á vorin og
haustin og þegar vætur eru á
sumrin er nauðsynlegt að vera með
skóhlifar til þess að vökna ekki í
fæturna. Þess ber þó að 'gæta ao
böm i skólum og fólk við innivinnu
þarf að taka af sér skóhlífamar í
hvert skifti sem það kemur inn;
vera ekki með þær inni fyrir. Það
er altaf dálítil útgufum frá fótunum
í gegn um skóna, en hún er híndr-
uð þegar skóhlífar eru hafðar
stöðugt. Af því stafar það að fæt-
umir verða rakir og kaldir og
manni líður illa. Þess skyldi því
ávalt gætt að#taka af sér skóhlíf-
amar þegar farið er inn.
Úti á landi, þar sem böm eiga
langt á skóla, og verða að ganga
yfir engi eða graslendi og dögg er
á jörðu eða önnur væta, koma
stúlkumar oft á skólann í votum
sokkum og með blautan pilsfald.
Þetta er óheilsusamlegt í mesta
máta og ætti að forðast það eins
mikið og mögulegt er.
Það er áríðandi að halda öllum
fötum hreinum, þess vegna er það
sjálfsagt að hafa þau úr því 'efni,
sem altaf er hægt að þvo. Það er
auðvitað hægt að þvo öll nærföt,
en sum utanyfirföt tæplega. Til
þess iætti þó að hyllast sem mest
að hafa þau einnig úr því efni, sem
þvo mætti. Sérstaklega er það
nauðsynlegt með föt stúlkna og
bama, einkum að sumrinu eða um
hita tímann. Nærföt ætti aldrei að
þvo sjaldnar en að vikufresti.
Bezt er að fara altaf úr þeim á
hverju kveldi og hengja þau ein-
hversstaðar þar sem þau geta viðr-
ast. Þetta er einkum góð regla
að sumrinu þegar mönnum er hætt
við að svitna.
Vasaklútar eru eitt af þvi sem
nauðsyn krefur, en þeir eru mjög
misbrúkaðir. Þess þarf ætíð að
minnast að vasaklúturinn kemur
nærri nefi og munni; hann er þvi
óhreinn og getur orðið til þess að
bera sóttkveikjur frá einum stað til
annars á líkamann og frá einni
mainneskju til annarar. ÞaO er
ekki sjaldgæft að sjá manp eða
konu þurka ryk af stóli eða öðrum
húsgögnum með vasaklútnum sín-
um. Þagar það er gert má það
aldrei koma fyrir að hann sé not-
aður fyrir vasaklút á eftir fyr en
búið er að þvo hann.
Fataþvottur er mjög mikilsverð-
ur og þarf að vera vel af hendi
leystur. Ef föt hafa orðið mjög
óhrein eða ef ástæða er til að ætla
að í þeim sé sóttkveikja af ein-
hverri tegund, þá er áríðandi að
sjóða þau vel, þegar þvegið er.
Á mörgum heimilum er það ein-
hver af heimilisfólkinu sem þvær,
sérstaklega er það þannig nálega á
hverju sveitaheimili. 1 bæjum aft-
ur á móti er þvotturinn víða send-
ur á þvottahús. Þegar það er gert
er áríðandi að grenslast eitir
hvemig þvottahúsið er. Það væri
öruggast fyrir einhvern af heimil-
inu að koma öðru hvoru á þvotta-
húsið og skoða það — sjá hvort
alt er þar hreint og þokkalegt. I
Winnipeg varð heilbrigðlisráðið að
beita hörku til þess að fá þvotta-
liúsin til þess að gæta allrar varúð-
ar að því er hreinlæti snerti.
Nákvæmar gætur skyldu gefnar
að þeim fötum, sem ekki er hægt
að þvo, þar á meðal em flest yfir-
föt kvenna og nálega öll yfirföt
karlmanna og eldri drengja.
Sömuleiðis allar yfirhafnir. Þess
2
S ó Ii S K I N.
S6LSKIN.
3
en þar finnur það nokkuð, sem það
tekur með sér og flytur burt. Þetta
“nokkuð” er sama efni og er í kol-
um og gymsteinum og ritblýum; það
er kolaefnl, Þetta sýnist. kannske
skrítið, en það er samt satt.' Súr-
efnið tekur þetta efni með sér og
flytur það út í loftið. Við köllum
þetta efni kolsýruefni (carbonic
acid gasý. Það er eiginlega nokkurs
konar aska. Þegar við borðum, þá
verður fæðan að meltast og fara út
í líkamann; þar verður hún að
brenna upp til þess að geta sameinast
líkamanum, og þetta kolsýruefni er
askan, sem framleiðist af þeim
bruna- Seinna verður skýrt frá,
hvernig það skeður. (Frh.J
Stjarnan, sem kom til jarðarinnar.
Hátt uppi á miðnæturhimnninum
var lítil stjarna og alt í kringum
hana voru bræður hennar og systur,
ákaflega mörg. Himininn var faðir
þeirra. Stundum sagði hann við
stjörnurnar: “Litlu stjörnur, hald-
ið þið ykkur fast; ef þið gerið það
ekki, þá getið þið dottið og ef þið
dettið, þá sloknar ljósið ykkar.”
Einu sinni var ein af litlu stjörn-
unum fjörugri en vanalega; henni
datt það t hug, að láta höfuðið og
handleggina hanga niður en halda
sér bara á fótunum, en þegar hún
slepti höndunum, þá misti hún einn-
ig tökin með fótunum; og litla
stjarnan steyptist ofan i djúpið.
Þegar hinar stjörnurnar sáu þetta
urðu þær ósköp hræddar og héldu
sér eins fast og þær gátu, svo þær
skyldu ekki detta líka.
En litla stjarnan sem datt, hélt á-
fram að detta þangað til hún kom
niður á jörðina, og hún datt ofan í
miðjan forarpoll; þar lá aumingja
litla stjarnan skjálfandi af kulda og
dauðhrædd. Til þess að deyja ekki
af kulda fór hún að reyna að brölta
upp úr pollinum og hreyfa sig. Hún
var hálfblinduð af óhreinindum og
öll forug í framan og gat ekki skin-
ið lengur eins og hún var vön að
gera á himninum.
Gamall hrafn; sem var að vappa
nálægt pollinum, krunkaði og sagði:
“Ósköp ertu ljót stjarna, svei, svei!”
Og mús, sem var að gægjast út úr
holunni sinni til þess að vita hvort
það mundi ætla að rigna og hvort sér
mundi vera óhætt að fara yfir engið,
sagði: “Þetta er ekki stjarna! Það
er bara moldarköggull.”
Litlu stjörnunni féll þetta svo illa
'að hún fór að hágráta. Hún skamm-
aðist sín svo mikið að hún hljóp í
burtu til þess að reyna að láta engan
sjá sig. Svo kom hún að tjörn.
“Nú skal eg skoða mig í tjörn-
inni,” sagði stjarnan við sjálfa sig,
“og vita hvernig eg virkilega lít út ”
Og hún leit ofan í vatnið, en hún
flýtti sér að líta af því aftur, því hún
sá hvað hún var dæmalaust óhrein
og dimm stjarna. Svo hljóp hún af
stað aftur og hélt áfram þangað til
hún var orðin alveg uppgefin og
settist niður; og á meðan hún sat og
hvíldi sig og grét kom lítill fugl og
settist á stein við svolítinn læk, og
fuglinn söng og lék sér með allskonar
gleðilátum; svo deif hann höfðinu,
sem var eins litt og silfur, ofan i
vatnið og lét silfurdropana renna um
fallega fiðrið á sér.
“Þetta verð eg að reyna líka,”
hugsaði stjarnan. Svo fór hún ofan
að vatninu og reyndi að skvetta
vatnsdropum framan í sig. Hún tók
v'atn í lófa sína hvað eftir annað og
/gusaði yfir andlitið á sér krystals-
tærum gusum. En það var alt til
einskis; það var sama hversu miklu
vatni hún jós framan í sig, hún var
alt af jafn óhrein, og það lá enn þá
ver á aumingja litlu stjörnunni en
áður, og hún ráfaði Iengra og
lengra.
Þegar kvöld var komið og farið að
rökkva, tók hún eftir svolítilli stúlku
sem sat á steini og var að hágráta.
Stjarnan læddist til litlu stúlkunnar
þangað til hún var komin rétt að
segja að henni; hún settist hjá henni
hægt og varlega og strauk þiðlega á
henni hárið. Litla stjúlkan reisti upp
höfuðið og tár féllu á andlitið á ó-
hreinu stjörnunni; hvar sem tár kom
á andlitið á henni varð hún hrein og
björt og skínandi eins og hún hafði
verið á himninum. En litla stúlkan
hélt áfram að gráta af því mamma
hennar var ósköp veik og hún hélt
að hún mundi deyja. En stjarnan
reyndi að hugga litlu stúlkuna; hún
fór þangað sem stúlkan átti heima,
þar sem móðir hennar lá veik og
fölleit og mögur, og stjarnan lét
ljósgeisla streyma yfir aumingja
veiku konuna; við það hrestist hún
svo að henni batnaði og hún varð
frísk aftur og litla stúlkan varð glöð
og ánægð.
Hvernig perlur eru búnar til.
Þið hafið ÖII séð perlur. Ykkur
þykja þær sjálfsagt öllum fallegar.
Þið hafið séð þær í hringum, háls-
festum og brjóstnálum. En það er
ekki víst, að þið vitið öll hvernig eða
hvar þær eru búnar til. En þið sem
eruð ung og eigið eftir að lifa Iengi
og eruð að keppast við að læra sem
flest, viljið náttúrlega vita alt sem
hægt er að vita um alt, sem þið sjáið
í kringum ykkur.
Þið hafið sjálfsagt mörg séð ostru
skel. Hún er ekkert falleg að utan,
en að innan er hún oft eins og gljá-
andi perla. Skelin er eiginlega nokk-
urskonar litið hús, sem bygt hefir
verið niðri í sjónum. Sá, sem í þessu
liúsi býr eða bjó, hefir bygt það ut-
an um sig og haft það eins útbúið og
eins í laginu og þægilegast var fyrir
hann.
Það er nokkurs konar fiskur, sem
bygði húsið. Og hann hefir bygt
það úr efnij sem hann hefir í sjálf-
um sér, alveg eins og kýrnar byggja
stór spjót út úr höfðinu á sér, sem
við köllum horn. Kýrnar fæðast rétt
að segja hornlausar, og fiskurinn,
sem verið er að tala um, fæðist hús-
næðislaus eða skeljarlaus. Hann er
upphaflega ósköp lítill og léttur og
flýtur í sjónum, en þegar hann
stækkar og byggir utan um sig þetta
hús, sem við köllum skel, þá verður
liann of þungur til þess að geta
flotið og sezt því að einhversstaðar
á sjávarbotninum. Þetta hús er
þannig búið til að sá, sem býr í því,
getur sjálfur opnað það. Fisk-
urinn festir húsið sitt við klett eða
stein eða eitthvað annað á sjávar-
botninum, og opnar það svo þegar
honum sýnist til þess að láta sjóinn
streyma inn í það. En sjórinn er alt
af fullur af ýmsum smáögnum, sem
þessi litli fiskur borðar—því hann
þarf að borða alveg eins og þú og
eg—, og þegar sjórinn streymir inn
í húsið, sem við köllum skel, þá nær
fiskurinn þessurn litlu ögnum og étur
þær og stækkar og fitnar af þeim.
En ^o kemur það fyrir stundum
að sjórinn kemur með eitthvað inn í
skelina, sem fiskurinn kærir sig ekki
um. Það getur verið lítið sandkorn
eða hrogn úr fiski eða eitthvað ann-
að. Skelfiskurinn getur ekki losnað-
ELDSPÍTNA TAL
Vér Köfum nú búið til eldspítur í 64 ár, til dag-
legrar brúkunar og aðrar tegundir.
Vorar sérstöku eldspítur eru “The Gaslighter“
sem er 4 1-4 þml. á Jengd [brennur í 35 sekúndir í
hvaða veðri sem er] “Wox Vestas“ fyrir þann sem
reykir og margar aðrar tegundir.
Til heimabrúkunar eru mest notaðar *
”SlLENT 5“
Til allrar brúkunar, biðjið kaupmann yðar um
EDDY'S ELDSPlTUR
konar föt þarf að bursta sem oft-
ast og láta hreinsa þau öðru hvoru.
Bæði er þetta gjört frá heilbrigðis-
legu sjónarmiði og ejns vegna út-
lits.
Þegar um föt er að ræða þá eru
það aðallega þrjú atriði sem koma
til greina. Það er heilbrigði, þæg-
indi og fegurð. Af þessu þrennu
er heilbrigði auðvitað mest virði.
Föt eru notuð ekki aðeins til þess
að hylja líkama sinn, heldur einn-
ig til þess að jafna hita og kulda;
jafna hitastig líkamans og hitastig
loftsins umhverfis hann. Þ!ess
vegna verðum vér að klæðast öðru-
vísi á vetrum en sumrum.
Fyrst þarf þess að gæta að föt-
in hamli ekki eðllegum hreyfing-
um likamans; t. d. belti um mittið
eða þröngt um brjóst hindrar eðli-
legan andardrátt og veiklar heils-
una. í brjóstholinu eru lungun.
Lungun geta þvi aðeins þanist út
að rifjahylkið gefi eftir. Vér get-
um ekki andað að oss lofti nema
því aðeins að lungun geti þanist út.
Þegar þröngt er um brjóstið þá
kemst ekki hreint loft með andar-
drættinum i neðri hluta lungnanna.
Klæðnaður vor allur ætti að vera
þannig úr garði gerður að allir
vöðvar gætu unnið óhindrað.
Það er ótrúlegt hversu margir
þjást af einhverskonar fótaveiklan,
fótaþrautum og fóta slappleik.
Sumir hafa altaf hom á fótum og
geta ekki verið í sömu sporum
augnabliki lengur án þess að kvelj-
ast af verk eða svíðandi þrautum
annaðhvort í öklum, yfir tærnar
eða i einhverjum öðmm parti fót-
anna. Þegar þetta fólk verður að
ganga eða reyna eitthvað á sig
fremur venja, þá er það drag-
halt Og tekur út kvalir. Flest fóta-
veiki stafar af skóm sem ekki eru
mátulegir; eru annaðhvort of
þröngir eða óeðlilegir i laginu.
Bezla sönnunin fyrir þessu er
sú að þeir þjóðflokkar sem annað-
hvort ganga berfættir eða hafa að-
eins iljaskó eru alveg lausir við
þessa fótaveiki, sem þjáir hinar
svokölluðu menningarþjóðir.
Tilgangurinn með þvi að brúka
skó er sá að klæða fæturna eins og
aðra parta líkamans, halda j>eim
heitum og verja þá meiöslum. En
heimska vor og hégómagirni leiðir
til þess að fremur er sózt eftir þeim
skótegundum sem í tízku eru og
fagrar teljast en þeim sem eru
Iieilbrigðar og skynsamiegar.
Heimskan hefir leitt oss svo langt
aftur að vér viljum láta fæturna
sýnast minni en þeir eru í raun og
veru. Óskemdir, heilbrigðir, óaf-
skræmdir og eðlilegir fætur finnast
tæplega meðal hinna helztu menn-
ingarþjóða. Sé fóturinn eðlilegur
eiga tærnar að breiðast út eins
og greinar á tré hver frá annari
undir likams þunganum þegar
gengið er. Með því móti eru fæt-
urnir eðlilegar undirstöður likam-
ans og þreytast seint; þola miklu
meira, veikjast síður. En þótt leitað
væri með logandi ljósi í ölltmi skó-
búðum þessa lands, þá fyndust
ekki einir einustu skór sem þannig
væru smiðaðir að þeir leyfðu tán-
um það frelsi sem náttúran hef-
ir ætlað þeim. Támjóir skór eru
reglulegur heilsuspillir. Ef þú
tekur þétt um fótinn á þér, yfir
ristina að freman þá finnirðu að
beinin í henni þjappast saman og
klemmast hvert að öðru. Þannig
fara þröngir og támjóir skór með
fæturna.
X-geislamynd tekin at berum
fæti og aftur af sama fætinum
með þröngum og támjóum skó,
sýnir þetta greeinilega.
Önnur höfuð vitleysan og heilsu-
spillirinn í sambandi við skó,
sem hafa ofmjóa tá og ofháa hæla.
Þegar hællinn er mjór og hár þá
ber hann ekki eðlilegan þunga af
líkamanum, sem á að hvíla á fæt-
inum að aftan, og fætinum er hætt
við að snúast og togna ef gengið er
á ójöfnu. Auk þess er það á móti
hælaháum skóm að fóturinn vill
þvingast fram í mjóu tána og
klemmast tæmar því saman í
kjúku. Af því koma horn og
þrautir í tæmar, auk þess sem það
hindrar blóðrásina í tánum og
veiklar þær þarafleiðandi. Háir
hælar slitna lika venjulega tljótt
öðm megin, og af því leiðir að
gengið er á jarkanum og líkaminn
er allur skakkur; veldur það auka
áreynslu við hvert spor sem stigið
er.
Stjórnaröxin.
Um það er mikið ritað í aftur-
halds blöðunum og hátt talað í
herbúðum þeirra að Norris stjórn-
in láti óspart fjúka höfuð þeirra,
sem í opinberri þjónustu eru. Er
þvi haldið fram að Borden sé svo
óháður og sanngjarn maður og
afturhaldsmenn yfir höfuð að þeir
hafi fáa rekið úr þjónustu síðan
þeir komust til valda.
Til þess að sýna og sanna áð hér
er visvitandi með rangt mál farið,
skal skýrt frá ])ví hversu mikil
skifti höfðu orðið í stjómaratvinnu
hjá afturhaldsstjórninni i Canada
frá 11. október 1911 þegar hún kom
til valda og þangað til 4 marz 1914
(nakvæmar skýrslur frá þeim tima
em ekki við hendina).
Reknir höfðu verið.........5^99
Sagt upp þjónustu sinni (eftir
bend'ingu)............... 7994
Strokið úr stjómar þjónustu 373
AHs....................13,466
Nýir þjónar teknir 25,613
Aukin tala stj.-þjóna 12,147
Úr stjórnar þjónustu hotðu tar-
ið þrettán þúsund. fjögur hundruð,
sextíu og sex.
1 stjórnar þjónustu teknir tutt-
ugu og fimm þúsund, sex hundruð
og þrettán.
Stjórnar þjónum fjölgað tólf
þúsund, eitt hundrað, fjörutíu og
sjö.
Þetta gerðist á 30 manuðum.
Það er ekki einungis með atvinnu
og embætti sem þannig er gert upp
á milli fólks í sambandsstjóminni
heldur einnig með kaup á vömm.
Fyrir reikningslaga nefndinn bar
herra H. W. Brown það undir eið,
að til væri sérstakur nafnalisti þar
sem stjórnin hefði útnefnt gæðinga
sína til þess að kaupa af þeim.
Brown þessi er yfirumsjónarmað-
ur Sambandsstjórnarinnar á kaup-
um og samningum og veit því
hvað hann segir i þessu efni. Vitn-
isburöur hans var á þessa Ieið;
Frá 1906 til 1911 var ekki gerð-
l,r mikill munur á því frá hverjum
keypt var; eg hafði þá næstum
frjálsar hendur að því er það
snerti; og keypti hvar sem bezt
gekk án þess að verða að fara eftir
nokkmm vildarmanna lista. Nú
er þessu breytt. Nú er til regluleg
nafnaskráa þeirra sem á að verzla
við; eftir þeirri skrá er farið. Hún
er orðin ákaflega nafnmörg, eg
býst við að við höfum 8000 nöfn
á henni nú orðið.”
V iðvíkjandi þessari tólf þúsund',
eitt hundrað, fjörutíu og sjö manna
fjölgun stjórnarþjóna á 30 mán-
uðum, má geta þess að blað sem
stjórnarþjónarnir sjálfir gefa út í
Ottawa, reiknar það út í eintakinu
sem gefið var út 5. marz í vor að
þessi fjölgun leiði það af sér að
enginn eða fáir geri fullkomið verk
heldur vefjist hver um annan og
sé verkið í öllum deildum miklu
ver af hendi leyst fyrir þá sök,
auk þess sem það hafi bakað þjóð-
inni $5,000,000 (fimm miljónir)
dollara auka útgjöld.
Hvað skyldu þeir segja um þetta,
sem hafa haldið því fram að stjóm-
aröxin hans Bordens væri ryðguð
af notkunarleysi, hann hefði ekki
beitt henni til þess að “afhöfða”
stjórnarþjóna úr andstæöinga
flokki sinum. öxi sem höggið er
með fjórtán þúsund sinnum í
þrjátíu mánuði ætti ekki að vera
sérlega ryðguð.