Lögberg - 21.10.1915, Side 3

Lögberg - 21.10.1915, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1915. 3 LUKKUHJOLIÐ. Eftir LOUIS TRACY. Ökumaðurinn fór með þá eftir glöggum og grciö- um vegi beint á höfnina. Þegar Dick kom auga á Aphrodite á höfninni, ljómandi og tignarlega, skinandi hvíta frá hendi mál- arans, með blaktandi seglum og listiskútu merki, þá spurði hanp félaga sinn hvort hann vissi til hvers ítalskur fallbyssubátur væri að njósna þar við strönd- ina og að hverju hann væri að lelita. “Já, vertu blessaður! eg veit það. Hans hátign sagði mé*r frá öllu út í yztu æsar.” sagði Mr. Fenshawe, og brosti hæðnislega. Ef eg væri nokkr- um .árum yngr iog við hefðum engan kvenmann um borð, þá léti eg engar þess konar hótanir hindra mig, og eg þekki; þá illa skipsráðendur mína og þjóna ef þeir fylgdu mér ekki að málum. En eins og alt stendur af sér er okkur ómögulegt að gera neitt; það er það sem mér gremst — hvað maður er gersam- lega vamarlaus.” “Við höfum engar stórar byssur, það er satt,” sagði Dick og kastaði frá sér allri hugmynd um að yfirgefa skipið, i bráðina að minsta kosti. “En við liöfum nóg af vopnum og skotfærum til þess að gera hverjumi það erfitt í Massowah að veita okkur við- nám, ef við einu sinni getum lent.” Hinn andvarpaðii. Hvort það var fyrir elli sakir eða vegna þess að honum sýndist þetta ekki praktiskt, það er ekki gott að segja. “Vopn okkar eru aðeins búin til í varnarskyni, ekki til sóknar,” sagði hann. Kerber ætlaði að koma í veg fyrir óvináttu frá hend'i Araba, það er alt og sumt* En eg örvænti ekki um að við getum fengið úéttan hlut okkar frá Rómaborg. Það er þó ómögu- legt að menn viti það þar að eg er foringi þessarar farar. Það er svo bandhringlandi vitlaust að fara með mig eins og ræningja. Eins og þú veizt, Mr. Royson, kaus ítalska fornfræðisfélagið mig sem heiðurs vara forseta fyrir io árum.” Dick hafði sínar eigin hugmyndir um það hversu vel Aphrodite væri vopnuð, en nú var enginn tími til að tala um það. Meira að segja hann var farinn að sjá ýmislegt í þessu atriði, sem ekki var þægilegt að samrýma við staðhæfingar Mr. Fenshawes. í fyrsta lagi hafði ríkisstjórinn farið eftir sérstökum skipun- um og yfirvöldin í Róm hlutu að hafa vitað ná- kvæ.mlega um það, hver eigandi Aphrodite var. 1 öðru lagi var það auðsætt að sá sem aðallega var stefnt að í þessum djöfullega leik, var Kerber. Rík- isstjórinn dró enga dul á það að miljónerinn hefði verið tekinn fastur aðeins vegna þess að hann tjáði sig vera einn aðal forsprakkann í fyrirtæki Austur- ríkismannsins, og það var meira en lítil viðurkenning um yfirsjón frá ríkisstjórans hálfu að þeir voru nú á leið til gistihúsins i kerru hans hátignar. í síð- asta lagi gat það ekki átt sér stað að nokkur maður nema sá sem var hálfvitlaus áf reiði, gæti neitað rétti Itala til þess að fyrirbjóða lendingu við nýlendu, strendur sínar útlendu liði, öðru eins og því sem Kerber hafði útvegað; liði sem var þannig ýtbúið að Mr. Fenshawe að líkindum hafði enga hugmynd um. Dfick hlustaði því þegjandi á staðhæfingu félaga upp alla söguna í aukirtni og endurbættri útgáfu.' liggja hverjum heilvita manni i augum uppi að Irene Royson tók eftir því að hún gaf sig alls ekkert að þeim parti sögunnar er hann snerti. Hún hafði á sér vanþóknunarsvip og það var ekki laust við að honum fyndist að hún hlyti að vera reið við sig fyrir það að hann skyldi fara í erinduim fyrir Mrs. Haxton, án þess að láta hana vita. Það var nú samt huggandi að vissu leyti. Hann var viss um að hún mundi fyrirgefa honum það þegar hann hefði tæki- færi til að segja henni nákvæmlega hvað, fyrir hefði komið. , . • Þau voru svo niður sokkin í samtalið að þau tóku ekki eftir að dimt var orðið, fyr en þjónn kom með 1 jós. Þau höfðu ekki gætt þess hve fljótt myrkrið dettur á í heitu löndunum. Mr. Fenshawe stöftk á fætur með svo snöggum hreyfingum að halda mætti að hann hefði verið komungur maður. “Eg verð að rjúfa áform mitt og senda að minsta kosti eitt símskeyti frá Massowah,” sagði hann. “Það er alveg meinlaust og ætti að komast hindrunarlaust, því það er til skrifstofunnar minnar í Lundúnaborg til þess að láta senda öll mín bréf til Aden hér eftir. Þú gerir svo vel að fara með skeytið fyrir mig, Royson og borga það.” Dick fór jafnskjótt og skeytið var tilbúið. Það var auðséð að Irene forðaðist að lita á hann á meðan afi hennar var að skrifa skeytið, og með því styrkti hún þann rangláta grun að hún væri að reyna að ná ástum hans; í sannleika var hún kvalin af efa’ og hún hugsaði jafnvel enn þá minna um Royson en hann ímyndaði sér. Henni datt það í hug að það hefði ef til vill styrkt þá hugsun Austurríkismanns- ins að hlýtt væri á milli þeirra, hversu snögglega Kerber hefði verið tekinn fastur. Eins og öllum til- finninganæmum mönnum var afa hennar hætt við að fara út í öfgar, og hún fanrí það að nú var þýðing- arlaust að reyna að veikja trú hans á þeim, sem hann áleit aði orðið hefðu saklausir fyrir ofsóknum. “Kemur Stump aftur fyrir kveldverð?” spurði Mr. Fenehawe, eftir að hann hafði litið yfir bréfin sem Irene fékk honum. “Það vona eg. Mrs. Haxton fór í svo miklum flýti að eg gleymdi að minnast á það.” “Var það 'af lasleika eða hræðslu að hún varð að fara út á skip?” “Eg býst við að hana hafi grunað eitthvað í átt- ina, en ekki viljað hræða þig. Þess vegna var það að hún sendi Mr. Royson til okkar. Meðal annara orða, hvað sagði hún honum að gera?” “Eg hefi enga hugmynd um það,” svaraði Irene kuldalega. “Það er skrítið; ákaflega skrítið. Eg ætlaði að spyrja hann að því, en gleymd'i þvi af geðshræring- unni.” “Hann kemur aftur eftir fáein augnablik,” sagði hún með meiri athygli. Það var barið að dyrum. Svertingi kom inn, og þótt þau skildu hann ekki þá komust þau að því að einhver vildi finna Signora Haxton. Hann bar nafnið skýrt fram; svo enginn vafi lék á hvað hann átti við, og Irene svaraði honum: “Signora er ekki héma.” , Mr. Fenshawe var niðursokkinn í bréfin sín, en honum varð litið upp: “Hvað er það?” sagði hann í skipandi tón. “Það er einhver að spyrja eftir Mrs. Haxton,” svaraði hún. “Það er bezt að fara og tala við hann. Ef hann getur sagt okkur nokkuð, þá komdu inn með hann.” “Hún fór ofan með þjóninum. Hann benti .henni á dúðaðan Araba í dyrunum, sem hneigði sig djúpt síns um . stjórnarfarslega hefnigirni. Hann fastsetti sér það að tala um málið við Miss Fenshawe áður llndir dns og hann sá hana en hann segði orð um Alfiere eða þær fréttir sem hann hafði fengið frá Lundúnaborg; í stuttu máli var hann sannfærður um að þegar afi hennar væri búi’tin að sofa yfir nóttina, þá væri hægt að tala við hann með skynsemd og sanngimi. Ef einhverjar sakir vom virkilega á hendur Kerber, þá var bezt að láta þær koma í dagsljósið. Ef þær voru sannar, -þá voru tiltektir Italiu fulltrúans afsakanlegar; ef það sannaðist við rannsókn að þær væm rangar, þá yrði svo mikil iðrun og eftiirsjá af hálfu stjórnarfull- trúanna að fyrirgefningarbæn yrði ekki látin nægja, heldur yrði þeim veitt öll möguleg aðstoð til farar- innar. v Þegar þeir nálguðust glistihúsið sá Royson Irene, þar sem hún horfði löngum augum eftir aðalstrætinu frá svölunum. Það var dálítið undarlegt að hún skyldi vera ein; en allar aðrar hugsanir liurfu fyrir þeirri gleði sem auðsæ var á svip henna? þegar hún sá kerruna staðnæmast og frétti að afii sinn væri' kominn. \ Þeir heyrðu að hún rak upp undmnar og gleði- óp og flýtti sér 'ofan til þess að mæta þeim. “Hamingjunni sé lof, afi minn!” sagði hún. “Htvar hefurðu verið, eg hefi beðið eftir þér í eilífð- artíma, og verið að brjótalíeilann um það hvað hefði getað orðið um þig.” “Rikisstjórinn var svo elskulegur að hann ætlaði aldrei að sleppa mér,” sagði Mr. Fenshawe með þótta- fullri stífni í röddinni. “Hann hélt baróninum “Hvaða erindi hefir þú?” sagði hún á ítölsku, en Arabinn benti á lokaðan vagn við stéttina rétt hjá gistihúsinu. Hún hélt að einhver gestur væri í vagninum, sem ekki vildi fara á allra færi, og gekk þangað óhikandi. Það var óvanalegá margt fólk á strætinu, sem var dimt og fult af reyk; en hún gætti þeirra ekki sem fram hjá gengu, því Arabimi| hafði opnað vagndymar, og hún bjóst við að einhver væri j>ar sem liti út í dyrnar og framan i sig. En vagninn var tómur. “Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur,” sagði hún og leit fyrst á þann er ók og svo á sendi- sveininn. Skyndilega varð hún Jæss vör sér til skelfingar að margar aðrar hvítklæddar verur höfðu hljóðlega læðst á milli hennar og dyranna. Hún rak upp dálítið hljóð og reyndi að komast aftur inn í gistihúsið. Alt i einu var hún þrifin af einhverju heljarafli; ófínni hönd var tekið fyrir munninn á henni og hún var dregin með dýrslegu ofbeldi inn í vagninn. Hún sá í huga sér morðsamsæri io—12 manna. Afarmikill hávaði var á strætinu og stétt- arnar voru þaktar af upphlaupsfólki. Hnífar blik- ulðu í loftinu. Arabar með móbrúna handleggi flug- ust á upp á líf og dauða og bölvuðu hverjir öðrum með öllum ]>eim ókvæðisorðum sem Múhameðstrúar menn eiga til. Eþis og eðlilegt var reyndi fólk að gægjast út frá gistihúsinu til j>ess að sjá hvað um væri að vera, en áfloga hundamir fyltu ganginn svo engum var unt að fyrir fult og alt. En Við skulum koma upp a loft. I, . , . „ . . . . . . K'omast ut ne írin og tveir htlir hestar vom barðir Hvar er Eg er alveg að detta í sundur af hungri Mrs. Haxton?” “Eg er hrædd um að hún sé veik. Hún ekki hitann og hávaðann. Hún bað Stump að fara með sér út á skip fyrir rúmum hálftíma. Eg sagði henni auðvitað að mér væri sama þó eg biði hér þangað til einhver kæmi. En það skrítna var að þótt eg horfði stöðugt út, þá sá eg hvofki hana né Stump fara frá gistihúsinu.” Þegar hér var komið vom þau orðin alein og enginn sá eða heyrði til þeirra og Mr. Fenshawa gerði Irene alveg forviða með því að segja henni áfram fyrir vagninum i gegnum þyrpinguna. Svo hættu áflogin eins skyndilega og þau byrjuðu, og þoldi engjn spjöll höfðu orðið svo teljandi voru önnur en þau að Irene var horfin. IX. KAPITULI. * Fleygiferö í náttmyrkrinu. Ymislegt smávegis hjálpaði til þess að auka æs- inguna og gauraganginn fyrir utan dyrnar á Grande del Universa gistihúsinu enn þá meira. Þaö virðist hafði verið tekin í misgripum fyrir Mrs. Haxton. Öllum mun hafa gramist j>etta; en þegar slept er hluttekningu ]>eirri sem Irene átti í huga hvers manns, þá var ekki annað hægt en að dáðst að snild þeirri sem þorpararnir sýndu. Ef samvizkulaus ráð- snild á aðdáun skilið, þá var það svo í þessu til- felli. í stuttu máli, þetta snarræðisbragð hefði orðið eitt hið frægasta í glæpasögu Massowah ef forlögin hefðu ekki aðskilið Mulai Hamed og Royson tveim klukkustundum, áður. Sólin hneig til viðar að baki Abyssiniu hæðanna, á meðan herrann beið heimkomu ríkisstjórans í varð- stofu virkisins. Rétt um sólarlagið féll varðmaðurinn á kné, snéjri ásjónu sinni til Mecca og baðst fyrir, þvi hann var óbreyttrar Múhameðstrúar. Annar trúr þjónn spámannsins gerði það sama, sungu og tautuðu þeir báðif bænir sínar í einingu. Það er sagt að bænavers séu sjaldan sungin með eins mikl- um útvortis fjálgleik; og í farigahúsum. í þessu til- liti voru fáir sem tóku fram Mulai Hamed og þess- unt augnabliksfélaga hans. Þeir fluttu bænina og sálminn, og flýttu sér i gegnum allar reglur og féllu fram eins og þeir væru sem æfðir hermenn að æfa sig eftir fullkomið nám i þeirri grein. Svo sögðu þeir hver öðrum fréttir. Mulai Hamed sagði frá því sem hann vissi í gistihúsinu, en hlaut aftur þæ'r óvæntu fréttir að herrarnir væru tveir fangar. Sanntrúarmaður hans var matreiðslumaður i kastalanum og sagði hann þetta. En matreiðslu- sveinninn flýtti sér í brott til þess að táka höfuðin af nokkrum horuðum fuglum, sem áttu að verða til miðdagsverðar um daginn handa yfirforingjanum. Mulai Hamid var að velta því fyrir sér þegar hann var orðinn einn, hvort hái herrann hefði virkilega verið hafður í haldi. Loksins sá hann Mr. Fenshawe og Royson þar sem þeir óku með lpgandi hraða í kerru, ríkisstjórans meðfram ströndinni. Hann bölv- aði þeim báðum eftir því sem honum fanst við eiga og lagði af stað gangandi til gistihússins, þótt langt væri. Hann var fæddur kjaftaskúmur og frétta- smal,i og valdi því þann veginn sem líklegt var að iiann mundi mæta fleirum. Vegur hans lá því ná- Iægt stóra bænahúsinu. Abdullah, sem dauðleiddist staðurinn, er Mrs. Haxton hafði ákveðið fyrir Kerber, tók eftir að Mulia Hamed hafði merki, er hann kannaðist við og leitaði því frétta; “Bróðir minn!” sagði hann. “Eg vil gjarnan hafa tal af þér.” “Segðu það sem þér býr i brjósti,” sagði hinn kurteislega. Þvi Mulai Hamed var upp með sér af því að hann skildi vera ávarpaður þannig af heldra manni. “Það eru gestiir hjá þér, eftir því sem eg 'veit bezt. Það er gamall maður, feitur maður eins og uxi, ungnr maður sem er full sex fet og grannur maður, herrann sem eg bið eftir. Getur þú frætt mig j nokkuð um þá?” Mulai Hamed fór yfir lýsinguna í huga^ sér með mesta spekingssvip: “Eg lield að þessi “herra” sé í fangelsi,” sagði hann. Abdullah mislikaði auðsjáanlega. Hann var með óblönduðu prestablóði af eyðimörkinni; hann hafði þegar sýnt afarmikla tilslökun með þvi að kalla þenn- an mann bróður. Honum fanst sér misboðið. “Eg var ekki að spyrja rétt fyrir forvitnis sakir,” sagði hann þurlega. “Þetta svar er gefið rétt eins og það kæmi frá drukknum Frakka.” , “Nei, vinur; eg tala sannleika,”- svaraði hinn. “Verði mér að eilífu neitað um drykk við hina hvítu lund spámannsins, ef eg hefi ekki sagt þér rétt frá þvi, sem míér var sagt.” Abdullah stilti reiðina, hlustaði á sögu Mulai Hameds og sannfærðist. Hvað sem Mrs. Haxton segði og þrátt fyrir forboð hennar þá varð hann nú að sjá hana tafarlaust. Hann fylgdi þvi aðstoðar- vara verðinum heim að gistihúsinu. Á leiðinni mættu þeir lokuðum vagni illa útleiknum, sem ekið var á í fleygiferð eftir sjaldfarinni aukagötu; og héldu þeir báðir að þar væri einhver að flýta sér til að komast á brautina sem liggur milli Massowa og meginlands- ins.: “Hver ferðast með svona miklum hraða?” spurði Abdullah, og horfði á eftir kerrunni. “Kannske pósturinn fari upp á landið í kveld,” svaraði Mulai Hamed. En hávaðinn við gistihúsið dró að sér athygli þeirra og svo hlupu þeir með hin- um. Þvi upphlaup hefir altaf þau áhrif að safna öllum sem í nánd eru inn í hringiðuna. Dick var þá rétt að' fara af stað út úr símastöð- inni. Hann hafði sent þaðan hraðskeyti fyrir sjálf- an sig. Yfirborðs kurteisi krafðist þess að hann svaraði til málamynda skeytunum frá Mr. Forbes. Hann sendi því þetta stutta skeyti: “Skrifa, Roy- son”. Horium fanst að með því segði hann nóg. Aður en hann færi aftur til Mr. Fenshawe og Irenar, gekk hann spölkorn i áttina til hafnarinnar og mætti hann þá Stump, eins og hann hafði hálfpartinn búist við, þar sem hann var að koma utan af skipinu. Hann sagði Stumps kveldfréttirnar; en hann hafði verið að hugsa um annað, og kom hann fram með getgátu, sem að likindum skýrði afstöðu Kerbers: “Eins og þú getur skilið,” sagði hann, “þá liggur svona í því. Þessir déskotans Italir haia leo 1 sipum höndum, og hver gaf þeim það? Auðvitað náunginn sem útbjó árásina i Marseilles. Þú sagðir ekkert um þetta, og það var alveg rétt gert. En Tagg er ekki eins heimskur og hann sýnist vera, og hann sagði mér að blaði hefði verið stolið úr vasa Kerbers. Það blað hefir komið hundunum af stað. Þeir kom- ust á undan Aphrodite með því að ná í póstinn til Indlands í Bridiri, og svo höfðu þeir alt undirbúið þegar við lentum héma. Miss Irene og eg sáum einn þeirra i dag, þar sem hann hafði stöðugt auga á gistihúsinu.” “Eg held það hafi verið Alfiere,” sagði Dick. “Mrs. Haxton meira að segja játaði það fyrir mér og það kom henni svo á óvart að sjá hann að hún varð að fara sökum geðshræringar.” “Hvað, hver er þessi Alfie? hvað lxitir hann?” sagði Stump. “Fyrirgefðu, mér þykir þetta ákaflega leiðinlegt; eg mundi ekki eftir því að þú vissir ekki um hann. Hann er maðurinn sem náði í bókfellið eða blaðið í Marseilles. Bæði Mrs. Haxton og barónninn eru hrædd við hann.” “Þú sýnist vita allan skrattann um þetta mál,” sagði Stump hátt og gleiðgosalega. “Eg get ekki annað — eg hefi dregist inn í það á ýmsan hátt. Auðvitað hefi eg komist að þvi öllu i molum, en það er talsvert og nærri því ótrúlegt, ]>egar það kemur alt saman. Eg skal lofa þér því kafteinri,' að eg skal segja þér upp alla söguna núna einhvem tíma bráðlega. En á hinn bógmn alit eg að því fyr sem við komumst til Aden, því betrai sé það fyrir Mr. Fenshawe og kvenfólkið, og eg gef þét það ráð með allri virðingu, að þú tafarlaust lát- ir að orðum Miss Fenshawe, ef hún skyldi fara þess á leit við afa sinn að fara þangað strax.” “Þetta er skrítinn skolli,” sagði Stump i hálfum hljóðum við sjálfan sig. “En þetta er einmitt það sama sem Mrs. Haxton sagði þegar eg hjálpaði hanni að komast upp eftir skipsstiganum. Ha! hvað er þetta. Hvar ér eldurinn! Ef mér skjátlast ekki alveg, drengur minn, þá eru rífandi áflog eða ein- hverskonar gauragangur fyrir utan déskotans gisti- húsið. Nei, nei, blandaðu þér ekki í leik með Aröb- um, rétt eins og þú værir að ganga i makindum nið- ur Edgwore götu á laugardagskveldi; það er ekkert spaug að lenda i áflogahringiðu af þessu tagi. Þessi leggjalöngu svín væm reiðubúin að reka í þig hníf- inn bara að gamni sínu. Haltu þér alveg frá því og horfðu á leikinn álengdar. Og geföu bara ærlega á kjaftinn hverjum dóna sem ræðst á þig að fyrra brágði, þá hætta þeir.” Þessar aðvaranir Stumps, þótt góðar væru, voru ónauðsynlegar. Enginn úr hópnum kom nálægt- þeim. Aflogin eða gauragajigurinn hætti eins skyndilega og hann byrjaði og þeir voru komnir inn í gistihúsið áður en þjónarnir, sem allir voru með lífið í lúkun- um, dirfðust að segja frá því að stúlkan væri horfin. Svertinginn sein fylgdi henni niður stigann kvaðst þess fallviss að hún hefði farið sjálfviljug í kerruna, sem hefði verið við stéttina. En sorg og gremja Mr. Fenshawes þegar gistihússstjórinn sagði honum hvað fyrir hefði komið, sannfærði Royson um að staðhæfing þjónsins væri ómöguleg — næði engri átt. Atfk þess kom það í ljós glöggar og glöggar að ræn- ingjarnir höfðu hugann á Mrs. Haxton en ekki lrene. Royson braut heilann um það i eldheitri reiði og ráðaleysi hvað gera skyldi ^ARKET JJQTEL ViB sölutorgiC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Fumiture Overland J. C. MacKinnon ELECTRICAL CONTRACTOR Sher. 3019 588 Sherbrooke St. Hreinasta og Smekkbezta er Merkur og pela flcskur í kössum Fæst í smásölubúðum eða þar sem það er búið til E. L. DREWRY, Ltd. Winnipeg Honum datt i| hug að hugga Mr. Fenshawe með þvi að Irene yrði; tafarlaust slept þegar ræningjarnir fyndu út mis- gripin. Það var enginn tími til skýringa. Alt var í háa lofti. Allir þutu fram og aftur í ráðaleysi og vand- ( ræðum. Maður var sendur út af örkinni til þess að ^ sækja lögreglujþjón og alt var á ringulreið þegar Arabi nokkur kom til Roysons, andlitslag hans t sýndi það glögt að hann var af öðrum flokki en Stranda Arabarnir. Drættirnir voru hreinni, Auga- brúnirnar meira bogadrengnar og kinnbeinin hærri. Vagninn hans var einnig þannig að auðséð var að hann 'var af betra trigi, og sjálfur var hann klæddur likara Alger mönnum. Þetta var Abdullah; hafði hann skilið það í þvi sem svertinginn hafði sagt i sundurlausum setningum, að Mrs. Haxton hefði ver- ið tæld í burtu i kerrunni. Hann hafði sínar ástæð- ur fyrir því að halda að hún yrði fyrir einhverjum misþyrmingum i Massowah. Hann nefndi nafn hennar alveg rétt, en Miss Fenshawe þekti hvorugur þeirra. “Herra minn,” sagði hann og snéri sér að Dick. Hann talaði ágæta frönsku. “Kant þú að sitja hest ?” “Já”, sagði Dick, og vonaði — þótt sú von væri á litlu bygð — að þessi stillilegi ókunni maður kynni ef til vill að geta gefið einhverjar upplýsingar, þó ekki væri nema viðvíkjandi því hvemig Irene hefði verið tekin eða gint. I “Komdu þá með mér!” sagði Abdullah með sömu j stillingunni. “Eg held eg geti kannske fundið það út hvert frúin hefir verið flutt.” “Þú getur sett upp hvaða verðlaun sem þér sýn-! ist, ef þú segir satt,” svaraði Dick. “Komdu með mérj til ^ír. Fenshawe, hann staðfestir - það loforð mitt.” j “Eg þarf einskis manns hjálpar nema þinnar,” hvíslaði Abdullah. “Eg kom bara til þin vegna þess | að þú ert Evrópumaður, og eg verð að hafa einhvem mð mér til þess að afsaka mig ef eitthvað kemur fyrir. Eg er ókunnugur hér, og mér mundi ekki j verða trúað af neinum, þú lítur þannig út að þú deyir ekki ráðalaus, Komdu, herra minn, við meg- um ekki eyða tímanum til einskis.” “En eg verð að segja vinum mínum frá því.” “Nei, nei; það er ekki áríðandi, herra minn; meira að segja, það er ekki ráðlegt. Ef hugboð mitt er rétt þá verðum við tveir einir að fjalla um þetta. Hinir eru æstir og órólegir. Þeir segðu fréttimar um allar tryssur. Og ef okkur hepnast ekki ferðin, þá komum við aftur eftir hálftíma. Talaðu ekki eitt einasta orð viö nokkurn lifandi mann, en komdu með mér!” Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K S. Askdal, Minneota, Minn. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Paul Bjarnason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallori, Sask. Olg. Friðriksson, Glenboro. Albert Oliver, Brú P.°., Man. • Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. OI. Johnson, Winnipegosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurðsson, Bumt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts. Sigurður Jónsson, Bantry, N.D. Ættjarðarvinir Verndið KeiUun^ og komist bjá reikningum frá Iæknum og sjúkra- húsum með því að eiga flösku fulla —af— RODERICK DHU Pantið tafarlaust. THE CITY LIQUOR STORE, 3C8-310 Notre Dame Ave. Garry 2286. Búðinni lokað kl 6 Lögberqs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVl AÐ GERAST KAUPANDl AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI Nýjustu tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTCN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Columbia Press, L.lrriiteci Book, and Commercial Printers Phone Garry 2156 P.O Bo«3172 WINNIPKG Aðeins $2.00 á ári fyrir Lögberg og premíu þar að auki stærsta íslenzka fréttablað í heimi gjörist kaupandi þess.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.