Lögberg - 23.12.1915, Page 1

Lögberg - 23.12.1915, Page 1
Þettta pláss fæst fyrir þann sem vill auglýsa Vér viljum kaupa allskonar brúkafar skólabækur, bæði fyrir barna- skóla og alla hærri skóla. Hæsta verð borgaS fyrir þær. Einnig seljum vér eSa skiftum viS ySur á öllum öSrum bókum, gömlum sem nýjum. “Ye Olde Book Shop”, 253 Notre Dame Ave. Gegnt Grace Church, Tals. G. 3118 28. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1915 NÚMER 52 /}. Lögberg óskar viðskifta- vinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Jóla-samkomur í Fyrstu lút. kirkju, 1. J ólatrés-samkoma■ ASfangadags-kvökl, kl. 7.30. 2. Jóla-gufisþjónusta Jóladagsmorgun, kl. n. Mik- ill söngur og hátíSlegur hefir verið æfSur fyrir hátíöar-guSs- þjónustu þessa og er vandað til aö öllu leyti. 3. Guðsþjónusta annan jóladag /sunnudag) kl. 11 f. h. 4. Arsloka-guðsþjónusta sunnu- dagaskólans, annarsdags kvöld ósd.) kl. 7, vönduð og fjölbreyti- leg að vanda. Siggeir Olson, mabur Halldóru Olson yfirsetu- konu í Duluth lézt í fyrradag á Almenna spítalanum í Duluth; haföi verið skorinn upp viS sailla- veiki. Siggeir var rúmiega fim- tugur aS aldri; ættaður af Vestur- landi á Islandi. Hann var fæddur að Krossum í Staðarsveít, sonur Ólafs bónda er þar bjó fyrst og si,ðar að Brimilsvöllum í Snæfells- nessýslu. Siggeir verSur jarðaður á morgun. Manitoba-þingið. er sagt að muni koma saman 6. janúar. Þar verða engir þing- menn fyrir Fort Nelson, Churchill eða Grand Rapids, heldur ætlar stjórnin að útnefna umboðsmann fyrir þau kjördæmi, er talið líklegt að John A. Campbell lögmaður, sem áður var þingmaður fyrir Dauphin, muni hljóta þá umboðs- stöðu. Sir Richard McBride stjórnarformaður í British Colum- bia sagði af sér forustu og þing- mensku 15. þ. m. Hann hefir verið gerður að aðalumboðsmanni fyrir British Columbia í Lundúna- borg í stað J. H. Turners, sem sagt hefir af sér þeim starfa. Stjórnarformensku hefir tekist á hendur W. J. Bowser dómsmála- stjóri. Turner sá er umboðs- störfum gegndi á undan McBride var áður stjórnarformaður í British Columbia. Það er alment álitið að stjómin þar vestra sé einhver spiltasta stjórn sem Can- ada hefir nokkru sinni átt, er það illa farið þegar menn eru valdir í trúnaðarstöður um það leyti sem langvarandi klækir eru að því komnir að verða uppvísir, rétt til þess að sleppa skálkunum við hegningu. Sakir þær sem McBride er grunaður um, hefðu átt að vera rannsakaðar áður en hann var skipaður i þessa stöðu, og ef þær reyndust ástæðulausar, þá gat hann tekið við stöðunni meo sæmo. Kn undir þeim kringumstæðum sem nú eru verður þetta talið óheilla- spor og ógæfa fyrir landið. Bindindisþing í Sask- atchewan. Vegna hins mikla sigurs er bind- indismenn unnu í Saskatchewan fyrra þriðjudag, þar sem ófengi var alstaðar dæmt útlægt þar sem þess var freistað, hefir verið ákveðið að kalla saman bindindis- þing í Regina í janúarmánuði til þess að búast til algers vínsölu- banns að hausti komanda. Bónaðarháskóla er Manitoba- stjómin að hugsa um að stofna, þar sem allar deildir fylkisskól- anna 40 heyri undir. Stríðsfréttir Tyrkir réðust á brezka herdeild á fimtudaginn austur í Mesopota- miu, en biðu ósigur. Bretar tóku allmarga fanga og nokkrar byssur. Eins og getið var um fyrir nokkru meiddist Bretakonungur, þá er hann var við liðkönnun a Frakklandi. Hanti er nú orðinn heill heilsu affur, en verður þó að fara varlega með sig, því hann er mjög.eftir sig eftir veikina. 5. desember skutu Rússar á þýzkt loftskip nálægt Kalkunstöð- inni á Libau-Roumin jámbraut- inni og eyðilögðu það. Þjóðverjar sendu út þá frétt að þegar bandamenn hefðu verið að yfirgefa Serbiu hefðu tvær brezk- ar herdeildir verið strádrepnar. Þessu hefir verið opinberlega mót- mælt á Englandi sem ósönnum flugufréttum. Sir Douglas Haig hershöfðingi hefir verið gerður að yfirforingja brezka liðsins á Frakklandi og í Flandern, i stað French herfor- j 1 ingja sem hefir tekist á hendur yfirstjórn þeirra herdeilda, sem eru í brezka ríkinu. Grikkir hafa leyft bandamönn- um full not járnbrauta og her- stöðva við Saloniki. Þessu mót- mæltu Þjóðverjar og Austurrikis- menn harðlega; kváðu Grikki ná- lega hafa sagt þeim stríð á hend- ur með því, sérstaklega þar sem ]ieir óGrikkir) hefðu leyft banda- mönnum að byggja víggirðingar umhverfis Saloniki og hafast þar við. Svöruðu Grikkir því þannig að þeir gætu ekki neitað banda- mönnum um að vígtryggja Salo- niki, þar sem það væri ens'ka og frakkneska hernum svo að segja lífsskilyrði; en þessum hermönn- um hafa Grikkir lofað vernd þar eð þeir eru enn þá bandamenn Serba. Fjöldi Grikkja er að flýja frá Saloniki sökum þess að þeir óttast árásir Þjóðverja. Á þriðjudaginn fluttu Englend- ingar alt lið sitt í burt frá Suvla og Anzac og öðrum héruðum hjá Gallipoli. Var það til þess gert að geta þeim mun betur sótt á annarsstaðar, en ekki af því að þeir hefðu í hyggju að yfirgefa Gallipoli. Lloyd George hefir lýst því yfir að sigurinn í þessu stríði sé kominn undir því hvernig verkalýðurinn hagi sér. Hann kveðst þurfa 400,- 000 manns' til þess að vinna í vopnaverksmiðjum og verði verka- mannafélöginf að leyfa það að ó- æfðir menn og þeir er utan verka- mannafélaga standa, taki þátt i vinnunni. Hann kveður það lífs- nauðsyn að leggja fram alt það fé| sem þörf sé á. “Fyrir hvert cent sem sparað er í fé” sagði hann, “er borgað þúsundfalt með blóði”. Svo er njósnarstarf Þjóðverja víðtækt að talið er sannað að þeir hafi jafnvel njósnara meðal her- foringja Rússa. Hefir það sann- ast, eftir því sem prestur eínn rússneskur segir frá, að rússnesk- ir herforingjar haaf látið fara með kúlur upp í loftbátum og kasta þeim niður á þýzka bæi; en í kúlunum hafa verið ýmsar upplýs- ingar Þjóðverjum til leiðbeiningar, uppdrættir og fleira. Svo er að sjá sem öllum kurt- eisisskeytum og skiftum verði bráðlega slitið milli Bandarikjanna og Austurríkis. Wilson forseti krefst þess að Austurrikisstjórn láti að kröfum hans1 í sambandi við það að skipinu “Ankona” var sökt. En Austurrikisstjómin neit- ar því að skipstjórinn á neðansjáv- arbátnum er skipinu sökti beri nokkra ábyrgð á því, og því siður kveður hún hina minstu ábyrgð hvíla á stjóm Austurríkis og Ung- verjalands. Þykja þessi svör svo ósvífin að efst á baugi er talin óvinátta milli stjómannji. Rannsókn stendur yfir i Banda- ríkjunum viðvíkjandi samsæri af- aryfirgripsmiklu í því skyni að veita Þjóðverjum lið á ýmsan óleyfilegan hátt. Eru í því marg- ir mikilsháttar menn og í háum stöðum, og auk þess hinir og aðrir í ýmsum trúnaðarembættum, svo sem bankaþjónar og járnbrauta- menn. Starf þeirra er margvíslegt. Þeir liafa unnið að því að hindra út- flutning hervara til bandamanna; fá verksmiðjuþjóna til þess að gera verkfall; sprengja verksuiiðj- ur og skip í loft upp, eyðileggja vegi, brýr og járnbrautir og margt fleira. Læknir einn frá Canada að nafni H. S. Reland, fyrverándi þingmaður og póstmálastjóri var staddur í Þýzkalandi ]>egar stríðið byrjaöi; var hann þar í brúð- kaupsför. Honum hefir verið haldið sem herfanga. Hefir afar- mikið verið til þess revnt að fá liann laaisan, en öllum boðum hafn- að. I Lundúnaborg er herfangi þýzkur sem Rintelin heitir, hefir hann verið fundinn sannur að sök um ]>að að vera njósnari og dæmd- ur til dauða. Nú er sagt að Þýzkalandskeisari ætli sér að líf- láta Dr. Beland ef Rentelin sé tekinn af, og þeir einir kostir er hann gefi til lausnar séu að Rintelin sé slept. Þýzkur hershöfðingi atkvæða- mikill er Von Stackhausen hét, féll í striðinu nýlega og er það talinn hnekkir fyrir Þjóðverja. Það er alment álitið, þótt ekki séu fullar sannanir fyrir að Þjóðverjar og Tyrkir hugsi sér að ráðast á Suez skurðinn og reyna að hertaka hann. Hefir það frézt að Von Der Gollz hershöfðingi sé í Alepjx> að undirbúa her í þvi skyni; en ekki er talið líklegt að fyrirætlan þeirra hepnist. Almennar fréttir. Stefna Lögbergs, Uppskera í Manitoba í ár er samkvæmt stjórnarskýrslum 234,- WB333 niælar, þar af hveiti 96,- 663,912 mælar, hafrar 101,077,991, bygg 35,281,095 mælar, hör 739,- 808, rúgur 365, 572. baunir 64,955. Öll uppskera í fyrra var 139,626,- 753 mælar eða nálega 100,000,000 minna en á ár. I einum stað voru 80 mælar hveitis af ekrunni. I haust hafa aðeins verið plægðar 2,796,660 ekrur, en í fyrra haust 4di7,6i5- Lögreglustjómin á Englandi hefir gert upptækt blað og prent- smiðju kvenréttindakvenna í London. Blaðið heitir “The Suffragette” en félagið sem það gefur út “The Womens Social and Political Union”. Orsökin til þessa var sú að blaðið hafði ávít- að gerðir Englendinga á Balkan- skaganum. Miss Annie Kenny, sem er þar ein aðal konan, kvað þetta ekki hafa komið þeim á óvart. “Þeir geta bælt niður blaðið okk- ar” sagði hún, “en þeir geta aldrei bælt okkur niður sjálfar. Eins lengi og vér nátim í virkilegar fdéttir, skulum vér birta þær; eins lengi og rangindi eru höfð í frammi skulum vér opinbera þau.” fÞýtt úr Free Press”J. 600 jámbrautarmenn á “Bell” járnbrautinni gerðu verkfall í Chicago fyrra miðvikudag. Þús- undir vöruvagna teptust, sem hlaðnir voru allsknnar vörum á 17 járnbrautum sem inn til Chicago bggja. Ford og félagar hans lentu i Kirkwall á Englandi fyrra mið- vikudag og var þeim bönnuð land- ganga. Það hefir heyrst á einstöku j mönnum að þeir efuðust um það hvaða stefnu Lögberg fylgdi í bindindismálinu. Á hverju sá efi er bygður er ekki hægt að skilja. En til þess að enginn misskiln- 1 ingur geti átt sér stað, þá skal það tekið fram að blaðið fylgir ein- j dregið bindindis- og vínsölubanns- mönnum. Þessu til sönnunar má benda á það að Lögberg mun vera eina al- | menna blaðið í fylkinu sem ákveð- ið hefir komið fram í þessu máli. Öll blöðin hafa flutt breninvíns- auglýsingar, svo að segja undan- tekningarlaust. Það virðist vera stefna allra blaða í landinu að birta allar auglýsingar, livers efnis sem séu — meira að segja þær sem gjörsamlega eru andstæðar stefiiu blaðanna sjálfra — þannig minnast menn þess að “Free Press’ flutti heilar síður af gleið- letruðu lofi um Roblinstjómina við næstsíðustu kosningar. En það sem heimta má af blöð- unum aftur á móti er að þau flytji ritstjórnargreinar sem glögg- lega sýni afstöðu þeirra. Það 1 hefir Löglierg gert. Ekkert liinna j blaðanna héfir verið þar eins á- kveðið. Auðlýsingar þær sem öll eða flest blöðin hafa flutt að undan- förnu eru þess eðlis að þær leggja bindindismönnum öll þau vopn í hendur, sem þeir þurfa. Þar er oninberlega komið fram með alt það er brennivínsmenn bera sinu máli til styrktar, og þegar það liggur þannig fyrir almennings- augum, er það miklu auðveldara viðfangs' en ef það væri i skugg- anum, eins og áður hefir verið. Þessar greinar um gæði brenni- vínssölunnar sýna hversu málstað- urinn er veikur. DRENGILEGA GERT. Bindindismenn vinna stórsigur. Gimli- búar á undan öðrum. fylst vígamóði og nýrri von og þeim orðið meira ágengt. Það að svona fór hefir aftur á móti gagnstæð áhrif á þá; þeir sjá það á þessu hvers þeir eiga að vænta og þeir missa talsvert af þeirri sigurvon, er þeir kunna að hafa haft ; talsvert af trausti, tals- vert af starfsþreki; þeir verða miklu linari í sóknum, ef ekki vit- andi, þá óafvitandi — þetta er mannlegt eðli sem ekki verður raskað. Bindindismenn aftur á móti hafa með þessu fengið nýjar og sterkar vonir, meira traust, bjart- ari hugsanir, öflugra starfsþrek og margfalt meiri moguleika til sigurs — þetta eru lika mannleg- ir eiginleikar sem altaf birtast við hvern unnin sigur. Atkvæðagreiðslan á Gimli á þriðjudaginn fór þannig að bind- indismenn unnit stórfeldan sigur. Með vínbanni voru greidd 149 at- kvæði en á móti aðeins 41. Er þetta ein sönnunin enn fyrir því hversu sterk bindindis aldan er að verða. Þetta hefir meiri áhrif en í fljótu bragði kann að virðast. Það hefir ómetanldga mikil sálar- fræðisleg áhrif. Það er sannreynd, sem enginn getur á móti mælt að von og trú vinna hálfan sigur. Hefðu brenni- vínsmenn unnið í þessum eina stað sem nú var reynt, þá hefði það veriö notað sem gleiðrituð auðlýsing til þess að telja fólki trú um að alþýðan væri ekki vínbanni hlynt og að vinið mundi vinna sig- ur í vor. Sumir hefðu trúað þvi, og brennivínsmennimir hefðu trú- að því sjálfir. Þeir hefðu þvi Frá íslandi. Sjötíu nemendur á Flensborgar- skólanum í vetur. Á Austurlandi var sumarið mjög votviðrasamt og voru hey úti t Mýrdal í byrjun nóvember. Höfðu þar ekki verið nema örfá- ir þurkdagar síðan um höfuðdag. Breiðfirðingar hafa komto ser upp bát til umferðar um flóann. Hann er smíðaður í Kaupmanna- höfn og er um 80 smálesttr; veltn hefir 90 hestöfl. Skipstjóri er Oddur Valentínusson. Bæjarstjómin t Reykjavík ætlar að láta byggja nýja bryggju út frá “Batteríenu” og á hún að kosta 7000 kr. Nýja uppfyllingu á einn- ig að gera í höfninni frá Geirs- kryggjunni, er kostar 18,000 kr. og út frá þeirri uppfyllingu tvær brygííjur fyrir 5500 kr. Þessar bryggjur verða til þess að botn- vörpungar geti skipað þar upp fiski sínum og geymt hann þar. Nýlega réðust nokkrir háhym- ingar á reiðarfisk ('HrefnuJ í Hvalfirði ttndan Innrahólmi og gengu þeir af henni dauðri. Bæjarkosningarnar Sem yfirráðsmenn voru þessir kosnir; R. S. Shore, J. J. Wallage, John W. Astley og J. W. Cock- bttm. Munaði aðeins litlu að Robert Snook næði kosningu á móti Shore. McArthur og Mid- winter töpuðu báðir. Thos. H. Johnson ráðherra kom hingað aftur vestan frá liafi á sunnudaginn af þingi því sem haldið var þar af fulltrú- um fjögra fylkjanna. Var þar ákveðið að öll vesturfylkin skyldu hér eftir hafa sömu bækur í öllum al]>ýðuskólum, sömu mentaskih rði og sömtt próf. Á fulltrúanefnd allra fylkjanna að unchrbúa þessa breytingu og koma henni í fram- kvæmd tafarlaust. Þetta eru sannarlega mikilsverð- ar og þarfar umbætur í mentamál- um og hefðtt átt að vera fyrir löngu gerðar. Járnbrautarslys. 17. þ. m. rákust þrjár járn- brautarlestir á nálægt Jarrow á Englandi. 16 mauns dóu sam- stundis en yfir 50 meiddust. * Wilson forseti kvæntur P'orseti Bandaríkjanna og Mrs. A. W. Howe, auðmannsekkja frá Philadelphia héldu brúðkaup sitt á laugardagskveldið að heimili brúð- arinnar. Santi dagur var til þess valinn að skíra dótturdóttur Wilsons sjö mánaða gamla; er hún dóttir Mr. cfg Mrs. McAdoo. Hún var skírð eftir fyrri konu Wilsons. ♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦*♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+4-++ t * * ♦ ♦ ♦ + ♦ + ♦ + ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦+^4.f.4.f-4.4.4.+4.>4.>.4.4.^,>4. >4. +♦+♦+♦+♦+♦♦♦♦♦+♦+♦+♦♦♦+♦♦♦+♦+♦♦♦+♦+♦♦♦+♦+♦+♦♦♦♦♦+♦♦♦+♦♦♦ Lögberg óskar hinum stóra syni hinnar litlu þjóðar, Vilhjálmi Stefánssyni, gleðilegra jóla og góðs árs. + ♦ + + + ♦ Frá því var skýrt nýlega að læknir að nafni Haiselden í Chicago hefði látið nýfætt bam deyja sökum þess að það var van- skapað. Nú hefir læknafélagið í rikinu hafiö rannsókn gegn honum og kveður athöfn hans hafa verið ósamboðna læknastéttinni og verði hann dærndur sekur tapar hann læknisleyfi fyrir fult og alt. X++-f+++++++++++++++++++-f^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦+++4+^+44. 4.4^4, t ♦ Til Vilhjálms Stefánssonar. 4, Sungið i samsæti er honunt var haldið í Wyn- * >'ard l>egar hann Iagði af stað í síðustu för sína. Welcome! Welcome to thy mother’s1 home, Welóome! Wynyard is thy mother’s home. Not in pomp or splendor of magnificent Rome We meet thee — but like brothers from thy mother’s home, We meet thee just like brothers from thy mother’s home. Farewell! Providence abide with thee Farewell! Turning every tide with thee May the god of science uphold the light for thee. Farewell, our prayers shall fight for thee, abide with thee. Farewell, our prayers shall fight for thee, abide with thee. Sig. Júl. Jóhannesson. ♦ + ♦ + ♦ + ♦ + i t t i l t ♦ + I i t t ♦ + ♦ + t t t t t t +♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦+♦++ +4fM.4.44. +4.4.4 4 4.4.4.444.44. ♦♦♦♦♦♦

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.