Lögberg - 27.01.1916, Blaðsíða 1
Þetta pláss í blaðinu
er til sölu.
\
Vér viljum kaupa
allskonar brúkaðar skólabækur, bæ(5i fyrir barna-
sköla og alla hærri skóla. Hæsta verB borgað fyrir
þær. Einnig seljum vér eSa skiftum vi8 yBur &
öllum öSrum bókum, gömlum sem nýjum.
“Ye Olde Book Shop”, 253 Notre Dame Ave.
Gegnt Grace ChurcK, Tals. G. 31 18
29. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FfMTUDAGINN 27. JANÚAR 1916
NÚMER 4
ÍSLENZKIR ATKVÆÐAMENN
Eftii
THORSON
Svo heitir þaS sem fylt hefir
þennan part Lögbergs um tíma og
vertSur þar framvegis um nokkra
stund. Þar eru sýndar myndir af
leiöandi Islendingum og um þá
ritaö þannig að stuttlega er drepiö
á störf þeirra og framkvæmdir.
Blaöiö hefir samiö viö C. Thorson
um þessar myndir, þannig aö hann
láti það hafa eina mynd á hverri
viku fyrst um sinn. En þessa
viku kemur engin mynd fyrir þá
ástoeðu að Thorson er önnum kaf-
inn við myndagerð fyrir ýms félög
sem þátt taka i hátíðahaldi þvi er
fram fer í bænum í næsta mánuði.
í næsta blaði halda myndimar
áfram.
Þetta mun vera í fyrsta skifti
sem svona myndir birtast í ís-
lenzku blaði, en þær eru algengar
i ýmsum betri blöðum meðal ann-
ara þjóða. Sérstaklega bæði i
Canada og Bandarikjunum.
Snjóskriða veldur slysi.
Járnbrautarlest verftur fyrir flóð- i
inu; fjórtán manns missa lífið
og margir slasast.
“Punch” á Englandi sumum drátt-
listar mönnum sínum $25,000 á
ári. Thorson er eini maðurinn
hér í Vestur Canada sem dregur
pennamyndir af þessu tagi nú
sem stendur, og er ætlast til að all-
margir íslendingar verði þannig
sýndir. Auðvitað verður þeirri
kurteisis reglu fylgt að birta ekki
mynd af neinum nema með því að
fá leyfi hans til þess áður. En
þess skal getið að ekkert verður
farið eftir neinum flokkum í val-
inu. Myndirnar verða af mönn-
um úr öllum flokkum með öllum
skoðunum, og í engri ákveðinni
röð, heldur rétt af handa hófi að
öllu nema þvi að einungis verða
sýndir atkvæðamenn.
Þess skal getið að með síðustu
myndinni var sagt að Th. Oddson
væri eini íslendingurinn í sögu
Schoufields, en það er misskilning-
ur. Hann er eini íslendingurínn
sem þar er flutt mynd af, en æfi-
og starfságrip þessara er þar einn-
Rannsókn neitað.
Þess var krafist i Ottawa þmg-
ing að rannsókn yrði hafin viðvíkj- j
andi fjárdrætti í tilbúningi og söluj
skotfæra til Bretlands, en því hef-j
Fulltrúar látnir lausir.
Um alllangan tíma að undan-
fömu liafa fulltrúar Þýzkalands,
Austurríkis, Tyrklands og Bul-
gariu í Saloniki verið haföir i
haldi af bandamönnum á frakk-
nesku herskipi. En Bandarikin
hafa þar skorist í leik og krafist
þess að þeir yrðu látnir lausir, og
var því hlýtt; en heim verða þeir
að fara, hver til sín.
Á fund stjórnarinnar.
Nefnd manna fór á fund fylk-
isstjórnarinnar á föstudaginn til
þess að ræða um aðstoð þá er
stjómin hefði í hyggju að veitai
bændum. Kvað stjómin fmmvarp
Winklers um það að láta menn
hafa ákeypis nokkrar kýr til þess
að byrja með búskap mundu fara í
gegn um þingið viðstöðulaust.
Nefndin lagði til að það yrði gert.
og kvað það mundu auka búnað-
arábuga og verða mönnum mikil
hjálp. Þá var rætt um peningalán
handa búendum og kvaðst stjóm-
in hafa í hyggju að koma fram
með frumvarp í því máli, en sök-
um þess að bændur þyrftu bæði
að fá lán meö góðum kjörum og
líka til langs tíma, þá teldi hún
ráðlegra að fara gætilega og þreifa
fyrir sér sem bezt. í nefndinni
voru þessir: J. E. Adamson þing-
mannsefni, Skúli Sigiusson, Lobb,
Ferlev og Prout.
Rannsókn lokið.
Sækjast blöðin eftir að flytja
þess kor.ar myndir og eru þær ig: Thos. H. Johnson, Dr. Brand-
“lesnar” ef svo mætti að orði j son, Dr. O. Björnson, Árni Egg-
komast, með sérstakri athygli og ertsson, J. J. Yopni, J. J. Bíldfell
ánægju. Sum stóru blöðin hafa'og fleiri. — Einnig átti alþingis-
launaða menn við þess konar húsið að kosta $300,000, en ekki
myndagerð, t. d. borgar blaðið1 $30,000.
Great Northern járnbrautarlest-
in nr. 25 varð fyrir snjóskriðu á
laugardaginn. Lestin var kyr ná-
lægt jámbrautarstöðinni við Corea
í vesturhlíð Cascada fjallanna, rétt
uppi undir fjallstindi. Þegar snjó-
skriðan féll, urðu vagnarnir fyrir
og bárust 300 fet niður hlíðina.
Allir sem voru í tveim vögnunum I
dóu eða skaðmeiddust. Lestin
var á ferð frá Spakane til Seattle
og er Corea um 120 mílur frá
Seattle.
Vínsölubann samþykt.
Atkvæði voru nýlega greidd um'
vínsölubann í Petrolea í Ontario. j
Þar eru lögin svo ranglát að þau
ákveða 3-5. atkvæða tíl þess að
vínsölubann sé samþykt; en þrátt
fyrir það unnu bindindismenn.
Aldan viröist alstaðar stefna í
sömu áttina.
Bindindismenn sigra.
Atkvæði voru greidd nýlega um
vínsölubann í Lachute í Quebec.
Þar voru greidd 316 atkvæði og
voru 312 feð en að eins 4 á móti.
Sama sagan og annarsstaðar.
Eins mun fara í vor í Manitoba.
-----
Tíu þúsundir teknir af
kaupi ökumanna.
A verkamannafundi sem haldinn
var í bænum á föstudaginn gaf
W. H. Hoop þær upplýsingar að
mjólkurfélögin í bænitm tækju af
kaupi ökumanna rúma $10,000
árlega fyrir flöskur sem brotna og
tapast. Hann kveðst liafa
komist að því að nýlega hafi verið
teknir $1.25—$1.50 af vikukaupi
manna fyrir brotnar og horfnar
flöskur.
Hoop kvað þetta vera þeim að
kenna, sem mjólkina keyptu,
sumir skiluðu flöskunum aldrei,
S'Umir notuðu þær til þess að láta
í þær steinolíu, sumir hentu þeim
út í rtisl o. s. frv.
Skoraði hann á fólk að athuga
þetta, því það væri hróplega rangt
gagnvart ökumönnunum.
V erzlunarbannslög.
Þingið á Englandi hefir sam-
þykt lög, sem banna öllum ein-j
staklingum og félögum, sem ættir j
eiga að rekja til einhverra af and- j
stæðinga þjóðum í stríð’nu áð 1
reka nokkra verzlun í nokkurri j
mynd þar i landi. Þetta er í því
skyni gert að ltindra þýzka verzl-
tm og gróða í Englandi, eftir
striðið, þegar hið fyrirhugaða
verzlunarstrið á að byrja.
ir verið neitað.
Heldur stjómin því fram að
það heyri til alríkisstjóminni og
neitar þv* aS hefjast handa.
Fyrstal sporið
Eins og kunnugt er fara at-
kvæði fram 13. rnarz um það
hvort hér skuli selt áfengi eftir-
leiðis eða ekki. Er mikill viðbún-
aður á báðar hliðar.
Bindindismenn hafa undirbúið
baráttuna eftir föngum og taka
þar saman höndum öll bindindis-
félögin, kirkjurnar og siðbótafé-
lögin.
Verða fundir haldnir víðsvegar
um fylkið öðm hvoru þangað til
atkvæðagreiðslan fer fram og
verður fyrsti fundurinn haldinn í
Goodtemplarahúsinu í kvöld
(fimtudag).
Verða þar ágætir ræðumenn
bæði íslenzkir og enskir og margs
konar skemtanir aðrar. Á meðal
Islendinga sem þar tala verður
séra B. B. Jónsson forseti kirkju-
félagsins.
Fundurinn byrjar kl. 8 og kost-
ar ekki neitt, er því enginn efi á
því að þar verður margt manna.
Þetta er fyrsta sporið i þessari
baráttu.
Bonnar í Washington
Verið er að reyna að flýta máli
Kellys eftir föngum. Bonnar lög-
maður stjómarinnar er staddur í
Washington í því skym að þerða
á yfirvöldum Bandaríkjanná í úr-
skuröi sinum.
Mál ráðherranna þriggja fyrir
samsæri kemur fyrir rétt i marz
mánuði og er búist við að Kelly
verði kominn hingað fyrir, eða um
það Ieyti. Hann hefir áfrýjað
máli sinu til hæsta réttar Bandar
ríkjanna, þegar það er þar dæmt,
er því lokið og er enginn efi talinn
á því að hann verði að koma
norður.
Bretar sökkva tveimur
skipuin.
Neðansjávarbátur’ frá Bretum
sökti stóru skipi fyrir Austurrík-
ismönnum í Adriahafinu á föstu-
daginn, og sömuleiðis fallbyssubát,
sem kom hinu skipinu til hjálpar.
Tóku þeir báðar skipshafnirnar til
fanga.
Kaupi hermanna haldiS eftir.
Herstjórnin hefir ákveðið að
helmingi af kaupi hermannanna
sem í striðinu eru skuli haldið
eftir, þangað til þeir komi heim
aftur. F.r þetta ákvæði talið nauð-
synlegt, bæði til þess að tryggja
reglu ok erns hermönnunum sjálf-
tim til hagsmtma.
Rannsókn hefir staðið yfir í
Bandaríkjunum til þess að kom-
ast eftir hver bæri ábyrgð á því
að skipinu Persia var sökt. Var
því fyrst haldið fram að það
j hefði verið framió af þýzkum neð-
ansjávarbáti, en það var ekki; þá
var álitið að Austurríkismenn
hefðu verið valdir að því; það var
rannsakað nte ð mikilli fyrirhöfn
og nákvæmni og varð niðurstaðan
sú að það sé ekki af völdum Aust-
urríkismanna. Er nú talið eins
líklegt að skipið hafi annaðhvort
rekist á tundurdufl eða að spreng-
ing hafi orðið í því sjálfu af ein-
hverjunt ókunnum orsökum.
Járnbrautarkaup.
Sú fregn er sögð að Sambands-
stjómin hafi ákveðið að taka að
sér eða kaupa G. T. P. járnbraut-
ina frá Winnipeg til Kyrrahafs-
strandar 1. febrúar.
Eru það stærstu kaup- sein
nokkru sinni hafa verið gerð hér
í landi og nema hundruðum mil-
jóna.
Fljóthnýttir hnútar.
Hjónabönd á Skotlandi hafa
verið fleiri í ár, en dæmi séu til
áður, og eru giftingarsiðir þar í
landi svo stuttir, að fólk getur
látið hnýta hnútinn um leið og
það fer í vinnu sína eða kemur úr
henni, án þess að tapa nokkriun
tíma. Kirkjan hefir ekkert'með
þau hjónabönd að gera og hafa
prestarnir mótmælt því svo árum
skiftir, en ekki unnið neitt i þá átt
að fá því breytt.
Giftingin er á þessa leið:
Brúðguminn fer til dómarans
með konuefnið, sverja þau að alt
sem þau beri fram sé rétt, lýsa þvi
yfir að þau séu einhleyp, hafi átt
heima á Skotlandi ákveðinn tíma
og að því búnu skipar dómarinn
að færa nöfn þeirra inn í ríkis-
bækumar, þau séu rétt hjón.
Þessa hjónabands aðferð hafa
margir hermenn notað sér;" þvkir
þeim hún þægileg bæði vegna
tímasparnaðar og annars. Þess
konar hjónabönd vom 4000 í
Glasc^w árið sem leið, og eru það
1500 fleira en í fyrra, og 1690 í
Edinborg.
Járnbrautarslys
Járnbrautarslys varð í St. Boni-
face á mánudaginn var; rákust
tvær lestir hvor á aðra og varð
það þremur mönnum að bana;
tveir létu lífið samstundis, en sá
þriðji dó eftir nokkurn tíma.
Ungverjar krefjast
friðar.
Fregnir berast um það að Ung-
verjar séu þreyttir á stríðinu og
krefjist þess að því sé hætt.
Korolyi greifi er sagt að hafi ný-
lega flutt langa ræðu og snjalla
og haldið því fram aö striðsástæð-
an fyrir Ungverja sé á enda og því
takmarki náð sem þeir hafi ætlað
sér. Það hafi aoeins verið til þess
að hefna sín á Serbum fyrir ríkis-
erfingja drápið; nú sé það gert
þar sem Serbia sé að fullu yfir-
buguð og sjái hann því enga á-
stæðu til lengra stríðs frá Ung-
verja hálfu. Vilji Austurríkis-
menn halda áfram, þá leggur hann
til að Ungverjar semji sérstakan
frið.
Hœkkar í tigninni.
Maður að nafrii George Young,
sem heima átti að 134 Carlton St.
i Winnipeg var hér við blaða-
fréttir um langan tíma/ Hann
hefir nú fengið stöðu sem aðal-
maður við “Los Angelos Examin-
er”, eitt af stórblöðum W. R.
Hearsts. Var hann fyrst í New
York og siðan í Chicago, þangað
til hann tók við þessu starfi.
Hermannaheimili.
Nefnd sú sem kosin var hér i
október i fyrra til eftirlits særð-
um heimkomnum hermönnum,
hefir nú ákveðið að byggja stórt
hejmili handa þeim er særðir I
koma.
A það að vera einhversstaðar
meðfram Rauðánli og byggjast á
100 ekrum. Heipiilið á að rúma
300—400 manns <|g verður byrjað
á því snemma í vðr.
Bæjarfvéttir.
Viggo G. Sölvason frá Winona,
Minnesota (fóstursonur Sveins'
sál. Sölvasonar) kom til bæjarins
á þriðjudaginn til þess að vera við
jarðarför fóstra síns. Hann er
háskólakennari þar syðra. — Mr.
Sölvason taldi það mikil viðbrigði
að koma hingað norður í kuldánn,
því þar syðra var hláka og hlý-
viðri þegar hann lagði af stað.
Þorsteinn Indriðason frá Kanda
har og kona hans með honum. Hún
er dóttir Sveins sál. Sölvasonar
og komu þau til að vera við jarð-
arförina.
Jarðarfcr Sveins Sölvasonar, sem
lézt á Gamalmenna heimilinu á
Gimli, fer fram á morgun (föstu-
daginnj kl. 2 e. h. frá Fyrstu lút.
kirkjunni i Winnipeg.
Hin ágæta þýðing Jóns Run-
ólfssonar sem birtist í síðasta
blaði var svo óglögt skrifuð að
tæpase var læs. í henni eru því
nokkrar misprentanir, sem Ieið-
réttar verða næst, auk fagurra
kvæða sem þá birtast eftir Jón.
Hann er alment viðurkendur fyrir
það að vera bezti þýðari á ljóð,
sem Islendingar eiga hér í álfu,
enda er þýðingin á köflum hans
úr “Enok Arden” meistaraverk.
Ný brauðlög koma í gildi í
bænum 1. febrúar. Efir það
verða allir bakarar að setja miöa
á hvert brauð með nafni og vigt.
Venjulegt brauð á að vera 20
únsur. Einnig mega bakarar búa
til fínni brauð sem vigta 16 og 32
únsur. Pund eru 16 únsur.
Halldór Arnason frá Cypres
hefir dvalið um tíma hér i btenum
hjá Lárusi bróður sínum,
Fyrsti lút. söfnuður hélt safn-
aðarfund eftir messu á sunnu-
daginn var, til þess að kjósa full-
trúa í staðinn fyrir herra H.
Bjarnason, er var einn af þeim er
kosinn var á ársfundinum. Kos-
inn var Dr. B. J. Brandson.
Er þá stjórnamefnd safnaðar-
ins fyrir yfirstandandi ár kosin
sem fylgir;
Dr. B. J. Brandson forseti,
Jónas Jóhannesson féhirðir,
Guttormur Finnbogason ritari,
Halldór Methusalemson og
V. A. Albert.
“Eg hefði aldrei trúað
því.,,
Þegar eg var á leið heim af
“Hermiþingi” Liberal klúbbsins á
mánudagskveldið, gengu tveir
menn á undan mér og voru að tala
saman: “Eg hefði aldrei trúað því
að þetta gæti verið svona skemti-
legt” sagði annar þeirra, “það er
ein bezta kveldskemtun sem eg
hefi átt núna lengi—lengi.”
“Já, ef pólitísku klúbbamir
væru altaf svona skemtilegir og
fræðandi, þá gerðu þeir meira
gagn en oft vill verða” svaraði
hinn.
Og svo fóru þeir að tala um
þingið; hvað það hefði verið
fjölsótt, svo að segja fult hús, þótt
heljar kuldi væri.
“Já, eg hefi nú verið á þessum
klúbbafundum öðru hvoru í mörg
ár’’ sagði annar, “en eg man tæp-
lega eftir að eg hafi séð þar kven-
fólk fyr en núna. Það er annars
gleðilegt að þær ætla að 'byrja að
taka þátt í landsmálum undir eins
þegr þær fá atkvæði. Þetta er
i líka svo ágætt tækifæri fyrir þær.
Þessi hermiþing veru reglulegur
skóli; það var einmitt pólitísk
fræðsla sem fólkið þarf, og þama
fæst hún — þarna er hún öllum
opin ókeypis.
Mikið logandi töluðu þeir ann-
ars skemtilega. Að heyra þá
kappræða skólamálið, hann pró-
fessor Johannson og hann Joseph
Thorson, það var regluleg unvm;
báðar ræðurnar þrungnar af viti
og rökum, hvor fyrir sína hlið
eftir ástæðum. Og þótt eg sé
1 eindregið á móti margra mála;
; skólum, þá verö eg að segja það
að mörg atriði sem hann Jón
Bíldfell dró fram, snertu mig
djúpt og svo mun hafa verið með
fleiri.”
“En fögnuðurinn hjá andstæð-
ingum stjórnarinnar þegar Dr.
Brandson sagði af sér ráöherra-
stöðunni og lýsti því yfir að hann
gengi i flokk með hinum, vegna
skólamálsins.”
“Eg dáist mest að því hvað
þetta fer vel fram hjá þeim;
þama halda þeir fram sinni hlið-
inni hvorir um sig alveg af alefli
hlifðarlaust, en það er samt alt í
bróðemi og vinsemd, og i fullum
1 skilningi þess að þeir eru þarna
saman komnir til þess að læra og
kenna, fræðast og fræða, skemta
og njóta. Eg er þá illa svikinn ef
ekki verður mannkvæmt á þing-
inu hjá þeim næsta mánudag. Þá
opnar víst Dr. Brandson umræð-
umar, fyrst hann lagði til að þeim
væri frestað síðast. Það verður
gaman að vita hvern þeir setja
upp sem verkamálaráðherra í
staðinn fyrir hann.”
“Jæja, lagsi, við skulum verða
samferða á mánudaginn og gæta
þess að koma nógu snemma til
þess að við missum ekkert af því
sem sagt verður.”
------
Ferðamanna nefnd
Fulltrúaf frá ferðamanna fé-
laginu heimsóttu Norrisstjómina
á föstudaginn, þess erindis að
biðja hana að breyta að ýmsu leyti
gistihúsa lögum fylkisins, ef vín-
sölubannið yrði samþykt. Em
þeir hræddir um að reynt verði að
færa svo upp gistingu og greiða
að óbærilegt verði, og krefjast
þess að stjómin skerist þannig í
leikinn að það geti ekki orðið.
Vilja þeir samt alls ekki þröngva
kosti þeirra sem gistihúsin eiga,
heldur veita þeim ýms hluntiindi.
Þeir fara fram á að gistihúsin
verði að fylgja einhverjum lög-
ákveðnum reglum, ferðamönnum
til sanngjarnrar vemdunar. Þeir
vilja einnig að fyrir því sé gengist
að gistihúsum fjölgi. Kváðu þeir
gistihús' í fylkinu aðeins vera í 88
| stöðum, en þurfa al vera i 568
* stöðum.
Þeir vilja láta gistihús hafa
einkaleyfi í öllum bæjum til þess
að selja tóbak og hafa knattleika-
borð.
Flóð í Bandaríkjunum |
Geysimiklir vatnavextir hafa i
verið í miörikjum Bandaríkjanna,
svo sem Illinois. Hellirigningar
og hlýviðri vom orsakir þess.
Eignir hafa skemst svo hundruð-
um þúsunda nemur, jámbrautar-
lestir hafa hindrast, margir bæir
eru í stórhættu fyrirþví að drep-
sóttir komi upp vegna þess að
neyzluvatnið hefir óhreinkast. íi
Chicago em afarmiklar skemdir
og í fimtíu mílna svæði út frá
bænum í allar áttir. jolliet,
Aurora og Elgin í Illinois hafa
orðið fjrrir mestu tjóni. í Chicago
stöövuðu vatnavextir framrás
bæjarrennanna og fyltust kjallarar
af vatni.
Fimm nefndirí eina
Thos. H. Johnson verkamála-
ráðherrá bar upp frumvarp í
þinginu á mánudaginn um það að
sameina fimm nefndir sem starfa
undir umsjón stjómarinnar í eina.
Þær era þessar. 1. Eftirlitsnefnd
með vinnustofum. 2. Eftirlits-
nefnd með brauðgerðarhúsum. 3.
Eftirlitsnefnd með verksmiðjum.
4. Eftirlitsnefnd með byggingum
og 5. Eftirlitsnefnd með málefn-
um verkamanna alment. Fyrst-
talda nefndin átti að ákveða hver
Iengstur mátti vera vinnutími á
vinnustofum; hverjir yngstir
máttu vinna þar og einnig átti hún
að líta þar eftir heilbrigðismálum.
Þessi nefnd var ákveðin fyrir
mörgum árum, en hún hefir aldrei
gert neitt. Johnson kvað þau lög
aðeins hafa verið dauðan bókstaf.
Öll þessi störf verða nú fengin í
hendur einni verkamarinanefnd og
henni veitt meira fé bæði til þess
að safna skýrslum og ýmislegs
annars.
Kosningasvik.
R. A. Rigg, þingmaður fyrir
Norður Winnipeg hefir komið
fram með ákærur í þinginu mn
það að svik hafi átt sér stað við
talningu atkvæða í Norður Winni-
peg um kosningamar i sumar
Kveður hann það hafa verið að
undirlagi þess er á móti sér sótti.
Hudson dómsmálastjóri hefir að-
al framkvæmdarvald í þess konar
málum og krefst Rigg þess að
hann láti rannsaka þetta. Dixon
þingmaður fyrir Mið Winnipeg
krefst þess einnig og kveðst ætla
að bera upp fmmvarp eða uppá-
stungu þess efnis; telur hann víst
að ef ástæður virðist nógu sterkar |
til 'þess að hefja rannsókn þá láti j
Hudson gera það.
Kröfur kvenna.
Eins og kunnugt er nata konur
í Manitoba fengið fulla vissu fyr-
ir því að þær fá atkvæðisrétt og
kjörgengi. En sökum þess að
ákveðið hefir verið að grei'ða at-
kvæði á sömu kjörskrárnar sem
notaðar vom í fyrra, þegar ákveð-
ið verður um vínsölubannið, af
þvi leiðir það að konur fá ekki at-
kvæði í því máli.
Nú hafa brennivinsmennimir
farið fram á það að þannig sé
breytt löguniun að hermönnum
séu leyfð atkvæði þótt þeir séu
ekki þar staddir sem þeir eiga þau.
En á þriöjudaginn ákváðu kon-
ur kvenréttindafélagsins að krefj-
ast þess að ef kjörskránum sé
breytt á apnað borð, þá sé þcim
einnig breytt þannig að þær fái
atkvæði tafarlaust, eða svo
snemrrui að þær geti neytt atkvæð-
is sins við vínbannsmálið. “Ef
lögunum er breytt fyrir einn viss-
an flokk af borgurum landsins”
segja þær, “þá er ósanngjamt að
neita öðrum flokk um breytingu.
Annað hvort verða engar breyt-
ingar eða við krefjumst atkvæða.”
Hvernig þessu verð i ráðið til
lykta, er óvíst enn. Stjómin hef-
ir komið mjög sanngjamlega
fram hingað til bæði í þessu máli
og öðrum og er því engin ástæða
til að gruna hana run nokkra
ósanngirni. Á því er enginn efi
að ef konur fá atkvæði svo
snemma að þær geti neytt þeirra
við þetta tækifæri, þá er bindind-
ismönnum sigur vis; það er þess
vegna að sjálfsögðu eindregin ósk
þeirra allra að svo verði — og
von þeirra allra.
BITAR
“Af öllu böli og bölvun mann-
kynsins, öllu sem kramið hefir í
sundur hjarta kcmunnar, eyði’agt
æskuna, leitt svívirðingu- yfir menn
og konur, og sléttað veginn til
helvítis, getur ekkert jafnast á við
drykkjuskaparbölið”. Séra Doyle.
Ef brennivín og þar með
drykkjuskapur er afnumið í
Manitoba, þá er fylkiö svift ein-
hverri mestu blessun, sem því
hefir hlotnast, samkvæmt dómi
vínsalans. Hvorum á að trúa?
Það er talað um aö útrýma tær-
ingunni. Ráðumst fyrst á áfeng-
iö, sem er orsök tæringarinnar í
afarmörgum tilfellum.
Það er talað um að bœta hrein-
læti og framfylgja hreinlætisregl-
um. Afnemið fyrst brenniv nið
með drykkjuskapnum, sem er að-
| al orsök viðbjóðs og óhrein'ætis.
“Ekkert stríð, engin drepsótt eða
plága á meðal mannkynsins, hvorki
kólera né tæring né hungurdauði
hefir orðið eins mörgum að tjóni,
j valdið eins mikilli fátækt, kvölum
og dauða og áfengisnautnin”. —
Charles Darwin.
Þar sem hindmð er brenni-
vinssala og brennivínsdrykkkja,
þar eykst ósiðferði, en með
drykkjuskapnum vex siðferðið,
eftir kenningum vínsalans. Hvom
ætli sé meira að marka?
j Kvenfólk er miklu gjamara á
: þaö en karlmenn að reyna að trú-
j lofa annað fólk. Fyrir því geta
I verið aðeins tvær ástæour; annað-
1 hvort sú að konum þyki skemti-
legra hjónaband en mönnum og
vilji koma systrum sínum sem
fyrst i dýrðina, eða konum líði ver
j í hjónabandi en mönnum og vi'ji
koma öðrum í þaö af því aö þeim
finnist sætara sameiginlegt skip-
brot.
C. B. Júlíus var að andæfa
mótstöðumanni sínum á “Hermi-
þinginu” nýlega, og sagði þá þessa
sögu: Nýgift hjón í Winnipeg
byrjuðu búskap. Eftir nokkur ár
vom þau orðin að athlægi i ná-
grenninu fyrir það að þau ættu
engjn böm. Þau fóm því einn
góðan veðurdag niður til Eatons
og keyptu sér bamakerru, út-
bjuggn hana eins og í henni væri
barn og óku henni um allar götur.
“Það var ekkert að kerrunni
nema það að hún var tóm” sagði
B. Júlíus, og eins kvað hann ræðu
andstæðings síns vera.
Legsteina salinn var að stinga
upp á ýmsum setningum til að láta
höggva á legstein, sem kona var
að kaupa yfir manninn sinn:
“Hvemig væri að hafa það “Kom
inn heim?” sagði hann.
“Eg held það væri ágætt’’ svar-
aði ekkjan. “Hann kcm aldrei
heim fyr en hann mátti til hvort
sem var.”
Aður fyr urðu þeir einir hers-
höfðingjar, sem höfðu öðhst
hem:Fiar þekkingu eftir langa æf-
ingu, nú eru þeir gerðir hershöfð-
! ingjar sem eru ríkir eða af “göf-
ugum” ættum. Margt breytist.
“Ungi maður!” sagði faðir
j Guðrúnar. “Ætlarðu að gefa
1 henni samskcmar heimili og hún
hefir vanist?”
“Nei, svei mér þá!” svaraöi
biðillinn. “Á okkar heimili verð-
ur enginn geðillur faðir sem
bölvar öllum og lætur öllum líða
illa með stöðugum aðfinslum. Á
okkar heimili verður engin nöldr-
unarsöm móðir sem skammar
hana fyrir að hún vill vera al-
mennilega til fara. Á okkar
heimili verður enginn eldri bróð-
ir sem skammar hana fyrir að
j hafa ekki gert helminginn af því
j verki sem liann átti að gera. Á
j okkar heimili verður enginn
; yngri bróðir til þess að kvelja
j hana með hávaða, þegar hún hef-
ir höfuðverk. Á okkar heimili
verður enginn yngrt systir, scm
ekkert gerir annað en lesa vitlaus-
ar skáldsögur, þegar Guðrún verð-
ur að gera öll verkin. Nei, svei
mér þá alla daga ef hún skal hafa
sams konar heimili og hún er vön
við!”
Svo Gamalmenna heimilið var
sama sem stofnað af Únítara fé-
I laginu! Hann er fyndinn I,and-
I inn, þegar hann tekur sig til!