Lögberg - 27.01.1916, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.01.1916, Blaðsíða 3
0 LÖGfiíiitíi, FIMTUDAGINN 27. JANUAR 1916 LUKKUHJOLIÐ. Eftir LOUIS TRACY. “Þau eru rétt hvort handa öðru, barónninn og hhn' þar hæfir skel kjafti, Miss Fenshawe” sagSi Stump. “Eg hefi veitt þeim eftirtckt, og fari eg þá norður og niður ef þau eru ekki komin í einhverja klípu núna.” Irene ieit á iiann undrandi, því orð þessa klunna- lega sjómonns áttu undarlega vel við það, sem henni hafði sjálfri dottið í hug. “Þú segðir það ekki ef þú vissir hvers vegna þau fóru svona fljótlega i burtu” sagði hún. “Getur verið ekki, Miss Fenshawe. En svo get- ur líka skeð að þú hafir ekki heyrt nema annan hund- inn gelta, ef eg mætti þannig að orði komast. Eitt er víst og það er það að baróninum er mjög ant um að koinast í burtu. Og er það ekki auðséð á öllu að hann vill ekki vera hér þegar Royson kemur heim aftur? Taktu eftir orðum mínum, Miss Fenshawe, þú færð einhverjai fréttir sem koma þér á óvart, þeg- ar stýrimaðurinn kemur heim aftur.” Aldrei hefir neinn spáð réttara, en aldrei hefir nokkur spámaður orðið meira hissa á þvi hve rétt hann spáði. — Royson og Abdur Kad’-r á fljúgandi ferð, eins og þeir ættu lífið að leysa, vitandi það að þótt þeir kæm- ust hjá handtekningu eða dauða, þá yrðu þeir að rninsta kosti að flýja á dauðþreyttum skepnum til þess að bjarga ferðinni frá eyðileggingu þcirri, sem Alfiere auðsj ianlega hafði hugsað sér að koma fram með aðstoð hinna félaga sinna. Þeir riðu því eins hart og þeir frekast komust. Kúlurnar þutu alt í kringum þá, og ein kúlan nam stykki úr bvssu Dicks og lá þá við að hann kastaðist úr söðlinum, svo var loftaldan sterk af skotinu. En úlfaldarnir voru hræddir og gleymdu því að þeir voru þreyttir, i rúma mílu eða meira. En þá datt nóttin á. og myrkrið varð svo þétt, að álls e’. ki varð ferða fært um tíma. Þeir stigu af baki og teymdu úlfaldana. Abdur Kad’r, hinn sanni sonur eyðimerkurinnar, þumlungaði sig áfram viðstöðu- laust, og var það mikils virði, því hvert fet sem þeir komust áfram var fet unnið frá eftirreiðarmönnun- um. Nokkru síðar voru þeir komnir á bak aftur; það var farið að birtu; en nú voru úlfaldarnir orðn- ir steinstaðir; hvorki beiðnir né blotsyrði, klapp né högg gátu komið þeim til þess að halda áfram; þeir fóru jafnvel hægara en seinan lestagang, sem er míla á klukkustundinni. Þá bætti það ekki úr skák að heitur vindur gaus upp á móti þeim úr hásuðri. Rauk því sandurinn á eyð.miirkinni og blindaði þá og gerði svo dimt að ekki sást spönn út frá sér. Þeir voru fullar 30 mílur frá tjaldstaðnum og áttu fyrir sér átta klukkustunda myrkur, og á þeim tíma gátu þeir í mesta lagi von- ast eftir að komast hálfa leið. Þeir fóru ósjálfrátt að hugsa um það að hinn helming vegarins yrðu þeir að fara i dagsbirtunni með uppgefna úlfalda, en hin- ir hefðu að likindum óþreytta úlfalda til eftirfarar og ofsóknar. Eitthvað á þessa leið hefir Abdur Kad’r hlotið að hafa haft í hyggju þegar hann sagði upp úr eins manns hljóði; “Bölvaðir ræningjarnir á eftir okkur reikna upp á að ná okkur undir eins þegar birtir. Við verðum að hafa bundna vatnspokana þangað til fer áð birta» þá er bezt að láta úlfaldana tæma þá.” Royson talaði um það fram og aftur hvort ekki mundi heppilegra að fara fótgangandi það sem eftir væri vegarins. Ef það hefði verið mögulegt þá hefði hann reynt það og látið Arabann sjá fyrir sig sjálf- um og úlföldunum. En hann komst að þeirri niður- stöðu að það gæti ekki gengið. Hann gæti ekki' fundið veginn á næturþeli og þunnu skórnir ha.is yrðu slitnir í tætlur áður en hann hefði gengið margar mílur. En ef þeir yrðu handteknir, hvað yrði þá um Irene og hitt fólkið; Það var eins og hnífi væri stungið í hjartastað honum við þessa hugsun og honum sortnaði fyrir augum. Hann hallaði höfðinu aftur á bak og strauk hendinni um vott ennið. Það var eins og þetta létti yfir honum og hann sá strax að honum var einungis ein leið opin. “Abdur Kad'r” sagði hann, þegar þeir kcmu á svolitla sléttu svo að þeir gátu gengið samhliða. “Hvor úlfaldanna okkar er betri eða sterkari?” “Þeir eru báðir þreyttir, herra m'.nn," svaraði hann, “en minn hefir borið léttari byrði en þinn. Aður en hann datt i síöasta skiftið var hann vanur að fara á undan.” “Hlustaðu Jjá á mig og gerðu eins og eg segi þér. Ef ráðist verður á okkur í kveld eða nótt, þá er bezt að ^g mæti árásinni, en þú helditr áfram einn saman. Eg skal reyna að tefja svo fyrir þeim að þú komist nokkuð á un 'an. Þú veizt hversu mikið ríður á því að þú gerir þitt Ijezta. Ef þér mishepnast, þá tapar |>ú ekki einungis lifi og eignum, heldur stofnarðu e.nnig í hættu lífi nokkurra annara. I'ú verður að komast í tjaldstaðinn hvað sem það kostar. Og þeg- ar þú sérð Mlss Fenshawe, þi segðu henni að mín siðasta hugsun hafi verið um hana. Skilurðu mig?” “Ilerra minn —” “Hefurðu skilið það sem eg var að segja? Ætl- arðu að skila þessu fyrir mig?” “Já, herra minn; en við eyðimerkurmennimir er- um ekki vanir því að flýja þegar aðrir berjast eða verjast.” “Eg trúi þvi vel, Abdur Kad’r. Samt sem áður er, þetta skipun min; ætlarðu að hlýða henni ?” “Mér geðjast illa að henni, herra.” “Það er ekki hægt að hafa það öðru vísi. Hvaða ráð detta þér í hug sem eru betri ? Eg verð kyr; það er nokkuð sem verður að vera. Þú græðir ekkert á því að reyna ekki að komast undan; og mundu það að þessir Arabar hugsa sig um tvisvar, áður en þ ir drepa Evrópumann.” “Þeir eru vissir að skjóta fyrst og hugsa svo á eftir, herra minn.” “Jæja, þá það; við sjáum til. Hver veit nema þeir hafi hætt eftirförinni. Ef þeir ætla að ná o’- kur þ 1 sláðu í úlfaldann og láttu hann herða sporið; en bíddu ekki eftir mér, því eg ætla að snúa aftur en ekki halda áfram.” Arabinn nöldraði nokkur blótsyrði um alt yfir höfuð og Hadendowa flokkinn sérstaklega. Þeir þumbuðust áfram steinþegjandi nálega tvær klukku- stundir. Eftir það fóru þeir ofan bratta hlíð og komu niður í djúpan dal. Til allrar hamingju höfðu þeir farið þar yfir um hábjartan daginn áður og mundu þeir þvi eftir hvernig alt var. Þegar þeir komu i árfarveginn, sem fullur var af stóreílis grjóti, staðnæmdist Abdur Kad’r lítið eitt. Stjömu- lnirta var svo mikil að talsvert sást í fjarska. “Sjávarvegurinn, sem eg talaði um, herra minn’’ sagði hann, “liggur héma ofan að hæðunum. Móses lindin er þarna” og sá Royson það aðeins þó dimt væri að Arabinn kastaði höfðinu til austurs. Alt í einu datt Royson það i hug að ef hann hefði getið rétt til þ:i hlyti rómverska herdeildin sem réðist á Saba að hafa farið hér yfir til þess að kom- ast að ánni Níl. Eftir tuttugu dagleiðir sagði Kerber að j>eir hefðu verið afvegaleiddir af Núbíumönnum og allir drepnir — frá lægsta þjóni til yfirhershöfð- ingjans. Hver vissi nema jjeir væru nú komnir i sams konar klipu. Hvílikur líka bardagi sem það var! Þvílík hreysti! þvilík högg og sverðstungur! Þegar siðasti hundraðshöfðinginn féll i brcddi. fylkingar þeirrarr sem lengst stóð uppi og hinn ör- væntandi Grikkjaforingi, horfði með ógnarougum frá öruggu fylgsni og sá rómverska merkið hniga til jarðar í siðasta sinn. Abdur Kad’r hafði enga hugmynd um það hvílík- um óróa liann hafði valdið Royson. Hann hélt áfram stunclarkorn. Alt í einu hneggjoði úlfaldi Royscns, eins og hann væri að heilsa öðrum úlföldum sem hann jækti, og sáu þeir marga Araba á ferð bera við sjón- deildarhringinn. Úlfaldi frá jjeirra fKkki ge^ndi hnegginu og tóku svo allir hinir undir i einu. Abdur Kad’r krossbölvaði. En Royson stein- jjagði þangað til þeir komust á götu, sem lá 1 pp brekkuna hinu megin. “Jæja þá, Abdur Kad’r” sagði hann, “í nafni hins' heilaga Allah, herra minn, má þetta ekki svo til ganga. “Það verður að gera það. Haltu áfram, fé'-agi minn. Það er fyrir beztu.” Abdur Kad?r barði úlfalda sinn með beizlistaum- ununi. “Mér datt það aldrei i hug, skepnukvikindi, aö þú mundir bera mig í burtu frá félaga mínum i lífs- hættu” sagði hann. “En þetta er guðs vilji, og þú ert einskis virði nú né endra nær. Annaðhvort skal eg lemja þig áfram þangað til þú fellur niður dauð- ur eða drepa þig til matar.” Hann kvaddi Royson ekki. Dick heyrði að hann lamdi úlfal lann áfram. “Gleymdu: ekki skilaboðunum til Irenar” sagði hann rólegur. “Eg skal ekki gleyma þeim” heyrði hann frá röd.l úti í myrkrinu, og nú var hann orðinn aleinn. Þótt hann vissi það að hann svo að segja stæði augliti til auglitis' við dauðann, þá fann hann ekki til hræðslu. Hann hugsaði rólegur um kringumstæður | sínar. Hann fór af baki og staðnæmJist á bak við stóran klett hjá götu sem lá upp brekkuna. Ef svo kynni að fara að eitthvað kæmi fyrir sem hann ekki ' ætti von á þá batt hann úufaldann við lausan stcin og lagðist vesalings skepnan tafarlaust, því hann þóttist; þess viss aö nú ætti að taka sér næturhvilJ. Dick kastaði af sér Arabakápunni, sehi hann hafði verið í síðan hann og Abdur Kad’r voru hjá Sule- mans lindinni. Hann reyndi byssuna sína til þess að vera viss um að hún væri í lagi. Svo beið hann stundarkorn. Hinir yrðu aldrei skemur en fimrn minútur að ná honum. Og hann var hálfhissa á því sjálfur að hann skyldi geta verið eins rólegur og liann var á meðan hann var að bíða; hann fann meira að segja ekki til nokkurs kviða, og Jx> hafði hann svo að segja enga von. Hann hugsaði um ekkert nema Irene; ekkert nema það hvemig hann gæti látið henni líða sem bezt. Ef hann yrði ekki fyrir kúlu, sem yrði honum að bana rétt í byrjun leiksins, j)á var hann J)ó vis§ um ajS sér mundi hepnast að tefja nógu lengi fyrir þeim til þess aðtAbdur Kad'r kæmist undan, og það var honum nóg í bráðina, úr þvi sem gera var. Hann haíði óbilandi traust á þessum gamla og reynda Araba til Jjess að finna ráð til að mæta klækjum ofsóknar- mannaána, ef hægt væri að tefja svo fyrir {æim að hann kæmist nokkuð langt á undan. Hann hafði engar varnir í hyggju sjálfur og eng- in brögð nema j)að að heilsa ofsóknarmönnunim á Arabisku og I'.nsku og taka svo eins mannlega á móti og föng væru á. Hann gat séð talsvert austur á bóginn fyrir framan liæðina. Glampandi móðan í austri minti hann á hafið og Aphrodite. Hann var að hugsa um hvílíkur munur það væri ef hann væri bara kominn einum hun !rað mílum lengra í þá átt. Þama var það sem skútan leið úti fyrir fullum seglum í þægilegum blæ fyrir stuttum tíma og alls konar unaður var hlutskifti Jjeirra, sem þar voru um borð. Og nú var hann ]>arna uppi á eyðimörkinni með byssu í hendinni reiðubúinn að leggja líf sitt í sölurnar til þess að reyna að bjarga lifi þeirra sem í Aphrodite voru, úr klóm blóðþyrstra ræningja undir fomstu ítalsks jjorpara. Það lá við að hann brosti meö sjálfum sér, j>egar hann var að hugsa um hve ólíkt þetta væri livað öðru; hve ólíkar væra lífsstundir mannanna. Loksins heyrði hann fótatak úlfaldanna og samtal mannanna. Arabarnir voru að fara yfir árfarveginn. “Stansið þið!” kallaði hann á Arabisku. “Ann- ars farið þið út í opinn dauðann.” Það varð dauðajjögn. Þetta kom þeim auðsjáan- lega alveg á óvart. “Eg er Englendingur” bætti hann við á Arabisku, og í þeirri von að einhverjir þeirra skildu svolítið í Ensku, sagði hann: “Þið hafið engan rétt til J>ess að ónáða mig og þjóna mína. Eg skipa ykkur að fara tafarlaust til herra ykkar, og lata lausan Arabann sem þið tókuð fastan —” Svarið sem hann fékk var þétt og viðstöðulaus skothríði Þeir skutu allir í senn. Að minsta kosti 12 kúlur dundu á klettinum. Ein kúla lenti í treyju- erminni hans, og önnur snerti kinnina á honum. Sú Jjriðja fór í gegn um fötin hans milli arms og síðu og skall svo á klettinum fyrir aftan hann. Hann sagði ekki orð eftir þetta; og hann hleypti ekki af byssu sinni heldur; vildi hann sitja eftir færi til J>ess að vera viss um að hæfa þegar hann hleypti af. I annað skifti létu þeir allir skotin dynja í senn. Nú birti svo af skoteldunum að hann gat greint mennina. Þeir voru hér um bil 60 fet frá honum og Jiótti honum það udarlegt að þeir virtust ekki sjá hann. Samt sem áður áttaði hann sig fljótt á því að skothríðin og glamparnir blinduðu þá, svo að hann var þeim ekki sýnilegur. Alt í einu sá hann tvo skugga færast hratt áfram. Hann skaut á þá báða svo þeir féllu og hljóðuðu há- stöfum. Hann fór eins utarlega í veginn og hann mögulega gat og hlóð aftur byssu sína. Arabarnir miðuðu í blindni á staðinn þar sem hann hafði verið þegar hann skaut. Einn þeirra skipaði fyrir og hlýddu þeir honum allir þannig að þeir raddust á- fram í einni svipan. Hann hleypti baðum skotunum af tvihleypu sinni í hópinn, og hljóp svo áfram. Þetta var mesta snarræði sem hann hafði nokkra sinni sýnt af sér, og minti á forfeður hans að honum fanst. Hann tók byssuna föstum tökum með báðum höndum, rudd’st að Aröbunum og lét höggin dynja á þeim. Skeftið brotnaði af henni í fyrsta höggi. Það gerði ekkert til. Það var aðeins viðurinn sem af henni brotnaði og nú var bert járnið eftir; hann treysti J>vi og vissi J)áð að jám veitir harðara högg en viður. Hann var fimur eins og villiköttur, sterk- ari en hverjir fjó'rir af óvinum hans. Þegar hann haföi barið fimm þeirra niður þá flýðu hinir og hann elti J)á. Hann náði tveim í viðbót og sló þá báða í rot, og i því datt hann um einn þeirra sem hann hafði skotið. Hann, heyrði særða og rotbarða menn emj- andi og'æpandi til og frá. Hann heyrði það bæði á þeim og úlföldunum að öll lestin var stöðvuð. Hann fór höndum um manninn sem hann hafði dottið um og fann að liann bar á ser belti fult af skotfæurm, og hjá honum, lá byssa. llann tók hvort tveggja til vona,t| og vara, en hélt samt brotnu byssunni sinni, sem svo vel hafði dugað honum að vopni við það ofurefli sem hann hafði átt við að etja. Svo fór hann að vitja um úlfaldann sinn. Vesa- lings skepnan hafði orðið dauðhrædd, staðið upp og reynt að slita sig lausa. Úlfaldinn virtist þekkja hann og ef það er nokkru, sinni mögulegt að sjá að úlf- aldi sé þakklátur, þá var úlfaldinn hans' þakkltáur í þetta skifti fyrir það að hafa heimt hann aftur úr helju. Hann gaf honum það sem eftir var í vatns- belgnum, teymdi hann fram á klöppina og stóð þar stundarkorn, og hlustaði nákvæmlega. Særðir mcnn kölluðu hástöfum og báðu um hjálp: hann ken !i í brjósti um J)á þótt óvinir hans væru; en félagar þeirra flýðu og sintu ekki grátbænum þeirra. Hann setti á sig hvar viss stjarna væri, til þess að tapa ekki áttum, steig á bak og reið til suðurs, og varð hann að treysta því miklu fremur að úlfa'-dinn hans rataði en hann sjálfur. Svo fór aö daga. Aldrei hafði dögunin verið honum eins dýrðleg og í þetta skifti. Hann sá bratta hæð og mundi eítir að hann hafði farið hjá henni J>egar hann kom. Svo leit hann aftur þegar svo var orðið bjart að tálsvert sást, en engir Arabar voru sjá- anlegir, svo langt sem augað eygði. Honum fanst sem hann væri heimtur úr helju. Ef það hefði e. kil verið fyrir beltið og byssuna, og nokkrar blóðslettur sem voru á honum hér og þar, þá hefði hann nærri |)ví getað talið sjálfum sér trú um aö þetta hefði alt verið tómur draumur. Hann hélt áfram og lo.aði hamingjuna fyrir það hversu vél hún hefði ve!tt sér lið í þessum þrautum. Loksins varð honum jitið á rykmökk í loftinu. Stormurinn sem var um kveldið áður hafði minkað, en nú var orðið miklu kaldara. Hann skildi þetta vel og brosti með sjálfum sér af þeirri imynd sem hann horfði á af Stump gamla, þegar hann hafði heyrt það sem kcm fyrir stýri- mann hants. Hann vissi að Stump, sem gamall sjó- maður, hafði þá tekið upp í sig. Ilann skil i glögt hvað þessi mökkur þýddi. Það var svo sem ekkert efamál að Stump hafði verið meðal þeirra sem af stað höfðu þotið til liðs. Og honum skjátlaðist e’ ki. Með Stump lcom Abdur Kad’r, sex af íkipshöfni. ni af Aphrodite og nokkrir vel vopnaðir Arabar og svertingjar. Jafnvel áður en þeir mættust, sá Rcyson tvo Araba snúa við og þeysa til baka tiJ tjaldanna og skýrði Stump ástæðuna fyrir því þegar hann hafði heilsað Royson og fagnað honum. “Það var sérstaklega vegna Miss Irene” sagði hann. “Hún ætlaði alveg að sleppa sér þegar Abdur kom og sagði að þú mundir vera dauður. Hann heyrði skothríðina, eins og þú getur nærri; og honum datt ekki annað í hug en að þú værir allur sundur- tættur af kúlum.” Það var eins og eidur tindraði í augum Abdur Kad’r þegar Rayson heilsaði honum: “Komdu blessaður og sæll, herra minn!” sagði hann. “Þú hefir frelsað nafn mitt. Aldrei alla æfi hefði eg getað litið opnum augum framan í nokkurn mann, ef þú hefðir verið drepinn þegar eg lagði á flótta. XVII. KAPITULI. Hvernig þrír vegir lágu í sömu átt. jÞegar Irene fékk fréttina um það að unnusti hennar væri kominn heill á húfi, lifnaði aftur lífs- eldur í augum hennar og roði færðist í kinnar hennar. Fenshawe gamlr hafði ekki sagt henni það alt, sem Abdur Kad’r hafði skýrt frá. Hann hafði séð svo margt og heyrt og reynt upp á síðkastið, að han.t varð ekki aö sméri þótt eitthvað vildi til, sem ekki væri sem geðfeldast, og hafði fá orð þótt honum byggi annaðhvort hrygð eða gleði i brjósti. Hann hafði vaknað til meðvitundar um þaö að hjörtu mann.i »g kvenna stjórnast af öðru en þvi sem mestu réði í hans sál, þegar hann var að hugsa sér að finna fomar rústir i gömlum bæjum, og róta þar í öilu cg grafa upp eitthvað, sem skýrt gæti með þögulu máli frá löngu dauðum kynslóðum. Samt sem áður fékk það mikið á hann hversu mjög Irene varð um þegar Abdur Kad’r kom heim i tjaldstaðinn, einn síns liðs. Örvæntingaihljóð heyrðist frá vörum hennar, og dauðablær færðist yfir andlit hennar. Hann gerði það af miskun og brjóot- gæðum við hana að halda því leyndu um stund sem Abdur Kad'r sagði, að Royson hefði ákvetið að mæta einn óvinum sínum og láta hinn fara heim i tjaldstaðinn til þess að aðvara þá, sem þar voru. Irene var sagt að úlfaldi Roysons heföi orðið halt- ur og hefði þeim því komið saman um að hann skyldi vera í fehun þangað til hjálp kæmi, fara þá á bak fyrir aftan Abdur Kad’r og fara hægara. Fenshawe bjóst við að svo gæti farið að Royson yrði handtek- inn, en ekki drepinn. Hann hafði svo mikla reyns u á eyðimerkurlífi og svo nána Jækkingu á Aröbum að hann bjóst við að þeir veigraðu sér við að drepa Evrópumann, af ótta fyrir því að hans yrði hefnt síðar. Samt sem áður var tæplega hægt að telja sér trú um þetta þegar þess var gætt að Abdur Kajj’r heyrði snarpar skpthríðir þegar hann reið af stað. En livað sem því leið þá var það samt betur að Irene var ekki sagður allur sannleikur; því það gæti hafa lagst á hana sem óbærilegt örvæntingar farg. Eins og alt var haf ði hún enga hugmynd um þá vir i- legu hættu sem á ferðum var, og gladdist rétt eðli- lega og Jjægilega þegar Royson kom aftur. Hún grét af gleði, og tárin veita ávalt friö og létta byrðina. Hefði hún vitað um alt eins' og það var, þá hefði breytingin frá örvænfingarsorg í óvænta gleði orðið svo mikil og snögg, að hætta hefði getað hlotist af. Það sást á henni að augun voru grátþrungin, J>egar hún heilsaði Royson og bauð hann velkominn lieim aftur. Þó hundrað augu störðu á þau bæði — og þó sum J>eirra augna gægðust eins langt inn í sálir þeirra og þeim var unt, sökum ]>ess að menn grunaði að dýpri tilfinningar hreyfðu sér við þetta tækifæri í hugskoti J>eirra en annara, þá mættust þaui með svo mik.lli stillingu að einskis varð vart. Fuglinn í dauðateygjunum. A fönninni leit ég lítinn ^ugl, hann lá þar með brotinn fót, og deyjandi vængjum varnarlaus hann veifaði himni mót. Hánn tísti — það gekk í gegn um mig svo grátsárt um Ieið og hann dó. — Eg þarf ekki’ að horfa’ on í helvíti, því hér er af kvölum nóg. Sig. Júl. Jóhannesson. Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞV( AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXl í HREINT ÖL ER BEZTI DRYKKUR FYRIR ÞIG ER HREINASTA ÖLIÐ SEM -BÚIÐ ER TIL Selt I pott*, peia cg Lálf.pela flöskum og kjöggum. Fœst! smásölubúðum eða hjá E. L. DREWRY, Ltd. WINNIPEG \|.\i;ki:t j jotkl vi8 sölutorgiC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Furniture Overland FH.LKO.MIN KENSLA VEITT Blt JEFASK ItlFTUM —og ööi-um— VEKZLtTN AJ{ KKÆSlGltEINDM $7.50 A heimili yöar ge n vér kent yður og börnum yðar- «t5 pSsti:— Að skrifa gól iuslness" ’jréf. Almenn lög. igiýsingar. Stafsetning c Attritun. Otipnd orðati 'vt Um ábyrgðir og reiog. Innheimtu með pðstl. Analytical Study. Skrift. Ymsar reglur. Card Indexing. Copying. Filing. Involcing. Prðfarkalestur. pessar og fleirl námsgreinar kend- ar. Fylliö inn nafn yðar I eyðurnar að neðan og fáið meiri upplýsingar ICLIPPIÐ I SUNDUR HJER Metropolitan Business Instltute. 604-7 Avenue Blk., Winnipeg. Herrar, — Sendið mér upplýsingar um fullkomna kenslu með pðstl I nefndum námsgreinum. pað er á- skillð að eg sé ekki skyldur tii að gera neina sarnnfnga. Nafn ................... Heimili ............... Staða ............. Eg læknaði slímhímnu- bólgu á einni nótt. Eg skai með ánargju sejja hvernig eg fer að því ÓKLYPIS Lœknar Dag og Nótt I>að er ný aðferð. pað er alveg ðllkt öðrum. Enginn áburður né smyrsl, sem hafa óþægilega lykt. Engar innspraut- anir, né gufur. engar nefspraut- anir né böð. Ekk- ert duft, engir plástrar, engar inniverur. Alls ekkert þesshátt- ar. pað er ný aðferS og ðlík, þægileg og heil- næm; aðferð sem læknar á auga- bragði. þaS þarf ekki aS btða og líSa og borga stðrarl fjárupp- hæSir. þaS má lækna þetta á einni nóttu, og skai eg meS mestu ánægju segja hvernig það er gert— ókeypis. Eg er ekki lænir og þetta er ekkí svokölluð lækníis fyrirsrift. En þaS lænaði mig , þaS læknaði vini mlna. þaS getur I.-sknaS þig á auka- bragði eins og töfralyf. Eg er lieilbrigður—píi sretur orðið lieilbrigður. 0 Slfmhlmnubólga er óþrifa veiki og leiSinleg. Hön sljófgar hugann og veiklar heiisuna og viljakraftinn; ræskjur, spýtinkar, hðsti o.s.frv. eru öllum viðbjóSsleg og .andremma hrindir jafnvel vinum manns frá manni, þó þeir vilji ekki láta á þvl bera.. LffsgleSin bverfur og starfs- brek lamast. þaS flytur menn f |inifVia fyrir aldur fram, þvf þaS er aS eyðileggja heilsuna dagsdag- lega og veikla kraftana. En eg fqkk lækningu og eg er reiSubúinn aS se&fa þér frá henni—ókeypls. Tjoggið að eins eittcent í hættu •SendiS enga penhiga, aS eins nafn ySar ogáritun á póstspjaldi og skrif- iS á þessa leið: ''Kæri Sam Katz, gerðu svo vel aS segja mér hvernig þú læknaðist af slfmhimnubólgunni og hvernig eg get læknast.” þaS er alt og sumt sem þér þurftS aS skrlfa og skal eg senda ySur greinilegar upplýsingiar—ókeypis og tafarlaust. DragiS þaS ekki. SendiS póstspjald eSa skrifiS mér i dag. LátiS þaS ekki bregSast aS leita yður uppiýsinga um þaS sem læknaði mig og geturlæknað ySur.. þaS getur óefað gert fyrir ySur þaS sem þaS hefir gert fyrir aSra. SAM KAT7„ Suite 2587 142 Mutual St., Toronto, Ont. t f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.