Lögberg - 27.01.1916, Blaðsíða 8
s
LÖGBERG, FIMTUDAGINN ‘Jli. JANÚAR, 1916
Tímmn er prófsteinninn.
Afi yöar og amma notuöu ekki BLUE RIBBON
TEA. Ekkert te komst í hálfkvisti viö þaö aö gæöum á
æskuárum þeirra—hvaö sem í boöi var.
En barnaböm yöar munu nota það. Ómögulegt aö hugsa
sér betra te—hve mjög sem mannkynið þroskast. En
verið þess viss, að ef te getur batnaö, þá veröur
BLUE RIBBON
TEA
fyrst til þess. Umbúðirnar hafa nýlega veriö bættar.
Biöjiö upp frá þessu um B.R.T. í nýju, tvöföldu umbúö-
unum—og rykheldum, loftheldum, Vatnsheldum.
Samskonar te—samskonar vörumerki—en helmingi betri
umbúðir.
Ef þér skylduð
vera í nokkrum
efa, þá reynið oss
ef þérviljið fágott
kjöt, matvöru eða
garðávexti.
fort Garry Market Co.
Eg hefi nú nægar byrgöir af
"granite” Jegsteinunum “góöu”
stööugt viö hendina handa . öllum,
sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja
þá, sem hafa veriö aö biöja mig um
legsteina, og þá, sem ætla að fá sér
legsteina i sumar, að finn mig sem
fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að
gera eins v'el og aörir, ef ekki betur.
Yöar einlægur,
A. S. Bardal.
KENNARA vantar fyrir Hnausa
skólahéraö Nr. 588. Kensla byrjar
15. Febrúar n.k. Tilboð sendist til
undirritaðs. Kennarinn veröur aö
hafa “Second Class Certificate”.
Hnausa. Man.. 11. Jan. 1916.
B. Marteinsson,
Sec.-Treas.
Limited
330-336 Garry St., Wicnipeg
Olöf Kjemested lezt á Gamal-
menna heimilinu Betel aö Gimli
24. þ. m. Nánar síðar.
Or bænum
Munið eftir því aö Hermiþingiö
veröur sérstaklega skemtilegt á
mánudaginn.
Gleymið ekki stóra fundinum i
Goodtemplarahúsinu á fimtudags-
kveldiö.
Biblínfyrirlestur veröur haldinn
aö 8014y2 Sargent Ave. (milli Ar-
lington og Alverstone strætaj
sunnudaginn 30. jan. kl. 4 e. h.
umræðuefni þar verður “Endalok
Tyrkjaveldis og fræðandi spádóm-
ur, sem rættist upp á ár og dag
um Tyrki og Múhameðstrúna”.
— Aðgangur ókeypis og állir vel-
komnir.— Davíö Guðbrandsson.
Séra Steingrimur Thorláksson
lagði af stað á mánudaginn til
Winneconne í Wisconsin til þess
að annast um útför fööur síns,
sem lézt þar 21. þ. m.
Eymundur Jackson bóndi frá
Elfros kom til bæjarins í vikunni
sem leið; var aö leita sér lækn-
inga. Dr. Brandson skar hann
upp í gær.
Sveinn Sölvason andaðist á
Gamalmenna heimilinu Betél að
Gimli 23. þ. m. Nánar síðar.
Kristín Lindal frá Leslie kom
til bæjarins á fimtudaginn og
dvelur hér um tíma.
Séra Rúnúlfiu* Marteinsson
prédikar í Skjaldborg næsta sunnu-
dagskveld, einnig verður mjög
vandaöur söngur undir stjórn
Davíös Jónassonar.
RitStjóri Lögbergs skrapp snð-
ur til Mountain á föstudaginn og
kom aftur á laugardaginn; flutti
þar ræöu um bindinnismáiið. Nán-
ar síðar.
Arinbjörn S. Bardal fór norður
til I.undar á mánudaginn til þess
að vera þar á bindindis samkomu;
og þaðan norður til Gimli að vera
á annari bindindissamkomu.
Hann býst við að vera til og frá
á samkomum frá þessum tíma
fram að atkvæðagreiðslunni ööru
hvoru. Bindindismálið á ekki
marga jafn áhugasama starfs-
menn og Arinbjörn er — því
miöur.
Benedikt J. Lindal viðarsali frá
Elfros kom til bæjarins á fimtu-
daginn og fór heimleiðis aftur á
mánudag. Hann lét mikið af
góðri líðan manna þar vestra og
glæsilegu framtíðarútliti.
Ársfundur var haiainn í Tjald-
búðinni þriðjudaginn 18. janúar.
Fjárhagur safnaðarins stóð þannig
aö öll árjeg útgjöld voru borguð
og $28.00 í sjóöi að því búnu.
Fulltrúar voru kosnir: Loftur
Jórmundson, Lindal Hallgrímsson,
Pétur Thomson, Ó. J. Vopni og
Eiríkur Sumarliðason.
Vigfús S. IJeildal frá Prince
Albert, sem dvalið hefir hér um
tíma hjá Friðrik Bjamasyni
tengdasyni sinum, fer heim aftur
á morgun. Hann hefir verið hér
til lækninga hjá Dr. Brandson.
Dáinn er 13. þ. m. að heimili
sonar síns Ásgeirs Sveinssonar
hér í Winnipeg, ekkjan Guðrún
ólafsdóttir Sveinssonar, 73 ára
gömul, ættuö frá Álftártungu í
Mýrasýslu. Jaröarför hennar fór
fram frá frá Fyrstu lútersku
kirkjunni 20. þ. m. og var hún
jarösungin af séra B. B. Jónssyni.
Sunnudáginn 23. þ. m. voni þau
gefin saman í hjónaband Christian
Sigmar kaupmaöur frá Glenboro
og Louise Kunz til heimilis í
Winnipeg. Hjónavígsluna fram-
kvæmdi séra B. B. Jónsson aö 120
Emely St. Kaupmannshjónin
dvelja hér í borginni nokkra daga
áður en þau fara til heimilis síns
í Glenboro. 1
Þær Mrs. H. Anderson og Mrs.
A. Arnason frá Hensel N. D.
komu til bæjarins fyrir helgina og
dvelja hér þessa viku.
Miss M. Hermann yfirhjúkrun-
arkona frá Dauphin kom til bæj-
arins fyrir helgina sem leið í
kynnisför til foreldra sinna og
frændfólks. Hún fór vestur aft-
ur á sunnudaginn.
Munið eftir spilafundinum i
Liberal klúbbnum á föstudags-
kveldeið.
Samsöngur sá sem Brynjólfur
Þorláksson hefir verið aö undir-
búa veröur haldinn í Únítara-
kirkjunni ("íslenzku) miðvikudags-
kveldið 2. febrúar ('ekki 3., eins
og áöur var auglýst). Þ.ar verða
sungin lög eftir Schuman, Gade,
Franz Abt og íslenzk tónskáld.
Aðalþáttinn í söngnum taka: Mrs.
og Mr. Alex Johnson, Mrs. S. K.
Hall, Mr. Paul Bardal og Mr.
Sigurður Helgason. Á fiölu leika
þau Clara Oddson og W. Einar-
son og M. M. Magnússon. S. K.
Hall leikur á slaghörpu. Samkom-
an byrjar kl. 8 og er aðgangur 35
cent. Þeim sem hljómlist unna
gefst nú gott tækifæri aö njóta
listarinnar fyrir afar lágt verö.
S\
Gleymið ekki Hermiþinginu á
mánudaginn, þar verður fjörtigra
en nokkru sinni áöur, og hefir þó
oft vel verið.
Mrs. Bogie frá Dauphin kom
til bæjarins í vikunni sem leið, til
þess aö leita sér lækninga hjá Dr.
Jóni Stefánssyni. Hún fór heim
aftur í gærkveldi.
VERÐLAUN fær sá sem bezt
spilar í Liberal klúDunum á iostu- J
dagskveldiö. Það er nú ekkert
tiltöku mál; en hitt er einkenni-
legra að sá sem verst spilar fær
líka verðlaun. Hann ætti að veröa
sóttur fundurinn sá.
J. G. HINRIKSSON G. K. STEPHENSON
THEIDEAL PLUMBING CO.
TEKUR A» SJER AIjIiAR VIÐGERSIR, SMAAR SEM STÓRAR, OG
GERIR VEKKIf) HÆHI BTjJÓTT OG VEIj
Um leið ok vér óskum yður Kleðilegra jóla og farsæls nýárs, tökum
vér tækifærið að þakka öUum þeim, scm sklft hafa vlð okkur að und-
anförnu, og vonumst eftir að þeir gefi oss tækifæræli í framtiðinni
VINNUSTOFA: 736 Maryland St. TalS. G. 1317
Stúlkumar í Stúdentafélaginu
íslenzka buöu öllum karlstúdéntum
á laugardagskveldiö á ákveöinn
stað einhversstaöar úti i bæjar-
jaðri. Þegar þangað kom voru
þeir látnir reyna krafta sína á því
að draga sleða upp háa og bratta
brekku, en stúlkumar settust svo
á sleðana — og kannske piltamir
líka — og þeystu í fljúgandi ferð
pfan brekkuna. Gekk þetta eftur
og aftur langt fram á kveld, en að
því loknu var öllum piltum boðið
til kaffidrykkju og átveizlu og
voru það talin góð erfiðislaun.
Morguninn eftir kvartaði margur
um styrðleik og harðsperrur.
Munið öll eftir stóra fundinum,
sem ókeypis verður haldinn í
Goodtemplara húsinu á fimtu-
dagskveldið (í kveld . Þar verða
margar og ágætar ræður auk ann-
ars skemtilegs.
Það er nú fastákveðið að at-
kvæðin um vínsölubannsmálið fari
fram mánudaginn 13. marz. og er
það talinn hentugur tími.
Stefania Johnson frá Ghurch-
bridge, sem getið var um nýlega að
komið hefði tíl bæjarins, dveltir
hér i vetur aö læra hljómfræði.
Hún fór aðeins heim snöggva ferð
til foreldra sinna, en kom aftur
eftir fáa daga.
Mörgum þykir gaman að mynd-
unum í Logbergi af “Leiðandi ls-
lendingum” eftir Thorson. Thor-
son er snillingur í þeirri list.
Kappræðu héldu stúdentar ný-
lega frá lögfræðis deildinni við há-
skólann og Wesley skólann. Um-
ræðuefni var vínsölubann í Mani-
toba. Sú hliðin sem vínsölubanni
fylgdi vann kappræðuna og var
islenzk stúlka þeim megin; það var
J. Hinriksson frá Churchbridge.
Enginn annar íslendingur var í
kappræðunni.
Sprague viðarsölufélagið í
Winnipeg hefir bebist þess að það
verði leyst uppv Astæðan sem
gefin er er verzlunardeyfð; en
meðlimir félagsins kveðast munu
mynda félag aftur eða endurvekja
þetta þegar árferði batni.
Rigg, þingmaður iyrir Norður
Winnipeg hefir borið það fram í
þinginu, eins og getið er um síð-
ast, að svik hafi verið viðhöfð við
kosningu hans. Hudson dóms-
málastjóri hefir lýst þvi yfir að
þetta verði rannsakað. 1 nefnd
því viðvíkjandi hafa þessir verið
kosnir: Norris, Hudson, John-
son, Armstrong, Brown. Clement,
Myles, Harrington, Hamilton,
Breckey, Dumas, Lobb, Wilson
Wilton, Dixon, Rigg, Benard',
Newton og Hamilton. Það er nýr
siður og sanngjarn að skipa í
nefndir menn úr minni hlutanum
og bendir þaö, ems og margt
fieira, á góöa stjóm í Manitoba.
Mrs. Þorsteinn Þorsteinsson frá
Leslie var á ferð í bænum fyrir
helgina; var hún aö leita sér lækn-
inga hjá Dr. Jóni Stefánssyni.
Héöan fór hún vestur til Grunna-
vatnsbygöar og dvelur þar um viku
•tíma.
KENNARA vantar fyrir Krist-
nes skólahérað No. 1267. Kenslu-
timi frá 1. febrúar til 15. desember.
Umsækjendur tíltaki kaup og einn-
ig hvort þeir gefi tilsögn í söng.
('Kennari veröur aö hafa Second
Class Professional Certificate).
N. A. Narfason, Sec. Treas.
Kristnes P. O., Sask.-
Mrs. Bjarni Magnússon biöur
Ivögberg aÖ skila kærri kveðju og
þakklæti til þeirra sem hafa heim-
sótt hana og sýnt þannig hlut-
tekningu og vináttu að undan-
förnu, þar sem hún hefir legiö
veik í sjö vikur. En hálfpartinn
kveöst hún hafa- búist viö aö sjá
framan í fleiri félagssystkini en
verið hefir. Sumt fólk er önnum
kafið — og sumt gleymið.
Kristján Josephson frá Elfros
og Rósá Stefánsson frá Wynyard,
systir Vilhjálms Stefánssonar, voru
j gefin saman í hjónaband 29. des-
ember 1915 af séra H. Sigmar.
Þau héldu tafarlaust hingað til
Winnipeg og Argyle, þar sem
skyldfólk og kunningjar brúð-
gumans eiga heima. Komu þau
hingað aftur fyrra föstudag og
héldu vestur heim til sin á mánu-
daginn.
Björn Walterson bóndi frá
Argyle hefir dvaliö í bænum um
nokkum tíma aö undanfömu hjá
dóttur sinni og tengdasyni Lindal
Hallgrímssyni og konu hans.
Veröur hann hér fram yfir næstu
mánaðamót.
Hósias Hósiasson frá Mozart
kom vestan frá Argvle fyrra föstu-
dag og fór heimleiðis ámánudag-
inn. Hann hafði farið til Argyle
á gamlaársdag og dvalið þar síðan.
Pétur Johnson kaupmaður frá
Mozart var á ferð í bænum nýlega
í verzlunarerindum.
Séra Steingrimur Thorlaksson
kom til Winnipeg fyrra miðviku-
dag; flutti hann ræðu í Fyrstu lút.
' kirkjunni við jarðarför Mrs. John-
son, móður B. Finnsonar.
Gjafir til Betel.
Kvenfél. Árdals safnaðar $55.00
Mrs. Anna G. Gestson,
Mountain .. .. ó .. .. 5.00
Með þakklæti til þessara
gefenda fyrir hina höfðing-
legu gjöf, og allra annara sem
af fúsum og frjálsum vilja senda
Betel gjafir.
Fyrir hönd nefndarinnar.
/. Johannesson, féhirðir.
675 McDermot Ave.
PENINGAR
TIL LÁNS
$50,000.00 til láns út á ræktað-
ar bújarðir í akuryrkju héruðum.
Ef t>ið þurfið að fá nýtt lán eða auka
núverandi lán þá finmð eða skiifið
HALLDUR J. EGGERTSON,
204 Mclntyr* Blk., WINNIPEC
I gjafalista er birtur var 6. jan.
stendur nafn Bjöms Halldórsson-
ar, en á að vera Jóhann Halldórs-
son, Gerald, Sask, með $5.00.
Loforð og gjafir.
t
fyrir Sjómannahæli . á Islandi
streyma að. Lýsir það áreiðanleg-
heitum.
Herra John S. Laxdal, Mozart,
Sask. hefir veitt móttöku $16.00
og sent mér.
Gjöf frá honum sjálfum .. $5.00
Guðm. Fr. Guðmundson . . 5.00
Mrs. Th. Johnsdóttir .. .. 5.00
Th. Laxdal .. .........1 .. 1.00
Frá Gabriels heimilisfólki að
Leslie, Sask.............. 5.00
Með kæru þakklætí meðtekið.
Ösk um gleðilegt nýtt ár.
Mrs. S. P. Johnson.
Jólavísur til Islands.
heitir nýtt lag eftir Jón Friðfinns-
son, við kvæði eftir Sig. Júl. Jó-
hannesson. Það er prentað i
prentsmiðju Lögbergs í vandaðri
útgáfu, fæst keypt þar og hjá H.
S. Bardal. Verð aðeins 15 cent.
Falleg saga.
Þegar eg vaf drengur sá eg
mann heima á íslandi koma út úr
búð með fulla brennivínsflösku í
hendinni. Sleipt var fyrir utan
dymar og skrikaði manninum fót-
ur svo hann datt og misti flösk-
ima niður á stéttina. Hún möl-
brotnaði. Maðurinn gerði sér
hægt um vik, lagðist niður á fjóra
fætur og sötraði brennivínið
upp af stéttinni innan um flösku-
brotin, og gleymi eg aldrei þeirri
sjón, þegar hann stóð upp aftur
allur skorinn í varirnar af flösku-
brotunum, löðrandi í blóði og
brennivíni.
Og þetta þótti ekkert athugavert
i þá daga.
B. Benediktson.
=
Stóra verðskráin 1916
yfir búnaðaráhöld vor
og aðrar vörur er nú
fullprentuð.
Fyrir milligöngu þessa bændafélags, getið þér haft náið samband við
verksmiðjurnar, námurnar ogmylnurnar. Þegar þér þarfnist búnaðarverk-
færa eða annara hluta þá getið þér grætt á því að lesa verðlista vorn og
kaupa eftir honum. I hvert skifti sem þér kaupiðaf oss þá verðið þér í tölu
þeirra lem auka verzlun vora. Aukín verzlun fy>ir oss kemurþví til leið-
ar að vér getum gert betri samr.inga við verksmiðjurnar og getum þarafleið-
andi selt ódýrar. Styðjið félags og samlags verzlun. Gangiðf félag við r.á-
granna yðarcg kaupið heil vagnhlöss ef þér getið. Sparar flutningsgjald.
Verðskrá vor er stærri en hún var ífyrra, í henni eru taldarflairi vörur
og margar vörutegundirnar eru enn þá betri. Hver einasti bóndi í sléttu
fy Ikjunum ætti að hafa eintak af henni, ekki til þess að sjá hverrig hún
útlits heldur til þess að panta eftir þegar þér þarfnist búnaðaráhalda
einhvers annnars.
Hafið þér í hyggju að byggja hús eða
fjós eða kornhlöðu eða einhverja aðra
byggingu á landi yðar í ár? Ef svo er þá
sjáið þér í þessum nýja verðlista hvernig
vorir praktísku byggingameistarar geta orð-
ið yður að liði og sparað yður fé þegar þér
kaupið byggingaefni.
Eintak af verðlistanum ersent öllum scm
eiga nöfn sín f bókum vorum annaðhvort
sem hluthafar eða viðskiftavinir, sem hafa
látið oss selja korn sitt eða kaupa fyrir sig
vörur,
Ef þér hafið fengið bréf frá oss síðan i
Agúst í sumar, þá getið þér treyst því að
þér fáið verðlista sendan innan fárra daga
ef þér hafið ekki þegar fengið hann og ef
þér eruð ekki vissir um að nafn yðar sé í
bókum vorum þá skrifiðeftir verðlistanum
afarlaust það er verðlisti L. Minnið ná-
granna yðar á að fá sér hann.
Klippið úr eftirfylgjandi miða og skrifið nafn og utan-
áskrift skýrt og greinilega cg sendið oss
Coupon Catalog L
The Grain Growers Grain Co. Ltd., ir.nipeg
Please send me your 1916 Catalogadvertised
in Lögberg.
Name ........................................
P.O.......................Prov.................
Gasvélar, vagnar, kerrur, sleðrr, plógar, íáningsvélsr, heríi, dirkhrífur
þjapparar. haupdreifir, maísvélar, kartöfluvélar, hrífur, eláttuvélar, aktfgi, vigt-
Jr, dælur, þvottavélar, útungunarvélar, viður, semrnt, byggingaefni alskonar,
ríðnar vírgirðingar, girðingastaurar, bindaragam, kol, bveitimjöl, salt og alt
annað sem nöfnum kann að nefnast.
tiiv'onrdM0rer M TH© /^111 ^TOWOrS
bezta sem þér getið
gert sjálfra yðar
vegna
Branches at
UEOINA.SASK.
CALGARY.ALTA
FOP.T WILLIAM.ONT.
Winnipe^ 'Manitoba
A^ency at
NEWWESTMINSTER
British Columbia
Norsk-Ameríska
línan
Ný farþegaekip með tveimur skrúfum
“KRISTIANAFJORD” og
“BERGENSFJORD”
í förum milli NewYork og Bergen í Nor-
egi. Frá Bergen eru tíðar ferðir
til Islands.
Fardagar frá New York:
“Bergenafjord” 16. okt.
“Kristianafjord'* 6. nóv.
“Bergensfjord” 27. nóv.
“Kristianafjord” II. des.
Skipin fara 250 mílur norður af ófrið-
ar svæðinu og fara frá New York til
Bergen á minna en 9 dögum.
Um fargjöld, lýsingar með myndum,
og s.f.v. ber að leita til.
HOBE & CO., G.N.W.A.
123 S. 3rd Strect, Minneapolis, eða
H. S. BARDAL,
892 Sherbrooke Street, Winnipeg.
C. H. DIXON,
Lögfrœðingnr, Notary Public
Lánar peninga, Rentar hús,
Innheimtir skuldir
265 Portage Avc
Tals M 1734 Winnipeg
Fíolín smiðir.
F. E. Hanel snill-
ingur sem fíólín-
smiður.
Gerir við alskonar hljóð-
færi, býr til ný og kaupir
gömul fíólín fyrir næsta
verð.. Það er óhætt að
senda Mr. Hanel gömul fíólín harn
annaðhvort gerir við þau fyrir lftið
eða kaupir háu verði. Verkstæði
301 Birks Blríg., Winnipee:
Tals. M. I848
Til minnis.
Fundur í Skuld á hverjum miöviku
degi kl. 8 e. h.
Fundur í Heklu á hverjum föstu-
degi kl. 8 e. h.
Fundur í barnastúkunni “Æskan”
á hverjum laugardegi kl. 4 e. h.
Fundur t framkvœmdarnefnd stór-
stúkunnar annan þriðjudag í
hverjum mánuði.
Fundur í Bandalagi Fyrsta lúterska
safnaðar á hverjum fimtudegi
kl. 8 e. h.
Fundur í Bjarma ('bandal. Skjald-
borgar) á hverjum þriðjudegi
kl. 8 e. h.
Fundur í bandalagi Tjaldbúðar
safnaðar á hverjum þriðjudegi
kl. 8 e. h.
Fundur í Unglingafélagi Onítara
annanhvorn fimtuaag ki. ö’c. n.
Fundur í Liberal klúbbnum á hver j
um föstudegi kl. 8 e. h.
Hermiþing Liberal klúbbsins. á
hverjum mánudegi "kl. 8 e. h.
Fundur í Conservative klúbbnum á
hverjum fimtudegi kl. 8 e. n.
Járnbrautarlest til Islendingafljóts
á hverjum degi nema sunnu-
dögum kl. 2.40 e. h.
Járnbrautarlest til Arborgar á
hverjum degi nema sunnudögum
kl. 5.40 e. h.
J'árnbrautarlest til Vatnabygða á
hverjum degi kl. 11.40 e. h.
KENNARA með 2. eða 3. flokks
prófi er æskt fyrir Darwin skóla
nr. 1576. Kenslutími 6 og hálfur
mán., byrjar með 15. Marz 1916.
Ágústmánuður frí. Umsækendur til-
taki mentastig, og kaup sem óskað er
eftir. Tilboðum verður veitt mót-
taka til 15. Febrúar 1916.
P. R. Peterson, ritari.
Oak View P.O., Man.
Þessi auglýsing
og 15c
borgar fyrir vanalegt 25c glas
af WAALEY’S ALMOND CREAM
Það Iæknar saxa, skinnroða og
alt scm af því leiðir
FRANKWHALEY
flreaíription Tðruijguat
Phone She'br. 268 og 1130
Homi Sargent og Agnes St.
KENNARA vantar til Laufas
S. D. No 1211 yfir 3 mánuði;
byrjar 1. marz 1916. Kennarinn
má ekki hafa lægra en 3rd Teach-
ers Certificati ('Normal) gildandi
í Manitoba. Tilboðum sem til-
1 taki kaupi sem óskað er eftir,
ásamt æfingu, veitir undirritaður
móttöku til 11. febrúar.
B. Johannsson,
Geysir, Man.
Pétur Anderson frá Leslie, sem
dvalið hefir hér af og til í vetur,
fór heim fyrir viku og kemur aft-
um fyrir helgina.
TALS. G. 2252
Royal Oak Hotel
EHflS. GUSTAFSON, Eigandi
Eina norræna bótelið f bænum.
Gisting og máltíðir $1.50 á dag
Sérstakar máltfðir 35c.
Sérstakir skilmálar fyrir stöðuga gesti
281-283 Market St., Winnipeg
Eruö þér reiöubúnir
aö deyja?
ef ekki, þá finnið
E. H. Williams
Ingurance Agent
•®6 Ijlnd«ay Block
Pbone Maln 2075
Umboðsmaðnr fyrlr: The Mut-
ual Llfe oí Canada; The Ðominlon
of Canada Guar. Accldent Co.; og
og einnig fyrlr eldsábyrgSarfélög,
Plate Glass, Btfreiðar, Burglary
og Bonds.
Matreiðslu-stór
úr járni og stáli
Nýjar—á. öllu ver'tSI.
$1.00 vlð móttökii og $1.00 á vikn
Saumavélar, brúkaðar og nýjar;
mjög auðveldir borgunarskilmálar.
Allar viBgerðir mjög fljótt og vel af
hendi Ieystar. pér getið notað bif-
reið vora. Phone Garry 821.
J. E. BRYANS,
531 Sargcnt Ave., VVinnipeg.
H. EMERY,
liorni Notre I)nme og Gertle arts.
TALS. GARRY 48
Ætlið þér að flytja yður? Ef
yður er ant um að húsbúnaður
yðar skemmist ekki I flutningn-
um. þá finnið oss. Vér leggjum
sérstaklega stund á þá lðnaðar-
grein og ábyrgjumst að þér verð-
ið ánægð. Kol og vlður selt
lægsta verðl.
Baggage and Express
Lœrið símritun
Lærið símritun; járnitrautMr ot?
verzlunarmönnum kent. Verk-
leg kensla. Engar námsdeildir.
Einstaklings kensla. SkrifiÖ eft-
ir boðsriti.' Dept. “G“, Western
S< hools. TH(‘,í 9"hv • Kh 1-
roading, 607 Builders’ Exeliange,
Winnipeg. Nýir umsjónarmenn.
Öryggishnífar
•afcty skerptir RAZORS
Ef þér er ant um að fá góöa
brýnslu, þá höfum viö sérstaklega
gott tækifæri að brýna fyrir þig
rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör-
yggisblöö eru endurbrýnd og “Dup-
lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein-
föld blöC 25c. tylftina. Ef rakhníf-
ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur
sýna þér hversu auðvelt það er að
raka þegar vér höfum endurbrýnt
blöðin. — Einföld blöíS einnig lög-
uö og bætt. *- Einnig brýnum viö
skæri fyrir lOc.—75c.
The Razor & Shear Sharpening Co.
4. lofti, 6M Builders Exchange Grinding Dpt.
33ZI Portage Are., Winnipeg
Ef eitthvaö gengur at5 úrinu
þínu þá er þér langbezt aB senda
það til hans G. Thomas. Hann er
í Bardals byggingunni og þú mátt
trúa því aB úrin kasta ellibelgn-
um í höndunum á honum.
*