Lögberg - 03.02.1916, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.02.1916, Blaðsíða 1
Þetta pláss í blaðinu er til sölu. ef g. Vér viljum kaupa allskonar brúkaSar skólabækur, bæSi fyrir barna- skóla og alla hærri skðla. Hæsta ver8 borgaS fyrlr þær. Einnig seljúm vér eSa skiftum viS y8ur & öllum ö8rum bókum, gömlum sem nýjum. “Ye Olde Book Shop”, 2S3 Notre Dame Ave. Gegnt Grace Church, Tals. G. 3118 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FÍMTUDAGINN 3. FEBRUAR 1916 NÚMER 5 SKÚLI SIGFÚSSON, M.P.P, Hann er fæddur 1. Október 1870 í Nesi í NorSfirði, í SuSur-Múla-sýslu á fslandi. Foreldrar hans voru þau Sigfús útgerSarmaður Sveinsson og Ólöf Sveinsdóttir frá Viöfirði, móSursystir Dr. Björns Bjarnasonar, þess er þýddi Úraníu og er alkunnur visindamaður. BróSir Skúla var Sveinn Sigfúson stórkaupmaður í NorðfirSi og síSar í Reykjavik. Skúli á ætt aS telja til stórmerkra manna á báSar hliSar. Hann kom vestur hingaS áriS 1887 og fluttist þá tafarlaust til Álftavatnsbygðar. Þar hefir hann dval'.S iafana síSan. StundaSi hann fyrst framan af búskap aS eins, en lagSi síSar stund á griparækt jöfnum höndum viS búskapinn og nú upp á siSkastiS verkfærasölu. Hefir hann á sér frábærlega gott orS sem áreiSanlegur maS- ur og viss í viSskiftum og nýtur miklu meiri vinsælda en kaupmenn alment gera. — Ekki sannast á honum orStækiS, aS fáir séu spámenn í sínu föSur- landi eSa heimahögum, því þegar til þess kom áriS 1913 aS útnefna þing- mannsefni á móti Taylor, sem hafSi á bak viS sig bæSi stjórnina og fylkis- fjárhirzluna auk annars, þá var þaS sameiginlegt álit allra kjósenda, jafnt íslendinga sem annara, aS Skúli væri eini maSurinn, sem tiltök væri aS reyna. Voru þaS aSallega vinsældir hans, sem þar réSu mestu. Fóru leik- ar þannig, aS ef réttur hefSi fram gengiS, þá var hann löglega kosinn, þrátt fyrir alla króka og hælkróka, sem hann var beittur. 1914, þegar stjórnin féll, var hann kosinn á þing meS yfirgnæfandi atkvæSafjölda, og situr nú á þingi í fyrsta skifti. Um framkomu hans þar og atkvæSi segir framtiS- in, hann hefir ekki haft tima enn þá til þess aS sýna sig þar. Samt hef- ir þaS komiS í ljós, aS kjósendur eig holla hönd í bagga þar sem hann er, í sambandi viS vegabætur, þótt ekki sé lengra HSiS. — Skúli |jvæntist 22. Janúar 1908 GuSrúnu skólakennra, stjúpdóttur Arnórs Árnasonar málm- fræSings. Eiga þau fjögur börn, öll sérlega mannvænleg. Bandaríkin mótmœla. England hefir lög á prjónunum, sem banni verzlun viS ÞjóSverja. Þessu mótmæla Bandaríkjamen.. harSlega og kveSa þaS meS öllu ó- lögelgt samkvæmt alþjóSareglum og frelsi. Scutari tekinn. Austurrikismenn hafa tekiS bæ- inn Scutari í Serbiu og hertóku þeir nokkur þúsund Serba um leiS, sem eki veittu neina mótstöSu. Viðbúnaður Bandaríkja HörS rimma stendur yfir í Bandarikjunum um ]>etta leyti milli tveggja flokka. Vill annar iáta auka herinn og hergögnin til stórra muna, en hinn mælir harS- lega á móti. ÞjóSverjar eru sak- aSir um aS vera valdir aS þessu voSa stríSi aSallega meö því að búa sig til stríSs svo árum skifti og telja andstæSingar heraukninga þaS glæpsamlegt ef Bandaríkin fari nú aS taka upp þá stefnu, sem allu; heimurinn hljóti og eigi aS for- dæma. Verkamenn yfir höfuð virSast vera heraukninga stefn- unni andstæSir og hóta hörSu ef þaS óheillaspor sé stigiS. $150,000 tekju r a ari. Norris stjórnin ætlar aS leggja skatta á öll póstpantanahús, eins og t. d. Eaton; hærri skatta á stræt- isvagnafélög en veriS hefir, og liærri skatta á flutningafélög í fylkinu, og er þaS eft r til ögum Browns fjármálaráSherra. Er svo áætlaS aS tekjuauki viS þetta verSi aS minsta kosti $150,000 á ári Þetta eru mjög miklar framfarir aS því leyti aS þar kemur mikiS fé 1 fjárhirzln fylkisins til almenn nes þarfa úr vasa þeirra sem lítiS eSa ekkert finna til án þess aS alþýSa manna þurfi aS borga. Hrakspár. Löng grein birtist í laugardag-- blaSi “Tribunes” síSast eftir Bern- hard Shaw, þar sem hann spáir öllu hinu versta um striSiS. KveS- ur hann alt hafa fariS í handaskol- um af hálfu bandamanna og nálega útséS um þaS að þeir geti ekki nnn iS nema því aS eins aS þaS verSi Rússinn sem geri baggamuninn. KveSur hann þaS vera Rússann, sem unniS hafi þaS litla sem unnist hafi. En hann kveSur þetta stór- hættu því þaS þýði rússnesk yfir- ráS 'aS loknu stríðinu ef banda- nicnn sigri. Margt er þaS í þessari grein, sem laliS væri landráS ef aðrir segSu. Endurfœðing Englands. Lloyd Gorge hélt nýlega mikla ræSu í þinginu, þar sem hann lét þá skoðun í ljósi aS þegar stríSinu sé lokið risi enska þjóSin upp meS nýjum kröftum og nýju lífi þar sem allra afla verði neytt þjóðinni til framfara. Þegar einstaklingur komist í hann krappann þá vakni og jafnvel skapist hjá honum mögu- leikar sem hann hafi aldrei þekt og aldrei dreymt um, og því sé eins varið meS þjóðirnar. Mesta gull- öld í öllum skilningi bíöi ensku þjóðarinnar aS loknu stríðinu. KveSur hann Englendinga hafa veriS orðna svo vissa þess að þeir bæru höfuð og herSar yfir aðra aS þeir hafi í sumum efnum verið andvara lausir; þetta andvaraleysi eSa svefn hverfi og þjóSin vakni upp aS nýjum morgni til þess að lifa nýjan og langan dag. Er álitiS að þessi ræSa hafi haft afar mikil áhrif til þess að hughreysta þjc'S- Barnadauði í Manitoba. Samkvæmt skýrslum nýlega út- komnnm hafa rúmlega 103 börn diiS af hverjum ýooo bömum sem fæddust áriS sem leið og segir heil- brigðisráSiS aS það sé stórblettur á þjóSinni að mest af þessum barna- dauSa stafi af fávizku og rangri meðferð á börnum. 2000 manns tœringar- veikir, HeilbrigSis skýrslur fylkisins' sýna aS 2000 manns eru stöðugt veikir af tæringu í Manitoba og fleiri hafa dáiS úr henni hér árið sem leiS en allir þeir sem héSan hafa fallið í stríSinu. Áttundi part- ur allra þeirra sem fullorSnir hafa dáiS hér í fylkinu síSastliðin 5 ár hafa dáiS úr tæringu, og þó er þaS lægra en meðaltal yfir alla Canada. Herfang þjóðverja. Samkvæmt skýrslum frá Vínar- borg telja ÞjóSverjar og Autsur- ríkismenn aS á þeim 17 mánuSum sem stríðið hefir staðiS yfir hafi þeir tekið fastar 3,000,000 manna, 10,000 byssnr og 40,000 fallbyssur, en af landi 470,000 kilómetra. Neita að styrkja þjóðræknis jóðinn. Sjö kaþólskir prestar i Quebec hafa lýst því yfir aS þeir leggi ekk- ert til þjóSræknissjóðsins né eggi aðra á aS gera þaS nema því aS eins að þeir fái sömu réttindi fyrir tungu sína hér í lani og Englend- ingar hafi fyrir mál sitt. KveSast þeir verSa að leggja fram alt það fé er þeir geti málinu til verndar undir náverandi kringumstæSum, til þess aS kosta skóla og kennara í Frönsku, og sé sér því ekki fært aS styrkja þjóSræknissjóðinn nema því aS eins að þeir fái skýlausa yf- irlýsingu frá stjórninni nm það aS kröfum þeirra verSi sint aS því er málið snerti. Friður við Belgíu. Blöðin á Þýskalandi hafa nýlega flutt greinar með þeirri kenningu aS Belgir ætli sem fyrst aS semja friS viS ÞjóSverja, og telja þau hina síSarnefndu fúsa til þess. Kveða 'þau þaS hepilegra fyrir Belgi að semja frið nú en síðar, því þeir geti nú fengiS betri kjör en mögulegt verS iþegar lengra líði. BlaðiS Franfurter Zeitung kveS- ur Belgi sjálfráða að sérstöknm friðarsamningum, án samþykkis eða ráðaleitana bandamanna, þar sem þeir hafi ekki skrifaS undir samninginn í London um þaS aS engin ein þjóð skyldi semja frið nema allar samþyktu. Ærlega tekið í strenginn í Toronto er gefiS út blaS sem heitir “Telegram” og fylgir ein- dregiS Afturhaldsflokknum að málum. 27. nóvember í haust flutti það blaS harSorða ákæru um Bord- enstjórnina, og em þessi orð þar meSal annars: “Skotfæranefndin vann fyrir hönd Bordens alveg eins og Borden vann fyirr canadisku þjóðina. Skotfæranefndin átti ekki aS hafa meS höndum einungis peninga canadisku þjóSarinnar, heldtur eitinig um fram alt heiður hennar. — Djöfullegasta einkenni núverandi kynslóðar er hinn mikli óþefur úr hreiSrihu þar sem ræn- ingja krákurnar eru aS rotna lif- andi svo tæpast er við vært í Ottawa; ræningjakrákumar, sem lögðn fram klær og kjafta til þess aS ræna Stór-Bretland og leiða ó- afmáanlega smán og svívirSingu yfir Canada meS ágimd sinni.” Þetta er laglega í tauma tekið af blaSi sem talar um sinn eiginn ílokk. Þingfréttir. 1 næsta blaði koma samandregn- ar fréttir af þvi helzta sem gerst hefir í Manitoba þinginu, þaS er margt og mikið, eins og skýrt hefir veriS frá. Dr .Thomton flutti sér- lega merká ræðu um mentamálin nýlega og verður hún birt. Þótti of mikiS af sama efni að hafa hana í þessu blaSi, þar sem þar er svo mikið af mentamálum aS öðru leyti. Ræða Thos. H. Johnson þegar konur fengu atkvæðisrétt var sömu- leiðis lærdómsrík og alvöruþrungin. ÞaS var skemtilegt aS svo vildi til að hann var forsætisráSherrra við þá athöfn. Skifting framleiðslunnar Svo er taliS að % allra íbúa Bandarikjanna lifi á daglauna- vinnu. Þeir sem vinna hjá verk- smiSjueigendum, námueigendum og járnbrautareigendum eru 10, 000,000. Vinnnmenn hjá bændum era 6,000,000; trésmiðir, steinsmiS- ir, blýsmiðir og skraddarar 1,500,- 000; vörusalar, ökumenn, vinnu- menn viS byggingar o. s. frv. eru svo margir að verkamenn alls verða um 25,000,000 af 35,000,000 sem arðberandi vinnu stunda. Alt kaupgjald borgaS árlega i Banadríkjunum nemur 14,000,000,- 000; en allar tekjur af arðberandi vinnn Bandaríkja þjóSarinnar á ári hverju eru $30,000,000,000 fþrjátíu biljónirj. $16,000,000,000 skiftast því á milli þeirra 10,000,000 manna sem arSberandi vinnu starfa, en em ekki daglaunamenn. Af þessum 10,000,000 eru 6,00a,- ooo-bænda ('einn þriSji hluti þeirra eru leiguliðar en tveir þriðju hlut- ar sjálfeignarbœndur); 1,000,000 smákaupmenn. MeSalkaup verka- manna verSur eftir þessum tölum $560 á ári en meðal tekjur annara $1600 á ári. Verzlunardauði í Bandarikjunum eru 250,000 verzlunarfélög; 190,000 af þeim græða minna en $5000 á ári og yfir 100,000 þeirra græða alls ekki neitt. BlaðiS “System” í Chicago birti grein í janúár með fyrirsögninni “VerzlunardauSi” eftir Stanley A. Dennis. HafSi félag eitt gengist fyrir þvi að safna þessum skýrsl- um. Tók féíagið fyrir að grenslast nákvæmlega eftir verzlunarásig- komulagi í einni borg, sem þaS áleit aS væri eins nærri því aS sýna meS- altal og veriS gæti. Þessi bær heit- ir Waterloo í Iowa. Af 33 verk- smiðjum, 19 matvörubúðum, og 7 heildsöluhúsum i Waterloo, sem voru þar 1885, eru nú aSeins 5 viS líði. Og þett:: er álitið meSaltal fyrir alla bæi í Ameríku, bæSi Bandaríkjunum og Canada. ASal- ástæðurnar fyrir þessum verzlun- ardauSa eru eins og hér segir: 1. Of mikil vörukaup. Verzlun- ar umboðsmenn leiSa kaupmenn út í aS kaupa meira af vömm en þeir þurfa. 2. Óhentugur verdunarstaður; um aS gera aS vera á sem beztum staS, þó þaS kosti meira; það marg- borgar sig þegar til lengdar lætur. 3. Órcgla í bókfœrslu; þetta er ein langalgengasta orsökin. 4. Ill innheimta. 5. Efnaleysi og þar af leiSandi ómöguleikar til þess aS kaupa næg- ar vörur eða njóta þeirra hlunninda sem menn hafa þegar hönd selur hendi. Skandinavar svívirtir. Spánverskur kynblendingur tekinn fram yfir þá. Alt á bak við tjöldin. Eins og getiS var um nýlega buSust Skandinavar allir í einingu til þess aS mynda herdeild. Vom það Norðmenn, Svíar, Danir og íslendingar. Th. H. Johnson ráð- herra var einn meðal þeirra er slíkt boð sendi hermálaráðherranum i Ottawa. Boðinu hefir tæplega ver- iS svaraS og þótti þaS lengi vel kynlegt. Loksins kom svariS i fyrradag þó þögult væri. Er þá al- veg gengiS fram hjá öllum Skandi- nóvum og spánskur kynblendingur sem Fonseca heitir valinn til þess að mynda Skandinavisku herdeild- ina. Á islenzka máliS nokkurt orð betur falliS yfir þetta en orSið gjörrœSi? ÞaS er bœði kúgun og lítilsvirðing á hæsta stigi. Uppbyggilegur fundur Fyrsti almenni fundur hér í Vesturbænum, til unidrbúnings undir atkvæðagreiSsluna 13. marz, var haldinn í Goodtemplarahúsinu á fimtudaginn. Enskur maður sem Dann heitir, Stórkanslari í Stór- stúkunni, stýrði .fundinum. Arin- bjöm Bardal flutti þar ræSu, sem mjög góSur rómur var gerSur aS. Hann setti fram spurningu um það hvort æskulýður þessa lands væri viijugur til þess aS alast upp til þess að fylla drykkjumanna grafir. Var spurningunni syarað með þvi aS inn komu margir sveinar, allir með fána Canada og sungu fögur IjóS, þar sem þvi var heitiS að vernda heiSur landsins og þjóSar- innar, og berjast gegn óvinum henn- ar og þá að sjálfsögð hvað örugg- ast, gegn þeim óvini, sem skæðast- ur er — áfenginu. Séra McLean, skrifari SiSbótafé- lagsins, flutti langa ræSu og frábær lega upplýsandi. ASalatriSi hennar birtast síðar. Séra Wood, enskur prestur talaði einnig mjög upp- byggilega, en vandaðasta ræSan var sú, er séra B. B. Jónsson fultti. Gekk hún aSallega út á það að hvetja bmdindismenn til þess að vera vakandi, beita öllum kröftum og vera hvervetna á verSi, láta ekk- ert ógert, sem gert yrði fram yfir 13. marz. ASal þráður þeirrar ræðu birtist ef til vill síðar. William einarsson lék fagurt lag á gigju. Fundurinn var illa sóttur, því veður var nálega ófært. Frá íslandi. BITAR Kynferðissjúkdómar. SiSferSisfélagið í Canada hélt nýlega ársfund sinn í Toronto og var þar rætt um hve tíSir væru kynferðissjúkdómar hér í landi og hve miklu tjóni og viSbjóð þeir væm valdir dS. Áskorun var sam- þykt til Sambandsstjórnarinnar, allra fyklisstjóma og allra sveita- og bæjarstjórna þess efnis að láta framfylgja lögum þar sem þan væru til og semja þau þar sem þau væru ekki til í þvi skyni aS allir sem þess konar veiki fengju hefðu fría lækningu á öllum hospítölum, áem nytu einhvers opinbers styrks, og í öSru lagi að allir læknar sem varir yrðu við þess konar sjúk- dóma sknli skyldir aS gefa um þaS greinilega skýrslu. Ennfremur sé hverjum þeim er þessa veiki fær gjört að skyldu aS segja lækni frá því, og komist vanræksla upp í því sambandi þá varSi það sekt eða fangelsi. I Bandaríkjum er eytt á ári Fyrir kjöt...........$ 1,500,000 Fyrir járn og stálvöru. 100,000,000 Fyrir baðmullarv.... 05,000,000 Fyrir ullarföt .. ’.. 1. 460,000,000 Fyrir skó og stígvél .. 435,000,000 Fyrir mjöl........... 435,000 000 Fýr'ir Jlþýöumentun .. 310,000,000 Fyrir sykur........ 295,000,000 Fyrir kartöflur.... 205,000,000 Fyrir áfengiseitur... $1,750,000,000 Almennur fundur verður haldinn i Goodtemplarahús- inu á þriöjudaginn (8. þ. m.), þar talar Dr. Thomton mentamálaráð- herra fylkisins og fleiri ágætir ræöumenn. Aliir verkomnir. Fyll- ið húsiö. Dr. Thornton er einn a’lra snjallasti mælskumaöur hér í fylki. Þegar blaöiS er aS fara í vélina leomu blöS frá íslandi. Fimta jan. segir Lögrétta ágætis tíS á Suður- landi og hefir svo verið í allan vet- ur. Kappsund fór fram á nýjársdag, eins og venja er til. Erlingur Páls- son hlaut fyrstu verðlaun þar. Hit- inn i sjónum var þann dag 2)4 stig, en í lofti 4 stig. Hefir aldrei fyr veriS svo heitt á nýjársdag. Látinn er Jóhannes Ásmundsson á Kistufelli í Lundarreykjadal. 50 kr. afurðir af einni á á Akur- eyri, átti þrjú lömb, hvort þeirra selt fyrir 15 kr. og ullin á 5 kr. Jón Pálsson bankagjaldkeri i Reykjavik kærður fyrir samvinnu stirðleika, óhlýðni og ókurteisi. 90,000 kr. komnar inn fyrir nýja hluti í EimskipafélagiS. Ólafia Johannsdóttir hefir veriS forstöðukona Hvítabandsins í Krist- janíu- í 5 ár; hefir hún nú orðið aS hætta þvi og leita sér lækninga á hospítali. Raflýsing ætla Akranesingar að koma á hjá sér bráölega. Séra Magnús Andrésson á Gísla- bakka hefir sagt af sér prófasts- störfum i Mýra prófastsdæmi, en séra Gísli Einarsson (bróöir Ind- riðaj er skipaSur prófastur i hans stað. 6.. janúar lögöu 2 karlmenn og 3 kvenmenn upp á VaSlaheiði frá Fnjóskadal. Bylur skall á, annar maöurinn gafst upp og var grafinn í fönn, síðan gáfust konurnar upp og létu grafast í fönn. Maðurinn sem eftir var komst til bæja; þegar leitaö var, var ein stúlkan dáin, er Kristin Jóhannesdóttir hét og maS- urinn fanst ekki; hefir því dáiö likaa, hann hét Július Kristjánsson. Bæjarfréttir. Mælsku-smkepni Stúdentafjlagsins fer fram þann 10. þ.m., klukkan átta aS kveldi, í efri sal Good Templara. ÁgóSinn af sandcomu þessari geng- ur til styrktar “RauSa -kross” regl- unni og ætti fólk aS styðja gott mál- efni meS því að sækja samkomuna og koma með kunningja sína með sér. Good Templarar hafa góöfús- lega leigt salinn fyrir hálfvirði og eiga þeir því heiður skiliö. AS- Ungu piltamir í Fyrsta últerska söfnuðinum halda samkomu 15. þ. m. og hafa lagt sig fram eftir heztu föngum til þess að skemtunin verði þar bæði uppbyggileg og aðlaöandi. Fyrstu tvö atriöin á skemtiskránni verða alveg íslenzk, og þannig valin að það hlýtur aS falla fólki vel i geð- Samkvæmt ósk margra verður “Ólafur Liljurós” endurleikinn þar, og í þetta skifti miklu fullkomnari en fyr. ÞriSja atriðið verSur á ensku og taka þátt i þvi þeir sem alþektir eru að listfengi. FélagiS hefir sett sér það fyrir markmið að spara ekkert til þess aS ná í beztu krafta fyrir þetta tækifæri og ætti þaö aö tryggja því fult hús. KappræSur fara fram xo þ. m. í Goodtemplarahúsinu undir umsjón Conservative klúbbsins. KappræSu- mennirnir verða séra R. Pétursson og Sig. Júl. Jóhannesson. Verðlaun verða gefin þeim, sem bezt spila í Liberal klúbbnum á fösetudaginn. Þar var heldur en ekki glatt á hjalla i vikunni sem leiS, þar sem allir voru að keppast hver viö annan ýmist aö spila sem bezt eða þá sem verst. Þessa vísu sendi Einar Brynjólfs- son Kr. Ásg. Benediktssyni nýlega: Á Lögbergs síðu er lista smíö, hver lína er full með hreina gull; svo finst mér; hvaö sýnist þér, sem hefir vit að dæma um rit? fleiri íslenzk böm, 10 eða fleiri rússnesk börn, 10 eða fleiri frakknesk börn, 10 eSa fleiri þýzk böm og svo framvegis, þá hafa þau öll rétt á að sitt mál sé kent eftir nógildandi lögum. — Sýnir ekki þetta ómöguleika þess að kenna fkiri en eitt mál í barna- skólunum ? Hamlin heitir einn þingmaður íhaldsflokksins. Hann var sá eini sem setti sig upp á móti atkvæöis- rétti kvenna, þegar þaö var afgreitt frá þinginu. Konurnar héldu fagn- aöarvéizlu skömmu seinna og völdu hann til þess aS mæla fyrir minni kvenna. Því var haldið fram af einhverj- um á Hermiþinginu að Frakkar hefðu verið hér fyrstir og því ætti að kenna mál þeirra í alþýðuskól- unum; en Dr. Brandson gaf þá skýringu að Indiánar hefðu vejriS hér á undan Frökkum og ef ein- hver þjóð ætti heimting á þess kon- ar sérréttindum á þeim grundvelli, þá væm þaö Indiánarnir. Séra Hindley sagSi í ræöu á sunnudaginn að ef nokkur blettur heföi falliö á Dr. Simpson þá væri hann að fullu afþveginn meö starfi hans í stríð.nu. Var honum alvara eða var hann aS gera gys að lækn- inum? 1. rnarz 1915 er Gamalmenna- heimilið “Betel” ó Gimli ársgam- alt. Kvénfélag Fyrsta lúterska safnaSar heldur samkomu í kirkj- unni þann dag og verSur ágóðinn nokkurs konar afmælisgjöf til heimilisins. Þetta ;er einkar vel til falliS og ætti samkoman sannarlega að verða vel sótt. Það er Jægar sýnt og sannað hvílík þörf hefir veriö á þessari stofnun og hversu vel hún ætlar að lánast. Það gefur manni bjartara lífsútsýni að koma til Betel og taka þátt i “kvöldró” þessara rosknu bama og sjá hversu vel fer um þau þar, og alt sem gert er til þess að styrkja heimiliö, mið- ar til þess aö þeim líði þar betur. Hermiþingið. Fundur var haldinn í því á mánu- daginn og var troöfult hús, þrátt fyrir kalt og slæmt veður. Allmarg- ar konur og stúlkur sátu þingið. Var þaS sérlega f jörugt og skemti- legt. Umræðurnar voru um menta- málin — aðallega tungumála kenzl- una í alþýöuskólunum. > Dr. B. J. Brandson, sem af sér hafði sagt ráðherrastööu á síöasta þingfundi og gengið í lið með and- stæðingum stjómarinuar flutti fyrstu ræöuna og birtist hér í blað- inu úrdráttur úr henni. Séra Rún- ólfur Marteinsson flutti þá snjalt erindi frá hinni hliöinni, sömuleiðis Jón Bíldfell, Friðrik Sveinsson o. fl., en af andstæðingum Páll Clem- ens, Amgrímur Johnson, Bjami Magnússon og prófessor Jóhann ■S. Jóhannsson; var ræða hans sér- staklega snjöll. RúmiS leyfir ekki aS birta ræöurnar, en þær voru flestar ]>ess virði aS þaS heföi ver- ið gert. Magnús Paulson þingforseti stjórnaði þinginu, en J. Bíldfell gegndi störfum forsætisráðherra í fjarveru S. Melsteðs. Atkvæði voru að síðustu greidd um málið og nutu stjómasinnr svo atkvæðamagns að þeirra hlið var samþykt. Næsti þingfundur verður haíd- inn á mánudaginn og verður þá rætt um kvenérttindamálið. Er mikill viðbúnaður á báöar hliðar og verður að sjálfsögðu húsfyllir, eins og vant er. Kvenfólkið ætti ekki að gleyma að koma á það þing. Stríðið. Þar er sama þófið. Nokkur þýzk loftskip hafa gert spjöll í London og Paris. Auk þess hafa ÞjóS- verjar nýlega sökt 6 skipum. Rúss- ar hafa unniö dálítið á Austurríkis- 1 mönnum að austan . Allri baráttu ! hætt á Grikklandsskaga, í bráS að I minsta kosti; Þjóðverjar kváSu | vera aS búast til þess aS reyna að j taka Suez og Egyptaland, en óvist hvernig það tekst. Kanadiskur kvenlæknir frá Brit- ish Columbia er staddur í London; hefir veriS á Þýzkalandi og leggur til að farið sé að semja frið. Svíar hafa kosið fulltrúa í friö- amefnd Fords. Auld lang syne. Gömul kynni. [Svo lieitir hc insfrægt kvæöi eft- ir skozka ljóöskáldiö Robert Bums (x759—9^) • Er þaS stælt hér á ís- lenzku í þessu snildarkvæöi, sem hér fer á eftir. En þaS var sungiö hér í vinahóp ekki alls fyrir löngu. Höf. vill ekki láta nafns síns' get- ið.] 'dy-yt-, Hin gömlu kynni gleymast ei, enn glóir vín á skál! Hin gömlu kynni gleymast ei né gömul trygðamál. Ó, góöa, gamla tið með gull í mund ! Nú, fyllum, bróðir, bikarinn og blessum liðna stund. (ViS leiddumst fyr um laut og hól, er lóan söng í mó. En draumar svifu, söngur hvarf úr Silfrastaöa skóg. ■*«. )Við óðum saman straum og streng 1 og stóSumst bylgjufall. «En seinna hafrót mæðu og meins á millum okkar svall. Þótt sortnað hafi sól og lund, eg syng und laufgum hlvn ,og rétti mund um hafið hálft i og heilsa gömlum vin! Ó, góða, gengna tið meB gull í mund! Nú fyllum, bróðir, bikarinn og blessum liðna stupd. —Iðunn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.