Lögberg - 03.02.1916, Blaðsíða 4
4
.JGBERG, fimtudaginn
3. FEBRÚAR 1916
^íijgberg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Pre*s, Ltd., Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Mam.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JÚL. JÓHANNESSON, Editor
|. J. VOPNI, Business Manauer
Ot'ináskrift til blaðsins:
THE C0LUMBU\ PHESÍ, Ltd., Box 3172, Winnipeg,
U anáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, tyan.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
Vandamál.
Niðurlag.
t’egar færðar eru fram ástæður me« og móti því aö
afnema al'.a tungumálakenslu í bamaskólum nema
ensku, eins og frá var skýrt í síðasta blaöi, þá veröur
aö gæta skynsemi og tilfinninga þannig aö hvorugt
beri annað ofuriiöi og hvorugt sé alveg látið víkja fyr-
ir hinu.
Skynsemin eggjar eindregið til dómsúrskuröar
gegn öllum málum nema einu — og það verður að vera
Enskan ,því um annað sameiginlegt mál getur tæpast
verið að ræða.
Enskan er fyrst og fremst auðlærðari en nokkurt
annað mál (að undanteknu Esperanto), sökum þess
hversu málfærðin er þar einföld og óbrotin. Hún er
enn fremur praktiskara mál sökum þess að þar sem
hún á ekki til orð sjálf, þá má altaf búa til ný orð í þaö
óendanlega.
Enskan er samsuða annara mála þar sem það
praktiskasta er tekið úr hverju fyrir sig, sérstakLega þó
latínu. Þegar orðin eru tekin úr latínunni upp í Ensk-
una, þá eru höggvin af þeim öll fínustu málfræðisein-
kenni þeirra og aðeins stofninn notaður með þeim fáu
breytingum sem Enskan krefst. T. d. má taka hvert
einasta orð úr latínn gem endar á “atio”, bæta aftanvið
það “n”i og þá er það gott og gilt enskt orð, með sömu
merkingu og það var i Latínunni. “Orðið “nation” er
“natio” á Latinu; orðið “moderation” er “moderatio”
á Latinu o. s. frv. Þetta þýðir það einnig að taka iflá
hvert einasta enskt orð, sem endar á “ation’, taka “n”-
ið aftan af því og þá er það sama orðið á Latinu.
Annað dæmi e rþað að hvert einasta orð á Latínu
sem endar á “culum” má taka og breyta endingunni
í “acle” og er það þá orðið enskt orð með sömu merk-
ingu og hitt var í Latínunni. T. d. orðið “tabemacle”
á Ensku er “tabcmaculum” á Latínu; orðið “miracle”
á Ensku er “miracidum” á Latínu.
Hvert einasta orð á Latínu sem endar á “bilis” má
taka upp i Ensku og breyta endingunni i “able” eða
“ible” og er það þi gott og gilt Enskt orð með sömu
merkingu; t‘ d‘ “capable” á Ensku er “capabilis" á
Latínu, “terrible” á Ensku er “terribilis” á Latínu.
t Islenzkunni er þetta ómögulegt. Það er ekkert
mál sem hægt er að nota sem þess konar námu fyrir
tilbúning íslenzkra orða.
Og svo er annað við Enskuna, sem gerir hana auð-
lærða, einfalda og þægilega viðfangs. Það eru ending-
ar á sögnum og lýsingarorðum. Tökum til dæmis orð-
ið “lazy”, livort sem talað er um karlmann, kvenmann
eða eitthvað dautt, þá er það “lazy” um það alt. “Lazy
boy”, “lazy girl” og “lazy sheep”. Á íslenzku og flest-
um eða öllum öðrum málum er það öðrvisi. Það dug-
ar ekki að segja “latur drengur”, “latur stúlka” eða
“latur kind”, heldur verður þar að breyta til i hvert
skifti.
Svona er það með lýsingarorðin. Um sagnimar er
hið sama að segja; t. d. sögnin “to say” ; þar er sagt “I
say”, “you say”, “they say” o. s. frv. Alveg brevting-
arlaust, en á íslenzkunni verður þar að breyta í hvert
skifti t. d. “eg segi”, “þú segir”, j>eir segja” o. s. frv.
Af þessum einfaldleik Enskunnar hefir hún náð
eins viðtækri notkun og hún hefir. Hún er Jxægileg-
asta máliö sem talað er og auðveldasta; hún er af
|>eirri ástæðu meðal annara sjálfsögð að verða þjóðmál
í J>essu landi.
Astæður skynseminnar <>g hagfræðinnar fyrir þvi
að Ensk tunga eigi að kennast eru Jæssar:
1. Hún er orðái þjóðmál hér og hlýtur altaf að verða
það.
2. Það er lífsspursmál að komast sem fyrst og sem
bezt niður i Jæssu máli, sem er tungumál landsins
verzlunar- og viðskiftamal þjoðarinnar, Þangað til
|>ekking hefir verið náð í því máli, em menn hér úti
á Jækju og standa illa að vígi í baráttu lífsins og
samkepninni.
y Það tekur of mikinn tínrn og of mikið starfsj>rek
frá öðrum lærdómi að kenna einnig önnur mál í
skólunum.
4. Heldur þjóðflokkabotunum hér i landi of fjarlæg-
um hverjum frá öðrum, þar sem það er viðurkent
að málið tengi nienn nánara saman-en flest annað.
Það að skilja ekki hvor annars tungu skapar óyf-
irstíganlegt haf á milli manna.
5. Reynsla er fengin fyrir J>ví að þar sem önnur mál
eru kend, þar læra bömin annaðhvort ekki eða af
mjög skomum skamti Enskuna.
ó. Þar sem margir |>jóðflokkar eru saman og hver
talar sitt mál, þá er það algengt að alls konar grun-
semd og tortryggni skapast í ýmsum málum og
stendur þannig fyrir vináttu og samvinnu.
7. iÞví fyr sem hægt er að gera alla sanna borgara
þessa lans, því betra. En til J>ess að vera eða verða
sannur borgari, J>arf manni að lærast að þykja
vænt um landið, telja það sitt land og finna sjálfan
sig meiddan ef J>að er meitt.
R. Fyrsta og langhelzta skilyrðið til J>ess að þykja
vænt um eitthvert sérstakt land, er það að maður
tali tungu }>eirrar þjóðar sem J>ar býr.
Þetta eru helztu atriðin, en J>au eru langt um fleiri.
Hversu háværar sem tilfinningarnar kunna að vera
gegn þessum rökum skynseminnar, þá verða þau al-
drei hrakin; þau hafa við mikinn sannleik að styðjast.
Það að ekki sé sanngjarnt að banna mönnum að
tala og lesa, læra og kenna sína heimatungu, er satt.
Því getur enginn neitað með réttu. En hér er alls ekki
fram á það farið. Þó neitað sé að stjórnin láti undir
sinni vemd kenna margar tungur, þá er ekki þar með
sagt að nokkrum þjóðflokki sé hamlað að nota mál sitt
eða halda því við eftir mætti.
Tökum 't. d. trúarbrögðin. Hér í landi er öllum
heimilt og frjálst að hafa hvaða trú sem sannfæring
þeirra býður. Þeir eru alveg óáreittir x því efni af
lögum landsins. En stjórnin gengst ekki fyrir því að
nokkur sértrúarbrögð séu kend i opinberum skólum;
meira að segja lög landsins banna að það sé gert. Trú-
arbragðaflokkarnir eru svo margir og ólíkir að til
vandræða mundi leiða ef kenna ætti þau öll x alþý,u-
skólunum. En að kenna sum og hafna öðrum væri
ranglátt. Þess vegna er það að þau eru alls ekki
kend.
En hvað gerir fólkið? Telur það sér misboðið með
þessu? Er það talið ófrelsi ? Nei, þvert á móti. Það
er fullkomið frelsi í orðsins réttasta og sannasta skiln-
ingi; þar er öllum gert jafnt undir höfði. Hver hefir
sín trúarbrögð. Þeir sem sömu trú hafa leggja fram
fé í félagi, byggja sér kirkjur og ráða sér presta.
Þeir halda við trú sinni og leggja á sig fyrir hana eftir
þvi mikið sem þeir telja hana mikils virði. Og þetta
er sangjarnt og það fer vel. Þá þarf enginn um neitt
að kvarta og enginn neinna sérréttinda að kref jast.
Á Jxennan hátt á að ráða tungumálakenslunni til
lykta og á þennan eina hátt verður þeim þannig ráð-
stafað að sanngjarnt sé á alla vegu.
Eins og það er eðllegt að hvert brot þjóðarinnar
krefst J>ess að mega hafa hvaða trú sem því fellur í
geð og halda henni við, eins er það einnig náttúrlegt
að hvert brot þjóðarinnar krefjist þess að mega tala
tungu sína og kenna hana börnum sínum, jafnfarmt
því sem Enskan er kend og lærð.
En eins og fólkið sjálft — hver trúarflokknr út af
fyrir sig — verður að byggja sinar eigin kirkjur og.
ráða sina eigin presta fyrir sitt eigið fé, án styrks eða
aðstoðar frá stjórninni, jiannig er það sanngjarnt að
fólkið sjálft — hver þjóðflokkur út af fyrir sig —
byggi sína eigin skóla og ráði sína eigin kennara fyrir
sitt eigið fé til þess að kenna sitt eigið mál.
Hvort sem J>ess verður langt eða skamt að bíða
að það fyrirkomulag komist á, sem hér er bent á, þá
er Lögberg sannfært um að það verður með tímanum.
tslendingar eru að komast á réttan rekspöl í þessu
máli, er vonandi að það hepnist vel og verði gott for-
dæmi öðrum þjóðflokkum hér.
íEn það þarf að fara í þessu máli með lipurð. Það
þarf að taka tillit til hinna djúpu tilfinninga sem á bak
við það eru. taka tillit til þess að menn eru enn ekki
búnir að átta sig á málinu; þeir sem hingað hafa flutt
eru eins og börn sem tekin hafa verið frá móður sinni;
það þarf að leiða þeim það fyrir sjónir með hógværð
og stillingu, samfara alvöru og sannfæringakrafti að
þetta sé allri heildinni fyrir beztu, og þeir sansast á
það með tíð og tíma.
En J>á er fyrir hvem þjóðflokkinn fyrir sig að
keppa við annan um það að koma á hjá sér sem beztri
skóla kenslu á sínu máli. En sé íslendingum t. d. al-
vara i þjóðernis viðhaldi, þá verða þeir að láta hendur
standa fram úr ermum. Að bjarga málinu eins og það
er núna og gera það að lifandi tungu, er álíka erfitt og
að hrifa druknandi mann úr brimróti. Það er vinn-
andi vegur, en vinnandi aðeins með því að hvorki sé
horft í fyrirhöfn né tíma, fé eða sjálfsafneitun.
En að krefjast vemdar stjórnarinnar i því tilliti
hefir íslendingum aldrei komið til hugar og þeir eiga
ekki að gera það framvegis.
Samkomur og blöð.
Niðurlag.
Blöðin og samkomurnar eru skyldgetin systkini
að vissu leyti. Þau hafa að ýmsu samskonar upp-
runa, samskonar tilgang og samskonar áhrif.
Blöðin eru til þess aðallega að dreifa skoðunum;
skýra málefni; vinna með sumum málum og móti
öðrum. Þau eiga að sýna mönnum rétta afstöðu eða
réttar áttir, ef svo mætti segja, á ýmsum málum, eða
helzt öllum; J>au eiga að vera andlegt samband milli
þeirra sem eru líkamlega fjarlægir, til þess að þeir
geti, þrátt fyrir fjarlægðina, skýrt hugsanir sínar
hverjir fyrir öðrum.
Þau eiga að flytja það landshomanna á milli og
heimsendanna á milli, sem við ber og leggja á það
eins heilbrigða dóma og draga út af því eins nyt-
samar ályktanir og þeim er unt.
Þau eiga að leiðbeina mönnum i öllum efnum.
Tilgangur blaðanna er sá að vera nokkurs konar
sameining kennara, presta og dómara. Þau prédika
um alt, leiðbeina í öllu og dæma um alt.
Auðvitað ferst þeim það misjafnlega. Þar er
misjafn sauður í mörgu fé; þar eru misjafnir kenn-
arar eins og í öðrum skólum, pokaprestar, eins og í
sumxxm öðrum kirkjum og ranglátir dómarar, eins
og í öðrum dómara sætum; en það raskar ekki gildi
hugmyndar þeirrar, sem skapar J>örf blaðanna.
Blaðamaðurinn á vandasamari stöðu en flestir
aðrir. Hann þarf að fylgjast með öllum málum;
vita dálítið eða skilja í allmörgum vísindagreinum;
skilja umfram alt mennina eJSa fólkið, sálarlif þess
og einkenni; geta sett sig í spor allra. Hann þarf
að sameina J>að að geta verið kurteisin sjálf og
persónugerfi -einurðarinnar. Hann þarf að geta
tekið hæfilegt tillit til skoðana allra annara manna,
en gæta J>ess jafnfraft að vera ekki í eigin skoðun-
um eins og reyr af vindi skekinn.
Hann þarf að eiga innri eld, sem hann geti falið
undir blæju vtri stillingar. Hann þarf að vera þjónn
þjóðar sinnar — allrar alþýðu manna, en á sama
tima herra hennar. Hann þarf að eiga innilega
hluttekningu, en líka fullkomna alvöru. Hann J>arf
að geta hagað sér eftir kringumstæðum, en setið þó
við sinn keyp. Hann þarf að geta grátið með grát-
endum og glaðst með gleðjendum, verið grískur með
grískum og gyðingur með gyðingum.
Blaðamaðurinn er oft í vanda staddur; oft á
milli steins og sleggju; oft í efa um hvað gera skuli.
Hann tekur, ef til vill grein í blaðið sitt, sem er nyt-
söm og uppbyggileg, en hún hefir haft einhvern galla,
og hann hefir breytt henni eftir beztu vitund, án
þess að raska á nokkurn hátt tilgangi hennar eða
efni, en breytingin er ef til vill, misskilin af hlut-
eiganda.
Islenzkir blaðamenn standa ver að vígi, en flest-
ir aðrir. Hjá öðrum þjóðum — sumum að minsta
kosti, eru til blaðamannaskólar, þar sem það er lært
að stjóma blaði alveg eins og það er lært að verða
prestur eða lögmaður. Sannleikurinn er sá að blaða-
menskunni er óvirðing gerð með því að hana skuli
stunda aðrir en þeir sem það hafa lært. Það þyrfti
helzt að komast á — og það kemst á með tímanum —
að stofnaðir verði blaðamannaskólar og engir aðrir
álitnir til þess hæfir að stjoma blöðum, en þeir sem
þar hafi lœrt og tekið próf.
í fyrri daga stunduðu menn lækningar án skóla-
göngu eða lærdóms; nú þætti slíkt svo fráleitt að
engu tali tæki. Sama var með allar þær athafnir, sem
nú er heimtuð mentun fyrir.
Með því móti að menn mentuðust í blaðamensku
væri þjóðinni það trygt — að nokkru leyti að minsta
kosti — að blöð hennar yrðu henni til uppbyggingar
og sóma. Við sem nú fáumst við blaðamensku verð-
um siðarmeir fyrir samskonar áliti og “skottulækn-
arnir” svokölluðu. Þeir voru í hávegum hafðir á
meðan læknisfræðin var tæplega til, og þeir gerðu
þá mikið gott; en þeir em að hverfa úr sögunni.
Sama verður það með okkur sem ómentaðir erum í
blaðamensku. Við erum nokkurs konar skotturit-
stjórar. sem að ýmsu Jeýti gerum vel, af því ekki er
um annað betra að velja, en verðum að þreifa fyrir
okkur eða fálma í nokkurs konar vanþekkingar-
myrkri eftir því hvernig bezt verði til hagað og
hvernig blöðin verði sem bezt úr garði gerð’.
Ef við gerum eins vel og okkur er unt, þá getum
við komið miklu góðu til leiðar alveg eins og skottu-
Iæknarnir, þar sem ekki var völ á öðru.
Það er t. d. ekki lítill vandi að velja í blað sitt;
ef til vill meiri vandi en að rita. Það hefir verið
sagt að bezt yrðu skáldin dæmd eftir því hvað þau
veldu sér til að þýða, og það er eins með blaðamenn-
ina.
Þá er það viðvikjandi samkomunurn. Blöðin
eiga að dæma þær; en það er vandi; til þess þarf
svo margt. Þar koma fram alls konar listir og alls
konar afskræmi. Til þess að geta dæmt um sam-
komur, verður blaðamaðurinn fyrst og fremst að
sækja þær, og það út af fyrir sig er talsverð þraut
þegar þess er gætt hversu takmarkaðan tima hann
venjulega hefir. Hann J>arf að hafa vit á söng og
hljómlist; vit á skáldskap og skilja leikaraíþrótt;
hann þarf að vera mannþekkjari; hann verður að
vera óhlífinn en jafframt sanngjarn.
, Hann verður að gæta þess að hann er þar að
vinna heilbrigt verk; hver dómur sem hann fellir og
er ranglátur er honum stórsynd. Ef hann nýtur
nokkurs álits hjá (esendum sínum — ef nokkuð er
talið byggjandi á dómum hans, þá getur hann kastað
skugga á, eða jafnvel eyðilagt framtíð manna með
því að dæma ósanngjarnlega í byrjun um einhvem
lítt J>ektan. Gerir hann þannig tvent rangt i senn,
særir þann er hlut á að máli og leggur stein í götu
hans, og sviftir þjóðina ef til vill uppbyggilegum
starfshæfileikum, sem hann kyrkir í fæðingunni.
t öðru lagi ber hann ábyrgð á því að hrósa ekkí
um skör fram því sem einskis er virði; er það, ef
til vill, enn j>á skaðlegra. Það skapar hroka hjá
þeim sem hrósað er, kemur í veg fyrir það að hann
taki sér fram og læri betur, og hleypir þannig óheil-
brigðum vexti í nokkurs konar þjóðfélags gorkúlur,
sem helzt ættu að hverfa.
Það er smekkur og siðfágun, heilbrigði og upp-
byggileg áhrif, fegurð og listfengi í þvi sem fram
kemur á samkomum, sem blöðin eiga að hrósa og
lyfta upp. En finna að því og benda á það, sem i
gagnstæða átt stefnir.
En hann á heimtingu á einu. Með aðfinslum sín-
um og leiðbeiningum er hann að vinna bæði þjóðinni
gagn og þeim sem hann talar um, ef hann á annað
lx>rð er samvizkusamur maður, og hann á því heimt-
ingu á því að hafa ókeypis aðgang að öllum sam-
komum, sem hann getur sótt.
Á þetta atriði verður ef til vill misjafnlega litið,
en það gerir ekkert til, því er hér alvarlega haldið
fram að blaðamenn eigi að hafa heimilan ókeypis
aðgang að öllum leikhúsum og samkvæmum, nema
þeim, sem óskað er eftir að ekkert sé sagt um.
Og hann á heimting á öðru, og það er það að til-
sögnum hans eða aðfinningum sé þanpig tekið sem
þær verðskulda. Ef það sést að hann er hlutdrægur:
hrósar því sem er þjóðminkandi, hugspillandi eða
heilsulamandi að einhverju leyti, eða hefur það til
skýjanna sem hans eigin skoðanabræður flytja á
samkvæmum hvað svo sem það er, einungis vegna
þess að honum er skylt málið eða hann vill nota
samkomuna sínum málum til lofs og dýrðar og aug-
Iýsingar, þá verðskuldar hann sjálfur harða dóma og
jafnvel fyrirlitningu. Hann bregst þá köllun sinni
og er þjóðinni hættulegur alveg eins og óhlntvandur
krakki sem nær i voða og beitir honum til skaða.
Eða ef liann níðir það niður, auðsjáanlega af
ásettu ráði, sem fagurt er og upplyftandi, lýsandi og
göfgandi, mentandi og lærdómsríkt, einutjgis sökum
þess að það kom fram á samkomu hjá andstæðingum
hans. eða J>eir tókú þátt í þvi.
Sá sem það gerir er einnig hættulegur þjóðfélag-
inu og verðskuldar ráðningu, aðfinslur eða fyrir-
litningu.
Eða ef hann setur sig upp á háan hrokahest í
dómum sínum um unglinga og byrjendur, með misk-
unnarlausri hirtingu og sjálfbyrgingsskap í stað
þess að benda þeim á með hógværð og leiðrétta, ef
hann veit betur eða finnur hvar umbóta er þörf.
t stuttu máli er blaðamaðurinn í J>eirri stöðu sem
yfirgripsmest er allra verkahringa; hann er nytsam-
ari en nokkur annar borgari landsins ef hann er
fullkomlega samvizkusamur og verki sínu vaxinn,
en hann er hættulegt barn með þjóðarvoða ef mann-
kostir hans og vöndugheit eru af skornum skamti.
Þetta er svo yfirgripsmikið mál að um það mætti
rita heila bók, og þess væri ekki vanþörf vor á fneð-
al, en þetta verður látið nægja í bráðina.
THE DOMINION BANK
tHr IIJMtlND B. 08I.KB, M. P., Pre* W. Ð. MATTHEWH Tln p
C. A. BOGEKT, General Manager.
Borgaður höfuðstóll...........
Varnsjóður og óskiftur ábatl
$6.000.000
$7,300,000
BYRJA MA SPARISJÓÐSREIKNING MEÐ $1.00
kað er ekki nauSsynlegt fyrir þig atS bfSa þangaS til þú
átt álitlega upphæS til þess aS byrja sparisjöSsreikning vi8
þennan banka. Viðskifti má byrja með $1.00 e8a meiru. og
eru rentur borgaSar tvisvar á árl.
Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager.
Seikirk Branch—M. S. BURGER, Manager.
Örin og ljóðið.
Eftir Longfellow.
1 Iopt upp eit sinn ör eg skaut,
og ekkert vissi’ eg hvert ’ún þaut;
svo geyst og hátt ’ún flaug mér frá,
að festa mátti’ ei sjónir á.
1 vindinn ljóð af vör mér hraut,
og vissi ekkert hvert það þaut;
því fám mun sjón svo gefin góð,
að geti flug sitt þreytt við Ijóð.
Eg löngu síðar sá í eik
hvar sárbeitt örin mín stóð keik;
og ljóðið orðrétt hefi eg heimt—
í hjarta vinar fann það geymt.
Jón Runólfsson.
Rœða
Dr. B. J. Brandsonar
á Hermiþinginu 31. jan.
Dr Brandson, sem er þingmaður
fyrir “A” deild i Winnipeg á
Hermiþinginu, flutti skörulega
ræðu á mánudaginn á móti því að
fleiri mál séu kend á alþýðuskólum
en Enska, útdráttur ræðunnar er á
þessa leið:
“Tveggja tungna kenslu í alþýðu-
skólum er frábærlega óréttlátt. Það
er mál sem veldur meiri sundrung
en nokkuð annað nú sem stendur.
Það veitir útlendingum, sem hing-
að koma, tækifæri ti lþess að halda
áfram að vera útlendingar eins
lengi og þeim sýnist, og hamlar
þeim frá því að verða canadiskir
borgarar í orðsins rétta skilningi.
Til þess að einhver þjóð geti
staðist og tekið framförum verður
hún að vera sameinuð; annars er
henni hætta búin.
Það eru óraskanleg náttúrulög
að smá þjóðarbrot innan um stór-
þjóðir, hljóta að sameinast þeim
smátt og smátt; þvi fyr og greið-
ara sem það gengur, því betra .
Lítum á forfeður vora, gömlu
víkingana. Er ekki dæmi þeirra ó-
hrekjandi sönnun þess lágmáls, sem
í þessum efnum hefir altaf ríkt og
hlýtur ávalt að ríkja? Þeir fóru
herskildi víðsvegar um heim og
námu landshluta um stundar sakir;
þeir komu sem yfirráðendur hvar
sem þeir fóru; settust að í Sikiley,
á ítalíu, á Frakklandi og víðar.
Enn þá má jafnvel sjá rústir sem
bera menjar þeirra í Veneciu.
En hvernig fór? Það leið ekki
á löngu áður en þeir urðu að hætta
að vera Norðmenn, J>eir urðu að
sameinast Jæirri þjóð sem þeir tóku
sér bólfestu með. Og það var gæfa
sjálfum Jæim, þjóðinni sem í hlut
átti og heiminum í heild sinni.
Hvenær sem aðskilnaðar garður
er bygður utanum mismunandi þjóð
brot í einu landi, J>á er þjóðarheild-
in með því brotin upp i fleiri eða
færri flokka, að meira eða minna
leyti andstæða og í flestum efnum
ólíka. Þetta hindrar föst og sigur-
vænleg samtök og ]>á borgaralegu
samvinnu, sem alstaðar er lífsnauð-
synleg ef vel á að fara, með hvaða
þjóð scm er. Samtök og samræmi
eru lífsþræðirnir í lifi hverrar ein-
ustu þjóðar, og Jæssir þræðir eru
skornir eða slitnir þegar hver um
sig ætlar að fara að afkróa sig frá
heildinni að einhverju Ieyti.<
Amerika hefir með réttu vesið
nefnd sá bræðslupottur sem saman
gæti soðið í eina heild allar hvítar
J>jóðir, hvaðan sem J>ær kæmu, og
skapað þannig eina allsherjar J>jóð,
samhenta, samstarfandi, samhugs-
andi og samtalandi. Þangað koma
J>úsundir útlendra manna sem á ör-
stuttum tima verða innlendir menn.
Þeir verða þar samkvæmt óhjá-
kvæmilegum kringumstæðum og
samkvæmt eðli heilbrigðra lands-
laga aS samlagas't alþjóSinni. Þeir
neySast til þess aS læra máliS og
fleygja sér inn í lífsstraum hinnar
sameiginlegu þjóSar og þaö er
gæfa þeirra.
Ef kringumstæöumar Ieyfðu
J>eim — eða jafnvel hvettu þá til —
að halda fast við sína fomu siði,
hverja frá sínu landi, þá yrðu þeir
óhjákvæmilega lakari borgarar í
ýmsum greinum, þótt þeir væru það
ekki í eðli sínu. Kringumstæðum-
ar skapa manninn sem borgara,
eins' og þær skapa hann í öðrum
skilningi.
Ein er sú þjóð í heiminum, sem
allir líta grunsemdaraugum til,
hvar sem J>eir eru. Það er Gyð-
inga þjóðin. Hvar sem þeir taka
sér bólfestu, er fremur haft horn i
síðu þeirra. Og hver er ástæðan?
Hún er sú að hvar sem þeir fara
reyna þeir altaf með öllu móti að
halda áfram að vera Gyðingar;
Jæir samlagast eða samþíðast þjóð-
arheildinni ver og seinna en flest
eða öll brot amíara þjóða sem hing-
að flytja, og þeir eru sökum þess
ekki taldir eins góðir borgarar og
þeir voru ella. Þeir byggja utan
um sig sérstakan þjóðernisgarð, svo
háan að tæplega sést yfir.
England er mesta nýlendustofn-
anaþjóð heimsins; það lætur ný-
lendur sínar svo að segja alfrjálsar
og óháðar. En það stefnir að því
að í þeim öllum sé töluð sama
tunga og að sem líkastir þjóðsiðir
stjórni þeim öllum sameiginlega.
Stríðið styrkir óefað samband
brezka veldisins eða ensku nýlend-
anna innbyrðis og við móður þjóð-
ina, England. Eftir stríðið meira
en fyrir það verður lögð áherzla á
sameiginleg mál, sameiginlegar
hugmyndir og samvinnu. Striðið
kennir það betur en nokkuð annað.
hvílíku tjóni -það getur valdið að
málið greini eina þjóð i marga
flokka.
Engilsaxnesku þjóðirnar hafa
veriö framfara mestu og um leið
frjálslyndustu J>jóðir heimsins. Véir
erum í engilsaxnesku landi og það
er rangt að hindra eða að koma í
veg fyrir engilsaxneskar hugmynd-
ir hér; en það er gert með því að
hindra að þjóðbrotin renni sem
fyrst saman í eina heild í samtaka
baráttu fyrir tilveru sinni og fram-
förum. Eg er þv ieindregið á móti
fveggja eða margra mála kenslu í
alþýðuskólunum.
Það er gleðiefni þegar íitið er yf-
ir sögu }>essa lands að veita þvi eft-
irtekt að íslendingar hafa yfirleitt
reynst góðir borgarar og v,erið
fljótir að átta sig á því hver stefn-
an væri heppilegust. Þeir hafa yf-
irleitt samþíðst aðalþjóð þessa
lands sérstaklega vel; og J>að er
gæfa vor.
Að kenna enska tungu eða læra
hana sem fyrst er lykillinn að ham-
ingjuskápum J>essa lands, sá sem
J>ann lykil hefir ekki er svo að
segja dauðadæmdur í hvaða verka-
hring sem er og hversu vel sem
hann er gefinn. Hann hefir engin
tækifæri. Þetta hafa íslendingar
séð. Þeir hafa aldrei beðið um
tveggja mála skóla. Þeir hafa
meira að segja verið svo sannfærð-
ir um að þeir væru óheppilegir að
þeir hafa jafnvel ekki notað sér
lögin. Þess munu tæpast dæmi að
íslendingar hér í landi hafi nokk-
ursstaðar farið fram á það að ís-
Ienzka væri kend í barnaskólum.
Og hvers vegna ætli það sé? Það
er af því að þeir eru svo viti bornir
aö þeir sjá ógæfuna sem af því
stafar, og svo framsýnir að þeir
vita hvílík hindrun það yrði fyrir
börn þeirra. .. (Erh.. .
NORTHERN CROWN BANK
AÐALSKRIFSTOFA I WINNIPEG
Höfuðstóll (löggiltur) - - - $6,000,000
Höfuðstóll (greiddur) - - - $2,850.000
STJÓRNENIHJR :
Formaður...........- - - Sir D. H. McMII.LAN, K.O.M.G.
Vara-formaður.............. Capt. WM. ROBINSON
Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION
E. F. IUJTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOIIN STOVEL
Allskonar bankastörf afgreidd. — Vér byrjum relkninga vlð eln-
staklinga eðn félög og sanngjarnir skilmálur veittir. — Ávísanlr sehlar
txl hvaða staðar sem er á fslandi. — Sérotaknr gaumur geflnn sparl-
sjóðs lnnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar við
á hverjum sex mánuðum.
T. E. TIIORSTE \ NSSON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man.
m i aóéV Tév' ~ ré\‘‘ ró>v ■V'éVf/'éVkVéV ‘íás, yéyi.YéVtfy'éY YéVifrjaYí