Lögberg - 03.02.1916, Blaðsíða 8

Lögberg - 03.02.1916, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. FEBRÚAR 1916 BiUE RibboN Gofíiee 'Gí&'fi£Goib c*+Df- Blue Ribbon KAFFI og Bökunarduft Það getur verið að þú sért bezta matreiðslukona í veröldinni, en ef gerefnið sem þú notar er lélegt, þá getur þér ekki hepnast matreiðslan. Notaðu aldrei annað en Blue Ribbon bökunarduft, með því getur þú bú- ið til bezta brauð og kckur.^<5 *'■ Blue Ribbon er mælikvarði fyrir gæði þegar talað er um te, bökunar- duft, krydd bragðbætir. ^ RIB% „ M0t1 Ef þér skylduð vera í nokkrum efa, þá reynið oss ef þér viljið fá gott kjöt, matvöru eða garðávexti. Fort Garry Market Co. Limited 330-336 Garry St., Winnipeg Or bænum Næsta sunnudagskveld og ávalt hér eftir byrjar n*essugjörð í Skjald- borg klukkan 7. Mr. Einar Long prédikar. Allir velkomnir. MaSur fanst fyrra föstudag hjá C.P.R. brautinni hér í bænum. Var hann dauður og skot í gegn um enniS. Þrátt fyrir allar möguelgar tilraunir hefir ekki hepnast enn að komast eftir hver hann var. Ina Laxdal frá Mozart kom hingaS til bæjarins fyrra miSviku- dag sunnan frá Dakota, þar sem hún hefir veriS um tíma. Hún fór vestur til Mozart á fimtudagskveld- iS. Eg hefi nú nægar byrgSir af "granite” 'egsteinunum "góSu” stöSugt viS hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg aS biSja þá, sem hafa veriS aS biSja mig um legsteina, og þá, sem ætla aS fá aér legsteina í sumar, aS finn mig sem fyrst eSa skrifa. Eg ábyrgist aS gera eins vel oe aSrir, ef ekki betur. YSar einlægur, A. S. Bardal. KENNARA vantar fyrir Hnausa skólahéraS Nr. 588. Kensla byrjar 15. Febrúar n.k. TilboS sendist til undirritaSs. Kennarinn verSur aS hafa “Second Class Certificate”. Hnausa, Man., 11. Jan. 1916. B. Marteinsson, Sec.-Treas. Kristjón Finnson, fyrv. kaup- maöur frá VíSi, kom til bæjarins á föstudaginn. Fannfergja hafSi veriS þar nyrSra eins og hér og höfSu lestaferSir haggast talsvert af þeim ástæSum. Þessa vísu kvaS einhver til minn- is: Mundu aS sérhvern mánudag mjög þótt stermur syngi, íslendingar eiga slag uppi’ á Hermiþingi. GuSmundur Magnússon frá Ár- borg kom til bæjarins á föstudag- inn; var hann aS fylgja hingað ungri stúlku til lækninga og fór heim aftur næsta dag . KENNARA vantar fyrir Mary Hill skólahéraS* No. 987, fyrir 8 mánuSi. Kensla byrjar 3. Aríl; um- sækjendur tilgreini kaup, sem um er beSiS og æfingu sem kennari. Kenn- ari þarf aS hafa “Second or Third Class CertificateJ. ÓskaS eftir til- sögn í söng. TilboSum veitt móttaka af undirrituöum til 1. Marz. Sig. SigurSsson, Sec.-Treas. Mary Hill P.O., Man. KENNARA vantar fyrir Valhalla skóla Nr. 2062. Annars stigs kennara próf nauSsynlegt; einnig hljómfræö- is þekking, ef hægt er. Skólinn byrjar 1. Apríl. Gef mentastig og meSmæli, þegar sótt er um. T. T. Hart, skrifari, Leslie, Sask. Fimm feta djúpur snjór er nú hér í Manitoba og er fullyrt aS um þetta leyti árs hafi aldrei verið eins fanndjúpt í 20 ár. Auk þess hafa verið óvenjulegar frosthörkur nokkra daga. Hafa menn víSa orS- iS úti og frosið í hel eða stórkalið. íslenzk bóndakona í sveit spyr hvort réttara sé aS segja beiddi eða baS, t. d. “hann beiddi” eSa “hann bað”. SvariS er þannig aS hvort- tveggja getur verið rétt. Bað kem- ur af sögninni að biðja, en beiddi af sögninni að beiöa. BaS er venju- legra, en hitt ekki rangt. Farar fýstir. Landsins blómi, legg í hríð, laus við eggjan beggja; vertu sómi láöi og lýS, lát í rómu þó um síð. /. G. G. John Johnson, stjúpsonur Dr. Jacobsons í Wynyard, kom til bæj- arins á sunnudaginn frá Mouintain í NorSur Dakota, þar sem hann hefir veriS um tíma, og dvelur hér nokkra daga. Hann kom til að finna móður sína Mrs. Jacobson og systur sína Mrs. S. Sigmar, sem báðar voru hér staddar. GuSmundur Johnson klæSaskeri, sem margir Winnipegbúar kannast viS, hefir veriS við matreiðslu í vetur vestur í Alberta á vatni sem Dori Lake nefnist. Hann lætur vel yfir sér þar vestra; hefir hann ný- lega veriS beSinn að fara i herinn sem matreiösIumaSur, en mun vera óráSinn í hvort hann taki því boSi eSa ekki. Hann er væntanlegur hingað til bæjarins í þessum mán- uSi. Guðmundur sendi kunningja sínum hér silung svo stóran þar úr vatninu aS fá munu dæmi til, hann var 28 pund á þyngd. S. B. Dalmann frá Kandahar kom til bæjarins á mánudaginn til þess að leita sér lækninga hjá Dr. Jóni Stefánssyni. Ef þiS þurfiS aS kaupa hljóS- færi, þá væri vel gert aS panta þaS hjá Jóhannesi Stephanssyni; hahn er umboðsmaSur fyrir gott félag hér í bænum og þarf þess að landar láti hann sitja í fyrirrúmi meS kaup. ÞaS er ekki einungis vel gert, held- ur einnig sjálfsagt, aS greiSa þannig götu þeirra, sem þess þurfa, þegar það verSur gert án þess að nokkur útlát hafi í för meS sér. Mrs. J. S. Jacobson, kona Dr. Jacobsonar að Wynyard kom til bæjarins á laugardaginn ásamt syni sínum Viggo. Veröur hún viku- tíma hér í bænum og fer svo vestur til Glenboro til dóttur sinnar og tengdasonar Mr. og Mrs. S. Sig- mar. Þar býst hún við aS dvelja nokkra daga. Muniö eftir “hermi-þinginu” á mánudagskveldiS. Jón SigurSsson . (írí LitlugröfJ kom til bæjarins á sunnudaginn; hann hefir dvalið úti á vatni í vetur ViS fiskveiSr. KvaS hann fiskimönn- um hafa gengiS í tregara lagi veiSin. Almanak hefir S. Högnason kaup- maSur í Minneota sent Lögbergi. Er hann umboösmaöur fyrir “Contin- ental” eldsábyrgðar félagiS í New \ ork. Myndin, sem á almanakinu er, heitir “The First Steamboat”. Sjást þar karlar og konur viS höfn- ina, sem horfa út á sjóinn og fagna fyrsta gufuskipinu. Þar eru einnig miargir bátar á sjó og fólk á þeim aS skemta sér. C. W. Cristjánson frá Wynyard var á ferð í bænum á fimtudaginn. Kvað hann alt tíðindalaust. í bréfi frá Leslie er frá því sagt aS mikill sé viðbúnaður til þess aS hafa miSsvetrar mótiS ekki verra en þaS hefir veriö þegar bezt var, má þá vel gera, þvi sú samkoma hefir venjulega veriS bygSinni til stórsóma, enda betur sótt en öll önnur samkvæmi. Stefán Anderson kvað mikinn út- búnaS undir ÞorrablótiS á Leslie, ekki síður en vant er. SömuleiSis kvað hann Lesliebúa vera aS byggja stóreflis kirkju. Þeír eru altaf eitt- hvaS eð gera í Leslie. Munið eftir því að nýja lagiö “Jólavísur til íslends” er til sölu hjá H. S. Bardal og aS Lögbergi. Benedikt Frímannson frá Gimli var á ferð í bænum á föstudaginn og dvaldi hér fram yfir helgina. Stefán Anderson frá Leslie kom til bæjarins á föstudaginn og dvaldi hér um tíma hjá Páli Pálssyni tengdabróSur sínum. Hann fór norður til Nýja íslands um helgina aS finna gamla kunningja og býst viö að veröa þar um viku tíma. Stefán er gamall ÁrborgarmaSur, flutti þaöan til Vatnabygða fyrir 7 árum og hefir ekki komið norður síöan fvr en nú. Er ekki ólíklegt að honum sýnist ýmislegt hafa tek- ið stakkaskfitum. Mrs. S. Sigmar frá Glenboro kom til bæjarins vestan frá Wyn- yad á laugardaginn. Hafði hún veriS þar nokkra daga hjá foreldr- um sínum og var á leiS heim aftur. Hún kann vel við sig í ArgylebygS, enda er þaS engin furða; þeirri bygð taka fáar fram í þessu landi. Sigurður H. Hjaltalín frá Moun- tain var á ferS í bænum á miðviku- daginn og fór næsta dag vestur til Vatnabygða. ætlar hann að dvelja þa-f viku eða hálfsmánaðar tíma hjá fomum kunningjum sínum. MaSur að nafni David Lapkens stakk vasahnífi á kaf í bakið á ein- Um lögregluþjóni bæjarins fyrra laugardag og var dæmdur í árs fangelsi fyrir. Lögregluþjónninn heitir R. F. Bell. Lapkens var dauöadrukkinn þegar hann vann verkiS. Bærinn er svo að segja eldiviðar laus. ViSur er tæpast fáanlegur. Er það fyrir þá sök að snjór er svo mikill að fyrst og fremst er tæplega hægt að koma eldivið til járnbrauta og í öðru Iagi hefir járnbrauta- ganga oröiö mjög óregluleg. Horf- ir til vandræöa ef ekki lagast bráð- lega. G. B. Bjarnason frá Gardar i NorSur Dakota kom til bæjarins á miðvikudagskveldiS í fyrri viku og fór vestur í VatnabygSir næsta dag, til þess að finna kunningja sína. MeS honum var til Winnipeg Krist- jana systir hans og dvelur hún hér um tíma, en Mr. Bjamason verður vestur frá 1—2 vikur. Lögbergi hafa borist fallegir mán- aSardagar frá B. J. AustfjörS kaup- manni að Hensel í Norður Dakota; er þar mynd af landslagi á ítalíu og heitir myndin “Down in Italy”. SkurSirnir, sem einkenna þar bæina, sjást greipilega og eru þar bátar til og frá; fólkið er á gangi á bökkun- um og sést speglast í tærum vatns- fletinum, en roða kveldsólarinnar slær á alt og fegrar. ^ Sendinefnd kom frá Gimli til stjórnarinnar í vikunni sem leið. ErindiS var að biðja um fylgi við frumvarp, sem Lowrey þingmaður NorSur-Winnipeg flytur. Efni frum- varpsins er það, að hér t Winnipeg sé stofnaöur sérstakur atkvæða- staður fyrir þá, er eignir eiga og at- kvæði á Gimli, en eigi þar ekki heima, til þess aS þeir geti greitt at- kvæði án þess að fara noröur. Á- stæða fyrir beiðninni er sú, að Gimli menn íslenzkir kveðast vera í hættu fyrir því að Galicíumenn fari að bera þá ofurliöi viö atkvæðagreiöslu, en atkvæði frá Winnipeg eiga aS vega upp á móti því. Mjög líklegt er, aS frumvarpiö verði felt. J. G. HINRIKSSON G. K. STEPHENSON THEIDEAL PLUMBING CO. TEKUR AÐ SJER AI.LAR VIÐGERHIR, SMÁAR SEM STÓRAR, OG * GERIR VERKIÐ BÆHI FLJÓTT OG VEL Um leið og vér óskum yður gleðilegra jóla og farsæls nýárs, tökum vér tteklfærið að þakka öllum þeim, scm sklft hafa við okkur að und- anförnu, og vonumst eftir að þeir gefi oss tækifæræii í framtiðinni VINNUSTOFA: 736 Maryland St. XíllS. G. 1317 JUpplýsingastöðvar Framsóknarflokksins í Canada Undir aðalstjórn Sir Wflirids Lauriers. Herbergi 601—612 Hope Chambers 63 Sparks Str., Ottawa. Kæri herra. Áskriftargjald fyrir ritiS “Lib- eral Monthly”, sem er opinbert blaS Framsóknarflokksins í Canada hefir veriS fært niöur úr 100 á ári í 25 cent. Oss er ant um aB auka tölu á- skrifenda vorra upp í 200,000 fyrir 15. febrúar 1916. VILJIÐ ÞÉR HJÁLPA TIL ÞESS? Ef hver einasti Framsóknarmað- ur í Canada vildi eyða til þess ein- um degi, þá væri sigur vís. Hver einasti framsóknarmaður ætti að leggja í þaö 25 cent og margir íhaldsmenn ef þeir eru beðnir. Síðan 1. desember, þegar veröið var fært niður, hafa margir kaup- endur bæst viö; en miklu færri en vera ætti. “The Canadian Libearl Monthly” er 12 blaðsíSu rit, með samandregn- um oílum’ pólitískum fréttum á hverjum mánuöi. Upplýsingar og ártöl eru áreiðanleg og óhætt aS treysta þeim. ViljiS þér veita oss liö í þessu verki og senda oss eins mörg á- skriftargjöld og hægt er fyrir 15 þessa mánaðar? YSar einlægur C. M. Goddard. Ofanritaö bréf hefir veriö sent til ýmsra málsmetandi manna í Framsóknarflokknum og skýrir þaS sig sjálft. J. J. Vopni ráös- maöur Lögbergs hefir eitt þess konar bréf meS eyðublaöi fyrir þá er vildu skrifa sig fyrir blaöinu. 25 cent um áriS fyrir þetta fróS- lega blað meS ótal myndum er sama sem ekki neitt. BlaSið ætti að réttu lagi að vera í hvers manns höndum. S. A. GuSnason frá Kandahar og kona hans voru á ferS í bænum á föstudaginn. Mr. GuSnason sagði er.gar fréttir aðrar en þær, aS vinnu manna ekla væri sjáanleg þar vestra svo mikil, að til vandræöa horföi. OrSin, sem síðasta Lögberg flutti frá Mrs. B. Magnússon, voru ekki að öllu leyti hennar. SíSasta at- hugasemdin t.d. var frá ritstjóran- um, en alls ekki eftir henni. Línur þær, sem hún sendi, voru eins og hér segir: “Af þeim ástæSum, aS nú er eg búin aS liggja 12 vikur, en mínir góðu vinir eru margir utan- bæjar, sem bæði hafa skrifað mér og sent mér gjafir, en vita ekki um HS- an mína, Þá -sjaldan eg hefi haldiö aS bati væri í nánd hefir ekkert orS- ið úr því nema kvalaköst; en nú lít- ur heldur út fyrir bata, ef ekkert nýtt kemur fyrir. Svo bið eg okkar alvalda og allra meina bót ykkur þetta alt að launa aldraða fyrir snót. Mrs. B. Magnússon.. . PENINGAR TIL LÁNS $50,000.00 til láns út á ræktað- ar bújarðir í akuryrkju héruðum. Ef þið þurfið að fá nýtt lán eða auka núverandi lán þá finn.ð eða skiifið HALLDUR J. EGGERTSON, 204 Mclnty re Blk., WINNIPEC VJER KAUPUM SELJUM OG SKIFTUM GÖMUL FRIMERKI frá öllum löudum, nema ekki þessi vana- vanalegu I og 2c frá Canada og Bandaríkj- nm. Skritið á ensku. O K. FKESS, Printers Rm. 1 334 Main 8t. - WINNIPEG Undir vopnum. Þér sem beitiö brand meS kæti og brenniskeytum styrjaldar yðar heiti eiga sæti efst á reitum virSingar. Þér sem heima hýrast máttuS horfnir sjónum eruS vina hafiS gefið alt sem áttuS ástir, líf og hagsældina. Á Flanders lóS og Frakka slóS fræknir stóðuS alt til bana fyrir móður felduS blóS fríöa og góða, munið hana. Ei skal linna manna í minnum muna kunna syni hennar þeirra minning sanna svinnum segja nennum aldir þrennar. Þaulsætnir þegnar. Lízt þeim hart og lítil veið liddur kvarta um sára nneyö sjái þeir bjarta skálm úr skeiS skríöur hjartaS niður á leið. /. G. G. Eiríkur Halldórsson frá Foam Lake kom til Winnipeg fyrir hclg- ina til þess að stunda nám í vetur á verzlunarskóla hér. Hann er akur yrkja verkfærasali á Kandahar, og umboSsmaöur fyrir lífsábyrgðarfé- lag þar vestra. Elís kaupmaður Thorwaldson frá Mountain var á ferö í bænum á þriðjudaginn í verzlunarerindum. JarSarför Þorláks sál. Jónssonar, föður séra Steingríms og þeirra syst- kina, sem getið var um í síöasta blaði að látist hefði, fer fram í Sel- kirk á morgun fföstudaginn 4. Jan.J klukkan tvö og hálf e. h. Bæring Hallgrímsson frá Kanda- har og Sigurborg SigurSsson, til heimilis i Winnipeg, voru gefin sam- an í hjónaband á þriSjudaginn af séra B. B. Jónssyni að 120 Emily Str. hér í bænum. SKEMTIKVELD undir umsjón Young Mens Lutheran Club Good Templar Hall, Febr. 15th 1916 Byrjar kl. 8.30 Aðgangur 25 cents PROGRAM: Fyrsti þáttur: Al-íslenzkir söngvar. Mrs. S. K. Hall...............Soprano Miss H. Hermann............Contralto Mr. Jónas Stephansson...........Tenor Mr. Alex Johnson.............Baritone Mr. A. W. Albert................Tenor Mr. Paul Bardal..............Baritone Annar þáttur: Sjcnleikurinn „Ólafur Li!jurcs“ RæSa..................Dr. Jón Stefánsson Sextette—/íslenzktj................. Messrs. Stephansson, Metúsalemsson, Albert, Metúslemsson, Thórólfsson og Bardal. Þriðji þáttur: Enskir söngvsr, trios og quartettes Miss Mae Clarke...............Soprano Miss Olive Quast............Contralto Mr. Clayton Quast............Baritone Mr. Habbeshaw .*. ..............Tenor Mr. Mancar...................Baritone Gjafir til Betel. Frá Leslie, Sask., safnað af Jóni Ólafssyni. J. Ólafsson...............$10.00 Peter Anderson............. 5.00 Stefán Anderson....... 5.00 Jonas Hinrickson............ x.oo C. G. Johnson.............. 1.00 Carl Hogan................. 1.00 Magnús J. Borgfjord .... 1.00 Sigvaldi Johnson...... 2.00 Sigurbjörn Sigurbjörnsson 1.00 H. G. Nordal.......... 2.00 Th. Thorsteinsson.......... 2.00 Soffi Sigurbjörnson....... 1.00 Baldwin Johnson....... 1.00 Johann Sigurbjörnson .. . . 1.00 Mrs. Soffia Sigurbjörnson . 1.00 Páll F. Magnúson........... 1.00 Laurus Arnason............. 1.00 Kr. J. Erlendson...... 1.00 Samtals............$38.00 MeS þakklæti til gefendanna. /. Jóhannesson, féhirðir. 675 McDermot Ave. Stúdentafélags fundur verSur haldinn næsta laugardagskveld (5. þ m.) í sunnudagsskólasal Fyrstu lút. kirkju. Þar fer fram kappræöa: “ÁkveSiS, aS setja ætti herskyldu í Canada nú þegar”. MeSmælendur: Miss J. Hinriksson og Miss Á. Aust- mann. Mótmælendur: E. J. Skafel og K. Bachmann. Eleira veröur og einnig til skemtunar. MeSlimir eru vinsamlega beönir að fjölmenna. Biblíufyrirlestrar verSur haldinn að 804J4 Sargent av. fmilli Arlington og Alverstone str.J imtudaginn 3. Febr. kl. 8 e. h. Efni: Er biblían skáldskapur eða er hún á- byggileg? — Sunnudaginn 6. Febr. kl. 4 e.h. veröur umræSuefnið: HiS næsta veraldarríki. Hvenær mun þaS verða stofnsett? Hver mun verSa konungurinn? Inngangur ókeypis. Allir vel- komnir. Davíð Guðbrandsson. Gamia og nýja árið. Far vel á braut, þú gamla góða ár; nú. gengin bráSum sól þín er í æginn. Þú skilur eftir sorgar þrungin sár, er síðasta þú lítur yfir daginn. Kom, nýja ár, meS sól í hverja sál, er syrgir hnípin út’í dimmum skugga, og láttu fagurt friðar engilsmál meS fyrsta röðli hljóma á sérhv'ern glugga. Jón Guðmundsson. Norsk-Ameríska línan Ný farþegaskip með tveimur skrúfum “KRIS1IANAFJORD” og “BERGENSFJORD” I (örum milli NewYork og Bergen t Nor- egi. Frá Bergen eru tíðar íerðir til Islands. Fardagar frá New York: “Bergensfjord” 16. okt. '‘Kristianafjord** 6. nóv. “Bergensfjord” 27. nóv. “Kristianafjord” II. des. Skipin fara 25C mílur norður af ófrið- ar svæðinu og fara frá New York til Bergen á minna en 9 dögum. Um fargjöld, lýsingar með myndum, og s.f.v. ber að leita til. HOBE & CO., G.N.W.A. 123 S. 3rd Street, Minneapolit, eða H. S.jBARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. C. H. DIXON, Lögfrœðingur, Notary Public Lánar peninga, Rentar hús, Innheimtir skuldir 265 Portase Ave. TalsM 1734 Winnipeg Fíolín smiðir. F. E. Hanel snill-* ingur scm fíólín- smiður. Gerir við alskcnar hJjóð- færi, býr til rý ogkaupir gömul fíólín fyiir næsta verð. Það er óhætt að senda Mr. Harel gömul fíólín harn annaðhvort gerir við þau fyrir lítið eða kaupir háu vfrði. Verkstæði 301 Birks Blr'g., Winnipeg: Tals. M. 1848 Til mmms. Fundur í Skuld á hverjum miSviku degi kl. 8 e. h. Fundur í Heklu á hverjum föstu- degi kl. 8 e. h. Fundur í barnastúkunni “Æskan” á hverjum laugardegi kl. 4 e. h. Fundur í framkvœmdarnefnd stór- stúkunnar annan þriðjulag í hverjum mánuði. Fundur í Bandalagi Fyrsta lúterska safnaðar á hverjum fimtudegi kl. 8 e. h. Fundur í Bjarma /bandah Skjald- borgar) á hverjum þriöjudegi kl. 8 e. h. Fundur í bandalagi Tjaldbúðar safnaðar á hverjum þriöjudegi kl. 8 e. h. Fundur í Unglingafélagi Únítara annanhvorn fimtuuag ki. ö c. n. Fundur t Liberal klúbbnum á hverj um föstudegi kl. 8 e. h. Hermiþing Liberal klúbbsins. á hverjum mánudegi kl. 8 e. h.\ Fundur í Conservative klúbbnum á hverjum fimtudegi kl. 8 e. n. Járnbrautarlest til íslendingafljóts á hverjum degi nema sunnu- dögum kl. 2.40 e. h. Járnbrautarlest til Arborgar á hverjum degi nema sunnudögum kl. 5.40 e. h. Járnbrautarlest til Vatnabygða á hverjum degi kl. 11.40 e. h. KENNARA nieS 2. eSa 3. flokks prófi er æskt fyrir Darwin skóla nr. 1576. Kenslutími 6 og hálfur mán., byrjar meS 15. Marz 1916. Ágústmánuöur frí. Umsækendur til- taki mentastig, og kaup sem óskaö er éftir. TilboSum verSur veitt mót- taka til 15. Febrúar 1916. P. R. Peterson, ritari. Oak View P.O., Man. Þessi auglýsing og 15c borgar fyrir vanalegt 25c glas af WAALEY’S ALMOND CREAM Það Iæknar saxa, skinnroða og alt scm af því leiðir FRANKWHALEY fLeacripticn 'íUnujgteí Phone She*-br. 2E8 og 1130 Horni Sargent og Agnes St. KENNARA vantar til Laufas S. D. .No 1211 yfir 3 mánuöi; byrjar 1. marz 1916. Kennarinn má ekki hafa lægra en 3rd Teach- ers Certificati fNormal) gildandi í Manitoba. TilboSum sem til- taki kaupi sem óskaS er eftir, ásamt æfingu, veitir undirritaöur móttöku til 11. febrúar. B. Johannsson, Geysir, Man. Nú er kvenfólk:ö fariö aS sækja “HermiþingiS” á hverju mánudags- kveldi. TALS. G. 2252 Royal Oak Hotel GHAS. GUSTAFSQN, Eigandi Eina norræna hótelið f bænum. GÍ8ting og máltíðir $1.50 á dag Sérstakar máltíðir 35c. Sérstakir &kiln álar fyrir stöðuga gesti 281-283 Market St., Winnipeg Eruö þér reiðubúnir aö deyja? ef ekki, þ»á finnið E. H. Wllliams Insurance Agent ð#6 Llrulsay Block Phone Main 2075 Umhoðsmaður fyrir: The Mut- ual Life o; Canada; The Ðominion of Canada Guar. Accident Co.; og og einnig fyrir eldsábyrgðarfélög, Plate Glass, BifreiSar, Burglary og Bonds. Matreiðslu-stór úr járni og stáli Nýjar—á öllu verði. $1.00 við móttöku og $1.00 á viku Saumavélar, brúltaðar og nýjar; mjög auðveldir borgunarskilmálar. Allar viðgerðir mjög fljótt og Vel af hendi leystar. pér getið notað bif- reið vora. Phone Garry 821. J. E. BRYANS, 531 Sargent Ave., Winnipeg. H. EMERY, liorni Notre Darae og Gertíe sts. TAL.S. GARRY 48 Ætlið þér að flytja yður? Bf yður er ant um að húsbúnaður yðar skemmist ekki I flutnlngn- um, þá finnið oss. Vér leggjum sérstaklega stund á þá iðnaðar- grein og ^ryrgjumst að þér verð- ið ánægð. Kol og viður selt lægsta verði. Baggage and Express Lœrið símritun Lærið símrituh: jðrnhrautar og verzlunarmön-nuin kent. Verk- leg kensla. Engar námsdeildir. Einstaklings kensla. Skrifið eft- ir boðsriti. Dept. “G”, Western Schoois. Telegraphy anJ ItHil- •roading, 607 Builders’ Excliange, Winnipeg. Nýir umsjðnarmenn. 8AFETY Öryggishnífar skerptir RAZOR8 Ef þér er ant um aS fá góöa brýnslu, þá höfum viö sérstaklega gott tækifæri aS brýna fyrir þig rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör- yggisblöS eru endurbrýnd og “Dup- lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöS 25c. tylftina. Ef rakhníf- ur þinn bitur ekki, þá láttu okkur sýna þér hversu auövelt þaS er aS raka þegar vér höfum endurbrýnt blöSin. — Einföld blöö einnig lög- uö og bætt. — Einnig brýnum viö skæri fyrir lOc.—75c. Ihe Razor & Shear Sharpening Co. 4. lofti, 614 Builders Exchange Grinding Dpt. 333i Portage Are., Winnipeg Ef eitthvaö gengúr aö úrir þínu þá er þér langbezt aö senc þaö til hans G. Thomas. Hann < í Bardals byggingunni og þú má trúa þvi aS úrin kasta ellibelgi um í höndunum á honum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.