Lögberg - 03.02.1916, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.02.1916, Blaðsíða 5
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 3. FEBRtrAR 1916 5 TIL AKURYRKJU-BÆNDANNA! Kæri herra ! Megum vitS vænta þess ag þú sendir okkur hveiti þitt 1 haust til sölu? ' J Ef okkur gæti hepnast a8 fá fyrir þaS þó ekki værl nema brot úr centi fyrir hvert bushel hærra en aörir fá, þá getur þaS munaS þig talsverSu þegar um heilt vagnhlass er aS ræSa. ViS erum einu Isledingarnir 1 Winnipeg, sem reka þaS starf aS selja hveiti fyrir bændur, þess vegna mælumst viS til, a^ þú sendir okkur hveiti þitt til sölu gegn venjulegum úmakslunum. ViS ábyrgjumst aS hveiti þitt nái hæstu röS (grade) sem þaS getur fengiS og aS þú fáir fyrir þaS hæsta verS sem markaSurinn býSur. Ef þú æskir þess, þá erum viS reiSubúnir ag láta þig hafa sann- gjarna borgun fyrirfram I peningum út á vagnhlass þitt. Áform okkar er aS ná viSskiftum islenzkra bænda I Vestur- Canada og selja fyrir þá korn þeirra. Ekkert verSur úgert látiS af okkar hendi til þess aS tryggja okkur viSskifti þeirra framvegis. SkrifiS okkur hvort sem þiS viljiS á Jslenzku eSa ensku. MeS beztu ðskum. COI.UMRIA GRAIN CO„ I.TD. 242 Grain Exchange Buildlng, Winnlpeg. Talsími Main 1433. Tuttugu og tveggja ára trú þjónusta í þarfir kornyrkju- manna stendur á bak við nafnið: Herbert H. Winearls Aðal skrifstofa: Útibú: 237 Grain Exchange Union Bank Building WINNIPEG BRANDON Eins og að undanförnu er mér ant um að komast að sem beztum kjörum fyrir mína gömlu viðs'.ciftamenn og geta orðið mörgum nýjum að liði í ár. SKRIFIÐ EFTIR WINEARLS: “HELPFUL HINTS TO GRAIN SH PPERS”. NÝ 0TKOMIÐ. KOSTAR IOc. VIÐSKIFTAMENN » FÁ KVERIÐ ÓKEYPIS. ÞAÐ SPARAR YÐUR PENINGA. Ný hitunar og lýsingar aðferð. Þess var getið nýlega í Lögbergi að Þorsteinn Oddson hefði keypt einkasöluleyfi á nýjum hitunar- og lýsingaráhöldum. Nú eru þessi tæki komin hér til bæjarins og hef- ir hann þau til sýnis hverjum sem skoða vill. Ritstjóri Lögbergs skoðaði áhöldin í fyrradag og fanst mjög mikiö um. Stór járnbrúsi er aðal stykkiö i áhöldunum; hann er alveg eins og brúsar þeir sem hafðir eru meS gasoliulömpum. Þessi brúsi er fyltur af steinolíu eða látið hátt i hann og svo dælað inn í hann lofti til þess að setja á þrýsting. Stein- olían breytist í ljóskveykjuloft Tgas). Frá brúsanum liggja svo holir virar hvert sem vera vill. Annað verkfæri er brennari. Það er tvöfaldur hringbrennari, álika stor hvor um sig og í eldavélum; við ]>essa brennara eru svo víramir tengdir, og hafðir eins langir og eins stuttir og vera vill. Brennar- amir eru siðan látnir inn i eldhólf- ið í hvaða eldavél sem er, og þarf ekkert annað til hitunar. Þar má sjóða á eins mörgum hólfum og eldavéJin hefir, baka í bakaraofnin- um og yfir höfuð nota eldavélina alveg eins' og brent væri kolum eða við, en kostnaðurinn er aöeins I cent um klukkutímann, og er það frábærlega ódýrt. Þessi áhöld innsett á heimili kosta $35,og er það ekkert efamál að það vinst fljótt upp í eldiviðar- sparnaði. Þá eru einnig lampar, bæði borð- °g hengilampar í sambandi við þetta. Eru þeir alveg eins að út- liti og gasolíulampar, en hafa í sér vél, sem býr til ljóskveikju loftið. Ljósið er undur bjart og einkar þægilegt fyrir augun. Lampamir kosta $io—$12, en Ijósmaturinn sem þeir eyða er svo lítill að ó- rnögulegt er að trúa nema sjá það sjálfur. Auk }>ess má nota áhöld- in við ýmiselgt annað. Menn ættu að nota tækifærið núna um sýning- una til þess að skoða þessi áhöld; sérstaklega hljóta þau að verða kær- komnir gestir úti á landi. Hver sem óskar getur séð áhöldin núna með þvt að snúa sér til Þorsteins Oddsonar. Að Mountain. Eins og getið var um síðast skrapp eg suður til Mountain í vik- unni fyrir helgina; hafði verið beð- inn að koma þangað og flytja er- indi um bindindi. Eg haföi ekki komið þangað suður í 13 ár. Norð- or Dakota er vínsöluríki, eins og menn vita, en þar eins og annars- staðar era auðvitað menn, sem reyna að ná í sopann og fara í kring um þessi lög sem önnur. Samt sem aður mun vínsölubannsins þar gætt eins vel og hægt er, og jafnvel bet- ur en víðast annarsstaðar. Mountainbúar hafa stóra og efni- lega Goodtemplarastiiku. eru í henni 80—90 manns og hefir kom- >Ö til orða að sú stúka gangi í stór- stúku Manitoba. Gleðiefni er það sérstakt að all- ur fjöldinn í stúkunni er ungt fólk, sem virðist hafa mikinn áhuga fyr- m máilnu og halda vel saman. Því láni -eiga Mountain búar einnig að fagna að prestur þeirra séra K. K. Ólafsosn er ötull og ótrauður starfsmaður stúknnnar. Hefir það afaarmikla þýðingu og gefur sér- staklega æskulýðnum gott eftir- dæmi. Má vera að sú sé orsöó þess hversu margt ungt fólk er í félag- inu. Aftur á móti varð eg þess var með miklum söknuöi að sumir leið- andi menn bæjarins og bygðarinn- ar voru ekki í félaginu; er það þó undarlegt þar sem það er bein og ótviræð skylda þeirra eldri að vera Ieiðtogar æskunnar og sú vanræksla alvarl-eg að gera það ekki. Þótt menn afsaki sig með því að þeir þurfi ekki þess konar aðhalds, þar sem þeir neyti ekki áfengis — eða sama sem ekki. En slík -eru æfin- lega svör eigingirninnar. Það er aðallega fyrir aðra sem bindindis- málið hefir verið stutt öflugast, eins og öll önnur siðbóta, og mann- kærleiksmál. Þess væri óskandi að fleira af fullorðna fólkinu á Mountain vildi taka þátt í þessu góða starfi. Krist- ján Indriöason, sem er alþektur at- kvæðamaður, er einn meðal máttar- stólpa stúkunnar og er það mikill styrkur. Þótt eg fyndi þannig til þess að ekki væru í félaginu allir þeir sem mér fanst að hefðu átt að vera þar, þá eiga Mountain búar stóra þökk og heiður fyrir það að vera eina plássið i ríkinu sem hefir myndarlega Goodtemplara stúku. Er þaö annars einkennilegt live vel sá félagsskapur hefir náð sér niðri alstaðar meðal íslendinga og sýnir það ótvírætt menningu þeirra. Veður var hið versta kveldið sem fyrirlesturinn var, en þó var svo að segja fult hús. Viðtökurnar voru ágætar, eins og fyrri og læt eg þess- ar línur flytja bezta þakklæti fyrir það. — Norður Dakota bygðin er ein hin allra fegursta bygð, sem ís- lendingar eiga í þessu landi, hefði veri'ð skemtilegt að geta komið þar víðar, en tíminn leyfði það ekki að þessu sinni. Sig. Júl. Jóhannesson. Man eg feðrafoldu. Man ég feðra foldu og feðra minna ljóð ; man ég hvar í moldu mitt er hold og blóð. Man ég fjöll og fossa og fjólu skreyttan lund, man ég meyjar kossa og marga gleðistund. Eorna, fagra saga með feðra hug og dáö, þig elskum alla dága og alt sem þér er háö. Vort ættarland, vor eyja vort ódauðlega mál, Baldur, Freyr og Freyja þér friðar drekki skál. Vonum mínum valið ég vildi’ ég gæti beð og friðar fjólur talið og framtíö þeirra séð. Ég vildi ég mætti vaka hjá vinum langa stund og svo með Asum aka í' eilífværan blund. S. Hornstrendingur. 108. Herdeildin. Þeir S. Árnason og H. E. Magn- ússon, sern ferðast hafa um part af Nýja íslandi í liðsöfnunar-erinda- gerðum fyrir 108. herdeildina, eru nú aftur staddir hér í bænum og láta þeir vel af ferð sinni, bæði hvað undirtekt;ir erindiins og ;eins hvað viötökur og v'iðmót snertir.—Kveða þeir fólk þar einhuga og þjóðlega sinnað: og að orörómur sá, að nokkrir séu þar mteð skiftum huga, sé á alls engum rökum bygöur. Þeir dáðust mjög að líkamsatgervi ungra manna norður þar og þótti eftirtektavert, að flestir eru þar höfði hærri feðrum sínum. Þeir segja veiðimenn enn ókomna að norðan, og muni þeir flestir koma urn fimtánda Febrúar. Það er nú ráðgert, að hafa Gimli aðalstöð liðsafnaöar í þessum bygð- um, og ef að nægilega margir fást, veröur liðsforingi og tveir undirfor- ingjar sendir þangað, til að kenna heræfingar þar á staönum'. Gætu þá landar verið þar allir saman, þar til sumaræfingar byrja í Camp Sew- ell; en til þess þyrfti að fá 25 til 50 manns, og ætti það að vera hægt. Þetta mun verða bæði hagur og heiöur fyrir bæinn og sveitina. For- inginn, sem líklega yrði þangað send- ur, er lieut. Haraldur Jónsson, góð- ur drengur og vel þektur. Þeir Sergeant Árnason og Sergeant Magnússon héldu aftur norður til Árborgar í gær og verða á ferð víðs- vegar urn bygðina alln þennan mán- uð og fram á næsta. Halda þeir fundi, sem síðar verða auglýstir. Þeir menn, sem fyrstir urðu til að sinna málaleitun þessara manna, eru þeir, er nú skal greina: Riverton P.O.— Gunnlaugur Hjörleifsson, Thomas John Doherty, Rögnvaldur G. Patrick. Gimli P.O.— Dennis Lee, Pétur Gísli Thomson, Franklin B. Magnússon, Ingólfur Thordarson. Þjessir menn verða framrvegis á Gimli og vinna að liösöfnun með þeim Árnason og Magnússon, og er þeim mjög hughaldið, að þessu máli verði sem bezt ágengnt. ORPHEUM Fyrstu viku miðsvetrarhátíðanna hefir Orpheum alt nýtt. George Damerel ásamt Martle Vail og félagi sínu leikur þar “Temptation”. Það er sönggleði- leikur. Miss Vail kemur þar fram sem hafmær. “Tliey Auto Know Better” mælir með sér sjálft og þarf aðeins að nefna það. “Bankoff and Girlie” flokkurinn dansar þar alls konar nútíðar William Hallen og Ethel Hunter leika “Just for Fun”; leikur Miss Hunter þar óvenjulega vel á fiólín. Nupree og Dupree sýna þar alls konar iþróttir á hjólhestum. Miss Julie Ring, systir Blanche, gefur systur sinni ekkert eftir. HÚ11 hefir náð miklu lofi fyrir iþrótt sýna í “The Yankee Girl” og “The Wall Street Girl” sömu- leiðis í “Get rich quich Welling- ford” Þessi kona er fjörið sjálft. Leikuirnn er eftir John B. Hymer og heitir “Twice a week”. Miðsvetrar sýningin í Winnipeg byrjar 8. febrúar og vari rtil þess 19. í ár verða miklu fleiri og margbrotnari leikir en venjulega, t. d. veðreiðar á ís. Hunda kapp- keyrslur, glímur, höggorustur, skautaferðir, skíðaferðir og fl. Bændaþing kemur hér saman um það leyti og flvtja kennarar frá búnaðarskólum fyrirlestra. Þá verður fuglasýning og ávaxtasýn- ing, vegabótaþing o. fl. Heimilis- iðnaður verður sýndur og canadísk- ur jarðargróði. Þá halda kaupmenn frá Ontario, Manitoba, Saskat- chewan og Alberta þing um það leyti. Hermanna skrúðgöngur og æfingar verða hér einnig. í einni skrúðgöngunni verða 12,500 manns. Siðast en ekki síst má geta þess að járnbrautarfélögin selja tvö- faldan farseðil fyrir jafnt og aðra leiö kostar ella. Úr bygðum llslend- inga. Noröur Dakota. Paul Johnson Colonel frá Moun- tain fór fyrra þriðjudag til Jams- town til þess að vera þar á fram- kvæmdarnefndar fundi haglábyrgð- arfélagsins “Alliance”. Mr. John- son er í stjórnarnefnd félagsins og hefir verið starfsmaður þess yfir 20 ár. . <*»>-' * Miss Ina Laxdal frá Mozart hefir verið á Gardar um tima hjá Gu,rúnu systur sinni. G. S. Guðmundsson frá Wynyard kom nýlega til Mountain; var hann að sækja konu sína, sem hefir dval- ið þar hjá vinum og frændfólki um tveggja mánaða tíma. Minnesota. Verzlunarfélagið Johnson & Son hefir tekið nýjan mann i viðbót við þá sem áður voru; hann heitir A. Th. Josephson verzlunarmaður frá Seattle, Wash. Hann er fædd- ur og uppailnn í Minnesota. Vestfold P.O., Man. Þann 21. janúar andaöist að Vestfold P.O., öldugnurinn Magn- ús Jónsson ("Freeman) faðir A. M. Freeman, sem þar hefir lengi búið. Hann var nálega 82 ára gamall og hafði veriö heilsubilaður um mörg ár. Hann var jarðsunginn þann 26. s. m. af séra H. Leó. Magnús sál. fluttist af Islandi með syni sínum Árna áriö 1884, þá ekkjumaður, og dvaldi ávalt hjá syni sínum eftir það. Hann var eljú og fjörmaður mikill á yngri árum og rækti skyldustörf sín með stakri trúmensku. Þó líkamsþrek- ið bilaði þá hafði hann svo góða sjón að hann las á bók gleraugna- laust framundir andlátið. gí CANADffV FINEST THEATRi MYNDASÝNINGAR og HLJÓMLEIKAR Tvisvar á dag kl. 2.30 og 8.30 Walker Symphony Orchestra Tveir nafnfrægir söngmenn syngja á hver’- um degf, Þessa viku Fimtudag, Föstu- dag og Laugardag Ahrifamikil mynd f 5 pörtum verður sýnd og sem gerist í Vestur-Iandinu og nefnist PENNINGTON’S CH0ICE Sýnir það allra skemtilegasta í myndum eins og til dæmis FRANCIS X. Bushman and Beverley Bayhn Næstu viku Mánudag, Þriðju" dag og Miðv.dag The Pathe Geld Roester í 5 þáttum eftir George Scarboröugh er nefnist AT BAY tekur þátt í þeim leik hin fræga leikkona FLORENGE REED Verð 50c 25c 15c lOc \T e • *. 1 • timbur, fjalviður af öllum Wyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG Kyrrahafsstrónd. Hinn 8. janúar síSastliðinn and- aðist í Blaine, Wash., bóndinn Sæ- mundur Björnssoon, 65 ára gam- all. Banameinið var krabbi. Sæ- mundur heitinn var sonur Björns bónda Illugasonar að Kollufossi í Miöfirði í Ilúnavatnssýslu. Kvænt- ist um 1870 Magðalenu Lilju Hall- dórsdóttur frá Svertingsstöðum í sömu sveit. Reistu þau bú að Dal- geirsstöðum þar í héraðinu, en fóru eftir fá ár vestur um haf. Komu til Nýja íslands bóluárið, svo nefnda, og settust þar að. Voru þá bláfátæk, sem margir fleiri, og erf- iðleikarnir margir og miklir. sem alkunnugt er. Ekki voru þau hjón lengi í Nýja ísalndi. heldur fluttu suður til Norður Dakota og reistu bú nálægt Mountain. Óx efnahag- ur þeirra þar sæmilega, þrátt fyrir þunga ómegð, og mun það hafa verið eigi síður konunni að þakka, því Magðalena er kunn að dugnaði og öllum myndarskap. Hún á nú heiima nálægt Blaine. Síðari árin dvaldi Sæmundur heitinn í Saskatchewan, Canada, skamt frá Mozart; hafði tekið þar heimilisréttar land og náð eignar- rétti á öðru. Heilsugóður hafði hann jafnan verið, þar til eitthvaö fyrir fjórum árum að hann kendi þessa voöa-sjúkdóms. Kom þá hér vestur að leita sér lækninga, og virt- ist fá allan bata. Hélt því heim aft- ur til bús síns. En ekki leið á löngu að sýkin kom í ljós á ný, og mun hann þá hafa leitaö lækninga í Winnipeg. En veikin ágeröist, svo að þegar hann síðastliöið vor kom hér vestur á ný, til þess að reyna að fá lækningu, voru engin líkindi, og lítil sem engin von um bata. Samt var alt hugsanlegt reyn tog varið til þess allmiklu fé, en veikin sú fær oftast einn endir. Hnignaði hon- um æ meir, svo hann lagöist í rúm- ið og lá mánuðum saman á heimili tengdasonar sins, Sigmundar Folmers og dætra sinna tveggja, Sigríðar, konu Sigmutidar, og Hall- gerðar. Naut hann þar hinnar á- gætustu hjúkrunar og innilegustu ástúðar til hins síöasta. Hann bar sjúkdóm sinn með karlmensku og þolgæði. og því betur, er nær endin- um dró. Hann fékk hægt og rólegt andlát. Af 13 bömum þeirra hjóna eru nú aðeins 5 á lífi: Guðrún, kona Jónatans fHallgrímssonar) Gísla- son. bónda við Milton, N.-Dak., Rannveig, gift í seinna sinn Óla Byron í Blaine, Sigurður, sem býr nú á landi föður síns við Mozart og svo Siguröur og Hlaðgerður, sem áður er getið, hér í Blaine. Mátti heita að hin síðarnefnda, sem er yngst og ógift, vekti nótt og dag yfir föður sínum, -er á leið, með dæmafárri alúð og umönnun. Sætnundur heitinn kvað hafa ver- ið vandaður maður til orða og verka, fáskiftinn og óhlutdeilinn og því ávalt vel þokkaður af ná- grönnum sínum. Trúaöur maður | mun hann hafa verið, því bæði bað . hann guð fyrir sér og sínum áður i en hann dó. — Séra Sigurður Ólafs'- son jarðsöng og var líkfylgdin fjölmenn. N. M. SEGID EKKI “EG GET EKKI BOKGAÐ TANNLÆKNI NC.r Vér vitum, a8 nú gengur ekkl alt a6 ðskum og erfitt er a8 elgnaat ■kildlnga. Ef tll vlll, er oss Þa6 fyrlr beztu. J>a8 kennlr osa, «era verBum a8 vlnna fyrir hverju centl, a8 meta glldi penlnga. MINNIST þess, a8 dalur sparaSur er dalur unninn. MINNIST þe8s elnnig, a8 TBNNCR eru oft melra vir81 en penlngar. HEILBKIGÐI er fyrsta spor til hamlngju. p vi ver8i8 þér a8 vernda TENNURNAR — Nú er tíininn—hér er staSorlnn til að láta gera vl8 tennur yftar. Mikill sparnaður á vöuduðu tannverki EINSTAKAR TENNUR $5.00 HVER BESTA 22 KAR. GUIJj $5.00, 22 KARAT GULI/TENNUIt VerD vort ávalt óbreytt. Mörg hundruS manns nota sér hið l&ga verB. HVERS VEGNA EKKI pú ? Fara yðar tilbúnu tennur vel? e8& ganga þær 18ulega úr skorSum ? Ef þær gera þa8, flnnlB þá tann- lækna, sem geta gert vel vl8 tennur y8ar fyrlr vægt ver8. EG slnnl ySur sjálfur—NotiS flmtán ára reynslu vora vi8 tannlæknlngat $8.00 HVALBEIN OPIÐ A KVðLOUM DE. PAESONÖ McGREEW BI.OCK, PORTAGE AVE. Telefónn M. «00. Uppl yflr Grand Trunk farbréfa skrifstofu. \ Albert Gough Supply Co. Wall Street and Kildonan West ALSKONAR BYGGINGAEFNI Talsimar: Sher. 3089 og St. Jonn 2904 Columbia Press félagið GtFUR KflUFBŒTIB SEM FYLGIR: NÝIR KAUPENDUR fá 2 bœkur eða eina snotra borðklukku eða vasaúr og sjálfbleking. FYRIRFRAM BORGUN. Þeir *em borga fyrírfram fyrir eitt ár geta fengið 1 bók, úr eða penna. Listi yfir bækurnar: María Svikamylnan Hefnd Mariones Kjördóttirin Fanginn i Zenda í örvænting Miljónir Brewters Rupert Hentzau Allan Quatermain í herbúðum Napóleons Hulda Ólíkir erfingjar Gulleyjan Freistingin v Lávaröarnir i norðrinu Títlendingurinn 4 S ó L S K I N. fékk bréf frá honum í hverri viku. Jón sendi ömmu sinni pen- inga svo að hún gat lifað vel. Svo liöu fleiri ár, þangað til að Jón var orðinn ríkur; var hann þá 20 ára. Bygði hann sér stórt og fallegt hús. Giftist hann stúlku sem var rík, tók síðán ömmu sina, sem þá var oröin ósköp göm- ul og lét fara vel um hana á elli- dögum hennar. Aurora H. Johnson. Shall they cease? No, never, They’ll ring for evermore. The bells are always ringing, It’s we who do not hear. The message they are bringing Received but once a year. The star is always shining, That guides us on our way. For light our heart is pining, There's Christmas every day. Helgi Nortnan. Jól. (A dam ■ borgilsson þýddi.) ét) s 7 Nú jólaklukkur' klingja. Hvað kalla þær í dag? Þær óð oss öllurrt syngja um ást og bræðralag. Þeim hljómi hjörtun fagna, vér hyllum boðskap þann. Mun ómurinn aftur þagna? Nei, alt af lifir liann. þær klukkur ávalt klingja, er kveða friöar lag, þótt heyrist að eins hringja einn helgan ársins dag. Menn þrá það ljós, er lifir og leita’ að frelsis sól. Þó er oss stjarnan yfir og allir dagar jól. Helgi Norman. Christmas. The Christmas bells are ringing. What do we hear them say? We hear them say they’r bringing The guidance on our way. Their charms are sweet as ever, Their message we adore. Gladstone P.O., 27. jan. 1916. Herrra S. J. Jóhannesson. Fyrir fjórum árum datt mér í hug þessi vísa: I ljóða dálkum lýngum er lítiö andans fæði, færri en betri vildum vér væru Lögbergs kvæði. Nú fyrir nokkru, þegar eg var að lesa Lögberg, datt mér í hug vísa, sem eg skrifa hér: Lögberg er ei lengur fult, af léttum kvæðum, úrvalsljóð af öllu tagi eru þar i bezta lagi. María Hinríksson. .. Wild Oak, Man., 24. jan. ígib. Heiðraði ritstjóri Sólskins:— Eg þakka þér fyrir litla Sól- skinsblaðið, sem kemur i Lögbergi. Eg hefi ósköp gaman af að lesa það. Eg ætlaði að senda Sólskini litla sögu fyrir jólin, en eg varð veik af kvefi. Svo eg ætla að senda hana nú. Með virðingu. Aurora H. Johnson, 12 ára... BARNABLAÐ LÖGBERGS I. AK. WINNIPEG, 3. FEBRÚAR 1916 NR. 18 Indíánar. Þið hafið mörg séð lndiána. Þeir eru talsvert ólíkir öðru fólki. Þeir eru fyrstu íbúar þessa lands, eftir því sem menn bezt vita með vissu. Þeir voru hér fyrir þegar hvítir menn komu hingað fyrst. Þaö var Kolumbus sem ykkur er kent að hafi fundið Ameríku eða Vestur- heim. En hann var ekki fyrsti hvíti maðurinn sem fann þetta land. Sá sem fann það var Islendingur og hét Leifur Eiríksson. Leifur kom hingað löngu áður en Kolumbus' fann Vesturheim og hann kallaöi þetta land Vínland. Ef þið komið einhvem tíma til New York eða Chicago, þá sjáið þið þar myndastyttur-af norska vikingnum Leifi Eirikssyni þar sem hann stendur á íslenzkum steini með skjöld við síöu, hjálm á höfði, bregður hönd fyrir auga og er að horfa fram undan sér.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.