Lögberg - 17.02.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.02.1916, Blaðsíða 4
4 JGBERG, FIMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1916. ~£ 'ö q b c r q Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbii Press, Ltd., Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JÚL. JÓHANNESSON, Editor |. J. VOPNI, Business Manatier Otanáskrift til blaðsins: THE C0LUN1BII\ PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg, Man- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. I _______________« _________________________ Vestur-íslendingar og stríðið. Þegar einhverjir viðburðir eru að gjörast sem snerta mann sjálfan, þá þarf maður að gjöra sér eins Ijósa grein fyrir þeim og föng eru á, til þess að geta skilið afstöðu sína gagn- vart þeim, og þegar það er fengið, þegar maður ef búinn að hafna sig, þá á maður að leggjast á með öllu því afli, sem maður á yfir að ráða. Hið ægilega stríð sem nú geysar í Norður-' álfunni, er ekki einasta það stærsta og grimm- asta, sem sögur fara af, og sem skilur eftir eyði- legging og hrygð í hverju spori. Slíkt hafa stríð æfinlega gjört og gera víst meðan þau eiga sér stað. En þetta stríð er sérstakt að því leyti, að í því hefir grimd manna sýnt sig á liærra stigi, en hún áður hefir verið þekt, og svo hitt að aldrei hefir verið eins mikið í húfi eins og nú. Með því er ekki sagt að lítið hafi verið í húfi, eða á nokkurn hátt dregið úr þýð- ing styrjalda í liðinni tíð, bæði til eyðilegging- ar og til uppbvggingar, til ills eða góðs. Það liefir sannarlega oft verið mikið í húfi, örlög heilla þjóða. En nú eru það örlög alls heims- ins. Þýzka þjóðin, með allan sinn dugnað, með alla sína samheldni, með allann sinn ískalda “materialism”, með alt sitt hervald. Með alt sitt afl samandregíð, æft og stælt til bardaga í langa tíð, vill með aðstoð þriggja annara þjóða gjörast heimsveídi, og leggja að velli mann- <lóm og menning allra þeirra þjóða, sem ekki vilja lúta sínu valdi, og sitja aftur á þær sitt fangamark, sem er “Might is right”. Þær þjóði Ý sem é móti standa eru að verja liöndur sínar og varðveita tilverurétt sinn. Þær eru að berjast til þess að líf forfeðra sinna sé ekki sVívirt og lífs ávextir þeirra séu ekki evði- lagðir. Þær eru að ber.jast til þess að börn þeirra tifii að lifa frjálsu og óháðu lífi í iandi feðra sínna. [>ær eru að berjast fyrir því bezta sern þekt er í reynsul liðinna alda og sem þúsundir af þeirra landsmönnum liafa látið lífið fyrir á ýmsum tímum, jafnframt því sem fegairst er í fari þeirra sjálfra. Þær eru að berjast til jiess að sá veiki bróð- ir fái að 1 ifa, jafnt og sá sterki. Þær eru að berjast fvrir einstaklings rétti, einstaklings frelsi og einstaklings sóma, og í þeirri fvlkingu stendur Bretland fremst. Hvaða þátt’eiga Vestur-jslendingar að taka í þessu stríði eða hvaða ])átt hafa þeir tekið í því? Ýmsa meun höfum vér lieyrt segja, að Vrest- ur- slendignar. ættu helzt að láta þetta stríð hlutlaust, að þeir va-ru liér útlendingar og þyrftu þess vegna ekki að Játa stríðið sig neinu skifta, og í sumum tilfellum liöfum vér lieyrt menn segja, að það va>ri bara svnd að vera að senda okkar ungu menn á vígvöllinn, til ]>ess að láta þýzkarann skjóta þó. Vér viljum ekki deila við þessa inenn, en að eins benda þeim á, að Bretar hafa boðið oss velkomna til sinna landa, og þeir liafa þar veitt okkur öll þau réttindi sem þeir sjálfir hafa og alla þá vernd sem þeir sjálfir njóta, liafa þeir einuig veitt oss. Vér gjörum kröfu til þess að njóta alls þess góða sem Jífið hér liefir að bjóða, og hæfileikar vorir géta á móti tekið. í einu orði vér krefjumst allra þeirra hlunninda sem landið er vér búum í hefir að veita. og oss finst að á því geti ekki leikið nokkur vafi, að það sé skýlaus réttur vor • sem brezkra borgara að fá að njóta ])eirra. En ef svo er, er það þá ekki jafn skýr og óumflýj- anleg skylda vor að taka að oss, að minsta kosti vorn “qvóta” af erfiðleikunum, af mótlætinu, af stríðinu, af 1)yrðunum sem þjóðin er vér er- um hjá, verður að bera, jafnt fvrir ]>áð Jiótt þær byrðar séu þungar og sárar ? «Jú, alt annað en ]>að, að g.jöra skyldu sína hispursiaust í þessu <‘fni er ómenska, sem vér Vestur-ílendingar megum með engu móti g.jöra oss seka í, enda finst oss, að vér sem þ.jóðflokkur eigum engin ámæli skilið enn sem komið er, því oss virðist að Iiin borgaralega skylda vor í þessu sambandi hafi ^erið Ijós fyrir löndum vorum. Ef vér göngum iit frá ]>ví að í Canada séu um 20,000 íslendingar, þá mun láta nokkuð nærri að 34 eða um 5000 séu vopnfærir menn; hitt er kvenfólk, börn og menn sem komnir eru yfir þann aldur, sem talinn er hæfilegur til her- þjónustu. Þá eru eftir því sem vér bezt vitum komnir á vígvöllinn, á leiðinni þangað eða að undirbúa sig til þess að fara, nálægt 450 manns eða 9 per cent af öllum vopnfærum íslendingum í Canada. Vér sögðum hér að framan að þetta sýndi glöggan skilning á liinum borgaralegu skyldum, og búumst vér við að það sé rétt athugað, að þessir menn séu búnir til þess að leggja lífið í sölurnar fyrir heill og sóma þessa lands, þar sem þeir hafa tekið sér bólfestu og þar sein þeir vilja tryggja framtíð barna sinna á komandi árum, og er slíkt ekki aðeins lofsvert, heldur er það drengskapur, og karlmenska í bezta lagi og sómi fvrir þá menn, sem af norsku bergi eru brotnir. En þótt vér sóum þess fullvissir að borgara- leg skyldurækni sé aðal þáttúrinn í þessari sjálfsfórnar dygð landa vorra, þá er íil önnur hlið á þessu máli, sem vert er að benda á, og það er hin þjóðernislega hlið, og þegar vér töl- um um þjóðerni, þá eigum vér eingöngu við hið íslenzka. Því um annað þjóðerni gæti ekki verið að tala í þessu sambandi. Hugsum til forfeðra okkar, Noðrmanna, hvert var sterkasta aflið í sálarlífi þeirra? Var það ekki einstaklings frelsið? Þeir gátu yfir- gefið vini sína og ættjörð,, eignir sínar og óðul, og gjörðu það heldur en að glata sínu persónu- lega frelsi. Er það ekki líka satt, að á ættjörðu vorri óx það, dafnaði og þroskaðist þar til áhrif þess náðu víðsvegar út um lieim, og eru ]>ar sýnileg þann dag í dag. Og er það ekki satt, að þrátt fvrir kiigun, hallæri og drepsóttir, sem þjóð vor hefir orðið að líða, þá samt er frelsið, einstaklings frelsið sterkasti þátturinn í sálar- lífi voru enn. Og ef svo er sem oss virðist engum vafa bundið, livort mun þá betra að kyssa vöndinn hjá' Vilhjálmi Þýzkalands keis- ara, heldur en það var forðum hjá Haraldi hár- fagra? Nei, ásamt hinni borgaralegu skyldurækni, er það sál feðra vorra, sál þjóðar vorrar, vor eigin sál sem frá upphafi liefir hatað alla á- nauð, er grætur yfir allri eymdinni, og finnur til út af öllum stununum sem stíga frá hjörtum allra þeirra manan, sem særðir hafa verið á vígvellinum í þjónustu felsis og mannúðar. Það er hún sem lirópar í himininn, þegar hún sér varnarlausar konur svívirtar og deyddar og saklausum börnum sökt í sjóinn. Það er hún sem segir manni að það sé eitt, og að eins eitt, sem oss Vestur-íslendingum er samboðið þeg- ar svo stendur á, og það er að standa við hlið þess, sem ver rétt lítilmagnans og berst fyrir frelsi hans. Að sjálfsögðu getum vér ekki allir farið og barist á vígvellinum, og til þess er ekki heldur ætlast, að minsta kosti ekki að svo stöddu. En vér getuin allir tekið saman höndum í þessu ! máli, og hver og einn lagt fram sinn skerf, ann- að livort á vígvellinum, éða þá heima, til þess að vinna. að því, með þeim kröftum sem vér eigum yfir að ráða, að kúgunin, yfirgangurinn og grimdin falli, en frelsið, mannúðin og dreng- skapurinn lifi, og gjöra það af svo fúsum vilja og svo mikilli einlægni, að um oss Vestur-ls- lendinga verði hægt að seg.ja, eins og sagt hefir verið um einn af ágætustu sonum þjóðar vorrar: Frá norðrinu streymir um mannheima magnið Mjölnis úr Sigul í hendi á Þór, hjá honum glansar ]>ar gullnum í vagni gyð.juleg trúmenskan fögur og stór. Osanngirhi. Framhald. Ilér hefir aðeins verið talað um kvænta menn; talað um þau vandræði sem af því leiða að inenn fást ekki til þess að fara út á land og geta ekki komið því við, sökum þess að þeir eiga fyrir lieiinili að sjá í bæjunum og kaupið sem landbóndinn getur greitt er ekki nægilegt fjöl- skyldu til framfærslu. En sömu ástæðurnar gilda ekki þegar um einstaka menn er að ræða. í bæjunum hefir verið urmull af ein- hlevpum mönnum að undanförnu, sem ekk- ert eð)i lítið hafa aðhafst. Sannleikurinn er sá að mesti fjöldi ungra manna hefir þann sið að vera við vinnu úti á landi eða vötnum að sumrinu, en flytja svo inn í bæina á haustin og dvelja þar án nokkurrar arðberandi atvinnu. Eyðist það því að vetrinum, sem að sumrinu aflast og er því staðið í stað efnalega — ef ekki farið aftur á bak. Þetta hefir verið þannig um langan tíma og er enn. Hvernig stendur á því? Hvers vegna fara ekki einhleypir menn út á land í bænda- vinnu að vetrinum, til ])ess að þurfa ekki að evðíi því sem þeim aflaðist vfir sumartímann? Þeir hafa ekki þær ástæður sem fram voru færð ar fvrir því að kvæntir menn gætu það ekki. Einhleypur maður sem notar þannig tímann að hann vinnur alt árið um kring og getur altaf higt dálítið fyrir á hverjum mánuði, hann kernst fljótt í efni. Og engum manni er það ofraun né ofætlun. Hingað til hefir vinna staðið opin alt árið. En það er eins og opnaðar séu fang- elsisdyr, þegar minst er á bændavinnu við suma menn; þeir fella sig ekki við hana og fást tæp- íist til að taka liana. Þetta er eðlilögt að mörgu leyti, þegar það er skoðað ofan í kjölinn, og all- j ar ástæður athugaðar. Við hinir eldri, sem töl- um og ritum um ]>essi mál, látum okkur oft hörð orð um munn fara þegar við erum að dæma um þennan og hinn. Við tölum hátt og oft um það að ungir menn “slæpist” í bæjunurn, og nenni ekki út á land, af því ,að þar sé vinna. fletta er satt í mörgum tilfellum, en við glevmum því að við vorum ungir líka; við lítum ekki nákvæinlega til baka, til þess að skoða myndir úr okkar eigin lífi; bæjargleðin og glaumurinn var einnig aðdráttarafl fyirr okkur og við vorum ekki fiisari' á það að fara ilt í bygðir eða óbygðir, en þeir menn sem nú eru ungir, og sæta átölum okkar fyrir þetta sama. Það er eins með þetta og annað, að einhliða dómar eru tíðastir. Það að setja sig í annara spor er mörgum erfitt, og svo er fyrir okkur í þessu efni. Það er einkaeinkenni æskunnar að leita fjörs og gleði; hún unir ekki neinu eyðimerk- ur lífi, og það hefir nú einu sinni komist inn hjá unga fólkinu að sveitalíf sé að ýmsu leyti saina sem eyðimerkurlíf. 1 þessu er misskilningurinn fólginn, og af þeim misskilningi stafar öll sú ógæfa, sem iðju- leysið í bæjunum og vinnufólks eklan í sveitinni hefir í för með sér. Það er eftirtekta vert að þegar einhver ung- ur maður hefir einu sinni tekið sig til og farið út á land, fengið vinnu hjá bónda á góðu heimili og dvalið þar um stund, þá er hann fús að fara þangað aftur eða eitthvað annað, ]>ar sem vinna býðst. Það er misskilningurinn á sveitalífinu, sem ásteitingar steinana skapar. Samkomurn- ar og fundirnir og alt .aðdráttaraflið í bæjun- um, heldur unga fólkinu þar föstu með heljar- tökum, sem það getur ekki losað sig úr. Þegar um það er að ræða að leita sér atvinnu úti á landi, þó hvísla ótal raddir sem aftra og letja. Þeim finst bæjarlífið þá svo dýrðlegt og lað- andi; þeir geta ekki hugsað til þess að yfirgefa alla fundina, öll félögin, all'a leikbræður og leik- systur.; öll þægindi og tækifæri. Imyndunarafl þeirra málar svartar og dauflega mynd af sveitalífinu í huga þeirra, þar sem alt er kalt og einskis virði og dautt og dauft, og þeir bera hana saman við aðra bjarta mynd og aðlaðandi af lífi stórbæjanna, og þeir fá sig ekki til þess að kasta hinni björtu og velja hina. En vilji svo til að þeir fyrir einhverra hluta sakir fari út á land, þá birtist þeim alt önnur veröld en þeir áttu von á. Þar er líka bjart og hlýtt; þar eru líka mannlegar tilfinningar og alt það sem lífið vermir og lýsir. Og þeir hafa í komið í alt annan heim en þeir áttu von á. Sveitafriðurinn og heimilishelgin blandast þar liinni glöðu og frjálsu ánægju félagslífsins, sem hvergi þekkist nema úti í bændabygðum. Og ]>egar þessi nýi heimur opnast fyrir mönnum, þá finna þeir til þess hversu óljósa og skakka liugmynd þeir höfðu um lífið úti á iandinu. Þangað hafa margir sótt gæfu sínp, en fleiri hafa farið á mis við hana sökum vanþekkingar. Ungir menn í bæjum, sem ekki hafa neina vinnu allan vetuirnn, eru á hættulegri braut, og á þann hátt hefir margur stigið sín fyrstu ógæfuspor. “Iðjuleysið er svæfill djöfulsins” segir danskt máltæki, og er í því mikill sann- leikur. Þar sein glaumurinn og gleðin eru á allar hliðar og ótal raddir hvísla og ótal öfl togast á um ástríður mauna, um það leyti sem þeir eru óráðnir, óharðnaðir og óákveðnir, þá er mikil hætta íi ferðum; þar er hvert spor á logandi hólu svelli og höndin snertir brenn- ;indi ekl í hvaða átt sem hún er rétt. Það að hafa ekkert fyrir stafni með alls konar freistingar umhverfis sig er voði; aðcins sterkir menn og staðfastir komast klakklaust í gegn um þess háttar klungur. Það er ekki sanngjarnt að skamma piltana fyrir ])etta. Þeir eru alveg eins og við vorum sjálfifr á þeirra aldri; með sömu tilfinningar og sömu stefnu — eða stefnuleysi. Eg minnist þess þegar eg var drengur að við vorum tveir að smala fé um vetrartíma Asmundur Björns- son frá Svarfhóli í Staflioltstungum og eg. Flóinn er suður af bænum og breið kelda í. Var á lienni hálkusvell, og hafði verið rigning; var því vatn á svellinu. Það var logandi hált, undir \ atninu. Veður var hið versta, suðaustan stórviðri. “Norðlingahópur”, sem við kolluð- uni, kom austan flóann. \ oru }>að sjómenn sem voru að ganga í “verið”. Þeir báru poka á stöfum sínum og voru 11 að töíu. Einn með- al þeirra var 17 ára gamall unglingur; hann varð þrevttari ó göngunni en liinir, og þegar að keldunni kom stukku hinir allir yfir á svellinu og komust það klakklaust, en piíturinn hikaði; hann fann sig bresta krafta, hafði ekki hug að leggja út á svellið. Hinir mennirnir stóðu hinu megin við kelduna og hlógu að lionum. Þeir voru hreyknir yfir því að vera komnir yfir og kölluðu það heygulskap af lionum að hlaupa ekki á eftir þeim. í hópnum var einn gamall maður; hann hlustaði stundarkorn á hina, steig svo íit á svellið og fór yfir kelduna aftur, tók í höndina á piltinum og íeiddi hann yfir. Hinir steinþögðu. Svo komu mennirnir heim þangnð sem við áttum heima og. voru þar náttlangt. Eg tók svo vel eftir þessum full'orðna manni um kveldið <ið ef eg væri málari. þá gæti eg teiknað mvnd af honum. ‘Af þessu lifandi virkileikadæmi firfst mér mega mikið læra. Það er algengast að við glevmum okkar eigin sporum jafnótt og þau eru stigin. Þótt við liöfum verið óviðráðanleg- ir galgopar á yngri árixrti, muriuin við ekki eftir ]>ví þegar ellin fer um okkur fingrum sínum og breytir hugsunum okkar; þá erum við dóm- harðir og tungulangir; okkur er þá hætt við að sjá ofsjónum með því auganu sem að æskufðlk- inu snýr, en vera blindir ó hinu sem ó að skoða okkur sjálfa. Ungir menn sem hafa þá hunmynd að sveita- lífið sé dauft og tómlegt> eiga heimtingu á því að við lrinir eldri skýrum það fvrir þeim hvern- ig 'það er, og gerum það samvizkusamlega, eins og eldri bræður tala við yngri systkini. Á því er enginn efi að xit á land geta þeir margir sótt gæfu sína, en það er ekki nóg að segja “farðu!” Það eru aðeins vissir vegir, sem hægt er að leiða ungt fólk eftir í réttar áttir, venjulega, og ]>að er skylda okkar að finna þá vegi. (Frh.). ' THE DOMINION BANK Hr WIHND B. OSI.EB, M F„ Pre. W. D. HATTHBWI C. A. BOGEHT. General Mnnager. NOTIÐ PÓSTINN TIL BANKASTAHFA. pér þurflS ekki að gera yður ferð tll borgar tll að f& pen- inga út & Avtaun, leggja lnn peninga eða taka út. Notlð póst- inn 1 þess stað. Tður mun þykja aðferð vor að slnna bankastörfum bréf- lega, bæði áreiðanleg og hentug. Leggja má inn peninga og taka út bréflega &n tafar og &n vanskila. Komlð eða skriflð r&ðsmannlnum eftir n&kvæmum upplýe- ingum viðvikjandi bréflegum banka viðsklftum. Notre Dame Branch—W. M. IIAMII/l'ON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BUUGER, Manager. / Heimhugi. CANADA? FIHEST THEATBS Vort helga land, vort heimaland, vort hjartans land, vort feSra land, vort vænsta land, vort vona-land og vorra niðja land! Með einum hug viS hötum þann, sem hatar þig, og smáum hann. Með einum hug við elskum þann, sem elskar þig, og dáum hann. Stephan G. Stephansson. Ný eftirlaunalög. Bæjarstjórnin í Winnipeg er að undirbúa ný eftirlaunalög. Sam- kvæmt þeim verða lægstu eftirlaun $500 og hæstu $1500. Sextíu ár er aldurstakmarkið sem ætlast er til að menn fari að njóta eftirlauna ef þeir hafa verið í opinberri stöðu i 40 ár, en 65 ár ef þeir hafa þjónað skemur. í sjóð til þess að borga eftirlaun- in úr elggja allir bæjarþjónar, þeg- ar þeir eru orðnir 25 ára gamlir, og á bærinn að leggja til jafnmikið og bæjarþjónarnir. Auk þess á bærinn að leggja frani byrjunar- sjóð þegar lögin öðlast gildi. Eftirlauna upphæðin á að miðast við meðallaun þess er þau fær síð- ustu 5 árin sem hann var í þjónustu bæjarins, sú upphæð á að marg- faldast með tölu þeirra ára sem hann lagði í eftirlauna sjóðinn og svo deilast með 50. En eftirlaunin mega þó aldrei í neinu tilfelli fara niður fyrir $500 né upp fyrir $1500. Setjum sem svo að bæjarþjónn hafi haft í laun að meðaltali $1000 í fimm síðustu árin, og lagt í eftir- launa sjóð frá því hann va r25 ára þangað til hann er orðinn 60 ára, eða í 35 ár. þá er meðal kaupið $1000 margfaldað með ártölunni 35. 'sem verður 35,000, og því deilt með 50, sem gerir 700; eftirlaun hans yrðu því $700. Það er einnig ákveðið í lögum þessum að ef einhv-er fer úr bæj- arþjónustu eða er rekinn úr lrenni, þá fái hann endurgoldíð alt það, sem hann hefir lagt í eftirlauna- sjóðinn með 4<fo vöxtum. Þessi aðferð virðist vera mjög sanngjörn og heppileg. Eldurinn í Ottawa. Konungleg rannsóknarnefnd var skipuð í Ottawa til þess að rann- saka brunann. Þ.eir sem nefndina skipa eru: McTawish dómari og R. A. Pringle, en W. R. White frá Pembroke er lögmaður við rann- sóknina. Ýmsar tröllasögur gengu í sam- bandi viö brunann; byggingamar áttu svo að segja allar að loga í einu og eldurinn aS hafa veriS upphaflega á mörgum stöSum; sprengingar áttu aS hafa heyrst; slökkviáhöldin áttu aS hafa veriS svö skemd af einhverjum að þau ynnu ekki. ókunnugir menn, grun- samlegir áttu aS hafa sést í bygg- ingunum hér og þar o. s. frv. Þegar konunglega rannsóknar- nefndin byrjaSi störf sín á föstu- daginn. hreyttist þetta; tiú veit enginn um þessa ókunnu menn. Frank Glass þingmaSur og fleiri kveða edlinn aSeins hafa verið í einum staS og lítinn — ekki nema í tveimur bréfum. En þaS tók all- langan tíma aS ná í mann til þess aS koma meS slökkviáhöld; þegar þau loksins ikomu, unnu þau aS öllu leyti eðlilega; en þá var eldurinn orSinn óviSráSanlegur. Enn hefir ekkert sannast er á þaS bendi að PKJA DAGA pESSA VIKU Fimtmlag, Föstudag og Uaugardag lcikur WIULIAM FAVERSUAM hinn fræga leik er saminn heflr ver'IS eftir sögu Gilbert Parkers, —THE RIGHT OF Jj/AY— sem gengur fyrir sér í Canada. NCESTU VIKU A WAI.KER Mánudag, priðjudag og Miðvikudag sýnir sig hinn alþekti enski leikari CYRIJj MAUD í einum hinum bezta leik slnum —THE GREATER WIL/Ij— En á seinnl part vikunnar, á Fimtud., Föstudag og Laugardag, verður sýnd i hreyfimyndum hin ágæta leikkona VALLI VALLI í hinni afar merkilegu sýningu — “THE - HIGH - ROAD’’ — sem er bezti leikur Mrs. Fiske. Sýning þrisvar & dag frá kl. 2.30 og frá 7 til 11, óslitnar sýningar. Walker Theatre Orchestra, og géðir söng- menn syngja á hverri sýningu. — Sæti öll nema I “Gallery” valin bæði eftir hádegi og aS kveldi. “THE CHILDREN’S HOUR” hvern laugardagsmorgun kl. 11 og öll sæti þá jafndýr í húsinu. bruninn hafi verið af mannavöld- um; jafnvel ekkert sem gefi ’grun um það, hvaS sem síSar verSur. Bókasafnið í Winnipeg Samkvæmt nýútkominni sikýrslu eftir J. D. McCarthy bókavörS, hefir lestur vissra bókategunda hér í bæ vaxiS afarmikiS síSan stríðiS hófst. Bækur um félagsfræSi hafa mest verið lesnar; lestur þeirra hefir aukist um 85%; næst þeim er veraldarsagan; lestur þess kon- ar boka hefir aukist um 41%. Náttúrubóka lestur um 37% og heimspeki um 32%; en lestur skáldsagna hefir aðeins aukist um 18%. FerSabækur hafa veriS litiS lesn- ar og þær sem fjalla um Evrópu og Asíu alls ekki neitt. 856,564 lxdkur hafa alls' veirS lánaSar af safninu yfir árið og er þaS 174 fleiri en í fyrra. 36,971 bók bætt- ist safninu yfir áriS og 1300 smá- nt. 13,488 bækur voru svo slitn- ar að þær voru teknar burt af safn- inu. Alls voru notaðar 951,054 bækur að þeim meStöIdum sem lesnar voru í safninu, og er þaS 283,798 bókum fleiri en árið áður. 12,385 nýir viSskiftavinir safns- ins bættust viS á árinu. Ásteitingar steinar Canada. Svo heitir grein í mánaðar blaS- inu “Conservation” sem gefiS er út af vemdarnefnd fyrir heill ríkisins hér i landi. BlaS þetta skýrir frá ])ví sem þjóSinni stendur fyrir þrif- um og bendir á ráS til þesss aS bæta þaS. Hefir þar komiS mjög góS upplýsing og ínargt heillaráð í ýms- um efnum. Þessi grein, sem hér ræðir um, er aSallega um elda eða bruna í Canada. Kveður blaðið allan iðn- aS, verzlun og framfarir, eiga þar við ramman reip aS draga; elds- ábyrgSir séu þar svo s'tórir steinar í vegi margra aS eitthvað ætti aS gera til þess að minka þá eSa gera þá yfirstíganlegri. “Beint tap af brunum í Canada síðastliðin 5 ár” segir blaðiS, “hefir verið $23,722,246 að meSaltali á ári, eða alls yfir 5 árin $118,611,230. Og meira en 5% af þessari upp- hæS er eyðilagt blátt áfram af ó- gætni og kæruleysi. ViS þessa upphæð verður að bæta þeim kostnaSi, sem það hefir í för meS sér að halda slökkviiiS og N0RTHERN CR0WN BANK AÐALSKRIFSTOFA f WINNIPEG HöfuðstóII (löggiltur) - - - $6,000,000 HöfuðstóII (greidduri - - - $2,850.000 STJÓRNKNDUR : Formaður.........- - - Slr D. H. McMILLAN, K.C.M.G. Vára-formaður............. - Capt. WM. ROBINSON Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION E. F. IIUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVEL Allskonar hankastörf afgreidd. — Vér byrjum reikninga við ©In- stakllnga eða fclög og sanngjamir skllmálar velttlr. — Avísanir seldar til hvaða staðar sem er á fslandi. — Sératakur gaumur geflnn sparl- sjóðs innlögum, sem byrja má með elnum dollar. Rentnr lagðar vlð á hverjum sex mánuðum. T. E. TÍÍORSTEINSSON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.