Lögberg - 17.02.1916, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.02.1916, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1916. .A. m. x. á. .1, Á .T, A, A A ,T. Á >T. Á >T< Á >Ti Á ,T< Á iT- A TttTt TT TTTt TT T t TtTtTtTTTtT I Búnaðarmál I F erkfœragey msla. A fáu er jafn hægt að merkja bú- vit og búhyggju og því hvernig bóndinn ver og vemadr áhöld sín. T>egar búnaöaráhöld em látin liggja hér og þar undir bera lofti í snjó og regni, hita og hörku á víxl, þá eru þau sama sem eyðilögð. Það er ekki hægt að kasta peningum í sjóinn eða eldinn eins fljótt á nokk- um hátt og þann að hafa verkfæri úti árið um kring. Það gersamlega eyðileggur þau. Ef ekki er til verkfæraskáli, þá ætti að færa áhöldin öll saman og annaðhvort búa til yfir þau þak eða að minsta kosti breiða eitthvaö of- an á þau, til þess að vernda þau fyrir snjó og ís. Þak geta bændur sett upp án mikils kostnaðar; stoðir undir það duga úr skógarrenglum. Einnig ætti að verja verkfærin fyrir veðri á þá kanta sem oftast stendur upp á. Það sem þess konar skýli kost- ar borgar sig á skömmum tíma; auk þess getur bóndirm notað frí- stundir sínar til þess að hreinsa verkfærin og mála þau; en það er ómögulegt ef þau era úti og liggja til cg frá úti um akur, eins og sum- staðar tiðkast. Bændur verða að kosta svo miklu til verkfæra og á- halda að þeim ætti að vera það á- huga mál að eyðileggja þau ekki á svipstundu; auk þess sem það er versti tímaþjófur og töf að vinna með ryðguðum verkfæram eða þeim sem í ólagi eru. Það verður ekki með tölum talið hversu miklu er eytt til einskis af arðberandi vinnutíma fyrir þá sök að verkfærin eru i ólagi. ( Conservation.) Köllun bóndans. Eftir Dr. James W. RobertSon. “Þegar bóndinn skilur köllun sina fullkomlega, þá er hann i fé- lagi við guð almáttugan. Hann safnar ljóss- og sólarafli frá lif- andi jurtum. Búskapur er hjóna- band, þar sem afl hins mikla föður •—sólarinnar—tengist eðlisafli hinn- ar miklu móður—jarðarinnar. jurt- irnar eru þau börn, sem þessi öfl geta saman og bóndinn er ráðsmað- ur yfir öllu saman. Slík er rétt skilin staða bóndans í riki tilver- unnar. Staða hans er því göfug í hæsta máta. Velferðarnefndin i Canada tók sig til fyrir nokkrum árum og safnaði skýrslum um bún- að og bændur hér í landi. Rann- sóknin náði yfir 1212 bændabýli eða búgarða til og frá í öllum fylkjun- um — niu. Þar af voru 100 i Nýja Skotlandi, 49 af þeim sýndu að uppskera af hverri ekra hafði auk- ist síðastliðin 10 ár. í Prince Ed- ward eyju lækkaði meðaltal upp- skeru þangað til fyrir 20 áram að tekið var að skifta um komtegund- ir, þannig að sitt árið var sáð hverju. Áður var t. d. hveiti sáð í sama blettinn ár eftir ár. En síð- an þessi aðferð var tekin^upp hefir uppskeran að meðaltali aukist á 51% af þeim jörðum sem skýrsl- um var safnað frá. í New Bransvík hafði uppskera aukist á 24% af jörðum sem skýrslum var safnað imi. í Quebec á 39%, og i Ontario á 24%. En ekki á einu einasta búi i Manitoba. Og þetta er alt fyrir þá ástæðu að hér er landið imnið ver en í austurfylkjunum og menn ekki komnir upp á það að skifta um komtegundir, sá sinni tegund hvert árið í sama blettinn. Þegar litið er á búnaðarskýrsl- umar frá Englandi, sést einnig hversu mikil áhrif nákvæm vinna og komtegunda skifti hafa. Fyrir 400 árum, þegar jarðvegurinn á Englandi var að því er tímann snerti á sama stigi og hann er nú í Man., voru 26 mælar hveitis af ekr- unni. Eftir 200 ár sýna skýrslur að það var komið ofan í 10 mæla af ekru. Síðastliðin 50 ár hefir það aftur komist upp x 40 mæla, eftir 40a ára ræktun. Þessi breyting er svo að segja einvörðungu að þakka því að þar var tekin upp ný regla að skifta um korntegundir; þannig að viðeigandi korntegund væri sáð á viðeigandi tíma. Vissar kom- tegundir taka úr jarðveginum viss- ar næringartegundir og þarf því jörðin að hvílast öðra hvora í þá átt, án þess þó að hún þurfi að liggja aðgerðarlaus. Á meðan hún er til dæmis að hvíla sig frá því að framleiða þær tegundir, sem draga til sin köfnunarefni fnitrogen), eins og baunir gera, þá getur hún framleitt aðrar korntegundir, sem önnur efni taka til sín. Það er þannig alveg eins með jurtina og mánninn; á meðan vér t.d. erum að hvíla oss eftir gang eða hlaup, getum vér haldið áfram að vinna að því að lesa bók eða eitt- hvað því likt. Þar sem tilraunir voru gerðar á Englandi til þess að sanna að þetta væri þannig, voru valdar tvær jarð- ir samskonar, hvor við hliðina á annari; var því jarðvegur hinn sami og loftsalg hið sama. Vinnan var höfð nákvæmlega eins og út- sæðið valið svo likt sem hægt var. En á öðra landinu var altaf sáð hveiti, en skift um á hinu. Árang- urinn varð sá að á því landinu sem skift var um gaf ekran 114% hærri uppskeru af hveiti en á hinu land- ,inu í 32 ár. Þetta var sá lærdómur sem að meira haldi hefir komið enskum búnaði en flest annað. Það skal endurtekið í þessu sambandi að bóndinn er í félagi við guð almáttugan til þess að fram- leiða sem mest úr skauti jarðarinn- ar sér og þjóð sinni til auðs og arðs Þar er um ekkert okur að ræða ekkert rangfengið fé; sá sem við náttúruna skiftir beint og króka- laust, hann aflar fjár síns á ærleg- an og heiðarlegan hátt. fFrh.). Ur bygðum íslendinga. Sexrmith P.O., Alberta. 11. jan 1916. Herra ritstjóri Lögbergs:— Þar sem eg hefi ekki enn séð línu í þínu heiðraða blaði frá þess- um útjaðrar kjálka Grand Prairie, finst mér eg vera knúður til að taka mér penna í hönd og láta um heiminn vita að einnig hér era Iandar, þó fáir séu. Tveir familíu menn og fjórir einbúar, þá er hópurinn talinn. íslendingar hefðu átt að mynda hér íslenzka nýlendu, á meðan land var óunnið, en til þess vantaði samtök. Nú er það orðið um sein- an, því lönd eru öll því nær upp- tekin. Menn héldu að nógur væri tíminn, það væri bezt að bíða þang- að til brautin kæmi ögn nær. Að þurfa að keyra 250 mílur til að komast hingað var að vísu langur vegur, og yfir vondar brautir að fara, ef brautir skyldi kalla. En hvað var það fyrir lausa menn, þegar giftir menn með konur og börn brutust hingað og það kann- ske um hávetur. Margar sögur heyrir maður hér af þeim sem hingað hafa flutt, og mörg æfin- týri hafa sumir þeirra ratað í, og víst ættu margir þeirra skilið að fá D.M.C. heiðursmerkið, því meira hugrekki og meiri hreysti hafa sumir ekki sýnt, sem það fá, heldur en þeir sem hingað fluttust fyrst í þetta land. Nokkur bréf hafa mér borist frá mönnum, sem hafa langað hingað, og eru aðal spurningarnar vana- lega þessar: “Hvemig líst þér á landið? Er nokkur von um járn- braut? Er nokkuð af óteknum löndum þarna í kring?” Þeirri fyrstu svara eg þannig að mér líst einkar vel á landið. Það er fagurt á að líta og svipmikið. Og fyrir þann sem sér hinar óunnu víðáttumiklu grassléttur í anda, esm blómlega akra og unnin tún, er það björguleg sjón. Að vísu er Stór landeignamenn eru hér nokkrir, þó engin séu C.P.R. eða H.B. lönd, og enginn annar land- töku réttur gefinn. En margir tóku hér úrvalslönd Suður Afríku fara, meðan þau var að fá, eitt eða fleiri, og sumar familíur hafa svælt undir sig eins mikið og 14 til 16 lönd, og sýnir það glögt réttvísi laganna, sem þó hæla sér af því að hafa útilokað alla braskara. En hvað era þessir menn annað? Margir þeirra hvorki hafa né ætla sér að hafa kraft til að vinna sín eigin lönd, heldur bara að eiga þau og reyna að selja svo þegar vel lík- ar. En svo eru aðrir aftur á móti sem eru famir að búa í stóram stíl. Einn þeirra hafði um 1250 ekrar undir komi í ár. Um bæinn Grand Prairie er það að segja að hann er furðu stór og efnilegur fyrir það að hafa ailst upp langt frá fóstur örmum járn- brauta. Þar eru búðir af öllu tagi, matsöluhús og brauðgjörðarhús og banki o. s. frv. Vantar eiginlega ekkert nema myndasmið. Hann er enginn þar enn þá, og álít eg að þar væri gott tækifæri fyrir mann, sem þeirri iðn vildi sinna. Lengi eru menn hér búnir að biða eftir járnbraut. Alla tíð voru loforð stjómarinnar fögur, eins og menn þekkja. Brautin var ábyrgðst að koma þetta og þetta árið, en hún kom ekki. Hvert eitt loforð flutti með sér hingað heilan hóp af innflytjendum. En eftir marg svikin loforð og rofna samninga fóru menn að verða reikandi trúnni á Sifton og C.N.R. og sum- ir algerlega trúlausir. Brautin lagði að vísu upp í langferðina, og komst eitthvað 52 mílur áleiððis. En þá þraut nestið, og þar við sit- ur. Annað jámbrautarfélag hingað hefir stefnt er E.D.B.C. Það rennir sinni línu norðvestur frá Edmonton. Hingað kemur hún inn í Spirit River héraðið, sem er á að gizka 40 mílur héðan í norð- ur. Sú braut heldur að öllum lík- indum áfram vestur og mætir syst- ur sinni, sem þar er komin á stað vestur frá hafi. Eiga þær að taka saman höndum á Poum Coupe sléttunni. Nú var járnbrautin farin að fær- ast nær og brátt fór að kvisast að McArthur ætlaði að byggja hing- að brautarstúf inn til okkar Grand Prairie búa. Hinir vongóðu urðu frá sér numdir af fögnuði, en hinir trúlausu skeltu skolleyrunum við >essari flugufregn. Svo komu eftir eru, eru varla þess virði að taka þau. En eflaust má fá góð lönd enn, með þvi að fara lengra vestur og norður og svo er verið að smá opna parta og heil town- ships, sem hafa af einhverjum á- stæðum ekki verið opnuð fyr.. Þetta víðáttumikla land, sem nefnist í heild sinni Peace River, á eflaust mikla framtíð fyrir hönd- um. En eins' og annað hefir það sína stóra kosti og líka sína ókosti, og eru þeir aðallega fjarlægð frá markaði. En það mxm lagast að miklu leyti strax og hægt verður að senda kornið vestur að Kyrra- hafi. E. Jóhannson. Cloverdale, B.C. 3. febrúar 1916. Dr. Sig. JÚI. Jóhannesson. Heiðr- aði herra. Þó eg sé ekki kaupandi Lög- bergs, get eg ekki annað en látið í ljósi innilegt þakklæti til þín fyirr Sólskin. Með stofnun þess hefir þú sáð því frækomi, sem aldrei ætti að deyja. Þar Iæra bömin að skrifa og lesa. Með öðram orð- um, með því að gefa þeim tæki- færi að skrifa sjálf, er vakinn hjá þeim metnaður að læra málið, og er það sú lang bezta hugmynd sem enn hefir fram komið máli voru til stuðnings, og heiður sé hverj- um sem ljær því máli lið og bein- ir því í rétta átt. Helzt ætti blaðið að vera sérprentað. og þá náttúr- lega að vera keypt á hverju ís- lenzku heimili. Það skemmir aðra 1 eins perlu og Sólskin er, að hafa oft pólitik til beggja hliða. Að eg ekki kaupi Lögberg með Sólskin- inu, kemur til að því að eg skift- ist á við nágranna minn með Hkr., en það er eins og kross á okkur Löndum að við verðum að fara sem Spart með efni vor. Svo óska eg þér gleðilegs árs og góðs árangurs með litla blaðið þitt, og óska og vona að börnin noti sem bezt þetta góða tækifæri sem þau hafa nú, og láti sem bezt af sér leiða að hægt verði að segja um þau eins og skáldið góða kvað: “En eitthvað gott þar ættland mitt átti á hverju blaði.” Með vinsemd og virðingu. Þinn einl. Þ. G. Isdal. Cloverdale, B.C. 3. febrúar 1916. Heiðraði ritstjóri Sólskins. Eg sé að allir leyfa sér að skrifa fávitrir sem vitrir, ogtel eg mig með fyrri hópnum. Eg get ekki lát- mælingarnennirnir, þeir styrktu þá ið það vera að þakka þér fyrir þina vongóðu í trúr.ni. En þeir görnlu | hugulsémi og framkvæmd að löfðu séð þá áður á undan C.N.R., hrinda fram þessu bamablaði. Blaði sem var óvæntur gestur, en þó kærkominn hjá öllum íslend- og sögðu að það sannaði lítið. En svo þegar alt fór að kvika af hest- um og hjólakerrum o^ svartur 1 ingum sem langa til að láta börnin lítil reynd fengin fyrir ágæti þess- liaugurinn fór að lykkja sig kring | sín lialda við íslenzku máli. Eg arar bygðar til hveitiræktunar, þvi um hóla og hæðir, þá fyrst fóru það má segja að hún sé aðeins sex rnenn alment að trúa því að hing- ára gömul og meginið af löndum að ætti virkilega að byggjast braut, var tekið fyrir 3 og 4 árum. En að undanförnu hefir það gefist vel, og í ár ágætlega, og mjög litlar skemdir af frosti. Svo telst mönnum til að nálægt 640,000 ekrur hafi þegar verið sem bætti úr margra böli og þraut. Nú er langt komið með að stál- leggja aðal brautina inn til Spirit River og hingað mun hún koma seint í vetur. Seinustu spurningunni svara eg teknar til ábúðar í þessu eina hér- neitandi. Það er lítið af óteknum aði. | löndum hér í kring, og þau fáu sem ætla að gamla máltækið sé að “hálfnað er verk þá hafið er’” og annað sem er vísa eftir Jónas Hall- grímsson og getur átt hér við vestra, að íslenzkan á sér vor ef fólkið þorir. Eg var lengi búinn að hugsa mér að ná í barnablað handa börnunum mínum, en eg vissi ekki af neinu slíku blaði hér vestra og hefði því þurft að fá það að heiman. En 5á galli hefði S 6 Ii S K I N. enginnj hafi því rétt til að drepa þá. henni var kærast. En þessi fáu orð hrifu unga manninn; hann varð ekki rólegur fyr en hann var búinn að biðja og segja: “Góði guð, bless- aðu mig”. Síðar varð þessi maður kunnur prédikari, sem drottinn notaði til þess að flytja mörgum frið og blessun. Helga G. Guðbrandson (Baldur). Snjótitlingar. Þið hafið öll séð litlu, gráu fugl- ana, sem flögra úti fyrir hjá hverju heimili að vetrinum. Eg ætla að segja ykkur fáein atriði um þá. Þessir litlu fuglar eru kallaðir snjó- titlingar. þeir eru gráir að lit og á- líka stórir og störfugla egg. Þess- ir fuglar eru hér kyrrir alt árið um kring; það eru mjög fáir fuglar sem gera það, því það er of kalt fyrir þá. Þeir fljúga flestir suður, þangað sem loftslagið er hlýrra. Ef þú heldur á brauðmola eða ein- hverjum molum eða rasli og kastar því út á fönnina, þá geturðu séð þá koma í hópum og tína upp molana með nefinu. Ef þeir verða hræddir við eift- hvað, þá fljúga þeir upp á húsburst og sitja þar þangað til öllu er óhætt aftur. Þegar bylur kemur þá fara þeir inn í fjós og hlöður, og hvaða skýli sem þeir geta fundið. Á vorin byggja þeir hreiður sín í trjánum eða , í fjósum og hvar sem þeir finna hentugan stað til þess. Það er ósköp Ijótt að sjá það á vorin stundum þegar drengirnir koma og rifa niður hreiðrin þeirra og henda í þá steinum. Eg held að guð hafi gefið þeim lífið og Þegar drengur drepur fugl, held ur hann að það sé bara gamanleik- ur, en sá leikur varir ekki nema í fáein augnablik; fuglinn sem drengurinn hafði haft gaman af er dauður og skem|unin horfin. Það var fyrir tveimur árum að eg var að fara á skólann; eg mætti þá tveimur drengjum. Þeir vora með sinn fuglinn hvor, sem báðir voru meiddir; eg spurði hvað þeir ætluðu að gera við fuglana. Þeir sögðust ætla að Iáta þá í fuglabúr og leika sér að þeim. Þeim hefði ekki dottið í hug að gera þetta ef þeir hefðu verið góðir drengir. H. G. ÓWynyard). Góð svö/. Maður spurði Þales' heimsspek- ing hvað væri erfitt. “Að þekkja sjálfan sig” svaraði hann. “En hvað er þá auðvelt?” spurði mað- urinn. “Að segja öðrum til synd- anna” svaraði spekingurinn. Epiktet heimspekingur var spurð ur hver væri auðugur: “Sá sem er ánægður með það sem hann hefir” svaraði hann. “Sá hefir nóg sér nægja lætur” segir íslenzka máltækið. “Kæri ritstjóri Sólskins. Eg þakka þér kærlega fyrir Sól- skinsblaðið. Eg hefi gaman af að lesa það, og held því öllu saman og ætla a£ láta binda það i fallegt band .. ..” Þin einlæg Guðbjörg S. Björnson, 12 ára. Cloverdale, B.C. \ SÖLSKIK. |f fN 3 Sóley og Fífill. I. “Sæll vertu, fífill minn”, sagði sóley við fífil, sem lá á vellinum. “Sæl” anzaði fífillinn ósköp dræmt. , “Skelfing ertu daufur í svona góðu veðri. Gengur nokkuð að þér?” “Sérðu ekki að eg er að fölna? Hann Nonni sleit mig upp í morg- im. Æ, nú fæ eg aldrei framar að brosa móti sólargeislunum. Dagg- arinnar nýt eg ekki oftar, og aldrei verð eg biðukolla. Getur þú nokk- uð hjálpað mér?” II. “Það er nú öðr nær, góði fífill. Eg er sjálf á glóðum um mig. Eg er svo hrædd við börnin og ljá sláttumannsíns. Þú verður að fölna og deyja þar sem þú liggur. Það var sorglegt fyrir þig að njóta ekki lengur sólar og sumars, en hitt vorkenni eg þér ekki, þótt þú verðir ekki biðukolla. Ertu slitinn upp með rótum?” “Nei, eg er slitinn um miðjan legginn.” III. “Jæja, þá lifnar þú aftur að sumri og þá fer máske betur, þá getur þú líka orðið biðukolla, ef þig langar til. En svo feykir vindurinn af þér hærunum svo þú verður sköllótfur, og seinast visn- ar þú og deyr.” “Lifna eg þá dkki aftur?” “Jú, eftir vissan tíma.” “Það er þá enginn dauði, það er svefn eða dvali.” IV. “Já, vissirðu það ekki? Alt, sem lifnað hefir, getur ekki dáið, en það getur sofnað um stund.” “Þá skal eg visna rólegur og vakna aftur. Þakka þér fyrir, systír, nú er eg ánægður með til- veruna,” sagði fífillinn, um leið og börnin tóku hann og reittu hann á milli handanna. Jónina Skagfeld Mozart, Sask. Smásögur. Lítil stúlka var að borða morg- unmatinn. Hún hafði fulla skeið af graut og var rétt að láta það í munninn þegar sólin skein á skeið- ina, þá sýndist grauturinn í skeið- inni verða bæði heitur og gulleitur. “Ó, mamma”, sagði hxin, “hvað heldurðu að eg hafi gleypt?” “Hvað var það, elskan mín ?” sagði mamma hennar. “Fulla skeið af sólskini.” “Reyndu að gleypa svo mikið af sólskini sem þú getur og sjáðu hvort það lýsir ekki upp dagana þína,” sagði mamma henn- ar. t G. S. B. Það var lítill franskur drengur sem hét Pierre og annar drengur sem hét Tommy. Þeim þótti gam- an að leika sér saman, þó þeir skildu ekki hvor annan. Pabbi Tom’s spurði hann hvort Pierre talaði ensku. “Nei”, sagði Tommy, “en þegar hunangsfluga stakk hapn í gær, þá grét hann á ensku.” (býtt úr ensku). Fluga hafði dottið ofan í blek- bittu hjá rithöfundi nokkrum, sem skrifaði ljóta og luralega hönd. Sonur hans', lítill drenghnokki, náði flugunni upp úr bittunni og lét hana á pappírsblað. Hann horfði stundarkorn á fluguna, kallaði svo til mömmu sinnar og sagði: “Hérna er fluga, mamma, Margt smátt gerir eitt stórt jafnvel þegar um eldspítur er að ræða, þá ættu menn að hafa augun á smámunum. Viðartegundin, gæði brennisteinsins, hversu hægt er að kveikja á þeim EDDY’S ELDSPÍTUR eru búnar til úr sterkum hreinum furuviði og svo vel gerðar að í þeim kviknar frábærlega vel. Eddys eld- spítur hafa verið til sölu í sextíu og fimm ár það er því ekki að undra þó þetta félag kunni að búa til eldspít- ur. Það er altaf óhætt að reiða sig á vörur sem Eddy félagið býr til. þá verið á því, að það hefði komið svo sjaldan ,og svo annað, að þau hefðu ekki haft tækifæri að skrifa sjálf í það, sem allur lærdómurinn er þó innifalinn í, eða að minsta kosti eins mikill. En engum nema þér hefir dottið í hug að muna eft- ir bömunum. Með kærri þökk fyrir blaðið og beztu óskum til þín. Með vinsemd og virðingu. Þórdís ísdal. Vilhj. Stefánsson Guði sé lof fyrir góða frétt, gefna nú öllum heimi rétt, Vilhjálmur lífs og Iíður vel, landi vor nyrðra, gleði tel. Listamaðurinn land eitt fann leggur það til við ríkið hann, veldi Canada veitir magn, vísindín hafa þar af gagn. Löndin kannar, nú orðinn er einn sá frægasti maður hér. Hugprúður, djarfur, þrár í þraut þolgóður sér hann ryður braut. Sjálfstraust á mikið halur hýr, hugrakkur seint til baka snýr, fljóthuga mörgum vanda ver, velur oft ráðið bezt sem er. 0 Eg óska af hjarta að vinur vor velferðar njóti um æfispor. Dygða veg leiði drottinn þann drenglynda, prúða heiðUrsmann. S. Mýrdal. Rœða Skúla þingmanns Sigfússonar. Eins og getið er urn í Lögbergi, hélt Skúli Sigfússon ræðu í þipg- inu fyrra mánudag; er það fyrsta ræða hans þar og mun flestum þykja vel af stað farið. Ræðan var um þá tillögu að hjálpa frum- býlingum um kýr. “Háttvirti þingforseti. Eg get ekki séð að neitt sé hlægilegt við þetta frumvarp. Þ.vert á móti finst mér tillagan vera mjög skynsamleg og lýsa hagfræðisþekkingu máls- flytjanda; eg virði því stórkostlega þúnaðarmála ráðherra vorn og óska honum til hamingju, þar sem hann er fyrsti ráðherra í Canada, sem samskoriar lögum kemur í framkvæmd. Að því er það snertir að þetta frumvarp eigi aðeins við viss svæði í fylkinu, eins og sumir hafa fund- ið því til foráttu; það er að segja svæðinu á milli Winnipegvatns og Manitobavatns, þá hefi eg því þessi svör að gefa. Þietta ofannefnda svæði er hið eina hérað i fylkinu, þar sem feng- ist hafa heimilisréttar lönd síðan stríðið hófst. Þe’ss' vegna var það að þegar stríðið byrjaði, neyddust margir til þess, er vinnulausir voru, bæði í Winnipeg og annars- staðar, að flytja út á land á þess- um svæðum, þar sem það var eina héraðiðj er stóð þeim opið. Hund- rað og þrjátíu heimilisréttar lönd voru þvi tekin i grend við Eiriks- dal í september mánuði 1914. Álíka margir hafa tekið lönd út frá öðr- um stöðvum þar norður af. Þetta fólk átti þess engan kóst að bjargast áfram í bænum, þeg- ar það fór þangað; það var því ekki einungis vel til fallið, lieldur svo að segja skylda að veita því aðstoð, þegar á landið var komið. , Þessir frumbýlingar fara ekki fram á neina hjálp, án þess að endurgoldin sé. Fé það sem til þessa fyrirtækis er varið verður fulllkomlega trygt fylkinu, og er mér ekki mögulegt að sjá að stjórnin geti tapað á þvi á neinn hátt. Eg hefi hé^ft dálitla persónulega reynslu í þessu efni, og skal eg nefna eitt dæmi. Haustið 1912 kom maður frá Bandaríkjunum hingað út með sex börn, og hafði alls ekkert til þess að byrja með. Einn hinna eldri bænda í grend við mig leigði hon- um 6 kýr, til þriggja ára með þeim skilyrðum, að hann fengi helming- inn af kálfunum; áttu þau skifti að fara fram 1. nóvember 1915; hafði þá hjörðin vaxið um 17 og var henni skift þannig að maður- inn sem fékk kýrnar leigðar, mátti kjósa fyrsta gripinn, eigandinn annan o. s. frv., þangað til skift- unum var loikið. Öll viðbót hjarð- arinnar, eftir því sem eg hefi bezt vit á, var $500 virði. Eg keypti 8 gripina, sem eigandinn fékk í sinn hlut fyrir $240, og voru hinir 9 að minsta kosti $20 meira virði; auk þess var verð kúnna orðið $10 hærra á hverri 1915 en það var 1912, þar sem gripir höfðu hækk- að í verði. Sá, er kýniar féikk, hefir haft þær til lífs viðurværis fyrir sig og fjölskyldu sína þessi þrjú ár, og hefir þetta gert honum það mögu- legt að haldagt við á heimilisrétt- ar landi sínu og bæta það til stórra muna. Eg er þvi reiðubúinn til þess að greiða atkvæði með þessu frum- varpi, þegar til úrslita atkvæða kemur í þinginu; og treysti eg mér til að sýna fram á að með því að koma þessu. fyrirkomulagi í fram- kvæmd, er ekki einungis gróða- vegur gerður mögulegur frumbýl- ingnunum, heldur er það ágóði öllu fylkinu, með því eg veít að norður hluti fylkisins er betur fallinn til griparæktar en nokkur annar hluti þess. Eg skal ekiki lengja mál mitt í þetta skifti, með þvi að margir aðrir munu reiðubúnir að ræða þetta mál í kvöld.” Mútukœrur í Regina. J. E." Bradrhaw þingmaður fyr- ir Prince Albert. í Saskatchewan þinginu bar fram kærur á fimtu- daginn þess efnis að nokkrir lib- eral þingmenn hefðu þegið mútur í desember mánuði 1913, til þess að vera á móti vínbannslögunum. Krafðist hann þess að skipuð væri konungleg rannsóknarnefnd í mál- ið; en með þvi að kærur hans hefðu verið svo óákveðnár, að eng- inn sérstakur þingmaður var til- nefndur, hefir ekki verið skip- uð .rannséxknarn. Turgeon dóms- málaráðherra hélt langa ræðu í málinu og kvað það aðeins fram komið af hálfu Bradshaws í því skyni vekja* eftirtekt. Kvað . hann það skyldu kæranda að til- greina þá sem hann teldi seka, en það gerði Bradshaw ekki’og féllu því kærurnar niður. Skynsamleg fyrirskipan Sám Hughes hermálaráðherra í Canada gaf út þá skipun á föstu- daginn að allar reykingar í her- skálum séu harðlega bannaðar nema í biðsölum. Áður reyktu. hermenn svo að segja hvar sem þeir voru staddir, einkum yfir- menn; en þessi skipun gildir jafnt fyrir æðri sem lægri. Skýrslur um bruna í Canada sýna að stórfé eyði- legst árlega af eldi sem kviknar fyrir þá sök að eldspýtu eða vind- ilstúfi hefir verið kastað ógætilega, þar sém hætta hefir stafað af. Og nú síðast er það álit sumra að hinn mikli eldur og það voðalega slys sem honum var samfara i Ottawa hafi ef til vill orsakast af reyking- um. Hermálaráðherrann verð- skuldar lof fyrir þessa skipun sína. Til Kyrrahafs- strandar^B IJ'L' l>ú ætlar vestur og vilt ^ kaupa lítiS heimili I smá- bæ á hinni gullfallegu Kyrra- hafsströnd, þá láttu ekki þetta fara fram hjá þér:— TlJj SöIjU: “Cottage” í bæn- um Blaine í Washington-ríki, á 40 feta 168. Á 168inni er einnig stór vi8argeymslu-kofi, hænsna- hús og brunnur rétt vi8 hús- dyrnar. Alt inngirt. 2 “ever- green” tré á 168inni og blðma- be8 aS framan. HúsiS er 22x36, nýmálaS 1 haust sem leið aS ut- an og innan; 5 herbergi, öll I stærra lagi, 2 svefnherbergi. HúsiS er á skemtilegum staS f bænum, rétt viS eina aSaJ-götu bæjarlns. SKHjMAUAK: Eign þessi fæst fyrir $700.00, ef selst fyrir 16. Marz næstk., $250.00 út I hönd, afgangur efdr samningum; eSa fyrir $550.00, ef borgaS er út f hönd. — pessi elgn er meira en $700.00 virSi eins og hún er f dag. Mundi kannske taka til greina eign í skiftum í Winni- peg. Frekari upplýsingar hja eigandanum, S. A. Johnson, 696 Banning St., Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.