Lögberg - 17.02.1916, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.02.1916, Blaðsíða 1
Þetta pláss í blaðinu er til sölu. Vér viljum kaupa allskonar brúkaðar skólabækur, bæSi fyrir barna- skóla og alla hærri skóla. Hæsta verS borgaS fyrir þær. Einnig seljum vér eSa skiftum viS ySur A öllum öSrum bókum, gömlum sem nýjum. “Ye Olde Book Shop”, 253 Notre Dame Ave. Gegnt Grace Church. Tals. G. 3118 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FfMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1916 NÚMER 7 ÍSLENZKIR ATKVÆÐAMENN Ásmundur P. Jóhannsson Hann er fæddur 5. júlí 1875 á Haugi í Miðfirði í Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Jóhann Ásmundssón bóndi þar og Guð- rún Gunnlaugsdóttir, seinni kona hans. Var Jóhann mesti merk- isbóndi og bænda frömuður. Ásmundur ólst upp hjá foreldrum sínum þangað til hann fór að læra trésmíði; var hann þá fyrir innan tvítugt. Hann kom vestur um haf 2. ágúst 1900, og settíst að hér í Winnipeg. Byrjaði hann tafarlaust á smíðavinnu, og eftir stutt- an tíma tók hann að stunda samnjngsvinnu og byggingar fyrir sjálfan sig. Hefir hann bygt hér fjölda húsa og er eigandi þriggja stórhýsa hér. Ásmundur er frábærlega duglegur maður, sístarfandi, bæði að sínum eigin högum og ýmsra félaga, því hann hefir tekið hér mikinn þátt í opinberum málum. Hann hefir verið forseti con- servative klúbbsins um langan tíma og einn hinna allra starfsöm- ustu liðsmanna þess flokks meðal íslendinga. Auk þess hefir hann staðið mjög framarlega í bindindisbaráttunni hér í landi. Hann er meðíimur stúkunnar Skuld og hefir gegnt þar öllum trúnaðarembættum, sem stúkan á til. Mun það ekki ofsögum sagt að hann hafi bæði fjárhagslega og á annan hátt verið því félagi traustari stoð en flestir aðrir. Ásmundur er með auðugri íslendingum hér megin hafsins og hefir hann þegar lagt fram 10,000 kr. í Eimskipafélag íslands. Hann kvæntist 1899 og er kona hans Sigríður Jónasdóttir frá Húki í Miðfirði; eiga þau saman þrjá sonu og heitir einn þeirra Grettir — Grettir Ásmundsson. 40 skipum sökt. Rússneskir fallbyssubátar söktu 40 seglskipum fyrir ;Tyrkjum í Svartahafinu fyrra þriöjudag. Auk þess brutu þeir sterkar víggiröing- ar fyrir þeim meöfram Anatolian ströndinni. Samsœri? "Það veröur aö koma í veg fyr- lr aö haldið sé áfram að rannsaka hyggingamar á búnaðarskólanum.” “Já, en það er ómögulegt nema með þvi móti að koma þessum ná- unga, Oxton, fyrir kattarnef.” Þetta er úttráttur úr talþráða- samtali milli tveggja manna fyrir tæpum tveimur vikum. S. C. Oxton, sá sem mn er að ræða, er sérstakur aðstoðarmaður verkamálaráð-herrans'. Hefir hann gefið margar merkilegar upplýs- ingar í sambandi við öll þau ódæma svik, sem upp hafa komist í opin- berum byggingum í fylkinu. Hef- ir starf hans sparað fylkinu afar- miklar fjárupphæðir. Oxton álítur að þessi hótun sé í alvöru gerð, og er hann því var um sig. Hann hefir neitað að gefa nokkrar upplýsingar viðvikjandi þvi, hverjir þessir menn hafi ver- ið. En þetta sýnir hversu ant sum- um er imr það að halda svikum leyndum og meta meira að vernda vissa pólitíska skálka en hag þjóð- arinnar og fjárhirzlu rikisins. Gjaldþrot banka. Blöðin í Lundúnaborg fyltja þá frétt eftir símfrétt frá Svisslandi að tveir stórir bankar hafi orðið gjaldþrota á Suður-Þýzkalandi. Er sagt að skuldir annars þeirra hafi verið um $125,000,000. Ensku blöðin telja þetta fyrirboða alvarlegra fjárþrota meðal Þjóð- verja, og þannig til að flýta fyirr stríðinu. Percey Hagel Flestir kannast við það nafn. Hagel er einn hinna yngri lög- manna Winnipeg bæjar, en frá- bærielga vel að sér. Hann var einn aðal lögmaðurinn í sambandi við Krafchenko málið, en saga hans þar endaði þannig að hann var dæmdur í fangelsi. Fékk þetta svo mikið á föður hans að hann veikt- ist og dó. Percey Hag-el er kominn aftur út úr fangelsinu og virðist nú hugsa sér einlæglega að byrja nýtt líf. Varð honum sérlega mik- ið um föðurmissinn, þar sem hon- um fanst hann geta kent sjálfum sér um. Það var drykkjuskapur og illur félagsskapur sem leiddi hann inn í fangelsið. Nú ætlar Hagel að segja sína reynslu af áfenginu á nokkrum op- inberum fundum og talar hann á morgun (föstudaginn) í Good- templara húsinu. Rigg þingmaðurhleypur á sig. Þess var getið i LÖgbergi nýlega að Rigg þingmaður hefði krafis.t rannsóknar viðvíkjandi óreglu og rangindum, sem hefðu átt sér stað við kosningarnar í Norður-Wmni- peg í fyrra sumar. Stjórnin varð tafarlaust við tilmælum hans, en þegar á átti að herða kom það í ljós að kærurnar voru ekki á rök- úm bygðar og dró hann þær til baka jafnótt og þær voru rannsak- aðar, hver fyrir sig. Rigg er dug- andi maður og framgjarn, en hann Virðist vera af fnamur og ósann- gjarn og framúrskarandi liávaða- maður. Hefir hann hlatið af þessu hina mestu óvirðing og ætti að biða með kærur sínar næst þangað til hann hefði orðum sín- um einhvern staö. v Fylkisþingið. , Fangelsin. Eitt af aðalmálum þeim sem Manitobastjómin hefir haft með höndum er bœtt meðferð ö föngum og breyting á fangelsum. Frá þvi var nýlega skýrt í Lögbergi að skip- aður hefði verið dómari til þess að rannsaka það mál, og er skýrsla hans svo glögg mynd af þeirri grimd og þrælmensku sem ríkt hefir hér að undanförnu að “hárin rísa jafn- vel á höfði sköllóttra manna”, eins og’Mark Twain einu sinni komst að orði. Svartholið í gólfinu, þar sem fárra feta klefi, gluggalaus og loft- laus og allslaus var hafður fyrir ákært fólk, það bundið þar við jám- hæl með hlekkjunum og barið með köðlum í hlekkjunum; öllu þessu var lýst hér í blaðinu. Norris stjórnin hefir unnið það þarfaverk að afnema þessa svívirðingar klefa. En þeir ættu að vera geymdir um aldur og æfi og varðveittir sem verðugt minnismark þeirrar djöful- legn harðneskju sem ríkti í Mani- toba fram á þennan tíma. Þótt ekkert hefði unnist við stjómar- skiftin annað en það að fá þessu breytt, þá var það mikils virði. Norrisstjórnin ætlar að rækta og láta byggja stóran fangabúgarð þar sem fangarnir séu tiltölulega frjáls- ir og vel með þá farið með líku fyr- irkomulagi og Tom L. Johnson í Cleveland byrjaði og ritstjóri þessa blaðs skýrði frá í Breiðablikum hér um árið. Sú aðferð hefir nú verið tekin upp allvíða og þar á meðal í Ontario, og hepnast ágætelga. Skólamálið. Annað mál sem þingið hefir haft til meðferðar er skólamálið. Það er óefað mesta vandamál sem stjórnin hefir um að fjalla, eins' og tekið hefir verið fram í Lögbergi. Samningur hafði verið gerður við Frakka þegar í upphafi að mál þeirra skyldi njóta þeirra réttinda sem það hefir nú, en þá voru Frakk- ar aðeins í Quebec. Síöar fluttust þeir hingað vestur og varð þaÖ þá að samningi milli Lauriers og Greenways, sem var stjórnaríor- maður í Manitoba, að Frakkar skyldu í þessu tilliti njóta sama rétt- ar hér í fylki og þar eystra. Það er [ ekki svo að skilja að þessi samning- ur geti verið bindandi um aldur og æfi, en á hinn bóginn þykir Frökk- um það hart sem hér eru búsettir að njóta ekki sama réttar og bræður þeirra eystra. Auk þess er það margra álit að Frakkar hafi hér frekara tilkall til sérréttar en aðrar þjóðir sökum þess hvaða hald þeir höfðu á landinu áður en það féll Englendingum í hendur. Er það því ekki ólíklegt að niðurstaða stjórnarinnar verði sú að Frakkar fái part af kröfum sínum, fyrst um sinn, en að öðru leyti verði tveggja mála kensla lögð niður. Galiziu menn sendu stóreflis nefnd' á fund stjórnarinnar til þess að krefjast kenslu á sinni tungu, eins og að undanförnu. Er haft á orði að skipa nefnd' í það mál, en ó- líklegt er talið að þeim verði nokk- urs ágengt. Framtíðarstefna lands- ins yfir höfuð virðist vera sú að kenna aðeins Ensku í alþýðu skól- um. Búnaðarmálið. Eins og áður hefir verið skýrt frá hefir stjórnin haft frumvarp með höndum þess efnis að styrkja fá- tæka menn til búnaðar, sem flytja vilja út á land. Hefir eitt atriðið í því frumvarpi vakið sérstaklega mikla eftirtekt. Það er það nýmæli að stjómin láni kýr þeim sem bú- skap byrja með svo aðgengilegum skilmálum að allir geti notað sem þurfa og vilja. Hugmyndin er sú að hverjum félausum bónda séu af- hentar 3—5 kýr af bezta kyni þeg- ar hann byrjar búskap. Skilmál- aarnir verða auðvitað að vera þann- ig að trygging fáist fyrir því að kýrnar verði fyrst og fremts að til- ætluðum notum og í öðru lagi að þær verði borgaðar þegar sann- gjarnt er að ætlast til þess að sá er fékk geti það sér að bagalausu. Til þess að tryggja fyrra atriðið verða gefnar alls konar upplýsingar og leiðbeiningar því viðvíkjandi hvern- ig með kýmar skuli farið og afurð- ir af þeim; hvemig hægt sé að ala þær sem bezt á sem ódýrastaan hátt og hvernig fá niegi sem hæst verð fyrir þær vörur sem þær framleiða.. Að því er hitt atriðið snertir þá er það erfiðara viðfangs. Það er ekki æfinlega hlauapið að því að tryggja borgun á þess konar stjórnarláni, en það verður stjórnin þó að sjá um þar sem þetta er fé þjóðarinnar, að- eins lánað eins og hvert annað trún- aðarfé. Sumum hefir hugkvæmst að hafa það þannig að 10 bændur í sveit til dæmis væru í ábyrgð hver fyrir annan eða hver með öðmm — einn fyrir alla og allir fyrir einn — eins og það var kallað á lagamáli á íslandi. Er það heppilegt fyrir- komulag að suniu leyti, en hefir sína agnúa að vissu leyti. Skúli þing- maður Sigfússon hélt mjög sann- gjarna og skipulega ræðu um þetta mál á mánudagskveldið; enda mun hann hafa meiri þekkingu á því og vera færari að leggaj þar orð í belg en flestir aðrir sem á þingi sitja. Málinu er enn ekki til lykta leitt, þvi það þarf vandaðan undirbúning. Breyting á styrkveitingu. Edward Brown íjármálaráð- herra i Manitoba, hefir meðferðis lagafrumvarp þess efnis að breyta til með styrkveitingar til þurfandi fólks og hjálparfélaga. Nokkrar konur, , sem nefnd, heimsóttu stjómina á föstudaginn og beiddust styrks fyrir barna- heimilin í Winniiæg. Lýsti Brown j>ví þá- yfir aö stofnanir sem að líknarverkum ynnu og þurfandi fólk ætti ekki að neyðast til að koma í nokkurs konar betliferðum. Rikið væri skyldugt að hjálpa þeim, sem virkilega |>yrftu hjálpar við og jieir sem fyrir líknarstofnunum stæðu ættu aöeins að jxtrfa að gefa skýrslur og ganga síð m eftir fé | úr rxki^- eða fylkissjóði sem skyldugjaldi samkvæmt höfða- fjölda og sanngjörnum tilkostnaði. Kvaðst hann mundu semja frum- varp er i þá átt stefndi, og jafn- framt reglur er nákvæmlega yrði að fylgja til ]>ess að þessi skyldu- styrkur yrði ekki hafður að skálka- skjóli. Þessi breyting er einkar mikils verð og ber meðal annars vott unt það, hversu mi'kil fram- fara- og endurbóta stjórn Norris- stjórnin ætlar að veröa. Lœknamál. Dr. Thprnton, mentamálaráð- herra. flytur frumvarp jjess efnis að canadiskir læknar hafi leyfi til ]>ess að stunda lækningar á Bret- landi og brezkir læknai hér. Sarns konar lög yrðu auövn.,L aö sam- j>ykkjast einnig i öðrunt fylkjum ríkisins. Astæðan fyrir jæssu frumvarpi er sú, að fjölda margir canadiskir læknar sækja um að fara i herinn, en til jæss að stunda lækniLgar í liði Breta, .verða j>eir eftir núgild- andi lögum að taka sérstakt próf, og þykir þaö ósanngjarnt, eins og ]>að er. Búist er við að ]>essi lög verði til j>eirra stórvægilegu og sanngjörnu umbóta að læknar hafi leyfi í öllu ríkinu, jægar j>eir hafa tekið próf í einum stað; núgildandi lög eru þannig að ef j>eir flytja sig á milli fylkja, þá verða j>eir að taka próf og greiða hátt fé í hvert skifti sem skift er um; er það á engri sanngirni bygt. Sá læknir sem er nógu lærður til j>ess að stunda veika austur í Ontario eða Quebec, er það sannarlega eins j>ótt hann flytji til Manitoba eða Alberta. Þessi nýju lög, þegar þau komast í gildi, eru stórkostlegar réttarbæt- ur og sýna það hversu frjálslynd- ur og framsýnn sá maður er, sem hér stendur nú fyrir mentamálum, ! enda er hann talinn einn hinna [ allra lærðustu og f jölhæfustu lækna í Canada. Það er eftirtekta vert að sumt af j>ví sem Norrisstjórnin er að gera aö lögum, er svo yfirgrips- mikið, að alt Canadaríki verður að feta í sömu fótspor og Manitoba; þannig er það með jætta mál og j>annig er |>að með kvenréttinda- málið. Rikisháskóli. Eitt af því sem Norrisstjómin hefir á prjónunum er j>að að liá- skólinn í Manitoba verði ríkishá- skóli i orðsins fylsta skilningi, þar sem allar mögulegar deildir verði sameinaðar undir einni stjórn, en hver deild út af fyrir sig hafi sina eigin fulltrúa. Meb jætta fyrir augum er dómsmálastjórinn að undirbúa frumvarp, sem ákveði að búnaðarskólinn skuli verða ein deild háskólans á sama hátt og Westley, Manitoba og St. Johns skólarnir eru. Fjárvcitingar til ekkna. Þá er það nýlunda, sem aldrei hefir fyr verið framkvæmd hér í fylki né nokkursstaðar i Canada, að stjórnin áætlar 15,000 til styrkt- ar ekkjum sem þess þurfa. Er þetta talið til mentamáladeildinni og er gert bæði til j>ess að gera konum, sem missi menn sína, létt- ara fyrir og eins til þess að tryggja það að böm j>eirra njóti sæmilegs uppeldis. Hefir stjómin það glögt á meðvitundinni að þjóðfélagið er skyldugt að búa þannig í haginn fyrir framtiðarborgara landsins, sem hér em fæddir, að þeim sé unt að öðlast alla þá krafta andlega og likamlega, sem til hefir verið ætl- ast af hendi náttúrunnar. Illgresi. Afar mikill skaði hefir hlotist af illgresi í vetsurfylkjunum undan- farin ár. Er svo áætlað að margir tugir miljóna hafi tapast af upp- skeru á þann hátt árlega. Winkler akuryrkjumálaráðherra hefir flutt frumvarp í þinginu í því skyni að eyðileggja þetta illgresi í samráði og samvinnu við hin fylkin. Verða þrír aðalumsjónarmenn í nefnd j sem það starf hafa með höndum, j sinn frá hvoru fykli; Manitoba, Saskatchewan og Ablerta. Nefnd ]>essi hefir vald ti lað beita öllum ráðum illgresinu til upprætingar; þó þannig að sem minst sé eyðialgt hjá mönnum. Þar sem ekki verð- ur hjá því komist að eyða akra ein- stakra manna, heilum svæðum til verndar, þá sé þab að einhverju 1>ætt, eftir j>vi sem ástæður liggi til og sanngirni mæli með. Tannlækningar. Dr. Clingan flytur frumvarp jæss efnis að tannlæknar, sem hér leyti leyfis, skuli stunda nám und- ir umsjón háskólans og verði þann- ig stofnaður tannlæknÆskóli með sömu réttindimi og skyldum og aðrar deildir hans. Yfir höfuð er stefnan sú að sameina alla æðri skóla í háskólann og koma menta- málum fylkisins í fastara og væn- legra horf en verið hefir. Lán handa bœndmn. Um það heíir miikið verið rætt í jnnginu, hvílík nauðsyn væri á því að koma á fót betri lánkjörum handa bændum. Valentine Winkl- er búnaðarráðherra, kvað það eitt af viðfangserfuðustu verkum stjórnarinnar að ráða fram úr því; en jafnframt væri það mál þannig vaxið að j>ví þyrfti að gefa ná- kvæman gaum. Um j>að voru allir sammála að bændur ættu við svo hörð kjör að búa að þeir gætu ekki snúið sér við fyrir skuldum, og væri svipa lánfélaganna svo reidd yfir höfuð j>eirra að Jæir nytu sín ekki og yrðu jafnvel að flýja lönd sín fyrir þessar ástæður. Stjóm- in finnur til þess að það er köllun hennar að hlynna að hag bóndans um fram alt, þar sem hann er stoð og stytta lands og þjóðar í flestum skilningi ; er það því áhugamál hennar að finna ráð til þess að út- vega bændum lán með betri kjör- um en verið hefir — með lægri vöxtum og um lengri tíma. En ]>etta mál er umfangsmikið og þarf nákvæma yfirvegun; þar má að engu flana; er því stjórnin að leita sér allra fáanlegra upplýsinga og leiðbeininga, áður en hún komi fram með tillögu til laga. Lög um erfðaskrár. E. A. McPherson, þingmaður fyrir Portage La Prairie, flytur frumvarp í þingi j>ess efnis að þeg- ar einhver skilji óftir erfðaskrá, þar sem eignir hans séu ánafnaðar opinberum líknarstofnunum, svo sem skólum. kirkjum. hospitölum o. s. frv., en láti eftir sig ekkju, börn og aðra lögmæta erfingja, sem ekki hafi nægilegt fé til lifeyr- is, þá skuli umsjónarmönnum þess fjár sem arfleitt var að, vera heim- ist að veita af því hæfilega upphæð slíkum erfingjum til framfærslu. Eru jæssi lög einkar sanngjörn og verða væntanlega samþykt á þing- inu. Af því sem hér hefir verið sagt er það auðsætt að fylkisþingið i j>etta skifti hefir verið starfsam- ara en dæmi séu til i sögu Canada. Sum málin eru þannig vaxin að þau mynda alveg nýtt timabil, svo sem atkvæðisréttur og kjörgengi venna; lögleiöing beinnar löggjaf- r o. s. frv. Hermálaritari Banda- ríkjanna segir af sér Garrison hermálaritari Banda- ríkjanna sagði af sér embætti sínu á fimtudaginn var, sökum mis- munandi skoðana sem j>eir Wilson og hann höfðu á hermálum ríkis- ins. Hermálaritarinn krafðist þess aö Wilson samþykti og héldi fram skilyrðislaust landhers aukningu þeirri, sem þingið stakk upp á, en Wilson neitaði því. Aðstoðar hermálaritarinn Henry C. Breckenridge sagði einnig af sér og er því Wilson sjálfur her- málaritari sem stendúr. Glaðar stundir * $5,000,000 tillagi neitað. Manitoba stjórnin bauð Sam- bandsstjórninni að leggja fram $5,000,000 til herkostnaðar, en þvi var neitað. Samt var þvi vel tekið af Borden ráðaneytinu og því lýst yfir að ef á þyrfti að halda þá mundi veröa leytað til Manitoba. Brown fjármála ráðherra lýsti þessu yfir í jxnginu nýlega. >t-f 4-f 4-f+ -f+f-t- fffffffff Eins og getið var um í síðasta Lögbergi, var haldið þrefalt silf- urbrúðkaup i Tjaldbúðarkirkjunni fyrra þriðjudag. Jóhannes' Gott- skálksson, Siguðrur Anderson og Loftur Jörundsson og konur þeirra voru silfurbrúðhjónin. Var þar fjölmenni mikið saman komið og undirbúningur hinn bezti af hálfu nefndar þeirrar, sem fyrir J>ví stóð. Loftur Jörundsson, sem er forseti safnaðarins, sat fyrir miðju há- borði ásamt konu sinni, en hin silf- urbrúðhjónin sín til hvorrar hand- ar honum. Séra Friðrik Bergmann stýrði samkvæminu; mintist liann j>ess í byrjun að þetta hátíðahald hefði að réttu lagi átt fram að fara nokkru fvrri, en sölcum j>ess ólags og hinna erfiðu kringumstæða, sem af stríðinu stóðu, hefði ]>að dregist. En nú kvað hann menn vera farna að átta sig og þeim að lifna vonir; þeir sæju nú eða þættust sjá út- gönguvon úr erfiðleikunum; enda væri mannlegu eðli þannig háttað að J>egar einhver ósköp dyndu á, ]>á stæðu þeir eins og ráðþrota, en vendust við smátt og smátt, áttuðu sig og tækju til starfa.. Hann talaði því næst um starf það <>g umhvggju, sem Tjaldbúð- ar söfnuður hefði notið frá hálfif jiessara j>riggja hjóna. Har næst stóð upp Hjálmar Rergmann og hélt alllanga ræðu, frábærlega skemtilega; var það rninni allra silfurbrúðhjónanna. Hann skifti ræðunni í þrjá kafla: tilhugalíf. búrðkaup og silfurbrúð- kaup. Mundi margur hafa gaman af að Iesa þá ræðu í heilu líki. Hann afhenti því næst brúðhjón- unum sinn kassann hvoru, fullan af silfurborðbúnaði og áranaði þeim allra heilla. Það er reglulega í frásögu fæamdi, hversu vel Bergmann er máli farinn á íslenzka tungu, jægar jæss er gætt að hann er uppalinn hér og menaöur á ensku máli, og verður auk j>ess að æfa talgáfu sína á Ensku. Þá voru flutt 6 kvæði. Einar Páll Jónsosn flutti minni brúð- hjónanna allra og M. Markússon annað. Sigfús' Pálsson hafði ort minni jæirra Jörundson hjóna, en Nikulás Otteson liafði skrautskrif- að það. Kristján Asg. Benedikts- son flutti minni Gottskálkson hjóna og annað fyrir minni And- erson hjóna og bauðst N. Otteson til ]>ess að skrautskrifa þau einnig, en Sig. Júl. Jóhannesson flutti minni allra hrúðhjónanna. Að því búnu fluttu silfurbrúð- gumarnir allir sina ræðuna hver, °g sögðu frá tilhugalifi sínu ojf ýmsu öðru, auk j>ess sem ]>eir ]>ökk- uðu fvrir samsætið og gjafirnar. Lárus Guðmundsson flutti tölu til brúðhjónanna og lýsti því hversu illa Adam hefði liðið í Eden, áður en Eva kóm til sögunnar. Guð- leifur Dalmann frá Selkirk mælti einnig nokkur orð til þeirra Jör- undsons hjóna. A milli þess' sem ræður voru fluttar og kvæði lesin upp voru sungnir margir íslenzkir söngvar og lék Mrs. H. Johnson á hljóð- færi. j Samsætið var í alla staði hið j ánægjulegasta og vel úr garði gert af hálfu- nefndarinnar. Þess má geta að -þar voru staddir menn og konur af öllum flokkum, bæði pólitískum og trúarleg-um. Er það ekki oft að tækifæri gefst til þess að vera staddur á ]>reföldu silfur- brúðkaupi. Einn ræðumaður gat jæss, að j>ótt margur væri kominn til ára sinna þar inni, mundi þar enginn vera, er slíkt tækifæri hefði lifað áður, og mótmælti því eng- inn. Klukkan á tólfta tíma var samsætinu lokið og kvöddust menn að skilnaði eftir glaða stund og góða. Sharpe í öldungaráðið. Eins og menn muna sagði W. H. Sharpe af sér Sambandsþing- mensku fyrir Lisgar kjördæmi til jæss að hjálpa til að halda við con- servative flokknum. Var þess get- ið til að hann mundi fá háa stöðu að launum. Hann tapaði kosning- unni. en nú hefir hann verið gerð- ur að meðlim í öldungadeíldinni í Ottawa í stað Kirchoffers. Sharpe er nú herforingi í liði Canada. Uppþot á Svisslandi Tveir hæstu hershöfðingjar i liði Svisslendinga, Col. von Wall- erwyl og Col, Karl Egli, eru á- kærðir um að hafa sent daglegar upplýsingar til þýzkra fulltrúa í Berne viðvíkjandi öllum hermála- ráðum og hreyfingun* Frakka. Er jætta talið mesta hitl- og hættu- mál, sem nokkru sinni hafi komið upp á Svisslandi. BITAR Hjálmar Bergmann sagði í silf- urbrúðkaupinu fyrra þriðjudag að erfitt væri að' segja hvenær til- hugalíf byrjaði, hvort það væri jægar pilturinn færi að draga sig eftir stúlkunni eða þegar stúlkan færi að gefa piltinum undir fótinn. sem vanalega væri fyrri. Arinbjöm Bardal sagði nýlega í ræðu að Lloyd George teldi Eng- land eiga þrjá erkióvini — Þýzka- land, Austurríki og Áfengið, en af þeim vferi hinn síðasttaldi lang- skæðastur. Hann sagði einnig frá því að brennivínsmenn teldu sér vís 80% af atkvæðum hermann- anna: “Er J>að satt?” spurði Bar- dal, “að hermennirnir séu með skæðasta óvini rikisms? Og ef það er satt, er Jæim þá trúandi til þess að berjast rnóti hinum smærri óvinum jæss' --- Þjóðverj- um og Austurríkismönnum? Þetta er alvarlegasta spurningin sem fram hefir verið sett siðan stríðið hófst. Robson dómari kvað nauðsyn- legt að rannsaka gerðir bæjar- stjórnarinnar i Winnipeg, en hún fbæjarstjórnin sjálf) lýsti því yfir að jæss J>yrfti ekki, og við það var látið sitja. Th. H. John- son hélt því fram að rannsaka þýrfti gerðir Roblinstjómarinnar, en hún (Roblinstjórnin sjálf) lýsti j>ví yfir að j>ess j>yrfti ekki; en við það var ekki látið sitja. — Allir vita árangurinn. "Hvað borgar Heimskringla j>ér fyrir breytingarnar, sem j>ú hefir gert á blaðinu?” spurði merkur , maður ritstjóra Lögbergs nýlega: “Eg hefi engar brevtingar gert á ]>ví!” svaraði ritstjóri Lögbergs. “JÚ, blessaður vertu!” sagði mað- urinn. “t hitteð fyrra komstu J>eim til jæss að taka upp “Kringlur” á móti “Bitum”; ]>ó jæir væru ekki rtcgu skynsamir til að halda jæim áfram, þá var það samt tilraun hjá j>eim greyjunum. Fyrir skömrnu fóru ]>eir að skrifa svolitið fyrir bönin og láta þau skrifa, og J>ó J>eir hefðu eldki-vit á að hafa það í sér- stöku blaði handa börnunum, þá er J>að samt virðingarverð eftir- liermutilraun. Nú síðast hafa þeir tekið ]>að eftir þér að láta ytra út- lit ritstjórnardálkanna vera líka j>ví, sem þeir eiga að vera; og j>ó þá bresti hæfileika til jæss að hafa þar nokkuð af viti, þá eru j>etta j>ó umbætur á búninghum. Þér tekst að gera Heimskringlu viðun- anlegt blað ef hún heldur áfram að taka rMgberg sér til fyrirmyndar." j Free Press og Tribune bera það j hvort á annað að hitt hafi upphaf- lega birt brennivínsauglýsingar. Þessar ákærur og afsakanir blað- anna bera glöggastan vott um það hversu mikið bindindismálið er að græða. Telegram hefir loksins sann- færst um j>að að fólkið trúi því ekki lengur sem það segir nema því aðeins að það þykist skifta um stjórn og eigendur. — Maður keypti gamalt hússkrifli, málaði það að utan og sagði svo að ]>að væri alveg nýtt, en pest hafði ver- ið í húsinu og voru sóttkveikjurn- ar ]>ar eftir sem áður. Hvemig skyldi ]>eim hafa liðið Afturhaldsmönnunum á samsæti kvenfólksins' þegar þær höfðu feng ið atkvæðisrétt, eftir alla mótstöð- una sem jæir höfðu veitt því máli? 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.