Lögberg - 17.02.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.02.1916, Blaðsíða 2
LÖGBii;ií(i, PTMTUDAGINN 17. FEBEUAR 1916. HUSGAGNA-SALA BANFIELDS Febrúar-sala á húsgögnum og áhöldum gengur með fljúgandi hraða og sýnir það, hversu góðar vörur með lágu verði ganga alt af út. Fyrir hátíða gesti jafnt sem stöðuga viðskiftavini, höfum vér útbúið skrá yfir allskonar vörur. Gætið að bláa seðlinum, þar sem það er sýnt, sem hægt er að spara; þeir rauðu, sem sýna vanaverð varanna, eru einnig á þeim. “Jacobean” borðstofu- áhöld. pessi átta stykkja áhöld eru öll búin til eftir þeirri tízku er fegurst þykir; þar er gler og matáhalda kom- móða (sjá myndina) með fóðruðum hnífa og skeiða- skúffum o. s. frv. Vængja- borð, með 48 þuml. kringl- óttum fleti á sterkum fæti og þegar það er dregið sundur er það 8 fet. Sex stórir, með etirlíkingu af fínu morocco leðri. Vanaverðið $198.50. Febrúar verð $159.75 Borðstofu áhöld fyrir $42.75. pessi fullkomnu borð- stofu áhöld eru búin til úr hörðum viði og gerð eins og reykt eik. Sést þar eðli- legt útlit trésins. Áhalda- skápur (sjá mynd) með tvær hnífa og skeiða skúff- ur; lérefts skúffa og vand- aður spegill. Vængjaborð með 45 þuml. kringlóttri plötu og sex fet þegar það er stækkað, á sterkum og góðum fæti. Stólamir eru stórir með eftirlíkingu af fínu morocco leðri. er $57.50. Febrúar verð................................. Venaverðið $42.75 “JACOBEAN“ RUGGUSTÓLAR Ekta ruggustólar úr eik, með Jacobs lagi; spón bak, fjaðra sæti, fóðraðir með ágætum dúk. Stórir og rúmgóðir. Alveg eins og mynd- in. anaverðV $12. Febrúar verð ..... Stólar sem eiga við ruggi stólinn. Febrúar verð .. $8.95 SMÁBORGANA SALA VOR Er heimili þitt eins og þú vilt að það sé? Ef ekki, hvers vegna er það það þá ekki? Farðu eftir sömu reglu með húsgagnakaup þín og þú hefir við húsakaup. pað er ekki nauðsyn- legt að borga alt út í hönd hjá okkur. Dálítil niðurborgun og svolítið á mánuði er nóg. — pað er ánægja að skýra fyrir þér okkar nýju sölureglur. VID GERUM VID HÚSMUNI Við bjóðum 25 prct. afslátt af öllu hús- gagna fóðri á meða ná meðan á þessari sölu stendur og er það svo að segja það sem það kostar að fóðra þau. Við fóðrum húsgögn svo vel að það, sem frá okkur er flutt, er hin bezta auglýsing. Láttu fóðra húsgögn þín í þessum mánuði á meðan verðið er niðursett. HÁIR RUGGUSTÓLAR Ruggustólar úr hörðum viði í gullslitri eik, birki eða mahogany. Útflúraðar rendur og bríkur; út- flúruð bök*; þægileg sæti. Alveg eins og myndin. Vanaverðið er $5.00. fljo oe Febrúar sala......... Vér seljum öll áhöld fyrir þrjú herbergi: Setustofu, svefnherbergi og eldhús d* QQ AA fyrir......... . . »P»/í/.UU Skoðið fjögra herbergja áhöldin okkar: framherbergi, matstofu, svefnherbergi og eld- 1 *7C QA hús fyrir.........1 • D.UU MATBORD Ekta eikarborð, búið til ýmist með gullblæ eða reykt. Kringlótt plata, 44 þuml.; 6 fet þegar það er stækkað, á ferköntuðum og fögr- um fæti; alveg eins og myndin. Febrúar verð............ $14.95 ‘FLANNELETTES’ TEPPI Innflutt ensk flannelette teppi, sérstaklega þykk, grá, með þremur röndum, mjög mjúk og loðin. Full rúmstærð. Vanaverð | /»£ $2.25 parið. Febrúar sala...4)1.0») BAD DÚKAR Ágæt ljósleit hándklæði, 20 þuml. breið og 38 þuml löng, útflúruð með hvítum og rauðum röndum. ódýr á 45c. parið Sérstakt verð............... 25c HAF GEGNLITA OLÍUDÚKA Á GÓLFINU pegar til lengdar lætur, verða gegnlitaðir olíudúkar ódýrastir; litirnir eru í gegn um þá og breytast því ekki fyr ervdukamir eru slitnir. AHskonar gerðir, rósóttir, stykkjóttir, eikarlitir o. s. frv. Hentugir fyrir hvaða herbergi sem er. Allir 2 yards á breidd. Vanaverðið er frá $1.25 til $1.35 yardið. Ferhyrnings yard á............... Tvö hundruð innflutt Axminster boga og svefn herbergja mottur, með rósum og tyrk- neskum litum, 27 þuml breiðar og 54 þuml. á lengd; kögur á báðum endurh. Vanaverðið er $3.50. O O C Febrúar sala....................»p t* • D J 95c KAUPTU Nú GÓLFDÚKA TIL ÓKOMINS TÍMA pú getur ekki fengið samskonar dúka með eins lágu verði í marga mánuði og jafnvel ekki í mörg ár. —Gólfdúka sala er nú óregluleg og ekki hægt að segja hvað fyrir kann að koma. — Verðið hefir stöðugt farið hækkandi í marga mánuði. Framsýni okkar og hugboð gerir okkur það mögulegt að selja með lægra verði en fyrir stríðið. STÓRIR FLAUELSDÚKAR Að eins 20 innfluttir, enskir flauelsdúkar, ofnir í einu lagi, án sauma, með allskonar rósum; og sömuleiðis góðir tyrkneskir dúkar. Endast ágætlega", 3*4x4 yards. Vanaverð $45.00. Febrúar sala . . . $27.50 HENGJUR SNÆRIS Að eins jijö snærishengjur eins og mynd- in; sumar með skúfum, sem 3 eru rjómalitir, 1 grænn og 3 brúnir. Vana- verðið er $10; sérstakt verð 6.35 200 yards einfaldir og útflúraðir “muslin” dúkar, sérstaklega hent- ugir í svefnherbergja glugga, 50— 54 þuml. breiðir. Vanaverðið er 60c. yardið. Sérstakt verð......... 35c J. A. BANFIELD, 492 Main St. Tals. Garry 1580 Líknarstarfsemi og munaðarleysingjar Rœða flutt á mœlskusamkepni liins íslenska stúdentafélags í Good- Tcmplara húsinu, io. febr. 1916. af Bergþór >E. Johnson. Herra forseti. HeiSruðu tilheyr- endur. T’essi fáu orð, sem eg ætla aö tala hér í kveld, eru um líknarstarfsemi og munaöarleysingja. Við höfum öll saman tækifæri, einhverntíma á lifsleiöinni, aö sýna einhverjum hjálp, í orði eöa verki. Smá atvik og máske ekki nema fá orð, geta gert stór stryk á lífsleiðinni. Eitt hughreystandi orð hefir meiri áhrif lieldur en margur hugsar. Það er þörf á líknarstarfsemi í heiminum; það hefir alt af verið þörf á henni; en aldrei meiri en nú. Þaö er líknarstarfsemi að rétta gamalmenninu ’hjálparhönd á elli- árunum, þegar maður sér að það er einmana og yfirgefið. Það er líknarstarfsemi að efla og styrkja þau fyrirtæki, er hjálpa fátækum og bágstöddum. Og mesta ltknar- verkið er að hjáJpa munaðarleys- ingjunum, er alast upp i stórlxtrg- um heimsins. Við köllum munaðarleysingja, þann sem er föður og móðurlaus. Hann ráfar um götur borgarinnar tötrum klæddur og skjálfandi í kulda, og er sulturinn útmálaður í hverjum drætti i andliti hans. Hann starir biðjandi augum á hvern sem hann mætir, í von um skilding að kaupa fyrir brauð, til að seðja með hungur sitt. Hans eina skjól fyrir veðri og vindi er skúmaskot einhversstaðar í borg- inni, með ltimininn uppyfir fyrir ]>ak. Faðir og móðir eru gleymd. Hann liefir kannske aldrei séð föð- ur sinn og máske aðeins litið móð- ur sína augum; augum barnsins er gleyma þvi er þau sjá svo ung. Ilann hefir aldret þekt móðurást. Hann veit ekki einu sinni hvað móðurástin er. Hann liafði enga móður til að sefa sorgir sínar þá er hann var i æsku. Hve mikið hefir hann ekki mist, að njóta ekki móðurástarinnar. Móðurástarinn- ar, sem ekkert í heintinum megnar að sundur slíta nema dauðinn. Ekkert, nei, ekkert í heiminum megnar eins að sefa sorgir og til- finningar æskumannsins, cins og móðirin. Og þó hjarta hennar sé ntáske fult af raunum lífsins, þá hefir hún samt liuglireystandi orð á vörum til ttarnsins síns. Alt þetta fer munaðarleysinginn á mis við. Hann verður sjálfur að halda niðri tilfinningum lijarta sins, og j hann verður að vera sinn eiginn I leiðarvísir á liraut æskunnar. Hann kentur að brautamótum, þeim lirautamótum sem hver æsku- maður verður að stanza við og velja aðra af hinum tveimur braut- um. Á þessum brautamótum hugs- ar munaðarleysinginn sig um. Hami sér stigann tröppu af tröppu, alt frá lionum sjálfum til hins ríka, td hins liáttsetta mans' í mannfé- laginu. Hann imgsar um hvaða forkig liafi sett sig á þetta þrep. Tækifærin hafar fltiið hann, alt liefir snúist öfugt. Hann er orð- inn mannhatari; hann liatar alt líf- ið, og liann hatar sjálfan sig. Hann á enga góða foreldra að beuda honum á h.ina réttu braut. Hann á enga góða vini að rétta honum hjálparhönd og hvetja hann áfrarn með liugrheystandi ófðum. Hann er eins og stýrislaust flak á ólgusjó. Hann er hrakinn af hin- um ónotalegu öldum lífsins. Hann velur þá brautina er honum sýnist glæsilegri og auðveldari að ganga. Hann finnur brátt að hann er á braut glötunarinnar, en allur kjark- ur lians er horf.inn, og hann gengur brautina á enda. Honum er fljótt gleymt. Enginn man eftir munað- arleysingjanum, er lætlaði á götum Ixirgarinnar. Hann er fallinn í haf gleymskunnar, og enginn hugs- ar um liann framar. Þaö fennir ekki í förin hans, því nógu margir koma á eftir og ganga sömu braut- ina. Svona fara ótal margir af munaðarleysingjum árlega. Hve mikil nauðsyn er ekki að styðja þá og styrkja. Að vísu eru sumir af þeim sem verða góðir og nýtir Ixirgarar, máske fyrir einhver at- vik eða 'einhver hefir rétt þeim hjálparhönd. Og svo er máske einn eða tveir af hverju þúsundi, sem hafa þann óbilandi kjark og vilja frá barnæsku, að ekkert megnar að lirjóta þá á bak aftur. Þeir brjót- ast áfram gegnum baráttur lífsins með þeim fasta ásetningi að verða nýtir menn, sjálfum sér til sóma og öðrum til þarfa. Og þeir liætta ekki fyr en þeir hafa náð því tak- marki er þeir settu sér. Þessir menn verða leiðarvísar mannfélagsins. Þefr geta bent samtíðinni á brautina til farsældar, þó hún sé oft erfið í fyrstu. Þeir geta bent æskulýðnum á hve nauð- synlegt j>að er að vera öruggur i baráttunni og staðfastur i hugsún- um og verkum. Og þessir menn eru oftast reiðu- búnir að rétta þeim næsta hjálpar- hönd, því jæir hafa sjálfir reynt hvað j>að er að eiga bágt og vera einmana og hjálparlausir. Én því miður eigum við alt of fáa af þess- um mönnum. Margir góðir menn og góðar konur verja lífi sínu til líknarstarf- semi, og mikið er gjört árlega. En aldrei hefir jjörfin verið meiri en einmitt nú. Við getum öll gjört ökkur í hugarlund hvaða áhrif þetta mikla stríð hefk á öll lönd heimsins, allan iðnað og alla menn ing, En við getum kannske ekki öll gjört okkur í hugarlund, hvaða áhrif þetta mikla stríð hefir á börn jjeirra þjóða er taka þátt í ófriðn- um; munaðarleysingjana er missa feður sina á vígvellinum eða á ein- hvern annan hátt í sambandi við •stríðið. Þessi börn hafa sárar end- urminningar um blóðsúthellingar, ofbeldi, og dauða. Og þessir mun- aðarleysingjar eiga að verða köm- andi kynslóð, sú kynslóð, sem þarf að vera mesta kynslóð er nokkurn- tíma hefir verið uppi; sú kynslóð er j>arf að græða þau sár og þau bágindi og þá spillingu er þetta stríð hefir í för með sér. Hvernig á að fara með þessa munaðarleys- ingja til að gjöra þá hæfa fyrir þetta verk; þetta verk sem þarf að vinna trúelga og fyrir heill kom- andi kynslóða? Á að láta þá fara eins og svo marga af munaðarleys- ingjum stórborganna, láta þá ganga hina dökku braut lífsins, einmana og óstudda? Nei, og aftur nei. Það má ekki vera svo. Nú er tím- inn fyrir alla mestu stjómmála menn heimsins, og nú er tíminn fvrir alla beztu uppfyndingamenn heimsins að finna upp ráð, það ráð sem dugi, til að búa í haginn fyrir jjessa munaðarleysingja. Og nú er tíminn fyrir alla þá er vilja rétta hjálparhönd, að rétta svo sterka hjálparhönd, að hún reisi börnin, er missa feður og mæður í ófriðn- um á það stig í mannfélaginu, sem J>au hefðu kost á, ef öðruvísi hefði farið. Ef þetta verður framkvæmt J>á verður það rnesta Ekrtarverkið sem heimurinn hefir j>ekt. Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntóbak Búið til úr Kin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baksblöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum Skógareldur. Hér á skóggyðjan heima, hér og hvergi annarsstaðaar. Hér eru lönd hennar og ríki. Hér er höllin hennar, hér á Skuggavatns- bökkum. Þú ættir að líta hana, þessa ilm- andi, grænu, angandi skógarhöll — um sólsetursbil. Sólin er eldrauð og varpar geisl- um á vatnið, fyrir framan höllina. En á vatninu synda svanir, fann- hvítir svanir, eins og snjórinn á efstu jökulgnípunni, þar sem engin mannleg vera hefir'stigið fæti sín- um. Þeir brosa til kvöldsólarinnar, brosa til hennar og syngja um hana. Hún er undurfögur þetta kvöld, og Jjokuhnoðrana í vestrinu hefir hún gullbrytt og sparibúið. Þórður hét hann og var einbirni. Faðir hans var ríkur. Hann átti Ás og allan skóginn hér umhverfis. Ás hafði lengi verið í sömu ættinni. Mann fram af manni búnaðist öll- um hér á Ási. Þangað til Bjöm, faðir Þórðar, kom til sögunnaar. Hann drakk mikið. Vanrækti að sýsla um búið. Loks var Ás seldur upp í skgldirnar og skógurinn með. Björn dó um sama leyti, í eymd og vanhirðu. Þórður var 18 ára þegar þetta gerðist. Hann hafði verið léttlyndið og kætin sjálf; máske viðkvæfnur um of. Hún hét Ásta, stúlkan hans. Þeg- ar Ás var farinn, yfirgaf hún hann, bað hann að gleyma sér, fyrirgefa sélr. Hún hefði ekki vitað hvað ást var, þegar hún lofaðist Þórði. Hún elskaði hann ekki. Þá varð hann svona, einrænn og undarlegur. Eg var að hugsa um þetta, von- brigði Þórðar og hvers hann hefði farið á mis í lífinu, um þessa sorg- arsögu, sem hafði gerbreytt lífi hans, þegar Ásbóndinn mælti: “Það hefir líklega átt að fara svona. Eg er búinn að gera mikið á Ási, miklu meira en Þórð nokkru sinni hefir dreymt um.” Það var sigurhreimur í röddinni. Mér varð litið upp. Eg horfði á hann. En hann horfði á akra og hús, skóg og engjar, og sá, að það, sem hann hafði gert, var “hárla gott”. “Alfarinn! Já. Hér verður ekki gaman að vera þegar skógurinn er farinn." Og hann brosti við, hálf- raunalega. “Við skulum vona að guð hlífi skóginum þínum, vinur minn.” “Nei. Það er ekki guðs að hlífa., Hann refsar. Og hann eyðir og Iætur aftur vaxa.” Hann gekk í áttina til kofans síns. Þegar eg kom á fætur næsta dag, stóð margt manna á hlaðinu á Ási. Menn ræddu þar um yfirvofandi hættu af skógareldinum. Bóndinn á Ási talaði hæst og mælti, tun leið og hann benti til austurs: “Eldurinn færist stöðugt nær, og breyti hann ekki vindstöðunni eða nái áð rigna, þá er úti um Ásskóg.” En vindstaðan breyttist ekki, og það var ekkert útlit fyrir rigningu. Eldurinn nálgaðist óðum. Um hádegisbilið var hann kom- inn í austasta jaðarinn á Ásskógi. Reykjarmökkinn lagði út á Skuggavatn og huldi það. Þaö snarkaði og brakaði í trjánum, og eldflóðið breiddist um allan skóg- inn. Um kvöldið var enginn skógur í Áslandareigninni. Þar sem skóg- urinn hafði staðið, var sæart ösku- flag, sem nokkrir hálfbrunnir stofn- ar gægðust upp úr. Þ ví lengur sem eg hugsa um hann, því undarlegri finst mér hann, líf hans og alt, sem við hann er tengt. Það var einrtiitt á svona kvöldi, sólhýru vorkvöldi, sem eg rakst á hann fyrst. Það var skömmu eft- ir sólarlag, í Ásskóginum, þar sem hann er dimmastur. Hann kom svo hljóðlega. Eg varð hans ekki var, fyr en við stóð- um augliti til auglitis. Hann virtist vera gamall maður. Andlitið var raunalegt, ennið hátt, skær, glampandí augu. Hann brosti við, svo undarlega, eins og gamlir menn einir geta bros- að. En brosið hvarf von bráðar. Það kom einskonar tignarsvipur á andlit haús. Hann benti með hend- inni út yfir skógarásana og mælti: “Þetta eru lönd mín og ríki. Eg er konungur skógarins.” Hann leit á mig með fyrirlitningu og bætti við: “Eg hefi gengið um skóginn í alla nótt og allan dag. Eg er búinn að telja daggardropana á laufum trjánna. Þeir eru perlur, dýrindis gimsteinar. Og þessar perlur á eg, því j>etta land’, sem þú stendur á, og svo langt sem augað eygir, er mín eign. Skilirðu það, mín eign, mitt ríki.” Svo hvarf hann inn í skóginn, jafn-hljóðlega og hann kom. Þetta atvik kom fyrir mig seinni eins hluta júlímánaðar, snmarið sem eg dvaldi á Ási. Eg gat ekki gleymt karlinum, gamalmenninu einmana, sem reik- aði fram og aftur um skóginn, til þess að telja daggardropana á lauf- um trjánna. Eitthvað vaar það í fari hans, sem gaf til kynna, að hann ætti sér einhverja sögu, ein- hverja einkennilega raunasögu. Bóndinn á Ási sagði mér sögu hans, skömmu síðar, þegar eg hafði fært j>etta í tal við hann. Svo var það nokkrum vikum seinna. Það var hásumar og brakandi þerrir. Alt var að J>orna og skrælna upp, þvi aldrei kom deigur dropi úr lofti. Loftið var óhreint. í margaar vikur hafði enginn séð heiðbláan himin. Dagblöðin voru að geta um skóg- arelda í næstu bygðalögum og bónd- inn á Ási var orðinn hræddur um skóginn sinn. Þann dag gekk eg um Ásskóg. Eg j gekk fram á Þórð. Hann sat þar á grenistúf. Mér sýndist hann hafa grátið. Eg var orðinrt honum kunn- ugur og gekk því til hans. “Hefir þú grátið, Þórður minn?” spurði eg. “Gamlir menn gráta sjaldan. Eg skammast mín ekkert fyrir það. Eg hefi grátið, grátið yfir skóginum mínum. Bráðum hefir hann lifað sitt fegursta. Og kannske á eg ekki langt eftir.” “Heldurðu það? Hefir þig dreymt um þetta ?” “Já. Mig dreymdi svo undárlega í nótt.” “Viltu segja mér drauminn, Þórður?” Hann liugsaði sig um og sagði svo: “Það var vor, og eg gekk um skóginn minn. Eg hlustaði á dillandi fugla- sönginn, sem alstaðar hljómaði. í öllum runnum. Eg sat á vatnsbakkanum og horfði á, hvernig bjarkirnar spegl- uðust i þvi. Það var yndislegt kvöld, eins og þau eru fegurst á vorin. Svanimir kvökuðu angurvært og blítt. Þá kom skógargyðjan út úr hoilinni sinni og — hún. serr. einu sinni var unnusta mín.” Hann þagnaði stundarkorn, en hélt svo áfram: “ “ Loksins komum við,” sagði skóggyðjan. “Þú ert búinn að bíða lengi, en nú skaltu fá hana.” » Og mér fanst Ásta koma til mín og kyssa mig á ennið, eins og hún gerði stundum i gamla daga.” “Var ekki draumurinn lengri r” spurði eg. “Jú, J>egar hún hafði kyst mig, litum við til austurs. Loftið var og gullhvelfing. Við sáum mann riða í loftinu á kolsvörtum liesti. Maðurinn hélt á glóandi kyndli í henoinni og varpaði honuni i Ás- skóginn.” » Við j>ögðum báðir. Mér fanst eg ekki geta hughréyst Þórð með því að ráða drauminn fyrir góðú. Mér fanst, hð Þórður yrði að ráða hann eftir eigin geðjtótta. “Eg verð víst að kveö«j a þig núna, Þórður minn. Annað kvöld fer eg alfarinn frá Ási.” Þórður dó í skóginum, eins og tiginn konungur, sem vill heldur líða undir lok með riki sínu, en lifa eft- ir, rasntur því bezta, sem lífið hafði veitt honum: konungstigninni. Nýr skógur er þegar byrjaður að nema land á rústum gamla, horfna skógarins. Þegar sá skógur verður fullvax- inn, man enginn eftir konungsrík- inu hans Þórðar gamla. Júlí 1914. Axel Thorsteinsson. —Eimreiðin. Thorsteinsson Bros. & Company ðyggja hús, selja lóðir, útvega lin og eldsibyrgð P6n: H. »99». »1» Somwnt Bldg. Hetmaf.: O. 7M. Wtnlpes, Uu. J.G. HARGRAVECO. Límited 334 Main Street Vér seljum |koI og við, vel útilát- ið og eins ódyrt og nokkrir aðrir í bænum. Talsímar: M. 432, Ft. R. 417 GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Columbia Press, Limiteci Book. and Commefcial Printers Phona Garry^S P.O.Bo»3172 WIHNIPKG /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.