Lögberg - 17.02.1916, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.02.1916, Blaðsíða 8
A LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1916. Bibe. RibboN Coffec Blue Ribbon KAFFI og Bökunarduft œtíð um Blue Ribbon kaffi og bökunar- duft. Eins og öll Blue Ribbon hreina matvara eru þau framúrskarandi að gæðum og seld með ábyrgð fyrir að þau muni gera kaupendur á- nægða, ella andvirðinu skilað aftur. Ef þér skylduð vera í nokkrum efa, þá reynið oss ef þér viljið fá gott kjöt, matvöru eða garðávexti. Fort Garry Market Co. Limited 330-336 Garry St., Winnipeg Eg hefi nú nægar byrgöir af “granite” Jegsteinunum “góöu” stöSugt viö hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg aö bitija þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem aetla að fá sér legsteina í sumar, að finn mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins v'el 0? aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur, A. S. Bardal. Janúar mánuður í Manitoba 1916. (Xatnesk stakaj. 'Alta nive terra tecta tota dormat frigora viros foris terrent flante vento multi errant. /. G. G. Þýðing. Undir þykkum fanna feldi foldin sefur, hörðu veðrin tápsmenn trylla til þá loks af götu villa. /. G. G. Or bænum Kvenfélag Skjaldborgar safnað- ar ætlar að hafa skemtisamkomu á mánudaginn þann 28. þ. m., betur auglýst í næsta blaði. • Bjarni Sveinsson frá Howard- ville í IsafoldarbyglS kom til bæj- arins fyrra miðvikudag og dvaldi hér þangað til i fyrradag; hann beið lengur en hann ætlaði til þess að geta verið á Hermiþinginu á mánudaginn. Það lag er að kom- ast á að menn komi þangað þegar þeir eru i bænum, ef þeir mögulaga geta. Sigurður Hjaltalín frá Moun- tain N. í)., kom til bæjarins á fimtudaginn vestan frá Wynyard, þar sem hann hefir verið um tíma að finna kunningja og vini. Hann dvelur hér nokkra daga hjá Guð- jóni bróður sínum; fer norður að Gimli til Jósefs bróður síns og svo suður aftur. Arnor Árnason frá Brandon kom til bæjarins fyrra þriðjudag og dvelur um tíma hér hjá Skúla Sigfússyni þingmanni og konu hans, sem dvelja bæði í bænum um þingtímann. Þorsteinn Sigurðson frá Hnaus- um var á ferð í bœnum á fimtu- daginn og fór heim aftur næsta dag. Mr. Bjarnason frá Gardar, sem nýlega var getið um í blaðinu að farið hefði til Wynyard að finna kunningja sína, kom þaðan aftur fyrra miðvikudag. Hann og syst- ir hans, sem hé'r dvaldi i bænum meðan hann fór vestur, lögðu af stað suður aftur á fimtudaginn. SYRPA, fjórða hefti verður sent kaupendum innan fárra daga. Þeir er skift hafa um bústað síð- an síðasta hefti kom út, eru beðnir að gera aðvart strax. — Verð 30C. Ölafur S. Thorgeirsson. 678 Sherbrooke St., Winnipeg. Séra Sigurður Christophersson kom til bæjarins fyrir tveim vik- um norðan frá Langruth og bygð- unum þar i kring; var hann þar á ferð að selja ýms rit og lætur ágæt- lega yfir viðtökunum og erindis- lokunum. Biður hann Logberg' að flytja fólki beztu þakkir fyrir við- tökurnar. — Afarmikill snjór er þar nyrðra og sagði Sigurður að C. N.R. lestin hefði ekki gengið eftir brautinni í 10 daga samfleytt. Björn Stefánsson lögmaður, sem er í hernum í Brandon, kom til Winnipeg fyrir tveimur vikum og dvaldi hét 1—2 dága. Hann kvað 10 íslendinga vera þar vestur frá í hernum, en 1200 manns eru þar alls. Bjóst hann við að þeir færu austur í þessum mánuði eða snemma í þeim næsta. Sveinn Bjömsson kaupm. frá Gitnli var hér á ferð nýlega í verzlunarerindum og fór heim aft- ur á miðvikudaginn. Trausti Davidson frá Bifröst kom til bæjarins fyrra mánudag; segir hann að snjór sé svo mikill þar norður frá að fádæmum sæti. Járnbrautar lestin sem hann kom á teftist í 10 kulkkutíma á leiðinni í Stonewall. Davidson fór vestur aftur á fimtudaginn. Séra Steingrímur Thorláksson kom sunnan frá Bandaríkjum fyrra fimtudag; var hann að sækja lík föður síns, eins og getið var um áður. Hann kom til Chirago og heimsótti þar íslendingana; C. II. Thordarson og Ágúst Bjarnason. og J. Halldórsson. Thordar- son fékk skeyti á meðan hann var þar þess efnis að koma til Minneapolis til þess að setja rafmagnsáhöld í háskólabygging- arnar. Sýnir það hversu mikils álits hann nýtur. — Séra Stein- grimur var i- Chicago kveldið sem Wilson forseti talaði þar, en ekki gafst honum færi á að heyra hann. Aðgönguseðlar höfðu verið seldir fyrir 5000 manns, en 20,000 voru komnir áður en hann byrjaði. Baldvin Anderson var hér á ferð í fyrra dag ásamt Joseph Heglasyni með hundasleða sina. Birtist dálítil lýsing á því síðar, sem mörgum mun þykja gaman að lesa. í fjórða “broti” Þorsteins Björnssonar er “snjórinn”, á að yera “sjórinn”. Þó að fönnin þreyti fót þó að stormur syngi, Islendingar eiga mót uppi á Hermiþingi. Þorleifur Jónsson frá Reykjum i Skagafirði andaðist laugardag- inn 29. janúar í Lögbergsbygð hjá tengdasyni sínum Frjðrik Friðriks- syni og Sigriði dóttur sinni. Hann var ikominn yfir áttrætt; mesti at- kvæðamaður í fyrri tið; hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður. Verð ur hans nánar minst síðar. Kappræða fór fram í conserva- tive klúblmum á fimtudaginn var og var hún ágætlega sótt. Um- ræðuefnið var tveggja mála kensl- an í alþýðuskólunum. Séra Rögn- valdur Pétursson hélt með henni, en Sig. Júl. Jóhannesson á móti, og virtust menn skemta sér vel. Hallsteinn Skaptason ráðsmaður Heimskringlu stýrði fundinum. Fundur verður haldinn föstudag- inn 25. þ. m. á Hayland Hall, Hayland P.O., kl. 4 e.h. Þetta er almennur fundur til undirbún- ings undir atkvæðagreiðsluna 13 marz. Ræðumenn verða: Paul Reyktal, Jón Jónsson frá Sleðbrjót o. fl. Fleira verður þar til skemt- ana auk þess að kassar verða seld- ir og dans á eftir. Brynjóflur Þorláksson endur- tekur söngsamkomu sína í Úní- tarakirkjunni á föstudagskveldið 18. þ. m. Samkoman var vel vönd- •:>££ jnSueSgy •umuæq 1 nao jijsaS JI?JEUI OAS UI3S JB(J snij Ijnj BgJ3A gB jijæ So ‘1 ireui ejuasA 80 suio gn Vilhjálmur Einarsson A.T.C.M. ISLENZKUR FlOLINSKENNARl Kenslustofa 543 Victor St. Talo. Sherbr. 2697 Pólitísk éljadrög. Þegar gullið gengur dræmt úr greipum stjórna loppnum flokka lýsnar naga næmt nyt úr þjóðar kroppnum. Mun það vera svinnum sæmt að sitja á stjómar tojjpnum vörzlu liðið frítt er flæmt frá með “partí” vopnum. Forðábúrið fult er tæmt fer svo hirzlum opnum illa er orðið ruplið ræmt úr ríkisdala koppnum. Þeim af verður þýfið dæmt þó úr landi skroppnum ef þeim verður aftur kvæmt yfir merkin sloppnum. /. G. G. Red Cross. J. H. Johnson, Hove P.O. .. *. $5.00 Kitchener lávarður skiftir um stöðu. Samkvæmt síðustu fréttum legg- ur Kitchener lávarður bráðlega nið- ur það embættij sem hann nú hefir, og tekur við herstjóm austur á Egyptalandi. í hans stað er sagt að taki við yfirherstjórn Derby jarl, sá er ráðið hefir hersöfnunaraðferð á Englandi. 247 morð á eínu ári. Samkvæmt nýkomnum skýrslum sést það að 247 manns hafa verið myrtir í borginni New York árið 1915; árið áður voru þar myrtir 257. Árið sem leið týndust þar 4439 manns, þar af hefir ekkert frést um 829. Alls voru framdir 161,347 gælpir þar á árinu. Gjafir til “Betel”. Frá ónefndum í Winnipeg .. $10.00 Frá ónefndum í Lundarbygð .. 6.00 Það er athugavert við báðar þess- ar peninga sendingar, að þær eru auðsjáanlega frá kærleiksríkum og trúuðum sálum. Sex dala sendingin er frá fátækri konu, sem hún sendi með hugheilum blessunaróskum til Betel. Tíu dalirnir eru frá heilsubil- uðum manni, og gat hann þess að það væri tíundi parturinn af peningum sem hann innvann sér við fylkisbygg- ingarnar, en varð að hætta þegar þegar kuldar byrjuðu fyrir alvöru vegna lasleika, enda er gefandinn kom inn á efri aldur og þolir illa að vinna. Betur að hinir yngri og þeir sem þrótmeiri eru létu sér þetta fagra dæmi verða sér til fyrirmyndar. G. P. Thordarson. Gjafir til “Betel”. Frá ónefndri konu í Seattle .. $5.00 Einar G. Thomasson, Westbourne 5.00 Mrs. B. Halldórsson, Winnipeg 10.00 H. P. Tergesen, Gimli ('vörurj 20.00 Lúðvik Laxdal, Kandahar...... .5.00 Guðjón J. Vopni, Tantallon .. 10.00 Thorsteinn Sigurðson, Tantalllon 5.00 W. H. Olson, Winnipeg........5.00 Ónefndur í Bradenbury........5.00 J. H. Johnson, Hove P.0.....10.00 Ónefnd kona.................10.00 Sigurður Antoniusson.........5.00 Fyrir alllar þessar gjafir þakka eg innilega, fyrir hönd nefndarinnar. J. Jóhannesson, féhirðir. 675 McDermott Ave. BÆKUR. Nýkomnar í bókaverzlun H. S. Bardals Anders Hovden; Bóndinn, saga í ljóðum. Þýtt af Matt. Jock .35 í betri pappír...............50 Árni Garborg: Týndi faðirinn Saga.........................35 Kynlegur þjófur, þýdd saga.......40 Valeygur Lögreglu spægjari......60 Valdimar Munkur..................75 Vladimir Níhilisti...............75 Svartfalla synir: Sögur frá Montenegro með myndum. . .75 Sagan af Parmes Loðinbjörn......50 Safn af skrítlum og smásögum.. .25 Washington Irving, sögur frá Alhambra, í b................40 Nasreddin, Tyrkneskar kýmisögur í b..........................50 Miinningarrit Goodtemplara á ísl. í gyltu bandi $1.25 í skr. b $1.50 Ljóðmæli Matt. Jock. I-V bindi' , (1. bindi í kápu, hin öll í baádi öll.......................$4.50 Rímur af Sörla hinum sterka......25 Saga Starkaðar Stórvirksonar.. .25 Ofurefli, Skáldsaga E. Hj. í b..$1.50 Þrjár Sögur, E. Hj. í b.......$1.00 > Ferðaminnrngar eftir Guðmund Magnússon (Jón Trausti) í bandi. Percey Sweeting frá Kandahar kom til bæjarins á mánudaginn. Hún er þess virði að munað sé eftir henni samkoman i Fyrstu lút. kirkjunni í kveld (fimtudagj. Þar hefir sannarlega bæði verið vel til vandað og vel æft. Auk beztu söngkrafta sem bærinn á yfir að ráða verða þar einnig ágætir söng- menn annarsstaðar að, t.d. Pétur Magnússon söngkennari frá Chicago; munu fáir Islendingar taka honum fram í sönglist. CONCERT undir umsjón söngflokksins í Fyrstu Lútersku kirkg Fimtudagskveldið 17. Febrúar 1916 í FYRSTU LÚT. KIRKJU Byrjar kl. 8 síðd. Aðgangur 35 cent PROGRAM: HIRÐINGJARNIR THE CHOIR VIOLIN SOLO—Selected MISS VIOLET JOHNSON CONTRALTO SOLO — Selected............ MISS HERMAN SONG—The Muleteer of Tarragona......Henrion MR. PAUL BARDAL SONG—Air from Samson and Delilah”.Saint Saens MRS. CHRISTIE DOWLING SONGS-*-(aJ Thou’rt like a lovely flower.Lisst (b) Flower rain...............Schnieder (c) In a Garden..................Hawley MR. W. A. ALBERT SONGS—Air from Lohengrin.................Wagner MRS. S. K. HALL JÓLAVÍSUR..........................Friðfinnsson THE CHOIR DUET—The Boys of the Old Brigade........Bonheur Mr. W. A. ALBERT, Mr. PAUL BARDAL QUARTETTE—Hush Thee my Baby.........Sullivan MRS. S. K. HALL, MISS H. HERMAN s Mr. W. A. ALBERT, Mr. PAUL BARDAL SONG—Even bravest heart may swell....Gounoh , MR. P. G. MAGNUS OCTETTE—Comrades in Arms............ Messrs. STEPHANSSON, METUSALEMSSON, AL- BERT, JOHNSON, CLEMENS, BARDAL, THOROLFSSON, JONASSON KANTATA—....................Sv. Sveinbjörnsson THE CHOIR VEITINGAR ÓKEYPIS 20,000 gestir í Winnipeg. Hátíðavikan í Winnipeg virðist ætla að verða býsna fjölmenn. Um 20,000 gestir úr öllum áttum eru sagðir koninir og væntanlegir. Winnipeg er aða 1 miðstöð sam- gangna og skemtana, mentunar og framfara fyrirtækja í vestur Can- ada, og eykst aðsóknin ár frá ári. Stórkostlegur sparnaður Thos. H. Johnson verkamála- rá(Sherra skýrði frá því í þinginu á föstudaginn að tugir þúsunda dala hefðu verið sparaðir fylkinu við rannsóknina á lögreglustöðinni nýju. Samningsvinna hafði þar verið veitt félögum af Roblinstjórninni svo há, að engu tali tók, og lét nýja stjórnin þessi félög skila aftur stórum upphæðum af fénu. Biblíufyrirlestur verður haldinn að 804y2 Sargent Ave. (milli Arlington og Alver- stone stræta) miðvikudaginn 16. febr. kl. 8 síðd. Efni: Síons hreyfingar. Munu Gyðingarnir safnast í Palsetinu áður en Krist- ur kemurf, Sunnudaginn 20. febr. kl. 4. e. h. Verður umræðuefnið: Upphaf syndarinnar. Kœrleiki guðs og réttlœti birtist í striðinu minni Ijóss- ins og myrkursins. Inngangur ókeypis. Allir vel- komnir. Davið Guðbrandsson. Hið árlega Miðsvetrarsamsæti Is- lendinga í Leslie vörðup lialdið í samkomuhúslnu í Ijeslle Föstudaginn 18. [Febr. Skemtiskráin v'erður fjölbreyttari en nokkru sinni áður. Herra Thorbergur Thorwaldsson, prófessor, mælir fyrir minni Islands. Herra Björn Hjálmarsson, skóla- stjóri, mælir fyrir minni Canada. Herra Walter Lindal, lögfræðing- ur, mælir fyrir minni Vestur-lslend- inga. Auk þessa flytja ýmsir heimamenn, sem eru alveg nýir í tölu ræðumanna, stuttar ræður og mæla fyrir minnum. Viðeigandi kvæði verða sungin á eftir ræðunum undir forustu karl- manna söngflokksins “Hekla”, sem auk þess syngur úrvals íslenzk söng- lög, annað slagið á meðan samkom- an stendur yfir. Þaulæfður hljómleikenda flokkur skemtir gestunum og spilar við dansinn. Veitingar verða hinar fullkomn- ustu og verður ýmiskonar al-íslenzk- ur matur fram reiddur, svo sem: Svið, kjöt, harður fiskur, slátur, skyr og margt fleira. Prentaðri skemtiskrá verður út- býtt á meðal gestanna. Aðgangur að öllu þessu verður: $1.00 fyrir fullorðna. $0.50 fyrir böm. Norsk-Ameríska línan Ný farþegaskip með tveimur skrúfum “KRISIIANAFJORD” og “BERGENSFJORD” i förum milli NewYork og Bergen i Nor> egi. Frá Bergen eru tíðar ferSir til Islands. Fardagar frá New York: "Bergensfjorcr* 16. okt. “Kristianafjord” 6. nóv. “Bergensfjord” 27. nóv. “Kristianafjord” 11. des. Skipin fara 250 mílur norður af ófrið- ar svæðinu og fara frá New York til Bergen á minna en 9 dögum. Um fargjöld, lýsingar með myndum, og s.f.v. ber að leita til. HOBE & CO., G.N.W.A. 123 S. 3rd Street, Minneapolis, eða H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. C. H. DIXON, Lögfrœðingur, Notary Public Lánar peninga, Rentar hús, Innheimtir skuldir 265 Portage AVe. TalsM 1 734- Winnipefi: Til minnis. Fundur í Skuld á hverjum miðviku degi kl. 8 e. h. Fundur t Heklu á hverjum föstu- ] degi kl. 8 e. h. Fundur í barnastúkunni “Æskan” á hverjum laugardegi kl. 4 e. h. Fundur í framkvœmdarnefnd stór- stúkunnar aftnan þriðjudag í hverjum mánuði. Fundur í Bandalagi Fyrsta lúterska safnaðar á hverjum fimtudegi kl. 8 e. h. Fundur t Bjarma (bandal. Skjald- borgar) á hverjum þriðjudegi kl. 8 e. h. Fundur t bandalagi Tjaldbúðar safnaðar á hverjum þriðjudegi kl. 8 e. h. Fundur í Unglingafélagi Onítara annanhvorn fimtuaag Ki. 0 e. n. Fundur í Liberál klúbbnum á hverj um föstudegi kl. 8 e. h. Hermiþing Liberal klúbbsins. á hverjum mánudegi kl. 8 e. h. Fundur í Conservative klúbbnum á hverjum fimtudegi kl. 8 e. h. Járnbrautarlest til Islendingafljóts á hverjum degi nema sunnu- dögum kl. 2.40 e. h. Járnbrautarlest til Arborgar á hverjum degi nema sunnudögum kl. 5.40 e. h. Járnbrautarlest til Vatnábygða á hverjum degi kl. 11.40 e. h. STEARN’S Wine of Cod Liver Oil hefir í sér fólgin öll þau efni sem hreint lýsi hefir en þó bragðgott. Það hefir styrkj- andi áhrif. Er bezta meðal við öllum háls- og lungna-kvill- um af hvaða tagi sem er. VERÐ $l,oo FRANKWHALEY JP«0£ription úrnggtst TALS. G. 2252 Royal Oak Hotel GHAS. GUSTAFSON, Eigaodi Eina norræna hótelið f bænum. Gisting og máltfðir $1.50 á dag Sérstakar máltíðir 35c. Sérstakir skilmálar fyrir stöðuga gesti 281-283 Market St., Winnipeg Eruö þér reiöubúnir aö deyja? ef ekki, þá finnið E. H. Williams Insurance Agent 806 Lindsaj Block Phono Maiti 2075 Umboðsmaður fyrir: The Mut- ual Life oí Canada; The Dominion of Canada Guar. Accident Co.; og og einnig fyrir eldsábyrgðarfélög, Plate Glass, Bifreiðar, Burglary og Bonds. Matreiðslu-stór úr járui og stáli Nýjar—& öllu verði. $1.00 við nióttöku og $1.00 á vlku Saumavélar, brúka'Sar og nýjar; mjög auðveldir borgunarskilmálar. Allar viðgerðir mjög fljótt og v*l af hendi leystar. pér getið notað hif- relð vora. Phone Garry 821. J. E. BRYANS, 531 Sargent Ave., Wlnnipeg. H. EMERY, hornl Notre Dame og Gertie sns. TALS. GARRY 48 ÆtliS þér að flytjá ySur? Ef yður er ant um aS húsbúnaSur ySar skemmist ekki I flutningn- um, þá finniS oss. Vér leggjum sérstaklega stund á þá iSnaSar- grein og ábyrgjumst að þér verS- iS ánægC. Kol og viSur selt lægsta verSi. Baggage and Express ORPHEUM. Claude Gillingwater ásamt fleir- um, verður á Orpheum næstu viku “The Decision of Governor Looke” eftir Ethel Clifton og Brenda Towler, er sjænnandi stjómmála leikur. Er þar sýnt hve langt menn fara til þess að koma fram máli sínu. “An Oriental Betrothal” heitir annar leikur, ekki síður aðlaðandi. DOMINION. “Merely Mary Ann” heitir leik- ur sem þar verður sýndur, er það nokkurs konar ástaleikur eftir Israel Zangwille, þar sem alt það fegursta og göfugasta í ástalífi er dregið fram. Auk þessa verða þar betri söngv- ar og vandaðri hljóðfærasláttur þessa viku en nokkru sinni áður. PANTAGES. “September Morn”, sem hefir verið sýndur um alla Ameríku, verður á Pantages næstu viku og mælir sá leiikur með sér sjálfur. “The Frame-up” er annar leik- ur, sem hefir áunnið sér mikið nafn hvar sem hann hefir verið leikinn. Ýmislegt verður þar fleira sem of langt yrði upp að telja. TVO KENNARA vantar við Norð- ur-Stjömu skóla No. 1226, annan með 2nd, en hinn með 3rd Class Certi- ficate. Kenslutíminn er sjö mánuðir, frá 1. apríl til 1. des. næstkomandi. Frí yfir ágústmánuð. Tilboðum sem til- taki kaup og æfingu, verður veitt mót- taka af undirrituðum til 1. marz. G. Johnson, Sec. Treas. Stony Hilll, Man. “Islendingar viljm vér allir verá’ KENNARA vantar fyrir Vallar skóla No. 1020. Kenslutími átta mánuðir og byrjar i. apríl. Send- ið tilboð til undirritaðs og tilgrein- ið kaup, mentastig og æfingu. T. Bjarnason. Gerald, Sask. KENNARA vantar fyrir Thor skóla No. 1430, Umsækjandi verð- ur að hafa fyrsta eða annars stigs kennaraleyfi fyrir Manitoba. Kenslutími eru 8 mánuðir, frá 1. apríl til 1. desember. Tilboðum verður veitt móttaka til 20. marz af undirskrifuðum. Eðvald Ólafsson, Sec. Treas. Baldur P.O., Box 273. KENNARA vantar fyrir West- side skóla No 1244, fyrir 8 mánuði. Kensla byrjar 1. apríl n.k. Kennari verður að hafa 2nd Class Certific- ate. Umsækjandi tilgreini kaup, sem um er beðið og'æfingu sem kennari. Tilboð verða að vera kom- in 10. marz. Skúli Björnson, Sec Treas. Box 35, Leslie, Sask. VJER KAUPUM SEL.TUM OG SKIITUM GÖMUL FRIMERKI írá ölluni lönduni nema, nema ekki þessi vanaleiru 1 og 2 e. frá Uanada og Bandaríkjiinuin. Skrifið á ensku. O. K. PRESS, Printers, Rm. 1 334 Main St. Winnipeg Phone Sherþr. 268 og 1130 Horni Sargent og Agnes St. KENNARA vantar við “Nordra” skófa Nr. 1947, Wlyniyard, Sask. Umsælkjandi tilgreini mentastig og kaup. Skólatíma, níu mánuðir, skal byrja um eða eftir 15 Marz. Tilboð- um > v’eitt móttaka til 20. Febr. 1916. S. B. Johnson, ...... Sec.-Treas. KENNARA vantar fyrir Vestri skólahérað No. 1669 um þriggja mánaða tíma, frá 1. apríl til 1. júlí 1916. Umsækjendur þurfa að hafa Third Class Professional Certific- ate. Tilboðum sem tiltaka menta- stig og kaup, verður veitt móttaka af undirrituðum. G. Oliver, Sec Treas. Framnes P.O., Man. KENNARA vantar fyrir Vest- fold skólahéraði No. 805. Kenslu- timi frá 1. apríl til 31. október, að undanskyldum égúst mánuði. ' Kennarinn verður að hafa 3rd Class professional certificate. Lm- sækjendur tiltaki kaup sem óskað er eftir, einnig æfingu við kenslu. Vestfold, 2. febr. 1916. A. M. Freeman, Sec. Treas. KENNARA vantar fyrir Valhalla skóla Nr. 2062. Annars stigs kennara próf nauðsynlegt; einnig hljómfræð- is þekking, ef hægt er. Skólinn byrjar 1. Apríl. Gef mentastig og meðmæli, þegar sótt er um. T. T. Hart, skrifari, Leslie, Sask. Lœrið símritun Lærifc sirnritun: jArnbraulnr og verzlunarmönnum kent. Verk- leg kensla. Engar námsdeildir. Einstaklings kensla. SkrifiÖ eft- ir boðsriti. Dept. "G”, Western Schools. Telegraphy and Rail- roading, 007 Iiuilders' Exchange, Winnipeg. Nýir umsjónarmenn. Öryggishnífar •afety skerptir «**ors Ef þér er ant um að fá góða brynslu, þá höfum við sérstaklega gott tækifæri að brýna fyrir þig rakhní.fa og skæri. “Gilett’s” ör- yggisblöð eru endurbrýnd og “Dup- lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhníf- ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur sýna þér hversu auðvelt það er að raka þegar vér höfum endurbrýnt blöðin. — Einföld blöð einnig lög- uð og bætt. — Einnig brýnum við skæri fyrir lOc.—75c. The Hazor & Stiear Sharpening Co. 4. lofti, 614 Buildera Exchang:#* Grinding Dpt. 333i Portage Are., Winnipeg Ef eitthvað gengur að úrinu þínu þá er þér langbezt að senda það til hans G. Thomas. Hann er í Bardals byggingunni og þú mátt trúa því að úrin kasta ellibelgn- um í höndunum á honurn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.