Lögberg - 06.04.1916, Síða 1

Lögberg - 06.04.1916, Síða 1
f Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert «paraS til að hafa það sem ljúffengast. G ftingar kökur búnar Og prýddar aérataklega vel af mar.ni a. m «i meistaii Iþ-irri iS ,. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Par.tanir fiá verzlunarmönnum út um landiS íljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Ejgandi, 1 1 56-8 Ingersoli St. - Tals. G. 4140 ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 6. APRÍL 1916 NÚMER 14 UPPÞOTIWINNIPEG-BORG. HERMÖNNUM OG LÖGREGLULIÐI BŒJARINS LENDIR SAMAN Tugir manna verða fyrir meiðslum Um 90 manns teknir fastir. Brenni- vín var orsök óskundans. Upplilatip allmikið varð í Winni- peg á laugardaginn var. Hófst það þannig aS hermaður var ölv- aður úti á götu og varð cleila milli lögreg'uliðsins og hervaldsins um það hverjir hefðu vald til að taka hann. Urðu af áflog og safnaðist svo í hóp'nn smátt og smátt að loksins skifti hundruðum eða jafn- vel þúsundum, ]>ar sem barist var1 á báðar hliðar. Me'ðsli urðu mörg og a’.varleg, og varð ekki orustan sefuð fyr en riddaralið reið á fylk- ingarnar. Á sunnudaginn var þessi slagur endurtekinn og meiddust þi enn margir. voru brotnir allir gluggar úr einni hl.ð lögreglustöðvar'nnar og fleiri skemdir og alvarleg meiðs'.i Sannleikurinn er sá að um upp- lökiti er ekki hægt að segja nákvæm lega, og því síður um slaginn sjálf- an né það hversu víðtæk meiðsli hafa orðið, því sina söguna segir hver, og er það glögg sönnun þess sem Lögberg hefir sagt áður, að erfitt er að fá sannar fréttir af or- ustum. Þegar sögurnar eru eins andstæðar liver annari og óábvggi- legar og þær voru hér i bænum af þessurn slag í bænurn sjálfum, þá má nærri geta hversu áreiðan’.egar eru fréttirnar austan frá Evrópu. Stríðsfréttir Borgarar Banr’aríkjanna hafa svarið það í Evrópu, að skotið hafi verið á skip ð “Manchester Engi- neer’* fyrvaralaust. Þessir menn heita Arthur McKenzie frá Gal- veston, Tom Fiber frá De'.aware. Þeir sóru þetta fyrir ræðismanni Bandarikjanna. Frakkneska skipinu “Hebe”, brezka skipinu “Come” og brezka skipinu “Khartoun” frá Hull hefir verið sökt. F’.estum farþegum og skipverjum var bjargað. 90 norsk ksip hafa far'st siðan stríðið byrjaði, flest rekist á tund- urdufl og verið sökt. Frétt hefir borist’vestur um það að ósætti hafi konúð upp með ÞýzkalandSkeisara og Beíhmann Hollweg, og fylgir það fréttinni að Hollweg muni segja af sér. Hvað satt er í því vita menn ekki. Ný regla hefir verið sett af her- mála stjórninni og er hún sú að engir þeir sem eitthvert embætti hafa í hemum megi koma hingað aftur í liðsafnaðar erindum, eins og verið hefir. Allir pólitískir flokkar i Þýzka- landi hafa greitt atkvæði með þvi að haldið sé áfram neðansjávar stríði, nema jafnaðarmenn. Þeir setja sig eindregið á móti því. Þjóðverjar kornu aftur á loft- skipum til Englands' á laugardags- kve’.dið og köstuðu sprengikúlum. Dóu 16 manns og 100 meiddust. Átta íbúðarhús eyðilögðust og eld- ur kviknaði í litlu verkstæði. Loft- skipin voru tvö og náðu Englend- ingar öðru þeirra en hitt komst undan. Snörp orusta var með Þjóðverj- um og Frökkum á laugardag’nn skamt frá Verdun. Þjóðverjar komust áfram lítið eitt á einum stað, en töpuðu aftur parti af því sem þeir höfðu unnið skömmu áð- ur. Frakkar skutu niður þrjú loft- skip-.þýzk. Næst elzti sonur Shaughnessy lávarðar formanns C.P.R. félags- ins féll í stríðinu á föstudaginn. Hann var kafteinn i 60. deildinni og hét Alfred Thomas Shaughnessy Bretakonungur hef> gefið $500,- ooo> til striðsins með þeim ummæl- um að stjórnin verji þeim á þann hátt, sem hún te’.ji hagkvæmast. Bretar gerðu áhlaup á her Þjóð- verja hjá St. Eloi og hertóku 1800 fet af skotgröfum og 170 fanga. Dr. S. G. Bland hélt ræðu fyrra sunnudag í kirkju í Port Arthur og lýsti ]>ví yfir að Manitoba, Saskatchewan og Alberta væru full af svikurum og fjárdráttarmönn- um, sem hefðu hermálin að féþúfu og gróðabrellum; vistir og vörur handa hermönnum væru seldar tvö- földu verði og kvaðst hann geta nefnt einstök dæmi og mörg, ef krafist yrði. Fulltrúar frá ríkjum banda- manna eru mættir á fundi í París- arborg. Hvað þar gerist vita menn ekki. Þýzk loftför skutu sprengikúl- um á austurströnd Englands á Iaug- ardaginn. Urðu þær 38 manns að bana en 44 meiddust. Alls voru loftskipin 5 og skutu 90 kúlum. Þessi skip voru stærri en þau sem sést liafa þar áður. Eitt þeirra var skotið niður og tekið. Gallunt hermálaráðherra Frakka hefir sagt af sér sökum vanhei’.su. Sir Reques hershöfðingi tekur við. Fulltrúar bandamanna héldu ný- lega þing í Parísarborg á Frakk- landi. Var þar ákveðið að leggja fram alt afl til þess að hefja alvar- lega sókn á hendur Þjóðverjum frá öllum hliðum með vorinu. Sig- ur kveða, þeir vísan. Þjóðverjar háfa gert hverja á- rásina á fætur annari á Verdun upp á síðkastið. Hafa þeir unnið dá- litið á stöku stað, en víðast ekkert. Þeir tóku þó bæinn Malancourt á föstudaginn. Frakkar vörðust þar lengi á móti tuttugu sinnum eins mörgum og þeir voru sjálfir, en yf- irgáfu bæinn um síðir til þess að verða ekki herteknir. Hospítalskipið “Portugal” sökk nýlega í Svartahafinu; hafði þýzk- ur neðansjávarbátur skotið á það og fórst fjöldi manns', þar á meðal 15 hjúkrunarkonur. Einkennileg gjöf. Loftfari nokkur sem George C. Milis heitir og er frá Manitoba, sendi Thos. H. Johnson ný’.ega staf, sérlega einkennilegan. Hann er búinn til úr árarblaði af loftskipi. Milis komst í lífsháska á loftskipi sínu, þannig að hann misti árina og var hann þá 800 fet uppi í lofti, en með f.mleika bjargaðist hann. Á silfurskjöld sem festur er við stafinn er skráð eða grafin stutt frásögn um þetta slys eða tilfelli, og er stafurinn rnesta gersemi eða menja gripur. George Mi’.is þessi er sá sem stjórnaði loftbátnum sem Mani- toba stjórnin gaf. Sfórkostlegt járnbrautar slys. Þrjátíu farast og fjörutíu meiðast. Þrjár járnbrautarlestir rákust á fyrra miðvikudag nálægt bænum Amherst, 37 mílur fyrir yestan Cleveland, Ohio. Lestirnar voru þessar: Twentieth Century Limited, á vesturleið, New York Central og Chicago Pittsburg Limited á austurleið. Þoka var mik- il af Erie vatninu og sáust því ekki merki. Auk þess er svo sagt að sumir mennirnir á lestinni hafi verið búnir að vinna í 22 klukku- stundir og því s'.jóir andlega og líkamlega af ofþreytu. Sé það satt, ætti þeirn að vera harðlega hegnt sem að því voru valdir. Þeir sem dáið höfðu voru alla vega lemstraðir, sumir höfuðlausir, aðrir fótalausir og aðrir handleggja- lausir. Sumir voru blátt áfram ntolaðir í sundur eða kramdir. Alls hafa 30 manns' dáið, en fjörutiu stór slasast. Rannsókn hefir verið hafin í málinu. Er þetta talið meö allra stórkost- legustu slysum, sem orðið hafa í Bandarikjunum. Hermiþingið. Liberal k’.úbburinn hélt siðasta fund sinn á föstudaginn, eins' og auglýst hafði verið. Var þar fjöldi fólks, svo að segja húsfyllir, og þar á meðal margt kvenna. Fundur nn byrjaði með því að varaforseíi klúbbsins J. J. Swanson ávarpaði þá sem viðstaddir voru, i fjarveru forsetans S. W. Melsted, sem ekki var orðinn nægilega hraustur til þess að stjórna fund- inum, þótt hann kæmi þangað snöggvast. Þar næst talaði Sig. Júl. Jóhann- esson. Lýsti hann starfi klúbbsins í vetur og sérstaklega “Hermiþing- inu”. Hvaða þýðingu það hefð', hvaða markmið og hvernig það hefði reynst. Kvað hann menn og konur hafa lifað þar marga glaða stund í vetur og mundu þó betur verða næsta ár, þar sem lögunum væri nú svo breytt að konur yrðu þar að sjllfsögðu jafnt við menn. Mintist hann þess að þetta væri hið fyrsta ár í sögu Canada, þar sem konur hefðu alment tekið þátt í pólitískum fundum, og væri það vel farið. Það sýndi vilja og vakandi hugsun á því að búa sig und r hina nýju stöðu sem konum hefði hlotn- ast. Kvað hann liberal klúbbinn vera pólitiskan skóla, ]>ar sem mönnum gæfist kostur á að læra og fræðast um landsmál. Venjulega væri svo álitið, að í pólitískum féjögum væri alt einhliða, alt gert bjart á aðrá hlið, en alt svart á hina. Hermiþingin væru meðal við þeirri veiki. Þar skiftu menn sér þannig í flokka að báðar hliðar á hverju máli kæmu fram og væru ræddar óhikað og óhindrað. Af þeim ræðum mætti mikið fræðast og í þeim fróðleik mundu konur taka fullan skerf á næsta vetri. Þá talaði Dr. Jón Stefánsson um borgaralegt g ldi klúbbsins og sagð- ist sérlega vel. Hann kvað mentalegt gildi þess konar félaga geta verið ómetanlegt, og hefði víst aldrei verið meira gert af neinu þess konar félagi í þá átt en liberal klúbbnum í vetur. Hann sagði að þvi væri oft hald- ið fram að lítill væri munur póli- tisku flokkanna og báðir sakaðir um svik n loforð. Því miður kvað hann þetta hafa verið of satt stund- um að undanförnu; en því væri nú á annan veg varið, eins og öllum væri ljóst. Nú ættu fylkisbúar því láni að fagna að eiga stjórn, sem ekki einungis lofaði, heldur einnig efni. Dr. Stefánsson laeði á það mikla áherzlu, að áríðandi væri að afla sér óháðs fróðleiks í pólitískum málum; og eins og liberal klúbbur- inn væri nú, væri hann þar ágætur skóli. Hatin kvað það ekki síður árið- andi konur en körlum, að taka þátt i landsmálum, og með þvi að þetta væri fræðslustofnun og konur sem hingað til hefðu verið útilokaðar frá venjulegri þitttöku pólitiskra mála væru nú á tímamótum nætur og dags í þeim skilningi, þá væri það ánægjulegt að hafa slíka stofn- un, þar sem þær gætu lært undir- stöðu atriðin í landsmálum til að byrja með. Kvaðst hann vænta þess að þær færðu sér í nyt þau hlunnindi næstkomandi vetur. Fyrsta skijyrði til þess að kveða upp dóm væri það að kynna sér málið sem dæma ætti; atkvæða- greiðsla væri dómsúrslt, sem þyrfti að byggjast á þekkingu og þá þekkingu vildi þetta fé’.ag veita þeim er-hennar æsktu. Ræðan var sérlega vel hugsuð og prýðilega fram sett. Thos. H. Johnson flutti þvi næst langa ræðu og snjalla. Dundi við lófaklapp hástöfum, þegar hann steig upp á ræðupallinn. Ilann kvaðst hafa verið í efa um hvort hann væri á réttum stað, þeg- ar hann hefði komið að dyrunum. Áður hefðu venjulega verið karl- menn e'nir á þess konar fundum, en nú væri þar helmingur kvenna, og taldi hann það gleðiefni. Hann mintist þess að þennan dag væri afmæli þeirrar hreyfingar, sem hrundið hefði af stað stjórnar- byltingunni í Manitoba. Þenna dag gengu tuttugu og einn liberal þingmenn á fund fylkisstjóra og kröfðust þess að rannsókn fengist; fFramh. á 4. bls.). Almeniiar fréttir. Pcllenzkur prestur, Filippo Ba- sylian að nafni, var tekinn fastur i Winnipcg á fimtudag’nn fyrir land- ráð. Var kæran í því fólgin að hann er sakaður um að hafa hjálp- að Austurríkismönnum til þess að komast leiðar sinnar til Banda- ríkjanna, i þvi skyni að fara þaðan til Evrópu i striðið með löndum sin- um á móti bandamönnum. Hann þjónaði i St. Nikolas kirkjunni i Winnipeg. Sama dag var austur- risk stúlka tek'n föst. Hún var kennari í Tanby í Manitoba og sök- uð um það að hafa i fórum sinum þýzkt blað, préntað á Þýzka'.andi með greinum utn strið'ð á móti handamönnum. Þau bíða bæði dcms og eru laus gegn veðfé. Ráuðáin hefir vaxið svo i þiðun- um að un 'anförnu, að hún var orð- in i6)4 feti hærri en venjulega fyr- ir he’gina. í Fargo og fleiri bæj- um í Norður Dakota hafa vatna- vextir verið meiri en þekst hefir í siðastliðin 19 ár. í annað skifti í sögu Canada er það að dómari er nú rekinn frá em- bætti. Hann heitir Fitch og er í Rainy River héraðinu. Hann var kærður um það að misbcita stöðu sinni og valdi; konunglcg rann- sóknarnefnd var skipuð og sönn- uðust kærurnar. Elzta kona í Canada andaðist á laugardaginn. Hún hét Jane Mc- Leod Chapman; átti heima í Smiths Falls og var 116 ára gömul. Hún var fædd á írlandi, kom til Can- ada 1810 og giftist ekki fyr en hún var 75 ára, átti hún þá mann er um fjölda mörg ár hafði reynt að ná ástum hennar. Þrír verkamamt' foringjar í Glasgow, sem fyrir verkfalli stóðu, hafa verið gerðir útlagir þaðan. Þeim var gefinn farseðill og 10 shiilings, og skipað svo fyrir að þeir mættu ekki stiga fæti sínum í Glasgow aftur. Afarstór bænarskrá var borin upp fyrir stjórnina i Columbia á laugardaginn, þar sem þess var krafist, að breytt væri lögum þann- ig, að eki sé hægt að ganga eftir skuldum fnema með vissum skil- yrðumj á meðan stríðið stendur yfir. Menn voru látnir reyna sig á því að stinga upp á nýju nafni á bæn- um Berlin í Ontario. 40,000 nöfn- um var stungið upp á alls. Ottawa stjómin nefndi tvo dómara á laugardaginn til þess að rannsaka nokkuð af þe'm kærum, sem fram hafa komið viðvíkjandi hergagnakaupum. Þeir heita Wm. Meredith háyfirdómari í Ontario og Duff dómari í yfirréttinum. Yfirheyrsla byrjar ekki fyrir al- vöru fyr en Sam Hughes hermála- ráðherra kemur heim. Afarmikið verkfall hefir staðið yf'.r í Clyde á Englandi. Heimta verkfallsmenn hærra kaup. Segja þeir að kaup hafi hækkað einungis um 1 ö% síðan stríðið byrjaði, en lífsnauðsynjar hafi hækkað um 48%. Svo mikil brögð hafa verið •að óróa í sambandi við verkfallið að nokkrir verkamannaforingjar hafa verið teknir fastir. Fjöldi manna liefir tekið heimil- isréttar land, áður en þeir fara í striðið og verður sá tími sem þeir verða í burtu í sambandi við það talinn sem ábúðartimi á löndunum. Frézt hefir að rí]<isstjórinn í ríkinu Canton i Kína hafi verið myrtur; þjóðstjórn sett á í þvi ríki og að Youan Shai Kai kelsari liafi sent þá yfirlýsingu til allra rikj- anna að hann ætli sér að leggja nið- ur völd 10. apríl. Þykja þetta miklar fréttir og góðar og er búist við að Kina verði þjóðstjómarríki. Var gefið út aukablað á laugardag- inn af blaði Kínverja hér i bæ með þessum fréttum. Sambandsstjómin samþykti fyrra þriðjudag tillögu frá Bennett þingmanni frá Alberta, þar sem hverju fylki er hefir vínsölubann er veitt vald til að banna líka inn- fh’Cninor. ef það komi í bága við fylkislögin. Dr. J. S. Woodworth hefir farið fram á það að hindraðar verði g ft- ingar og fjölgun þess fólks, sem ekki sé andlega heiibrigt. Átti hann tal um það nýlega við Thos. H. Johnson og vonast þeir til að geta komið með ráð er fylgja megi þeg- ar um þess konar fólk er að ræða, þar sem það liggur í augum uppi að afkomendur þess hljóta að verða líkir foreldrunum í f'.estum tilfell- um samkvæmt eðlilegu erfðalög- máli. J. B. McLaren, nafnkunnur lög- maður frá Winn'peg lézt nýlega vestur við Kyrrahafsströnd. Svo miki'.l slyddubylur var í Austurfylkjunum fyrra mánud. að fjöldi talþráða slitnaði. Verkamenn í W'nnipeg ætla að mótmæla því við bæjarstjórnina að klukkan sé færð, eins og talað var um. Kveða þeir það enga þýðingu hafa. Yfir 700 börn hafa fæðst í Winnipeg í marz mánuði; er það langtum fle'ra en dæmi séu til fyr. Rikisstjórinn í Canada kallaði Sir Wilfrid Laurier á fund sinn i Ottawa á laugardaginn. Er álitið að það sé eitthvað í sambandi við rannsóknir þær sem vfir standa og pólitiska ásigkomulagið yfir höfuð. Þ’ngmennirnir frá Macedoniu í þinginu á Grikklandi lögðu fram skriflega áskorun um það á laugar- daginn að hætt væri. loftskipaárás- um á Saloniki. Skoulundis for- sætisráðherra tók við skjalinu, og sagðist skyldi gera alt sem í sinu valdi stæði til þess að koma kröf- unni fram. Asqu'th forsætis ráðherra Breta var á ítalíu á laugardaginn. Hafðt hann fund með konungi og stjóm- endum og fullvissaði þá um ljúfa og einlæga samvinnu, og lýsti því yfir að al Irei yrði hætt fyr en al- gerður sigur hlytist. Honum voru haldnar veizlur miklar á ítalíu. Stjórnin i British Columbia hef- ir ákveðið að l’.ta greiða atkvæði um jafnrétti kvenna við kosning- arnar í sumar. Vllla, Mexico uppreistarforing- inn, sem Bandarikjaherinn hefir verið að elta að undanfömu, er særður; hefir hann nú mist annan fótinn. Særðist hann í óhlaupi sem gert var á hann af Mexicomönnum að óvörum. 6o manns .er sagt að hafi þegar fallið af Mexicomönn- um, en Villa hafi enn ekki náðst. Union bankinn í bænum Russell í Manitobá brann t l kaldra kola á laugardaginn. Skaðinn er metinn á $15,000. Bœjarfréttir. Únítarasöfnuðurinn heldur 25 ára afmæli á sumardaginn fyrsta, 20. þ.m., kl. 2 e.h. Fyrirlestrar og ræður og veizla i fundarsalnum kl. 6. Nánar síðar. Helgi Pálsson, sem getið var um i síðasta blaði að farið hefði frá Brown vestur til Vatnabygða, kom þaðan aftur á miðvikuclaginn. Honum leizt einkar vel á bygð na og kvað liðan fólks þar ágæta. Hann keypti sér land skamt frá Elfros og flytur þangað alfarinn í vor. Gustaf Adolph Rosencranz og Guðrún Thorsteinsdóttir Stonson voru gef n saman í hjónaban l 3. þ.m. af séra B. B. Jónssyni að heim- ili hans. Valdimar Jóhannesson og Gisli M. Jónsson frá Árborg og Guð- mundur Oliver frá Framnesi kornu til bæjarins á mánudaginn; hafa þeir ailir gengið í 223 herdeildina. Séra Björn B. Jónsson prédikar í Skjaldborg á sunnudagskveldið klukkan 7. Paul Bjarnason frá Wynyard kom til bæjarins' á laugardaginn með konu sina og börn. Sjálfur brá hann sér suður til Dakota og verður þar i nokkra daga, en fjöl- skylda hans bíður eftir honum hér. Helga Arnason, kennari frá Brandon dvaldi hér í bænum um síðastliðna helgi. Hún var á ferð út t.l Mary Hill, þar sem hún kenn- ir í sumar. BITAR B. M. Long er hvað eftir annað að hamra á Sig. Júl. Jóhannessyni fyrir áfengisauglýsingar i Lögbergi og það sem prentað er af því tagi hjá Columbia Press félaginu, vit- andi þó að Sig. Júl. hefir ekkert yfir því að segja. En B. M. Long þagði þegar Balvin skrifaði á “síð- ustu stundu” móti hinni fyrri til- raun Gimli búa að afnema vínsölu, og einnig þegar þáverandi meðlim- ur St. Heklu, P. S. Pálson fékk auglýsingaplássið í Heimskringlu leigt til að birta þar áfengisauglýs- Ingar. Og ekki hefir borið á að Long hafi þótt neitt að samslags auglýsingum í því blaöi, eftir að stjórnarnefnd Heimskringlu var skipuð þremurf?) Goodtemp’.urum þaraf einum stúkubróður okkar úr St. Heklu. Auðvelt er að sjá sam- kvæmnina í þessu, ásamt hrukkun- um á flokkskápunni. Bjarni Magnússon. Stundum hamast Heimskringla með vínbanninu en stundum á móti því og segir þá að fólkið sé því ekki vaxið að lifa undir siíkum lögum. Hvoru megin er blaðið ? — | þessu I sambandi dettur oss í hug saga sem W. H. Paulson sagði nýlega. Kona átti dreng sem henni þótti slíta of mikið buxunum sínum. Hún tók því upp á að sníða þær eins að aft- an og framan og sagði hún að það væri ágætt að öllu nema því að hún sæi ekki greinilega stundum hvort hann Mangi litli væri að koma eða fara. í Wynyard í Saskatchewan, sem öfn 011 par vestra í sióðinn nær $70.00. Þau hjón telja það áreið- anlcgt aö gefendum þar í bvgð mundi kært að Gamalmenna heim- ilið fengi að njóta sjóðsins. Nákvæmlega sama skoðun kom frant í bréfi frá konu i Norður Dakota, sem þar gekst fyrir sam- skotum i þennan sjóð, hún ritar dags. 22. febr. s. 1. meðal annars þeíta: “Eg hefi því miður ekki getað fundið nema nokkra þeirra, er gáfu i nefndan sjóð, en það er útsagt að enginn þeirra sem eg hefi fun ið vill afturkalla gjöf sina. Þeim finst það vel til fallið að láta Gaimlmenna he'milið njóta þess.” Mér þætti vel við elga að gefa Gamalntenna heimilinu sjóð þenna í sumargjöf á þessu vori, og þess vegna bið eg hér með alla þá er upp- ' haflega g’.fu i Ekkjusjóðinn og ekki vi’ja láta þá gjöf ganga til Gama’menna heimilisins, að gcra svo vel og láta mig vita það fyrir lok þcssa mánaðar, svo eg geíi end- urgoldið þe'm gjafir þeirra. Fái eg engar tiikynningar i þessa átt, ])á lít eg svo á sem gefendum- ir séu samþykkir þessari ráðstöfun sjóðsins. Winnipeg 3. april 1916. B. L. Baldwinsson, 727 Sherbrooke St. Skýríng um tilgang “Jcns Sigurðs- scnar” deildarinnar I.O.D.E. Fyrst og fremst var þessi dei’.d stofnuð til þess að vinna að vel- ferð allra íslenzkra hermanna, án tillits til hvaða deild þeir heyri til, þar sem það er vitanlegt að íslend- ingar eru svo að segja í hverri deild sem stofnuð hefir verið í Canada. í öðru lagi var deild'n ekki stofnuð einungis til þess aö annast heimkomna hermenn, heldur verð- ur öllum íslenzkum hermönnum hjálpað, sem þess þurfa, hvort sem þeir eru við heræfingar, á vígvell- inum eða herfangar. I þriðja lagi er skylda undir- deildar við héraðsdeild og í gegn um hana við hádeild að gefa árleg- ar skýrslur um starf og fjárhag sinn og að borga $7.00 þegar deildin er stofnuð. Samt má komast hjá að borga það samkvæmt nýju lög- unum. Enn fremur er það skylda að láta í ljósi ættjarðarást, sem tengir kon- ur og böm rikisins við stjórnina og konung vom. Að lifga og auka sameiningu nteðal kvenna og barna ríkisins' sem hjálpi þeim til s’.íkra framkvæmda ])egar þess gerist þörf; að annast ekkjur og munað- arlaus böm brezkra hermanna og sjómanna (allra þeirra sem undir brezkri stjórn búaj meðan striðlð stendur yfir, á friðartímum og í veikindum, slysum og erfiöleikum. Hér með er öllum þe:'m íslenzkum konum hjartanlega boðið að verða félagar deildarinnar, sem finna þrá til að starfa og þörf á sameiningu. “United 10e stand’’. Uppástunga B. L. Baldwinsonar um sumárgjöfina til “Betel” er mjög vel við e’gandi og vonandi að allir fallist á hana. Kvenfélagsmyndun er í undir- búningi til hjálpar 223. herdeildinni skandinavisku. Er t lgangurinn sá að vinna að vellíðan piltanna í þeirri deild á allan þann hátt er konurnar geta. Nánar auglýst síð- ar. Svar við hinni vélrituðu grein Árna Sveinssonar i Heimskringlu siðast varð að MSa vegna rúmleys- is. Sömuleiðis “vísubotnar”. Sagt er að séra Hjörtur Leó muni verða herprestur >23. deildarinnar og Dr. Baldur Olson herlæknir hennar. B. B. Olson frá Gmdi kom til bæjarins á mánudaginn og fór heim aftur í gær. Helga Erlendson og Mrs. Kjart- anson frá Reykjavíkur bygð voru á ferð i bænum á föstudaginn. Hin síðamefnda að leita sér lækninga hjá Dr. B. J. Brandson. Dr. A. J. Douglas lieilbrigðis- stjcóri í Winnipeg hefir nýlega gef- ið út skýrslur sínar og bera þær það með sér að í febrúarmán. hafa 307 veikst af mislingum, 447 í sama mánuði i fyrra vetur. Þrír dóu af mislingum. 101 hafa fengið barna- veiki og tveir þeirra dáið, um 29 fengu þá veiki og þrír dóu í sama mánuði í fyrra. — Alls veiktust 550 af næmum sjúkdómum í febrúar og 25 dóu, en i sama mánuði í fyrra veiktust 606 og 31 dó. Ekkjusjóðurinn óþegni Hann œtti að gefast Gamalmenna- heimilinu íslenzka í sumargjöf. Full sex ár eru nú llðin síðan Heimskringla safnaði sjóði nokkr- um til þess að styrkja ekkju eina á Islandi og börn hennar til þess að komast til Manitoba og setja sig hér niður. Þetta var gert sam- kvæmt beiðni sjálfrar konunnar. En þegar 800 krónur af sjóðnum voru sendar henni til vesturfarar, neitaði hún að þiggja gjöfina. Var þá horf’n frá þeirri hugsun að flytja vestur. Siðan hefir sjóður- inn legið hér á banka á vöxtum og muti nú vera um $650.00. Eg vil nú losna við umsjón þessa fjár, en óska jafnframt að það verði notað í þarfir sannrar mann- úðar, þar sem þess er full þörf og eg veit það verður þegið með þökk- um. Þess vegna geri eg það að tillögu minni að sjóður þessi sé afhentur til styrktar Gamalmennaheimilinu “Betel” á G.mli, sem stofnsett heJ- ir verið eingöngu til þess að ala önn fyrir og annast um íslenzk gamalmenni, sem fyrir elli sakir og fátæktar ekki fá sér björg veitta með öðru móti en því að þ’ggja náðargjafir veglyndra íslendinga. Óskir í þessa átt hafa mér borist frá nokkrum gefendum i ekkju- sjóðinn, bæði hér í Canada og Bandaríkjunum. Vil eg þar til nefna meðal annars herra Þorlák Jónasson og Svanborgu konu hans Síðan siöasta skýrsla var gefin, hafa þær konur sem hér segir bæzt við: Miss Guðný Johnson, Miss Thorey Olafson, Miss Guð- rún Halldórson. Mrs- H. S. John- ston, Mrs. J. K. Johnson, Mrs. G. A. Axford. Miss Ninna Snjdal, Mrs. J. G. Snidal Miss Emily Melsted, Mrs. S. Swainson, Mrs. Fridrik Swanson, Mrs. Guðrún Búason, Mrs. Ander- son, Mrs. O. Peterson, Mrs. Kr. Ingjaldson, Miss K. Sigurgeirson, Miss Olavia Thorgeirson, Miss S. Axford, Mrs. Alex Johnson, Mrs. G. J. Goodmundson. Félagskonur eru nú 45. Til þæginda fyrir sumar félags- konur var það ákveðið að halda reglulega félagsfundi fyrsta þriðju- dag i hverjum mánuði og aðra fundi eftir þvi sem saman kemur um og þörf gerist. Verið er að undirbúa sölu heima- tilbúins matar og máltíða næsta laugardag 8. apríl í Kenstington byggingunni á hominu á Smith St. pg Gortage Ave. Allar fé'Iagskonur sem ekki voru á siðasta ftindi eru beðnar að finna Mrs. A. C. Johnson að 414 Mary- land St., sem er oddakona starfs- nefndarinnar. Konurnar vænta þess að fjöldi íslend'nga komi og lieimsæki þær á laugardaginn. Sérstakur fundur verður haldinn i deildinn ‘Jón Sigurdson' 1.0.D.E. í kjallara Tjaldbúðar kirkjunnar á Victor St. 11. apríl næstkomandi kl. 8 e.h., til þess að taka á móti skýrslu matsölunefndarinnar og ákveða hyernig verja skuli fénu. Allar félagskonur eru ámintar um að koma.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.