Lögberg - 06.04.1916, Page 4

Lögberg - 06.04.1916, Page 4
LÖGBERO, FIMTUDAGINN 6. APRIL 1916. jjbgbeig Gefið út hvern FimtuHag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUI.. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOFNl, Hnsiiiess Manauer Otan&slcrift ti' blaðsins: TIJE C3LUV|3IJ\ PiJESJ, Ltd , Box 3172. Winnipeg, Hlaq. U anáskrift ritstjórans: EDITOR L0C3ERC, Box 3172 Winnipeg, tjan. VERÐ BLAÐSINS: $2 00 um áriS. Hvert stefnir? pví hefir verið lýst, hvílík hætta sé á leið ís- lenzks þjóðernis og hvílíkum erfiðleikum það sé bundið að halda hér við íslenzkri tungu. En af því það virðist yfir höfuð vera áhuga- mál allra, eða flestra að minsta kosti, að berjast þar til þrautar, þá er það næst fyrir að benda á ráð, er til þess megi verða. Séra B. B. Jónsson, upphafsmaður þessa máls og frumkvöðull þeirrar hreyfingar, sem nú virðist gagntaka hugi og hjörtu íslendinga fremur en nokkru sinni áður, hefir bent á eina aðferð—einn þátt er styrkja megi samband vort hér við móður þjóðina heima; því það getur engum dulist að ef íslenzkt þjóðerni á ekki að deyja hér hjá oss, þá verður styrkur að koma að heiman í einhverri mynd. par er hinn sanni íslenzki jarðvegur, og sú grein trésins sem hémamegin er verður að fá næringu sína þaðan, ella er hún dauðadæmd hvað sem hver segir og hvað sem gert er. Vér hér verðum að skoða ísland sem móður vora í vissum skilningi, og ísland verður að skoða oss hér sem barn sitt, er fóstrað sé í f jarlægð. Vér megum ekki gleyma því að uppfylla hér allar vorar borgaralegu skyldur; vanræksla í þá átt væri oss og móður vorri vanvirða og báðum þjóðunum skaði. Fyrsta skylda vor—eða fyrsti möguleiki til að leysa skyldur vorar hér af hendi, er að nema tungu þessa lands vel og fullkomlega. Og vér eigum að stuðla að því af alefli að hún sé kend börnum vorum, ekki með hangandi hendi eða hálfvelgju, heldur vel og fullkomlega. Vér eigum að láta oss skiljast það að tunga þessa lands— Enskan—verður að vera kenslumálið í öllum skól- um vorum og það tafarlaust. Að láta kenna ís- lenzkum börnum Ensku og annað, þannig að alt sé skýrt á íslenzku, er ekki einungis heimskulegt. heldur rangt gagnvart nemendanum. pað er al- veg sama og kenna manni að synda á þuru landi. pað er þá fyrst þegar maður verður að tala Ensk- una, sem maður lærir hana; á meðan fslenzka er höfð til skýringar í skólum, læra börnin ekki Ensku, alveg eins og maður lærir aldrei að synda fyr en í vatnið kemur. Með hinni aðferðinni má læra enska málfræði og bókmál yfir höfuð, en þá fimi sem því heyrir til að gera mál að sínu eigin, lærir enginn fyr en hann verður að æfa sig í því og hefir ekki annars kost. pað má læra sundtökin á þurru landi, en ekki að verða æfður sundmaður nema í vatni. fslendingum er það ekki nóg að kunna hrafl í Ensku, þeir vilja og verða að læra hana vel og full- komlega, gera hana að sínu andlega verkfæri, sem þeir séu færir um að beita hvar og hvenær og hvernig sem við á og að gagni má koma. Fyr en þeir hafa lært hana þannig eru þeir hér á hurðar- baki og tækifæralausir. En þeir geta haldið við tungu sinni og þjóðemi jafnframt, þótt þeir læri ekki fslenzku í alþýðu- skólunum. Ef þeir “stefna” allir í sömu átt—allir í ein- ingu að því marki að vilja halda við bjóðemi og tungu, þá er að koma sér á einhverjar fastar, praktiskar aðferðir eða leiðir. Lögberg vill því að endingu benda á það sem því sýnist mætti að liði koma í þessu efni. Má vera að þar verði skiftar skoðani \ með sum atrið- in að minsta kosti, enda liggja þau fyrir til um- ræðu og ályktan?. ef þau þykja þess virði. eða múlið í heild sinni. pað sem Lögbeig telur vieniegt. til viðhalds íslenzks þjóðemis er þetta: 1. Sem mestar samgöngur og ferðalög milli vor og, bræðra vorra heima á ættjörðinni. 2. Aukin verzlunarviðskifti milli Vestur- og Austur-fslendinga. 3. Mannaskifti. 4. Sameiginlegt tímarit. 5. Sérstakir heimaskólar, þar sem kend sé ís- lenzka og íslenzk fræðsla fari fram, alveg laus við ríkisskólana. 6. Fjölbreytt, alíslenzkt unglingablað. 7. pjóðvakningar félag, sem hafi deildir al- staðar þar sem íslendingar eiga heima, í líkingu við uppástungu núverandi ritstjóra Lögbergs fyrir 14. árum síðan. Fleira mætti óefað nefna. En ef þetta væri alt gert, þá væri von sigurs með góðri samvinnu— en hún er það nauðsynlegasta. Og á það skal bent hér, að með því eina móti er mögulegt að halda við þjóðemi voru framvegis að samvinna takist; mishepnist húp, þá stefnir blátt áfram á klett eyðileggingarinnar—tunga vor er þá dauðadæmd, því er ekki að leyna. Hér skal nú farið nokkrum orðum um hvert þessara sjö atriða fyrir sig. Fyrsta atriðið heyrir til uppástungu séra Bjöms. Frumspor aukinna milliferða heim og að heiman gæti verið ferð sú er hann ræður til 1917. pað er ávalt mikils virði að vel sé af stað farið, og ef íslendingar tækju sig alment saman í tíma, með þeim ásetningi að f jölmenna við það tækifæri, þá er vegurinn ruddur. Eigi þetta að komast í framkvæmd og verða þjóðflokki vorum til sóma og gagns, þá þarf að byrja á því nú þegar að safna nöfnum þeirra manna, sem heim vildu fara, og sæju sér fært að taka þátt í förinni, um allar bygðir íslendinga. Nefnd þyrfti að kjósa á almennum borgara- fundi, þar sem allir flokkar væru saman komnir til þess að standa fyrir förinni. Eftir það þyrfti að grenslast eftir hversu mikið skip kostaði, því sjálfsagt væri að leigja skip að öllu leyti. Yrði stærð þess að vera eftir því hversu margir tækju þátt í förinni; um að gera að þeir yrðu sem allra flestir, bæði til þess að sem hátíðlegast væri og almennast, og ekki síður til þess að fargjald gæti orðið lágt og fátækt fólk væri ekki úti lokað af þeim ástæðum. Sumir mundu ef til vill hafa það á móti þess- ari uppástungu séra Bjöms að förin væri í sam- bandi við eða í tilefni af þess konar atburði í sög- unni, sem snerti trú, og þarafleiðandi einungis sumra, en kæmi öðrum ekki við. En það er misskilningur. Förin ætti alls ekki að vera bundin því að þeir einir tækju þátt í henni, sem fylgdu kenningu Lúthers. Hitt liggur í augum uppi að fyrsta sporið— fyrsta ferðin yrði að vera í sambandi við eitthvert mikilvægt atriði, og það er víst að þessi viðburður verður hátíðlegur haldinn bæði hér og heima og tækifærið því að mörgu leyti mjög tilhlýðilegt, eins og bent hefir verið á áður, bæði af séra Birni og öðrum, síðan grein hans birtist. Ferðalög á víxl milli landanna hafa meiri áhrif en hægt er að reikna út í fljótu bragði; þegar hér er talað um fsland, verður mörgum það á að skoða það og lýsa því eins og það var þegar þeir fóru að heiman, fyrir 30—40 árum, ef til vill peir skilja það ekki að landið og þjóðin hafa breyzt. Ritstjóri Lögbergs átti nýlega tal við mann um þetta efni, og hélt maðurinn því fram að ísland gæti ekki breyzt; það væri jafn norðarlega og fyr, jafn kalt og fyr, jafn fátækt og fyr, jafn ófrjótt og fyr og jafn “lélegt” og fyr, eins og hann komst að orði. Og hann talaði af einlægni og sannfær- ingu; en hreinustu vanþekkingu. Hann hafði ver- ið hér í 24 ár og horfði á alt í huga sér, eins og það var þá. Og svona er það með fjölda marga. En þeir sem komið hafa heim í seinni tíð vita það að ísland er alt annað land en það var fyrir fjórðungi aldar. Einungis persónu kynning sýn- ir það og sannar mönnum. Allur fjöldi þeirra sem að heiman koma hafa sonarlegar og hlýjar tilfinningar til fslands fyrstu árin, en þær smákólna eða sljófgast. Við heim- ferðir manna héðan og heimsóknir manna þaðan breytist þetta þannig að tilfinningarnar haldast við. Allir eldar deyja þegar eldsneytið þrýtur og svo er með elda tilfinninganna. En eldsneyti þeirra en áframhaldandi kynning, þegar hún þrýt- ur, deyja eða deyfast þeir eldar. í hvert skifti sem menn fara heim, koma þeir hingað vestur aftur með hugann fullan af íslenzk- um myndum; íslenzku þreki, íslenzkri fegurð, ís- lenzkri ráðvendni, íslenzkum skáldskap—öllu ís- lenzku. pannig er það þegar einstaklingarnir fara heim. pað er eins og þeir finni sjálfa sig, eða þá parta sem þeir hafa týnt af sjálfum sér, sem oft eru margir og stórir. Og þeir verða eins og áhrifa- alda hér vestra, hver í sínu lagi. pessi dæmi eru deginum ljósari. Margir þeirra manna sem heim fóru fyrir nokkrum árum, hafa hvað eftir annað haft það á orði að eitthvað sé það heima sem þeim hafi fallið svo vel í geð að þeir vildu gjarnan vera í þeim kringumstæðum að geta flutt sig þangað; og þeir hafa unun af því að tala um ýmislegt heima. Og þetta eru ekki einungis þeir sem gaml- ir voru þegar þeir kvöddu ættjörðina, heldur jafnvel hinir sem hér eru svo að segja uppaldir. Og sé þessu þannig varið; ef það er satt— sem enginn getur neitað—að áhrifaalda berist vestur með hverjum einstaklingi sem heim fer og hingað kemur aftur, hversu óendalega miklu meiri áhrif hlytu þá að verða af fjölmennri og hátíðlegri för Vestur-íslendinga yfir hafið. — pað hlyti að skapa flóð íslenzkra áhrifa hér vestan hafs. Sannleikurinn er sá að þjóðræknin vor á meðal er eihs og sofandi bam; sé hún ekki vakin þá deyr hún í svefni, og það eru aðeins raföldur íslenzkra áhrifa, sem þannig geta snortið hana að hún vakni til fulls. Sé hægt að vekja þjóðemistilfinninguna ein- mitt nú, svo að hún verði almenn, alvarleg og sterk, þá er henni borgið um langan aldur—hver veit hvað langan. Og vakni hún ekki við þau áhrif sem séra Björn hefir hrundið af stað með “Hvert stefnir”, þá er henni ekki vöknunar von. (Niðurlag næst). Otrúlegt en satt. pegar landið er svo að segja örmagna, í heljar- greipum stríðs og styrjaldar. pegar andstæðing- ar*ríkisins hafa reynst miklu sterkari en nokkrum manni kom til hugar að þeir gætu verið. pegar alt er lagt fram, bæði fé, tími, vellíðan og líf; þeg- ar konur kveðja menn sína og leggja þá sem fórn á altari þjóðarinnar; þegar mæður hrósa happi að eiga syni, sem tekið geta vopn og barist. pegar allir reyna af fremsta megni að leggja niður skoðanamun og ósætti, í því skyni að verða að Sem mestu liði, hver í sínum verkahring og hver eftir sínum besta skilningi og hæfileikum. pá er tæplega hægt að trúa því að til séu menn, sem undir fölsku flaggi uppgerðar þjóðrækni og ættjarðarástar, skuli svíkja ríkið og þjóðina. Já, það er ótrúlegt, en því miður satt. Stríðinu var ekki langt komið þegar það kom upp að fjárdráttarmenn innan ríkisins hefðu farið svo langt að þeir sviku skóna sem af þeim voru keyptir dýrum dómum handa hermönnunum. petta þótti svo alvarlegt að lengi var borið til baka á þeim grundvelli að engin þjóð væri svo spilt að slíkt gæti komið fyrir. Heilsu þeirra manna, sem lögðu líf sitt í sölurnar fyrir ríkið var stofnað í háska, og þarf ekki langra athugana til þess að sjá hvílíkur glæpur slíkt var og til hví- líkra vandræða slíkt gat leitt. En það var ekki nóg; smátt og smátt kom fleira í dagsljósið, ekki fegurra; ein blóðsugan kom fram eftir aðra; ein svikin urðu uppvís eftir önnur og hvergi sást út fyrir þann f járdráttar vef sem að verki var. Ekki var annað að sjá en að fjöldi manna hefði sett sér það markmið að flá ríkið og féfletta það á allan mögulegan hátt, á þeim tíma þegar mest reið á ærlegum og samvizkusömum skiftum. Ekki voru einungis skómir sviknir á hermenn- ina, heldur einnig vopnin, sem þeir áttu að beita og sjónaukamir sem þeir áttu að nota. Að svíkja skóna var sama sem að höggva sár á fæturþeirra; að svíkja byssumar var sama sem að ónýta vopnin í höndum þeirra og senda þá síð- an út í hættuna; að svíkja sjónaukana var sama sem að kasta sandi í augu þeirra til sjóndeyfðar. Og þó kastaði tólfunum í öllum þeim óheyrðu svikum sem í ljós komu í sambandi við hestasöl- una. par sem hestar voru seldir eineygðir, haltir, meiddir, gigtveikir og alls konar gallagripir, auk þess sem sumir voru þrítugir að aldri. Og fyrir allar þessar sviknu vörur var sett ræningjaverð; hundruðum þúsunda, jafnvel mil- jónum dollara stungið í vasa einstakra manna og félaga fram yfir sanngjamt verð. Um þetta var talað landshomanna á milli og loksins varð gremja fólksin^ svo mikil að eitthvað varð að gera, og var þá skipaður maður til þess að rannsaka öll þessi mál. Hann hét Davidson og fór fylki úr fylki og hélt rannsóknir; kom það í ljós í hverjum einasta stað þar sem hann yfirheyrði menn, er hervörur höfðu selt, að fjárdáttur hafði verið hafður í frammi. Sumstaðar sviknar vörur, sumstaðar sett tvöfalt verð og víða hvorttveggja. í öllum löndum nema Canada hefðu slíkir menn verið teknir fastir og hegnt harðlega. peir hefðu verið skoðaðir sem óvinir ríkisins og hættu- legir í hæsta máta. En hvað var gert? Mennimir eru flestir laus- ir enn þann dag í dag, og engar kærur fram komn- ar á hendur þeim, þótt þeir hafi verið staðnir að ódæðisverkunum peir halda sumir áfram að njóta virðinga og valda í ýmsum ábyrgðarmiklum stöðum og er ekki snert hár á höfði þeirra fremur en þeir væru sak- lausir englar og trúir borgarar. Svo kom skotfærapöntun frá Englandi; flýja Bretar þar til Canadamanna, þegar þeir þurfa á vopnum og verjum að halda og treysta þeim eins og sönnum sonum til þess að sýna snarræði og samvizkusemi. peim lá á skotfærum—lá á því að þau væru búin til tafarlaust og svikalaust. Og þetta var ekkert smáræði. peir pöntuðu margra miljóna dollara virði. pegar til kom voru sömu óhreinu hendumar á bak við þessar pantanir hér; sömu löngu fing- urnir sem um þær fjötluðu; sömu svikin, sama græðgin og sömu landráðin. Vopnin eða skotfærin sem borgarar þessa lands og móðurþjóðarinnar áttu líf sitt undir voru svikin, og verðið sem fyrir þetta var sett var mörgum miljónum dollara hærra en sanngjarnt var. Samningar voru gerðir við menn sem kölluðu sig félag; menn sem engin tök né áhöld höfðu til hergagna smíða. pessum félögum var borgað fyrir fram fé í miljóna tali, svo fá þau önnur fé- lög til að búa til hergögnin, en geta ekkert sjálf nema tekið ógrynni fjár úr vasa fólksins, með að- stoð þeirra inanna sem stjórnin sjálf skipar. Allar kærur og kröfur voru bældar niður; alt var talið rangt er fram kom frá andstæðingum stjórnarinnar í Ottawa þegar þeir vildu halda uppi rétti fólksins og heimtuðu rannsókn. pví var | neitað fyrst harðlega að nokkuð væri að rannsaka. Pegar það dugði ekki lengur var því haldið fram að þetta væri mál sem Canadastjórnin hefði ekk- ert með að gera; það væri alríkisstjóminni á Bretlandi sem það heyrði til. Eins og skýrt var frá í Lögbergi nýlega hafði brezka stjómin heyrt svo Ijótar sögur héðan að vestan og fengið svo ill- an grun á ráðvendni Canadamanna vegna dýrleika skotfæranna að hún sendi mann hingað vestur er Thompson hét til þess að athuga gerðir skotfæra- nefndarinnar, og endaði það þannig að hún varð að fara frá með vanvirðu og önnur nefnd var sett í staðin. En hver var hegningin fyrir glæpinn? engin, alls engin. Eins og þeir ganga lausir enn þann dag í dag sem Davidson rannsakaði og f járdráttur- inn sannaðist um og svikin, eins eru þeir lausir og frjálsir sem svku skotfærin, bæði að efni, verki og verði. Og nefndin sem að sjálfsögðu bar alla ábyrgðina og gefið hafði sjálfri sér samningana og peningana, einnig hún er laus og frjáls. pað er öllu óhætt hér í Canada undir sambandsstjóm- inni, ef fjárdráttarmennimir fara nógu langt; ef þeir eru ekki að ómyndast við að stela eða ræna eða svíkja út aðeins fáeina dali. Fyrir þess konar er hegnt, en þegar það skiftir tugum eða hundruðum þúsunda Æða helzt ef það skiftir miljónum, þá er hættan engin, en vemdin nóg og öflug. Pað sýndist liggja beint við að allir fjárdrátt- armennimir væru teknir fastir og settir í gæzlu- varðhald; mál þeirra rannsökuð til fullnustu og dómar uppkveðnir. En því er ekki að heilsa. Loksins kom þó fram annar Thomas Johnson í Ottawa þinginu og gekk svo hart að verki að iíklegt er talið að sögulegt verði. pingmaður, sem George Kyte heitir, kemur fram í vikunni sem leið með beinar kærur um fjárdrátt, ráðleysi, meinsæri, samsæri og stuld. Er þar lagt fram alt sem til sannana þarf. Nöfn manna gefin; fjárupphæðir tilteknar; stað- ir og stundir greind og svo vel og rækilega frá gengið að tæpast er hægt að ganga fram hjá. m THE DOMINION BANK ■** ■"•«'»11 B- OBI m. M f .. frrm W O ■ATTMW C. A. BOGEKT, G^nerftl Maunfer. Varnsjóðnr og óskiítur gróðl.. $7.300.000 Stol’iisjóður................$6,000,000 BYILJA MA SPABISJÓÖmREIKXING MEI> $1.00 PaS er ekkl nauðsynlegt fyrlr big að Hða þangað til þú átt ftlitlega upphæð til þess að byrja spartsjóðereikning vlð þennan banka. Viðskifti má byrja með $1.00 eða meiru, og eru rentur borgaðar tvisvar á ári. Notre Dame Branoh—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Brancli—M. S. BUKGEK, Manager. Hann sýndi fram á og bauðst til að sanna ef rannsókn fengist, að Allison hershöfðingi með vemd Sam Hughes hermálaráð- herra hefði sólundað svo fé fólks- ins og svikið svo ríkið þegar það var í nauðum statt að hver sá er ekki væri rannsókn og hegn- ingu meðmæltur, verðskuldaði fyrirlitningu þjóðarinnar. Borden stjórnin hefir þegar skipað áttatíu og eina konung- lega rannsóknamefnd síðan hún kom til valda 1911, og hafa þær kostað landið $250,000; en sum- ar—og flestar þeirra hafa verið að engu liði. Nú skipar Borden áttugustu og aðra nefndina; voru það að- eins tveir menn með afartak- mörkuðu valdi. (Frh.). Hermiþingið. (Framh. frá i. blsj var það sú sprengikúla sem stríðiö vanst á. 15. maí uröu svo stjórn- arskiftin, en kosningarnar 6. ágúst, meö öllum sínum ml<lu og góöu af- leiöingum. Johnson sagði siðan sögu þings- ins og starfa þess. Mintist á Iof- orö þau sem flokkurinn heföi gef- iö fyrir kosningarnar og mál þau sem hann haföi barist fyrir um mörg ár. m'ntist á það hversu vel og ófrávíkjanlega öll loforö heföu verið efnd og hversu miklu hefði þegar veriö til leiöar komiö, þótt ekki væru nema tíu mánuðir síðan stjórnin tók viö meö fullum ráöum. Málin sem afgreidd voru á þingi hafa verið skýrö í Lögbergi, en Johnson lýsti gildi þeirra hvers fyr- ir sig vel og skipulega. Hann sagði það satt vera, sem Dró Jón Stefáns- son heföi tekiö fram, að flokkar stæöu sjaldan algerlega við loforð sín; hér væri undantekning; þessi stjórn hefði ekki staðið viö þau með neinum hálfvelgju handaþvotti, heldur bókstaflega og fullkomlega, e'ns og ærlegum flokki sæmdi að gera. Enda kvað hann stjórnina vera svo lánsama að hafa fullkom- ið traust svo að segja alls fólksins, hvaða flokki sem það fylgdi. Hann gat þess að konur hefðu lengi og ærlega barist fyrir rétti sínum með aðstoð góðra bræðra. Þeim hefðu verið settir þeir kostir að þær söfnuði 15 °/0 þeirra er at- kvæði greiddu við síðustu fylkis- kosningar undir bænarskrá um jafnrétti; hefði sú tala numið 17,- 000; en þær hefðu gert betur og komiö með 34,000 nöfn. Þær liefðu þvi uppfylt sinn part samningsins og þá hefði stjórninni verið skylt að gera það sama; enda hefði þar hvorki verið tregða né viðstaða. Kvaðst hann skoða það sem viðurkenningu þeirra, hversu fjölmennar þær væru á þessum fundi og vænta áhrifamikillar hlut- töku framvegis af þeirra hálfu í stjómmálum landsins. Hann dvaldi alllengi við menta- málin og aðgerðir stjórnarinnar í þeim. Kvað hann þá baráttu vera byrjaða en ekki endaða. Öflugur mótþrói yrði hafinn gegn stjórn- inni fyrir afnám tvískiftu skólanna, og erfitt að segja hversu lengi sú barátta entist. Kvað hann stjórn- ina ekki ganga að því gruflandi að hún hefði þar stigið hættulegt spor, ef hún aðeins hugsaði um sjálfa sig, en það væri sannfæring henn- ar að hér hefði þjóðinni verið unn- ið stórgagn, og fyrir þjóðina ætti hver stjórn að vinna fyrst og fremst. Fyrir sitt leyti kvaðst hann vera reiðubúinn að fórna sinni pólitísku stöðu fyrir það mál, ef á þyrfti að halda, þvi heill ríkisins væri í veði, ef ekki væri aðhafst, og síðari tímar mundu fella þann dóm, að þá hefði verið lagður einn traust- asti steinninn í undirstöðu trvggs þjóðlifs hér í fylki, þegar menta- málalögunum var breytt. Hann lýsti þeirri stefnu sem stjórnin hefði tekið til að hjálpa fáíækum bændum, þar sem $ioo,- 000 voru veittir til að byrja með í því skyni að hjálpa þe m til að kaupa kýr er búskap byrjuðu. Þetta kvað hann aðeins byrjun, og mundi stjómin gera alt er i hennar valdi stæði til þess að líta eftir hag bænda og efia hann; enda væru þeir nytsömustu börn þjóðarinnar. Um verkamenn talaði hann og hag þeirra, mennina sem bæru hita og þunga dagsins; kvað hann kjör þeirra oft vera önnur en æskilegt væri og hefði það mjög verið van- rækt í liðinni tíð að iíta eftir hag þeirra. Hann kvaðst sjálfur með ánægju geta lýst þvi yfir að hann hefði samið stutt lög, er snertu verkamennina, sem betri þættu en önnur lög af sama tagi, þótt lengri væru. Er þar meðal annars ákveð- ið að altaf skuli vera fyrirl:ggjandi fé til þess að borga tafarlaust þeim er fyrir meiðslum verða, svo að þeir þurfi ekki að svelta né liða á meðan þeir séu að bíða eftir máls- úrslitum. Eru þetta sérlega miklar réttarbætur. Áður voru lögin þann- ig að þeir sem verk fengu hjá stjórninni áttu að greiða ákveðið kaup, en við þvi lá engin hegning þótt það væri svikið — og þar af leiðandi var það iðuilega svikið, eins og nærri má geta. Nú hefir þessu verið breitt, svo að há sekt liggur við ef frá er vikið. Ef einhver verkamaður slasast við vinnu fyrir stjórnina, þá fær hann 55% af sínum venjulegu laun- um allan þann tíma sem hann er frá verki, sem afleiðing af slysinu; hann fær það án þess’ að þurfa að fara til lögmanns eða hafa nokkuð fyrir, og hann fær það hversu lengi sem hann er veikur. Þetta er eitt ákvæðið í nýju lögunum. Þá mintist hann á beinu löggjöf- ina. Skýrði frá þeirri stefnu sem alstaðar væri að ryðja sér til rúms að fólkiS réði sem mestu sjálft; enda væri það í al’.a staði hellbrigt; einungis þeir sem eitthvað hefðu óhreint í pokahorninu væru hrædd- ir við að láta fólkið ráða; þeir sem ráðvandlega vildu breyta hræddust það ekki. Johnson kvaðst ekki mega gleyma því að það hefðu verið ís- lenzkar konur sem fyrst hefðu hafið kvenréttinda baráttuna hér í fylki. Kvaðst hann vænta þess að þegar þær nú hefðu náð takmarkinu, létu þær til sín taka og sín góðu áhrif sjást; taldi hann það engan efa að saga Manitoba mundi geta þess að litla þjóðin íslenzka ætti þar fyrstu sporin. Eins og geta má nærri er þetta aðeins örlitið af því sem Johnson sagði. Hann þakkaði að endingu klúbbn- um fyrir það starf er hann hefði unnið og óskaði honum allra heilia. Næstur talaði Arngrímur John- son. Hann kvaðst hafa átt heima i þessu landi í síðastliðin 40 ár og væri sér óhætt að fullyrða að al- clrei hefði nokkur flokkur fyr né síðar efnt eins fullkomlega öll sín loforð og Norris flokkurinn; væru það gleðileg tákn timanna. Hann kvað það hafa verið sagt einhverju sinni að ekki væri nema einn mun- ur á conservativum og liberölum, hinir fyrnefndu efndu ill loforð, hinir síðarnefndu svikju góð. Þetta kvað hann ekki hafa sannast í Manitoba nú að því er liberala snerti, um hina vildi hann minna tala. Vonaðist hann eftir að þeir dökku timar væru á förum; iof- orðasvik þyrftu að mæta almennri fyrirl.'tningu og efndir óskiftri virðingu. Síðast taiaði Guðm. Bjarnason nokkur orð og var að því búnu klúbbnum slitið til næsta hausts. Er þá ætlast til að hanrí byrji aftur I með fullu fjöri. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6.000,000 HöfuSstóli gr.iddur $2.850.000 8XJ 5RNBNDUK : Forinaður.........- - - Str D. H. McMILLAN, K.C.M.G. Vara-formaður............... - Capt. WM. ROBTNSON Sir D. C. CAMERON. K.C.M.G., J. H. A8HDOWN, H. T. CHAMPION E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH OAMPBELL, JOHN STOVEL Allskonar bankastörf afgreidd. Vír byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er á Isiandi. Sériakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja mé með einum dollar. Rentur lagðar viðá hverjum sex mánuðum. T, E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St.. - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.