Lögberg


Lögberg - 06.04.1916, Qupperneq 7

Lögberg - 06.04.1916, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. APRIL 1916. 197. Herdeildin ^'srr, - -Li (VIKINGS OF CANADA) Lieut.-Col. A. G. Fonseca, herstjóri þessarar deildar lætur hérmeð fylgja nafnaskrá yfir nokkra Skandinava sem þegar hafa gengið í herdeildina. Þeir sem halda því fram að engir atkvæða Skandinavar séu með í þessari deild þurfa aðeins að lesa eftirfarandi nafnaskrá. íslendingum hérmeð boðið að heimsækja oss í sýningar garðinum. Þessi deild er nú þekt frá hafi til hafs. Frekari upplýsingar fást hjá Lt.-Col. A. G. Fonseca, - 305 Nanton Bldg. fslendingar: Capt. O. Stephensen, M.O. Prov.Lieut. Leifur Oddson S. H. Thingholt fBandm.) Sgt. H. Hjaltalín ('Shoem.) Sgt. S. A. Sigurdson S. E. Davidson S. Paulson N. Halldorson K. Thordarson E. Eymundson Guðni Johannesson J. K. Sigurðson A. C. Erikson Paul Johnson Hannes Gunnlaugson Arthur Vopni William Sigurdson T. Josephson K. A. Benediktson I. A. Sigurðson Helgi Hallson S. J. Péturson H. Jónasson Astor Johnson J. Mikkelson Hans J. A. Thomson T. Benson V. R. Johnson S. Sigurdson T. Johnson A. Björnson J. Schram H. Sveinson Albert Goodman Ole Josephson Daniel Kristianson J. Anderson Carl Erikson John Anderson Peter Peterson Swan Paulson C. J. Johnson Fred Jónasson Chris Paulson. Danir: Capt. A. J. E. Hansen Lieut. J. W. Hansen Lieut. J. M. Olsen Knud F. Knudson Aage C. Neilson Martimius Larson Carl Peter Westergren Nils Neilson Alfred I. Anderson Kanne C. Pederson Eimar Munck Jorgen A. Pedersen Christian F. Ramsussen Richard T. Knutsen Jens O. Neilsen Valdimar Martinson Axel V. Hansen William Krag Sören P. Peterson Alex V. Hansen H. P. Neilsen N. G. Nielsen Johannes L. Mehlsen P. O. Westergaard L. A. M. Oberg Hjalmar A. Petersen Hans Polsen Wm. Halberg J. A. Hansen Wm. Kragh A. Larsen C. L. Christensen K. iT., Knutsen L. E. Olsen S. A. Krogh. Svíar: Erik J. Nelson A. C. Soderstrom Paymaster Sgt. Louis A. M. Oberg Olaf Carlson Otto H. Aarsted Otto Hagglund Prov. Lieut. Sten. B. Lund Ernest W. Carlson Christian Olson Nels Anderson Axel Johanson Magne Tromies Andress A. Steinberg Anton E. Soder Alfred Carbo Olaf Steinberg Frank E. Hollston Andrew Erikson Reinhardt Botn Pioneer Sergeant, E. A. Gustav Swanson F. L. Danielson Sundberg Charles Olson Ingval Hagan Charles Johnson Axel Swanson N. Sturhak Gustaf A. Gronoth Emil Peterson Valdemar Kranse Carl Strand Lindborg Gustave Swanson Axel Swala Karl F. Swanson Jos. H. Zetterberg John Nelaamo Axel Nelson Leonard Johnson Erik Kilpe Anders Olson Walfrid Erickson Gust Oiva Olaf Haakonson Charles Johnson Sam Erikson Edwin Lundquist Franz Burstrom Matt Wilson Albert Gustafson R. S. Saaf Karl Rudolf Andresen Svan A. Nordlind Walfrid Ericson Peder Brandtzeg Edwin Forslund J. C. Femstrom Thomas Westafor Henrik Sofgren R. Henderson Fred Johanson Elof Bjork F. O. Ekman John Johnson Ole Scholin S. Erikson G. S. Botzow Lars B. Lund Oscar Lindell Erne Olsen John Sjokvist Astor Johnstone. L. Johnson Lind Andrew Anderson Leonaxd Frederickson ' iNorðmenn: J. W. Holberg L. J. Skogstad Erik F. Forsberg Capt. & Q.M. E. J. Cleven L. S. Linde Carl Hermanson Capt.tS' P.M. K. Haddeland L. Stener John Tidman Einar Berge C. Paulson Alex Brandt Jens C. Holstad Nels Johnson John Carlson Erik Kelvinston C. K. Berg Andrew Anderson T. N. Bodsberg Henry Engen Charles Rodin Gustaf A. Furstad J. Vannerus Carl Jacobson Peter Relling G. C. Holt Ernest Bonoon John H. Koin O. M. Carlson Aguton Suven Christian O- Steinberg Lars Aiiderscm Henry Oberg Olof Carlson E. F. Olson* Holmes Engman R. A. Aspelund C. Vollrath Alfred Karlmark Helmar Alvastad Cris Marten Wilhelm Anderson Bartman Christianson Albert E. Scarsten Charles Gustafson Axel Johannsen Alfred E. Scarsten Emil Abrahamson Peter M. Olson Oscar Brynelson Carl W. Ekman Fred Dahl J. W. Iiollin Carl T. Milton Thomas Thompson J. Halversen S. D. Fornell Albert Sanne C. Rastersen Erik J. Osterberg Thorlief Dahls C. Rasmussen. sem kærum átsvin fagni meyjan rjóða. Senn blikar sumar-sól á foldarslóð- ir og sérhvert blóm í geislamundum lýkur, af blöðum veikum burtu náttdögg strýkur, sem barns af vöngum tárin ástrík móðir. Ó, blessað vor, sem breiðir arma þína svo blítt hvert ár um helming vorr- ar jarðar og glæðir líf með geislabroti hlýju, hví getur þú ei vakið sálu mína og leyst af hjartans lindum fannir harðar, svo lifni dáin blómin mín að nýju? Og ekki er kvæðiö “Eiríksjökull” (bls. 40—47) heldur neitt hráka- smíði. T. d. þessi erindi: Við birtuskifti, er breiðir nóttin frána sitt bláa tjald sem hvolfþak yfir Frón og heilög tendrar himinljós og mána, að horfa á þig er fögur unaðssjón. t sveiflum þegar sigul-logar titra og sveiga gullna knýta þitt um hár, i rökkurdýrð við dimmblátt loftið glitra með demantslitum frosin himintár, Þá blikar sóldís björt í ljóma sín- um, hún brosir við þér, fjallajöfur hár svo milt þig kyssir margan dag, að þínum af mjallarvöngum hrynja gleðitár, Þá tíminn henni leyfir ekki lengur að leika við þitt héluskeggið sítt, og hafs að beði í gyltum náttesrk gengur, á geislafingrum koss þér sendir blítt Gamanvisur Þorskabíts eru og margar smelinar, og má esm dæmi nefna “Prestleysi” fbls. 168 J: Himins beitar húsum frá hrópað er á vörðinn. “Jórturtuggu ég vil fá,” jarmar gervöll jhörðin. Ljóðmæli þessi eiga skilið að verða keypt og lesin bæði vestan hafs og austan. Og Vestur-ís'end- ingar geta verið stoltir af Þorska- bít sínum og skipað honum á bekk með Klettafjallaskáldinu, þó margt sé ólíkt með þeim, ef í samanburð væri farið. V. G. Þorskabítur. Lögberg flutti ritdóm um Þorska- bít eigi alls fyrir löngu, og þykir það við eiga að lofa lesendunum að sjá hvað aðrir liafa um hann að segja. “Eimreiðin” birti ritdóm um liann nýlega, og er hann tekinn hér upp. Þar er mjög lofsamlega dæmt um þorskabít að verðleikum. Þó lítið sé sagt eða fáort frá penna ritdómarans, Dr. Valtýs Guð- mundssonar; hann lætur skáldið aðallega tala sjálft og er það vel til failið. — Ritstj. Þorskabítur: Nokkur ljóðmæli. Gefin út af Borgfirðingafélaginu í Winnipeg. Rvík 1914. Hann þarf ekkert að óttast, hann Þorskabítur ('sbr. “Til lesarans” framan við bókinaj, þeir verða ekki harðir, dómarnir um þessi ljóðmæli hans. Og það af þeirri einföldu ástæðu, að ljóðmælin eru yfirleitt svo góð, að þau eiga lof skilið, en ekki last. í rauninni bera þau þess engin merki, að þau séu eftir ó- skólagenginn alþýðumann, sem þó sagt er, að þau séu, þótt ekki sé nafnsins látið getið. En hver sem höf. er, og hvort sem hann hefir í nokkurn skóla gengið eða ekki, þá sýna kvæðin hans, að hann hefir aflað sér allvíðtækrar mentunar, auk þess sem hann er vitsmuna- maður að náttúrufari. Og ekki er það neinum heiglum hent, að keppa við hann i meðferð íslenzkrar tungu. Hún er hjá honum kröftug og ómenguð, enda rímlistin svo inikil, aö hann getur sett fram hugsanir sínar ljóst'og greinilega án þess að misbjóða henni í neinu, þ<’> oft sé all-dýrt kveðið. Það get- ur því átt við þann sjálfan, er hann Cbls. 98) kveður: Yrkið þitt er andlegt stál —ekkert hugsun þvingar— óafbakað islenzkt mál, engir vanskapningar. Lýsingar hans og líkingar eru og víða bæði fallegar og skáldlegar, eins og t.d. um ísland fbls. 5—6) : Sett varstu á stuðlabergs stól, hreinleg í hrimkufli gráum, hýrleg í regnfeldi bláum, dýrleg á daggeislakjól. Húmskygt við heiðblámans tjald lindar úr ljósvírum þöndum, lagðir af meistara höndum, skreyta þinn fannhvíta fald. Isjötna harðneskju-hót sefast, þá svipinn þinn líta. Sæguð með brimlokka hvíta krjúpandi kyssir þinn fót. Þin fegurð er frumlista verk. Skógur þó skýli’ eigi fagur, skinandi miðnætur-dagur vefur þér sólroðinn serk. Margt er þér hollvætta hjá: Álfar í fjöllum og fellum, framsýnu tröllin í hellum, dísir við dalvötnin blá. Bergrisar hjarta með heitt, búnir í blámóðu serki, bera þitt eldlega merki blikandi bálörum skreytt. Og ekki vantar heldur mælskuna, t.d. í þessu erindi, úr öðru kvæði um Island (bls. 12): Kættumst, þá úr kví af slcjöldum kappinn gat sér lyft; reiddumst, þegar þræls af völdum þú varst rétti svift; grættumst, þegar börn þín bana biðu’ á sultartíð; hétumst, þegar hundar Dana hýddu frjálsan lýð. Þá er og kvæðið hans um Borgar- fjörðinn svo stórfallegt, að vér get- um ekki stilt oss um að sýna úr þvi þessi erindi (bls'. 15—16) : Horfum á þess helgibrag himinmildan sumardag. • Hvað það brosir blítt og sætt, blámóðunnar guðvef klætt. Enginn betri blikmynd sá, betur liti skiftast á. Vatnið silfrað, landið lágt litað grænt, en fjallið blátt. öKorð og tinda, skriðugil, skarpar eggjar, klakaþil, nípur, dranga, nátttröll stök, náttúrunnar Grettistök, dísatorg og tívastól, tröllakirkjur, gýgjaból, afdalsvætta óðul hrein, álfaborgir, dvergastein. Efst við heiðan himininn herðabreiði jökulinn gnæfir hátt með höfuð fritt, hárið grátt og skeggið sítt; hjálminn bratta breðastáls ber sem hatt, en sér um háls hélugráan knýtir knút klakabláum rembihnút. Héraðsbygðar hjartastað hugarsjónin færist að, hvar í fjalla frjórri sveit fomhelgastan eigum reit. Þar i hlöðnum þróarbaug þjóðarfrægð er Snorralaug. Þökkum öll, að erum kunn ættarlands vors Mímisbrunn. Ljósið það, sem bjartan baug breiddi kringum Snorralaug, lýsti upp sveitir lands og strönd, lýsti um gjörvöll Norðurlönd; lýð í gegnum lifskjör dimm lýsti meir en aldir fimm; lýsti bezt, er list fékk völd, lýsir enn oss hér i kvöld. Gott er kvæðið um Gimli. einu íslenzku borgina i Ameríku, sem situr eins og kóngsdóttir i skógar- rjóðri og er að spegla sig í Winni- pegvatninu, og sem á að koma sér vel við dollaradrotninguna (Ame- ríkuj, :m þess þó að svíkja eld- fjalladrotninguna goðbomu (ís- land). Vér tilfærum tvö erindi: Gimli! Þú heitin var göfgasta nafni, griska þó virðist það kynblöndnum lýð. Barn ertu enn þá í borganna safni; barnið sér enginn hvað verður með tið. Þú ert sein ungmey í skógarins skjóli skírlíf með ársólarroðann á kinn, bíður þins hámarks á blíðvona stóli. Blátæra -atnið er spegillinn þinn. Gimli! Eg árna þér frægðar og frama, ft-amtíðargengis í sérhverri grein. Verði þitt íslenzka einkennið sama, eldfjalladrotningar minningin hrein. Komdu þér vel samt við dollara- drotning. Drotning sú vís er að liðsinna þér. Sintu’ hennar boðum og sýndu’ henni lotning, —en svíktu’ ekki hina sem goðbor- in er. Þá eru vorkvæðin hans Þorska- bíts heldur ekki slök, t. d. “Vor- morgun” (bls. 28—29) : Vors er nætur-dýrðin dvínar, dagurinn þá af austurhæðum inn á sjónar-sviðið víða svífur í björtum tignarklæðum. Hans ei dvelur dísin hlýja dýrðleg tendrar ljósafærin. Geislafléttur gyltar skýja greiðir mildur sunnanblærinn. Yfir breiðist árdagsmóða, eins og rósablæjur þunnar. Máluð eru grænum gróða gólf í sölum náttúrunnar. Nú má fagra hringing heyra. Hún er vorsins gleðikliður. Saman blandast blítt í eyra bjarkaþytur, vatnaniður. Fegnir sumars frelsisgjöldum fuglar sér í hópa raða, líða hátt í loftsins öldum, létta vængi í geislum baða. Hefja söngva hjartagladdir, heyrast sem frá einum munni unaðsblíðar englaraddir ofan úr bláu hvelfingunni. Lýðir næsta létt sér hasta, leggja hlust að fegurð þinni. Ó, þú glæsta og göfugasta guðsþjónusta í veröldinni! Ekki síður þýtt og unaðslegt er “Við vorkomu” (bls. 30—31): Nú blánar loft, og breytist klaka- rnóða í blæju þunna vorsins daggarúða; sig klæðir jörð í krystallsperlu- skrúða, Business and Proíessionaí Cards Dr. R. L. HUR3T. Momber of Royal Coll. of Surgreona Eng., útskrifaSur af Royal College of Physiclans. London. SérfræBingur I brjéet- tauga- og kven-sjúkdémum. —Skrifst S06 Kennedy Bldg., Portage Ave. (A nt.ötl Baton’s). Tala. M. 114 Helmtli M 2696. Ttmi til vitStals: kl. 2—6 og 7—8 e.h. Úr bréfum. Þá ætla eg að minnast lítið eitt á Lögberg, sem eg hefi verið kaup- andi að síðan það fyrst kom út og líkar það nú með bezta móti. Eg varð glaður að þér komust í rit- stjóra sessinn aftur, og að illkynj- aður rógur varð að hníga og leggja niður rófuna; því bygging á sandi af illri tegund hnígur oft furðu fljótt, þegar sönnu mætir. Mjög hóglegar og eðlilegar þyk- ir okkur hér Lögberg flytja stríðs- fréttirnar, og þótt það fylgi því að íslendingar leggi fram sinn skerf tiltölulega eftir þjóðerni og fólks- fjölda, er sanngjart gagnvart þegnskyldunni. Það er nokkuð ægilegt að sjá og lesa í alþýðublöðum, heila dálka og jafnvel blaðsiður, fullar af hrotta- legum ritgerðum um það efni. Bindindismálið þótti mörgum taka upp of mikið rúm í blaðinu tipp á síðkastið og Bakkusar böl- sögur, en það getur maður fyrir- gefið af þeirri ástæðu, að sá stóri dagur var í nánd, vínbannslaga konsingarnar sem nú eru yfir, og er sá sigur óviðjafnanlegur fyrir alla, aldna, alna og óborna. Það er gott að geta raulað þetta: Bakkus er nú af hólmi hrakinn hélt ekki velli, og það fór vel. Draugur sá aldrei verði upp vakinn, valföður neðar gisti hann hel. Vel kemur Sólskinið sér alstaðar. Ekki spillir það fyrir kaupunum á Lögbergi að hafa þetta litla bama- blað i blaðinu. Er það mjög heppi- leg hugmynd, og held eg enginn sjái eftir því rúmi, sem það tekur. Kvenréttinda málið er mjög nauðsynlegt málefni. En þó getur það gengið svo langt að maður þreytist að lesa marga dálka af því í sama blaði. íslandsfréttir eru flestuin held eg kærkomnar, eða svo eru þær mér, og gott er að fá sem flestar íslenzkar ferskeytlur, ef þær eru góðar, helzt gamlar tækifærisvísur, sem hafa í sér fólgna sagnafræði. Söguþættimir í Lögbergi voru víst af mörgum lesnir með ánægju, og það er sem eg þrái alla tíö, að íslenzku blöðin hafi meðferðis ís- lenzka sagnfræðis annáls þætti, sem aldrei er nógu vel á loft haldið. Það er máske ekki þægilegt að hafa upp á þeim hér vestan hafs. En ef auglýst væri í blaðinu fyrir þá, held eg að mætti grafa upp nokkuð af þeim. Eg bið yður að fyrirgefa alt þetta fjölorða rugl, og kveð yður með ósk um langa og góða framtíð við Lögberg. Virðingarfylst. S. Bardarsott. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TEI.KPHONK SAKRvaíO Opficb-Tímar: 2—3 Heimili: 776 VictorS«. Tki.kphonk carrv aai Winnipeg, Man. Dr. O. BJORSSON Office: Cor. Sherbrooke & William Trlkphone,qakry 32« Officetímar: 2—3 HKIMILIi 764 Victor Street rBLRPUONEl GARRY T63 Winnipeg, Man. THOS. H. JOHNSON o« HJÁLMAR A. BERCMAN, fsleprkir lógfrar-ninear Skripstopa:—RoomSu McArthni Building, Portage Avenoe Abitun: P. O. Box IHAH. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipe* Joseph T. Thorson íslenzkur lögfræðingur Aritun: MMPBEll, PITBUDO fi COMPINY Farmer Building. • Winnipeg Man. » Phono Main 7540 J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald Street Tals. main 5302. Dr- J. Stefánsson 401 BOYI) liliDO. Oor. Portage and Ekimonton Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma. — BJr aC hitta fr& kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. — Tnlsími: Main 4742. HelmiU: 105 OUvla St. Talsími: Garry 2315. Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Korni Toronto og Notre Dame Phone • Oarry 2988 Uetmills Oarry 89» J. J. BILDFELL fasteignasali ftoom S20 Union Bank - \ TEL. 2683 ! Selur hús og ló5ir og annast alt þar aOlútandi. PeDÍngalán í J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu & húsum. Annaat lán og elds&byrgðir o. fl. 504 The Kensington, Port-éfcSmlt h Phone Maln 2597 Steam No-More GLERAUGNA HREINSARl er samsetningur sem hver maður er gler- augu brúkar œtti ekki að vera án. Ef ein- staka sinnum s;tt á gleraugun, heldur það þeim hreinum og ver ryki að setjastá þau, Breyling loftslags fr& kulda til hita, setur ekki móðu á þau. Þér getið ekki ímyndað ; yður hvaða ágætis efni þetta ertilað halda gleraugum hreinum. Vér ábyrgjumst það, annars fæst peningunum skilað aftur. VERD 25 cts. WINNIPEG INTRODUCE CO., P.O. Box 56, - Winnipcg, Man A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selnr líkkistur og annast Dm útJarir. Allur útbún- aður sá be.zti. Ennfrem- ur selur bann allskonar minnisvarða og legsteina Ta’e. He mlli Qarry 2181 n Offlce „ 300 og- 37B Tals. G. 2292 McFarlane & Cairns æfðustu skraddarar { Winnipeg 335 þotre Dame Ave. > dyr fyrir vastan Winnip.R leikhús Thorsteinsson Bros. & Company ðyggja h&s, selja lóðir, útvegR lán og eídsábyrgð P6n: M. 2(01 81* Someneet BMg. O. 7SS. Wlnl|Mic, Mm. .. . . Víðir, 15. marz 1916. Heiðraði ritstjóri Lögbergs. Með þessum línum sendi eg þér innilegt þakklæti fyrir þitt góða fylgi, sem þú hefir sýnt í ritgerð- um þinum í Lögbergi viðvíkjandi vínbanninu. Og sérstaklega þakka eg þér fyrir kvæðið “Vínsalinn hlær”. Það er sannarlegt dæmi og góð viðvörun og brennir sig inn í; tilfinningar þeirra, sem vel taka í eftir því, vegna þess að hvert ein- asta orð er átakanlegur sannleikur. Svo þakka cg þér fyrir sólskin. Það er skínandi góð hugmynd fyr- ir börnin og gaman fyrir alla að lesa það, eins og alt sem þú ritar, fagurt og vel hugsað. Menn mega vera stoltir af að hafa annan eins ritstjóra að Lög- bergi, eins og þú ert. Mér fanst eg mega til með að skrifa þessar lín- ur, þó eg hafi aldrei skrifað linu í dagblað fyrri, og bið eg þig vel- virðingar á stílsmátanum. Svo óska eg þér, ritstjóri góður, langra og góðra lífdaga og að þú megir sem lengst halda áfram með þín merkilegu ritstörf. Viröingarfylst. Helga Björnsson. Vér lfgRjum (érataka fthersla A U selja meööl efttr forekrlttum Lækna. Hin beztu melöl, sem hægt er ah f&. eru notuö eingöngu. þegar þér kom- 18 meS forskrlftlna til vor, meiit (*r vera vlss um a8 f& rétt þa8 seta læknlrlnu tekur tll. OOLCIiKCGH * CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke ul Phone Oarry 2690 og 2691. Giftingaleyflabréf seld. Edward Carson, hinn mikli póli- tíski leiðtogi íra, sem veikur hefir verið að undanförnu, er nú kominn til heilsu aftur og er búist við að hann láti til sín taka þegar hann kemur í þingið. Garranza hefir neitað herliði Bandaríkjanna um að nota síma- þræðina til skeytaskifta við forset- ann og stjórnina. Hefir Wilson sím að honum og krafist þess að hann breytti þvi ákvæði, þar sem Banda- rikjaherinn er kominn 200 mílur inn i Maxico. Allar reglulegar póstáætlanir milli Evrópu og Vesturheims hafa verið afnumdar; póstur fer aðeins þegar ferðir falla. 2000 bændur hafa sótt uin kýr 1 þær sem akuryrkjumála deildin j lofaði, og sýnir það bezt hvílík þörf hefir verið á þeirri hjálp. Reynist mjög vel Fyrir skömmum tíma feng um við bréf frá einum af vor um góðu viðskiftamönnum og setjum vér hér eftirfarandi setningu úr því bréfi: Gerið svo vel að senda mér tvö glös í viðbót af “American Elixir of Bitter Wine”, mér reynist það mjög vel til að halda melt ingunni í reglu og gefa góða matarlyst. Rev. Joseph Conrath prestur i St. Josephs kirkjunni Rawlings, )Vyo.” Vér erum alveg á sama máli og séra Conrath og viljunt bæta því við að vér fáum svo hundruðum skiftir af þess konar bréfum frá fólki sem hefir reynst meðaliö eins vel og því er lýst. Þú getur treyst “American Elixir of Bitter Wine”; það verður þér til mikillar hjálpar þegar þú ert lasinn af hægðaleysi, melting- arleysi og þess konar. Fæst í lyfjabúðum. Verð $1.30. Jos. Triner, 1333— 1339 S. Ashland Ave., Chicago Hvenær sem þú þarft góð- an, áreiðanlegan áburð, þá biddu um Triners Liniment. Það er búið til úr bestu efnum af lærðum meðala fræðingum undir eftirliti læknis. Ekkert meðal er betra til þess aö vinna fljótt og vel en Triners Liniment. Verð 70 cent. Póstgjald torgað af oss. Meðöl þan sem að ofan eru auglyst -Joseph Trieners Retnedies—fist hjá The Gordon MitcheU Drug Co, Winnipeg.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.