Lögberg - 13.04.1916, Page 1
1
Peerless Bakeries
Heildsöluverzlun
Búa til beztu tegundir af sætabrauÖi. Ekkert sparað
til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar
og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri
iðn. Krínglur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá
verzlunarmönnum út um Iandið fljótt afgreiddar.
C. HJALMARSON, Eigandi,
1 156-8 Ingersoll 8t. - Tals. Q. 4140
ÞETTA PLÁSS ER
TIL SÖLU
29. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 13. APRÍL 1916
Stríðsfréttir
Canada hefir nú sem stendur
60,000 manns á vígvellinum á
Frakklandi og auk þess 44,000 á
Englandi héSan, en 134,000 hér viö
æfingar; er þaS alls 238,000;
meira en fjórtSi partur úr miljón.
I
HúsnæSi fyrir hermennina í
Canada yfir vétrarmánuöina hefir
kostatS 853,130 alls, en húsnæði fyr-
ir verSi, herforingja, særtia menn
o.s.frv. hefir á samí tíma kostaS
I47.I3S-
Pöntun fyrir $25,000,000 viröi
af kúlum hjá Bandarikjafélögum
hefir verið tekin aftur; er ástæöan
gefin sú aö óregla sé í sambandi við
pöntunina. Sagt er aö svo hafi
verið um samiö aö.$i,25 aukagjald
skyldi lagt á hverja kúlu til ágóða,
og er þaö offjár.
Stríöið kostar Englendinga $2,
000,000 á dag; hefir stjórnin þar
tekið upp sama sig og fylkisstjórn-
in gerði hér á síðasta þingi, aö
ieggja toll á skemtanir; er búist viö
að þannig fáist $65,000,000 á ári.
Tekjurnar á Englandi hafa verið
$28,000,000 meira en áætlaö var,
en útgjöldin um $'24,000,000 lægri
en búist var við, þegar áætlanir
voru geröar.
Vamir þær sem upp hafa veriö
settar í Lundúnaborg gegn skaða
af þýzkum loftskipum, háfa feynst
ágætlega. Harold J. Tennant, að-
stoðar þingskrifari á Englandi lýsti
því yfir fyrra miðvikudag að þess-
ar vamir væru þegar orðnar mjög
öflugar og væm þó endurbættar
daglega. Kvað hann innan skamms
enga hættu stafa af loftbátum.
Ivanoff hershöfðingi Rússa að
suðvestan hefir orðið að láta af her-
stjórn sökum vanheilsu, en í hans
stað hefir tekið við Brunsloff hers-
höfðingi. Ivanoff (kveðst vænta
langvarandi stríös, en segir að
Rússar hafi nóga menn til úthalds,
hversu lengi sem á þurfi að halda.
Hann hefir verið dugandi hershöfð-
ingi, fáorður en stórvirkur.
Ensk herreild undir -forustu
Smuths hershöfðingja vann sigur i
orustu í Amsha héraðinu í Suður
Afríku á fimtijdaginn á þýzkri
deild, og gáfust hinir síðamefndu
upp með öllu.
Frakkar unnu allmikið á síðast-
liðinn föstudag; hröktu Þjóðverja
á stóru svæði og tóku nokkrar skot-
grafir aftur er Þjóðverjar höfðu
náð fyr.
m' ;" w m 'Piwy—miP^
Hjá vatninu Narboz skamt frá
Danisk náðu * Rússar allmiklu af
skotgröfum af Austurríkismönnum
á laugardaginn og tóku nokkra
fanga.
Fyrir norðan Monte Christabet
tóku AusturríkiSmenn landræmu og
skotgrafir af ítölum á fimtudaginn;
náðu þeir þar tveimur stórum byss-
um og mörgum föngum.
Flóð í Tigris ánni hafa gert það
að verkum að Bretar hafa ekki
kornist eins fljótt og við var búist
til Kut-el-Amara, þar sem Town-
end hrrshöfðingi er inniluktur með
liði sínu og getur ekki aðhafst.
Átti lið Breta að fara honum til
hjálpar þangað austur, en hefir enn
ekki komist sökum flóða og ófærða.
Mannfall Þjóðverja við Verdun
hefir verið afar mikið; er sagt að
jreir hafi haft þar alls 239 herdeild-
ir og 200,000 manns hafi fallið.
Leyndarráð Breta.
Casgrain efrideildar þingmaðurí
Ottawa hélt langa ræðu á fimtu-
daginn þar sem hann lagði það til
að ekki yrði framvegis leyft að
-skjóta málum til leyndarráðs Breta.
Færði hann með því margar ástæð
ur og vitnaði í ræðu eftir Eugene
Lofleur lögmann, sam sagði að
canadiskir dómarar væru færari um
að dæma canadisk mál eftir cana-
diskum lögum og canadiskum
kringumstæðum, en dómarar aust-
an Atlanzhafs. Hann kvað þau
mái sem skotið væri til leyndarráðs
Breta einnig hafa afarmikinn
kostnað í för með sér. Kvað hann
Ástraliu hafa hætt að leyfa máls-
skot til Englands og ákveðið að
hæsti dómur þar í landi skyldi ráða
fullnaðar úrslitum mála. Vill hann
láta Canada fara að dæmi systur
sinnar Ástralíu og taka þetta mál til
alvarlegrar íhugunar.
Ráðherramálin.
Dr. Simþson fór af stað frá Eng-
landi á fimtudaginn, er búist við að
h^nn komi hingað í kringum 25. þ.
m. Mál hefir verið höfðað gegn
honum af Imperial bankanum fyr-
ir fé að upphæð 51,304, en hann
heldur því fram að hann sé því
undanþeginn að borga á meðan
striðið stendur yfir, þar sem hann
sé kominn í herinn og sé þar
kafteinn.
Vínbann í Ontario.
Eins og menn muna voru síð-
ustu kosningar í Ontario fylki 1914
aðallega háðar á vínbanns atriðinu.
Urðu brennivínsmenn þar í meiri
hluta, aðallega vegna þess að hlut-
tekning var sýnd Whitney forsæt-
isráðherra, sem lá banaleguna með-
an kosningahríðin stóð yfir. Row-
ell, leiðtogi liberala og foringi and-
stæðinga stjórnarinnar hélt fram al-
gerðu vínbanni, enda er hann ein-
hver ákveðnasti- vínbannsmaður og
bindindisberserkur sem Canada á.
Nú hefir verið samþykt í þinginu
í Ontario að vínsölu skuli hætt eins
og hér 16. september í haust, og
þau lög haldast þangað til 1919.
Að þeim tíma liðnum verður það
borið undir atkvæði þjóðarinnar
livort vínbannið skuli halda áfram
eða vínsala tekin upp aftur. Er
lítil hætta á því að aftur verði horf-
ið til hins fyrra eftir þriggja ára
vinbannsreynslu, ef lögunum verð-
ur vel framfylgt.
Derby og Montagu lá-
varðar segja af sér
Derby lávarður, sá er Derby her-
safnaðar aðferðin er kend við, hef-
ir verið formaður þeirrar nefndar
sem umsjón hefir haff með flota-
og loftskipamálum á Englandi.
Annar maður í þeirri nefnd hefir
verið Montague lávarður, þeir hafa
báðir sagt af sér og eru óánægðir
með stjórn á þeim málum.
Verkveitendur dauf-
heyrast.
Liðsafnaðar félagið x Winnipeg
ski’ifaði öllum atvinnuveitendum
nýlega og bað þá að láta sig hafa
nöfn og upplýsingar um alla þá sem
hjá þeim ynnu. Bjóst félagið við
að fá 15,000—20,000 hermenn á
þenna hátt, en fékk aðeins 1000
nöfn, og þykir það mjög lítið.
Hundrað miljónir dala
voru veittar í Ottawa þinginu á
föstudaginn. Voru fimtíu miljón-
ir af því til herkostnaðar, en fim-
tíu til ýmislegs annars.
Góður árangur.
Fyrir skömmu var kosin nefnd í
Stórstúkunum báðum til þess að fá
þvx til leiðar komið að rækilega
skyldu kend áhrif áfengis í alþýðu-
skólum fýlkisins. Fyrir hönd
Stórstúkunnar í Manitoba og
Saskatchewan voru til þess' valdir
A. S. Bardal, Sig. Júl. Jóhannesson
og O. P. Lambourne, en þrír Svíar
frá Skandinavisku stúkunni. Var
samið ávarp til mentamálaráðherr-
ans og undirskrifað af nefndar-
mönnum. Síðan fór nefndin á fund
Dr. Thorntons mentamálaráðherra,
afhenti honum skjalið og skýrði
málið.
Tók hann því þannig að hann
lofaði að láta semja nýjan og ítar-
legan kafla, sem prentaður skyldi i
eðlisfræðisbók þeirri er við aljjýðu-
skóla er kend, þar sem greinilega
væri lýst áhrifum áfengis á liffæri
mannsins' og varað við nautn þess.
Bauðst hann ennfremur til að
skrifa með áskorun nefndarinnar til
stjórnarinnar í Saskatchewan og
fara þess á leit við hana að hún
gerði það sama. Dr. Thornton var
hinn ljúfasti heim að sækja og
skýrði nefndinni frá ýmsum atrið-
um í mentámálum, sem almenningi
hefir ekki verið kunnugt um. Eitt
af því meðal annars er mjög und-
arlegt og riærri ótrúlegt. Samkvæmt
lögum fylkisins, er einn meðlimúr
stjórnarinnar mentamála ráðehrra,
eins og í öllum öðruni fylkjum. En
sá er .hængur á að hann hefir ekk-
ert vald til þess að sitja á fundum
mentamálanefndarinnar; hún býr
út sýnar reglur og sín ákvæði á
ábyrgð ráðgjafans, án þess að hann
hafi þar nokkiæ umsögn. Þessu
fyrirkomulagi kveðst Dr. Thornton
vera að breyta; enda er þess brýn
þörf.
M. MARKÚSSON.
, Maestoso.
(Tileinkað fslenzkum hermönnum)
JON FRIÐFINNSSON
/•
1 11'' n i' 77iu u ,iri't lí
I 1 £.i é í f i £ (T ' !> f
VCMJ 'ho>%
^
r-
%
í 1 t, £ tT-j^
é £ m í
%
X
J $
£
7
7%
A
a.
A.
S li ifcíit,1 Wi w
'V-
C\ - 'VtOMC
qj>
Með brezka fánann skal fram í dag
í fylking til austurs þar skotin dynja,
að lyfta kröftum í lands vors hag
sé löngunin hæsta, vort sverð og brynja.
Nú kallar skyldan helg og há
á hrausta drengi fjötrum verjast,
og aldrei láta ánauð þjá
við eld og stál sem hetjur berjast.
_ Þú Iandið unga sem átt vor börn,
| vér allir þér sórum að festa trygðir,
og sýna bæði í sókn og vörn
að syni þú fóstrar með'kjark og dygðir.
Nú drynja lúðrar! flýtum för
í fylking þéttri, einum huga,
og reynum þróttinn, þor og fjör
við þrautir falla eða duga.
Þá stríðið endar vér höldum heim
þar hagsæld og friður skal ráða Iögum,
og minningin lifir í þáttum þeim,
sem þjóðrœknin knýtti á liðnum dögum.
En nú skal stefnt í austur átt,
þar ólgar blóð á styrjar túnum,
að verja frelsi fjör og mátt
og fylkja djarft í móti “Húnum”.
M. MARKÚSSON
$250,000,000
Ottawa stjórnin hefir fariö fram
á að þingið veiti nú á ný tvö hundr
uð og fimtíu miljónir dollara til
stríðskostnaðar fyrir næsta ár.
Almennar fréttir.
% ■-
John McGrath trúnaðarskrifari
Roosevelts var tekinn fastur nýlega
og dæmdur í fangelsi í mánuð fyrr
ir áflog. Roosevelt er neitað að
tala við hann í talsíma meðan hann
er í fangelsinu.
Þýzkur ríthöfundur og blaða-
maður dó x New York á mánudag-
inn. Hann hét Charles J. Wolf-
ran og* var ritstjóri og útgefandi
þriggja blaða, New York Herold,
Morgens Herold og Sunntage Her-
old. Mjög merkur maður.
Sprenging varð í púðurverkstæði
í Kent á Englandi á mánudaginn
og varð 200 manns að bana.
Lögmaður einn í New York
sem Arthur Mayer heitir, <hefir
verið valinn af Manitobastjórninni
til þess að yfirheyra M. G. Hook í
sambandi við ráðherra málin. R.
W. Craig verður þar fulltrúi
stjómarinnar sem lögmaður.
Dr. F. T. Cadham. — Þessir menn
eiga að vinna í sambandi við aðra
menn víðsvegar um fylkið og eru
þeir þessir: Dr. E. Bottonley frá
Dauphin, Dr. I. L. Mclvins frá
Neepawa, Dr. E. W. Montgomery í
Winnipeg, Dr. J. N. Little frá
Killorney og S. E. Lang skólaum-
sjónarmaður í Winnipeg.
Samþykt var í vikunni sem leið
af fylkisstjóminni að taka það
$1,000,000 lán, sem Browne fjár-
málaráðherra fékk loforð fyrir í
Toronto nýlega. Er það til þess að
standast ýms útgjöld, t.d. $500,000
til þinghúsbyggingarinnar, $100,-
000 fyrir fangabúgarð, $100,000
fyrir kýr þær sem veita á fátækum
bændum, $100,000 til þjóðræknis-
fyrirtækja og $163,000 fyrir ýms
útgjöld á fjárhagsárinu, $80,000 til
lögregluhússins. Viðbót við tær-
ingar hælið í Ninette og ýmislegt
fleira.
Indiáni einn er Charles Paul hét
andaðist á föstudaginn var 118 ára
gamall að Norway House. Var
hann frískur og hraustur þangað til
síðastliðið haust; kvikur á fæti og
sjónskarpur.
en nokkm sinni hefir verið áður.
Þetta er vanvirða óafxnáanleg fyrir
ensku þjóðina þegar tillit er tekið
til hvernig á stendur.
Bœjarfréttir.
Ágúst Einarsson frá Víðibygð í
Nýja íslandi kom til bæjarins á
mánudaginn; var hann að ganga í
herinn; 223. deildina. Hann fór
norður aftur og kemur alfarinn
25. þ.m.
Munið eftir því að hlutavelta
verður haldin í Goodtemjlarahúsinu
3. maí.
Kröfum nefndarinnar frá Pas
var þannig svarað af fylkisstjóm-
inni að hún samþykti að greiða
$50,000 í éitt skifti fyrir öll, en
nemur úr gildi þann samning sem
heilbrigðisráð liefir verið Roblin stjórnin hafði gert að borga
Manitoba; á eitt aðalverk $25,000 á hverju ári. Pas verður
þess að vera það að grenslast ná- samt að bíða eftir þessu fé þangað
kvæmlega eftir hvar tæringarveikt! til næsta þing kemur saman, því þar
fólk sé, og koma því til lækninga verður það að samþykkjast,
og leiðbeininga, fræðslu og upplýs-
inga, Formaður heilbrigðisráðsins
. Nýtt
skipað í
að
Samkvæmt nýútkomnum skýrsl-
um á Englandi hefir verið drukkið
er Dr. Gordon Bell; en honum til j fyrir $910,000,000 árið sem leið af
aðstoðar Dr. Stewart Fraser og I áfengi og er það $85,000,000 meira
Gísli Leifur frá Pembina kom
hingað á sunnudaginn með konu
sina til lækninga til Dr. Brandson-
ar; með þeim kom Mrs. Ásta
Árnason. Leifur kvað menn í óða
önn að smíða báta í Pembina til
þess að vera við flóði búnir; hefir
Leifur verið þar í 19 ár og kvað
hann svo mikið flóð hafa verið þar
áriö 1897 að vatn hefði verið 2j4
fet í húsi hans og allur bærinn í
vatni. En eftir öllu útliti að dæma
væru líkur til að ekki yrðu minni
vatnavextir nú. Ekki kvaðst hann
búast við að byrjað yrði á jarðrækt
fyr en i maí í fyrsta lagi. Hann
sagði fremur hart í ári þar syðra,
þótt undarlegt sé; peninga ekla
talsverð og verzlun ekki greið.
Ottó Kristjánsson kom til bæjar-
ins á laugardaginn norðan frá
vötnum, þar sem hann hafði verið
við fiskiveiðar hjá Gunnlaugi
Schaldemose; lét hann vel af afl-
anum; voru þeir þar fjórir landar
saman. Kristjánsson býst við að
)
verða hér í bænum viku tíma og
fara svo vestur til Argyle.
Sigurbjöm Jóhannesson frá Ár-
borg kom hingað á fimtudaginn,
var að ganga i 223. deildina.
Fyrra miðvikudag andaðist á
hospitalinu í Winnipeg íslenzkur
maður Jón Nikulásson að nafni,
frá Víði í Nýja, Islandi. Hann var
58 ára að aldri, ættaður úr Reyðar-
firði á íslandi. Veiktist hann af
botnlangabólgu og var fluttur hing-
að uppeftir, en það var of seint, svo
ekki varð að gert.
Föstudaginn 7. apríl voru þau
Einar J. Magnússon frá Hnausum
og Ólöf Jórunn Halldórsson frá
Árnesi gefin saman í hjónaband að
Heimili Mr. og Mrs. T. Johnsons
556 McGee stræti í Winnipeg af
séra Rúnólfi Marteinssyni.
Lesið auglýsingu Eiríks Hjartar-
sonar á öðrum stað í blaðinu. Hann
setur rafmagnsáhöld í hús hjá fólki
og ættu Landar að láta hami sitja
fyrir, þegar um þess háttar verk er
að ræða. Hann hefir unniö lengi
hjá hinum alþekta rafmagnsfræð-
ingi Hirti Þórðarsyni.
I Rauða krossinn hefir Mrs.
Leifur Johnson frá Adelairde gef-
ið $3.00.
Kvenfélags deildin “Jón Sigurðs-
son’’ fl.O.D.E.) heldur heimboð
fAt Home) í samkomusal Tjald-
búðarkirkjunnar á Victor stræti á
mánudagskveldið 17. apríl kl. 8.
Félagskonur bjóða þangað kunn-
ingjum sínum, en sökum þess að
tíminn er naumur, þá nota þær hér
með tækifærið til þess að bjóða
hjartanlega velkomna alla þá, sem
styðja vilja starf þeirra, og vilja
kynnast þeim betur. Ágæt skemti-
skrá hefir verið undirbúin og á-
byrgst að allir skemti sér vel.
Samskot verða tekin til ágóðá
fyrir íslenzka herfanga.
Fyrirlesturinn um “Hvert stefn-
ir’’ í Goodtemplarahúsinu á þriðju-
daginn var allvel sóttur og fjörug-
ar umræður á eftir.
Arnór Ámason er nýfluttur til
660 Home St.
Björn Hjálmarsson háskólastjóri
frá Wynyard kom til bæjarins um
helgina. Hann hefir genðið í 223.
deildina Skandinavisku. Fór hann
vestur aftur eftir tveggja daga
dvöl hér og verður vestra um tírna
að safna liði.
Stefán Helgi Thorson, sonur
Stefáns Thorsonar á Gimli fór
austur til Englands nýlega með 53.
deildinni.
Mrs. Lára Bjarnason hefir verið
kjörin heiðursforsætiskona í kven-
fél. deildinni Jón Sigurdson fl.O.D
E.) og Mrs. Sigtryggur Jónasson
heiðurs varaforsætiskona fyrir yf-
irstandandi ár. Þær hafa báðar
tekið útnefningunni.
Guðni Guðnason frá Toronto,
Ontario var á ferð f bænum núna í
vikunni og leit inn á skrifstofu
Lögbergs, eins, og flestir langferða-
gestir gera sem íslenzkir eru.
Séra Steingrímur Thorláksson
frá Selkirk var hér á ferð á mánu-
daginn.
Þessar misprentanir eru í grein-
inni “Saga New York í næst sið-
asta blaði: Flugum fyrir fuglum,
6. 1. a. o.; 4. dálki. Furuskógum f.
frumskógum, 23. 1. a. o., 4. d. Ad-
rian Black fyrir Block. Hann hann
ána Connecticut fyrir liann fann,
47 l.a.o.; 4. d. Halland og Hott-
land fyrir Holland. Peter Minnit
fyrir Minuit. Oðskinn f. loðskinn,
29 l.a.o.; 5. d.
Fundur var haldinn i íslendinga-
dagsnefndinni á fimtudaginn, eins
og auglýst var. Sex menn áttu að
fara úr nefndinni; voru þeir þessir:
H. Skaptason, Árni Anderson, O.
S. Thorgeirsson, H. Hinriksson,
Marínó Hannesson og Skúli Han-
son. í stað þeirra voru þessir
kosnir: Dr. B. J. Brandson, J. J.
Swanson, Sigurður Bjömsson,
Þorsteinn Borgfjörð, H. Metusal-
emsson, P. Bardal (yngri). Auk
þeirra sem hér eru taldir eru þess-
ir kyrrir ‘i nefndinni: J. J. Vopni
(féhirðir), A. S. Bardal, Steph.
D. B. Stephanson, Alex Johnson,
Ásm. P. Johannsson, H. Pálmason,
sömuleiðis Magnús Skaptason og
Sig. Júl. Jóhannesson, sem ritstjór-
ar blaðanna. — J. J. Vopni las upp
fjárhagsskýrslu dagsins og hafði
sjóðurinn talsvert aukist, þrátt fyr-
ir ýmsa erfiðleika.
NÚMER 15
Takið eftir samkomuauglýsingu
223. deildarinnar; Um þá sam-
komu verður ftarlegar getið i næsta
blaði.
A. S. Bardal og kona hans voru
boðin niður til Selkirk fyrra föstu-
dag, á samkomu sem þar var halá-
in af Goodtemplurum. (Nánar um
það siðar).
Ámi Eggertsson kom heim aftm
5. þ.m. eftir 8 daga ferðalag um
Vatnabygðimar í Saskatchewan.
Fór hann um Elfros, Mozart og
Hólabygðir, samkvæmt tilmælum
íslenzka eimskipafélagsins að safna
hlutum fyrir það. Hann seldi hluti
fyrir 6675 kr. og vom þeir keyptir
af 78 íslendingum. Eggertsson
lætur vel af góðum og höfðinglegf-
um viðtökum’þar vestra og leizt vel
á bygðina, sem öðrum.
Einar Martein frá Hnausum
kom til bæjarins á mánudaginn með
veikt bam, til lækninga til Dr.
Brandsonar.
Botnið þið þessa.
Hún er úr “Fréttum”J
“Eftir því sem aldan vex
árar fjölga á borði.”
Sextán botnar hafa komiö við
hina vísuna. Þeir birtast næst.
BITAR
Af því Ámi Sveinsson skrifaði
grein í Heimskringlu, þá hafði hún
á réttu að standa í skömmum við
Lögberg—eftir hennar eigin sögn.
“Þeir töluðu um það að greinaxr-
höfundurinn hefði brotið lög Good-
templara. “Það kemur oss ekki vit-
undar ögn við” segir Heimskringfa.
— Nei, auðvitað ekki; hvað ætli lög
og siðferðisreglur komi henni við!
“Oss varðar ekki vittxndar ögn
um það þótt lög séu brotin; ærleg
heit eiga að vera fyrst en ekki sið-
ast í lestinni” segir Heimsk. —
Þetta er alveg eins og þegar barnið
var að tala um hvítu kindina svörtu.
“Qg það var því verra að öll
stúkan eða stúkurnar höfðu enga
hugmynd um hvað ærleg 'heit voro.
Ærlegheitin voru stúkunum sem
Kínverska eða Arabiska; þær þektu
ekki þetta — og vér vitum að f jöldi
manna í jæinx eru beztu menn og
konur”. Þetta stendur í henni
Heimsk., en sá sem finnur vit í
því á verðlaun skilið.
223. Canadíska-Skandi-
nava herdeildin.
Borgaranefnd Sk^ndinavisku
tleildarinnar 223., sem kosin var á
almennum fundi í Winnipeg 9.
marz 1916, mælist til jæss að allir
jxjóðhollir Canadiskir Skandinavar
leggi fram eitthvað af mörkum
fyrir vora eigin deild, 223. Það
þarf að safna að minsta kosti þrjú
þúsund ($3,000.00) dölum fyrir
hersafnaðar og stofnkostnað til að
byrja með og síðar til þess að sjá
um þægindi og góða líðan þeirra
sem í deildinni em.
Minstu tillög eru eins þakksam-
lega þegin og þau stærstu og verða
viðurkend séu þau send til T. E.
Thorsteinson féhirðis, forstöðu-
manns Northern Crown bankans,
William Ave., Winnipeg.
Loforð gefin:
Axel Hansen.............$100.00
Iíanson Grain Co........ 100.00
Bruce Mc. Bran........... 25.00
Head Shipping Co......... 25.00
C. F. Thompson........... 25.00
Rembrandt Studios....... 25.00
D. L. Smith.............. 20.00
I' ■ Black............... 10.00
M. V. Loren............. 10.00
Svenska Canada Tidningen 100.00
P- M. Dahl............... 10.00
Olaf Thomasson............ 5.00
“Norrona” Norwegian Canada
Publ. Co. Ltd........
North Star Grain Co. Ltd.
Fred Birkhill...........
J. Villardson...........
N. A. Mellemore........
Ingvar Olsen............
T. M. Kullander . .
A. N. Mc. Donald........
J. E. Forsland (Calgary)
N. F. Brown ............
J. C. Peterson..........
P. B. Anderson..........
E. A. T.................
Björn Walterson.........
Hon. Thos. H. Johnson ..
Th. Borgfjord...........
The Columbia Press Ltd.
Viking Press............
Samtals.........$1069.00
100.00
IOO.Qp
2.00
10.00
5.00
5.00
5.00
5.00
10.00
5.00
5.00
5.00
2.00
5.00
50.00
100.00
100.00
100.00