Lögberg - 13.04.1916, Qupperneq 7
LOGBBRG, FIMTUDAGINN 13. APRÍL 1916.
Framleidsla og Hagsyni
*‘Y',ANADA getur hjálpað til þa»» að baeta úr þörfum alrfkisin* frá
^ naegta búri *fnu og hlýtur það að vera gleðileg tilhugsun fytir
þi tem þeim skyldum hafa að gagna að standa fyrir málum rfkisins.
hvort sem betur gengur eða ver þá er það h utverk canadfsku bœnd-
anna f ár eins og f fyrra að framleiða eftir megni til þessað geta maett
þeim kröfum sem fram kunna að koma, og tel eg þetta sérstaklega árfð-
andi að bvf er búpening anertir þar sem frarrleiðsla hans hlýtur að
minka stórkostlega f heiminum sökum þeisa voða strfðs. A Is konar
erfiðleikar geta maett oss ei n þá áður en þessi sorglega barátta er á
enda. en enginn efa«t um málstaðinn o ■ canadfskir borgaiarar n uau
gera skyldu slna i beztu merkingu þess orðs.“ MARTIN BURRELL,
ráðherra akuryrkjumála’
‘<]SJOTlÐAR strfð er komið undir framleiðslu, undir peningum, und-
1 v ir vistum ekki sfður en undir mönnum og skotfserum. Þótt
strfð sé fyrstn verk vort, þá er það óhjákvsemi eg skylda hvers manns f
Canada að framleiða alt sem hoi um er unt, að vinna hálfu meira en áð-
ur á meðan hermenn vorir eru f skotgröfunum til þ-ss t ð framleiðsla
landsin* ekki einungis haldist við l-eldur aukist tilstyrktar f hir ni miklu
baráttu er vér eigum f. “VINNIÐ og SPARIÐ" eru ágset rinkunnar-
orð á hernaðartimum." SIR THOMAS WHITE, fjármálaaéðherra.
SAMBANDS-RÍKIÐ KALLAR TIL ÞEGNANNA AFrUR 1916
Til Canadískra Bœnda, Smjörgerðaimanna, Ávextarsktenda of GarSjrkjumanna.
HVERS ER ÞÖRF ? Þess er hér segir oérstaklega
Hveitis, hafra, hejs. aautakjöts,
svínakjöts, osts, eggja,
smjörs, hoensa,
Ávaxta, ávaxtakvoðu, sykurs,
hunangs, ullar, hörs, bauna,
þurkaðra jarðávaxta.
Vér verSum ceð framleíSa vistir handa sjálfum oss, hermðnnum voruw, og vér verSum
hjálpa tíl aS afla vi.ta /tanda bandamönnum. þörfin er meiri igió en hún var 19?5
ErfiSleíkarnir meiri, verkiS erfíSara, þörfí i brýnni, þjóSrœkniskrafan hœrn
VeríS því sparsöm og framleiSiS eins míkiS og frekast er unt.
“THE AGRICULTURAL WAR BOOK FOR 1916" er nú f prentun, og fæst hún útgáfudeild AkurytkjutáCa-
neytisins f Otttwa.
THE GOVERNMENT OF CANADA
AKURYRKJUDEILDIN
aff
FJÁRMÁLADEILDIN
Um bókakaup bœnda.
Það er ekki oft, að rætt er eða
ritað um þetta efni, þó er full þörf
á þvi, svo misjöfn, ósamstæð og illa
vaLn eru þau rit, bækur og blöð er
menn kaupa.
Þó undantekningar á þessn megi
finna allmargar, þá er ólag þetta
of alment til þess, að framhjá því
megi ganga, ef það á annað borð er
athugað eitthvað.
Það er engin skýrsla til að styðj-
ast viö, hversu miklu fé er varið
árlega af landsmönnum til bóka og
blaðakaupa, er því alsendis ómögu-
legt að áætla hversu sú upphæð er
há, utan að segja eitthvað út í blá-
inn, að það muni vera offjár.
Slíka skýrslu sem þessa má ó-
tvírætt telja nauðsynlega, á svip-
aðan hátt eins og skýrslur yfir önn-
ur kaup landsmanna. Mundi ekki
verða torveldara að semja þess
konar skýrslu en hverja aðra
verzlunarskýrslu, þá öllum bóksöl-
um og blaöamönnum landsins væri
gert að skyldu, að gefa upp hve
mikið þeir seldu árlega, að meðtöld-
um sölulaunum. Má svo vera út-
talað um þetta atriði að sinni.
Eg sagði áðan að bókakaup
manna væru misjöfn, ósamstæð og
illa valin, þó ekki án undantekninga.
Þetta femt ætla eg að reyna að
skýra lítið eitt, og líka einnig fimta
atriðið, sem því miður er æði al-
ment: ill meðferð á bókum.
Misjöfn eru bókakaup manna á
tvennan hátt. bækumar eru mis-
jafnar að efni og gagnsemi, og að
því leyti, að sumir kaupa lítið eða
alls ekkert af bókum eða blöðum,
en sumir mikið. Það finnast enda
dæmi til, aö sumir menn kaupa of-
mikið af allskonar ritverkum og
bókum, verja of miklu fé til þeirra
kaupa, en komast naumast yfir að
lesa það alt saman og hafa þess not.
Það er allójafnan vandasamt fyr-
ir hina ungu byrjendur (fyrir hina
ungu uppvaxandi kynslóð) þegar
þeir smám saman, eftir því sem atd-
ur færist yfir þá, kaupa bækur, að
velja hinar beztu og þörfustu, sem
eiga við athafnir og stöðu hvers
eins, að minsta kosti meiri hluti
þeirra, svo aðeins kemur bóka-
safniö að beztum notum, þegar
fram líða stundir.
Eg tek til dæmis' hin ungu bænda-
efni landsins, þurfa nauðsynlega að
kaupa og eiga í bókasafni sínu þær
bækur, sem gefnar hafa verið út
um búnaöarmálefni og halda áfram
að kaupa þær. Kem eg síöar að því
að geta um bækur þessar.
Eg hefi getið um það að sumir
menn kaupi lítið eða ekki það sem
teljandi sé af bókum eða blöðum.
Þetta er satt og það er skaði. Þetta
á sér stað hjá bændum, ekki allfá-
um.
“Blindur er bóklaus maður” seg-
ir máltækið. Þótt nú sumum finn-
ist hér nokkuð freklega mælt, þá
er sannleikurinn samt sem áður
fólginn í þessum orðum.
Sá maður, sem sjaldan eða aldrei
lítur í bók, sem ekki tímir að kaupa
bók eða blað, eða þá sjaldan hann
lítur í bók velur sér einhverja sögu-
skruddu, hann mun oftast vera
heldur fávjs, þröngsýnn í skoðun-
um og ófélagslyndur. Hann metur
stundum lítils þá kosti, sem eru
skilyrði fyrir háttsemi hins þjóð-
holla þrifnaðarmanns. Það getur
stundum enda komið fyrir að menn
finnist, sem eru steinblindir fyrir
þessiun kostum, en sem bauka einir
sér og hliðra sé!r hjá samtökum í
félagslifinu, sem miða til framfara
o. m. fl.
Undantekningar eiga sér stað
sem betur fer, en þó mun i einu eða
öðru koma fram i háttsemi þessara
manna, að “blindur er bóklaus
maður”. En skaðleg eru þessi dæmi
fyrir þá sem eru samvistum eða
dvelja hjá þessum mönnum, hætt
við að sumir þeirra líkist þeim.
Ósamstæð eru bókasöfnin, þegar
keyptar eru einhverjar bækur og
blöð, sem koma út árlega, kaupun-
um hætt, skift um og aftur hætt o.
s.frv. Sin bókin verður þá úr
hverri áttinni, söfnin því að miklu
minni notum en ella. Þetta á sér
stað, því miður alt of víða hjá
mönnum. Það er afar áriðandi að
allar bækur i safninu séu samstæð-
ar, jafnt fyrir alla og ekki sízt fyr-
ir bænduma; sem tekið hefir verið
fram áður.
Illa valdar eru þær bækur, sem
eru léttvægar að efni, einnig þær
bækur, sem að engu leyti eiga við,
sem hvorki fræða né leiðbeina eig-1 rits er
andanum i fyrirtækjum hans né hljóöar
störfum við atvinnu hans, til að
hafa ofan af fyrir lífinu.
Auðvitað eru til bækur sem
menta andann og göfga sálina, en sú
inentun kemujr undireins fram í
einu og öðru til góðs í athöfnum og
verkum mannsins. Þessum bókum
má ekki blanda saman við hinar illa
völdu, því þær eru nytsamar og vel
valdar.
Undantekningar eru, þvi betur,
til á þessum misfellum á bókakaup-
um og bókasöfnum manna. All-
bóka sinna, efni þeirra og peninga-
verð.
Aftur breyta sumir menn gagn
stætt þessu, sem kaupa bækur, hvort
heldur þeir kaupa fleiri eða færri,
eða eiga bókasöfn, það vottar hin
illa meðferð bóka, sem viðhöfð er
af altof mörgum. Góðar og dýrar
bækur fara þannig alveg að for
görðum. Fræði þau, sem þær hafa
að geyma koma ekki að hálfum not
um og offjár er þannig kastað ;
glæ, fé því er bækumar kosta.
Þetta háttalag lýsir skeytingar
leysi, sem hjá sumum er orðið að
rótgrónum illum vana; að fara
þannig með eigur sinar, er óhag
sýni á hæsta stigi, sem ekki á að
eiga sér stað hjá nokkrum mönnum,
og allra sizt hjá bændunum.
Eins og þegar er sagt, þá fer
tnargur maðurinn vel með bækur
sínar, og enda þótt hann eigi þær
fáar og ósjálfstæðar. En vond með-
ferð bóka er þó enn almennari, til
dæmis sú, að fletta bókum og lesa
í þeim með óhreinum höndum,
binda þær ekki, láta þær rifna og
lenda i blöð. Blöðin tinast burt
hvert á fætur öðru, og þegar bókin
er k>ks send burt til bókbindarans,
vantar “titilblaðið”, meira og minna
annarsstaðar og stundum “endir
inn”, en bókarræfillinn er mjög ó-
hreinn, svo langa umhugsun þarf,
hvort það muni vera tilvinnandi að
binda bókina.
Það viðgengst oft, að lestrarfé
lagsbækur eru þannig útleiknar. —
Spursmál um það, hvort bóka-
ræflar yfirleitt muni ekki vera
hættulegar, sem ganga þannig
manna á milli, án þess að sótt-
hreinsa þær?
Þá kem eg' aftur að því, hvaða
bækur eru sjálfsagðar — gagnleg-
ar og góðar — í bókasafni bænda
jafnt hinna yngri sem hinna eldri
Hinar helztu þeirra eru :
“Freyr” mánaðarrit, árgangurinn
er 18 arkir alls. Allan frá upphafi
] 2 árganga alls. Efni bessa tíma-
fróðiegt og fjölbreytt, og
um búnað, hagfræði, við-
skifti, verzlun o.fl. Á kápunni eru
birlar auglýsingar. sem bændum og
öðnim koma vel að kynnast.
Rit þetta er prýðilega vandað, að
efni og öllum frágangi. Sjálfsögð
bók á hverju bændaheimili og víðar.
“Búnaðarrit” Búnaðarféiags fs-
lands, alt frá upphafi 29 árgangar
alls. Fyrstu þrettán árgengana hef-
ir hinn alkunni fræðimaður Her-
mann Jónasson gefið út.
Þessa ágætu bók ættu allir að
kaupa frá upphafi, éinkum bænd-
fræðibækur fyrir hvem mann.
Þá skal einnig telja hér til fjár-
ritin eftir séra Guðmund Einarsson
“Um sauðfén.” og “Verðlaunaritið”
Undirstöðuatriði búfjárræktarinn-
ar”, og hin yngri rit: “Hirðing
sauðfjár”, “Fjármanninn” og “Kyn
bætur sauðfjár”. Einnig hina nýju
jarðyrkjubók “Bjarkir”. Um
hænsarækt og fleira.
Það yrði oflangt mál, að telja
upp hin eldri og yngri sagnrit,
ásamt hinum mörgu skáldritum
vorum í bundnu og óbundnu máli,
að fomu og nýju, en mikilsverðar
eru margar af bókum þessum og
>ess verðar að eiga sæti í bóka-
söfnum manna, enda er allmikið
keypt af þeim sumum úti um sveit-
imar, af bændum og öðrum.
Því neita vist fáir, að það sé
mjög nauðsynlegt og gagnlegt, að
afla sér bókþekkingar fyrir hvem
mann, í ýmsum fræðum er snerta
sögu lands og þjóðar, og hvemig
atvinnuvegimir verði bezt stund-
aðir, ásamt þvi á námsámnum, að
leggja aðaláherzluna á þau fræði er
liggja til gmndvallar fyrir þeim at-
vinnuvegi er hver og einn stundar,
t.d. fyrir landbúnaði, sjávarútvegi
o.s.frv.
Kaup góðra bóka og heppilega
valin bókasöfn, til þess að halda við
þekkingunni og auka hana, verður
því ein hin bezta eign flestra manna.
Hve stór og dýr söfnin eru, fer
auðvitað eftir vilja og getu hvers
eins.
Verulega stór og fullkomin bóka-
söfn geta naumast komið til greina
í eigu einstakra manna alment.
Söfn af stærri o£ dýrari bókum
gætu sveitafélög átt og komið á fót,
en áður þyrftu menn að læra, að
fara vel með bækur og lesa ekki í
þeim óbundnum, svo þær bækur
entust sem bezt og kæmu að fullum
notum, sem menn ættu þannig í fé-
lagi.
Þá má minnast litið eitt á blaða-
kaupin, sem era allmikil meðal
landsmanna. Þó eru dæmi til þess
að stöku bændur kaupa ekkert dag-
blað, enn siður bók, en hafa gaman
af hvorttveggja, sumir hverjir.
Naumast trúlegt að þeir tími því
ekki, að verja nokkrum krónum
til þessara kaupa?
Dagblöð eru auðvitað yfir höfuð
nauðsynleg rit, en nokkuð mörgum
er jæim haldið úti á landi hér, mið-
að við mannfjölda. Þegar vel er
farið með blöðin, J>eim haldið sam-
an og þau bundin, eru samstæðir
árgangar jæirra eigulegar og fróð-
legar bækur, í bókasöfnum manna.
Alment er dagblöðum heldur illa
haldið saman, eins og þau kosti ekki
neitt, og ekkest verðmæti sé í Jjeim.
Þetta er ekki rétt gert, því blöðin
eru “málgögn þjóðarinnar”, sem
ekki nægir að lesa einusinni fljótt
yfir, fleygja jæirn síðan og láta þau
flækjast rifin og tætt. Sem jægar
er sagt, eru samanbundnir árgang-
ar blaðanna góðar og merkilegar
bækur, vel fallnar til lesturs fyrir
fólkið, t.d. á kveldvökunum, ásamt
öðram skemti- og fræðibókum.
Hér skal ekki dæmt um hver dag-
blöðin era bezt, það mun ekki
þykja réttlátur dómur, þvi sitt
finst hverjum. En það b!að sýnist
mér rétt gcta heiLð “málgagn þjóð-
arinnar” þegar ritfærir menn, viðs-
vegar að, eiga þar áamtal, með ró
og stillingu, um ýms efni og helztu
mál þjóðarinnar, þá sneytt er sem
mest hjá persónulegum deilum og
stjómmála þrátti.
Það skal tekið fram, að það er
að sínu leyti eins nauösvnlegt, þeg-
ar húsfaðirinn dregur föng að, til
framfærslu heimamanna, að har.n
einnig sjái fyrir hinni andlegu fæðu
og útvegi sér góðar bœkur og rit,
því þegar rétt er athugað, er holl-
ast að hin andlega fæða standi í
hæfilegu hlutfalli við hina líkam-
legu, svo sál og líkami njóti sín og
þrífist sem bezt, því svo aðeins býr
heilbrigð sál í heilbrigðum líkama,
en þar við tengjast allar heilbrigð-
ar, andlegar og líkamlegar athafnir
manna.
Þannig er það ein af jæim rök-
leiðslum sem ekki verður hrakin, að
kjami hinnar bóklegu jækkingar í
ýmsum greinum, er meðal annars
sá, hvemig framkvæma megi á and-
legan og haganlegan hátt, hin og
og önnur nytsemdarvcrk. Það er
hér, sem hin andlega og likamlega
mentun mannsins haldast í hendur.
Sé hinni andlegu Jækkingu beitt á
réttan hátt, verður hún aðal fram-
kvæmdarafl állra framfara og þjóð-
menningar.
Jónas Eiriksson.
—Austri.
Vínbannið í Ottawa
þinginu.
Eins og getið hefir verið um
hafa allmiklar umræður staðið yfir
í Sambandsþinginu viðvíkjandi vin-
sölubanni í Canada
H. H. Stevens þingmaður frá
Vancouver Iagði það til að samþykt
yrði algert bann á tilbúningi, sölu
og flutningi áfengis í öllu rikinu,
en Borden og Rogers voru þvi and-
stæðir og var það því felt. Mála-
miðlunar tillögur komu þá fram og
var ein þeirra sú að bannaður yrði
innflutningur áfengis inn í fylki
þar sem sölubann væri. Hét sá C.
J. Doherty er flutti þá tillögu. Var
sú tillaga samþykt, þó með tak-
mörkunum. Eru lögin þannig að
fylkin geta kært fyrir innflutning
áfengis ef þar er vínsölubann og inn
flutningur hindrar það að lögum
fylkisins verði fylgt.
Lög j>essi era að sumu réttarbót,
en þau era of óákveðin og of teygj-
anleg. Þá kemur einn þingmaður
er Guthrie heitir með þá tillögu að
bannaður verði tilbúningur áfengis
í þeim fylkjiun, sem sölubann
hefðu. En dómsmálastjórinn mælti
á móti því og það var felt.
Yfir höfuð hefir vínbannsTOálið
verið kák í höndum Ottawa stjóm-
arinnar; hefir hún ekki opinberlega
sett sig á móti því að öllu leyti, en
j>egar einhverjar veralegar og mik-
ilsverðar tillögur hafa komið þar
fram, hafa j>ær verið svæfðar.
Brjálœðisverk.
í Wakaw bygðinni i Saskatchew-
an gerðist voða saga á fimtudaginn.
Bóndabær einn brann þar til
kaldra kola, og fanst það út j>egar
farið var að aðgæta að alt fólkið
hafði verið myrt áður en kveikt
hafði verið í. Var það bóndinn, er
Proker Manchur hét, kona hans,
bæði 46 ára gömul, dóttir jjeirra 15
ára og önnur dóttir þeirra gift 20
margir eru þeir menn hér, og um urnir, og gerast kaupendur að henni
ijör verðlauna
vinnendur nota
WINDSOR
SMJOR
Búiö til í CATT
Canada
TKC CANADIAR SALT CO., Ltd.
land alt, sem eiga góð og vel valin
bókasöfn, er standa saman af mörg-
um góðum og gagnlegum ritverk-
utn. Þar á meðal era nokkrir
mentaðir bændur, sem eiga margar
góðar bækur um ýms búnaðarmál,
Ijóðmæli, skáldrit, sagnarit o.fl.
Enda útlendar fræðibækur, um
ýmsar greinir búnaðarins, ýms
sagnarit, skólabækur o.s.frv.
Flestum j>eim mönnum sem eiga
góð bókasöfn, mun vera um það
hugað, að hafa bækumar í fallegu
og vönduðu bandi, að þeim sé vel
raðað niður í bókaskápnum, að þær
geymist vel og að J>ær skemmist
ekki, j>egar bækurnar eru notaðar.
Þetta alt er mjög áríðandi. Bóka-
vinir kunna venjulega að meta gildi
fyrir eftirkomandi tíma eða æfi-
langt, sem kostar einu sinni fyrir
alt 10 krónur.
Bókmentafélags og Þjóðvinafé-
lags bækumar, og íslendingasög-
urnar eru ódýrar en vandaöar bóka-
útgáfur.
Timarit Bókniöntafélagsins og
Andvari Þjóðvinafélagsins, hafa að
geyma frá upphafi fjölda af fróð-
legum ritgerðum um ýms efni, svo
sem æfisögur merkra manna, bún-
aðarritgerðir o.fl.
Bækur þessara félaga þurfa all-
ir bændur að kaupa og einnig ís-
lendingasögurnar allar, sem hafa
náð allmikilli útbreiðslu og mikilli
hylli meðal manna, sem verðugt er.
Þær eru jafnframt skemti- og
Mrs. GUÐ3JÖRG MAGNÚSSON
Dáin 26. marz 1916.
---- "1 /c/. -C /1
Nú ertu farin lífsins leið,
þú listum prýdda gáfu og heiðurs kvinna,
og hefir sigrað sorg og neyð,
með sæmd þitt runniö æfiskeið.
En erfitt verður oss þinn líka að finna.
þitt eðallyndi, trú og trygð
og tállaust hjarta vinskap flestra náði,
og þú varst eins í dáð og dygð
og deyddir margra kalda stygð
með bliðu þinni burt er kuldann máði.
Þú horfðir ekki í gegnum gler
á gleðisnauða lýði í þessum heimi,
að hugga og seðja, sá því hver
var sannarlega geðfelt j>ér.
þú hugsaðir aldrei um að safna seimi.
En æðra hnoss þú ávanst j>ér
en auðinn þann, er ryð og mölur grandar,
þvi betri góður oröstýr er
en alt það gull, sem til er hér,
því æ hann varir unz að heimsknör strandar.
Þú varst við alla ástúðleg
og ekki síður við þá smáu en háu.
I samræðunum þrátt við þig
oft þektu margir litla sig,
er yfirburði anda þins j>eir sáu.
Þinn frjálsi andi hóf sig hátt
á hulda vegi, sem vér skynjum ekki.
Þú sást í öllu alvalds mátt
er alt sem til er stórt og smátt
i sinu riki sér og líka þekkir.
Eg veit í hjarta múga manns
þín minning kær og göfug jafnan lifir.
Nú farðu vel til lífsins lands
í lífið sjálft, i nafni hans,
sem ræður lifi og öllum hlutum yfir.
Hern
a-'b
9S.
J.J.D.
a£A.\'L'&
JT
Dr. R. L. HURST.
Member of Royal Coll. of ðurfsons
Bng.. QtsKrlfaBur af Royal Collece of
Phyatdana London. SérfmSlnrur t
brjóat- tauca- og kven-ajúkdðmuna.
—Skrlfat III Kennedy BMf., frnsfi
Ave. (A moti Baton'e). Tala. M. fls
Helmllt U IIH. Ttml tll vlStsOa
kl. 1—I og 7—S e.h.
l>r. B. J. BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke * William
Tblsphohb osssr Sfto
OrricH-TfMAR: 1—3
Heimili: 778 Victor 8t-
Trlkproni oabst 821
Winnipeg, Man,
Steam No-More
GLERAUGNA HREINSARI
er samsctningur sem hver maður er gler-
augu brúkar œtti ekki að vera An. Ef ein-
staka sinnum sett A gleraugun, heldur það
þeim hreinum og ver ryki að setjastá þau,
Breyting loftslags frá kulda til hita, setur
ekki móðu á þau. Þér getið ekki Imyndað
yður hvaða ágætis efni þetta ertilað halda
gleJaugum hreinum. Vér ábyrgjumst það,
annars fæst peningunum skilað aftur.
VERD 25 cts.
WINNIPEG INTRODUCE CO.,
P.O. Box 56, - Wlnnipeg, Man.
ára, sonur hennar tveggja ára og
vinnumaður 38 ára.
Þau höföu öll verið skotin og
maðurinn síðan kveikt í; ekki hafði
hann látið sér þetta nægja, heldur
hafði hann einnig lagt eld í fjósin
og skotið skepnurnar áður.
Tengdasonur hinna myrtu hjóna
er granaður um verkið, heitir hann
Mike Syrosiszka. Hafði ósætti
verið á með tengdafólkinu fyrir
tveim áram og hefir hann verið
tekinn fastur. Bóndinn sem myrt-
ur var naut almenns' álits og var
viðurkendur leiðtogi landa sinna
þar í héraðinu, sem era Galizíu-
menn.
Frá Frakklandi.
Á Frakklandi 9. jan. 1916.
Elsku móðir mín.
Eg er búinn að fá sendingu frá
þér, sem mér þótti mjög vænt um
að fá, því hún gat ekki komið í
betri tíma en einmitt nú, þvi eg var
búinn með allan pappírinn er þú
sendir mér og allar cigarettur. Mér
þykir vænt um að þú valdir hluti
sem eg get svo vel brúkaö hér. Svo
fékk eg sendingu frá íslenzku lút-
elsku kirkjunni, sem eg votta mitt
innilegasta þakklæti fyrir. Svo fékk
eg og sendingu frá Mrs. Eggertson
og Valda, sem eg bið þig að skila
þakklæti fyrir, og segðu Möggu
Eggertson að mér hafi þótt gott
“cendieð” sem hún sendi mér. Skil-
aðu kærri kveðju minni til séra B.
B. Jónssonar með þakklæti fyrir
það sem hann sendi mér í bréfinu
þinu, og segðu honum að eg geymi
það og þyki vænt tyn að hafa feng-
ijS það frá honum. Og líka fékk
eg sendingu f rá Mrs. Julius og Holy
eða Mrs. Self, sem eg þakka þeim
öllum hjartanlega fyrir. Eg man
ekki að hafa lifað glaðari stund en
jægar eg var að taka á móti öllum
þessum bögglum. Eg- er innilega
þakklátur öllum, sem á einhvem
hátt sýna meðliðan með okkur hér.
Nú sem > stendur held eg til i
tjaldi skamt frá skotgröfunum, en
hersveitin sem eg er með er í fjós-
lofti. Eg og annar maður frá
Winnipeg sem heitir Mr. Jack
White settum upp tjald úr striga;
þar höfum við steingólf og ofn sem
við kindum með kolum, svo það er
vel heitt, svo höfum við lampa sem
við lesum bréfin við. Okkur líður
vel og eram vel frískir. Það fer
ekki nema annar okkar út, svo hef-
ir sá sem er heima alt heitt og nota-
legt }>egar við komum heim seint
á kveldin úr skotgröfunum. Eg
bið að heilsa öllum heima,
Eg er þinn elskandi sonur
Stoney.
Utanáskrift hans er:
Pte Stoney Olafson 1474
I9th Alberta Dragoons
ist Canadian Division, France.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN.
fslcntkir logfræflimgar,
Shhifstofa:— Koom 811 McArtbur
Buildinz, Portage Avanne
Xkitun: P. O. Box lttSH
Telefónar: 4503 og 4304, Wianipen
Joseph T. Thorson
íslenxkar lögfraeðiafw
Arltun
MMPBÍU, nUUAO I COMttn
Fasmer Buildtng. • Wnwúpeg Msa
Phon* Mssin 7640
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒt)!;
Kornt Terooto og Notre 1 amt
J. J. BILDFELL
rMTIItsAMU
Hoom 520 Umon Sant - rtL 20»t
Selur hús og lóflir og aanast
all þar afl lútandi. Peningalao
J. J. Swanson & Co.
Verzla mefl fasteignir. Sjá um
leigu á húsum. Annast lán og
ekUábyrgðir o. fl.
>04 Ttse KHn4n(toa,PorUMMMfe
I’bons Htin 15*7
A. S. Bardal
843 SHERBROOKE 8T
se'nr Kkkistur og annasi
am útiarir. Allur ðtbún
aðor sá bezti. Ennfrem-
nr selnr bann allskonar
minnisvarða og legsteina
Tm m He mlll Onrry 2151
h offle* „ 300 og 376
J. G. SNÆDAL,
TANNLŒKNIR
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave. og Donald Street
Tals. miin S302.
Vér teggjum Hrstaks tktrtlu > M
seLJa meðöl eftir forakriftum
Hln bestu melöl. sem bssgt « st tt,
eru notuð eingðngu. pegar feér koas-
18 me> forakrlftlna tll vor, meglS *8*
vera vtas um a8 fá rétt feal mmm
læknlrlnn tekur tll.
COLCLJECOH * OO.
Notre Dsim Ara og Sberbroofem H>
Phone Oarry tt«é og >4*1
Olftlagaleyflabréf **I4
Þreyta dregur úr
starfsþreki.
Stundum finst manni eins
og næturhvíldin hafi ekki kom-
ið að miklu gagni; vér erum
þá svo að segja eins þreytt á
morgnana, eins og j>egar vér
lögðumst til hvíldar að kveld-
inu. Þessi þreyta fylgir oss
allan daginn og dregur úr
starfsþreki voru.
Þá er það ljóst að eitthvað
gengur að oss og að vér þurf-
um gott styrkjandi meðal, sem
tekur í burtu orsökina fyrir
þreytunni, og gerir oss það
mögulegt að taka til starfa
með endumýjuðum kröftum.
Þegar fyrstu einkenna þessar-
ar þreytu verður vart, j>á hík-
ið ekki við að reyna Ameeric-
an Elixir of Bitter Wine.
Þetta áreiðanlega meðal losar
yður við gas, sem getur smá
eitrað líkamann og eytt lífs-
kraftinum; það hjálpar melt-
ingarfærunum til j>ess að vinna
verjc sitt trúlega og gerir yð-
ur það mögulegt að öðlast
mesta'þrótt, sem þér getið haft
frá fæðunni sem j>ér neytið.
Fæst í lyfjabúðum. Verð
$1,30. Jos. Triner Manufac-
turer 1333—1339 S. Ashland
Ave., Chicago.
Hvenær sem þér j>urfið á-
burð, þá þurfið þér að fá hann
góðan og áhrifamikinn, sem
vinnur i öllum tegundum af
vöðvaþrautum, bólgu o.s.frv.
Triners Liniment er áreið-
anlegt og því má treysta. Gæt-
ið þess að hafa þaö altaf við
hendina þegar þér þurfiö þess.
Verð 70 cent. Póstgjald
borgað af oss.
Meðöl þau sem aö ofan eru auglýct
-Joseph Trieners Remedie*—fást
hjá The Gordon Mitchell Drug Ca,
Winnipeg.