Lögberg - 27.04.1916, Page 1

Lögberg - 27.04.1916, Page 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari fþeirri iðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 Ingersoll St. - Tals. G. 4140 ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 27. APRÍL 1916 KENNARA-SKÓLIN N í BRANDON Herra ritstjóri. Hér metS sendi eg þér nokkrar línur viBvíkjandi nýbygfta kennara- skólanum hér í bæ, og lítið ágrip af tögu þessarar stofnunar og upp- vexti. Mér er eðlilega kunnugast um þenna skóla, þar eS eg hefi dvalið hér í bæ um nokkurra ára skeið. Einnig veit eg að töluvert af ís- lenzkum nemendum hefir sótt þenna skóla nú á síðari árum, og finst mér þvi viðeigandi að íslend- ingar fái tækifæri til :ið kynnast högum stofnunarinnar. Kennaraskóli var fyrst stofnað- ur í Manitoba árið 1883. Mr. E. L. Byington var fyrstur skólastjóri. Áriö eftir varð Mr D. J. Goggin skólastjóri. Hans fvrsta verk var að koma á fleiri stofnunum, og var ein þeirra sett á stofn í maímánuði það ár í Brandon. — fþetta var fyrsta sporið í kenn- ara-skó!a áttina í Brandon. 18 nemendum var kent í High School byggingunni, undir leiðsögu Mr. Goggins, sem nú er læknir og mikið riðinn við mentamál í sambandi við mentamáláa deildina í Ontario- fylki. — Árið 1885 var samskonar skóli settur og voru nemendur þá 45. Árið 1888 varð breyting á kenn- araskólanum. Kenslutími stofnun- arinnar í Brandon var lengdur, þannig að timabilið stóð yfir í sjö vikur. 1 þetta sinn voru nemend- ur 48, 34 stúlkur og 14 piltar. Þetta fólk hefir nú tvístrast um alt. Piltarnir eru flestir hér í Can- ada, nú bankastjórar, verzlunar- menn, eða kennarar. Einn þeirra varð trúboði á Filippy-eyjunum. Um stúlkumar er það emnig að segja, að þær eru farnar víðsvegar, og engum er ætlandi að hafa ná- kvæmar gætur á þeim. Þær halda samt áfram því göfuga starfi að menta ungdóminn, þeim sem aldur hefir entst, þó flestar hafi þær ef til vill breytt uni nafn, því sá vani var sterkur á þeim dögum að fórn- færa skólakenzlunni, fyrir ennþá göfugra starf—og þeim vana liefir rækilega verið haldið við síðan. — Dr Gogg:n gat ekki sjálfur ver- ið við kenzlu á þessu tímabili, svo að Mr. W. H. Mclntyre, nú læknir og skólastjóri fylkis-kennaraskól- ans hafði þá kensluna á hendi. — Skýrsla hans ber með sér, að jafn- vel þótt nemendur afköstuðu ekki miklu hvað lærdómi viðvíkur, þá höfðu þeir góðan tima. Verklega kenslan fór fram, þar sem hún fer fram þann dag í dag —í barnaskólum bæjarins. Næstu tvö ár var Mr. Goggin skólastjóri og alt fór fram svipað. Á þessu timabili var kennendum gefið betra tækifæri til kenslu- æfinga, þar eð Miss Glendenning kendi þar í barnaskóla, sem var í sömu byggingu og kennara-skólinn hélt til þá. — Þá var einnig stofnað kennarafélag i brenum, og komu kennarar sanian til að ræða lieil- brigðismál og kynnast. Árangurinn varð góður. — Árið 1891 var enginn skóli. Árin 1892 til 1893 var skólinn settur undir umsjón Mr. L. M. Magaire. Á þessum árum var mörgu góðu til leiðar komið. Ræðuhöld og sönglist komu þá fram á sviðið, og fótbolta félag var stofnað. Árið 1894 varð Mr. Rose skóla- stjóri, og 1895 og 1896 var Mr. Mc- Calman aðstoðarkennari. — Árið eftir varð Mr. Lang aðstoðarkenn- ari i stað Mr. McCalmans, og und- ir stjóm þessara manna var skól- inn þar til 1905, að því undanteknu, að Mr. Rose og Mr. Mclntyre voru við völdin 1899 og Mr. Rose og Mr. Parr 1902. Frá þessum tíma, og þangað til skólinn flutti í núverandi híbýli sin, var hann á einlægum ferli. og var settur hingað og þangað eftir þvi sem haganlegast þótti. Síðasta kenslu-tímabilið var haldið undir stjórn núverandi skólastjóra Mr. B. J. Hales, í Alexander barnaskól- anum. Þar eð starfssvið skólans hafði stækkað svo mjög á síðari ■■'um. ] taldi mentamála-deild fylkisins þaö nauðsynlegt að skólinn eignaðist heimili út af fyrir sig, þar sem tækifæri væri íyrir kennara-efni fylkisins að fuilkomna sig. Sanv kvæir.c þessari áiyktan var ' æði valiö fyrir heimili skólans, á rnjög hentugum sta^ í suðurhluta bæjar- ins.. Svæði þetta er um ekra að stærð. Sumariö 19x1 og vorið 1912 var byrjað að undirbúa og rækta kring um skólann. Nálega allar tré- tegundir sem þrífast í Manitoba voru gróðursettar, og grasfræi var sáð. Töluverður hluti af svæðinu kring um skólann er ætlaður til af- nota fyrir verklega kenslu í garð- yrkju ; sem er eitt af þýðingarmestu störfum hans. Á skólabyggingunni sjálfri var byrjað vorið 1912 og var hún full- gjör haustið 1913. Stærð 85x105 fet. Kostnaður hér um bil 125,000 dalir. Byggingin er tví-lyft, mjög vandlega gerð, úr hvítum múrsteini, og höggnum steini. í kjallaranum ent hitunarfærin, húsrúm gæzlumanns, handiðnastofa og salerni. Á fyrsta lofti eru tvær stórar og rúmgóðar kenslustofur, bókhlaða, efnafræðisstofa og lestr- arsalur. Lestrarsalurinn er mjög vel úr garði gerður; húsgögn öll úr eik og arinn í öðrttm enda salsins, en í hinttm dyr inn í bétkhlöðuna. Efna- fræðisstofan er einnig vel tVbútn, með hentug tæki til að lctðbeina peim nemendum, sem æll.t -ér að ker.na úti á sveitaskólum Rétt hjá efnafræðis - stofunni er gróðrar- stöðin. Á öðrtt lofti er ’iússtjómar keiv. ustofa, og önntir auka-kensltt- stofa, og þar er eintiig fundarsa.tir skó!a-lestrar-féiagsins. í handiðná-deiídinni eru kendar stníðar og teikningar, sérstak >'ga þær sem lúta að. byggingum, og i hússtjórnar-deildi’nni matre’ösla og hússtjórn. — Gróðrarstöðin er að- allega ætluð til afnota viö trjá- og grasafræði, og tilsögn við að rækta og planta jurtir og tré. Árið 1913 flutti núverandi skólastjóri Mr. B. J. Hale í skól- ann, og var Miss McNabb þá að- stoðarkennari. Kennari í likamsæfingum var þá Majer Mc Laren, skozkur maður, mjög vel látinn. Hann féll í orustu við St. Juline 22. apríl 1915. Haustið 1914 var kenslutíminn lengdur. Þriðju deildar timabil var lengt i 18 vikur; með því augna- miði að gefa nemendum betri und- irbúning til sveitakenslu. Hús- stjómar-deildinni var þá bætt við, undir umsjón Miss W. Maim og handiðna-kenslu undir umsjór Mr. Skene. — Miss Yeomans og Miss Matheson voru fengnar til að hafa á hendi kenslu í líkamsæfingum og Mr. W. B. Beer og Miss M. F. Reid voru ráðnar fastakennarar skólans. Haustið 1915 var sett á stofn annarar deildar tímabil, sem stendur yfir í eitt ár og voru nemendur til að byrja með 55. í viðbót við hina reglulegu kensludeild skólans, hafa tvær Ruthenian skóladeildir aðsetur sitt í skólanum, undir forstöðu Mr. J. S. Cressey og Mr. A. D. Clauess, sem aðstoðarkennara. Það var á- lítið, að ef Ruthenian nemendunum væri gefið tækifæri til að kynnast kennara-efnunum og njóta við og við kenslu hjá fasta-kennurum skól- ans, þá myndi það verða til þess að hjálpa þeim í ensku, jafnframt því að glæða hjá þeim canadiskan hugsunarhátt. Kerinaraskólinn í Brandon leitast við að gefa beztu kenslu í öllum skólafögum, og innræta góða stefnu 'í hversdagslífinu, sérstaklega gagn- vart sveitalífinu, og auka áhuga fyr- ir kenslustarfseminni. Það er von- að, að þessu verði fyllilega til leiðar komið vegna þeirrar æskilegu sam- vinnu, sem nú á sér stað milli'kenn- ara skólans og nemenda hans. Það þarf ekki nema að koma á kennaraskólann í Brandon til að sjá það strax, að alt fer þar fram með framúrskarandi góðri stjórn og reglusemi, enda er Mr. B. J. Hales, núverandi skólastjóri, einn af færustu mönnum til þess starfa, framsýnn og duglegur og lætur sér í hvívetna ant um velferð nemend- anna, og kappkostar að dvöl þeirra við skólann verði þeim að sem beztum notum. Mr. B. J. Hales hefir sér til að- stoðar, auk fastakennaranna, Mr. Roossitu, trjárækta, blórna og garð- yrkjumann, sem lítur eftir og vinn- ur við alt þar að lútandi. Skólinn hefir nú upp á síðkastið útbýtt trjám og jurtum til gróðursetningar út á sveitaskólum Þeir, sem til Brandon koma, eða fara þar um i Júní eða Ágústmánuð- um og hafa tækifæri, ættu að koma við á kennaraskólanum, og þá munu þeir verða sannfærðir um það, að skrúðugri og fegri blett er naumast að líta hér á Manitoba- sléttunum, en blettinn í kring um skólann. Brandon, 15. Apríl 1916. Ragnar Smith. segir hann alri samvinnu slitið milli rikjanna, og þýðir þess konar venjulega sama sem strið. Mentamáladeildin í Ontario hefir ákveðið að hætta að borga kaup kennurum og öðrum sem í herinn fari. Er það talið sanngjamt að þeir hafi aðeins mála sinn eins og aðrir. Þetta ákvæði nær þó ekki til þeirra, sem í herinn höfðu gengið áður; þeir hafa allir tvöfalt kaup þangað til þeir koma úr hemum aftur. Sjötíu verzlunarskip frá Þjóð- verjum og Austurríkismönnum eru á höfnum Bandaríkjamanna víðs- vegar; þar af 27 i New York. Skilningurinn er sá að þau verði þar þangað til stríðið er úti og geti þá farið hvert sem þau vilja. Þó í stríð fari með Bandaríkjunum og Þýzkalandi er talið ólíklegt að þessi skip verði tekin, vegna þess að þau leituðu þar hælis í fullu trausti á meðan landið var hlutlaust og er talið vist að þeir samningar sem þá vom gerðir verði ekki fyrir neinum áhrifum af því, sem síðar kunni að verða ofan á; er því búist við, að ef í strið fari muni öll þessi skip leita hafna annarsstaðar, en auð- vitað eiga Þjóðverjar það þá á hættu að þau verði tekin af Englending- um. Þýzki herforinginn Baron Hol- mar Von Der Goltz, sem hefir haft á hendi yfirherstjórn Tyrkjahers, dó fyrra miðvikudag austur í Tyrkjaherbúðum úr hitaveiki. Hann var 72 ára gamall, einn merkasti herforingi Þjóðverja. Englendingar náðu Unbugwe i Austur-Afríku frá Þjóðverjum fyrra miðvikudag. Mikill fagnaður var á Frakk- landi þegar herdeild Rússa kom þangað til liðs á vesturjaðri hervall- arins. Skrúðgöngur með gleðióp- um fóm fram í bænum Lyons þeg- ar herinn fór þar í gegn. 1692 Canadamenn hafa fallið og særst í orustunni við St. Eloi, eftir síðustu skýrslum; en þó er ekki fullfrétt enn. Af þcssum hafa 231 fallið, 121 dáið af sárum, 9 horfið og taldir fallnir, 3 horfnir og taldir særðir, 31 horfnir sem enginn veit um, 1236 særðir og 62 veikir. Rauða kross félagið í Þýzkalandi og Austurríki hefir sent skeyti ti! Rauða kross félagsins í Rússlandi og lýst óánægju sinni yfir því að tyrkneskur neðansjávarbátur sökti þospítalskipinu “Portugal”, þar sem Rauða kross fólk frá Rússlandi fórst á. Brezk herskip skutu á Zeebrugge í Belgíu á mánudaginn og veittu Þjóðverjum þar mikinn skaða; er það talin harðasta hrið síðan stríð- ið byrjaði. Fimm loftbátar þeyttu 70 sprengikúlum á austurströnd Eng- lands á mánudaginn, en urðu að- eins einum manni að bana. Ensk loftskip skutu á herbúðir Þjóðverja í Ovatia í Egyptalandi á þriðjudaginn nálægt Suez og gerðu talsverðar skemdir. Uppreist allmikil varð í Dublin á írlandi á mánudaginn. Urðu að því svo mikil brögð að 12 manns vnistu lifið. -Her var sendur til þess að bæla niður uppreistina og tókst það eftir nokkrar skærur. Sir Rogers Casemet mikilsmetinn maður meðal Breta og trúnaðar- maður þeirra í ýmsum löndum um mörg undanfarin ár, var tekinn fastur nýlega fyrir það að hann hafði farið austur til Þýzkalands, sagt þar frá því að írar væru ó- ánægðir við Englendinga; litið þyrfti til að hefja þar uppreist og væri nú tækifæri. Konx hann þessu Fyrirlestur Dr. Guðm. Finnbogason flytur fyrirlestur í Fyrstu lútersku kirkju nœsta þriðjudagskveld, 2. Maí, kl. 8, um VIÐHALD ÍSLENZKS ÞJÓÐ- ERNIS í VESTURHEIMI. Inn- gangur ókeypis en frjáls samskot. Mrs. Hall skemtir með söng. Allir velkomnir. Sama fyrirlesturinn flytur dr. Guðmundur Finnbogason á Gimli miðvikudagskveldið 3. maí, í River- ton fimtudagskv. 4. maí, í Árborg föstudagskv. 5. maí, og í Selkirk laugardagskveldi ð 6. maí. svo langt áleiðis að hann fór sjálf- ur á þýzku skipi með herliði til ír- lands og ætlaði að lenda því þar undir fölsku flaggi; skipið náðist og var Sir Casemet tafarlaust tek- inn fastur; bíður hann nú rann- sóknar og dóms. Þjóðverjar gerðu þrjú áhlaup á her Frakka nálægt Verdun á mánu- daginn, en varð hvergi ágengt. 30,000 manna er her Rússa, sem lent hefir á Frakklandi, en 300,000 ætla þeir að senda þangað alls. Samsæri mikið hefir komist upp á Frakklandi. Hafa 43 læknar og aðrir við hospítöl verið fundnir sekir um það að gefa mönnum fölsk vottorð til þess að geta losn- að við herinn. Heitir aðallæknir- inn sem fyrir því gekst Dr. Lom- bard, fyrverandi stjórnarlæknir í litlum bæ sem Ivry heitir, skamt frá Paris. Hann var dæmdur i 10 ára fangelsi og 3,000 franka sekt. Bœjarfréttir. Kona nokkur sem Mrs. Gordon Robert Harrison heitir hér i bœnum ól þríbura á sunnudaginn; tvær stúlkur óg einn pilt; lifir alt og líð- ur vel. Samkoman í Norðurkirkjunni i dag (fimtudag), verður sérstaklega vönduð, eins og skemtiskráin ber •beð sér. Mætti draga athygli að þvi að Dr. Guðm. Finnbogason kemur þar fram og heilsar fólkinu hér vestra í fyrsta skifti. Má ætla að mörgum verði forvitni á að heyra hann og sjá, svo vel er hann þektur áf ritum sínum. Þorfinnur Helgason frá Árnesi í Nýja íslandi lézt á hospítalinu i Winnipeg 21. þ.m. Banamein hans var sullaveiki. Þorfinnur var 49 ára að aldri og lætur eftir sig ekkju og fjölda barna. Líkið var flutt norður til Árnes undir umsjón A. S. Bardals. BITAR St. Boniface var eini bærinn í allri Manitoba, sem greiddi atkvæði með “bleytunni” 13. marz. Nú hefir náttúran sent þangað svo mikla bleytu að vatnið tekur húsun- um upp í miðjar hliðar. Hún er biturlega háðsk náttúran stundum. “Sumarið er óskabarn náttúrunn- ar” sagði Victor Hugo. “Stríð er helvíti” sagði Gladstone. Þegar þetta er athugað þá er ekki að furða þótt náttúran veigri sér við að senda sumarið hingað í ár. Nýlega var sent bréf frá Is- !andi hingað til Winnipeg innan í öðru bréfi, og viðtakandi beðinn að koma því til manns sem er austur i Minneapolis, og vera viss um að afhenda honum það sjálfur. 223. Canadiska-Skandinava herdeildin og aðstoðarfélag kvenna Stríðsfréttir Bretar náðu nokkrum skotgröf- um frá Þjóðverjum á Frakklandi á fimtudag nn var og héldu þeim. Þjóðverjar reyndu að taka þær aftur, en það mishepnaðist. Tyrkir unnu sigur á Englending- um í orustu við Tigris fljótið að sunnanverðu. í Mesopotamiu, á fimtudaginn; hröktu þeir Breta 1.500 til 2,40 fet á talsverðu svæði. 18 særðir menn komu heim aft- ur úr stríðinu til Winnipeg á fimtu- daginn. Þeir fóru: frá Liverpool 4. apríl og komu á skipinu “Skandinavia”. Var þeim veitt hin bezta móttaka. Wilson Bandaríkja forseti sendi Þjóðverjum síðasta skeyti á fimtu- daginn, krefst hann þess þar að þeir hætti að skjóta á önnur skip en herskip og lífláta þannig borgara hlutlausra landa. Krefst hann þess þar aö þeir svari innan viku, ella FUNDUR allra skandinaviskra kvenna, sem ant láta sér um þessa herdeild, verður haldinn í Goodtemplara hús- inu á horni Sargent og McGee, Laugardaginn 29 Apríl kK 8 e. h., í því skyni að stofna kvenfélag deildinni til að- stoðar. Komið og látið vinkonur yðar koma með yður. ALLIR VELKOMNIR. NÚMER 17 DR. GtlðMlNDUR FINNROGASON. Nú á dögum er ísland af fáu auðugra, en góðum mælskumönnum; en samt mun það vera flestra dómur, að þar taki ef til vill enginn fram Dr. Guðmundi Finnbogasyni. Eru það því gleðifréttir íslendingum hér, að hann er hingað kominn einmitt þegar þannig vill til, að sem mest er talað um endurvakning íslenzks þjóðernis vor á meðal. Það er ekki að eins mælskan, sem honum.er lánuð i stórum stíl, heldur má svo segja, að þar fylgist flest að. Maðurinn er auk mælskunnar stórgáfaður að eðlisfari, einarður með afbrigðum og betur mentaður en flestir núlifandi íslendingar á hans aldri. Dr. Guðmundur Finnbogason er fæddur á Arnarstapa í Suður-Þingeyj- arsýslu 6. Janúar 1873. Foreldrar hans voru Finnbogi bóndi Finnbogason og Guðrún Jónsdóttir kona hans, er bjuggu á Arnarstapa. Þau eru bæði látin. Hann fór 10 ára gamall sem vikadrengur að Möðrtivöllum, gætti þar sauðfjár og leysti af hendi önnur verk, ér kraftar leyfðu. Þar fékk hann undirstöðuatriði mentunar sinnar. Hann lærði undir skýla hjá séra Einari Jónssyni á Kirkjubæ og gekk í 3. bekk lærða skólans eftir tveggja vetra undirbúningsnám. Útskrifaðisit 1896 með ágætiseinkunn; tók árið eftir próf í forspjallsvísindum í Kaupmannahöfn með ágætiseinkunn, tók kenn- arapróf í heimspeki 1901 með miklu lofi bæði Hoffdings prófessors og arin- ara. Sérstaklega lagði hann stund á sálarfræði. Alþingi véitti honum 2,000 kr. styrk í tvö ár til þess að kynna sér skólamentun érlendis. Eftir það skrifaði hann hina merku bók “Lýðmentun” 1903. Alþingi veitti hon- um enn styrk til að ferðast um landið og kynna sér mentun alþýðu og undirbúa fræðslumálalöggjöf og á hann mestan þátt i henni. Var að hans ráði stofnaður kennaraskóli í Reykjavík; 1907 fékk hann styrk af sjóði Hnnesar Árnasonar til heimspekisnáms erlendis, fór til.París, Sviss, ítalíu, Austurrikis, Þýzkalands og Danmerkur. Hélt heimspekisfyrirlestra í Reykjavík 1911. Hlaut doktornafnbót í Kaupmannahöfn 1911 fyrir ritgerð, er hann nefndi: “Hluttékning vitundarinnar” ýDen .Sympatiske ForstaaelseJ. 1912 voru prentaðir fyrirlestrar hans “Hugur og heimur”, sérlega merk bók. 1912 var hann sendur sem fulltrúi Bókmentafélagsins til Rúðuborgar á Frakklandi á 1,000 ára minningarhátíð landvinninga Norðmanna, og var þar þjóðinni til heiðurs. Hann er ritstjóri hins ágæta tímarits Skírnis, sem aldrei hefir verið betra en undir hans stjórn. Áhrif Guðmundar hljóta að verða afar víðtæk, þvi samfara gáfum og lærdómi er hann tigulegur ásýndum og ljúfur í framkomu við hvern sem er. Velkominn hingað vestur, Guðmundur. HÆZTI HERMAÐUR í CANADA Þrír menn gengu nýlega í 223. Skandinavisku deildina. Það var Emil Benard Simonson frá Foam Lake í Saskatchewan, sem er ef til vill, stærsti maður í öllum Canada- hernum; hann er 6 fet og 6 þuml- ungar að hæð og vigtar 245 pund, en er 45 þumlungar að brjóstmáli. Hann var fæddur í Warren i Minnesota í Bandaríkjunum og er norskur að ætt. Faðir hans hét Peder Simonson frá Stafangri i Noregi. Hann innritaðist i herinn frá Foam Lake. Guðmundur Oliver heitir annar þessara þriggja manna og er ís- lendingur, eins og nafnið ber með sér. Hann á heima að Framnesi í Nýja íslandi, var hann fæddur í Skagafirðinum á íslandi og er son- ur Stefáns Olivers frá Selkirk; hann er trésmiður að iðn. Ol ver er 5 fet og 2Jö þumlungur á hæö. J. P. Kirkby lúðrale kari er þriðji maðurinn á mvndinni, hann á heima í Winnipeg hjá stjúpa sinum George Wilkinson, sem emn- ig er í deildinni. Kirkby hefir kynst hermannalífi fvr, þvi hann tók heræfingar í fyrra með 61. deildinni í Sewell.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.