Lögberg


Lögberg - 27.04.1916, Qupperneq 4

Lögberg - 27.04.1916, Qupperneq 4
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 27. APRIL 1916. S'dgbng Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,*Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMt: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor ]. J. VOPNI, Business Manauer Utanáskrift til blaðsins: TI(E GOLUMBIA PgESS, Ltd., Box 3172, Winnipog. MaH- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR L0CBERC, Box 3172 Winnipag, M«n. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Hvert stefnir? (Framh.). Vér sögðum að hér þyrfti að koma á fót föst- um þjóðstofnunum eða þjóðemis stofnunum, og þær geta verið margskonar. Um heimferðina og íramhalds samgöngur hefir þegar verið talað, og kemur þá að auknum verzlunar viðskiftum milli vor og bræðra vorra. Nú vill svo vel til að einmitt þegar verið er að ræða þetta atriði málsins birtist grein hér í blaðinu eftir merkan Bandaríkjamann íslenzkan, herra Stefán Eyjólfsson fyrverandi þingmann frá Norður Dakota. Uppástunga hans er sannarlega tímabær og þess virði að henni sé gaumur gefinn. Ræðismað- ur eða viðskiftáfulltrúi frá Bandaríkjunum mundi verða sterkur tengiliður milli íslendinga hér og heima. Hann yrði að sjálfsögðu íslenzkur og á stöðugum ferðum milli landanna með áhrif austpr og vestur á víxl. Eimskipafélagið nýja og þau verzlunar við- skifti sem byrjuðu í fyrra eru góður vísir til þess að byrja, en öflug verílun milli íslands og Ame- ríku gæti vafalaust komist á. Eins og Stefán Eyjólísson bendir á eru sumar íslenzkar vörur af því tagi að eftirsókn hlyti að verða eftir þeim hér vestra, bæði í Bandaríkjunum og Canada, og vör- ur að heiman eru svo vandaðar að fyrir þær mundi fást hæsta verð. þegar peningagíldið hér og heima er borið sam- an, þá er það óhjákvæmilega stórgróði fyrir ísland að selja vörur hingað, þar sem hver dalur verður hátt á fjórðu krónu þegar heim kemur. Ef skipastóll hins nýja félags eykst og verzlun- arviðskifti takast milli landanna og vörumar eru fluttar á íslenzkum skipum með íslenzkum mönn- um og íslenzkur verzlunarfulltrúi frá Bandaríkj- unum (og Canada líka) verður í stöðugum milli- ferðum, þá myndast alveg nýr straumur milli þjóðbrotanna, sem sterk áhrif hlyti að hafa. pá var mints á mannaskifti sem ráð til við- halds tungu og þjóðemi. Með því eigum vér við það að menn að heiman kæmu hingað öðru hvoru —altaf einhverjir á hverju ári—fæm hér um bygðir íslendinga og flyttu fyrirlestra eða dveldu hér um tíma og kendu við skóla vora. J?að er eins með hinar andlegu myndir af þjóð og landi, eins og líkamlegar myndir vina vorra. Myndabókin eða myndasafnið liggur á hyllunni eða á borðinu eða í skúffunni, og vér hugsum lítið um þær. En við viss tækifæri tökum vér mynda- safnið og skoðum það, og þegar vér horfum á and- lit vina vorra, sem vér þektum í æsku, en fjarlægð- in og tíminn hefir vafið þoku, þá ryfjast upp fyrir oss svo margt sem oss er virkilega kært og vér lifum upp aftur þær stundir sem vér áttum með þessum vinum vorum og þeir færast nær oss. Eft- ir því sem þetta er oftar gert, eftir því gleymum vér þeim síður og öllu því sem við þá er tengt. Maður sem aldrei sést öðruvísi en kaldur og þur á mannamótum, getur orðið bljúgur eins og bam yfir myndum vina sinna. J?að að skoða þær gerir hann að ljúfari og betri manni. J?ví er eins varið með þjóðemi vort. J?egar hingað er komið fyrst, þá er alt vort tilfinningalíf eins og opið sár sem blæðir úr, hversu lítið sem út af ber. En eins og hin líkamlegu sár gróa með tímanum, svo er það með hin þjóðemislegu sár eða tilfinningar, þær smásljófgast, nema því að eins að þeim sé haldið við. Sumir telja þessa samlíkingu ef til vill miður heppilega, telja það ekki koma til nokkurra mála að halda því við sem líkja megi við sár; en um það virðast þó flestir sammála að halda við ís- lenzku þjóðemi ef hægt sé; enda er því þannig varið í heimi þessum að eftir því sem eitthvað er meira virði, eftir þVí hefir það í för með sér meiri sársauka í vissum tilfellum og vissum skilningi, og ekki sízt það sem kemur við ást í einhverri merkingu—og svo er hér—það er ættjarðarástin sem kynda verður þjóðerniseldinn, ef hann á ekki að deyja. Já, þessar tilfinningar dofna smám saman, ef ekki er haldið við. En það að hlusta og horfa á menn, nýkomna frá móðurknjám, ef svo mætti segja, hlusta á þá flytja kveðjur á voru eigin máli, eins og það er heima; kveðjur frá landinu og þjóðinni og einstaklingunum; horfa á þau mál- verk sem þeir bregða upp fyrir oss af þeim stöðum sem vér þektum í æsku, það er oss sama sem að blaða í myndasafni af fomum vinum; það endur fæðir tilfinningar vorar og hugsanir; það er eins og hver setning sem hinn nýkomni ræðumaður mælir verði að knýjandi árartogi sem fleyti hugs- unum áheyrendans yfir hafið og heim—heim— heim. Slík hljóta að verða áhrif þeirra sem hingað koma til þess að ræða um mál íslands, peir sem heim færu héðan aftur á móti og ferðuðust um ættjörð vora og héldu þar fyrirlestra og beittu öðrum áhrifum, þeir mundu hafa alt apnars konar áhrif. þeir mundu bera heim fram- fara þrá, verklegar vakningar og aukna fram- Ieiðslu þekkingu. peir mundu enn fremur verða til þess að eyða þeim kulda, sem stafað hefir af þeim gestum sem stundum hafa farið heim, í því eina augnamiði að ná burt úr landinu og lokka með sér það bezta sem landið á—sjálft fólkið. Stefn- unum yrði þá þannig breytt, að í stað þess að út- flutninga umboðsmenn hafa stundum gert það að upphafsstaf í öllum setningum starfa sinna að koma inn hjá þjóðinni ótrú og óbeit á landinu og vantrausti á framtíð þess og möguleikum og gylla fyrir þeim Vesturheim, þá mundu hinir sem í þjóðemiserindum færu láta sér um það ant að vekja trú og traust á landið og möguleika þess; benda á aðferð til framkvæmda og framleiðslu— hjálpa til þess að opna gullkistur landsins, sem bæði eru fólgnar í djúpi sjávarins, iðrum jarðar- innar, afli fossanna, heilnæmi loftsins og umfram alt í krafti þjóðarinnar sjálfrar og sögu hennar. J?egar þannig væri um skift væri hver maður héðan kærkominn gestur heima, í stað þess að hið gagnstæða hefir stundum átt sér stað. Já, mannaskiftin væru ómetanlegt afl til þess að tengja saman þjóðbrotin hér og heima. En það þarf að velja til þess góða menn; fyrst og fremst hæfileikamenn og þó um fram alt sam- vizkusama menn. þegar ritstjóri Lögbergs var heima á íslandi í hitteð fyrra, þá minnist hann þess hversu ant mönnum var um það að vita allan sannleika um landa þeirra hér vestra. Eins og landið var sjálft orðið breytt, þar sem dverghagleikur og tröllatök höfðu hjálpast að, eins var hugsun og skoðun fólksins breytt. Fyrir 15 árum voru vesturheimsferðir fyrir- litnar og Vesturheimur skoðaður eins og nokkurs konar “Sibería’” peir sem þangað fóru voru tald- ir tapaðir þjóðinni og allir þeir sem unnu landi og þjóð sáu ofsjónum yfir hverri íslenzkri sál, sem Ameríka seiddi til sín; horfðu hrygðaraugum á eftir hverjum syni og hverri dóttur sem ættjörð- in tapaði þangað. Og það var virkilega sannfæring manna heima —þótt hún væri röng—að hér lifðu allir eða flestir nokkurs konar villimanna- eða eyðimerkur lífi. Nú er þetta alt breytt. Nú er svo álitið af öll- um hugsandi mönnum heima að þjóðin íslenzka sé aðeins skift í tvær fylkingar að því er verustað snertir, þar sem hvor fylkingin um sig geti orðið hinni til liðs og vilji verða það og finni til þess að þær séu aðeins tvær greinar á sömu rót. “ósköp væri nú gaman að geta komið vestur til ykkar snögga ferð”, sögðu þeir margir; og það var þung alvöru þrá í orðunum. pannig töluðu þeir t.a. Guðmundur Guðmundsson skáld, Jón Trausti, Sigurbjöm Ástvaldur Gíslason, Indriði jLíinarsson og fleiri. Og á því er enginn efi að þjóð vor stórgræddi á þvi ef slíkir menn og aðrir gætu komið hingað öðru hvoru og dvalið hér tíma og tíma. Séra Jon Helgason var hér á ferð nýlega, eins og menn rekur minni til, og gat víst engum dulist að sú ferð hafði áhrif á íslendinga hér: “Eitt- hvao er hann öðruvísi blærinn á málinu hjá þeim sem koma að heiman, en njc okkur sem héma dveijum”, neyrðum vér menn segja. “pað er eitt- hvað íslenzkara”, og gamla fólkinu vöknaði um augu og röddin varð klökk. Ættjarðar myndir runnu upp í huga þess og það mintist ýmislegs sem það hafði gleymt—eða hálfgleymt. Nú í sumar kemur Dr. Guðmundur Finnbogason, og þótt séra Jón Helgason sé maður lærður og vel máli farinn, þá tekur Guðmundur honum langt fram að mælsku og alþýðleik. Fer þá öðruvísi en vænta má, ef för hans og ræður móta sig ekki hér í íslenzkar hugsanir með tals- vert varanlegum áhrifum. Kæmi þannig einn maður hingað á hverju vori og dveldi sumarlangt eða að hausti og dveldi hér vetrarlangt og aðrir héðan færu heim á sama hátt, þá væri miklu til vegar komið. peir sem efast um það ættu að bíða með dóma sína þangað til Guom. Finnbogason hefir avalið hér og gæta áhrifanna af komu hans. Eitt atriðið sem minst var á, var sameiginlegt tímarit. petta finst mér að margir efist um að sé framkvæmanlegt eða gagnlegt. En það er mis- skilningur. í enska bókmentaheiminum eru gefin út rit báðu megin hafsins, sama ritið á tveimur stöðum. Má þar til nefna “Review of Reviews” sem gefið hefir verið út í Lundúnaborg á Englandi og í New York í Ameríku, sömuleiðis “Literary Digest”, sem bæði er gefið út í Lundúnaborg og New York. Pað er oss vanvirða Vestur-fslendingum að hafa ekkert alþýðlegt og bókmentalegt tímarit, sem sé virkilegt vandað og vel úr garði gert. Heimaþjóðin, sem er ekki nema 80,000 að tölu hefir 7—8 þess konar rit, en vér 30,000—40,000, ekkert nema “Syrpu”, sem að mörgu leyti er góð, en samt ekki fullnægjandi. Oss hefir dottið í hug nýtt fyrirkomulag á sameiginlegu riti fyrir Vestur- og Austur-íslend- inga. Segjum að það væri annaðhvort mánaðar- eða ársfjórðungsrit. pað væri gefið út af þjóð- vakningarfélagi, sem bæði ætti heima hér vestra og á ættjörðu vorri. Stjóm ritsins væri í hönd- um nefndar sem kosin væri beggja megin. Einn þriðji t. d. hér vestra og 2-3. heima. Um hlut- fallslegan part þess væri séð hér og eins þar. Með öðrum orðum sameiginleg ritstjóm sameiginlegs tímarits með sameiningar stefnu og samvinnu hugmynd. petta er aðeins uppástunga, sem alla vega mætti breyta og bæta og lagfæra, en kjarai hennar höldum vér fram að sé heilbrigður og það er aðalatriðið. Að finna eitthvað sem orðið geti til samvinnuáhrifa, það er mergurinn málsins, ef ekki á að Ieggja árar í bát. pá er það unglingablaðið. Ritstjóri Lögbergs getur talað þar af eigin reynslu. pað var aðeins tilraun að “Sólskin” var byrjað, án þess að nokk- urra verulegra áhrifa væri þar vænst. En nú er sú tilraun orðin að fullri vissu um það að tæplega er nokkuð til sem eins vænlegt er þjóðemi voru og tungu til viðhalds, eins og einmitt unglinga- blað. í!if ekki finnast ráð og framkvæmdir til þess að fá börnin til að læra íslenzkuna og lesa hana, þá er hún aauðadæmd. Eins ófullkomið og Sólskin hefir verið og hlýt- ur að verða, þar sem það er aðeins partur af öðru blaði, þá hefir það samt áreiðanlega sannað það mörgum, sem vondaufir og trúlitlir voru áður, að það er mögulegt að vekja vilja barnanna til ís- lenzkunáms. Tæplega líður sá dagur að ekki komi bréf— fleiri en eitt og fleiri en tvö—frá bömunum sjálf- um, þar sem þau segja frá því hve mikið þau hlakki til að fá blaðið sitt þegar það kemur, til þess að geta lesið í því. Og mæðumar skrifa hver í kapp við aðra þar sem þær hafa engan frið þeg- ar Lögberg kemur fyr en þær eru búnar að lesa Sólskin fyrir litlu angana, sem eru svo ung að þau hafa ekki lært að lesa, en hin eldri linna ekki látum fyr en þau ná í það, áður en fullorðna fólk- ið hefir tíma til þess að lesa. Læri bömin íslenzka tungu, og hafi eitthvað til þess að lesa á því máli sem þeim þykir skemti- legt, þá eru þjóðemi voru festar djúpar rætur. Vér þurfum að geta eignast vandað unglinga- blað með alls konar myndum og fullkomið í alla staði, svo stórt að bömin hefðu nóg rúm til að skrifa í það sjálf, auk þess sem hinir fullorðnu létu í það. Niðurl. næst. Heimska. i. “Ef eg ætti að ákveða hvaða afl væri sterkast í heiminum”, sagði Gestur Pálsson, “mundi eg óhikað dæma heimskunni þann heiður.” Og Hannes Hafsteinn hefir ort þjóðfrægt kvæði sem “Heimska” heitir; er það þar framsett í sterkum orðum hversu mikið er vald hennar og víðlent ríki hennar. pannig hefir hvert skáldið á fætur öðru við- urkent yfirburði heimskunnar. Og það er ekki einungis á meðal vor íslendinga, sem hún hefir hlotið þetta lof og þessa viðurkenningu; jafnvel 300 ára afmælisbamið Shakspeare hefir lýst henni þannig að á vissum augnablikum nái hún þeim tökum á tilveru manna og tilfinningum— jafnvel heilla þjóða—að hún hafi allar þeirra at- hafnir í hendi sér. En heimskan er eins og flest annað sem fylg- ist með tímanum, hún breytir og skiftir um, hag- ar sér eftir kringumstæðum og er skyldgetin syst- ir tízkunnar. Og það er merkilegt hversu vel heimskunni tekst að klæða sig í alls konar afsakanir og líta vel út. Jafnvel þar sem um það allra bezta og skyn- samlegasta er að ræða smeygir hún sér inn og smáfikrar sig áfram, þangað til hún hefir náð fullum ráðum. pað er sérstaklega í sambandi við eitt mikils- vert atriði, sem oss detta í hug áhrif heimsk- unnar. Fyrir nokkrum árum kom út auglýsing hér í Winnipeg, þess efnis, að stórt verzlunarfélag ætl- aði að setja hér upp útibú. Var því lýst yfir að svo yrði verzlunin rekin í stórum stíl af þessu fé- lagi að það gæti staðist við að selja miklu ódýrara en önnur félög. Verzlunin var byrjuð, stórby&ging reist og múgur og margmenni streymdi að úr öllum áttum, til þess að reyna kaup hjá þessu nýja félagi. Verðið var lægra en menn höfðu átt að venjast, vörumar góðar og viðskiftin greið. Áður en lang- ir tímar liðu var nafn þessa félags kunnugt um alt landið, hafanna á milli. Nafnið EATON var á hvers manns vörum. Og það er víst að Eaton varð mörgum að liði; kom miklu góðu til leiðar. Verzlun batnaði yfir- leitt, því hin félögin urðu nauðug, viljug að færa niður vörur sínar, til þess að geta kept við Eaton. Fjöldi manna fékk þar atvinnu, og yfir höfuð skapaði verzlunin nýtt tímabil í viðskiftasögu Vestur Canada, enda óx henni svo fiskur um hrygg að slíks munu tæpast dæmi. En heimskan var á vaðbergi; hún setur sig al- drei úr færi þegar um eitthvað er að ræða. pama sá hún sér leik á borði. Hún var þar alveg eins og lndverska sköpunarsagan segir um djöfulinn, þar sem hann sá ofsjónum yfir því hversu vel alt fór fram í sælubustað hinna fyrstu manna; hann bjó því til hyllingar, til þess að leiða þá á glapstigu; það var heimskan sem hann þá tók í þjónustu sína, til þess að spilla friði og koma öllu á ringul- reið. pað er vafasamt hvort heimskan hefir nokkru sinni leikið betur, en í sambandi við Eatons verzl- unina. Og hún er þar ekki bundin við neinn sér- .stakan flokk mannfélagsins, hún á sér jafnt griða- stað í háreistum híbýlum hinna ríku og lágu hreysunum hinna fátæku. Auðmannsfrúin og verkamannskonan,—Mrs. Waugh og Mrs. Snooks —eru þar undir sömu syndina seldar, og sömu lög- unum háðar. Alveg, alveg satt. Eftir Strickland Gillilan. í návist barna ekkert orð er gleymt, í instu vitund þeirra lært og geymt, sem glötun eða gæfa seinni dags það grær á veg hins mikla bræðralags. Hvert gálaust orð, sem oss af vömm hraut í ungu hjarta djúpan jarðveg hlaut og vefst þar inn í vitund bamsins sjálfs og veg í framtíð skapar því til hálfs. Og bamið sjálft, ef til vill, tæpast veit að talað orð hvert mynd á sál þess reit, sem engan grunar, öðrum gleymdist, dó, í undirvitund bamsins geymdist þó. Og munum því að gálaust orð, sem gjörð er gróðurjurt, sem vex í frjórri jörð í bamsins sál, sem nýjung nærð og geymd; í návist bams er engin setning gleymd. Sig. Júl. Jóhannesson. € THE DOMiNION BANK Mt aiXIMJMD B. OILU, M. Pre. W. D. MATTHWI ,\ C. A. BOGEBT, General Miaatfr. Varasjóðnr og ósklftnr gróSi.. .. $7,.100,000 Stofnajóður.................$6,000,000 BYRJA MA SPAUISJÓÖSREIKNING ME» $1.00 Jað er ekkl nauðsynlegt fyrir þig að btða þangað til þú fi.tt filitlega upphæS U1 þess að byrja sparlsjóðsrelkning við þennan banka. Viðskifti mfi byrja með $1.00 eða melru, og eru rentur borgaðar tvisvar á firi. Notre Dame Branch—W. M. HAMII/TON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BURGER, Manager. Lestrarfýsnin sem annars þekkist varla hér hjá þessari al- líkamlegu þjóð, hefir gripið hugi kvenfólksins þeim heljar tökum að fingraförin svo að segja sjást á hverri hugsun. Verðlisti Eatons er ekki ein- ungis nútíðar biblía, heldur svo að segja eina bókin sem margt fólk les. pað var víst aldrei meiri handagangur í öskjunni, þegar hvalreka bar að höndum á fs- landi, en stundum á sér stað hér í Winnipeg og víðar, þegar út kemur nýr verðlisti frá Eaton. “En hvað á heimskan skylt við þetta”, heyri eg suma segja. “Er það heimska að lesa um ó- dýrar og góðar vörur? Er það ekki miklu fremur skynscmin, sem þar ræður, þegar verið er að komast eftir því hvar hægt sé að fá mest og bezt fyrir sem minst?” Jú. petta er satt; ef altaf væri verið að leita að því einung- is, sem á þyrfti að halda og nauðsyn bæri til að kaupa. En það er einmitt í því atriði sem heimskan kemst að. Hún situr við hlið þess sem les í verðlist- anum hans Eatons; hvíslar í eyra henni ofur þíðlega og sannfærandi og segir: “Sjáðu hvað þessi treyja er falleg, og gáðu að því hvað hún er ódýr; líttu þama á hattinn hvað hann er indæll, og kostar ekki nema $6.00; eða þá skómir sem Eaton hefir látið búa til sérstaklega með nýju lagi. Og líttu á þetta! pama er kjóll “á sölu”, héma er kápa með sérstöku verði á föstu- daginn.” Og svona heldur heimskan áfram að hvísla og skýra; og orð hennar hafa eitthvert dáleið- andi afl, sem ómögulegt er að standa á móti. Konan sem er að lesa í verðlistanum spyr ekki alt- af sjálfa sig hvort þetta eða hitt, sem hún sér auglýst, sé eitthvað sem hún geti ekki komist af án ; nei, langt frá. pegar heimskan hefir hvíslað nógu lengi og töfrað nógu djúpt, og blekt nógu mikið, þá er kon- an orðin sannfærð um það að þó hún eigi nógu góða og nógu marga kjóla og hatta og treyjur og alt annað, þá sé það sjálf- sagt að fara og sæta þessum dæmalausu kjörkaupum hjá hon- um Eaton. (Frh.). Bókmentir. Syrpa. Fyrsta hefti fjóröa árgangs þessa alþýöu tímarits er nýlega útkomitS. Er þaö miklu fullkomnara og betra en veritS hefir; fjölbreyttara og fróölegra. Fyrsta atriðiö í þessu hefti er saga eftir hinn hugljúfa höfund Magnús J. Bjamason. Er svo aS sjá að sagan sé sönn, afreins sögð af skáldinu sjálfu. Sagan heitir “Kofinn á Fellstindi” og segir frá því að íslendingur hafi búið vestur á Kyrrahafsströnd, kvæntur spanskri konu. en horfið þaðan eft- ir nokkurn tíma og leiki sá orðróm- ur á að hann hafi skyndilega kom- ist yfir stóreignir á þann hátt sem öllum sé hulinn og flutt síðan i burtu. Söguna segir skáldið eftir eigin orðum ensks manns er Daniel Scott heitir; kom skáldið í kofann þar sem þessi Islendingur hafði átt heima og sá þar krotuð þrjú “Ó” með oddhvössum hnífi í rúm- stöpul og “Os. Of. Ol.” ritað á bréfræfil með bláu. Auk þess kvaðst hann hafa fundið þar titil- blað af ahnai aki 0 S. Thorgeirs- sonar frá árinu 1899. Daniel þessi Soott kvað þess get- ið til að íslendingurinn, sem hann sagði að hefði kallað sig Olson, hefði verið kvæntur dóttur sjóræn- ingja frá Mexico, er Gomez hét og grafið hefði auðæfi—gull og dýra steina—þar í grendinni; hafi svo konan vísað Olson á fjársjóðinn, en þau síðan flutt í fjarlægð. Hvað satt kann að vera í þessari sögu er erfitt að segja; en hún er skemtileg og vel rituð, eins og alt eftir M. J. Bjamason. ÖÞá er ritgerð í þessu hefti sem heitir “Merkustu minnismerki heims ins”. Er það góð ritgerð og fróð- leg. Þar er sögð saga þessara minnismerkja: “Waterloo ljónsins”, “Staðurinn þar sem hinn fyrsti Englendingur steig fæti á land í Babades”, “Staðurinn þar sem fyrst fanst gull í Ástraliu”, “Staðurinn þar sem mærin frá Orleans var brend”, “Minnisvarði hins.nafn- kenda fangelsis á Frakklandi”, “Bletturinn þar sem Ameríkumenn fyrst veittu Englendingum viðnám með vopnum”, Chaeronea ljónið”, “Haugur Maraþon hetjanna”, “Minnismerkið yfir konum og börnum sem myrt voru í Cownpore á Indlandi 1857”, “Teflokks minn- isspjaldið í Boston, sem sýnir stað- inn þar sem Whartlous brúin var”, “Staðurinn þar sem Móses tók á móti boðorðunum”, “Kristmyndin í Andes fjöllunum”, “Wallace turninn á Skotlandi” og “Hvarf- baugsmerkið”. Þetta er alt þess efnis að það heyrir til almennri mentun að vita þess skil og því nyt- samt. Þá er niðurlag sögunnar “Magn- hildur” eftir Bjömstjeme Bjöms- son, er E. P. Jónsson hefir þýtt. Sagan er falleg, eins og alt eftir Björnsson, og þýðingin vel vönduð. “Hlaupa-Mangi” heitir saga sem Finnborgi Hjálmarsson ritar, og er framhald hennar i þessu hefti; ein- kennileg þjóðsögn, virkileg að efni og lagleg að búningi og orðfæri. Sigmundur M. Long ritar þar sögu “Ólafs hins Vestfirska”, ein- kennilega islenzka. Sagan er örstutt en skemtileg. Sigmundur Long er einhver með a'llra fróðustu mönn- um hér vestra og kann frá mörgu að segja. Hann er meiri bókamað- ur en alment gerist og á sum blöð og tímarit frá upphafi, sem hvergi eru til í eigu annara manna. Eitt hið merkasta í ritinu er saga eftir Maksim Gorki, rússneska skáldið fræga og heitir hún “Rit- höfundurinn sem gætti ekki hófs”. Þeirri sögu er þýðingarlaust að lýsa; hún verður að lesast til þess að hún skiljist og gagn hafist af; sagan er kenningarík og full af lífs- speki, hefir hinn alþekti þýðinga- snillingur Jón Runólfsson snúið henni á íslenzku og gert það frá- bærlega vel eins og vænta mátti. Þá er þar þýdd saga stutt er heitir: “Dansmær sem varð drotn- ing; er sú saga bæði sögulegs- og goðafræðislegs efnis, skemtileg og mörgu leyti. Stuttur draumur er þar eftir ein- hvern “Víðförla”. Segir hann frá þvi að hann dreymdi mann er Jón Gissursson hét réttu nafni, en kall- aðist hé'r Jón Rockman. Draiunurinn er ómerkilegur og ekki sízt vegna þess að höfundur- inn lætur ekki nafns síns getiS. Ferðasaga Scotts kafteins til suðurheimskautsins heldur áfram í I þessu hefti. Er sú frásögn að mörgu leyti fróðleg, en fremur leið- inleg lesturs og of langdregin. Ritgerð er þar um Andrew Furnseth, Norðmanninn, sem hef- ir um langan aldur gert það aS lífs- starfi sínu aS bæta kjör sjómanna víSsvegar um heim. Þessi ritgerð er merkileg og lærdómsrík, hefir það jafnan hvetjandi áhrif á menn að lesa um þá er fram úr hafa skarað í einhverja átt. Ýmislegt fleira er í ritinu, en þetta er það merkasta. Ef Syrpa heldur áfram hér eftir eins og þetta hefti er, þá verður hún ekki ein- ungis vinsæl heldur einnig upp- byggileg—og það ætti aS vera aSal markmið timarita. Bóndinn. Það er langt síSan Lögberg ætl- aði að geta um þessa bók; hún var prentuð heima á íslandi fyrir all- NORTHERN CROWN BANK HöfuSstóll löggiltur $6.000,000 HöfuSstóll greiddur $1.431,200 VarasjóSu..... $ 715,600 Formaour............- - - Slr D. H. McMIIjIjAN, K.O.M.G. Vara-formaður Capt. WM. ROBINSON Slr D. C. CAMEHON. K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPTON E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVEL íz/^8k"ar k»n'ti*t:örf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir ski'málar veittir Avísanir seldar til hvaða staðar scm er á lalandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dullar. Rentur Iagðar viðá hvsrjum sex mánuðum. T. e. T d ?R5r£IM3SOiM, Ráðsmaður Cor. William Ave og Shsrbrooke St., . Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.