Lögberg - 27.04.1916, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.04.1916, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. APRIL 1916. Framleidsla ag Hagsyni “LÍVERNIG 8em gengur er málið eint skýrt fyrir augum Canadlaka bóndans og það * 1 var i fyrra. Hann verður að framleiða nóg til þess að mœta þeim kröfum sem til kans ve ður beint, og mér virðist að.það sé sérstaklega þannig að þvi er búpenings- rækt snertir því framleiðsla bans hlýtur að minka i þessu heimsstríði,‘' — MARTIN BURRELL, búnaðarráðherra. EFTIRFARANDI STAÐHÆFINCAR ERU BYGÐAR Á SKÝRSLUM I BÚNAÐARMÁLA HER- BÓKINNI ÁRIÐ 1916, SEM ÚT ER GEFIN AF BÚNAÐARDEILDINNI I OTTAWA, ONT. MJÓLKURVISTIR — Hehnanetkun mjólkur, osta og smjörs hefir aukist á sfðari árum. Eftirsókn eftir BÚPENINGUR —Hjarðirnar i Evrópu hafa fækkað stór- um. Þegar striðið er úti verður mikil eftirsókn eflir kynbóta peningi. Þetta setti Canadabóndinn að að hafa hugfast. KJÖT ALLSKONAR —Árið 1915 flutti Stór Bretaland ánn 664,508 tann af nautakjöti, sauðakjötiog lamba- kjöti, af þvi voru 364,245 tonn keypt utan rfkis. Af 430,420 lonnum af nautakjöti voru aðeins I04,%7 tonn keypt innan rikisins. Eftirsókn bandamanna eftir frosnu kjöti, niður- soðnu kjöti o| reyktu svínakjöti eykst fremur en minnkar. Pantanir streyma inn i Canada. Minnkað flutningsrúm sykur tækifæri Canada ef hún getur sinnt öllum pöntunum. osti siðan strfðið byrjaði hefir orðið takmarkalaus. Otflutningur á oanadfskum östi frá Montrcal 1915 var nálega $6,500,000 virði meira en áiið 1914. Verð í Montreal, oatur: Janúar 1915 1534 til I7cts.; Janúar 1916, 1834 til 184 cta.i Smjör; Janúar 1915,24 til 28$ cts.; Janúar 1916, 32 tii 33 cts. EGG —Canada framleiddi $30,000,000 virði af eggjum 1915 og hljóp undir bagga með Bretlandi. Þeir sem flytja eins og þeir sem fragaleiða hafa baeði akyldur og tækifæri til þess að snúa þessum markaði. Skrifiö til Dominion Department of Agriculture og til sömu deildar í yöar fylki eftir bæklingum og skýrslum þessu viövíkjandi. Tugir þúsunda af vistaframleiðendum Canada hafa gengið í herinn og farið í stríð- ið. Það er ekki nema sanngjarnt þeirra vegna, að verkinu sé haldið áfram í fjarveru þeirra eftir því sem mögulegter. Ríkið þarfnast allra þeirra vista, sem hægt er að framleiða 1916. FRAMLEIDID MEIRA OG SPARID MEIRA. EFLID YINNUKRAFTINN. GAID ÞESS AD EKKERT FARI I SÚGINN. EYDID FJE YDAR VEL. THE GOVERNMENT OF CANADA 4 AKURYRKJUDEILDIN FJÁRMÁLADEILDIN „Œrlegheitin” “Skrykkjótt gengur okkur enn eins og fyr með köflum.” Á undanfömum árum hafa stundum heyrst kvartanir um þaö aB blööin okkar væru ekki eins og þau eiga aö vera, blaöamenskunni væri í mörgu ábótavant, og hefir þaö víst mátt til sanns vegar færa. Bjartsýnir menn hafa samt spáö framförum í þeirri grein sem öör- um. Hvaö sem framtíöin ber í skauti þá er þaö víst að framsókn- in er smástíg og afturkippir tíðir. Sérstaklega er “Heimskringla” okk- ár þess talandi vottur aö lengi get- ur ílt versnaö. En meö því aö þaö er ekki efni þessarar greinar aö tala um blaöamenskuna yfir höfuö, skal ekki lengra út í þaÖ fariö. Eg æfla aöeins aö minnast á fram- komu blaösins Hkr. nú upp á síö- kastiö, gagnvart I.O.G.T stúkunum hér í bœ. í 28. tölublaðinu, sem út kom 6. þessa mánaðar, eru tvær ritstjóm- argreinar, þar sem ráðist er á stúk- umar meö ósvífnari oröum og aö- dróttunum, en eg minnist aö hafa séð hreitt í garð nokkurs félags- skapar. Fyrri greinin nefnist “Heimsóknin” og er skrifuð í því tilefni, aö til ritstjórans komu fjór- ir menn frá stúkunum Heklu og Skuld og kröföust þess aö ritstjór- inn segði ti'l hver skrifað heföi greinarstúf, sem út kom í blaði hans 16. marz s.l. meö undirskriftinni: “Goodtemplar”. Greinarstúfur þessi inniheldur ófyrirleitnar dylgjur og aödróttanir úm æösta mann I.O.G. T. reglunnar hér í fylki; gerðar á þann hátt aö meðlimir reglunnar telja skýlaust brot á lögum hennar og félagsheiti, ef um félagsmann er að ræöa. Eg skil nú varla aö nokkr- um skynbærum manni finnist þessi krafa ósanngjöm, því síður móðg- andi fyrir blaöið eöa ritstjórann. En hvað skeöur? Ekki aðeins þaö aö ritstjórinn neitar að veröa viö kröfunni, heldur veltir blaöið sér yf- ir stúkumar meö bríxlum og fúk- yröum. Segir það aö stúkumar hafi sent nefnd manna til þess “aö fá oss (ritstjórann) til þess aö svíkja kunningja vorn”. Þetta er nú ekki alveg rétt meö fariö. Stúk- umar fólu mönnum þessum aö komast fyrir þaö hver væri höfund- ur greinarstúfsins. en settu þeim engar reglur fyrir því, hvemig þeir skyldu aö því fara. Mönnunum hefir fundist sjálfsagt aö fara fyrst Yiss með að Vinna Verðlaun WINDSOR SMJÖR Búiö til í C A TT Canada TKE CAHADIAN SALT CO., Ltd. til ritstjóra blaösins. Þeir hafa haldiö aö hann væri ráðvandur maður, sem ekki vildi gera sak- lausu fólki rangt til í blaði sinu, einnig að hann mundi vita einhver deili á þeirri ábyrgö, sem stöðu hans er samfara, ekki aðeins laga- lega, heldur einnig siöferöislega. En “sinum augum lítur hver á silfriö”. Ritstjórinn tekur þetta sem móögun, og verður bæöi hrygg- ur og reiður. Og eftir því fara svo ummæli blaösins: “öll stúkan eöa stúkur^pr vissi ekki hvaö ærleg- heit voru. Ærlegheitin voru þeim sem Kínverska eöa Arabiska. Þeir skyldu ekki þetta.--------Og svo aö ala hina ungu uppvaxandi Is- lendinga hér, konur sem karla, upp meö þessum hugm>-ndum um þaö að standa eigi við loforð sin og telja þau einskis viröi. Aö venja þau viö aö bregðast og svíkja vini sína.----” Þetta og annað af sama tagi er þaö, sem Goodtemplara stúkumar hér í Winnipeg em aö gera, eftir vitnisburði blaösins. Sannarlega ófagurt ef satt væri. Eg ætla nú samt ekki aö eyða rúmi til þess aö bera þetta af stúkunum, starfsemi þeirra er almenningi of kunn til þess aö þannig lagaður rógburður hrifi. En lítum snöggvast á blaða- menskuna, ærlegheitin sem hér koma fram, og sem Kringla er svo ánægö yfir, að hún klappar sjálfri sér frá hvirfli til ilja og miklast yf- ir sinni frækilegu framkomu. Blaö- iö heldur auösjáanlega aö fegursti vottur ærlegheita sé í því innifalinn aö “squeala” ekki, hvemig sem á stendur. Þetta enska orötæki “to squeal” er aöallega viðhaft um þaö að ljósta upp um sér samseka menn. ('Orðið þýöir aö: skrækja eður veina, en á götulýös og þorp- aramáli mun orötækið notaö á ýmsa vegu, en aðallega eins og eg hefi bent á). Veit ekki “Heimskringla” aö einmitt þetta að ljósta upp sök- um, til aö fullnægja réttlætinu, er taliö ærlegt í öllum siöuðum lönd- um? Afbrotamenn eru tíðum náö- aöir, fyrir það að sýna þessi ærleg- heit. |Tökum t. d. ef einhver úr conservative flokknum hefði tekið sig til og ljóstaö upp fjárdærttin- um í sambandi við þinghússbygg- inguna. 'Það heföi verið að “squeaa” En mundi ekki sá maður hafa unn- iö sér álit allra réttsýnna manna? Hvað mundi “Kringla” hafa sagt um slík ærlegheit? Hún mundi vafalaust haf^ reitt hár sitt, rifið klæöi sín, og hrópað hástöfum: “Maðurinn vissi eigi hvaö ærleg- heit voru. Ærlegheitin voru hon- um sem Kínverska eöa Arabiska.” Hann hlýtur að hafa “lært þaö af Þjóðverjum að svíkja orö og eiða og níðast á vinum sínum.----------- Þetta er sorglegt-------því þetta verður stórum hópi manna til bölv- unar” o.s.frv. Það getur aö vísu veriö drengi- legt að leyna samsektarmanni sín- um til að koma honmn undan hegn- ingu; en drenglyndið liggur þá í því aö taka hegninguna upp á sig eöa að bæta á annan hátt fyrir brot- ið, en eigi í því aö leyna sannleik- anum eða fótum troöa réttlætið. En í þessu atriði sem hér er um aö ræða er ábyrgöin, sem blaðið tekur á sig fyrir skjólstæöing sinn ekki á marga fiska, þar sem aöeins er um brot á félagslögum að ræöa og rit stjórinn er ekki Goodtemplar. En þrátt fyrir þaö, sem hér hefir verið sagt, mundi eg ekki hafa tek- iö hart á blaðinu fyrir það aö leyna nafni mannsins, ef svo heföi veriö látið þar viö setja. Flokkapólitikin er svo rækilega búin að innræta mönnum þá pólitisku lífsreglu aö sjálfsagt sé aö þegja yfir öllum ó- knittum sinna manna, að menn eru hættir aö gera ráö fyrir ærlegheit- um, þar sem pólitík er annars veg- ar. Og hér er vitanlega um póli- tiskan fylgismann blaösins aö ræ5a þar sem höfundur greinarstúfsins er. En maðurinn sem hann var stílaður til var merkisberi andstæö inganna, svo varla var viö góöu aö búast. En þetta afsakar ekki minsta máta ummæli blaðsins um stúkumar. Hin pólitiska saurhelgi nær ekki yfir þau. Umræður almennings mála, eöa hin svonefnda pólitík er búin aö færa siðferðis- og veisæmismarkiö svo langt niöur á viö, aö mæli kvaröi almennrar siöfágunar og réttlætis nær ekki þangað. Rógur. illmæli, aödróttanir, dylgjur, ósann- indi og yfir höfuö flest þaö, sem á einhvern hátt getur svert andstæð- inginn er alt dánumenska og drott- inhollusta. Pólitísku umræðumar eru ekki ólíkar drykkjukránum sem oft eru nefndar “svínastíur’ Vegna þess að mælikvarði almenns siðgæðis nær ekki þangaö. Þar má smeygja sér úr manndóminum eins og hverri annari yfirhöfn, og hengja hana upp á nagla, en kasta honum svo yfir sig aftur um leiö og út er gengið, ef hann hefir þá ekki alveg tapast meöan staöiö var viö. Dryíckjukrárnar hafa veriö síðasti griöastaöur þess ósiöferðis sem ofdrykkjunni er samfara. Al- menn velsæmis tilfinning hafði áö- ur rekiö þaö út af heimilunum og burt af alfara vegum, og nú fennir óöum í siöasta skjóliö. En pólitisku stíunum verður ekki lokað á sama hátt. Þó pólitískir andstæðingar, bæöi einstakir menn, flokkar og blöö, hafi barist með öllu því er hönd á festi, þá hefir samt gilt sú regla, aö foröast hefir verið að berja á óviö- komandi, saklausu fólki, reyna aö gæta velsæmis og almenrar kurteisi gagnvart þvi. En Kringla gamla bindur sig nú ekki lengur viö svo- leiðis firrur. Slíkar kerlingarbæk- ur koma henni ekki vitundar ögn viö. Þaö er einmitt þetta, sem eg vildi benda á, aö hér sé verið aö fara lengra afvega í blaðamensk- unni, en eg veit dæmi til áöur. Kringla sé að bjóöa heim til sín nýrri tegund óærlegheita. Greinin heföi því átt aö heita: “Heimboð- iö” en ekki “Heimsóknin”. Sé maö- urinn, sem hún er að fela undir svuntu sinni, það sem hann segist vera: Goodtemplar, verður heim- boðiö á þessa ieið: Hver sem vill rjúfa félagsheit sín og svíkja fé- lagsbræður sína, hann sé velkominn til mín, geti hann aðeins svert and- Stæðinga sína skal eg halda yfir honum hlífiskildi. Sé aftur á móti um utanfélags- mann aö ræöa, verður þaö á þessa leið. Hver sem vill stela nafni Goodtemplara reglunnar og svikj- Akurykrkjumála-deildm í Saskatchewan. ILLGRESI 0G ÚTSÆÐIS-DEILD Þekking á villihöfrum og yfirráð yfir þeim. Villihafrar eru vafalaust það illgresi, sem útbreidd- ast er í Saskatchewan alls illgresis. Þeir koma frá Austur Canada og Bandaríkjunum og hafa breiðst út um allar sléttur; munu nú fá býh í fylkinu, þar sem þeirra verður ekki vart, eins illir og þeir eru vrðtíreign- ar. Villihafra má þekkja frá ræktuðum tegundum á hófmynduðu öri' neðan á þeim, sömuleiðis á stífnm brjóskkendum hring umhverfis þetta ör og á stífu bognu skeggi, svo bognu að það myndar rétt horn við stofninn. Það sem hér er upptalið á eftir gerir það að verk- um, að erfitt er að uppræta vilhhafra (1) Að eins hér nm bil 10% af villihöfrum frjófg- ast sama árið sem þeir spretta. (2) Þeir frjófga&t ekki ahir á sama tíma á vorin eða sumrin. (3) Villihafrar frjófgast ekki svo þeir komist í gegn um meira en 2l/2 eða 3 þumlunga þykka plöntnmold ef hún er þétt, og ekki meira en 4 þumlunga þykka meðal plöntumold. (4) Ef villihafrar eru dýpra en 5 þumlunga, getur sæðið haldið þar krafti sínurn í 4—5 ár og frjófgast þeg- ar þeir færast ofar í jarðveginn, Ráð við að halda þeim í skefjnm. (1) Notið ekki útsæði, sem hefir nokknrn vott vihihafra. (2) Korn, sem haft er til fóðurs, ætti að malast vel áður en það er gefið. Þetta hindrar það, að villi- hafrar breiðist út um akrana og heldur áburðinum frí- u mfrá áhrifum þeirra, og má því fara beina leið með hauginn úr fjósinu eða hesthúsinu út í akur. (3) Að plægja land og hvíla er eitt bezta ráðið til þess að eyðe villihöfrum, þegar þeir eru komnir. Byrja skal haustinu áðnr með því að herfa jörðina og rífa hana upp. Má vera að það verði ekki nóg til þess að frjófga mikið af villihöfrum það haust, en það gefur ágætt tækifæri til frjófgunar jafnskjótt og klaki fer úr jörðu næsta vor. Að vorinu þarf að herfa og rífa upp moldina þangað til í miðjum Júní og þá þarf að plægja 5—6 þuml. djúpt. Það sem plægt er á hverjum degi ætti að herfast þann sama dag, til þess að koma í veg fyrir, að jörðin þorni. Eftir að alt hefir verið plægt, þarf margsinnis að rífa upp yfirborðið á akrinum til þess að eyðileggja illgresi sem byrjar að vaxa. (4) Brennið alt úrsigti og alt strá, sem ekki þarf til vetrarfóðurs, undir eins að haustinu eftir þresking- una. Girðið strástakkana, sem eiga að notast til fóðurs til þess að varna gripum og hestum frá því að éta úr þeim og rífa þá niður og dreifa stráinu út um allan ak- ur. Skoðið þetta pláss; þar verður síðar meira um Ul- gresi. Business and Professional Cards Dr. R. L. HUR3T, Member of Royal Coll. of Sorgtoiu, Kng., útskrlfaCur af Royal Collece of Physlclans, London. BérfrseSlasur 1 brjúst- tauga- ot kren-sjðkdAmum. —Skrlfst. Ilt Kennedy Bldg.. Porta«e Are. (A mútl Baton's). Tals. M. 814. Helmtli M 219« Ttmi tll riStaJs; kl. 1—S og 7—S e.h. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & WilUam TBLSPHONI OAItKT SSO Otficb-Tíma*: a—3 Haimili: T7«VictorSt. Tblspboks oarrt 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORN&ON Office: Cor. Sherbrooke & William rsLBraoHBioAiiT 32* Office-tímar: a—3 HBIMILIl 764 Victor »tr«et ISLBraONBl OAART TSS Winnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 401 BOYD BLDG. Oor. Portage and RdmontM Stundar eingðngu augna, eyrna, a«f °K krerka sjúkdðma. — Mr a8 hitta tri. kL 14—1* t h. 0« 1—6 e. h. — Talsfml: Main 474*. Heimlli: 105 Ollrto St. Tslafml: Garry 23 ls. ast þannig undir merki hennar til þess aÖ komast í höggfæri viö and- stæöinga mína, hann sé velkominn hingaö. Hér er hann öruggur, vér skulum ekki “squeala”. Og gerist einhver svo djarfur aö hreifa and- mælum, þá er þar oss aö mæta. Þetta veröur nú úr “ærlegheitun- um", sem gamla konan er svo upp meö sér af, þegar þau eru skoðuö niöur í kjölinn. Um síöari greinina get eg veriö fáorður. Blaöiö líkir reglunni, eöa réttara sagt stúkunum islenzku, viö hina svo nefndu “Jakobina klúbba” og fólkinu viö lægsta skríl, óþokka menn og morövarga og varar fólk' viö leynifélögum, segir þau hafi sjaldan oröiö blessunarrík til lengd- ar. Það er eins meö þetta og ákærur fyrri greinarinnar. Eg ætla engu rúmi aö eyða til aö svara því. Enda reynir blaðiö sjálft aö klóra yfir þaö aftur, með því aö þaö segist vita aö: “fjöldi manna í þeim eru beztu menn og konur”. Um hitt atriðið: embættis úrsögn Mr. B. M. Longs er blaöinu þaö aö segja: Aö þaö sem fer fram á fundum stúk- unnar eru heimugleg störf, sem blaðiö hefir ekki hinn minsta rétt til aö fjalla um á neinn hátt, nema eftir óskum stúknanna. I ööru lagi veit blaðiö ekki nokkurn skapaöan hlut um málið, nema þaö sem ein- hver hefir lapiö í þaö (einhver sem meiri tilhneiging hefir haft til þess aö þóknast blaðinu, en aö vera trúr sínu félagi). Þaö er því i mesta máta ósvífin framkoma aö kveða upp dóm í máli, sem það hvorki hefir rétt til aö ræöa eöa getur vit- aö neitt um. Þessar hamfarir Heimskringlu móti stúkunum mega viröast und- arlegar þegar litiö er á þaö aö nú- verandi ritstjóri er hlyntur bindind- is málum, og blaöið hefir í hans rit- stjórnar tíö, eöa alt fram til þess- ara síðustu og verstu daga, viljaö vinna þeim gagn. En “alt hefir sínar ástæöur”. Pólitískir áhang- endur blaðsins hafa verið aö smá narta í ritstjóra Lögbergs, reyna aö gera hann tortryggilegan í augum almennings, fyrir óeinlægni í bind- indismálinu, sem þó allir kunnugir vita aö hefir veriö og er hans heit- asta áhugamál. Mál sem hann hef- ir ávalt viljaö fóma tíma og kröft- um fyrir. Þetta nart hefir komiö í gegn um dálka Heimskringlu og hún hefir lagt yfir þaö blessun sína. En svo tóku stúkumar sig til og lýstu trausti sínu á ritstjóra Lög- bergs, en vanþóknun sinni yfir nart- inu. Þetta er nú alt sem þær hafa brotið. Þama em allar ástæöum ar fyrir hinum þokkalega vitnis buröi sem þær fá nú hjá Heimskr. Eg vil svo benda þeirri spum- ingu til blaðsins: væri ekki drengi- legra fyrir þaö aö reyna aö manna þennan skjólstæðing sinn, svo aö hann þyröi aö segja til nafns síns heldur en aö hjálpa til aö leyna honum og styöja þannig aö því að aörir séu hafðir fyrir röngum sök- um? Aö endingu skal eg geta þess að mér er óljúft aö þurfa aö skrifa þessa grein, því ritstjóri “Heims kringlu” er góökunningi minn. Eg veit hann er bindindisvinur, og eg er þakklátur honum fyrir þaÖ sem hann þegar hefir gert fyrir þau mál En mér fanst þaö bera vott um ræktarleysi til reglunnar, ef enginn yrði til að svara fyrir hennar hönd, og heldur ekki rétt aö láta slíka blaðafúlmensku óátalda. Einn vinur minn, sem bera vildi í bætifláka fyrir Heimskr., sagöi við mig aö ritstjóranum væri vorkunn, meö þetta sem hann sagöi, Vegna þess aö á fundum stúknanna hefði svo oft verið hreitt ónotum til blaös hans, og hann svo frétt það. Eg veit auðvitað ekki hvers- konar sögur honum eru bomar, en hitt veit eg, aö einstakir menn hafa hreitt ónotum til beggja blaðanna fyrir áfengisauglýsingar, en þau ó- not hafa verið algjörlega pólitísk, aö eins sprottin af því aö andstæö- ingar hafa þurft að finna eitthvaö til aö nudda hver um annars nasir. Stúkumar sem heild hafa ekkert ílt lagt blööunum. Þvert á móti, Eg er sannfærður um aö til þessa hafa stúkurnar sem heild boriö hlýjan hug til ritstjóra Heimskr. fyrir þann stuðning sem hann hefir veitt þeirra málum. Hjáltnar Gíslason. FLUTTIR tU 151 Bannatyne Ave Horni Rorie Str. í stærri og betri verkstofur Tals. Main 3480 KanalyElectricCo Motor Repair Specialist Þingiö í Ontario hefir samþykt lög, sem breyta þannig eiösvarinu aö vitni þurfa ekki aö kyssa biblí una þegar eiður er tekinn. Þau verða aðeins aö halda á biblíunni eöa nýja testamentinu á meöan eið- urinn er tekinn af þeim. Veitið þessu eftirtekt. Stór spilda af landi hefir veriö opnuð til heimilisréttar hjá Sturgeon Bay á austurströnc Winnipeg vatns. Er þaö land ný- lega mælt út Löndin veröa opnuð n. mai eftir því sem auglýst er stjómarskýrslum Manitoba fylkis fyrra föstudag; alls eru það 6 fer hymingar stórir (jTownships) og em í dölum Warpath og Dauphin ánna. Næsta járnbrautarstöö er Gypsumville og er þaö aöeins frá 15 til 25 mílur. Vatnsleiö má fara þangaö alla leiö og er þaö stór kostur; eru þaö Cran vatn, St, Martin vatn og Dauphin áin sem feröast má eftir þangað. Þeir ferhymingar ('Townships) sem opnaöir veröa eru sem hér segir: T. 35—R. 5 fyrir vestan P.M. T. 34—R. 6 fyrir vestan P.M. T. 35—R. 6 fyrir vestan P.M. T. 35—R. 7 fyrir vestan P.M. 1 þessum pörtum eru þó undan- skilin nokkur lönd sem Hudsonflóa félagið á, skógalönd og timburlönd. Enn fremur eru laus: T 37—R. 16 fyrir vestan P.M. og T. 38—R. 16 fyrir vestan P.M. Þessi frétt er hér aðallega sögö og númer landanna gefin til þess aö íslendingar geti leitaö sér upp- lýsinga um þau í tíma, ef þeir vildu nota sér þetta tækifæri. TH0S. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfragQim^ar, Skrifstofa:— Room 811 McArthnr Buildint', Portage Avenue ákitun: P. O. Box 105«, Telefónar: 4503 og 4504. Wionipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒBI: Korni Torosto og Notrs Dams Mios» ;—t J. J. BILDFELL putimnmau ffoom 520 Union Onnt - TCL. 2004 Selur hús og lddir eg anaaet alt þar aOldtandi. P.Bingaiáa J. J. Swanson & Co. Venla meC fasteágnir. Sj* um leigu á húsum. Aimut l*n og eidiábyrgSir o. fl. á»4Tbel A. S. Bardal 843 SHERBROOKE 8T. sebir likkistur og annast nm úriarír. Allur útbún- a8nr sá bezti. Ennfrem- nr selur bann allskonar minnisvarBa og legstelna rnls. Hotmlll Qerry 2101 n OtTlce „ 300 og 37S J. G. SNÆDAL ■TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald Street Tal». naÍB 5362. v*r leutom sármaJm áheraiu á s«Ua m«6*l ofttr fonkrlftum Hln bestu metM. asm hagt sr a* •ra notuS etngttojra. þscar Hr k 1* m«* forakrUMna tU vor. mad* v«ra vtss um aS fá rétt K* i Usknlrtoa tekur tlL OOLCLECGI * OO. Phon. Oarrr Ml7•g*»0*l?** GMfttosalsgrfiabráf Steam-No-More GLERAUGNA - HREINSARI er samsetningur sem hver maður or gler- augu brúkar aetti ekki að vera in. Ef ein- staka sinnum sett á gleraugun, heldur það peim hreinum Og ver ryki að setjast á þau, Breyting loftslags fri kulda til hita, setur ekki móðu á þau. Þér getið ekki imyndað yður hvaða ágætis efni þetta er tilað halda gletougum hreinum. Vér ábyrgjumst það, annars faest peningunum skilað aftur. VERD 25 cts. WINNIPEG INTR0DUCE C0., •*-0. Box 86, - Winnlpeg, Man Voðaverk þaö sem getiö er um í næst síöasta blaöi er nú álitið aö bróöir konunn- ar hafi framiö; var hann einn af þeim sem dauðir fundust. Hann hét Mycheluk. Svo segja nágrannar frá aö hann hafi ráöiö sig í vinnumensku til tengdabróöur síns til þriggja ára fyrir $700 og eitthvaö af skepnum; tíminn var liöinn fyrir nokkru, en þaö er sagt aö Manchur hafi ekki staðið viö samninginn; hafi hann ekki verið búinn aö borga kaupiö og hafi óvinátta skapast af. Kveðast menn hafa heyrt Mycheluk heita því hvaö eftir annaö aö hann skyldi koma allri fjölskyldunni fyr- ir kattarnef, og gera þaö svo fljótt aö menn héldu aö elding heföi sleg- iö niður. Þaö er því talið víst aö hann' hafi myrt alt fólkiö og sjálf- an sig á eftir; enda sannaðist þaö face og andaðist fyrra laugardag, þá, er verkiö haföi veriö unniö meö. Eins og endur- fœdd. Þannig liöur Mr. og Mrs. Andy Solitis, eftir að þau hafa brúkað Triners American Elixir of Bitter Wine. Lesiö bréfiö: Kæri herra Triner: í vikunni sem leið skrifaöi eg þér, og nú ætla eg að láta þig vita um árangurinn af meðul- unum sem eg fékk frá þér. Eg get látiö þig vita aö American Elixir of Bitter Wine reyndist ágætlega, bæöi mér og konunni minni, og viö erum sannfærö um aö þaö er gott. Okkur líö- ur báöum eins og viö værum endurfædd og okkur langar til aö láta i ljósi ánægju okkar. Meö bezta þakklæti til þín er- um viö þín einlæg Andy og Rosa Soltis, Rogers Mina, Iron River, Mich. ■Triners American Elixir of Bitter Wine nálega endurskap- ar allan líkamann, eyöir slapp- leika, eykur nýjan þrótt, lam- ar ekki, en styrkir og fjörgar til eölilegra starfa. Verö $1.30 . Fæst í lyfjabúöum. Jos. Triners, Ashland Ave., Chicago Manufacturer, 1333—1339 S. Hvenær sem þér þurfið á góö- um áburöi aö halda viö bólgu, vöövaþreytu, verkjum o.s.frv. þá biðjið um Triners Lini- ment, Verö 70 cents. Póst- gjald grei.t. Meööl þau sem aö ofan eru auglýst -Joseph Trieners Remedies—fist hjá The Gordcm Mitchdl Drug Col, Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.