Lögberg - 25.05.1916, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.05.1916, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MAí 1915. Rœða Flutt að Markerville 19. apríi 1916. af Jónasi J. Húnford. Háttvirtur forseti! Hei8ru8u áheyrendur. Sú saga er til þess, aö eg kem hér fram á ræðupallinum, aö þeirri kvöð hefir veriö beint aö mér nú fyrirfarandi, aö segja hér fáein orð i kveld, og vil eg því hiðja ykkur um, bæði umburðarlyndi og þolin- mæði, að hlusta á orð min í fáeinar mínútur. Eg hef nú ekkert að segja sem geti verið ykkur skemtunar- auki. Ellin og alvara lifsins gera “mér tregt um tungu að hræra”, gera mér örðugt um gamanyrðin, hafa nær því tekiö mig út úr sam- tíðinni; hefði þó feginn getað sagt eitthvað broshýrt, en það liggur ekki á hraðbergi. Og samtiðin, mér finst hún setja oss hljóða, á þess- um voðatímum. Hergnýrinn og harkiö, þrumar gegnum loftið, jafn- vel til þessara f jarstöðva vettfangs- ins, og hugir flestra hugsandi manna, þrá endalok hinnar hrylli- legu styrjaldar, sem óefað hlýtur að umhverfa, ríkjaskipim, stjómarfari og sambandi í Norðurálfunni. 5>essi stóri, viðtæki viðburður, sem yfirgnæfir alla aðra, sem veraldar- sagan vitnar um, biðjum vér og vonum, að taki innan skamms heillarik úrslit. Eg ætla sem sagt að tefja fáein augnablik við alvarlegt, þýðingar- mikið mál, sem oss hér tekur að henda, eigi síður en aðra Vestur- Islendinga. Hvert stefnir ? Það er spursmál sem fneðimenn vorir, andlegu leiðtogarnir, og fleiri, hafa lagt fyrir sjálfa sig og aðra, og eru nú að ræða það, og leita að úrlausn þess, en ekki hefi eg séð hana enn. Já, hvert mun stefna i ókominni tíð, með íslenzka tungu og islenzkt þjóðemi? 'Þetta er allra Vestur- íslendinga nauðsynjamál, sem ætti að ræða og gaumgæfa, með ást og hlýúð, en ekki með kala, og illdeil- um; ræktarskyldan við vort móður- land, þjóðerni og samúð vor, ætti að sameina hugi Vestur-íslendinga til að ráða bót á þvi, sem að er orð- ið í þessu efni. Áður en vér athugum þetta spursmál, skal þetta tekið skýrt fram, að eigi er verið að ympra á því, að Vestur-lslendingar skuli eða þurfi að taka sig útúr eða van- rækja landsmálið, né hé'rlenda ment- un; nei, því fer svo fjarri, að oss komi neitt slíkt til hugar; sérhver Vestur-lslendingur þarf að leggja rækt við hérlenda mentun og kapp- kosta að tileinka sér alt það hér innlent, sem geri hann að meiri og betra manni, sem geri hann að hæf- ari manni til að gegna skyldum sin- um við þetta land, sem sönnum borgara þess sæmir, og það verður bezt með þvi, að verja sinum ís- lenzku þjóðemis hæfileikum í þarf- ir þessa lands, sem sannur íslend- ingur. Líklegt er að enn sé það meiri hluti vor Vestur-lslendinga, sem vilja að móðurmálið og islenzkt þjóðemi haldi áfram aö vera til hér vestanhafs. en svo munu hinir ekki fáir, sem helzt myndu kjósa að alt islenzkt, alt það, sem einkennir þjóð vora og hefir einkent hana frá í fomöld, hyrfi sem fyrst; þeir halda því fram, að það tálmi þrif- um og framfömm þjóðflokks vors í þessu landi; en hvergi hefi eg séð rökstutt, að það hafi komið að nein- um hnekki, að vera Islendingur. Allir þjóðflokkar, sem fluttu hing- að yfir um, áttu erfitt i byrjun, bæði sökum kunnáttuskorts á lands- málinu og þá ekki siður, sökum fá- tæktar og verklegrar vankunnáttu; en það voru að hyggju minni, ekki fremur íslendingar, en annara þjóða menn, í mörgum tilfellum siður. Það var vorkun hinum fyrstu, sem fluttu vestur um haf frá ættjörð- inni, þó þeim óaði við umskiftunom, og vel má það vera að þá hafi inn- kndir litið eins og niðnr á þá, kannske álitið þá skrælingja ættar og það hafi orðiö ástæða til þess, að sumum íslendingum varð það, aö reyna að fela ættland sitt, móð- urmál og þjóðerni, um þetta s'kul- um vér ekki fullyrða, en hafi sú lítilsvirðing átt sér stað, þá varð hún sem hverfandi skuggi þegar þekking og reynsla, brugðu upp hinu rétta ljósi yfir það. Og þeim Smjör verðlauna vinnendur nota WINDSOR SMJÖR SJM!1 SALT T»£ CANfOI^ SALT C0M Ltd. var nokkur vorkunn, sem fluttu vestur öndverðlega á landnámsár- unum; þeir áttu við ýmsa erfiðleika að stríða, sem urðu til að glepja mörgum þeirra sýn, og koma þeirri flugu i höfuð þeim, að alt íslenzkt væri sem þyrnir á leið þeirra; þá var það, aö þeir smáðu þann eina fjársjóðinn, sem þeir fluttu að heiman og týndu honum, í staðinn fyrir að setja hann á vöxtu hér og safna af honum í forðabúr fyrir ó- komna tímann. Sumir kunna nú að spyrja: Hvað er unnið með því að viðahlda islenzkunni hér vestan- hans? I fyrsta lagi er það skilyrði fyrir þjóðemisviðhaldinu. Málið er lífæð þjóðemisins, og engin þjóð kann því að halda, sem týnir móð- urmáli sinu. En þá kemur önnur spurningin: Hvað hefir þetta þjóð- erni að þýða? Mín skoöun er, aö meö orðinu þjóðerni, séu táknaðir, andlegir æhfileikar mannsins, sem eru honum meðskapaðir, þær eðlis- fylgjur, sem flytjast í kynflokkn- um, frá einum lið til annars, svo lengi sem áhrif utan frá hindra það ekki. Eg held að þjóöernið meini ekki beinlínis neitt likamlegt; það er ekki innifalið í útvortis háttum né siðum, þó það á stundum hafi áhrif á framkomu mannsins; ekki er iþað heldur nein fastheldni né of- urkapp; nei, það er andlegt eðli þjóðarinnar; það er sá andlegi arf- ur, sem hverjum einstaklingi hlotn- aðist af sameign hinnar íslenzku þjóðar; í þvi felst kynsældin, mann- dómurinn, drengskaparlundin og þrautseigjan, sam sagan sannar, að hafi einkent hina íslenzku þjóð um margar aldir. Þetta voru nú einu fjársjóðirnir sem vér fluttum með oss úr föðurgarði; það var innstæð- an fyrir framtiðina. Fáir voru þeir, sem höfðu fjármunum til að dreifa, nær hingað kom; nei, þeir stóðu uppi flestir með tvær hendur tómar. f slendingar voru verr á vegi í efnalegu tilliti, en flestir aðrir þjóðflokkar, sem þeir áttu nú að keppa viö á framsóknarbrautinni; þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir féskort og fákunnáttu sést það nú glögt, að Vestur-íslendingar hafa fullkom- lega haldið sínum hluta í samkepn- inni á flestum svæðum lífsins; þeir eru þegar viðurkendir meðal hinna fremstu á menningar og þjóðþrifa- brautinni. Staðreyndin vitnar, að þetta eru engar öfgar. Eigi voru Uðin mörg ár yfir V.-ísl. hér í þessu landi, áður en margir þeirra fóru að leggja rækt við ýms fyrirtæki, fóru að hyggja á fé og frama, og þeir höfðu ekkert stofnfé til að byrja með, utan manndóm sinn og andans hæfileika, og i flestum til- fellum hefir þeim tekist farsællega. Og það voru ekki liðnir fleiri ára- tugir, áður margir hinna islenzku bænda sýndu glögg deili þess, að þeir, nær tímar liðu, myndu þola samanburð við aðra stéttarbræður sina; sýndu, að þeim óx ekki í aug- um að gera sér jörðina undirgefna, þeir neyttu þess, að þá var iþað is- lenzkt “afl sem hóf upp úr jörðu steininn”. Þeir voru brautryðj- endur niðja sinna, sem sannir ís- lendingar. þeir fyrirurðu sig aldrei fyrir íslendings nafnið né þjóð sina; þeir reyndu ekki að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að þeir væru eitthvað annað; þeir möttu sér það heiður, að hefja þjóð sína til álits og virðingar, með sin- um islenzku hæfileikum. Vér vit- um vel að nú um mörg ár hefir fjöldi af vorri ungu kynslóð verið að keppa fram á menningar- og mentavegum þessa lands, við ýmsra þjóða ungmenni, og hvað sýnir sú samkepni ? Hún sýnir það ótviræðlega, eftir þeim skýrslum sem um það eru gefnar, að nálega á öllum skólum fær islenzka náms- fólkið, mikið meiri hluti þess, ágæt- is vitnisburði, og nokkrir hafa fengið alla þá heiðursviöurkenn- ingu fyrir lærdóm sinn, sem hér- lendir skólar veita nokkrum náms- manni. Margt af þessu unga lær- dómsfólki voru, er þegar komið í háar, ábyrgðarmiklar stöður, og ekki höfum vér heyrt annars getið, en að það vinni í þeim sér og þjóð sinni til sæmdar. Skyldi nú þetta vera hending eöa tilviljun ? nei, það getum vér ekki ályktað. Þama hljóta að koma fram andlegir yfir- burðir! Hvergi gleggra en einmitt þarna, sjáum vér hina sterku og kjammiklu þjóöernis hæfileika. Það hljóta að vera þeir, sem aðal- lega ráða þessum úrslitum. Og þetta, sem vér höfum nú tekið fram, virðast vera hinar órækustu sann- anir um ágæti og mikilieik hins ís- lenzka þjóðemis; það eru sannanir, sem ekki em teknar úr lausu ofti, heldur af staðreyndinni. Þetta er líka eðlilegt; það var enginn rusl- ara lýður, né úrgangs skepnur, sem íslenzka þjóðin er runnin af; nei, það voru engir úttaugaðir ættlerar, sem fóru að byggja Island á níundu öld. Vér vitum það, það er ekki hægt aö andmæla þeim sannleika, að þjóðin okkar er vaxin upp af göfugri og manndómsfyllri ætt- stofni, en nokkur annar þjóðflokk- ur, sem flutt hefir til þessa lands; frumherjar hennar voru, kjarninn úr Norvegs þjóðinni, blandaður að visu frá Skotlandi, Orkneyjum, Suðureyjum og írlandi og sagan sannar, að þessar þjóðir, einkum Norðmenn voru umfram flestar þjóðir, aö hreysti og harðræði, dáð og drengskap, og satt er það, að Bretland hið mikla mannaðist og efldist mest, eftir að norrænir mannflutningar tókust þangað, og það hygg eg, að þeir sem fróðir eru í sögu Breta, kannist við það, að ýmsar hinna göfugu ensku ætta eru raktar til norrænu Víkinganna, frændliða vorra. McNutt, Sask. 13. maí 1913. Heiðraði ritstjóri Lögbergs. Um leið og eg sendi þér þrjá visubotna, óska eg þér langra líf- daga og góðrar starfsemi, sérdeilis og einkum við blessað litla Sólskin- ið þitt. Það ætti að verða sérstætt og nokkuð stórt myndablað. Það gæti vel skeð að það reisti hina hálf- föllnu þjóð fyrirliðanna okkar og hið bjagaða ísienzka mál hér í Vest- urheimi. Blaðamaður og ritstjóri eins og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson ætti að innprenta þj^sum hálfu fyrirliðum okkar, að íslenzka tungumálið sé alveg ódauðlegt, alveg ódrepandi; að á því sjáist engin dauðamerki. Það sé með fullu og f jörugu Ii.fi alt til þessa dags. En að mentaþjóð- irnar öfunda okkur og vilja láta okkur gleyma þvi. Gera það svo að mentamáli á æðstu skólum, eins og latinu og grísku, þar sem enginn getur lært það nema fyrir mikla fyrirhöfn og afarverð. En nú eiga allir íslendingar svo hægt með að læra það, bara að hún mamma vilji tala það við hann Gvend og hana Gunnu og hana Siggu; eg meina svona við alla krakkana yfirleitt. Líka verða prestar og aðrir kenn- arar í íslenzkunni að hafa það hug- fast að bera svo mikla virðingu fyrir íslenzkunni, að fara ekki und- ir eins að tala önnur tungumál við nemendur, þegar þeir sleppa við tímann sem þeir kenna íslenzkuna. SHkt framferði kennaranna getur komið því inn hjá nemendanum að kennarinn meini í raun og veru ekk- ert af því sem hann segi um íslenzk- una. Hann hafi gert iþetta islenzku tal til að geðjast gamla fólkinu, en fyrir ungdóminn sé það meö öllu óbrúklegt. Ef leiðandi menn meina nokkuð með því sem þeir segja um Is- lenzku og íslenzkt þjóðemi, þá ættu þeir alla jafnan að tala islenzku hver við annan og við unglingana. Og þó þeir læri og kunni vel önnur tungumál, þá eiga þeir ekki að tala þau nema því aðeins að þeim sé ómögulegt að koma við íslenzkunni. Það verður að pressa þvi inn í þjóðina eöa þetta þjóðarbrot að halda fast því sem hún og það hef- ir: islenzkunni. Það væri óbætan- legt tjón og niðurlæging að glata málinu sínu. Það ætti heldur enginn sannur Islendingur að imynda sér að is- lenzkan deyi, eða að hafa slikt geð- veikisrugl eftir öðmm; heldur skul- um vér allir segja:- Islenzkan er ó- dauðleg. Því þó að við föllum, þá halda áfram að vera til íslendingar með tilfinningum og heitu blóði fyrir því sem gott og göfugt er. Um þetta mætti rita heila bók, en eg verð að stöðva pennan. V. Th. Jónsson. Halldór Auðunnton. bóndi að Mozart, Sask. andaðist á sjúkrahúsi í Winnipeg 21. marz síðastliðinn. Halldór heitinn var fæddur i Hafnarfirði á íslandi 4. maí 1861. Fór hann ungur frá foreldrum sín- um og varð snemma að reyna margt og sjá sér farborða sjálfur. Þegar hann eldist meir fór hann að gefa sig við sjómensku og hélt því áfram þangað til hann var 21. árs gamall. Þá fluttist hann hingað til lands, snauður að fé en auðugur að von- um og þreki. Vann hann þá á ýmsum stöðum og komst fljótt vel niður í ensku máli. Um eitt skeið var hann í her Canada. Þá er Halldór heit. var 24 ára gamall kvæntist hann i Winnipeg, fyrri konu sinni, Sigríði Sigurðar- dóttur úr Reykjavík. Áttu þau einn dreng saman, er dó fárra nátta gam- all. Eftir árs sambúð í Winnipeg fluttust þau hjón vestur á Kyrra- hafsströnd og skildu þar, eftir tæpa tveggja ára samveru. Voru þau alt of ólik til þess að geta búið saman. — Þenna skilnað tók Hall- dór heit. sér mjög nærri, þvi að hann hafði unnað konu sinni mjög, og var að eðlisfari tilfinningaríkur og manna tryggastur i lundu. Bætt- ist það og ofan á raunir hans um þessar mundir að hann féll ofan af Akurykrkjumála-deildin í Saskatchewan. ILLGRESI OG OTSÆÐIS-DEILD Þekking á “Perennial Sow Thistlea og hvernig hemill verður hafður á honum Hann er rótdjúpt illgresi, sem lifir alt árið, með stórum og sterkum rótarstokkum. Hefir það nýlega komist inn í marga staði fylkisins og ætti að kosta kapps um að eyði- leggja það. J?ví það er versta illgresi sem þekkist í Vestur Canada. pegar jurtin fyrst sést í vaxtarbyrjun er hún blaða- skúfur þétt niðri við jörð. pessar ungu plöntur hafa mjög stutta neðanjarðar rótarstokka, og er því tiltölulega hægt að eyðileggja þær. En með því.að jurtin vex fljótt í alls- konar jarðvegi verður hún brátt sterk og erfið viðureignar. Jurtin vex þangað til hún verður 2—4 fet á hæð; stofn- inn er sléttur og holur og í allri jurtinni er beiskur, mjólk- urkendur vökvi. Laufin eru fá á stofninum, en mörg niðri við jörðina, eru þau 4—8 þumlunga löng með djúpum vikum og stefna skiftivikin aftur, en næst stofninum er laufið vafið utan um hann. Jurtin er dálítið hrufótt öll, og blómin eru gul að lit og 1—U/2 þumlungur að þvermáli; 5—15 blóm eru á einni stöng. RÁÐ TIL AÐ HALDA ILLGRESINU í SKEFJUM. . 1. pegar það er í litlum bletti, er bezt að grafa það upp með rótum, eða ef það er erfitt, þá þekja með haug, eins og fyr er lýst í meðferð á Canadiska þistlinum. 2. Sauðkindum þykir þetta illgresi gott, og ef þeim er hleypt á akur þar sem það er eftir uppskerutímann, þá ver það því að það sái til sín, því það er þá eyðilagt niðri við jörð, og veikist þannig rótar stokkurinn. 3. pað er ekki ráðlegt að láta þetta illgresi vaxa þangað til það blómgast með þeirri hugmynd að um það leyti séu ræturnar veikari. Sannleikurinn er sá að þannig fer venjulega að jarðvegurinn verður svo fullur af rótum að mjög erfitt verður að eiga nokkuð við blettinn, þar sem illgresið er. Skoðun manna yfir höfuð er sú, að Business and Proíessional Cards Dr. R. L. HUR5T, Member ot Reyel Coll. ot Burgeona. Eng., atakrlfaSur tt RoyeJ Collece ot Phystclane, London. SérfmSlarur 1 brjóat- tauga- og kren-ajúkdémum. —Skrtfat. I6B Kennedy Bldc., Portace Are. (1 n*6tl Baten’e). Tala. M. 614. Heimill M 111«. Timl tll riftals: kl. 1—S oc 7—S e.h. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telbpuone garrv 3*0 Orptcc-TfMA*: a—3 THOS. H. JOffNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslentkir Uigfraegimcar. Skripstofa:— Room 811 McArthur Buildinc, Portage Avenue Akitun: P. o. Box 1650, Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI; Heimili: 776 Victor St. Teleprore garry 3*1 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSONi Office: Cor. Sherbrooke & William Telbphonei qarry 3Se Officetímar: 2—3 HEIMU.ll 764 Victor Btr«et rRLBPUONEl GARRY T63 Winnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Buildine COR. PORT/\CE AVE. & EDMOftTOfL 8T. Stuadar eingöngu augna, eyrna. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta fr&kl. 10-12 f.h. og 2—5 e. h.— Talsími: Main 3088. Heimili 105 | Olivia St. Talsfmi: Carry 2315. FLUTTIR til Komi Toronto og Notre Dama Phone Osirry 2gM Helmillf O^rry At «1. il. BILUFELL PA8TBIQNA8ALI Room 520 Union Bank - T£L. 2685 Selur hús og lóflir og annast alt þar aðlútandi. Peningaláa J. J. Swanson & Co. Verela með faatcígnir. Sjá um leiau & húeum. Annaet l&n og eld.ábyrgðir o. fl. •64 Tba ir---- »— -- -r A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selnr líkkistur eg annast Dm útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Enafrem- ur selur bann allskonar minnisvarða og legsteina 151 Bannatyne Ave Horni Rorie Str. í stærri og betri verkstofur Tals. Main 3480 KanalyElectricCo Motor Repair Specialist J. G. SNÆDAL, 'TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald Street Tals. main 5302. bezta aðferðin, þar sem stórir blettir eru með þessu ill- gresi, sé að byrja eins snemma og hægt sé að vorinu og rífa upp jörðina stöðugt, til þess að verja því að nokkur vöxtur geti átt sér stað þangað til seint í júní; plægja Mountain, Kristjana, gift Ármanni Stefánssyni, bónda að Eyford, og Kristin, hálfsystir hinnar látnu, gift norskum bónda skamt frá Moun- tain. Vér lecctuan e4.nrta.ka therslu 4 mt ■•IJ* meððl eftlr forskriítum lækua. Hin beetu melöi. eem haect er »• (6, eru notuB eincöncu. fesrmr þér kom- 16 meS forokrlftlna ui ror, meclB M> ▼era vUe um a8 tk rétt fal eem lmknlrlaa tekur UL þá 5—6 þumlunga djúpt og halda áfram að róta upp alt árið, þegar hægt er. Takið eftir þessu plássi framvegis; þar verður meira um eyðilegging illgresis. húsi, þar sem hann var að vinnu sinni, og stórskemdist á höfði. Lá hann lengi af afleiðingum þess, milli heims og heljar. Lögðust þannig á hann í einu, bæði andlegar og likamlegar þrekraunir. Þó frískaðist hann aftur svo að hann varð vinnufær. En aldrei mun hann hafa fengiö fulla heilsu né þrek, eftir þetta. Næstu árin var hann i Winnipeg, og þar kyntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur. þau giftust að Mountain í Norður Dakota 18. júni 1893 og dvöldu þar í sveitinni um 13 ára tíma. En til Mozart, Sask. fluttu þau árið 1906 og bjuggu þar síðan. Eina dóttur barna áttu þau hjón, en hún dó ekki ársgömul. Þá tóku þau stúlku til fósturs og ólu hana upp, og hafa jafnan reynst henni sem beztu for- eldrar. Vafalaust eru nokkur ár síðan Halldór heitinn kendi þeirrar mein- semdar, magasársins, er leiddi hann til dauða. En ekki urðu þó stór- mikil brögð að því fyr en síöastlið- ið sumar. Þá var hann löngum sár- lasinn. Ágerðist þetta meir og meir unz hann hafði lítið viðþol og mátti varla nokkurs neyta. Lagði hann þá af staö til Winnipeg snemma í marz s.l. til þess að reyna að fá mót meins síns. Þar lézt hann á sjúkrahúsi 21. s.m., eins og áður er um getiö. Sambúð þeirra Halldórs heit. og Guðrúnar, seinni konu hans, var hin bezta og farsælasta. Þau voru samhuga og samtaka um hvað eina, bæði utan húss og innan, og var heimili þeirra sann-nefnt reglu- og þrifaheimili. Búskapurinn blessað- ist þeim vel og voru þau komin í sæmileg efni þegar Halldórs heit, misti við, enda var hann framúr- skarandi umhirðu- og reglumaður, sem sjá mátti á búskap hans. Halldór heit. var vel meðalmaður að hæö, beinvaxinn og sviphreinn, enda var hann skapmikill, en stilti manna bezt skap sitt. Lundin var óvenju hrein og einlæg. Var hann einn þeirra manna, er ekki er imt að breiða yfir sannfæringu sína, heldur segja hana skýrt og skorin- ur. Glaðlyndur var hann og við- mótshýr og einkar vinfastur. Ákveð- inn trúmaður, en kreddumaður engi.. Hann hafði örugga trú á á- framhaldi persónulegs lífs í ósýni- lega heiminum, enda hafði ýmislegt borið fyrir hann, bæði í vöku og svefni, sem staðfesti þessa trú hans. Og ekki kom honum dauði sinn á óvart. Hann sagði hann fyrir síð- astliðið vor. Og áður hann fór til Winnipeg lét hann í ljós við fleiri en einn af nágrönnum sínum, að hann myndi ekki koma lifandi heim aftur. Og varð hann sannspár um Ingibjörg heitin var hin mesta merkiskona og að henni hinn mesti missir, bæði fyrir bygðina og nán- ustu skyldmenni. Hún var skír- leikskona mikil, hæg og stilt í allri framkomu, talaði fátt, en hugsaði vel, svo það var ávalt mikils metið, sem hún lagði til. Enda átti hún innilegan samhug með öllu góðu, og hlynti að hverju góðu málefni, sem varð á vegi hennar og lagði ávalt gott til alls, sem um var verið að ræða og hugsa. Það hefir því verið bjart yfir heimili þeirra hjón- anna og sönn sveitarprýði í öllum skilningi, því öll framfara og vel- ferðarmál hafa átt þar öruggan var. Friður og blessun drottins fylgi honum og minningu hans. /. K. Dánarfregn. Á sumardaginn fyrsta, 20. apríl s.l. lézt að Mountain, N.-Dak., heið- urskonan Ingihjörg Kristjánsdóttir, kona Metúsalems Einarssonar, eft- ir fárra daga legu í “influenzu”, sem svo snerist upp í lungnabólgu. Kom dauðsfallið öllum á óvart, því Ingibjörg heitin hafði verið við vanalega heilsu, þangað til hún veiktist. Hún *var fædd að ÍJlfsstöðum i Skagafirði 9. nóvember 1855, en fluttist ógift norður á Langanes. Þar giftist hún Metúsalem Einars- syni í janúarmánuði 1880 og byrj- uðu þau búskap að Fagranesi, þar sem hann var fæddur og upp alinn, og bjuggu þar í þrjú ár. Að þeim liðunm fluttust þau til Ameríku árið 1883 og komu til Norður Dakota. Settust þau að þrjár míl- ur austur af Mountain í grend við Kristján Kristjánsson, bróður henn- ar. Þar austur á sléttunni bjuggu þau um nokkurn tíma, unz þau fluttu bústað sinn upp að skógin- um fyrir sunnan og austan Moun tain. Eftir að ahfa búiö þar ein 10—11 ár fluttu þau enn bygð sína til Mountain, þar sem þau reistu hið prýðilegasta hús, er þau síðan hafa búið í. Fimm af börnum þeirra lifa: Maria Einarsson, ógift; ?rimann Einarsson, kvæntur bóndi á Mountain og býr á landi föður síns, fyrir sunnan Mountain skóginn, þar sem foreldrar hans bjuggu áður en þau fluttust að Mountain; Jóhann, ókvæntur, hjá föður sínum; Þor- björg gift Jóni Sdheving, bónda við Elfros í Saskatchewan, og Einar, sem nú stundar nám við háskólann í Grand Forks. Systkini Ingi bjargar sálugu ertl þau Kristján Kristjánsson, bóndi aö Eyford, Sigurður Kristjánsson, bóndi að það. Er mikil eftirsjá að slikum mönnum sem Haldór Auðunnsson jgriðastað. Ingibjörg heitin var sér lega fastlynd kona, sem ekki sleit trygð við neitt sem henni hafði orð- ið hlýtt til, hvort heldur voru menn eða málefni. Með þeim systkinum voru ávalt kærleikar miklir og var ávalt auðsætt hve þeir bræðurnir, Kristján og Sigurður, báru mikla virðingu fyrir systur sinni. Fyrir mörgum árum varð Kristjana syst- ir hennar fyrir slagi, svo hún hefir síðan verið stýrlega fötluð. En hún átti góðan hauk í horni þar sem Ingibjörg systir hennar var, sem tók innilegan þátt í raunum henn- Dóttur Kristínar systur sinn- ar hafði hún hjá sér fram til ferm- ingar og gekk henni í móður stað. Nú siðast höfðu þau tekið tvö gam- almenni á heimili sitt, blindan mann og háaldraða konu yfir átt- rætt, konan veik og rúmföst, þjáð af meini í andliti, Sigurbjörg ekkja Benedikts heitins Péturssonar skó- smiðs. Átti sú margþjáða heiðurs- kona von á að fá að njóta ástúðar og hjúkrunar Ingibjargar heitinn- ar eins lengi og hún þyrfti á að halda, þar sem hún hafði orðið öll- um ástvinum sínum á bak að sjá. En nú var einnig þessi ástvinur frá henni tekinn Það er ekki að undra, að Ingi- bjargar sálugu er sárt saknað af manni hennar, börnum og systkin- um. Hennar er sárt saknað af vinahópnum stóra, sem þau áttu. Og sveitin fagra sem þau höfðu helgað krafta sína, finnur sárt til þess, að ein helzta konan úr hópi þeirra kvenna, sem bjart gerðu yfir bygðinni, er nú burtkölluð og horf- in. Jarðarförin fór fram að Mountain þriðjudaginn 25. apríl að viðstöddu miklu fjölmenni, sumt langt að komið í köldu veðri og ó- notalegu, bæði að sunnan og norð- an. Séra Friðrik Bergmann flutti bæði húskveðju og líkræðu. Og inn í likræöuna fléttaði hann ljóð, sem ort höföu verið af tveimur vin- um þeirra hjónr—.a Vinur. OOUMTOOH * OO. Notr* Dum Aya oc Hbtrbraek* 61 Pboa* Oarrr 8666 oc 1661. BéfttecaleyfUibréf mU Steam-No-More GLERAUGNA - HREINSARI er samsetningur sem hver maður er gler- augu brúkar aetti ekki að vera án. Ef ein- staka sinnum sett á gleraugun, heldur það þeim hreinum ög ver ryki að setjast á þau, Breyting loftslags /rá kulda til hita, setur ekki móðu á þau. Þér getið ekki ímyndað yður hvaða ágætis efni þetta ertilað halda gleJaugum hreinum. Vér ábyrgjumst það, annars fæst peningunum skilað aftur. VERD 25 cts. WINNIPEG INTRODUCE C0„ p.0- Box 66, - Winnipes, Man Ánægður. Herra G. D. Stonich er nú a!- veg ánægður, síðan hann fékk aftur heilsuna. Honum far- ast þannig orð : “Eg vil þakka þér af öllu hjarta fyrir þitt á- gæta læknislyf “Triners Ame- rican Elixir of Bitter Wine”, sem hefir alveg læknað mig og sem eg get mælt með við alla. Sérstaklega fyrir námumenn og þá sem erfiðis vinnu stunda. Eg gat hvorki neytt svefns né matar; en síðan eg fór að nota þetta meðal get eg bæði sofið vort og borðað vel. Eg er alveg ánægöur. G. D. Stonich, Box 135 Winkelman, Ariz.” Svefnleysi er oftast afleið- ingar einhvers konar óreglu meltingarfæranna, sérstaklega þegar því er samfara lystar- leysi eða hægðaleysi. Þegar þannig lasleika ber að höndum ætti fólk að kaupa Triners American Elixir of Bitter Wine. 1 veikindum með hægðaleysi, meltingarleysi, inn- ýflagasi, sefar það þrautirnar tafarlaust. Verð $1.30. Fæst í lyfjabúðum. Joseph Triner Manufacturer, 1333—1339 S. Ashland Ave., Chicago. T riners Liniment vinnur fljótt og læknar gigt og tauga þrautir; ágætt i kvefi og eftir þungt og þreytandi erfiði. Verð 70 cents. Póstgjald greitt. Meðöl þau sem að ofan eru auglýct -Joseph Trieners Remedies—fást hjá The Gordon MítcheU Drug 0», Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.