Lögberg - 25.05.1916, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.05.1916, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MAí 1915. RICHARO HATTERAS Eftir Guy Boothby Hann haföi naumast sugt þetta, þegar dyrnar sem þeman gekk inn um, opnuöust, og maSur kom út. Okkur til undrunar var hann stór og digur, meö glaö- legt andlit og svip, eins og hann væri ánægöur meö sjálfan sig og heiminn í heild sinni. “Hverju á eg að þakka heiðurinn af þessari heim- sókn?” spuröi hann umsjónarmanninn. “Eg er, eins og þér sjáið, lögreglu umsjónarmað- ur”, svaraði hann, “og við erum aö leita að manni, sem Draper heitir”. “Eg er hræddur um aö yður skjátlist'', svaraði hinn. “Eg bý i þessu húsi og hefi verið hér í marga mánuði. Það er enginn hr. Draper neitt við það riðinn”. Andlit umsjónarmannsins sýndi að hann var í vandræðum, og mitt andlit hefir hlotið að sýna það sama. Markgreifinn hafði gefið svo ánkvæma lýsingu af húsinu hins vegar við götuna, og steinörnunum viö tröppuna, að hér get ekki verið um neinn misskilning að ræða. En jafnframt var það ómögulegt að þessi maður gæti verið Draper, og ef þetta var það hús, þar sem Beckenham voru gefnir svefndroparnir, hvar voru þá vopnin o.s.frv., sem hann sagði að verið hefðu í forstofunni ? “Eg get alls ekki skilið þetta”, sagði umsjónarmað- urinn og sneri sér að mér. “iÞetta er húsið, en hvar eru hlutimir sem voru hér í gær?” “Þér hafið þá fengið lýsingu af húsmununum hérna?” spurði eigandinn. “Það var ágætt, því það gerir mér hægra fyrir að sanna að ykkur skjátlast. Gerið þið svo vel að koma inn og skoða herbergin.” Við gengum á eftir honum inn í herbergið, en þar voru hvorki fáséðir munir eða vopn. Svo sýndi hann okkur hin herbergin, en þar var heldur ekkert af því sem við bjuggumst við. Nú vorum við í vandræðum. “Eg er hræddur um að við höfum ómakað yður að ástæðulausu”, sagði umsjónarmaðurinn. “Minnist þér ekki á það”, svaraði hinn. “Eg er glaður yfir því að vita, að eg er ekki flæktur inn í nein óþægindi við lögregluna”. “En”, sagði umsjónarmaðurinn skyndilega, “vitið þér nokkuð um hverjir nágrannar yðar eru?” “Já, það held eg nú. Á hægri hlið er guðhrædd og virðmgarverð ekkja. Til vinstri er aðalbókhaldarinn í Nýja-Hollands bankanum. Báðar fjölskyldurnar eru heiðarlegar og réttlátar”. “Eg bið yður að afsaka að við komum hingað. Verið þéV sæll”. “Þér þurfið ekki að afsaka yður. Mér hefði verið ánægja að því að geta hjálpað yður. Verið þér sælir Við fórum aftur út á götuna. Um leiö og við geng- um gegnum hliðið, skoðaði umsjónarmaðurinn merki á stólpanum hægra megin. Hann laut líka niíur og tók eitthvað upp sem líktist litlum steini, og svo gengum við áfram. “Hvemig stendur á þessn?” spurði eg. “Hefir lávarðinum getað missýnst?” “Nei, ekki held eg það. Við höfum verið gabbaðir, það er alt”. "Hvað meinið þér með því? Hvemig erum við gabbaðir? Af hverju haldið þér það?” “Eg vissi það fyrst þegar við gengum út um hliðiö aftur, og nú er eg viss um það. Komið þér, við skul- um ganga yfir götuna”. Eg fylgdi honum yfir götuna að litlu húsi með snotrum gluggablæjum og málmplötu á hurðinni. Af nafninu á henni sá eg að sú sem í húsinu bjó var skart sölukona, en eg gat alls ekki skilið hvers vegna við heimsóttum hana. Þegar dyrnar voru opnaðar, spurði umsjónarmað urfnn hvort ungfrú Tiffins væri heima, og þegar hon um var sagt að hún væri það, spurði hann hvort hann gæti fengið að tala við hana. Þeman gekk inn til að spyrja um þetta, þegar hún kom aftur, bað hún okkur að koma með sér. Viö gengum eftir mjóum gangi að herbergi, sem hafði stóran glugga er snéri að götunni. Um aldur ungfrú Tiffins var erfitt að geta sér til, en framkoma hennar var kurteis. Hún virtist verða hissa á komu okkar, en bað okkur samt að setjast, og spurði svo hvað hún gæti gert fyrir okkur. “Ungfrú”, sagði umsjónarmaðurinn, “fyrst ætla eg að segja yður að eg er lögreglumaður. Stórkostlegt afbrot hefir átt sér stað, og eg álít að 'þér séuð færar um að vísa mér á slóð þeirra manna, sem framkvæmdu það”. • “Þér gerið mig lafhrædda”, svaraði ungfrúin. “Eg lifi kyrlátu lífi, og hvernig ætti eg þá að þekkja slika menn ?” “Mér dettur ekki í hug að halda að þér þekkið þá. Eg bið yður aðeins að endurkalla í huga yðar það sem þið sáuð í gær, og að svara nokkrum spurningum, sem eg ætla að koma með”. “Eg skal svara þeim eins vel og eg get”. . “1 fyrsta la'gi, munið þér eftir því að þér sæjuð skrautvagn aka að húsinu hins vegar götunnar um há- degisbilið í gær?” “Nei, eg man ekki eftir því”, svaraði hún. “Munið þér eftir því að þér sæjuð nokkura menn yfirgefa húsið síðari hluta dags í gær?” “Nei, hafi þeir komiö þaðan út, þá get eg ekki munað það”. “Hugsið yður nú um, ef þér viljiö gera svo vel, og segið mét hvort þér sáuð nokkurn vagn nema staðar fyrir framan húsið”. “Eg skal reyna að endurkalla í huga minn. Það var nú bakaravagninn hans Judges kl. 3, mjólkurvagn- inn kl. 5, og stór fultningsvagn, litlu eftir kl. 6”. “Það er einmitt það, sem eg vildi vita. Og munið þér hver átti þann flutningsvagn ?” “Já, ég man að eg sá nafnið þegar hann sneri við. Það var “Goddard & James”, George stræti. Eg stóð og furðaði mig á hvort leigjandinn ætlaði að flytja”. Umsjónarmaðurinn stóð upp og eg líka. “Eg er yður þakklátur, ungfrú Tiffins, þér hafið veitt mér góða hjálp”. 1 “Mér þykir vætn um það”, sagði hún, “en eg vona að eg þurfi ekki að mæta sem vitni fyrir rétti”. “Þér þurfið ekki a^óttast það”, svaraöi umsjón- armaöurinn. “Verið þér sæl”. “Verið þér sæll”. Þegar við vorum komnir út, sneri umsjónarmaður- inn sér að mér, og sagöi: ‘Það var sannarlegt lán að við fundum þessa skart- sölukonu. Konur við slikar verzlanir eru vanar að vita hver það er, sem leigir slíka vagna. Williams ’, —hann kallaöi á lögreglumanninn í borgarbúningnum Það er bezt að þér séuð hér og gætið hússins. Ef maðurinn, sem vér töluðum við, fer út, þá skuluð þér elta hann og láta mig vita hvert hann fer”. “Það skal eg gera”, sagði lögregluþjónninn, og svo fórum við. Svo fengum við okkur vagn og báðum ökumann- inn að flytja okkur til George strætis. Það var nú komið nálægt hádegi og við vorum báðir allþreyttir. En eg var svo kviðandi og taugaveikur, að eg gat ekki verið óvinnandi. Phyllis hafði nú verið í höndum Nikóla i 13 stundir, og við höfðum enga hugmynd um hvar hún var. Þegar við komum að búð þeirra Goddard og James, gengum við inn og spuröum hvort við gætum fengið að tala við elzta félagann. Einn þjónanna fylgdi okkur undir eins til skrifstofu, þar sem roskinn maður sat og skrifaði við hallborð. Hann leit upp þegar við komum inn, og þegar hann sá einkennisbúúning um- sjónarmannsins, stóð hann upp og spurði um erindi okkar. “í fyrra dag leigðuð þér manni nokkrum talsvert af vopnum og sjaldséöum munum frá suðurhafseyj- im. Var það ekki?” spurði umsjónarmaöurinn. “Jú, það gerði eg”, svaraði gamli maðurinn. “Hvað viljið þér vita um það?” Mér væri þökk á að fá lýsingu af manninum, sem íkom hingaö og bað um þá—eða þá að lofa mér að sjá bréfið sem hann skrifaöi”. “Hann kom hingaö sjálfur”. “Það er gott. Viljið þér nú gera svo vel og lýsa honum ?” “Hann var hár maður og laglegur, og ef eg man rétt, hafði hann langt, jarpt yfirskegg”. “Þetta gefur okkur litlar upplýsingar. Var hann einn?” “Nei. Þegar hann kom inn i skrifstofuna var ann- ar maður með honum, sem eg man mjög vel hvemig leit út. Já, eg get ekki varist þvi að hugsa um hann”. Eg hlustaöi nú nákvæmlega. “Hvernig leit hinn maöurinn út?” spuröi umsjón armaöurinn. “Eg get naumast sagt yður það—það er að segja, eg get naumast lýst honum nógu vel, til þess að þér getið séð hann eins og eg sá hann. Hann var hár, en j>ó býsna grannur, hann.hafði svart hár og var fölur í andliti, og hann hafði þau svörtustu augu er eg hefi nokkurn tíma séð í *nokkrum manni. Hann var vel rakaður og skrautlega klæddur, og þegar hann talaði, skinu tannir hans eins og perlur. Eg hefi aldrei á æfi minni séð neinn mann líkan honum”. “Það hefir verið Nikóla, það er áreiðanlegt”, sagði eg og sló hnefanum á borðið. “Það litur út fyrir að við höfum fundið slóðina að lokum”, sagði umsjónarmaöurinn. Svo sagði hann við hr. Goddard aftur. “Og getið þér nú frætt mig um hvað þeir sögðust ætla að gera við þessa muni?” “Á það mintust þeir alls ekki—þeic borguðu að eins vissa upphæð fyrir lánið, og svo sögðu þeir frá húsnúmeri og götunafni og fóru”. “Og það var?” “Áttatíu og þrjú Charlemagna stræti. Stóri flutn- ingsvagninn okkar flutti þessa muni þangaö, og sótti þá aftur í gærkveldi”. “Eg þakka fyrir upplýsingamar. En hvað hét maðurinn sem leigði þessa muni?” • “Eastover”. “Og á hvern hátt fóru þeir frá yður?” “Það stóð vagn fyrir utan dyrnar, og eg fylgdi þeim þangað”. “Þeir hafa þá að eins verið tveir?” “Nei. 1 vagninum sat þriðji maöurinn, og þegar eg sá hann, vaknaöi hjá mé’r kvíði fyrir því að eg fengi muni mína aftur. Ef eg hefði getað það, þá hefði eg neitað þeim um lánið “Því þá það ?” “Til þess að skýra pað, verð eg að segja dálitla sögu. Það vildi þannig til, að fyrir hér um bil þremur árum síðan, kyntist eg manni sem Draper hét”. “Draper”, sagði eg. “Þér eigið ekki við—en eg bið afsökunar, gerið svo vel að segja söguna”. “Eins og eg sagði, kyntist eg þessum Draper, sem um langan tíma hafði rekið verzlun á suðurhafseyjun um. Við hittumst oft og uröum að loKum kunninQj- Já, svo góðir vinir urðum við, að eg lét hann tæla Nikola og ránfeng hans”. “Já, guö gefi að það geti látið sig gera”. “Hvert ætlið þér nú?” “Til Potts Koint”, varaði eg. Við kvöddumst og gengum svo s:nn í hvo’-a áttina. legar eg kom til i.-js Wetherells, sagði gamli þjónninn mer að húsbóndi sinn svæfi í skrifstofunni. Þar eð eg vildi ekki ónáða hann, spurði eg hvar mitt svefnherbergi væri, og þegar búið var að fylgja mér þangað, lagðist eg í öllum fötunum í rúmúið, og undir eins og höfuð mitt snerti koddann, var eg sofnaður. Hve lengi eg svaf, veit ek ekki, en þegar eg lauk upp augunum, sá eg Wetherell standa hjá rúmi mínu mcð bréf í hendinni. Hann var náfölur og skjálfandi. “Lesið . þetta, hr. Hatteras, og segiS mér hvað viö eigum að gera?” Eg settist framan á rúimð og las bréfið er hann rétti mér. Þaö var skrifað með breyttri hendi á vana- legan bréfapappír og var þannig oröað: “Til hr. Wetherell, Potts Point, Sydney. Háttvirti herra. Eg skrifa yöur þetta til þess að láta yður vita að dóttir yðar er óhult. Ef þér viljið finna hana, veröið þér að bregða við undir eins. Og jaö sem meira er, þér verðið að hætta við að snúa yður að lögreglunni eða því um líkt, í þeirri von að ná henni. Eina aðferðin til að finna hana er, aö þér breytiö sam- kvæmt því sem hér er sagt. Klukkan átta í kveld verðið þér að fá yður bát, og róa út höfnina til Shark Point. Þegar þér komið þangað, verðið þér að kveikja þrisvar í pípunni yðar, og annar maður í bát þar í grendinni gerir hið sama. Þér verðið að koma með 100,000 pund í gulli, og það sem er enn meira áriðandi, þér verðiö að koma með litla teininn, sem þér fenguð hjá Kínverjanum “Pte”, annars þurfið þér alls ekki að koma. Umfram alt, hafiö þér ekki með yður meira en einn mann. Ef þér ekki komið eins og hér er fyrir skipað, sjáið þér aldrei dóttur yðar aftur. Yðar með lotningu, ‘Maðurinn sem alt veit'. IV. KAPÍTULI. Við eltum slóðina. ar. mig til að láta peninga í fyrirtæki hans, en þaö óhepn- aðist. Draper sýndi að hann var þorpari, og sá maður er ekki var hættulaust að eiga viðskifti við, og það sem eg fékk fyrir peninga mína, var þetta safn af sjaldséðum munum og vopnum, sem Eastover fékk lánaö. Það var af þvi að eg sá Draper, þegar eg fylgdi þeim út að vagninum, að eg fór að kviða fyrir þvi að fá muni mína aftur. En alt er gott þegar endirinn er góður, þeir borguðu leiguna og eg fékk muni mína aftur, svo eg hefi yfir engu aö kvarta”. “Segið mér nú hvað þér vitiö um Drapers núver- andi lif ”, sagði umsjónarmaöurinn. “Eg held það verði lítið sem eg get sagt yður. Hann hefir tvisvar orðið gjaldþrota, og i seinna sinni voru einhver óþægindi með skonnortuna hans, “Merry Duchess”.” “Hann á þá skonnortu?” “Já, hún er fallegt skip. Eg held hún liggi á höfn- inni núna”. “Eg er yöur mjög þakklátur fyrir þá hjálp sem þér hafið veitt mér í þessu efni, hr. Goddard”. “Ó, minnist þér ekki á það. Eg vona að það sem eg hefi sagt yður, komi að einhverju gagni”. “Þaö er eg viss um. Verið þér sæll’. “Veriö þér sælir, herrar mínir”. Hann fylgdi okkur til dyra. “Hvað eigum við nú að gera ?” sagði eg. “Fyrst fer eg til lögreglustöövarinnar að útvega mann til að finna skonnortuna, og svo ætla eg að hvíla mig eiga eða tvær stundir. Um það leyti verðum við búnir aS fá að vita nægilegt til þess, að við náum í Stundu eftir að eg hafði lesið þetta undarlega bréf, sat eg hugsandi. “Hvað segið þér um bréfið?” spurði Wetherell. “Eg veit ekki hvað eg á að segja”, svaraði eg og leit aftur á það. “Eitt er þó alveg víst, og það er, að þó það sé allundarlegt, þá er ætlast til að þér takiö það í alvöru”. ‘Þér haldið það?” ‘Já, það geri eg. En eg held að bezt sé að sýna umsjónarmanninum það, þegar hann kemur”. ‘Já, það er eflaust bezt, og svo skulum við tala um það við hann”. Þegar hann kom stundu seinna, var honum fengið bréfið og spurður um skoðun hans á því. Hann las það þegjandi, rannsakaði skriftina og undirskrift ina og horfði svo í gegnum pappírinn. Þegar hann var búinn að því, sagði hann við mig: ‘Hafið þér umslagið, sem viö fundum í ‘Canary Bird' hótelinu ?” Eg tók 'það upp úr vasanum og rétti honum. Hann lagði það á borðið við hliðinu á bréfinu, og skoðaði það nákvæmlega í gegn um stækkunargler. Þegar það var búið spurði hann eftir umslaginu, sem bréfið var í. Wetherell hafði kastað því í pappírskörfuna, en við fundum það strax. Svo skoðaði hann umslögin og bréfið í gegnum stækkunarglerið aftur. “Já, miggrunaði það, þetta bréf er skrifað af Nikóla eða einhverjum öðrum, sem hann hefir fengið til þess. Pappírinn er sá sami og hann keypti í bókaverzluninni, sem við komum inn í”. “Hvað er þá bezt fyrir okkur að gera nú?’-’ spurði Wetherell. “Við veröum að hugsa um þetta málefni”, sagði umsjónarmaðurinn. “Eg býst viö að yður langi ekki til að borga jafn stóra upphæð og bréfið heimtar”. “Auövitað vil eg alls ekkert borga, ef eg get án þess veriö”, svaraði Wetherell. “En geti eg ekki frelsaö dóttur mína á annan hátt, þá vil eg fóma stærri upphæð en þetta”. “Við skulum nú vita hvort við getum ekki fundiö hana án þess að borga nokkuð”, sagði umsjónarmað- urinn. “Eg hefi nú áform’*. “Og hvað er það?” spurði eg, sem lika hafði fyrir- ætlun. “Fyrst og fremst, hr. Wetherell, vil eg að þér segiö mé'r álit yðar á þjónunum, og skulum við þá byrja á kjallaraveröinum. Hve lengi hefir liann verið hjá yður?” “Nærri 20 ár”. “Góður þjónn, býst eg við, og áreiöanlegur maöur?” “Já, mjög áreiðanlegur. Eg treysti honum alger- lega”. “Þá þarf ekki um hann að tala meira. Eg hélt mig sjá höfðingjaþjón niðri. Hve lengi hefir hann verið hér ?” “Hér um bil þrjá mánuði”. “Hvers konar piltur er það?” “Eg get lítiö sagt yður um hann. Hann virðist vera gáfaður maður, röskur, viljugur og gæta starfs síns vel”. “Er það karl eða kona sem matreiðir hjá yöur?” “Kona, hún hefir veriö á heimili mínu áður en kona mín dó—eða nærfelt tíu ár. Þér þurfið ekki að gruna hana”. “Og nú vinnukonurnar ?” “Þær eru tvær, hafa verið hér lengi og viröast heiðarlegar stúlkur. Svo er ein enn, hún hjálpar til í eldhúsinu og er búin að vera hér lengi, hún er heiöar- leg stúlka”. “Sá eini, sem grunur getur leikið á, sýnist vera höfðingjaþjónninn. Getum við fengið að tala við hann ?” “Með ánægju. Eg skal hringja á hann.” Wetherell hringdi, og augnabliki síðar kom maður- inn, sem umsjónarmaðurinn vildi sjá. “Komdu inn, James, og lokaðu dyrunum á eftir þér”, sagði Wetherell. Maðurinn gerði eins og honum var sagt, en virtist jafnframt vera skelkaður, að mér sýndist. Eg sá að umsjónarmaðurinn haföi lika tekið eftir þessu, þar eð hann hafSi horft á hann eftir að hann kom inn. “James”, sagði Wetherell. “Lögreglu umsjónar- maöurinn ætlar að spyrja þig nokkurra spuminga. Svaraðu honum eins vel og þú getur”. “Lítið þér fyrst á þetta umslag”, sag'ði umsjónar- maöurinn. “Hafið þér séð það áður?” Hann rétti honum umslagið, sem nafnlausa bréfið til Wetherells hafði veriö í. Maðurinn tók það og snéri því við í hendi sinni. “Já”, sagði hann, “eg hefi séö það áður. Eg veitti því móttöku við aðaldyrnar”. “Frá hverjum?” “Frá litilli, gamalli konu”. “Lítilli, gamalli konu?” sagði umsjónamaðurinn, sjáanlega hissa. “Hvemig leit hún út?” “Eg veit ekki hvort eg get lýst henni nákvæmlega. Hún var mjög lítil, andlitið hmkkótt og hún gekk við staf”. “Munduð þér þékkja hana ef þér sæjuð hana aftur?” “Áreiðanlega”. ' * “Sagði hún nokkuð, þegar hún fékk yður bréfið?” “Að eins:. ‘Til Wetherells, ungi maður’.” “Og þér spuröuð ekki hvort nokkuru væri að svara? Það var skrítið að þér skylduö ekki gera það. Er þaö ekki ?” “Hún gaf mér ekki tíma til þess. Hún fékk mér bréfið og fór svo”. “Nú, þetta er alt, hr. Wetherell, eg held það sé bezt þér fáið peningana frá bankanum. Þér þurfið ekki að bíða, góði maður”. Borðsveinninn gekk út, meðan Wetherell og eg horfðum hissa á umsjónarmanninn. Hann hló. “Ykkur furöar á því að eg sagði þetta ?” mælti hann. “Mér fanst það mjög undarlegt”, sagöi Wetherell. “Nú, eg sagði það af ásettu ráði. ,Tókuð þér eftir andliti mannsins, þegar hann kom inn og þegar eg fékk honum bré'fið? Það er engum efa bundið að hann þekkir leyndarmálið” “Þér eigiö við að hann vinni fyrir Nikóla? Því má þá ekki taka hann fastan ?” “Af því eg vil fyrst vera viss í minni sök. • Eg mintist á peningana, af því hann, ef hann er umboðs- maður Nikóla, segir honum frá þessu, og með því að gera það, geymir hann dóttur yöar degi lengur í Sydney. Þer skiljið? “Já, eg dáist að hyggindum yðar. Hvert er nú áform yðar?’ “Má eg fyrst segja frá áformi mínu?” spuröi eg. “Já, gerið þér það”, sagði umsjónarmaðurinn. “Mitt er ekki alveg tilbúið”. “Nú”, sagöi eg, “áform mitt er þetta. Eg sting upp á því að hr. Wetherell fái vissa tölu af peningapokum frá bankanum, fylli þá með blýplötum, í stað peninga, og láti það verða opinbert að hann hafi peninga hér í húsinu, svo þessi maöur viti það. I kveld gengur svo hr. Wetherell niður að höfninni. Eg ræ bátnum, með honum í, út höfnina, dulklæddur. Við munum þá finna hinn bátinn, eins og bréfið getur um. Á meöan komið þér frá annari hlið í lögreglubát. Þér róið til okkar og takið manninn fastan. Svo neyðum við hann til að segja okkur hvar ungfrú Wetherell er, og breytum svo eftir því. Hvað segið þið um þetta?” “Það lítur út fyrir að vera gerlegt”, sagði umsjón armaðurinn, og Wetherell kinkaði kolli samþykkjandi Á þessu augnabliki kom markgreifinn inn í herbergiö og leit nú miklu betur út en kveldið áður, og nú sner ist samtafið að öðrum efnum. Uppástunga mín vann þannig samþykki Wetherells að hann gaf skipun um að láta hest fyrir vagninn og ók svo til bankans, en á meðan gekk eg ofan að höfn- inni og leigði mér bát, svo gekk eg upp í bæinn, keypti mér falskt skegg og gamlan fatnað, af sama tagi og flækingar í kringum höfnina báru, og gamlan en mjúk- an og slitinn hatt. Þegar eg kom aftur inn í húsið, var Wetherell líka kominn. Glaður í anda fór hann með mig til skrifstofu sinnar, þar sem hann opnaöi peninga- skápinn og sýndi mér vissa tölu peningapoka, sem á var prentað 1000 pund á hverjum einum. “En það eru þó ekki 100,000 pund hér?” “Nei”, sagði hann hlæjandi. “Það eru að eins ]V[ARKET TTOTEL Vi6 sölutorgiB og City Hall SI.00 tll S1.5Q á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Furniture Overland FUI.LKOMIN KKV'Sr,* VKl'l'l' BRJEFA8KKIFTUM —.___ —og öðrum— VERZIiUNARFRÆÐIGREXNXTlf $7.50 A helmlll yðar rér kent jrtJnr og börnum ytSar—-.leB pösti:— AtS akrlfa rót ^nslneea" br*t Almenn lög. Auglýalngar. Stafsetning a? réttritun. Otlend orCatlí' ^jkt Um ibyrgtSir og félög. Innheimtu meS pðatl. Analytical Study. Skrift. Ymaar reglur. Card Indexlng. Copylng. Filing. Invoiclng. Pröfarkaleatur. Peaaar og fleirt nð.msgrelnar kend- ar. FylIiB Inn nafn yCar I eyBumar aB neBan og fð.lB melrl upplýaingar __KLIPPIÐ I SUNDUR HJER Metropolltan Bualneaa Inatltute, «04-7 Avenue Blk., Wlnnlpeg. Herrar, — SendiB mér upplýaingar um fullkomna kenslu meB pöati nefndum nð.magrelnum. paB er 4- sklllB aB eg sé ekki akyldur til aB gera nelna aamnlnga. Nafn ________________________ Heimill ................... StaBa_________ 50,000 pund af fölskum peningum í pokunum, fyrir það sem til vantar skal eg sýna yður þessa”. Um leið og hann sagði þetta, dró hann út skúfíu og tók upp aragrúa af bankaseðlum. “Lítið þér á—þetta eru bankaseðlar fyrir það sem til skortir á upphæöina”. “En þér ætlið þó ekki að borga neitt ? Eg áleit að við ættum aS ná þeim, án þess að borga nokkuð”. “Það gerum við líka, verið þér ekki hræddur um það. Ef þér viljiö lita á þessa seðla, þá sjáið þér að þeir eru allir verðlausir. Eg hefi þá með mér, til að sýna manninum í bátnum þá. 1 myrkrinu munu þeir sýnast gangmætir, það er eg viss um”. “Það er ágætt”, sagði eg hlæjandi. “Um það leyti sem búið er að rannsaka þá til hlýtar, verður lögreglan komin til okkar, og við búúnir að ná þeim”. “Eg held við getum það”, sagði gamli maðurinn ánægjulega. “Og við skulum borga þessum þrælum ríflegt kenslukaup. Nikóla heldur að hann hafi sigrað mig, en eg skal sýna honum að hann reiknar rangt”. Um langan tíma hélt gamli maðurinn áfram að tala í þessa átt, af því hann var sannfærður um að hann væri búinn að fá dóttur sína áður en morguninn rynni upp. Og mér lá líka við að vera eins vongóður. Fyrst að Nikóla var ekki farinn með hana úr landi, virtist áform mitt fremur öðrum gefa von um að við næðum Phyllis aftur; og ekki eingöngu það, það mundi lika gefa okxur tækifæri til að hegna þeim, sem höfðu tekið hana. En alt i einu datt mér nokkuö i hug, og eg sagði: “Hr. Wetherell, setjum nú svo að eg, þegar dóttir yöar er aftur óhult hjá yöur, taki mér það frelsi að bjóða mig fram sem tengdason yðar, hverju ætlið þér þá að svara?” “Hverju eg ætla að svara?” sagði hann. “Já, eg ætla að segja að þér skuluö fá hana, vinur minn. Eg þekki yður nú, og þar eö eg hefi breytt svo illa við yöur, og þér hafið hegnt mér á svo heiöarlegan hátt þá vil eg bæta úr öllu aftur,, annars heiti eg ekki Wetherell. En viö skulum ekki tala meira um það, fyr en hún er komin til okkar aftur. Við höfum önnur og meira áríðandi efni að tala um. Nær eigum við að fara út í kveld?” Ólöf Þarsteinsdóttir Kernested Látin 23. jan. 1916. Ekkja eftir merkismanninn Elías Kjernested, sem lézt 1. september 1916. Hið síðasta stríðið þú hefir nú háð og hvildin hin þráða er fengin, og holdið í síðasta áfanga áð en öndin í fögnuðinn gengin. Og hjörtun í þakklæti minnast þín mörg á meðan að kunnugir lifa. hve oft að þú réttir að bágstöddum björg það bágt yrði niður að skrifa. Við munum að höndin þín búin þess beið að bera þeim hungraða saöning, við munum að tungan hún til þess var greið að tala þeim angraða glaðning. Svo góða nótt, vina því komið er kvöld, af klökkum skal huga þér bjóða, hjá honum sem fylgdir þú helming af öld >ú hlýtur nú værðina góða. Þið unnuö svo vel, því er hvíldin svo kær og kóróna sigursins fögur, á eilífðar vori sem við ykkur hlær >ó verkin ei skráist í sögur. í elsku og virðingu gevmist svo góð göfugra minningin tveggja. Sem blómsveig míns hjarta eg halla 'því hljóð á hvílustað síðasta beggja. Skyldmenni. A ndlátsfregn. AlberL Idðrikssonar á Steinstöðum og Jóseps Sigurðssonar á Melstað. Hún kveður þar vim hún Víðines- bygð sem veglúnir frumbyggjar hníga, þeir hafa starfað af þolgæði og dygð en þrautin er unnin og sigruö er hrygð^ já, alt búið yfir að stíga. Sama. 1 ATHUGASEMD. Heiðraði ritstjóri Lögbergs. Blaö yðar flutti nýlega látfregn ekkju séra Guömundar Johnsons, sem var í Arnarbæli í ölvusi um eina tíð. Hún ber þann blæ með sér að ókunnugir hafi fært hana í stíl, ef hún er orðrétt tekin upp úr íslenzku blöðunum. Ekkja séra Guðmundar hét Guðrún, böm þeirra eru 8 sem nú em á lífi, 6 dætur og 2 synir. Þrjú af syst- kinunum fluttu til Vesturheims: Ingibjörg kona B. Westmans í Churchbridge, Saskatcihewan; Ólaf- ur bóndi viö ísafold P. O., Mani- toba, og Einar, einhleypur maður i Churchbridge. En af 5 dætrum þeirra sem lifa á íslandi, hefir ein- ungis þriggja verið getið, en hinar heita Ingveldur og Sigriður, báðar giftar. Þar sem getið er konu séra Ólafs Þiðrikssonar í dónarfregn- inni er einnig ranghermt, hún heitir GuSríður en ekki Guðrún. — Þessa leiðréttingu vil eg biðja blað- ið um að ljá rúm. O. G.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.