Lögberg - 25.05.1916, Blaðsíða 8

Lögberg - 25.05.1916, Blaðsíða 8
8 LÖGBEBG, FIMTTOAGINN 25. MAf 1915. The Swan Manufacturing Co. býr tii hinar velþektu súgræmur „Swan Weather Strip«“. Gerir við allskonar hús- gögn. Leysir af hendi ýmiskonar trésmíð- ar. Sérstök athygli veitt flugnavirsgluggum hurðum og sólbirgjum (Verandas). Vmnustofa að 676 Sargent Ave. Tals. S. 494 HALLDOR METHUSALEMS Or bænum K. K. Daviðsson hermaður í 223. skandinavisku deildinni andaðist á Almenna hosp«taliru fyrra þriðju- dag úr lungnabólgu. Hann var um tvítugt. Vísubotn Sigurjóns Bergvinsson- ar misprentaðist þannig að þar var “vex” fyrir “rex”. Rex er orð úr latinu og þýðir konungur. Hreiðar Skaftfeld flutti norður að Gimli í sumarbústað sinn fyrra miðvikudag með drengi sina; verða þeir þar í sumar. Sigurðar Bogason kom vestan frá Wvnvard á fimtudaginn; hefir hann verið hjá Geir Christjánssyni í vetur í Mikley og verður þar sum- arlangt. Pt-tur Anderson, kona har.s og börn fóru heim til sín héðan vestur að Leslie á laugardaginn. Þau hafa dvalið hér um tíma að undanfömu. C. Backmann frá Lundar kom til bæjarins fyrra mánud. og fór heim aftur á fimtud^ginn. Hann sagði engar sérlegar fréttir; sáning geng- ur þar seint vegna bleytu og kulda. Johann Johnson fór vestur til Leslie á laugardaginn; býst hann við að dvelja þar tveggja vikna tima og fara síðan út til Rice Lake og freista þar gæfunnar við gullleit. Séra B. B. Jónsson kom aftur vestan frá SaskatcheWan á fimtu- daginn. Skildi hann við Dr. Guð- mund Finnbogason vestur i Vatna- bvgðum. Voru samkomur hans vel sóttar bar hvarvetna og viðtökur hinar beztu. W. H. Paulson þing- maður frá Leslie ætlar með Guð- mundi vestur til Alberta. Kvaðst Guðmundur hlakka mikið til þess að sjá Fjallaskáldið góða og verður óefað glatt á hjalla þar sem þeir koma allir þrír saman Stephan. Guðmundur og Wilhelm; geta þeir allir lagt orð í belg af viti og að sjálfsögðu haldið vöku hver fyr- ir öðrum, þótt þeir verði saman eina nótt. Bréf er nýlega komið frá Leonard Magnússyni og lætur hann vel yfir líðan sinni. — 61. herdeildin, sem hann tilheyrir, er komin til Shom- cliffe. Biður hann Lögberg að birta utanáskrift sina í blaðinu, fyr- ir þá sem skrifa vildu honum; og er hún: Signaller L. Magnusson Reg. No 461005, Signalling Base 4 C. I. T. Brigade Risboro Barraöks Shorncliffe. England. Eg hefi nú nægar byrgðir af “granite” legsteinunum “góðu” stöðugt við hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið að biðja mig um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina i sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur. A. S. Bardal. Stúlka óskast í vist. Gott kaup borgað. Cornwall Apartments, Suite 3, River Ave. Talsími Ft. Rouge 3246. J. J. Vopni ráðsmaður Lögbergs fór norður til Árborgar fyrra mið- vikudag með herra Árna Gíslasjmi lögmanni og kom aftur næsta dag. Skólahátíð Jóns Bjarna- sonar skóla Jóns Bjamasonar skóla verður sagt upp í þetta sinn með mjög til- komumikilli hátið í Fyrstu lútersku kirkju, fimtudaginn 1. júni, og hefst samkoman kl. 8 að kveldinu. Með mikilli ánægju geta þeir sem að 3.w.anum standa lx>ðið íslendingum í Winnipeg og annarsstaðar, að njóta þessarar hátiðar, og sérstak- lega til að hlýða á fyrirlestur sem Jr. Guðmundur Finnbogason flyt- ur þar um íslenzkan 'drengskap. Sönglistin verður þar einnig til að auka unað og kaffi og brauð í há- tíðarlok. Allir eru boðnir og vtl- komnir á þessa hátíð, og einnig er mönnum boðið að tákna fögnuð sinn með drengilegum samskotum. Frank Fredericksson fór vestur til Bredenbury á fimtudaginn og ætlar að vera þar i vinnu um nokk- um tíma. Hann hefir fengið frí frá hemum til þess. Séra Carl J. Olson fór norður til Gimli á mánudaginn, eftir þnggja vikna dvöl hér í bæ. Hann hefir prédikað í Skjaldborg um tima að undanfömu og afhenti söfnuðinum 33 nýja félaga sem inn höfðu geng- ið. Safnaðarfund heldur Fyrsti lút. söfnuður í samkomusal kirkjunnar, mánudagskveldið 29. maí, kl. 8 (ekki á þriðjudagskveldið eins og áður hafði verið auglýst). Verða þar kosnir erindrekar á kirkjuþing og ráðstafanir gerðar viðvikjandi kirkjuþingi, sem haldið verður hjá söfnuðinum og byrjar 22. júní. Þegar visupartar birtast í Lög- bergi til að botna, veröur þeirri reglu fyigt framvegis að þeir botn- ar verða einungis birtir sem blaðinu berast innan tveggja vikna frá því fyrri parturinn kom út. Maður sem Knott heitir höfðaði nýlega mál á móti blaðinu Tele- gram hér í bæmtm fyrir meiðyrði. Kviðdómur dæmdi málið á laugar- daginn var og voru manninum dæmdar $11,500.00 fellefu þúsund og fimm hundruð dalir) fyrir upp- nefni. Guðmundur Sigurjónsson kom vestan frá Vatnabygðum á mánu- daginn; ferðaðist þar allvíða og þótti förin skemtileg. 1 vorvísum eftir M. Markússon i síðasta blaði átti þriðja erindið að vera svona: “Eftir kvíða hels og hríðar hjam og stríðið blóði skráð vorsins tíðir vonar blíðar veita lýðum himíns náð.” Christian Olafson umboðsmaður New York lífsábyrgðarfélags- ins fór suður til St. Paul á föstu- daginn, til þess að vera þar á þingi er stjómendur félagsins héldu á laugardaginn. Hann kom heim aftur á mánudaginn. Stephan Thorson lögregludómari frá Gimli kom til bæjarins á mánu- daginn, og fór heim aftur á þriðju- dag. Mrs. G. Heígason liggur veik á sjúkrahúsinu í Winnipeg; Dr. Brandson skar hana upp í vikunni sem leið, og líður henni eftir von- um. Svo er sagt að ráðsmanns skifti eigi að verða hjá kunningja konu vorri Heimsk. H. Skaftason láti af þeim starfa, en í hans stað eigi að taka við S. D. B. Stephanson kaupmaður. Enginn skyldi gleyma útsölu (Bazar) kvenfélagsins í Fyrstu lút. kirkjunni á þriðjudaginn kemur, 30. þ.m., frá kl. 2jí til kl. 6 seinni part dagsins, og kl. 7—11 að kveld- inu. Margir eigulegir og gagnlegir munir með mjög sanngjömu v.»rði. Kaffi og aðrar veitingar með gjaf- verði. — 'Það verður tekið á móti gjöfum til útsölunnar á mánudag- inn 29. þ.m. í kirkjunni, frá kl. 2 til kl. 9 e. h. Þétta eru kvenfé- lagskonur og aðrir sem styrkja vilja fyrirtækið beðnir að athuga. Sigurður Gíslason frá Gimli kom til bœjarins á þriðjudaginn vestan frá Argyle, hefir verið þar i vinnu í þrjá mánuði. Hann var á ferð til Selkirk til þess að finna Sigurð son sinn, sem er að fara til Sewell með 108. herdeildinni; gekk hann í þá deild snemma i vetur. Tveir aðr- ir synir hans eru komnir í herinn, annar frá British Columbía sem Markús Sigurjón heitir og sá þriðji heitir nallgrímur og er kominn á vigvöllinn. Allir synir Sigurðar em þvi komnir í herinn. — Langt sagði hann aö sáning væri komin í Argyle og liti yfir höfuð vel út. Rigningin var þar til stórra bóta. Sandrok og stormar hafa gengið þar vestra, en litlar skemdir; þó varð að sá aft- ur sumstaöar þar sem hveiti fauk. Hráslagaveður, rigning og kuldi var hér á þriðjudaginn. Ámi Gislason lögmaður frá Minneota fór heimkiðis aftur á föstudaginn. — FHns cg frá var skýrt í seinasta blaði bjóst hann helzt við að þeir yrðu andsækjend- ur um forsetastöðuna Wilson og Roosevelt. Samt kvað hann það ekki vera víst, því Hughes dómari hefði mjög mikið fylgi meðal Re- publicana, og mætti vel svo fara að hann næði útnefningu. Hann kvað þjóðinni hættu búna ef Roosevelt yrði kjörinn, en öllu vel borgið hvor þeirra Wilsons eða Hughes sem að kæmist. Gíslason er einkar skýr maður og hefir bæði vit og þekkingu, til þess að dæma um póHtiskar horfur í Bandaríkjunum. Siðbótafélagsnefndin. sem kosin var nýlega til þess að rannsaka meðferð á föngum og gangast fyrir umbótum í þá átt, hafði fund með sér á föstudaginn. Var þar samþykt að fara eins ná- kvæmLga og samvizkusamlega út í þessi mál og mögulegt væri. Rann- saka ítarlega hvernig þeim er hér fyrir komið; hvar og í hverju bœta þurfi o.s.frv. Nefndin ætlar að afla sér víðtækra upplýsinga og svo áreiðanlegra að alls ekki verði hraktar og leggja svo fyrir stjórn- ina tillögur bygðar á þeim rann- sóknum. Skifti hún með sér verk- um í þessu skyni þannig að séra Hughson ætlar að safna skýrslum frá Vesturfylkjunum, Dr. Sinclair úr Austurfylkjunum, Sig Júl. Jó- hannesson frá nokkrum pörtum Bandaríkjanna og SKandinavisku löndunum. Battram lögmaður á að rannsaka þaö hvar hegningar- og fangelsislög bæja- fylkja og sambandsríkis komi saman; hvaða vald og hvaða skyldur hver stjóm um sig hafi, en Harícnel formaður nefndarinnar á að annast um sam- vinnu við önnur félög eða nefndir sem samskonar störf hafi meðferð- is. Næsti fundur verður haldinn mánudaginn, verða þá gerðar á- kvarðanir um þau atriði sem farið- verður fram á að stjórnin breyti nú þegar. SKEMTISAMKOMU heldur kvenfélag Árdals-iafnaðar í Goodtemplar Hall ARBORG, Man., Föstudagskv. 2. Júní 1916 Til skemtana verður samsöngur, ræður o.fl. Fiskidráttur, 15c fiskurinn, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson flytur raeðu. Ágóðanum verður varið til að hjálpa fátœkum. BYRJAR KL. 8 e.h. Dans £ ef|jr INNGAWGUR 15c VEITINGAR SELDAR A STAÐNUM Centa bankar. Jón Hjaltalín Danielsson fsonur Jóns Daníelssonar) gekk í herinn 26. apríl. Hann er rétt um tvítugt. Mrs. Worth og Miss Gíslason frá Milton í Noröur Dakota komu hingað á fimtudaginn til þess að sækja lik K. K. Daviðssonar, sem andaðist á hospítalinu og getið er um annarsstaðar í blaðinu. Þær eru móðursystur hans. Davíðsson var sonur Magnúsar Daviðssonar; fjögur ár hafði hann verið úti í Dog Creek bygð. Hjálparfélag 223. skandinavisku herdeildarinnar selur heimatilbúinn mat í sölusal Butterik byggingar- iimar á Portage Ave., laugardaginn 27. þ. m. íslendingadags nefndin 1916 heldur fund mánudaginn 29. maí klukkan 5 e. h. á skrifstofu Dr. Brandsons. Á þeim fundi verður tekið á móti skýrslum frá öllum smánefndum og frekari ráðstafanir gerðar viðvikjandi hátíðahaldinu annan ágúst i sumar. Áríðandi að öll nefndin mæti stundvíslega. /. /. Swanson, skrifari nefndarinnar. Próf. M. A. MacKenzie kennari í reikningsdeildinni í háskólanum í Toronto og forstöðumaður Centa bankans þar, gaf nýlega ítarlega skýrslu tun þessa merkilegu stofn un. Hafa inni eignir í Centa bönkum vaxið um $30,000 á timabilinu milli 30. júní 1915 og 31. marz 1916. Er nú inni eign bama i Canada þar $400,000, eða hátt upp í hálfa mil- jón dollara. 1 Toronto er meðal inni eign barna $5.02, en i öðrum pörtum fylkisins $3.64, og í allri Canada að meðaltali $4.40. Skóla- böm sem í bankana hafa lagt í Toronto em 48,000, en frá öðmm pörtum Canada 41,000. Þessir bankar em einkennileg stofnun og þýðingarmikil. Ef hægt væri að venja böm á að leggja í sparisjóð hvert cent sem þau eign- ast, í stað þess að eyða því fyrir sykur og önnur sætindi, eins og nú tíðkast, þá væri miklu góðu til veg- ar komið. Það em alls ekki litlir peningar sem sum böm eignast hér í landi frá því þau fæðast og þangað til J>au em vaxin eða komin til vits og ára. Sum böm sem alt legðu þannig á banka, gætu átt stóra upphæð um fermingaraldur. Væri það ekki reynandi fyrir einhvem fjárhagsfróðan Islending hér að koma á fót þess konar stofn un fyrir íslenzk böm? an tíma, Ieitað sér lækninga bæði í Svíþjóð og á Þýzkalandi, en ekki fengið bót meina sinna.. Jónas var sonur Guðlaugs Guð- mundssonar prests að Ballará og dóttursonur séra Jónasar Guð- mundssonar á Staðarhrauni. Hann var tvíkvæntur, og voru báðar kon- ur hans útlendar. Við aðra s'kildi hann, en hin er á lifi. E. P. Jónsson skólabróðir Jónas- ar sál. hefir lofað Lögbergi að minnast hans ítarlegar. 223. Canadíska-Skandi- nava herdeildin. Þessir hafa gengið í deildina vik- una sem endaði 20. maí. George M. English, George Copp, Charles Albert Vink, Jens C. And- erson, Andrew Hoyem, Axel Jen- sen, Johann Th. Johanneson, Olaf- ur Jónasson, Páll F'riðfinnsson, Alex Dragon, Lars Peter Nielson, A. L. Christensen, Lars Johnson, Jóhann Vigfússon, Simon Nielson, Robert Hobbs, Jonas Maki, Frede- rick Nilson, Julius B. Thornquist, Gustogg W. Widell, Henry Wirta, Jac kOberg, Paul Bursianen, Ingi- mundur F. Lindal, James M. Deschnes, Peter Blomberg, Christin Larson, Erik Kraft, John William Lau, Ragnvald Thompson, Arthur B. Anderson, Thomas F. Castello, Frederick Magnus F. Vevang, Fred Johnson. Þegar tillit ertekið til þess hversu margir frá deildinni em úti á landi við sáningu, þá má segja að vel vaéri það gert að deildin var sú fjórða í röðinni á herkönnunardag- inn 20. þ. m. Þar keptu um tutt- ugu deildir og eru margar þeirra búnar að fá nógu marga menn; var þetta því ágætt fyrir unga deild. Synir séra Steingríms Thorlaks- sonar í Selkirk Thorbjom og Frið- rik, hafa nýskeð gengið í 223. Skandinavisku herdeildina; Thor- bjom sem aðstoðarmaður Capt. Baldurs Olsonar, herlæknis deildar- innar. um bygð eða ekki, þá er það vist að svona halda sumir að netið sé ofið; þetta sé það sem óvinir stjórn- arinnar ætli sér. En það er ekki líklegt að til þess komi; ekki líklegt að stjórnin verði það barn að láta Kelly lausan; hann hefir sýnt það að hann sparar ekkert, hvorki lagaflækjur né fé fólksins, til þess að flýja réttinn. Hann hefir boðið byrginn öllum dómstólum og öllum lögum eins lengi og hann frekast gat. Hvernig gæti stjómin afsakað það að sleppa horium ? Royal Crown Sápu Conpons og umbúðir ern ▼erðmœti SPARIÐ ÞÆR FYRIR VERÐLAUN. Royal Crown verðlaun em eins og sápan, það bezta sem hægt er að fá. Sendið eftir nýja verðlistanum, sem er nýútkominn. Hann er sendur yður að kostnaðurlausu, hvert á land sem er. Skrifiö á póstspjaJd. Verðlaunalistinn sem gefinn var út fyrir fyrsta maí 1916 er afturkallaður. Nýi Hstinn sýnir öll þau verðlaun sem hægt er aö hugsa'sér. Sendið sápuumbúðir yðar og eignist verðmæta hluti. BRUKIÐ SAFUNA SEM REYNIST VEL. THE ROYAL CROWN SOAPS Limited PREItDIUM DEPARTMENT - WINNIPEG, MAN. Mrs. A. Copeland (TCris’tin Friðriksdóttir) að 1410 Sheredan Ave., Minneapolis, Minn vill vita hvar bróðir hennar Jón Friðriksson er niður kominn, og óskar eftir bréfi frá honum. Vísubotnar. IV. Þú mátt naga þetta tálkn, það er bót við sulti. Bryð þitt eigið beina gálkn bitanum fyrir hulti. 51. Þegar háska gapa ’gálkn gripur strá inn hulti. P. G. James J. Hill, járnbrautarkon- ungurinn alþekti, er hættulega veikur. Jónss Gnðlangssoa látinn. Flestir kannast við nafnið Jónas Guðlaugsson. Hann var einn hinna efnilegustu yngri rithcfunda þjóð- ar vorrar og ritaði svo að segja alt á dar>6ka tungu. Síðustu blöð að heiman segja hann nýlátinn á Jótlandi; hafði hann verið heilsutæpur um all-lang- Kelly-málin. Bænarskrá til stjómarinnar hefir verið byrjuð af nokkrum vinum Kellys til þess að fá hann lausan gegn veðfé. Er það sumra tilgáta að hér sé verið að verki við álíka leik og Fullerton kærurnar bygðust á. Þess getið til að nokkrir óvinir stjómarinnar hafi haldið að hér væri leikur á borði til þess að fella stjómina. Eins og allir vita hefir verið kostað stórfé til þess að ná Kelly og fá hann til að mæta fyrir rétti. Hefir stjórnin þar fullkom- lega gætt skyldu sinnar. Gætu nú vinir Kellys og óvinir stjórnarinn ar fengið því til vegar komið að hann yrði laus látinn, þá má ráða það af sterkum líkum að hann mundi reyna að strjúka. Þótt fyrir hann væri sett hátt veð, þá væri það auðvitað engin trygging; hann og hina ríku vini hans munaði það ekki miklu þótt þeir yrðu að leggja það fram, enda kæmu þá að góðu haldi þeir peningar sem teknir hafa verið úr vasa fólksins i Manitoba Kelly hefir sýnt það að hann neytir allra mögulegra bragða til þess að forðast réttinn. Þegar hann væri þvi strokinn væri það fyrst og fremst að hann hefði sloppið við fangelsi, sem flestir telja líklegt að hljóti að bíða hans; og í öðru lagi yrði erfiðara að rannsaka ráðherra málin, þar sem sekt þeirra eða sönn- un fyrir henni hvílir að miklu leyti á framburði Kellys og því sem fram kemur við mál hans. Gæti það Ieitt til þess að ekki yrði jafnvel hægt að fullsanna það, sem allur þorri manna er sannfærður um að þeir séu sekir í. Þegar svo Kelly væri burt floginn fugl og enginn hefði hendur í fjöðrum hans og ráðherr- amir lausir vegna skorts á sönnun- um sem með Kelly hefðu farið, þá gætu óvinir stjómarini.ar snúið við blaðinu og haldið því fram að hún hefði látið Kelly lausan af því hún hefði sjálf vitað sig að einhverju leyti seka frá gamalli tið — vitað sjálfa sig seka um það sem Fuller- ton kærumar báru á hana. Hún hefði gert það af ásettu ráði að sleppa Kelly til þess að hinir kæmu léttara niður. Hvort sem þetta er tilgáta á rök- Friðartilraunir: Um þessar mundir hafa staðið yfir friðarþing og friðarfundir undir umsjón Ford nefndarinnar í öllum hlutlausum löndum i Evrópu í Hollandi er það haldið í sam- bandi við sjö ára afmæli alþjóða friðarþingsins í Hague. Löndin sem þátt taka í þessum friðarþing- um nú hvert heima hjá sér eru Svíþjóð, þar var haldin stórkostleg skrúðganga í Stokkhólmi en friðar fundir haldnir alls í 9 borgum þar í landi. Noregur; þar var friðar- þingið sett í sambandi við þjóðhá- tið Norðmanna 17. maí og var þaö haldið í öllum borgum og bæjum landinu. Holland, þar er friðar- þing haldið í þremur borgum auk Hague. Sviss, þar er friðarþing í sjö bæjum, og .i Danmörku í sex bæjum. Hugmyndin er sú að semja á- skorun til stjómanna í öllum hlut- lausum löndum og krefjast þess að þær kalli til sameiginlegs fundar þar sem ákveðin stefna sé tekin, til þess að fá stríösþjóðirnar til þess að leggja niður vopn og semja frið. pakkarávarp. Hér með votta eg mitt innilegasta þakklæti öllum þeim sem hafa rétt mér hjálparhönd siðan eg kom hing- að út, sérstaklega herra Jóni Sig urðssyni að Mary Hill P.O., sem gaf mér húsið sem eg bý í. Það hefir dregist fyrir mér að koma þessu í framkvæmd, en sökum þess að mér hefir nýlega borist til eyrna að einhverjir mér velviljaöir hefðu átt að heyra haft eftir mér, að eg heföi keypt húsið af Jóni, sem er hrein og bein lýgi, eins 0g margt fleira. Vinsamlegast, Guðjón Hallson. Mary Hill, Man., 19. marz 1916. Þórður Þórðarson andaðist snögglega að heimili sínu í grend við Charleston, Wash., að morgni þess 29. febrúar 1916. Fædd- ur var hann 19. ágúst 1849, að Sig- ríðarstöðum í Vesturhópi, sonur Þórðar Eyvindssonar og Guðbjarg- ar konu hans, er þar bjuggu lengi. Voru böm þeirra hjóna 20. Með fyrri konu átti Þórður eldri auk þess 2 börn. Fyrir innan tvitugs aldur fór Þórð- ur að heiman, suður á land til sjó- róðra. Mun hann lengst af hafa dvalið í Reykjavík. Snemma var hann afbragð annara manna til vinnu Norsk-Ameriska Linan Ný og fullkomln nútlSar gufu- skip til póstflutninga og farþega frá. New Tork beina leiB til Nor- egs, þannig: "Kristianafjord” 3. Jðnl. "BERGENSFJORD”, 24. Júni "Kristianafjord" 16. Júll. “Bergensfjord”, 6. Ágúst. “Kristiansfjord” 26. Ágúst. "BERGENSFJORD,” 16. Sept. Gufusklpin koma fyrst til Bergen I Noregi og eru ferBir til |slands þægilegar þaBan. Farþegar geta fari8 eftlr Balti- more og Ohio j&rlbrautlnnl frá Chicago til New Tork, og þannlg er tæklfæri aS dvelja i Washing- ton án aukagjalds. LeaitiS upplýsinga og annaS hjá um fargjald HOBE & CO„ G.N.W.A. 123 5. 3rd Strect, Minneapolis, efta H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. C. H. DIXON, Lögfrœðingur, Notary Public Lánar peninga, Rentar hús, lnnheimtir skuldir 266 PortaKe Ave, TalsM 1734 Winnipee H. EMERY, hornl Notre Dame og Gertle ma. TAJLS. GARRY 48 Ætll8 þér a8 flytja ySur? EJf y8ur er ant um a8 húsbúnaSur y8ar skemmist ekki 1 flutnlngn- um, þá flnnl8 oss. Vér leggjum ■érstaklega stund á þá ISnaSar- greln og ábyrgjumst aB þér verB- 18 ánægS. Kol og vlBur seR lægsta verBl. Baggage aml Express Lœrið símritun Lærið simritun; járnbrautar og verzlunarmönnum kent. Verk- leg kensla. Engar námsdeildir. Einstaklings kensla. SkrifiB eft- ir bo8sriti. Dept. “G”, Western Schools, Telegraphy and Rail- roading, 607 Builders’ Exchange, Winnipeg. Nýir umsjúnarmenn. Ef eitthvað gengtir að úrinu þínu þá er þér langbezt að senda það til hans G. Thomas. Hana er Bardals byggingunni og þú mátt trúa því að úrin kasta ellibelgn- um í höndunum á honum. YFIRKENNARA vantar við Lundar Cons. skóla No. 1670, ár- Iangt, frá 5. september næstkom- andi. Umsækjandi verður að hafa fyrsta eða annars stigs “Profes- sional Certificate” og tilgreina æf ingu, aldur og kaup. Tilboðum sint fram til 20. júní næstkomandi. D. J. Lindal, Sec. Treas. Lundar, Man. ið 1879. Vitjaði hann þá foreldra sinna, háaldraðra, er dvalið höfðu um fleiri ára skeið hjá foreldrum þess, er þetta ritar. Skömmu síðar, um veturinn fyrir jól, andaðist faðir hans. Er mér heimsókn hins unga, fríða og fjörmikla sveitunga míns, er séð hafði svo mikið af heiminum, harla minnisstæö. — Dvöl hans var nú aðallega fyrir norðan og austan land. Kyntist hann þar Kristínu Sveinsdóttur, frá Stein- boga í Hjaltastaðaþinghá, sem síðar varð kona hans. Er ætt Kristínar mannmörg á þeim stöðvum og af sumum kend Við Víðastaði. Þór- leifur Jóakimsson og Kristin eru systkinabörn. Er hún kona gáfuð og fágætt valkvendi. Frá íslandi fluttu þau Þórður al- farin 1883. Var hann þá túlkur sam- ferðafólksins og settust einir 7 ís lenzkir búsfeður úr þeim hóp, með skuldalið sitt, að í Toronto borg. Þar dvöldu þau Þórður einnig nálega ár- langt. Þaðan fluttu þau þá á stöðv- ar íslendinga í Minnesota og bjuggu iar í 16 ár, lengst af í bænum Mars- hall. Til Seattle, Wash. færðu þau bygð sína 1900 og síðustu sex árin hafa þau búið á landbletti skamt frá x>rpinu Charleston í Kitsap County, Washington. Þórður heitinn var, um fram alt, atorkumikill fjörmaður. Islenzk ein- kenni bar hann mörg og óræk til dauðans. 1 fomöld Iands vors hefði líkams atgjörfi hans gert hann fræg- an. Hann var skýrleiksmaður, sí- skemtinn og óvenjulega hreinskilinn. Ekki varð þeim hjónum barna auð- ið, en tvö móðurlaus og munaðarlítil böm ólu þau upp. Lögðu þau við >að uppeldi hina mestu alúð og mik- inn kærleika. — Nú er æfidagur Þórðar á enda, farmaðurinn islenzki lentur, eftir lífshrakniag margvíslegan, og mun bragða, sem hann átti kyn til. Haust- ið 1871, þá 22 ára, réðist hann í sigl-, ^argur sakna hans sem hins bezta ingar til útlanda með enskum prang- ara, Askham að nafni. Sigldi hann víða rnn heim og dvaldi með ýmsum þjóðum. Til Bandaríkjanna kom hann fyrst á nýársdag 1877. Tvisvar sigldi hann fyrir suður hom Ameríku. Til Portland, Oregon, kom hann fyr- ir jól 1877 og dvaldi þar vetrarlangt. Hafa því fáir íslendingar séð norð- urhluta Kyrrahafsstrandarinnar fyr en hann. Til Islands hvarf hann aftur haust- j drengs. — Útfararathöfnin fór fram að Bremerton, Wash. 3. marz, og Var hún framin af séra Jónasi A. Sig- urðssyni. Fór hún fram á ensku. Þó var sálmurinn "Alt eins og blómstrið eina”, sunginn á íslenzku. — Og þannig hverfa hér óðfluga þeir “Kvistir kynlegir”, af íslenzkri rót runnir, er Bjarni kvað um svo ó- gleymanlega. /. A. S. SAFETY Öryggishnífar skerptir RAZORS Ef þér er ant um að fá góða brýnslu, þá höfum við sérstaklega gott tækifæri að brýna fyrir þig rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör- yggisblöð eru endurbrýnd og “D«p- lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhníf- ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur sýna þér hversu auðvelt það er að raka þegar v'ér höfum endurbrýnt blöðin. — Einföld blöð einnig lög- uð og bætt. — Einnig brýnum við skæri fyrir lOc.—75c. Thí Razor & Shear Sharpening Co. 4. lofti, 614 Builders Exchange Grinding Dpt. 333i Portage A▼«., Winnipeg VJER KAUPUM SKUl'M OG SKIFITO GÖMUL FRIMERKI frá öllum löndum, nema ekki þeeel vanalegu 1 og 2 centa frá Canada og Bandaríkjnnum. Skrifið á ensku. O. K. PRESS, Printers, 1 Rm. 1, 340 Main St. Winnlpeg. Til minms. Fundur í Skuld á hverjum miöviku degi kl. 8 e. h. Fundur i Heklu á hverjum föttu- degi kl. 8 e. h. Fundur í barnastúkunni “Æskcm" á hverjum laugardegi kl. 4 e. h. Fundur í jramkveemdamefnd stór- stúkunnar annan þriöjudag í hverjum mánuði. Fundur i Bandalagi Fyrsta lúterska safnaðar á hverjum fimtudegi kl. 8 e. h. Fundur i Bjarma (bandal. Skjald- borgar) á hverjum þriðjudígi kl. 8 e. h. Fundur i bandalagi TjaldbúOar safnaðar á hverjum þriðjudegi kl. 8 e. h. Fundur i Unglingafélagi Onitara annanhvom fimtudag ici.Be.n. Járnbrautarlest til lslendingafljóts á hverjum degi nema sunnu- dögum kl. 2.40 e. h. Járnbrautarlest til Arborgar á hverjum degi nema sunnudögum kl. 5.40 e. h. Járnbrautarlest til VatnabygOa á hverjum degi kl. 11.40 e. h. Góður ísrjómi. ísrjóminn sem vér seljum í búð- inni eða sendum heim til yðar, er bú- inn til úr góðum rjóma og með góð- um bragðbætir. Hann er bæði lyst- ugur og hollur. Það er gott aö hafa hann sem eft- irmat á heitum sumardegi. Sendum hann heim til yðar, hvar sem þér eig- ið heima. WHALEYS LYFJABÚÐ Phone She'br. 268 og 1130 lorni Sargent Ave. og Agnes St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.