Lögberg - 25.05.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.05.1916, Blaðsíða 2
1 LOGBBBG, FIMTUDAGINN 25. MAÍ 1915. HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðcin keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum Saga New York. f'Framh.) Ef þú hefSir veriK í New York þetta nóvember kveld, þá hefSir þú séö viö hina daufu birtu njús) kyndlanna, tvo gálga, og útfyltar hræöur—líkneskjur, hengdar þar upp. Áttu þær aö merkja nýlendu- stjóra Colden og dj........... (the devil). Frelsisriddaramir tóku hinn konunglega skrautvagn nýlendustj. Coldens, settu þar í gálgana og líkneskjurnar og brendu svo alt til ösku. Colden landstjóri sá þann kostinn vænstan aö lofast til aö beita ekki skattalögunum þar til frekari skipun væri gefin. Nú uröu stjórnarskifti á Englandi og Pitt stjómin komst til valda, og þar meö vora skattalögin úr sögunni. Henry Moore hepnaöist aö bæla niöur æsingar og flokkadrátt fyrstu árin sem hann var landstjóri. “En þaö er betra heilt en vel gróiö”. Frelsisstöngin (the ilberty pole). VI. Fæöingardagur George III. 4- júni var haldinn hátíölegur í New Ýork. Flaggstöng mikil haföi ver- iö reist í skemtigaröi bæjarins, sem kölluð var frelsisstöngin (the liberty pole). Var þar koparskjöldur fest- ur á og á hann grafiö “The Kink Pitt and Liberty”. Þennan dag fóra skemtanir vel fram og menn sáttir aö kalla. Þó varö mönn- um þaö ljóst aö heTmennimir (ensku) skotraöu Gláms augum á flaggstöng þessa (meö f relsi málm- grafiÖ). Eina nótt í ágúst var flaggstöng- in höggvin niöur, önnur var reist, og sú þriðja, og fóra þær báöar sömu leiöina. Nú voru miklar æs- ingar og lá viö uppreist. Frelsis- riddaramir voru ráönir í því að halda sínu frelsismerki. Var nú sú fjóröa reist og ramlega um hana búiö (fastened with iron braces), var þessi látin óáreitt þar til 16. janúar 1770 að hermanna flokkur braut hana niður og sagaöi í smá stykki og á sama tíma uröu frelsis- riddararnir þess varir aö hermenn- irnir voru að festa upp mðauglýs- ingar um þá sjálfa víðsvegar um bæinn. Næsta dag er okkur sagt aö flestallir bæjarbúar komu sam- an fnearfy the whole city came to- gether) á þeirra foma fundarstað. Var þar eftirfylgjandi samþykt gerö. “Vopnaðir, óbreittir liös- menn á götum bæjarins, veröa tekn- ir fastir, viö skoöum þá sem óvini vora. sömuleiðis þá hermenn sem eru úti á strætum eftir að nafnakall (roll-call) fer fram, hvort sem þeir eru vopnaöir eöa ekki. Hermenn- irnir svöraöu þessu meö því að festa upp móðgandi auglýsingar: “16. herdeildin á fótum”. Þrír hermenn vora teknir fastir af hin- um hugdjörfu Isaac Sears og Walter Mackenbos, þar sem þeir voru aö festa upp þessar auglýsing- ar. En þá komu fleiri hermenn til hjálpar, svo í bardaga sló. Var barist þar meö lurkum og göngu- stöfum, hnífum og grjóti—öllu sem lauslegt var og til varð náö. Var nú blásið í herlúður svo lið safnaö- ist að hvorum tveggju. Búöum var lokað og maigir hættu vinnu til aö taka þátt í bardaganum. Þar kom að lokum aö hermennimir urðu aö láta undan síga—voru ofurliöi bom- ir, svo þeir vora algjörlega á valdi frelsisriddáranna. Þegar yfirfor- ingjamir fengu njósnir af bardag- anum, þá skipuðu þeir hermönnun- um aö fara til virkisins sem skjót- ast. AHmargir voru sárir af hvor- um tveggja, en fáir hættulega. Næsta dag létu hermennirnir all- ófriölega og svívirtu bæði menn og konur og drápu einn gamlan sjó- mann. Þó .hepnaöist bæjarstjór- anum aö semja friö í bráðina. Var þá fimta frelsisstöngin reist (liberty pole) og á hana grafið FRELSI. Konungur eða Pitt ekki meö lengur. Það er ekki með öllu ófirirsynju að lesaranum finst aö ágreiningsefnin hafi verið tilkomu- lítil, en þess ber að gæta að þótt flaggstöngin og fleira sem telja má smávægilegt væri olía í eldinn, þá var þaö ekki ágreiningsefnið, né það sem upphafinu eöa úrslitunum réöi. Baráttan var á milli hugsana- frelsis í víðtækustu merkingu, og “The evil genius of monarchy” A norðvestur horni William og John stræta er dálítið minnismerki, og er á þaö letrar. “18. janúar 1770. Var hér fyrsti bardagi háð- ur í frelsisstríöinu af Frelsisridd- uranum á móti brezkri herdeild.” (The Boston massacre occurred iMarch 5th 1770, or nearly two month later). Frelsisstöngin (the liberty pole) var þar sem nú er pósthúsiö á Broadway. Eftir aö frímerkjalögin voru afturkölluö reistu New York búar minnisvarða þeim William Pitt og George III., og sýnir það aö þeir voru enn þá viljugir aö sýna Bret- um hollustu, ef rétt heföi veriö í taumana tekiö. Þaö er líka sam- eiginleg skoöun fræðimanna, aö þótt dýlgjur og æsingar og flokka- dráttur héldist við á þessum árum frá 1770—75, þá vora enn mjög fáir, sem kom til hugar algerður aöskilnaöur eöa stofnun lýðveld- is.*j. Nýlendubúar töluðu um sjálfa sig sem brezka þegna í bar- áttu fyrir brezkum réttindum. George III. mundi vel ósigur þann sem hann haföi beðið meö frímerkjálögin. Nú lét hann semja ný lög, þar sem lagður var sérstak- ur skattur á te fyrir nýlendurnar i Ameríku. Sendu nú Englendingar “Nance”, svo hét skip það sem sent var meö fyrsta tefarminn, eft- ir aö þessi nýju skattalög gengu í gildi. Era lög þessi talin aö hafa verið nokkurs konar áskorun fchallenge) til nýlendubúa, til að sjá hvað þeir gerðu. “Nancy” kom til New York i apríl 1774. Frelsis- riddaramir voru tilbúnir. Fundir höfðu verið haldnir og nefnd kosin til að mæta skipinu, sem eftir nokk- um tíma var sent til baka með alT an tefarminn. Litlu siðar kom annaö skip frá Englandi. Skip- stjóri sagðist ekkert te hafa, en þegar skipið var rannsakaö, fund- ust þar 18 kistur (chests) fullar af tei. Vora þær opnaðar og inni- haldinu kastað fyrir borð, og háö- kveölingur kveðinn um konung og tesendingar hans. Þegar konung- ur frétti þetta, brást hann reiöur við, sérstaklega þó við Boston Massachusetts.*) George III. hef- ir víst skilið þaö rétt, að þeir voru fúllir þrjósku og þrákelkni þar í Boston, og vora, manna óliklegastir til aö þola þvingunarsekt. Konung- ur afréö aö hegna Boston rækilega og sýna og sanna hinum nýlendun- um um leið, vald sitt og stjóm- kænsku. í Apríl 1774 hepnaðist konungi aö fá lög samþykt (not without considerable opposition), eftir all- mikla mótstööu, þar sem svo ver fyrir skipað, að fylkisréttindi — stjómarskrá Massachusetts voru afturkölluö — eyöilögð (annuelling thecharter) og Boston höfn lokað. Það meinti aö meö þeim lögum voru vöruflutningar með skipum og strandferðir til og frá Boston bannað með logum og útnefning og kosning ylkisstjómar sömuleiö- is. Þegar nýlendubúum bárust fregnir um þessi lög, vakti það mörgum bituryrði og almenna gremju á móti konungi og brezku stjóminni. Það hafði ríkt öfund og deilur og dylgjur á milli nýlend- anna, en nú var það alt gleymt. Nú var eins og hulinn kraftur sam- einaði þær samúðar- og bræðra- böndum (“‘But now a bond of brotherhood was created, that grew stronger from day to day”), sem styrktist með hverjum líðandi degi og hækkandi sól. Bardaginn vi5 Lexington. Sendiboðinn. Bardaginn viö Lexington var háð ur 19. apríl 1775. Fjórum dögum siðar hleypti þreyttur og rykugur sendiboöi niöur Broadway stræti i New York. Hesturinn bar þess til- finnanlegar menjar að geyst haföi verið riöiö, augun blóðstokkin og hann allur í einu svitabaði. Sendi- maður þessi færði frelsisriddurun- um bréf, sem þeir fljótlega opnuðu. “Watertown, 19. apríl 1775. Kunnugt gerist öllum frelsisvín- um í Ameríku, aö stórskotaliðsher- deild (brigade) með 1000 eöa 1200 brezkum hermönnum “marched” frá Chambridge til Lexington fyrir birtingu í morgun. Hittu þar eina af herdeildum okkar, skutu á þá fyrirvaralaust, drápu sex og særöu fjóra. Með sendiboða frá Boston bárust oss þær fregnir að önnur stórskotaliðs herdeild, með hér um bil þúsund hermönnum, vafri rétt á' eftir. Trail Bissel er sendur til Connecticut, til þess aö aðvara ný- lendubúa. Þess er óskaö, að hon- um verði látnir hestar í té eftir þörfum.” Hermenn og herdeildir spruttu upp úr hverjum bæ og þorpi meö ósfkiljanlegum hraöa og töfrakrafti (as if by magic). Svo vel voru frelsisriddáramir við öllu búnir í Connecticut, að sendiboðarnir vora komnir meö herfréttimar um alla þá nýlendu innan fárra klukku- stunda. Fyrstu herdeildir komu saman frá Connecticut, New Ýork, New Jersey og Pensylvania. Svo bættust fljótlega við herdeíldir með kúlubyssur (riflemen) frá Mary- land og Virginia, sem samanstóöu af æfðum skyttum og bardagamönn um við Indiána. New York var á valdi konungs- manna (the Tories), en þennan sama sunnudag ^23. apríl 1775), sem sendiboöi Bissel kom til New York, þá voru frelsisriddararnir fljótir aö átta sig. Meö fylktu liði gengu þeir til bæjarráðshússins á Wall stræti, tóku þar 600 byssur og mynduðu sjálfboöaliös herdeild. •) Throughout the pregnant period above deacribed, entlre separation from the mother country — independence — had been advocated by none. The colonista still spoke of themselfes as Britons, struggllng for a Britons rights. •) paS var viS hiS fræga “tea party” haldiS (liklega I desember 1773. “It appears that the ship intended for New York. The “Nance” was driven out of her course and did not reach New York until april 1774, four month after the Boston tea episode.”— Albert Uimann. Lýstu þeir því yfir aö New York væri á þeirra valdi og undir þeirra stjóm (They Assumed the Govem- ment of City). Nokkrir hermenn heimtuðu lykl- ana aö tollbúðinni og tóku þær vörubirgðir sem þar vora. Tvö skip fullfermd láu á höfninni ferð- búúin að isgla til Boston, með birgðir til Gages yfirforingja. Isaac Sears og John Lamb fóra um borð meö nokkrum fleirum og tóku all- ar vörarnar, sem voru virtar átta- tiu þúsund pund sterling. Næsta dag voru allar búðir lokaðar og frelsisriddaramir á veröi víðsvegar um bæinn. Hin fyrri bæjarstjóm var úr sögunni. Átta dögum siðar höfðu New York búar kosið 100 manna nefnd til að stjóma, þar til hið fræga Fhiladélphia þing (Cont- inental Congress), semátti aö koma saman 10 dögum siöar, geröi aör- ar ráöstafanir. Þó að frelsisriddurunum hepn- aðist að mynda bráðabirgða stjóm og halda á reglu, og afstýra upp- hlaupum aö mestu í New York, var friður engan veginn tryggur. (“A curiously confused' state of peace and was now existed”). Eitt af herskipum Breta, “Asia”, lá á höfninni, átti að flytja herdeild frá New York til Boston. Herdeild þessari var leyft að koma og fara í friði, en bannað var þeim aö taka vopn eða skotfæri. Ef þeir beittu valdi yröi valdi beitt við þá aftur (force was to be met with force). Tryan nýlegdustjóri var á Englandi, svo konungsmenn voru foringja- lausir að mestu í New York. Sjötta júní geröu Bretar tilraun til að taka vopn og skotfæri og aör- ar nauðsynjar úr virkinH. En fyrir ógleymanlega dirfsku og snarræði Marinusar Willett, þá varö því af- stýrt. Svo er aö sjá sem einhvers- konar samningar hafi verið geröir við Englendinga um vopnabirgðir þeirra i New York. Marinus Wil- let ávarpar foringjann þannig: “Þér hafið engan rétt til (no authority) að flytja burtu vopn í vagni”. Og um leið stökk hann upp í vagninn, frýaöi vagnstjóra við alla ábyrgö og keyrði til Broadway, í gegnum dýnjandi fagnaöaróp áhorfenda. 1892 var Marinus reistur minnis- varöi á horni Boad og Beaver stræta í New Ýork, af félagi sem kallar sig “The sons of the re- valution”. Áritan: “Til minningar um hugprýöi og ódauðlega ættjarð- arást Marinusar Willett, sem hér á þessum stað 6. júní 1775 tók vopn og skotfæri af brezkum hermönn- um, sern hann svo vopnaði með sina herdéild. Fæddur í júlí 1740. dáinn 1830, “officer” i sjálfboða- liðs herdeild frá New York 1775 tíl 1778, sýslumaður í New Ýork 1784—92, borgarstjóri 1807—8. forseti hinna kjömu fulltrúa frá hinum ýmsu ríkjum viö forseta- kosningar (President of Electoral College) 1824. HEILBRIGÐI. Böð og bakstrar. Niðurlag. I hinni stuttu, en vel rituðu heilsufræði Steingríms læknis Matthíassonar fer höf. helzt til fám orðum um böö yfirleitt sem sjálf- sagöa heilsusamlega skyldu hvers siðaðs manns, sem nokkur tök hefir á að njóta baða. Hann getur elcki um, hve oft beri aö taka heita laug, bendir heldur ekki á neinar aðferð- ir, þar sem engar baðstofur eöa baðstofnanir eru til, og menn verða sjálfir að bjarga sér sem bezt gegn- ir í þeim efnum. Á íslandi er ein- mitt mjög erfitt að fá heit böö, því aö þar eru ekki til opinberar baö- stofnanir nema í örfáum stærri kaupstöðum; og ekki verður þar baðast úti í lækjum, ám og vötnum, nema skamman tíma árs, vegna hins langa og stranga veturs. Eg vil því benda mönnum á nokkrar aðferöir, sem hægt er aö nota í heimahúsum, og sem geta veitt mönnum nokkuð af þeirri blessun og styrkingu lík- amans, sem böð geta veitt bæöi nú- Iifandi cg upprennandi kynslóð. Það er alment álit meöal ment- aöra manna, sem nokkuð hirða um Iíkama sinn, að nauðsynlegt sé aö fara í heita laug aö minsta kosti einu sinni á viku, til þess aö geta haldið líkamanum hreinum og greiða fyirr útgufun úr hörundinu. Flestir, sem föng hafa á, fara þó oftast x heita Iaug tvisvar í viloi. Á eftir baðinu verður ávalt að taka hálfkalt eða kalt ker- eða steypi- bað. En auk þessara heitu baða, sem vanalegast era tekin á kveldin, er holt og heilsusamlegt að fá köld eða hálfköld steypiböð á hverjum morgni, þegar risiö er úr rekkju. Þetta daglega steypibað má, eins og Steingrímur læknir minnist á, ekki einungis skoðast sem hreinsunar- baö, heldur og aö nokkru leyti sem lækningabað, bæði til styrkingar líkamanum yfirleitt, og til þess að herða sig og koma þannig I veg fyr- ir sjúkdóma; þvi með því að venja líkamann við kuldaáhrif, er honum síður hætt viö ofkælingu. Dagleg steypiböð eru jafn nauð- synleg fyrir þá, sem vanir era að nota þau, eins og það nú er alment álitið nauðsynlegt, að þvo sér um hendumar og framan i á hverjum degi. Mér kemur nú til hugar, þeg- ar um þennan daglega þvott á höndum og andliti er aö ræða, að það er merkilegt, að víst flestir láta sér nægja, að þvo sér einungis á morgnana, þegar risið er úr rekkju. Það má þó hiklaust full- yrða, að miklu meiri nauðsyn sé á, aö þvo sér á kveldin, þegar gengiö er til hvíldar. Auðvitað gera marg- ir það, en það er ekki orðið eins alment og skyldi. Allir nokkurn- veginn hreinlátir og vel siðaðir verkamenn þvo af sér óhreinindin á kveldin eftir vinnuna; en allir, undantekningarlaust, ættu aö gera þaö og álita jafn-nauösynlegt, eins og að bursta tennurnar eða að snæöa kveldverð sinn. Auk handa- og andlitsþvottar kveld og morgna ættu allir að þvo sér um hendurnar, áður en gengið er til snæðings. Þennan góða og gamla sið bæði Gyðinga og for- feðra vorra ættu allir aö taka upp. Eins og á hefir verið drepiö, er oft erfitt, einkum á íslandi, aö fá heit böð, þvi að baðklefar með baö- kerum eru mjög óvíöa í heimahús- um. En út úr þeim vandræöum má nokkurnveginn bjargast meö ein- faldari og ódýrari áhöldum, að minsta kosti svo vel, aö aöaltilgangi heitu kerlaugarinnar, hreinsun hör- undsins, verði náð. Víðast hvar í húsum og bæjum era til stórir bal- ar. í stórum bala, hálffullum af heitu vatni, geta menn baðað sig á þann hátt, að krjúpa niður í hann og væta sig í skyndi allan frá hvirfli til ilja, nudda því næst sápu um hörundið og þvo sér jafnharð- an með heita vatninu. Áð lokum stígur maður niöur i stóran bala, tekur svamp og dýfir niður í kalt vatn, og lætur svo kalda vatniö frá svampinum streyma niður um höf- uð, háls og brjóst, bak og útlimi. Bezt er að venja sig við aö láta kalda vatnið streyma ríkulega nið- ur um líkamann, með því að væta svampinn oft og kreista úr honum. Bezt er aö sterkum roða slái út um alt hörundið, og sömu reglu eiga menn að fylgja þegar um köld steypiböð er að ræöa. Menn verða að venja sig á að þola áhrif kalda vatnsins um stund, unz erting óg stæling húðtauganna og vöðvanna verður nægilega mikil. Þegar menn byrja á þesskonar böðunaraðferð- um verða menn venjulega kvefaðir í fyrstu; en það er um að gera að leggja ekki árar í bát fyrir því, því skjótt fá menn laun fyrir hörkuna, og þau stóru laun, aö veröa miklu sjaldnar kvefaðir, og yfirleitt miklu síöur móttækilegir fyrir sjúkdóma. Eftir baðið eiga ménn aö þurka sér fljótt og vandlega. Eitt stórt bað- handklæöi, eða tvö minni, þurfa menn ætíð að hafa, er menn taka köld böð, til þess að geta þurkað sér því fljótar. Gott er að nudda alt hörundið í snatri eftir baðið, og breiðist þá hörundsroðinn meira út. Með litlum tilkostnaði er og hægt að útvega sér áhöld til steypibaða í svefnherbergi sínu. I flestum verzlunum má fá allstór baðker úr pjátri. Uppi yfir þesskonar bað- keri er hengd pjáturfata á snaga í 4—5 álna hæö, og er botn fötunnar alsettur smáum götum, en fyrir þau lokað meö hlemm, sem lagður er niður á fötubotninn, þangað til steypibaðið á fram að fara. Þenn- an hlemm má draga frá botni föt- unnar með snúru, sem fest er í miðjan hlemminn og í annan end- ann á vogarstöng, sem fest er með hjörum á fötubotninn; en viö hinn enda vogarstangarinnar er fest önn- ur snúra, sem nær niður á gólf. Þegar menn nú vilja fá sér steypi- böð, þá stíga menn upp í kerið og toga í snúruna, og lyftist þá hlemm- urinn upp frá fötubotninum, og streymir þá vatnið úr fötunni yfir manninn gegnum götin. Þessi böð- unaraðferð er svo einföld og ódýr, að sem flestir ættu að nota hana, sem ekki eiga kost á betri bað- áhöldum. Enn einfaldari og ódýr- ari böðunaraðferð, en þessar tvær fyrtöldu, er sú, að væta þykka lín- dúksglófa í mundlaug sinni á morgnana og nudda með þeim all- an kroppinn, og þurka sér eftir vel og vandlega, og gera því næst létt- ar líkamsæfingar í fáeinar mínútur, áður en menn klæðast. Með þess- ari auðveldu aðferö, sem allir, einn- ig börn og gamalmenni, geta notað, fæst nokkur hreinsun á hörundinu og jafnframt styrking líkamans við loftbaöið og líkamsæfingamar. Eins og sjá má, hefi eg aðeins drepiö á einstöku atriði viðvíkjandi notkun vatnsins sem heilbrigðis- meöals. Vatnið er einhver sú aö- dáanlegasta efnablöndun og næst sjálfu andrúmsloftinu hið nauðsyn- legasta af öllum efnum og efna- blöndunum fyrir mannlegan líkama. Eg hefi alls ekki minst neyslu vatnsins sem lyfs við ýmsum sjúk- dómum; en eins og kunnugt er, er bæði uppsprettuvatn og soðiö,, heitt eða kalt, vatn notað á margvíslegan hátt, ekki aðeins á hinum stóra baö- stööum, heldur einnig af leikum og læröum um allan heim, sérstaklega við sjúkdómum í nýrum, nýma- göngum og blöðru, lifur og gall- göngum, við ýmsum gigtsjúkdóm- um og maga- og þarmasjúkdómum. Ef til vill hættir sumum við að fara út í öfgar meö vatnslækningar sín- ar og halda, að þeir geti læknað alla krankleika manna með vatni ein- vörðungu; en víst er, að ekki fæst hollari drykkur að morgni dags, þegar risið er úr rekkju, en einn eða tveir bollar af soðnu vatni, og fyrst einni eða tveimur klulcku- stundum síöar eiga menn aö neyta fyrstu máltíðarinnar. Og —1 klukkustund á undan hverri höfuð- máltíð ættu menn að drekka einn pela af soðnu batni. Aftur á móti er alveg ónauðsynlegt, og nánast skaðlegt fyrir meltinguna að drekka nokkuð meö matnum undir borð- um. Á íslandi ættu menn að nota hin heilsuvænlegu áhrif og verkanir vatnsins sem læknislyf miklu meir en gert er. Það er altaf hægt að ná í vatn á íslandi, en ekki ávalt svo auðvelt að ná í lækni og meðul. Og eins og á hefir verið drepiö, getur vatnið, ef rétt er með það far- ið, í mörgum tilfellum orðið heilsu manna sönn hjálpræðishella. Þvott- ur úr köldu vatni og köld steypi- böö herða og styrkja líkamann og afstýra mörgum sjúkdómum og kvillum. Við mörgum sjúkdómum koma vatnsbakstrar að liði, bæði heitir og kaldir, oft frekar en nokk- uð annað. í mörgum minniháttar veikindum og kvillum geta menn sjálfir orðið sér eða öörum af heim- ilisfólkinu að liöi með litlum efn- um og aðbúnaði og þurfa ekki á læknishjálp aö halda, sem auk þess mjög oft kemur aö litlu haldi, ef aðhjúkrun sjúklingsins er mjög á- bótavant. Góð hjúkrun og aðhlynn- ing sjúklinga er oftast langtum þýðingarmeiri fyrir líf og heilsu þeirra, en “mixtúrur” og “pillur” lyfsalans. Vil eg Ijúka þessum línum með nokkrum ráðleggingum til þeirra, er grein þessa kynnu að lesa: Á hverju heimili ættu að vera einhver böðunaráhöld, svo að hver maður á heimilinu geti fengið sér bað eða þvegið sér um kroppinn að minsta kosti einu sinni á viku, en helzt á hverjum degi.- Á hverju heimili ættu menn að eiga dálitið lyfjasafn, fyrst og fremst hægða- lyf, nokkur styrkjandi meðul, t. d. Hoffmannsdropa eða kamfóru- dropa, helzt eina eða tvær flöskur af góðu portvíni eða konjakki, joð- áburð og nokkur umbúðabindi. Með þessum fáu læknislyfjun og hæfilegri notkun bakstra og baða má komast af án læknishjálpar í ótalmörgum sjúkdÓmstilfellum. Á hverju heimili, þar sem sjxik- dóm ber að höndum, ber að fylgja þessum meginreglum: Sjúklingurinn á að hátta sem skjótast niður í rúm, er hann finn- ur til krankleika, og ekki rísa úr rekkju, fyr en hann er aftur orðinn albata, að kalla má. Það verður að sjá um, aö gott loft sé í herberg- inu, sem hann hvílir í, gluggi helzt opinn dag og nótt, og þó enginn súgur x herberginu, dymar lokaöar og rúmfötin hlý og skjólgóö. Sjúk- lingurinn á oft aö hafa nærfata- skifti, helzt í hvert sinn, er nærföt hans verða vot af svita, og því stundum oft á hverjum degi, þaö verður að sjá um, að hann fái hægðir, helzt daglega; og verði það ekki af náttúrlegum völdum sjálf- krafa, verður að gefa honum inn hægðalyf, og af þeim er amerísk olía (rícinus-olía) bezt og óskaðleg- ust. Afar-áríðandi er, að sjúkling- urinn hafi fult næöi og ró, bæði á sál og likama, og á hjúkrunarkon- an aö sjá um þaö, aö banna allar óþarfa heimsóknir. Ef sjúklingur- inn fellur í dá eða ómegin, er reyn- andi aö þvo andlitiö í köldu vatni og leggja kalda bakstra um ermið. Eitt staup af góðu víni eða 20—30 Hoffmannsdropar verða oft að liði i slíkum tilfellum. Mikla þýöingu hefir það og, að maturinn sé heil- næmur og við hæfi sjxiklingsins; en það er meginregla í flestum sjúk- dómstilfellum, aö sá sé maturinn beztur, sem auðmeltastur er. Loksins vil eg endurtaka og ítreka það fyrir mönnum, hve gagn- legir vatnsbakstrar og þau lækn- ingaböð, sem eg hefi nefnt hér að framan, eru við fjöldamarga sjxík- dóma, einkum þegar um útvortis- bólgu er að ræða, minniháttar blóð- eitrun og allskonar kýli. Viö alls- konar kýlum og ígeröum eru heitir bakstrar beztir, og betri en nokkur önnur lækningaaöferð. Einkum ættu allir að forðast að krukka með nálum og hnífum í bólgur og smá- kýli, einkum ef þau eru í andliti eöa höfði; því þaö getur oft leitt til bráðs bana. Áftur á móti gera heit- ir bakstrar aldrei skaöa, þegar um slíka sjúkdóma er aö ræöa, en næstum ætíð ómetanlegt gagn. Oft er gott að smyrja joðáburði á bólg- una eða kýlin hálfri eða heilli klukkustund áður en baksturinn er á lagður. Aö lokum vil eg taka það fram, að þegar um er að ræða hjúkrun sjúklinga, gildir sú meginregla, að meira ríður á því, hvernig sú eða sú lækningaaðferö er framkvæmd, heldur en hver lækningaaðferðin er notuð. Og ennfremur þessi regla: Gerðu alt vel, sem þú gerir. Þol- inmæði, sjálfsafneitun og umhugsun arsemi þeirra, er hjúkra sjúkling- um, geta gert kraftaverk, miklu stærri og öflugri en allar “mixtúr- ur” lyfsaianna. 'Þolinmceðin þrautir vinnur allar. Athugasemd. Þeísi ágæta og itarlega ritgerö er eftir Valdimar Erlendsson lækni í Danmörku. Hann er ungur læknir, bráögáfaöur og efnilegur og til skýringar fólki hér vestra má geta þess að hann er bróðir Jóns sál. Eldons. — Ritstj. Fréttaburður. Brezkur þingmaður, A. Ponson- by, gat þess í ræðu sem hann hélt nýlega í Glasgow, hvernig dagblöð bera stundum fréttimar. Eftir því sem honum sagðist frá, er eitt dæm- ið þetta: Þýzka blaðið “KoInicheZeitung”, kom fyrst með svona frétt: “Þegar fregnin kom, að Antwerp hefði gefist upp, var kirkjuklukk- unum (sem sé: á Þýzkalandi) hringt.” “Le Matin”, franskt blað, kom þessu næst í stílinn, á þennan hátt: “Frétt sem stendur í “Kolniche Zeitung”, segir frá því, að prestam- ir í Antwerp hafi verið þvingaðir til, aö hringja kirkju-klukkunum, þegar borgin varö yfirunnin.” “Londbn Times”, enskt bláö, gerði svo þessa umbót: “Le Matin”, hefir það eftir frétt frá Cologne, að belgisku prestarnir sem neituðu að hringja kirkju- klukkunum þegar Antwerp féll í hendur Þjóðverja, hafi allir verið reknir út af heimilum sinum.” “Corriera della Sera”, ítalskt blað tók nú við, og gekk frá þessu svona: “London (Times” hefir fengið þá frétt frá Cologne, gegnum Paris, að allir belgisku prestamir, sem af- sögðu að hringja kirkju-klukkunum þegar Antwerp var tekin, hafi ver- ið reknir í þrældóms vinnu.” “Le Matin”, blaðið sem gerði fyrstu affærsluna, rak >nú smiðs- höggið á þetta, með því að flytja söguna svona: “Corriera della Sera, hefir það eftir fréttum frá Cologne, gegnum Lundúnir, að nú sé staðhæft, að hinir grimmúðugu sigurvegarar yf- ir Antwerp, hafi hegnt belgisku prestunum, sem höfðu kjark til að neita að hringja kirkju-klukkum sínum þeim til viðhafnar, með því móti, að hengja þá upp á fótunum neðan í klukkna-kólfana.” S. G. S. Andrés Björnsson. Að verða ekki vísnasmát var þitt bamaglingur, er því vinum vinarlát verra en byssustyngur. iÞú gast jafnan bundiö brag bezt viö frónskra hæfi. Svipult var þitt sólarlag, svona snemma á æfi. Varstu í hreysi og háum sal, hinum öllum gaman, andinn hlýr og oröaval áttu leiðir saman. Margir færðu fleira í mál, flestir hærra sungu, fæstir höföu hreinni sál né hagyrtari tungu. Eldað rautt við ægibál, — inst á Sælandsteigum — var þitt skýra stuðlastál, ^stilt í guöaveigum. Aldrei gréstu, — vöm í vök var þér töm á gljánum — eftir blóöug banatök brosið lifði á nánum. Þeir sem eiga yl t lund og aldrei tárum valda, býður hraun á hinstu stund heljarfaðminn kalda. Misti tök í halla hæll, hált var lífsins gengi, því mun Andrés sigursæll sofa vært og lengi. Jón S. Bergmann. —Vísir. Vísubotnar. I. Þegar sættum unnir öld allir hætta að rífast, friðar vættir fengju völd, farsæld mætti þrífast. Loptur Kárason. Guðs almættis gæzlcu fjöld gætu og ættu að þrífast. S. A. Aumra bættust kjörin köld kvöl ei ætti að þrífast. S. A. II. Eftir því sem aldan vex árar fjölga á borði. Harðfengt lið með hjálm og ex hildar leiks á storði. Mrs. Guðrún Goodman. íslenzku með seppum sex sigar Kringla af storði. Andbyrs róður sækja sex, særok hótar morði. Loptur Kárason. Hafmeyjamar syngja sex, sitja hvals á sporði. Af heimsku arfi í aldir sex enn er nógur forði. /. St. frá Kaldbak. III. Auga blómið yndi ljær, eyrað hljómur gleður, vorið Ijómar, hugur hlær, harpan ómþýtt kveður. Loptur Kárason. Dýrsta óma ástin skær engilrómi kveður. Iðunn. Frá íslandi. Mannskaði varð í Vestmannaeyj- um 9. apríl. Vélabáturinn Haffari, eign Jóns Einarssonar kaupmanns fórst og druknuðu þrxr menn, en tveim varð bjargað. Mennimir sem draknuðu vora: Jón Stefáns- son formaður bátsins', frá Skálá undir Eyjafjöllum, vélstjórinn á bátnum, er Gunnar hét ættaður af Austfjörðum, og einn hásetinn er Gunnlaugur hét frá Sólheimakoti í Mýrdal. Bátinn hafði rekið í hríð og ofsaveðri upp á Skarfatanga á Heimaey. Prentarar í Reykjavík hafa fengið 25% launahækkun og pappír hefir mjög hækkaö í veröi, er því verö blaöa og bóka miklu hærra en verið hefir. Blööin í Reykjavík hafa verið seld á 3 aura, en era nú komin upp í 4—5 aura x lausasölu. Nýgift eru x Kaupmannahöfn Páll Sæmundsson frá Hraungerði, aðstoðarmaður í f jármálaráðaneyt- inu og ungfrú Magnea Guömunds- dóttur Jakobssonar í Reykjavík. Falleg vísa. Jón Þórðarson Fljótshlíðarskáld hefir ort eftir Símon Dalaskáld. Þar er þessi fallega vísa: “Göfgu fljóð míns fósturlands, fómiö einu tári, sem að lauf viö leiöið hans lífgi á þessu ári.” Guðmundur Magnússon læknir var skorinn upp 13. apríl í Kaup- mannahöfn. Engir gallsteinar I fundust heldur sár. Hann var hita- Iaus og leið allvel 17. apríl. Þáð era siöustu fréttir. Botnia kom til íslands 18. apríl frá útlöndum; höfðu Bretar tekiö af henni allan póst, sem til Dan- merkur átti að fara og engan póst leyft meö henni frá Englandi. Þykja þetta undarlegar aðfarir og ekíd sanngjarnar. Maöur að nafni Sigurður Gríms- son á botnvörpungaskipinu Maí fótbrotnaði 15. apríl. Heyskortur er á Noröurlandi og er verið að flytja hey sunnan úr Borgarfirði noröur í Skagafjörö og Þingeyjarsýslu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.