Lögberg


Lögberg - 15.06.1916, Qupperneq 3

Lögberg - 15.06.1916, Qupperneq 3
3 LÖGBERG, FIMTI DAGIN 15. JÚNl 1916 RICHARD HATTERAS Eftír Guy Boothby Þegar eg var búinn aö gefa konunni alla þá pen- inga, sem eg hafSi hjá mér, til þess aS borga jarðarför- ina, kvaddi eg hana og fór heim með litla teinmn í vasa mínum. Þegar eg var kominn heim, settist eg í skrif- stofu mina og fór að skoða gjöf hins framliðna vinar míns. Viðvíkjandi valdi hennar og gildi, er hann hafði talað um, vissi eg ekki hvað eg átti að halda. Eg hélt nefnilega að Pete hefði ekki verið með öllu viti. En hvemig stóð þá áflogunum á skipinu og eftirsókn Kín- verjanna í Sydney, að ná í þenna grip? Þegar eg hafði setið hálfa stund að hugsa um þetta, lokaði eg teininn inni í peningahirzlu minni, og gekk upp á loft til að fara að sofa. Daginn eftir var Kína-Pete grafinn, og að mánuði liðnum hafði eg næstum gleymt að hann var til, og hafði naumast hugsað eitt augnablik um undarlegu, litlu gjöfina, sem lá í efsta hólfi peningaskápsins míns. En eg átti að fá aJS heyra meira um hana seinna. Eitt kveld, hér um bil mánuði eftir að eg eignaðist litla teininn, voru nokkrir af vinum okkar til dagverð- ar hjá okkur. Kvenfólkið var farið inn í stofuna og eg sat við borðið hjá karlmönnunum, þar sem við höfðum dálítið vín. Við höfðum verið að tala um pólitísku ástæðurnar í AusturAsíu, þegar ein af þernunum kom inn, og sagði að maður væri úti, sem vildi tala við mig um áríðandi málefni. Eg bað hana að ségja honum að eg ætti annríkt, en hann gæti fundið mig á morgun. Stúlkan fór út, en kom að vörmu spori aftur og sagði að maðurinn ætlaði að fara frá Sydney á morgun, og ef eg vildi leyfa honum að koma seinna í kveld, þá skyldi hann gera það. Eg sagði þá stúlkunni að hann mætti koma kl. n. Þegar kl. sló ellefu, kvaddi eg síðasta gestinn minn úti á pallinum. Vagninn var ekki farinn meira en hundrað fet, þegar annar vagn kom akandi að tröpp- unum, og maður í þykkri, síðri kápu hoppaði út úr honum. Um leið og hann bað ökumann að bíða sín, hljóp hann upp tröppurnar. “Hr. Wetherell?” spurði hann. Eg kinkaði kol'li og bauð honum “gott kveld”, og spurði hann svo um erindi hans. “Eg skal með ánægju segja yður það”, sagði hann, “ef eg fæ að tala einslega við yður í fimm mínútur. Þ'að er mjög markvert efni, og þar eð eg yfirgef Sydney í fyrramálið, hefi eg ekki miklum tíma að eyða”. Eg fór með hann til skrifstofu minnar, sem sneri að garðinum bak við húsið. Þegar við vorum komnir þan inn, bað eg hann að setja sig, en stóð sjálfur við hal'lborð mitt. Við lampaljósið veitti eg þessum óvana- lega manni eftirtekt. Hann var af meðalhæð og vel bygður. Andlitið var eggmyndað og hörundsliturinn óvanalega fölur. Hárið og augun voru þar á móti kolsvört. Hann horfði rannsakandi augum á mig um stund, og sagði svo: “Eg býst við að það sem eg ætla að segja yður, hr. Wethereíl, komi yður á óvart. Fyrst skal eg segja yð- ur dálítið um sjálfan mig, og svo kem eg með spurn- ingu. Eg er víða kunnugur, þar eð eg hefi ferðast mikið um Austurlönd; frá Port Said til Kurilerne er naumast til nokkur blettur, sem eg ekki þekki. Eg er hneigður fyrir að safna sjaldgæfum austurlandamun- um. En það er einn hlutur, sem eg hefi a'ldrei getað náð í”. “Og það er?” “Embættismerki kinversks böðulsr”. “En hvernig get eg hjálpað yður?” spurði eg alveg hissa. “Með því að selja mér eitt, sem nýlega er komið í yðar eigu. Það er lítill, dökkur tréteinn, hér um bil 3 þumlunga langur, og á hann skornir kínverskir bók- stafir. Eg fékk af tilviljun að heyra, að þér hefðuð þenna sjaldgæfa hlut, og eg hefi ferðast fleiri þúsund mílur til að kaupa hann”. Eg gekk að peningaskápnum og tók úr honum litla teininn sem KínarPete hafði gefið mér. Þégar eg sneri mér við, var eg næstum dottinn af undrun yfir ágirndar augnatil'liti ókunna mannsins. En hann átt- aði sig og sagði með sama rólega rómnum og áður: “Það er einmitt svona teinn, sem mig langar til að fá. Ef þér viljið selja mér hann, þá verður safn mitt fullkomið. Hvers virði álítið þér að hann sé?” “Eg hefi enga hugmynd um hvers virði hann er”, sagði eg, og lagði hann á borðið, um leið og eg horfði á hann. En svo datt mér alt í einu nokkuð i hug, og eg ætlaði að fara að tala þegar hann sagöi: “Ástæða mín til að kaupa þenna litla grip er ef til vill heimskuleg, en ef þér viljið láta mig fá hann, vil eg glaður borga hann með fimtiu pundum”. “Það er ekki nóg, dr. Nikóla”, sagði eg brosandi. Hann þaut á fætur eins og hann hafði verið skot- inn, og greip höndunum fast um stólbakið. Orðin sem eg talaði út í bláinn, virtust hafa hitt fiuman blett. Þessi maður var þá dr. Nikóla, sem Kina-Pete hafði varað mig við. Eg var nú ákveðinn í því að láta hann ekki fá teininn. “'Finst yður tilboðið, sem eg gerði, ekki ’gott?” spurði hann. “Þessi litli hlutur er alls ekki til sölu”, sagði eg. “Hann var gefinn mér af manni í þakklætisskyni fyrir greiða, sem eg gerði honum, og eg ætla að geyma hann sem endurminningu”. “í því tilfelli býð eg yður hundrað pund fyrir hann”, sagði Nikóla. “Eg vil ekki skilja hann við mig”, sagði eg, tók teininn, lét hann í skápinn aftur og læsti honum, til þess að enda samtalið. “Eg skal gefa yður fimm hundruð pund fyrir hann”, hrópaði Nikóla, sem nú var orðinn kviðandi. “Það ætti þó að vera nóg”. “Þp að tilboð yðar væri tífalt stærra, mundi það ekki freista mín”, svaraði eg, sem nú var fastráðinn i því að sleppa ekki gripnum. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum, og starði á andlit mitt í hálfa aðra mínútu. IÞér hafið séð augu Nikóla, svo eg þarf ekki að lýsa áhrifum þeirra. Eg gat ekki losað augu min við hans, og eg fann, að ef eg herti mig ekki, mundi hann dáleiða mig. Eg stóð því upp frá stólnum, sem merki þess að sumtalinu væri lokið. Hann reiddist, og sagði að eg yrði að selja honum þenna hlut. “Hér getur ekki verið um neina þvingun að tala”, sagði eg ákafur. “Þessi hlutur er mín eign, og eg geri við hann það sem mér sjálfum sýnist”. Hann bað mig fyrirgefningar og sagði að það væri ákafa sínum að kenna, til að safna gripúnum, að hann hefði reiðst. Litlu siðar bauð hann góða nótt og fór. Þegar hann var farinn, gekk eg aftur til skrifstofu minnar, settist og fór að hugsa um þetta málefni. Þá datt mér nýtt í hug, svo eg tók teininn úr skápnum. Eg sat og athugaði hann nákvæmlega, og furðaði mig á að hvaða leyndarmáh þessi litli hlutur gæti verið lykill. Eg var viss um að það var eitthvað annað en það, sem Nikóla hafði sagt. Hálfri stundu síðar stakk eg þessum undarlega teini í vasa minn, i því skyni að taka hann upp á loft og sýna konunni minni hann, svo lokaði eg peninga- skápnum og fór upp. Þegar eg hafði sagt konu minni frá fundum okkar Nikóla og sýna henni teininn, lét eg hann ofan i kommóðuskúffuna og háttaði svo. Klukkan 3 um nóttina, vaknaði eg við það, að ein- hver barði hart á hurðina hjá mér. Eg fór ofan úr rúminu og spurði hver það væri. “Lögreglan” var mér svarað. Eg hraðaði mér í fötin og gekk fram í gang- inn, og fann þar einn af yfirmönnum lögreglunnar. “Hvað er að?” spurði eg. “Innbrotsþjófnaður”, svaraði hann. “Við höfum þjófinn niðri. Við stóðum hann að verki”. Eg fór með honum ofan í skrifstofupa. Þar var sýn að sjá. Peningaskápurinn brotinn, og innihaldinu stráð út um gólfið. bxúffa í skrifborðinu hafði líka verið opnuð, í horninu stóð Kínverji með handjárnum, og hjá honum stór lögregluþjónn. Maðurinn kom fyrir rétt, neitaði að þekkja Nikóla - stin nú var horfinn—og var svo dæmdur í fimm ára fangelsi. 1 heilan mánuð heyrði eg ekkert um teíninn minn. Svo kom bréf frá enskum lögmanni i Shanghai, sem heimtaði að eg skýldi afhenda Kin- verja, sem þar bjó, lítinn trétein með kínverskum stöf- um, þessum tein, sagði hann, að hefði verið stolið i Shanghai af enskum manni, sem kallaður var Kína- Pete. Þetta var sjáanlega ný tilraun Nikóla til að ná i þenna grip, og þvi svaraði eg bréfinu þannig, að eg gæti ekki orðið við þessari bón. Mánuði síðar kom bréf frá Nikóla, dagsett í Suður Ameriku. í því kom hann með hótanir, ef eg neitaði að fá honum þenna grip, bæði gegn mér, konu og dótt- ur. Eg tók ekkert tillit ti'l þessa, en afleiðingin varð, að aftur var brotist inn í hús mitt, en árangurslaust. Eg hafði nú geymt teininn þar sem eg vissi að enginn gat fundið hann. Eitt ikveld þegar eg kom heim, var eg stöðvaður af bófum, sem leituðu í vösum mínum, en fundu ekk- ert. Á margan annan hátt var þrengt að mér, þjónum mínum mútað og fleira, svo lifið varð mér byrði, en það sem verst var, eg fór að verða hræddur við Nikóla, eins og allir aðrir, sem eitthvað hafa saman við hann að sælda. Þégar eg fór til Englands síðast, þá var það af þvi, að eg gat ekki unað hér í Ástralíu. En eg var svo forsjáll, að fá teininn og aðra verðmæta muni geymda í bankanum, og þar var hann þangað til eg kom heim aftur, og geymdi eg hann svo i ínum vanalega félustað. Daginn eftir að eg kom til London, gekk eg yfir Trafalgar Square, og þá sá eg Nikóla standa hinsvegar við götuna og gæta mín. Eg fór strax aftur til hótels- ins, bað Phyllis að búa um fatnað okkar, og sama dag- inn lögðum við af stað heim. Það sem eftir er, þekk- íð þér. Hvað segir þér um þetta?” “Þétta er mjög óvanalegt. En hvar er þessi tré- teinn núna?” “í vasa mínum. Langar yður til að sjá hann ?” “Já, mér þætti það mjög gaman”. Hann hnepti frá sér frakkanum sínum, og úr hag- lega tilbúnum vasa undir handleggnum, tók hann tré- tein af sömu tegund og útliti og hann hafði lýst. Eg tók hann og skoðaði hann nákvæmlega. Hann var þakinn af kínverskum bókstöfum og gullvirs spotti á öðrum enda hans. Það var ekkert markvert við hann, sem eg sá, en hann hafði aðdráttarafl fyrir mig, þegar eg hugsaði um allar þær hörmungar er Nikóla hafði af stað komið til að ná honum. Eg fékk eigandanum hann aftur og fór svo að horfa á sjóinn og hugsa um kærustu mína, og hét því í huga mínum, að ef Nikóla hefði verið henni vondur, skyldi eg ekki vægja honum. En hvers vegna hafði Wetherell tekið teininn með sér núna ? Eg sneri mér að honum og spurði hann að því. “Af mjög góðum ástæðum”, sagði hann. “Ef það er þessi teinn sem Nikóla vill fá, þá er líklegt að hann biðji um hann sem lausnargjald fyrir dóttur mína, og er fús til að láta hann fá hann. Þessi lélegi hlutur hefir ollað mér nægrar armæðu, svo mér þætti vænt um að losna við hann. “Eg vona að við náum henni án hans”, sagði eg. “En nú skulum við fara ofan í káetu og borða hádegis- verð”. Daginn eftir vorum við hér um bil hundrað mílur frá leiðarenda okkar, og um hádegisbilið daginn eftir, vorum við komnir svo dálægt honum, að við álitum hyggilegast að ráðgera hvað nú væri heppilegast að gera. Litlu fyrir hádegisverð komum við saman í káetunni, markgreifinn, Wetherell, skipstjórinn og eg. Skipið hafði verið stöðvað, af því við veldum ekki leggja að eyjunni að degi til. “Það fyrsta, sem við verðum að ráðgera, hr. Wetheréll, er það, hvont megin eyjarinnar við eigum að lenda”, sagði skipstjóri. “Þér eruð færastur um að ákveða það”, sagði Wetherell. “Þér þekkið eyjuna”. “Eg skal ráðleggja y.kkur eins vel og eg get”, sagði eg, settist á þilfarið og dró upp mynd af eyjunni með krit. Þetta er lögun eyjarinnar, og hér er bezta höfn- in, en hérna er sá hluti eyjarinnar, þar sem sennilegast er að við getum lent, án þess að til okkar sjáist. Eyj- an hækkar frá öllum hliðum, og líklegasta plássið fyrir kofa—ef þeir geyma ungfrú Wetherell í kofa, sem við höldum að þeir geri—ætti að vera þessi háslétta, sem snýr gegn suðri, og þar fæst ’líka eina vatnið sem á eyjunni er”. “Hvers konar akkeris pláss er þar?” spurði skip- stjóri. “Sandur og skeljar. Hann er máske ekki sen} allra beztur, en við skulum hafa gufuna tilbúna og þá er öllu óliætt”. “Og hvernig ráðið þér til að viö nálgumst kofann, jægar við komum á land? Er þar kjarr eða skógur, eða verðum við að klifra upp meðan óvinirnir skjóta á okkur?” “Eg hefi hugsað um það”, sagði eg, “og er kominn að þeirri niðurstöðu, að hentugast sé að nálgast eyjuna þegar dimt er orðið, nema staðar svo sem þrjár mílur frá landi, og róa að landi í bát; við getum þá gengið upp eystri brekkuna og ráðist á þá> þaðan vænta þeir engr- ar árásar. Hvað segið þið ?” “Áform yðar virðist i alla staði gott” svöruðu þeir allir í einu. “Látum það þá sitja við það”, sagði skipstjóri, “við skulum nú neyta hádegisverðar, og fara svo að búa okkur undir þetta”. Svo sagði hann við mig: “Eg bið yður að koma inn i káetu mína og líta á sæ- uppdráttinn minn. Þ'ér getið væntanlega sagt mér hvort hann e rréttur”. Með ánægju”, svaraði eg, og svo fórum við ofan. Að lokinni máltíð fór eg með skipstjóra að líta á sæuppdráttinn hans, og við merktum þann blett, sem við ætluðum að leggjast við akkeri. Svo fórum við aftur á, og skoðuðum nákvæmlega kúlubyssumar og skambyssurnar. Áður vorum við búnir að afráða, að átta manns skyldu fara á land—Wetherell, Beckenham, stýrimaðurinn, eg og fjórir af hásetunum—sem allir áttu að bera kúlubyssur, skambyssur og eina tylft af skotum fyrir hvert vopn. Engu skoti mátti skjóta nema nauðsyn krefði, og hina mestu varkárni varð að hafa meðan við nálguðumst kofana, svo að þeir sem inni væru, yrðu ekki varir við komu okkar, ef mögu- legt væri að forðast það. Þegar búið var að skifta vopnunum á milli okkar, losuðum við bátinn, 16 feta langan, og bjuggum hann undir að vera settan á sjóinn. Þegar þetta var búið, var orðið áliðið dags, og skömmu síðar héldum við af stað til eyjarinnar. Þegar dimt var orðið, stóð eg aftur á við borð- stokkinn, þangað kom Beckenham til min. Það var undrunarvert hverjum breytingum hann hafði tekið siðustu fáu mánuðina. Hann var sólbrendur og hraust- legur, og eins fallegur ungur maður og nokkur gat óskað sér. “Bráðum komum við til eyjarinnar”, sagðj( eg. Haldið þér að þér ættuð að eiga það á hættu, að verða skotinn á morgun?” “Eg hefi ekki hugsað um það”, sagði hann. “En eg á'lít það skyldu mina að hjálpa yður og Wetherell eins vel og eg get”. “Hvað ætli faðir yðar segði, ef hann vissi um það?” “Hann mundi segja að eg gerði að eins það, sem rétt er. Eg hefi líka nýlega skrifað honum og sagt hon- um alt. Ef eitthvað skyldi vilja mér til, þá finnið þér bréfið í kommóðunni yðar í káetunni. Eg veit að þér sendið það til hans. En ef við sleppum báðir lifandi úr þessu, og getum frelsað ungfrú Wetherell, þá langar mig til að biðja yður bónar”. “Eg lofa að gera það, áður en eg veit hvað það er”. “Eg ætla að biðja yður um að lofa mér að vera brúðarveinn við giftingu ykkar”. “Það er velkomið, þvi betri brúðarsvein get eg ekki fengið”. “Mér jiykir vænt um að'heyra yður segja það. Við höfum orðið fyrir svo mörgu í sameiningu, síðan við fórum frá Evrópu. Er það ekki ?” “Jú, það höfum við, og í nótt enda æfintýri okkar, ef mér skjátlar ekki mikið”. “Haldið þér að Nikóla muni berjast við okkur?” “Það efa eg alls ekki. Ef hann sér að hann er kom- inn í klípu, mun hann berjast eins og sá vondi sjálfur”. “Það er Baxter, sem eg vil hegna”. “Það er Nikóla, sem eg vil ná í. Eg á allmikið hjá honum, og eg vil að hann borgi allan reikninginn”. “Þegar við sigldum saman um fjörðinn hjá Bournemouth, kom okkur alls ekki til hugar að fyrir okkur lægi innan kamms, að verða samferða um kyrra- hafið i sliku erindi. Það virtist alt of undarlegt til þess að geta verið mögulegt”. “Já, þannig er það. En alt er gott ef endirinn er góður. Látum oss því vona að við verðum hepnir í kveld. Nú ætla eg að fara upp á foringjapallinn, til þess að sjá hvaða stefnu við eigum að taka”. Eg skildi við hann og gekk til skipstjóra. Nú var orðið svo dimt að ómögulegt var að sjá langt frá sér. Maður var látinn sitja i reiðanum'til að segja til þegar land sæist, en nú var hann búinn að sitja naéstum heila stund. iÞá heyrðist skyndilega kallað: “Land fyrir stafni”, Og við vissum að hann hafði séð eyjuna. Löngu áður var búið að slökkva öll ljós, og þar eð loftið var skýþrungið, nálguðumst við strönd eyjarinnar í al- gerðu myrkri. Fáum mínútum eftir þetta, voru allir mennimir komnir upp á þilfar, og störðu í þá átt sem skipið stefndi. Haf' hjörtu h;#ina barist eins hart og mitt, þá höfum við allir verið kvíðandi; en eg held að þeir hafi allir verið æstir. Um það leyti sem við neyttum kveldmatar, vorum við farnir að nálgast eijuna, og um k'lukkan átta vor- um við hér um bil þrjár mílur frá henni. En við sáum hvergi ship. Klukkan niu komu þeir saman á þilfarinu, sem ætluðu á land, allir vopnaðir, og báturinn var lát- inn ofan á sjóinn. I myrkrinu læddumst við ofan í bátinn og sett- umst. Stýrimaðurinn sat við stýrið og svo var stefnt að landi. VI. KAPÍTULI. Endir. Þegar við höfðum snúið bátnum við og stefnt að landi, lá skipið eins og svart ský, sem brátt sameinaðist myrknnu. Hvergi sást ljós, og alt var eins kyrt og i gröfinni. Eini hávaðinn sem heyrðist, var áraskvamp- ið. Við héldum áfram að róa næstum heila stund, en stöldruðum við með köflum til að hlusta. En ekkert gátum við heyrt sem vekti grun um nokkuð hættúlegt. Nú fórum v4ð að sjá eyjuna gleggra. Undir eins og báturinn kendi grynninganna, fórum við á land, en skildum einn mann eftir til að gæta bátsins. Það var eitthvað undarlegt við það, að fara á land á ókunnri ey, og það í þessum erinudm. Við námum staðar undir þéttum pálmaviðarrunna, og þar eð eg var foringinn ásetti eg mér að fara einn á undan þeim, til að komast eftir hvar kofinn stæði. Þegar eg hafði fundið hann, ætlaði eg að snúa við, sækja hina og slá svo hring um kofann. Eg sagði þeim þetta með fáum orðum, bað þá svo að bíða, og gekk i áttina þang- að sem hásléttan var. Kjarrið var þétt, og jörðin grýtt, svo 20 minútur liðu áður en eg náði topp hæð- arinnar. Eg gekk ofan af hæðinni hins vegar, en forðaðist að vekja nokkurn hávaða. Loks kom eg á háan stað, og var klettabrúnin þar um 60—80 fet, þaðan leit eg ofan á sléttuna og sá þrjá vel bygða kofa. Frá litlu byggingunni til hægri hand- ar heyrði eg háværan hlátur. Svo heyrði eg hljóðfæra- söng og einn mann sem söng undir. Eg sneri nú aftur til minna manna. IÞegar eg var kominn aftur til vina minna, sagði eg þeim hvað eg hafði séð og heyrt, og skipaði svo fyrir að stýrimaður og tveir menn með honum, skyldu ganga kringum hæðina til vinstri hliðar hásléttunnar. Wetherell og tveir með honum áttu að ganga til hægri hliðar, en Beckenham og eg ætluðum að læðast sömu leiðina og eg hafði farið. Engan hávaða mátti gera, og engu skoti skjóta, fyr en eg gæfi merki til þess, með þvi að blása í pípu mina. Og að þessu búnu, fórum við tveir að klifra upp hæðina. Um þetta leyti var orðið stjörnubjart. Við og við kvökuðu fuglarnir, þegar við gerðum þeim óróa, eða vilt svín hrinu þegar þau þutu inn í kjarrið, að þessu undanteknu heyrðist enginn hávaði. Eg kom nú ásamt félaga minum til hins áðurnefnda kletts bak við kofana, og þegar við komum þangað, settumst við niður litla stund, svo hinir fengju tima til að ná sömu stöðvum. Svo gengum við langs með klettbrúninni, þangað til við fundum skarð, þar sem við gátum kcmist ofan. Áður en mínúta var liðin, vorum við komnir ofan á hásléttuna, og kriðum svo með hægð að miðkofanum. Eg hvíslaði að Beckenham að bíða min, og læddist að kofadyrunum í skuggaum. í dyrunum sat maður, næstum hulinn af skugganum. Hann hefir hlotið að sofa, því hann varð mín ekki var fyr en eg var ikominn fast að honum. Þá stökk hann á fætur og ætlaði að fara að kalla, en áður en hann gat það. náði eg í kok hans og 'kreisti það svo fast að hann féll meðvitundarlaus aftur á bak. Eg gekk fram hjá manninum og inn í kofann. “Úver eruð þér, og hvert er erindið”, sagði rödd er eg þekti mjög vel. Sem svar tók eg hana í faðm minn og hvíslaði nafni minu að henni og kysti hana hvað eftir annað. Svo bað eg hana að ganga hægt, og við fórum svo út, þegar við komum að skarðinu, þar sem eg gekk ofan af hæðinni, kom Belkenham til okkar, en á sama augna- bliki hrópaði maðurinn, sem eg hafði stimpast við, til hinna. Undir eins heyrðist hávaði og skipanir. “Flýtið ykkur ofan að bátnum”, hrópaði eg eins hátt og eg gat, tók í hendi Phyllis og flýtti mér eins hart og eg gat upp hæðina, og Beckenham tók hina hendi hennar til að hjálpa. Þó eg verði hundrað ára, gleymi eg þessum hlaupum aldrei. Við urðum klóraðir í framan og rifum fötin okkar í kjarrinu, en við hugs- uðum aðeins urn að flýta okkur. Áður en leiðin ofan af hæðinni hins vegar var hálfnuð, var Phyllis orðin uppgefin, svo að eg tók hana í faðm minn og bar hana ofan að bátnum og út í hann, en þegar við ætl- uðum að leggja frá landi, hrópaði Beckenham: “Hvar er hr. Wetherell?” Við litum í kring um okkur og sáum að Wetherell vantaði. Phyllis bað okkur að snúa við og leita hans, en þar eð eg vildi ekki stofna henni i hættu, valdi eg fjóra af mönnunum til að fara með mér og leita hans, en bað hina að flytja Phyllis út á skipið og biðja skip- stjóra fyrir hana, og koma svo aftnr til lands og sækja okkur. Við hinir fórum strax að leita að Wetherell, og leituðum í fullar tvær ^tundir árangurslaust. jy^ARKET JJOTKL Vi6 sölutorgiC og City Hall «1.00 til $1.50 á dag Eigancfc: P. O'CONNELL. Fumiture Overland FCLLKOMIN KEN'SI.A VKi'IT BRJEFASKKIFTUM — —or ötSrum— VKRZI/UN ARFKÆÐIGRKINITM $7.50 A heimlll ytJar re^Tii rér kent ytSmr or bðrnum yBar- ..">«8 pðati:— AB akrifa cöt Boslneea” brét Almenn lOg. ■'.Utflýmlnffar. StafmetnlnK 9* réttritun. Otlend orBatlM'AkL Um AbyrsBlr o«r fðlð«. Innheimtu meB pðetL AnalytlceJ Study^ Skrlft. Tmaar rerlur. Card Indexiny. Copylnc. Flllnr Involclnr. Prðtarkaleetur. t eeear og fleirl n&msrrelnex kend- ar. FylllB tnn nafn yBar f eyBurnnr at! neBan og ftiB melri uppltdnnr KXJPPIÐ 1 SUNDUR HJBR Metropolltan Buelnaee Inetltmte, «04-7 Avenue Blk., Wlnnipeg. Herrmr, — SendlB mér upplýmlnrnr um fullkomna kenalu meB pömti nefndum n&marrelnum. paB er «- mklUB aB er ■« ekki akyldur tll aB r*ra nelna aamninra. Nafn __________________________ Heimlll _____________________ StaBa_______ _____________ Sir George Foster verzlunarmálaráðherra Canada var af konungi skipaður í leyndarráð Breta 8. júní. Auk þess hefir honum verið boðið að vera á þingi sem bandamenn halda í Paris, og hefir hann þegið það. Sorgmaga. Indiáni var að leita að björnum úti í skógi, 14 mílur norður af Elphinstone fyrra mánudag og fann jeinagrind af manneskju. Þegar athugað var fanst það út að beina- grindin var af Galisíukonu er Maosat hét og týndist 27. septem- ‘ber 1911 klukkan sjö um kveldið. iíún var kona fátæks bónda sem var í vinnu í bænum Shoal Lake. Þau áttu tvö börn, annað árs gam- alt en hitt tveggja ára. Konan íafði farið til þes að leita gripa, sem ekki komu heim. Þetta var á mánudag; en á miðvikudaginn kom maðurinn heim, voru börnin þá nær dauða en lífi af hungri og kulda, en skepnur höfðu rifið nið- ur heybyrgðir hans, og sá hann á þessu að konan mundi löngu horf- in. Nágrannar sögðu frá því að hún þefði fengið léða heykvísl til þess að verja sig gegn úlfum með, og þektust beinin á því að heykvíslin fanst skamt frá þeim og sömuleið- is málmkross og perlufesti, sem konan hafði. Þau eru margvísleg forlögin út- lendingsins í þessu landi. ^ Lyftistigar. Við læddumst ofan að kofunum, en þeir voru allir tómir. Engan mann var að sjá. ,Svo fórum við aftur að leita um hásléttuna, en fundum ekkert. Þégar sólin reis upp úr hafinu, geng- um við enn einu sinni ofan hæðina, og urðum einskis varir. Um klukkan sex komum við niður að ströndinni, þar sem báturinn beið okkar, og vorum allir uppgefnir. Þá kom einn af mönnunum, sem seinastur var, hann hélt á einhverju í hendinni sem hann veifaði. Þegar hann kopi nær, sáum við aö það var pappír, og þegar hann fékk mér hann, las eg þetta: “Ef þið gangið yfir eyjuna til norðurstrandarinnar, munuð þið finna þar hæð með stórri holu, rétt fyrir ofan sjávarborðið. Þar finnið þið manninn, sem þið Ieitið að”. Ekkert nafn var undir þessum línum og rithöndina þekti eg ekki, en það var engin ástæða ti að efast um að þetta væri satt. “Hvar funduð þér þetta?” spurði eg manninn. Það var fest við þyrnirunna þarna yfir á strönd- inni”, svaraði hann. “Það er ekki um annað að gera en að reyna að finna holuna. Það er bezt að tveir af ykkur rói bátn- um út að skipinu, og biðjið skipstjórann að koma með skipið að norðurströndinni”. Undir eins og báturinn var farinn, tókum við byssur okkar og stefndum til norðurs. Þaö var orðið heitt og við uppgefnir, en ef við gætum bjargað þeim manni, sem við höfðum svo lengi leitað, vorum við ánægðir. í stóru búðunum í Bandaríkjun- um eru þannig gerðir stigar að þeir lyfta fólkinu án þess að maður þurfi þar að stjórna og án þess að farið sé inn í nokkra klefa. Tröppurnar eru rétt eins og hrufur á dúk sem snýst um ás og fer öðru megin upp en hinu meg- in niður. Þarf ekki annað en að stiga á neðstu tröppuna sem upp hreyfist og standa þar kyr þangaö til hún kemur á móts við það loft sem maður ætlar á, eða ef maður ætlar niður, að stíga í efstu tröpp- una og standa þar þangað til mað- ur er kominn þangað sem ferðinni er heitið. Þessir stigar hafa aldrei verið hér í Vesturlandinu, en nú er verið að smiða þá hjá Eaton og verða þeir fullgerðir innan skamms. A Gimli. Þar er að verða fjörugt, fjöldi fólks streymir þangað til sumar- dvalar, ekki eru það einungis ein- staklingar, heldur einnig stór félög. Þánnig fóru þangað á föstudaginn 50 eldri stúlkur og giftar konur frá Meþódista kirkjunni, undir stjórn eða leiðsögu tveggja kvenna, sem heita Mrs. Durnat og Effie Collins. Á laugardaginn fór annar hópur, voru það iöo stúlkur frá öldunga- kirkjunni (presbytera) undir leið- sögn stúlku sem R. M. Godie heitir.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.