Lögberg


Lögberg - 15.06.1916, Qupperneq 4

Lögberg - 15.06.1916, Qupperneq 4
4 LÖGBERGr, FIMTUDAGrlNN 15. JÚNl 1916 Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manauer Utanáskrift til blaðsins: THE 00LU«JBI/\ PRES*, Ltd., Box 3172. Winnipsg. Haq. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, «\an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Stríð. “par sem ekkert þreytt er stríð þar er enginn sigur.” Eins og kunnugt er hefir hafist allsterk alda vor á meðal til þess að lyfta upp íslenzku þjóðerni og vernda það frá því að sökkva til botns í hinu margbreytta þjóða hafi hér vestra. En það er undarlegt að hvenær sem eitthvað kemur fram sem menn vilja vinna fyrir, þá spretta upp draugar hér og þar til mótstöðu. Ef þetta ætti sér einungis stað þegar um vafa- söm málefni væri að ræða, þá væri ósanngjamt að amast við því. En því er ekki þannig varið. pegar framsóknarflokkurinn bar upp tillögu 1911 þess efnis að lækka eða afnema toll á vörum fluttum til Bandaríkjanna, þá varð óheilladís þessa lands að vekja upp ótal andmæli. Og þótt báðir —eða allir—pólitísku flokkarnir hefðu einmitt óskað eftir þessum sömu breytingum og unnið að þeim í 53 ár fyrirfarandi, þá varð sjálfsagt af afturhaldsflokknum að verða því fráhverfur þeg- ar loksins fengust vonir um að því yrði fram- gengt, aðeins fyrir þá sök að uppástungan kom frá andstæðingum þeirra. Svo miklu meira virði var afturhalds flokkurinn en fólkið að sjálfsagt þótti að vernda alla þá bölvun, sem verzlunar- ófrelsi hefir í för með sér, heldur en að láta það viðgangast að frelsi fengist fyrir áhrif framsókn- armanna. Og svo var rækilega tekið höndum sam- an af auðvaldi og kúgunaranda, að góðu málefni var komið fyrir kattarnef, um stundar sakir að minsta kosti. pegar svo þessi nýja þjóðvakningaralda reis hér, þá virtist það liggja beint við að þeir sem ákafastir hafa verið með viðhaldi tungu vorrar og þjóðernis að undanförnu, legðu hönd á plóginn, en reyndu ekki að fleygja steinum fyrir eggjar hans. Til dæmis hefir víst flestum verið það fullkom- in vissa í huga sér, að séra Magnús Skaptason mundi leggja þar fram krafta sína af alefli Marg- ir minnast þess hve rammíslenzkur Magnús Skaptason hefir ávalt verið hingað til, og hversu sjálfsagt honum hefir þótt að halda við öllu ís- lenzku í öll þau ár sem hann hefir dvalið hér. Alt lífsstarf hans í Vesturheimi hefir verið til þess að vernda tungu vora. Fyrst var hann prestur lútersks safnaðar um langan aldur, og prédikaði þá á eins hreinni ís- lenzku og hann átti til í eigu sinni. Og það vita allir að fátt heldur betur við málinu og þjóðern- inu en sérkirkja. Síðan skifti hann um trúarskoð- anir og verður únítari, en hann skiftir ekki um skoðanir að því er mál og þjóðemi snertir. Hann prédikar þar einnig á íslenzku. Honum dettur ekki í hug að hverfa inn í strauminn; hann vildi vera og verða íslendingar og ekkert annað en fslendingur. Honum var ekki nóg að prédika á íslenzku, heldur flutti hann fyrirlestra og gaf út hvert ritið á fætur öðru; ekki á Ensku eða Canadiskur heldur á íslenzku. pað er ekki langt síðan “Fróði” sálugi var á ferð í íslenzkum búningi, og þar kom ekkert fram er hvetji menn til þess að kasta þjóðemi sínu. Og nú nýlega tekur hann að sér það starf, sem vitanlega er eitt aðalatriðið í þjóðemisvið- haldinu. pað er ritstjórn annars íslenzka blaðsins. pað er ekki langt síðan merkur maður hér vestra andaðist; það var Skafti sál. Brynjólfsson. Séra Magnús Skaptason flutti þar ræðu og harm- aði það mjög að hér væri sá fallinn er manna mest hefði starfað fyrir íslenzka tungu og íslenzkt þjóðerni. En alt í einu hefir komið vindur í seglin frá annari átt. Alt í einu hefir séra Magnús Skapta- son gengið í lið þeirra, sem hann áður fór um hörð- um orðum; alt í einu hefir það orðið lífsspursmál fyrir hann að afklæðast hverri íslenzkri spjör og íklæðast öðrum annarlegum. Áður taldi hann það mestu virðingu að halda við þjóðemi og tungu og slá hvergi af; alt í einu hafa það orðið svo að segja landráð að afneita ekki þjóð og uppruna og hverfa sem fyrst að fullu og öllu. Hvernig stendur á þessum snöggu snúningum ? hvaða vitrun er það sem manninum hefir birzt? Hvað er það sem hefir sannfært hann um að allar hans fyrri kenningar séu falskar og rangar og nú sé um að gera að breyta þvert á móti þeim? pað er sjálfsagt að skifta um skoðun í hvaða máli sem er, þegar sannanir fást fyrir því að fyrri stefna hafi verið röng. En það er einnig sjálfsagt að gera glögga grein fyrir ástæðunum; segja til hvað það var sem skoðanaskiftunum olli. Ef það var t.d. afarmikilsvert að halda við ís- lenzku máli og íslenzku þjóðerni fyrir rúmu ári eins og Magnús Skaptason lét þá í ljósi í ræðu, hvernig er því þá varið að hann, sami maðurinn, og það svona ráðinn og roskinn, skifti svona fljótt um skoðun? Ef hann hefði verið sannfærður um það í fjörutíu ár, sem hann hafði verið hér oð vér ættum að halda áfram að vera íslendingar, og sá aldrei allan þann tíma að það voru landráð eða að það væri að nokkru leyti skaðlegt og hættulegt, hvernig stóð þá á því að augu hans opnuðust alt í einu ? Hvað var það sem opnaði þau ? petta er ekki einungis alvörumál, heldur er það einnig almenningsmál og verður að ræðast opin- berlega frá öllum hliðum. Gæti ritstjóri Heimsk. sannfært oss um það að skömm sé að kannast við þjóðerni sitt og sjálf- sagt að kasta því með öllu, þá er það skylda vor að fallast á hans skoðun, en ef hann kynni að hafa gert staðhæfingar sínar í fljótfærni, þá er það einnig skylda hans að snúa við og skifta um skoð- un aftur. pað er ekki nóg að æpa hátt: “Hottentotti! Hottentotti!” að hverjum þeim sem ræðu flytur eða ritgerð skrifar þjóð vorri og máli til vamar. pað hefir engan árangur annan en þann að afla þeim fyrirlitningar sem hrópið kemur frá. Heima á fslandi eru það “dularfull fyrirbrigði” sem mönnum birtast, hér eru þuð “furðuleg fyrir- brigði” sem fram koma í seinni tíð. Heimsk. segir meðal annars í síðasta blaði: “-----Aldrei fyrri getum vér munað eftir því að nokkur maður eða flokksforingi hafi með einu orði drepið á það að vér ættum að hefja þjóðernis- baráttu, það er að segja: baráttu fyrir íslenzku þjóoemi í álfu þessari.” Hver trúir því að Magnús Skaptason hafi al- drei vitað til þess að nokkur maður hafi drepið á það einu orði að vér ættum aö halda við íslenzku þjóðerni hér? Hver trúir því? Hvað var aðal- starf séra Jóns sál. Bjarnasonar næst kirkjufé- lags starfinu? Hefir Magnús skaptason aldrei heyrt getið um þann mann? Hver hefir verjð stefna Steph. G. Stephanssonar? Kannske Magn- ús Skaptason kannist ekki við hann? pað eru furðuleg fyrirbrigði þegar annað eins er borið á borð fyrir alþýðu og blaðið Heimsk. gerir í þessu máli. pað er alveg eins og veifað sé rauðri dulu fram- an í mannýgt naut, ef ritstjóri Heimsk. sér ein- hversstaðar minst á eitthvað sem snertir íslenzkt þjóðerni. Jónas porbergsson skrifaði stutt til- mæli um það eð senda sér skýrslur um íslenzk lestrarfélög. Útaf þessu gjörræði hans finnur Heimsk. ástæðu til að skrifa tvær ritstjórnargrein- ar og fordæmir tilraunir Jónasar; hún tekur þar á málinu með álíka hreinum höndum og henni er lagið. Sannleikurinn er sá að Jónas á stórar þakkir skyldar fyrir þessa framtakssemi. pessi skýrslu- söfnun hans getur haft afarmikla þjóðernislega þýðingu í þeirri baráttu ef rétt er að farið, og hver veit hvaða endurbótum Jónas kann að geta komið á í því efni? Hann er ungur og dugandi maður, eldheitur þjóðemisverjandi og skrifar fegurra ís- lenzkt mál og betri stíl en flestir þeirra, sem við ritsmíði fást hér vestra nú sem stendur. En svo er ekki að kippa sér upp við það þótt mál þetta mæti mótstöðu og með stríði verði að vinna að því. Afturhaldið telur það heilaga köll- un sína að segja öllu því stríð á hendur, sem fram- för og drenglyndi heyrir til. Og það er bátt að segja nema stríðið sé málinu hagur. Hver veit nema það verði til þess að vekja þar upp krafta, sem annars hefðu sofið? pjóðemisbaráttan er hafin á ný fyrir alvöru og henni verður haldið áfram á skynsamlegan hátt og drengilegan. pví verður haldið áfram að reyna að vemda öll íslenzk einkenni, vernda ís- lenzka tungu og íslenzkt þjóðerni, án þess að ein- angra þjóðflokk vom á nokkurn hátt, og því verð- ur haldið áfram að prédika það leynt og ljóst, seint og snemma, hátt og í hljóði að vér eigum ávalt að koma hér fram sem íslendingar og hafa það fast í hyggju að vinna ættjörðu vorri—íslandi —og þjóð vorri—íslendingum—sem mestan sóma. Og því verður haldið áfram að brýna fyrir fólki að það sé ræfilslegt að skammast sín fyrir þjóðerni sitt. Vér höfum þar fyrir ekkert að skammast vor, en margt að vera stoltir af. Hvað sem Magnús Skaptason segir og hvemig sem Heimsk. hamast er stríðið hafið og því verð- ur haldið til streytu í eins nánu og bróðurlegu sambandi við landa vora á ættjörðunni og mögu- leikar leyfa. “Vér mótmoelum allir.” Frá því er sagt á öðrum stað í blaðinu að Robert Rogers muni eiga að verða fylkisstjóri í Manitoba þegar Cameron leggur þá stöðu niður. Áður hafði það heyrst að Sir James Aikins mundi hafa verið lofað þeirri stöðu þegar hann gerðist leiðtogi afturhaldsflokksins í fyrra. pað þótti mönnum illa við eiga að sá maður sem lagði sig fram af alefli til þess að reyna að koma á kné þeim, er um langan aldur höfðu barist fyrir flestum velferðarmálum fylkisins, yrði sett- ur upp á hæsta hest valda og virðinga. Að fylkisstjóra embættið sé gert að pólitískri dúsu má ekki eiga sér stað. pað má að minsta kosti aldrei koma fyrir að gengið sé framhjá mannkostum og réttlæti, þegar í þá stöðu er valið. pví ber ekki að leyna nú fremur en áður að Sir James Aikins vann sér til óhelgi í huga margra réttlátra manna þegar hann gerðist foringi þess flokks, er lengst hafði hrundið fólki voru og fylki út á vegu vandræða og óálits. Og þrátt fyrir hans miklu hæfileika og mörgu kosti, sem allir hljóta að viðurkenna, þá tapaði hann með því tiltæki því trausti, sem fólkið þarf að hafa á fylkisstjóran- um. öll sanngirni mælti þess vegna með því að hann yrði aldrei skipaður í þá stöðu. pað hefði satt að segja verið að snoppunga þjóðina að þrengja henni til þess að lifa undir æðstu stjórn þess manns, er hún svo rækilega sýndi 10. júní í fyrra að hún bar ekki traust til. pað að skipa hann í þá stöðu hefði verið sannkallað gjörræði. En þó hefði það verið þakklætis vert hjá því að Robert Rogers væri til þess kallaður. pað er vafamál hvort nokkur maður í þessu ríki, sem leyft er að hafast við utan fangelsisveggja er sakaður eða grunaður um fleiri og stærri yfir- sjónir eða óvandaðri meðul í rekstri opinberra mála en einmitt hann í blöðum landsins. Um það skal ekkert sagt hér, hvort það er á rökum bygt sem á hann er borið, en þess eru blöð landsins vitni að maðurinn hefir á sér verra orð en alment eru dæmi til. Og nú vill einmitt svo til að eitt stórmálið er í undirbúningi, sem hann er meira riðinn við en nokkur annar maður. pað er rannsókn opinberra bygginga, sem hér voru settar upp þegar hann var verkamálaráðherra. pví hefir verið lýst yfir á opinberum ræðu- pöllum hvað eftir annað, að þær rannsóknir muni leiða í ljós eitthvað ekki betra en glæpina, sem fram hafi komið í sambandi við þinghúsið. Rogers yrði þar auðvitað einn aðalsakborningurinn, þar sem verkið var unnið undir hans stjóm. Orðrómur hefir flogið fyrir í þá átt að Rogers mundi séð borgið áður en sú rannsókn færi fram og honum þannig skotið undan á þægilegan hátt. En það er kominn tími til þess að vakna; kom- inn tími til þess að fólkið jarmi ekki já og amen við öllu sem að því er rétt frá hinum hærri stöðum hvað sem það er og hversu gagnstætt sem það kann að vera hugsun þess og vilja. Stjómarfyrirkomulagið hér er talið einkar frjálslegt; því er haldið fram að fólkið ráði svo að segja öllum stjórnarstörfum. Sumir hafa haldið því fram að fylkisstjórinn ætti annaðhvort engin að vera—embætti hans sé óþarft—eða að hann ætti að minsta kosti að vera skipaður í embætti með vilja og samþykki fólksins sjálfs. petta virðist sanngjarnt. En aðrir halda því fram að þeir menn séu að- eins settir í þá stöðu sem traust sé borið til af almenningi, og engin óánægja sé með. pað mun vera satt að hingað til hefir það verið þannig; þjóðin hefir oftast verið svo lánsöm og stjómin svo sanngjörn að vandaðir menn og sam- vizkusamir hafa verið til þess kjömir; hefir hún því tekið við þeim þegjandi og mótmælalaust og sýnt þeim hæfilega virðingu, eins og vera ber. En skyldi það reynast satt að Robert Rogers yrði nefndur í þessa stöðu nú, þá er virðing þjóð- arinnar í veði ef hún rís ekki upp og mótmælir í einu hljóði. Hún fellir ekki með því neinn dóm yfir Rogers; hún á aðeins að krefjast þess að all- ar þær mörgu og miklu sakir, sem á hann hafa verið bornar í blöðunum séu skoðaðar ofan í kjöl- inn—rannsakaðar til fullnustu og honum hegnt sem hverjum öðrum afbrotamanni ef sakimar reynast sannar, en hann sýknaðar séu þær ósann- ar og þeir látnir að minsta kosti sér til skammar verða sem kærunum hafa komið af stað. Um fram alt verður þjóðin að krefjast þess, að áður en Rogers sé fengin sú staða í hendur, sem hér er um að ræða, verði hann yfirheyrður í þeim málum sem yfir vofa í sambandi við rannsókn á þeim opinberum byggingum er undir hans stjórn voru gerðar. íslendingar eru fámennir hér; það er satt, en þar sem þeir leggjast allir á eitt, geta þeir látið til sín heyra. Og kæmi það fyrir að Rogers ætti að verða fylkisstjóri, þá ættum vér íslendingar að rísa upp sem einn maður í anda og krafti Jóns Sigurðssonar og hrópa svo hátt og svo sterklega að heyrast hlyti, ekki einungis austur í Ottawa, heldur austur til Englands, og segja: “VÉR MÓTMÆLUM ALLIR”. Orð í tíma töluð. “peir eru að fremja sjálfsmorð heima”, sagði ráðinn og roskinn bóndi nýlega, þegar hann heyrði frá því sagt að verið væri að leggja niður íslenzku regluna að því er nöfn snerti og apa eftir öðrum þjóðum—taka upp skrípanöfn. Oss fanst sem þetta væru orð í tíma töluð. Eins og getið var um í Lögbergi fyrir skömmu var skipuð nefnd heima til þess að gera tillögur um ættarnöfn. í nefndinni voru mætir menn í alla staði, en þeir eru aðeins menn og þess vegna þeim lögum undirorpnir að vér hinir mennirnir þykjumst hafa fullkomið vald til þess að athuga gerðir þeirra og tillögur. Upp á nöfnum var stungið svo þúsundum skífti, sumum fögrum og viðkunnanlegum, en öðrum viðbjóðslega ljótum og stirðum. En það er ekki aðalatriðið hvort nöfnin voru fögur eða ljót; málefnið er ekkert yfirborðsmál; það er lífstré íslenzku þjóðarinnar með sínum djúpu rótum, sem hér er ráðist á. Frá því ísland bygðist fyrst hefir sú regla gilt þar með fáum undantekningum, að hver maður eða kona hefir kent sig við föður sinn. Pilturinn hefir verið nefndur sonur hans föður síns, en ekki sonur hans afa síns eða langlangafa. Stúlkan hefir verið kölluð dóttir hans pabba síns, en ekki sonur einhvers annars. fslenzkan mun vera eina málið í veröldinni, sem er rétt að þessu leyti, og er það svo einkenni- legt og sérstakt fyrir oss að það er ófyrirgefanlegt gegn íslenzku þjóðemi og íslenzkri tungu að breyta því. Annað atriði í sambandi við þetta er einnig eftirtektavert. pegar stúlka giftist manni sleppir hún venjulega sínu rétta nafni og gengur undir nafni bónda síns; með öðrum orðum hún hverfur og er ekki til lengur á nafnaskrá þjóðarinnar. Ef maðurinn hennar heitir Brown, þá heitir hún bara konan hans Browns, alveg eins og talað er um kúna hans Browns eða köttinn hans Browns. Með öðrum orðum hún er annaðhvort skepna eða verkfæri sem maðurinn á og heyrir til búslóð hans. petta em síðustu leyfar þeirra kenninga að konan sé ekki sjálfstæð vera, heldur aðeins nokk- urskonar partur af manninum og hverfi með öllu fyrir tign hans. Á íslandi hefir þessari reglu ekki verið fylgt. ísland er eina landið í veröldinni sem sanngirni hefir sýnt í því fram á þessa daga að leyfa kon- unni að halda nafni sínu—að leyfa henni að vera til; svifta hana ekki tilveru rétti um leið og hún varð eiginkona. petta er regla sem mikið hefir verið dáðst að hér af þeim mönnum esm málfróðir og sðgufróðir eru og fengið hafa skýringu á því. Og svo langt THE DOMINION BANK 9mvxd n. oaus, m. p, pm C. A. BOflERT, W. D. Manager. Borgaður höfuðstóll.............$6,000,000 Varasjóður og óskiftur ábatl .. .. (7,300,000 SPARISJÓÐSDEUI.D er eln delldln I öllum útlbúum bankans. l>ar m& ávaxta $1.00 eSa meira. Vanalegir vextir greiddlr. pa8 er óhultur og þægilegur geymslustaCur fyrlr spari- skildinga ySar. NotP® Dame Br&nch—W. M. HAMH/TON, Manager. Selkirk Branch—M. 8. BTJRGKR, Mjuiager. hefir komist að alvarlega hefir verið talað um það meðal fslend- inga hér áð reyna að halda þess- ari reglu. Telja sumir það mundi verða eitt með allra sterkustu þáttum í viðhaldi ís- lenzks þjóðernis hér vestra. Stefán Björnsson fyrverandi ritstjóri mintist á þetta atriði í Lögbergi, og var auðsæ stefna hans og skoðun í því máli, enda var hann eindreginn þjóðvernd- armaður. Húsfrú Olga María Skaftfeld ÞaS teljast ekki stórtíöindi þótt ein 'kona leggist í gröfina; en hver fær þó reiknaS þýöingu þeirrar stundar þegar móSurumhyggjunni er svift hurtu frá stórum hópi invgra barna? Olga María Skaftfeld var fædd .17. dag októbermánaSar 1879 i pnjóskadal í EyjafirSi. Voru for- eldrar hennar Vilhjálmur Olgeirs- son bóndi og Jakobína Jónasdóttir kona hans. Ilún ólst upp hjá Ol- geiri bónda afa sinum, en fluttist vestur um haf áriS 1900; giftist 20. ágúst 1903 HreiSari HreiSarssyni Skaftfeld og eignaSist meS honum 5 drengi, senv allir lifa. Olgeir 12 ára, Júlíus io ára, Vilhjálmur 8 ára, Páll Pörhallur 6 ára og Ingi- mar 5 ára. Allir sérlega efnilegir. Hún hafSi veriS heilsutæp um langan tíma; var þaS aSallega hjartasjúkdómur og af því dó hún 8. maí 1916. JarSarför hennar fór fram 12. maí frá TjaldbúSarkirkj- unni í Winnipeg aS viSstöddu óvenjulega miklu fjölmenni. Sá er þessar línur ritar þekti hina látnu betur en flestir aSrir vandalausir menn og þarf því ekki aS fara eftir sögusögn annara um hæfileika hennar og nvannkosti. ÞaS fer illa aS bera lof—sérstak- lega oflof—á látiS fólk, enda skal þaS ekki gert hér, heldur blátt áfram lýst hinni framliSnu eins og hún var. Hún hafSi aSeins veriS hér stutta stund þegar hún tók til hlífSar- lausra starfa í félagsmálum íslend- inga. Voru þaS sérstaklega öll mannúSar- og siSbótafélög sem hún lét sig varSa. Á aSalbardagaárum Goodtempl- arareglunnar hér voru þaS ekki síS- ur konur en menn sem þá byrSi báru. Olga .Skaftfeld varS þar fljótt ein hinna allra fremstu og áhrifamestu, enda var hún atkvæSa kona meS afbrigSum, þar sem hún JagSi sig fram. Fyrir þaS málefni vann hún meS svo mikilli ósér- plægni og einlægni í þá daga aS þeir einir geta trifaS sem meS henni unnu og vissu sjálfir um starf hennar. Og þessari sömu trygS hélt hún viS þaS félag til dauSadags þótt heimilisannir og heilsubilun leyfSu henni þar ekki eins mikla Jvátttöku og áSur. 1 kirkjulegum félagsskap lýsti sér sama einlægnin og áhuginn. Var hún alla tíS í TjaldbúSarsöfn- uSi og vann meS ójireytandi elju aS vexti hans og viSgangi, sérstaklega á meSan hann var í fjárþröng og erfiSleikuni. Húsfrú Skaftfeld var stór kona vexti og fríS sýnum 0g kvaS aS henni meira en alment gerist. Hún var skapstór og óhikandi um hvaS sem var að ræSa og hver sem i hlut átti, en frábærlega prúS í allri framgöngu og þíSlynd meS af- brigSum. Auk þessa var hún stór- vitur kona, enda átti hún ekki langt aS sækja þaS, því Vilhjálmur faSir hennar er djúphygginn maSur. Eitt af aSaleinkennum henanr var JiaS aS hvert mál sem hún unni og vann fyrir varS henni lifandi mál—varS henni eins og Iifandi barn er hún teldi sér skylt aS vernda og verja fyrir öllum áföll- um; meS öSrum orSum hún var móðir um fram alt. annaS, ekki einungis móSir barna sinna heldur alls þess er henni fanst aS ein- hverju leyti vera verndar vert og verndar þurfi. Af þeim ástæSum varS henni svo mikiS ágengt í fé- lagsmálum; þaS var móSurhöndin sem |>ar starfaSi og móSurhjartaS sem þar bærSist á bak viS öll henn- ar störf. Og á heimili sinu var hún sann- kölluS fyrirmyndar móSir; hversu veik sem hún var þá var hugsunin altaf hjá drengjunum hennar; og þaS mun ekki ofsagt aS lengi megi leita hér í bæ til Jiess aS finna drengi á þeirra reki jafn prúSa í fram- göngu og berandi meS sér jafn glögg einkenni góSs uppeldis. ÞaS er ekki öllum gefiS aS taka langvarandi heilsuleysi meS ró og jafnaSargeSi; en þaS vita þeir sem nánast þektu til aS sami þiSI'eikinn og þægindin í viSmóti sem hún átti svo mikiS af í æsku, fylgdu henni fram á grafarbakkann. Væri heimilislífiS alment eins og þaS var á heimili }>essarar látnu konu, væri samband foreldranna hvors viS annaS og samband þeirra viS börnin eins á hverju h'eimili og þar átti sér staS, þá væri líðan fólks yfirleitt betri en hún er og samver- an sælli. BlessuS sé minning þessarar góSu ,og gáfuSu konu. Hamingjan gangi drengjunum hennar í móSur staS, og blessi föSur þeirra. Sig. Júl. Jóannesson. 50 NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll gr.iddur $1,431,200 Varasjóðu.....$ 715,600 Formaður..........- - - Slr D. H. McMIIjIjAN, K.C.M.G. Vara-formaður.............. Capt> WM ROBINSON Str D. O. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION E. F. HCTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEIjD, JOHN STOVEIj Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög ög sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsanir seldar til hvaða staðar scm er á Ialandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar við á hverjum sex mánuðum. ’T. E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Cor. WiIIiam Ave. og SherbrookelSt., 8 fc - Winnipeg, Man. ——i SB

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.