Lögberg


Lögberg - 06.07.1916, Qupperneq 6

Lögberg - 06.07.1916, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚLI 1916 223. SKANDINAVA °HERDULD (Overseas Battalion) UNDIR STJÓRN Lt.-Col. ALBRECHTSEN AðcJ-skrifstofa: 1004 Union Trust Bldg. Stjórnað eingöngu af Skardircvum og liðsafnaður allur undir þeirra umsjón Skanclinavar beðnir að ganga í þessa deild. INNRITIST STRAX HEILBRIGÐI. “Suntarveiki”. Hitatíminn fer í hönd. Margar mæður kvíSa fyrir hitatimanum eins og strið eða landplágu. Um- hyggja og áhyggjur mæSranna vaxa hundraðfalt þegar að þeim tíma líður. “Sumarveikin” svokallaða er tið- ur gestur og ægilegur og það er eðlilegt þegar tillit er tekið til þess hversu hún verður mörgum bömum að bana og hversu mörg þeirra hún leiðir langt á veg til grafar, þótt þau lifi, að móðirin finni hjartað slá tiðar og óþægilegar þegar “hita- tíminn” kemur með “sumarveik- ina”. 1 gamla daga var það álitið óhjá- kvæmilegt að öll börn fengju sum- arveikina; hún var alveg eins sjálf- sögð og tanntaka; hún var ein af þeim erfðasyndum, sem ekki varð umflúin, það voru aðeins hraust- ustu börnin sem lifðu hana af; hin blátt áfram dóu — um það var ekki til neins að fárast. Nú er þessu á annan veg farið; nú er sumarveikin verjanleg; nú er það sannað að hún er oftast því að kenna að þekkingarskortur eða kærulevsi hefir hamlað móðurinni eða þeim sem börnin stunda, frá því að annast þau eins og vera ber. í síðastliðinn áratug hafa læknar mjög lagt sig fram um það að afla sér þekkingar á því hvernig fara eigi með ungbörn, og kenna það mæðrunum. Bæði að kenna þeim hvemig þær eigi að haga sér ef bamið fær þessa veiki og þó eink- um og sér í lagi að kenna þeim að fara þannig með barnið að það fái veikina ekki. Kenna þeim meðferð á baminu í öllum greinum, en helzt viðvikjandi fæði þess. Sérstaklega hefir mikið verið unnið í þessu tilliti í stórbæjunum; en þar voru börnin vön áður fyr að hrynja niður hópum saman um hita- tímann. Þetta barnafrelsis strið, eins og það hefir með réttu verið nefnt — því stríð er það oft og einatt, hefir borið svo góðan árangur að í stór- bæjunum sumstaðar, t. d. Chicago, þar sem fólk býr í þröngum og loft- illum hýbýlum og aðbúaður er víða á lágu stigi, deyja nú jafnvel færri böm úr “sumarveikinni” en i mörgum smábbæjum þar sem loft er heilnæmt og húsakynni rúmgóð. Er þetta alt að þakka hinu sívak- andi auga læknanna og hinni sí- starfandi hönd þeirra ásamt aðstoð hjúkrunarkvenna og annara upp- lýstra mannvina sem þátt taka i starfinu. Frá því er sagt í blaðinu “Picto- rial Review” að árið 1900 hafi börn á vissri munaðarleysingja stofnun verið hirt af ólærðri hjúkrunar- konu, sem gaf þeim vissa fæðu og vis'san skamt eftir aldri á vissum tímum. 1 júní mánuði það ár dóu 65% af öllum þeim börnum þar sem veiktust af sumarveiki. í júlí og ágúst, þegar öll þau veikluðustu voru dáin voru það aðeins 55% af þeim sem veiktust sem dóu. 1 stuttu máli meira en helmingur allra þeirra barna sem af þessu veiktust dóu. • Næsta ár fékk stofnunin sérfræð- ing, sem lesið hafði barnalækningar og barnauppeldi, sérstaklega með- ferð á börnum að því er fæðu snerti. Hann hafði þar aðeins lærðar hjúkrunarkonur og vanar. öll börnin voru nákvæmlega skoðuð og fæðunni hagað eftir því hvernig þau voru að styrkleika; var nákvæmlega farið þar eftir fyrir- sögn læknisins. Árangurinn v^r ó- trúlegur; í júní 1910 dóu aðeins 10% af þeim s'em fengu sumarveik- ina; í júlí aðeins 8 °/0 óg í^ágúst ekki nema 4%. Með öðrum orðum lífs- möguleikar barnanna voru auknir um 400%. Nú sér heilbrigðisráðið i öllum stórbæjum um það að miklu leyti að [eiðbeint sé í þessa átt. En móðirin úti á landinu er þar ver stödd. Það er því aðallega fyrir hana sem þess- ar línur eru skráðar. “Sumarveiki” er nafn sem er haft yfir alla maga- og innýflasjúk- dóra bamanna og orsakast af nokkurs konar eitri. Það eru upp- haflega gerlar eða bakteriur — eig- inlega nokkurs konar örsmáar jurta tegundir, sem vaxá og margfaldast með ótrúlegum hraða. í raun og veru kemur þetta altaf af einhvers konar óþrifnaði eða vanþekkingu. Til þess að koma í veg fyrir þetta er fyrst og fremst áríðandi að gæta alls hreinlætis með barnið, sérstaklega með fæðu þess. Þ'ess þarf að gæta að barnið sé í hreinu rúmi; alt hreint í kring um það, bæði föt og annað; alt hreint sem það leikur sér að, og um að gera að það sé rækilega varið fyrir flugum og veggjalúsum, þar sem þær eru; sömuleiðis fyrir köttum og hundum. Sá ljóti, viðbjóðslegi og hættulegi siður tiðkact sumstað- ar að iáta ketti liggja hjá börnum, þar sem þau hárreita þá og fara svo upp í sig með fingurna og gleypa hárin sem á fingrunum tolla u sama er að segja um hunda að því viðbættu að þeir eru stundum látn- ir vera svo nærgöngulir að þeir sleikja börnin í framan. Það er ekki dæmalaust að ungbarn er látið leika sér við hund þannig að það fer upp í hann með hendumar og svo upp í sjálft sig á eftir. Þetta er bæði viðbjóðslegt og stór hættu- legt. Það er algengt að óvita barn þrífur í rófuna á kettinum eða eyr- að á hundinum og treður því upp i sig. Þetta hljóta þeir allir að hafa séð sem víða hafa farið og opin augu haft. Og það þarf engan lækni eða sérfræðing til þess að skilja þá hættu sem af því getur stafað. Köttum eða hundum ætti aldrei að líðast að koma nærri ungbörnum — ekki fyr en þau stálpast og vitkast. Flugur bera gerla á fótum sér frá haugum og rotnandi rusli sem þær hafa sezt á úti fyrir áður en þær komast inn í húsin. Þ etta or- sakar oft sjúkdóma og er þvi áríð- andi að verja börnin fyrir flugum. Á þetta var minst í síðasta blaði. Sé húsið ekki þannig varið áð flugur komist ekki inn í það, þá þarf að verja bamið annað hvort með síu eða öðru. Heilbrigðisstjórnin í Texes 1909 segir að ef böm yrðu fullkomlega varin fyrir, flugum, þá væri bama- dauði af sumarveiki minkaður um 50%. Á því ríður að hafa föt bams- ins hrein og eins það sjálft. Það lætur upp í sig hendurnar og sýgur þær og sömuleiðis föt sin, og sé hvorttveggja óhreint, þá getur það orsakað “sumarveiki”. Að því er fæðu snertir skal þess gætt er hé'r segir: Þegar barnið er á brjósti—eins og öll börn ættu að vera— á móðirin að gæta þess að brjóstavörturnar séu altaf hreinar þegar barnið sýgur. Bezt er að ,þvo þær alt af í hyert skifti úr bórsýru éboric acid) sem er hvítt duft, er teskeið af því látin í hreina skál og kaffibolla af sjóðandi vatni helt á það; þegar duftið er leyst upp. má láta það x glas, geyma það og þvo brjóstavörtumar úr því.áð- ur en barnið sýgur og eins á eftir. Þegar ungbarni er gefið vatn að drekka, þarf að gæta þess að vatnið hafi verið soðið og kælt svo í luktu iláti, alveg hreinu. Sömuleiðis þarf þess að gæta að skeiðin sem til þess er notuð sé nákvæmlega hrein. Vissara er að gerilverja mjólk þá sem notuð er handa ungbörnum og er það gert þannig: Lát mjólk- ina í flöskur, lát i þær tappa úr soðinni dulu, lát flöskurnar í fötu, hell í hana sjóðandi vatni, lát yfir fötuna hlemm og lát hana standa í 25 mínútur til hálftíma; kæl svo flöskurnar skyndilega og geym þær þar sem svalt er; helzt í is. Ef bamið fær “sumarveiki” þrátt fyrir alla varfærni, þá sæktu tafar- laust lækni. Þangað til hann kem- ur verður oft eitthvað til bragðs að taka; þá er það fyrst að halda allri fæðu frá barninu og gefa því laxerolíu, eina teskeið ef það er 3 til 6 mánaða, ij/J teskeið ef það er 6—9 mánaða; 2 teskeiðar ef það er 9—12 mánaðar; ef það er eldra þá matskeið. Sömuleiðis er gott áð sprauta kaffibolla af volgu vatni með einni tes'keið af salti upp í endaþarminn, en það þarf að gerast mjög var- lega. Ef barnið er þyrst þá gef því ekki mjólk heldur heitt vatn, helzt eins heitt vatn og það getur tekið. Gætið þess ávalt að sækja lækni tafarlaust, ef barnið fær þessa veiki. 3000 embœttislausir embœttismenn. Eftirfarandi grein birtist i rit- stjórnardálkum “Tribunes 30. júní. Vér prentum hér skoðun konu á þessum þrjú þúsund embættislausu embættismönnum, sem sagt er að þíði eftir kalli frá ýmsum pörtum Canada. Eftir því sem konur líta á málið var það eitt af því sem mestri van- virðu sætti af öllu sem fram kom á fundi Canadis'kra kvenna i gær i Toronto að þrjú þúsund manns sem nú þegar eru í herforingja fötum eru blátt áfram iðjuleysingjar, sem biða eftir því að þeim gefist tæki- færi. Með öðrum orðum, þeir eru að bíða eftir að þeir fái embætti í raun og veru. Fyrir slíkum mönnum hér er ekki hægt að bera nokkra virðingu, þvi á yfirborðinu er svo að sjá að þar sé aðeins um fjárhagslegt 'gróða- bragð að ræða, og geta þjóðhollir þorgarar enga samhygð borið með slíku. Kona gæti skilið það að maður ætti erfitt með að fara i herinn vegna heimiliskringumstæða, eða af heilsuleysi, eða jafnvel af eðlileg- um ótta og skelfingu fyrir harm- kvælum og lemstrum á vígvellinum. Þær tilfinningar hafa þeir, ef til r vill, allir haft meira og ’minna, sem í stríðið hafa farið. Það að .þeir sem innritast hafa í herinn hafa unnið sigur á þessum tilfinningum og skelfingu, hefir gert þá enn þá •hugrakkari í augum kvenna, sem geta gert sér grein fyrir hvað þeir hafa orðið að þola. En sá sem hik- ar við að þjóna landi sínu aðeins vegna þess að kaupið sem hann á að fá og það sem hann kallar virð- ingu og vill ná í er lægra en hann gerir sig ánægðan með, hann hegð- ar sér þannig að ekki er hægt að hugsa um hann nema með blygðun. Þrjú þúsund manns er nærri nóg til þess að fylla þrjár deildir sem menn þarfnast. Hvað skyldi mæla á móti því að mynda að minsta kosti tvær deildir með þessum þrjú þúsund mönnum, sem vonandi er að hafi næga æfingu til þess að leysa af hendi almennar hermanna- skyldur? Ef þessir menn gætu losnað við þá næmu pest, sem virð- ist hafa gagntekið þá þeim til van- virðu, þá gætu þeir myndað eina hina beztu herdeild í öllum hernum og mundu eflaust ávinna heiður sjálfum sér, vandamönnum sínum og landinu sem þeir koma frá. Eins og þessir þrjú þúsund manns koma fram, geta þeir alls ekki yænst neinnar aðdáunar frá með- borgurum sínum. Ef gildi manns- ins færi eftir því að hann sé í her- búningi—það er að segja konung- legum einkennisbúningi, en ekki eftir því að fötin sem hann er í séu úr betra efni en föt félaga hans, þá væri ekki eins mikið sózt eftir því sem í raun og veru er ekki til. — Þáð er að segja eins mörgum embættum sem menn vilja fá sem herforingjar deilda þeirra, sem lík- lega verða flestar alls ekki til þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir sem áuinna sér virðingar og stöðuhækkun eftir reglulega her- 8 ð l ) 1 1 X. IÓLIKII. a— • hvernig hnúturinn hefir verið bú- inn til. Hver veit annars nema eg gæti hnýtt hann aftur ef eg leysti hann. Það gerði að minsta kosti ekkert til þó eg reyndi.” Svo reyndi hún fyrst að lyfta kistunni. Hún lyfti öðrum endan- um upp um nokkra þumlunga og lét hann svo falla á gólfið aftur snögglega. Augnabliki seinna fanst henni eins og hún heyra eitthvað hreyfast 1 kistunni. Hún lagði eyrað við lokið og hlustaði eins nákvæmlega og hún gat. Hún var viss um að það var eitthvert hálfkæft nöldurshljóö í henni. Þegar hún reis upp aftur varð henni litið á hnútinn á gullsnúr- imni: “Það hlýtur að hafa verið ákaf- lega lagin manneskja sem hnýtti þennan merkilega hnút”, sagði hún við sjálfa sig. “En samt held eg nú að eg gæti leyst hann.” Sólin skein glaðbrosandi inn um gluggann. Pandóra hlustaði aftur. Hún hafði hendina á öðrum endan- um á hnútnum og tók í hann rétt af tilviljun um leið og hún hrökk við þegar henni heyrðist eitthvað. En hnúturinn á gullsnúrunni raknaði þá fyrirhafnarlaust, rétt eins og það væri gert með göldrum og Pandóra stóð hjá kistunni óbundinni aftur: “Þetta er það skrítnasta sem nokkurn tima hefir komið fyrir mig”, sagði Pandóra við sjálfa sig: “Hvað ætli Epimetheus segi nú? Hvemig get eg nú hnýtt hnútinn aftur?” Hún reyndi tvisvar eða þrisvar að hnýta hnútinn, en það tókst ekki. Hún fann að henni var það alveg ómögulegt. Það var því ekki um annað að gera en láta kistuna biða svona þangað til Epimetheus kæmi heim. I En þá datt Pandóru það í hug alt í einu að hún yrði grunuð um að hafa opnað kistuna þó hún hefði ekki gert það, þegar það sæist að hún væri óbundin aftur. Henni fanst þá að það væri rétt að gera það, svo hún væri ekki grunuð um það sem hún hefði ekki gert. Hún vissi ekki hvort það var virkilegt eða ekki, en henni heyrðist margar raddir hvisla að sér að hún skyldi gera það. Og svo heyrðist henni þar að auki vera kallað inni í kistunni og vera sagt: “Hleyptu okkur út, góða Pandóra! blessuð hleyptu okkur út. Við skulum verða ósköp skemtileg leiksystkini þín ef þú hleypir okkur út. Fyrir alla muni hleyptu okkur út!” “Hvað getur þetta verið?” hugs- aði Pandóra. “Er virkilega eitt- hvað lifandi í kistunni? Já, það er áreiðanlegt. Eg ætla bara að gægj- ast svolitið undir lokið, bara ósköp lítið. Og svo ætla eg að ]oka kist- unni eins vel og áður.” En nú skulum við heyra um Epi- metheus. Þetta var í fyrsta skifti sem hann var einn að leika sér síð- an Pandora kom og varð leiksystir þans. En nú fór alt öfugt fyrir honum. Og hann var ekki nærri eins ánægður og hann var vanur. Hann fann það út og hætti svo að leika sér alt í einu. Hann hugsaði sér að það væri bezt að fara aftur heim til Pandóru. Rétt um sama leyti sem hann kom inn í kofann hafði Pandóra tekið í lokið á kistunni til þess að opna hana. Epimetheus sá þetta. Ef hann hefði kallað í hana, þá hefði Pandóra kannske hætt við alt sam- an og ólukku kistan aldrei verið opnuð og enginn vitað hvað í henni var. Þegar Pandóra lyfti lokinu af kistunni varð alt í einu dimt og leið- inlegt í kófanum. Svart ský hafði breiðst fyrir sólina alveg eins og það hefði grafið hana lifandi. Áður hafði heyrst dálitil suða og nöldur, nú varð það alt í einu að þrumandi óhljóðum. — En Pandóra gaf því engan gaum, heldur lyfti hún lokinu upp svo að segja alveg og leit ofan í kistuna. Það var eins og heill hópur af fljúgandi verum þytu fram hjá henni upp úr kistunni, og i sama bili heyrði hún til Epimetheusar; hann hljóðaði upp yfir sig af sársauka: “Eitthvað stakk mig?” sagði hann, “eitthvað stakk mig! Þetta var ljótt af þér, Pandóra! Hvers vegna varstu að opna þessa ólukku kistu ?” Pandóra lét kistuna aftur, reis upp og leit í kring um sig til þess að vita hvað hefði komið fvrir Epimetheus. Þrumuskýið hafði gert svo dimt í kofanum að hún sá ekki vel hvað um var að vera. En hún heyrði þunga suðu eins og þar væru ótal flugur. Og þegar augu hennar vöndust smátt og smátt við dimm- una sá hún heilan hóp af ljótum kvikindum með leðurblöðku vængj- um. Þessi kvikindi voru dæma- laust illúðleg útlits og höfðu langa, hvassa brodda í rófunum. Eitt þessara kvikinda hafði stungið Epimetheus. Alt í einu fór Pandóra sjálf að hljóða upp yfir sig. Hún var frá sér numin af sársauka og hræðslu, alveg eins og Epimetheus. Ótuktar kvikindið eitt hafði sezt á ennið á henni og það var ómögulegt að vita hversu djúpt það hefði stungið hana ef Epimetheus hefði ekki komið til hennar og strokið það af henni. Ef ykkur langar nú til að vita hverjar þessar ljótu ófreskjur voru sem komu úr kistunni, þá skal eg segja ykkur alveg eins og er. Þær voru allir erfiðleikar og ógæfa sem fyrir menn koma. Þar var geð- ilska og illar ástríður, alls konar ^byggjur, yfir hundrað og fimtíu sorgir; allra handa sjúkdómar og drepsóttir, sársauki og kvalir. Og svo voru þar alls-konar tegundir af óþekt. Þessi óhræsi höfðu stungið bæði Epimetheus og Pandóru svo að þau dauðkendi til; og þau þoldu þessar kvalir ver vegna þess að þetta var í fyrsta skifti sem sársauki hafði fundist síðan heimurinn var skap- aður. Við þetta bættist það að þau voru í ákaflega illu skapi, bæði við sjálf sig og hvort við annað. Til þess að láta geðilsku sina sem bezt í ljósi settist Epimtheus út i horn og sneri bakinu að Pandóru, en Pandóra fleygði sér á gólfið og hvíldi höfuð sitt á ógæfukistunni. Hún var há- grátandi og ætlaði alveg að springa af ekka. Alt í einu heyrðist barið léttilega innan á kistulokið: “Hvað getur þetta verið?” sagði Pandóra og lyfti upp höfðinu. En annaðhvort hafði Epimetheus' ekki tekið eftir því eða hann var í of illu skapi til þess að gegna. Að minsta kosti svaraði hann engu. “Ósköp er þetta illa gert af þé'r, þjónustu, eru þeir einu þegar alt kemur til alls, sem hafa sönnun fyrir því að umboðsbréf þeirra hafi hlotnast fyrir persónu- lega hæfileika. Herdeild sem myndúð væri af þem embætt- ismönnum sem nú eru embættis- lausir, mundi brátt leiða það í ljós hverjir væru hæfastir fyrir herfor- ustu, og þeir sem hæfastir væru kæmust bráðlega þangað sem þeir ættu heima. Ef menn bera nokkra virðingu fyrir áliti kvenna, sem nú vinna þau verk sem heimurinn virkilega þarfnast, þá innritast þeir í herinn SEM HERMENN og feta sig svo áfram stig af stigi og alla leið upp í yfirherforingja stöðu, ef hæfileik- ar þeirra leyfa. Það sem bera verður í huga, er það að hinn konunglegi einkennis- búningur er það sem virðingtx verðskuldar Jþegar hann er þar sem hann á heima), en ekki það hversu mikið kaup sá hljóti sem í honum er. Þegar frá eru talin nokkur hundruð eldri manna, sem sumir eru í einkennisbúningi vegna vin- áttu og hollustu þeirra sem völdin fá, þá eru mörg hundruð eftir sem gætu sjálfum sér til sóma og landi sínu farið í almenn hermanna klæði. Enginn hæfur maður sem getur komið því við að fara í stríðið ætti að láta sér þau ófínu störf í augum vaxa sem eru lhutskifti óbreyttra liðsmanna.” f“Tribune” 30. júní 1916). Sir Roger Casement Eins og annarsstaðar er skýrt frá var hann dæmdur til dauða fyrir Iandráð, enda dettur víst engum í hug að efast um að eins lengi og dauðadómar eru til, þá hafi sá dóm- ur verið í fúllu samræmi við lands- lög og venjur, og undir kringum- stæðunum, tæplega hægt að ákveða annan dóm. En þrátt fyrir það er talið vafa- samt hvort heppilegt sé að ráða Casenxent af dögum. Blaðið “The Daily News” í Lundúnum heldur því fram að hann sækist eftir því að verða talinn pislarvottur og hætta sé á áð honum kunni að hepn- ast það ef hann sé líflátinn. Orðrétt talar blaðið um málið á ?essa leið: “Dauðadómur var eina hugsanlega hegningin í þessu málí. Glæpur Casements var opinber og ósvífinn. Fá svartari landráða , dæmi finnast í sögunni. Að því er Casement sjálfan snertir er engin ástæða til vægðar. En samt er það svo þegar málið er yfirvegað frá öðru og mikils- verðara sjónarmiði, þá er það vafa- samt hvort það er stjórnvizka að krýna hann kórónu pislarvættisins, sem hann auðsjáanlega sækist eftir. Það er eitt sem forðast verður öllu fremur að þessu sinni. Það er að hella nýrri olíu í eldi ókyrrleik- lans þegar öll framtíð írlands er í • veði. Þá er það þýðingarlaust og xværi hættulegt að ganga fram hjá þvi hversu langt æsing írsku þjóð- arinnar er komin í sambandi við aftökurnar og morð Skeffingtons og ennfremur vegna þess dóms er fann morðingjann vera óheilbrigð- an, og ýmislegs annars. “Vér getum skoðað þessar til- finningar andstæðar heilbrigðri skynsemi, en hvað um það, þær eru til. 'Þáð er hinn yfirgripsmikli sorgarleikur sem nú færist óðum að síðasta þættinum, sem endar vel eða illa, eftir því hvort vér breytum skynsamlega eða óviturlega. Þ'egar málefnið er íhugað frá þessu sjónarmiði, þá væri það vel fyrir yfirvöldin að spyrja sjálf sig hvort það væri varlegt að bæta einu hættuatriði við yfirvofandi voða, jafnvel þegar um eins ómótmælan- legan glæp er að ræða eins og í máli Casements. Látum oss öll sem málið varðar íhuga afleiðingarnar; ekki einungis fyrir ísland eða England, heldur fyrir allan heiminn og sérstaklega fyrir Ameríku, þar sem vakandi auga er nú á dögum haft á öllu sem fram fer, og öðruvísi litið á en vér gerum sjálfir, og samhygð með ír- landi efum vér ekki. Gleðiefnið í þessari leiðinlegu sögu er það hversu heiðarleg var framkoma írsku hermannanna á Þýzkalandi sem Casement reyndi að afvegaleiða.” Blaðið “The Daily News” er eitt áhrifamesta blaðið á Englandi, enda er það eina blaðið sem flytur þessa skoðun; hin tala aðeins um rétt- mæti dómsins. (Þýtt úr “Free Press” 1. júlí). Helen Keller. ----p Flestir munu hafa heyrt talað um hina gáfuðu og merkilegu stúlku Helen Keller. Hún er mállaus, blind og heyrnarlaus, en hefir samt lært að tala vissa tegund máls, svo að kraftaverki þykir ganga næst. Um þessa konu var ritað í Lög- bergi fyrir skömmu. Hún hefir ferðast víða og haft afarmikil áhrif; prédikað svo að segja sól og sjxmar inn í sálir manna. Um hana birtist ritstjórnargrein í blaðinu Tribune 27. júní, þar sem frá þeim tíðindum er skýrt að hún sé orðin afar einbeitt jafnaðarkona og eindregin á móti striði og við- búnaði stríðs. Þykja þetta merkileg tíðindi fyrir þá sök að hún hefir einmitt haldið fram nægjusemi og gleði og talið það eina aðaldygð mannanna að vera ánægðir. Nú hefir hún snúið gersamlega við blaðinu og kveður óánægjuna með núverandi fyrirkomulag einu end- urbótavonina. Kafli úr ritstjórnargreininni í Triibune er á þessa leið: “Helen Adams Keller, hin undraverða blinda og heyrnarlausa kona, sem hefir unnið sér heims- frægð og viðurkenningu þrátt fyrir það þótt henni hafi verið synjað um sjón, heyrn og mál, hefir nýlega skift um skoðun og tekið að prédika vægðarlaust gerbreyting á þjóðfé- lagfyrirkomulaginu, og er þannig orðin talskona óvinsæls málefnis; Hxin er ekki lengur hinn ljúfi ánægjupostuli, sem prédikaði hug- frið og kyrð; nú er hún orðin eins og eitthvert heljar afl í kvenlegri mynd og krefst þess að fyrirkomu- lagi heimsins sé kollvarpað frá grunni og það fært nær því sem heilbrigt hjarta þráir. Hún hefir sagt stríð á hendúr gömlum trúar- kenningum, gömlu stjórnarfyrir- komulagi og gömlum fjármálaregl- um, og virðist hún nú i ýmsum kenningum sinum ganga eins langt og þeir jafnaðarmenn er allra lerigst fara. Ungfrú Keller berst af alefli á móti þeirri stefnu Bandaríkjanna að auka herbúnað; hún fordæmir ,það með öllu. Hún skorar á verka- menn Bandaríkjanna að neita því að ganga í herinn og hún lýsir því yfir að það geri verkafólkinu hvorki til né frá undir hvaða flaggi það striti. “Enginn landvinningamaður tek- ur fátæklinga frá verkamönnum”, segir hin blinda og mállausa upp- reistarkona. “Enginn sigurvinnari klipur ut- an úr kaupi verkamannsins eða sundrar félögum hans miskunnar- lausara en hans eigin meðborgari í flokki auðkýfinganna. Verkamað- urinn hefir engu að tapa nema hlekkjum sinum, en hann hefir heilan heim fyrir sér til vinninga. Vér tölum um að stofna svo mikinn landher og sjóflota að allur heimurinn hræðist. Þetta gerum vé'r þvert ofan í mannkynssöguna, sem sannar það að stríð getur al- drei skorið úr neinu máli. Um síðastliðin 3000 ár hafa 8000 samn- ingar verið gerðir og undirritaðir. Allir þessir samningar áttu að gilda um aldur og æfi. Meðal varanleiki þeirra voru tvö ár. Væntum vér þess' virkilega að átta þúsundasti og fyrsti samningurinn geri krafta- verk? Köstum öllum menningarein- kennum keisaranna og konunganna í einn sorphaug og öllu því sem ger- ir -mennina að villudýrum og guð að skrímsli.” Margir vinir ungfrá Keller hafa reynt að snúa henni frá þessum skoðunum, en hún lýsir því yfir að heldur skuli hún láta varpa sér í fangelsi, ef á þurfi að halda, til þess að halda fram málstað sinum. SEXTÍU og FIMM ÁRA LJÓSIN Sextíu og fimm ára ljósin vinna enn þar sem er að ræða um ---EDDY’S ELDSPÝTUR-------- Fyrir sextíu og fimm árum voru fyrstu eldspýt- ur í Canada búnar til í Hull af Eddy ogsíðan kafa þær verið viðurkendar þær beztu sem kveikiefni Þegar þér kaupið eldspýtur þá biðjið um EDDY’S J

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.